Kornsá í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Kornsá í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Gamalt höfuðból og sýslumannssetur um skeið. Bærinn stendur á sléttri túngrund nokkuð neðan við Kornsána og dregur nafn af henni. Áin á upptök sín í Kornsárvatni suður af Víðidalsfjalli. Undirlendi jarðarinnar er mikið, sumt mjög votlent, en árbakkar þurrir, sléttir og grasgefnir. Hér bjó lengi Lárus Blöndal sýslumaður og seinna Björn Sigfússon alþingismaður um skeið. Íbúðarhús byggt 1885, 572 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 630 fjár. Hlöður 1608 m3. Tún 42,6 ha. Vélaskúr. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Kornsá.
Kornsá II. Nýbýli 3/10 úr jörðinni Kornsá. Húsið stendur í túninu spöl frá gamla húsinu. Fyrrum áttur jarðirnar svokallaðar Kornsárkvíslar, þe. land það, er liggur á milli Kornsár og Gljúfurár og náði fram og vestur í Bergárvatn. Nú liggur þetta land undir Þingeyrar. Oft flæða árnar, Vatnsdalsá og Kornsáin yfir undirlendið og bera frjóefni, en líka stundum leir og möl til skemmda. Merkileg vatnsuppspretta er rétt norðan við túnið og heitir Kattarauga, nú friðlýst. Íbúðarhús byggt 1958, 350 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 335 fjár. Hlöður 739 m3. Votheysgryfja 40 m3. Tún 21,1 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Kornsá.

Places

Vatnsdalur; Áshreppur; Kornsáin; Kornsárvatn; Vatnsdalsá; Kattarauga; Víðidalsfjall; Gilsstaðir; Oddanes; Stekkjargil; Gljúfurá; Undirfell; Kornsárgil; Þórdísareyri; Bergárvatn;

Legal status

Þjóðjörð.

Functions, occupations and activities

Ekki fór á milli mála að Kornsárheimilið var eitt af þeim þar sem ráð voru ráðin bæði fyrir sveitarfélagið og sýsluna alla.
Húsakostur á Kornsá var í því formi sem gamla húsið ber vott um, þótt hætt sé að nota það, íbúðarhúsin orðin tvö og jörðinni skipt. Gamla sýslumannshúsið, sem er rúmlega eitt hundrað ára, stendur með sínu fallega formi og reisn, verður því, þar af leiðandi, ekki lýst. Runólfur byggði norðan við húsið þar sem var íbúð þeirra Ölmu en ítök höfðu þau jafnframt í gamla húsinu. Leifar af gömlum bæ stóðu vestan við gamla íbúðarhúsið og voru notaðar sem geymsla og jafnvel fyrir skepnur. Man ég aðeins eftir því að komið var upp leiksýningu í þessari gömlu byggingu og enginn vafi á að fólkið skemmti sér prýðilega.

Mandates/sources of authority

Jarðardýrleiki xxx € , og so tíundast tveim tíundum. Eigandinn er kóngl. Majestat, og liggur jörðin til Þíngeyraklausturs. Ábúandinn Gísli Guðmundsson.
Landskuld i € lx álnir. Betalast með sauðum í kaupstað, síðan lögmaðurinn Lauritz Gottrup tók klaustrið, og nemur þetta gjald einu hundraði; það var áður úttekið í fardögum heim á jörðunni; lx álnir, sem meira er, gjaldast enn nú so sem að fornu með xl álna fóðri og vallarslætti til xx álna, þrjá eyrisvelli fyrir xx álnir, og fæðir lögmaðurinn verkamenn einnri máltíð.
Leigukúgildi vi. Leigur betalast í smjöri heim til klaustursins, og stundum með peníngum, inn til þess nú og næstumliðið ár eru misgreiníngar inn fallnar, millum lögmannsins og ábúanda, fyrir kúgilda uppbótarleysi. Kvaðir sem áður segir um Flögu og Gilstaði. Kúgildi eru óuppbætt, síðan lögmaðurinn Lauritz Gottrup tók við klaustrinu. Kvikfjenaður iiii kýr, i kvíga veturgömul og fóðrakýr frá lögmanninum, lv ær, xvi sauðir tvævetrir og eldri, xvii vetur 6 Fóðrast kann iiii kýr, i úngneyti, xxx lömb, 1 ær. Hestar og hross sem áður eru taldir, hinu er ætlaður útigángur. Torfrísta og stúnga næg. Reiðíngsrista nýtandi. Hrísrif sem áður er sagt um Gilstaði. Munnmæli eru, að í þessarar jarðar land hafí að fornu fjárupprekstur verið, frá hverjum jörðum vita menn ekki, og engin rök til þess nema rjettatóftaleifar, sem hjer sjást enn nú, og minnist enginn sem nú er á lífi, að þetta hafi jörðinni til hagnaðar verið. Silúngsveiðivon lítil í Vatnsdalsá, ekki teljandi. Grasatekja lítiL Túninu grandar vatnsgángur, mýrar að neðan en leirlækir að ofan, og Þverá sem hjá bænum fellur.
Enginu grandar sama Þverá.

Internal structures/genealogy

Ábúendur Kornsá I;
1915-1962- Runólfur Björnsson 21. jan. 1887 - 7. ágúst 1963. Bóndi á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Búfræðingur og bóndi á Kornsá í Vatnsdal. Fyrri kona hans; Alma Alvilda Anna Möller 1. maí 1890 - 5. júlí 1959. Húsfreyja á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Kornsá í Vatnsdal og í Keflavík. Seinni kona hans; Sigríður Ólína Anna Lucinda Lárusdóttir 17. júlí 1908 - 6. okt. 1996. Var á Laufásvegi 10, Reykjavík 1930. Var á Kornsá, Áshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Kornsá.

Bjarni Kristinsson 28. apríl 1915 - 18. feb. 1982. Var á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Fósturfor: Ágúst Böðvar Jónsson og Ingunn Hallgrímsdóttir. Bóndi á Kornsá, Áshr., A-Hún. og á Stöðlum og í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Síðar verkamaður á Selfossi. Síðast bús. í Selfosshreppi. Kona hans; Jónína Alexandra Kristjánsdóttir 25. nóv. 1925 - 30. maí 2011. Var á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Stöðlum og Auðsholtshjáleigu í Ölfusi, síðar verkakona á Selfossi.

1962- Gestur Guðmundsson 20. sept. 1916 - 27. júní 2009. Var í Koti, Áshreppi, A-Hún. 1920. Var í Sunnuhlíð, Áshr., A-Hún. 1957. Bóndi í Sunnuhlíð og Kornbrekku. Kona hans; Kristín Hjálmsdóttir 5. okt. 1925 - 4. maí 1988. Húsfreyja á Kornsá í Vatnsdal, Áshreppi, A-Hún. Var á Hofsstöðum, Stafholtssókn, Mýr. 1930. Verkakona í Reykjavík 1945. Var í Sunnuhlíð, Áshr., A-Hún. 1957.
Kornsá II
1940- Þorbjörn Kristján Jónsson 12. okt. 1905 - 30. júní 1976. Lausamaður á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Kornsá A.-Hún. Síðast bús. í Áshreppi. Kona hans; Rannveig Elín Sigurtryggvadóttir 26. sept. 1920 - 28. apríl 2014. Var á Litluvöllum, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1930. Var á Kornsá, Áshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Kornsá í Vatnsdal, starfaði síðar við umönnunarstörf á Blönduósi.

General context

Merkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Kornsá í Áshreppi

Að austan ræður Vatnsdalsá. Að norðan, milli Gilsstaða og Kornsár, eru merki frá snidduvörðu við ána í Oddanesinu, beint í gamalt garðlag neðan til við Stekkjargil, og þaðan sömu stefnulínu yfir gilið og hálsinn vestur að Gljúfruá. Að sunnan, milli Kornsár og Undirfells, frá neðanverðu Kornsárgili eptir því sem hinn forni farvegur Kornsár liggur niður til Vatnsdalsár, þó telst svo nefnd Þórdísareyri sem er fyrir neðan nefndan farveg, til Undirfells. Frá Kornsárvatni ræður Kornsá merkjum, eins og hún fellur niður fyrir neðsta fossinn í henni, rjett fyrir ofan hinn forna farveg. Frá upptökum Kornsár eru merki yfir Kornsárvatn í Bergárvatn, þá að vestan, frá því til upptaka Gljúfurár, og sem hún fellur norður á móts við fyr greind merki milli Kornsár og Gilsstaða. Auk þessa á Kornsá, móts við Haukagil, hálft það land, sem liggur milli Kornsár- og Kleppu- kvíslar.

Hvammi, 25. maí 1891.
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrarklaustursjarða.
Magnús Steindórsson, vegna Gilsstaða.
Hjörl. Einarsson vegna Undornfells.
Umráðandi Víðidalstungueignar Páll Pálsson.

Lesið upp á manntalsþingi að Ási í Vatnsdal, hinn 28. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 243, fol. 127.


Undirfell og Kornsá

Undirritaðir bændur Hannes Pálsson vegna Undirfells og Runólfur Björnsson vegna Kornsá gjörum svofeldan samning:
Á þessu ári 1928 skal gera fjárhelda girðingu milli Kornsá og Undirfells frá þeim stað er litla Kornsá fellur í Vatnsdalsá og upp í Kornsárgil. Runólfur kostar að öllu austasta hlutann af girðingu þessari og svo viðhalds hans. Þó skal girðingarspotti ca. 100 m. Frá austasta staurnum á bakkanum ofan að Litlu-Kornsá kostaður sameiginlega af báðum aðiljum og hafi viðhald og umsjár hans sitt árið hvor. Annan hluta nefndrar girðingar sjer Hannes um að öllu leiti Runólfi að kostnaðarlausu. Merki milli Undirfells og Kornsá skulu vera fullnaðar landamerki yfir svonefnda Þórdísareyri eins og áður nefnd girðing liggur, og svo áfram upp í Kornsárgil. Svo og áfram eins og áin Kornsá liggur neðan lönd Undirfells og Kornsár liggja að henni, eins og verið hefur. Áðurnefnd landamerki milli Undirfells og Kornsá eru fullnaðarmerki, án þess að hvor jörðin fyrir sig hafi nokkuð ítak eða kvaðir í land hinnar jarðarinnar.
Samningur þessi skal þinglesinn á næsta manntalsþingi.

Gjört að Undirfelli 16. júní 1928
Runólfur Björnsson (vegna Kornsár)

Vitundarvottar:
Hannes Pálsson
Runólfur Björnsson (vegna Kornsár)
Jóhannes Þorleifsson (vegna Undirfells)
Sigríður Jakobsd.

Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Hofi 18. júní 1928 og innfært í landamerkjabók sýslunnar Nr. 321 bls. 173b.

Relationships area

Related entity

Runólfur Björnsson (1887-1963) Kornsá (19.1.1887 - 7.8.1963)

Identifier of related entity

HAH07436

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar síðar húsbóndi

Related entity

Bjarni Kristinsson (1915-1982) Kornsá, Vegamótum og Selfossi (28.4.1915 - 18.2.1982)

Identifier of related entity

HAH02692

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Illiflói á Grímstunguheiði ((1900))

Identifier of related entity

HAH00328

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svava Þorleifsdóttir (1886-1978) kennari frá Skinnastöðum Snæf frá E-Núpi (20.10.1886 - 7.3.1978)

Identifier of related entity

HAH06616

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1905

Description of relationship

Heimiliskennari þar

Related entity

Jósefína Antonía Lárusdóttir Blöndal (1878-1944) Seyðisfirði (25.4.1878 - 22.12.1944)

Identifier of related entity

HAH06965

Category of relationship

associative

Dates of relationship

25.4.1878

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Björn Lárusson Blöndal (1870-1906) prestur Hofi á Skagaströnd (3.7.1870 - 27.12.1906)

Identifier of related entity

HAH02860

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Gilsstaðir í Vatnsdal ((1300))

Identifier of related entity

HAH00043

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Guðrún Blöndal (1873-1961) kennari frá Kornsá (26.7.1873 - 14.1.1961)

Identifier of related entity

HAH04266

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Sigurlaug Guðlaugsdóttir (1904-2004) Ási í Vatnsdal (18.7.1904 - 15.2.2004)

Identifier of related entity

HAH01972

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1936

Related entity

Eggert Egill Guðmundsson (1937) endurskoðandi Blönduósi (21.3.1937 -)

Identifier of related entity

HAH03061

Category of relationship

associative

Dates of relationship

21.3.1937

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Guðrún Björnsdóttir (1884-1973) skólastjóri (28.6.1884 - 15.12.1973)

Identifier of related entity

HAH04225

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.6.1884

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Hjálmur Steinar Flosason (1948) Sunnuhlíð og Kornsá (23.3.1948 -)

Identifier of related entity

HAH06947

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1971

Related entity

Kristján Blöndal (1872-1941) Gilsstöðum (2.7.1872 - 21.11.1941)

Identifier of related entity

HAH06580

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar 1880

Related entity

Þuríður Sigfúsdóttir (1851-1906) Hjallalandi (25.9.1851 - 21.10.1906)

Identifier of related entity

HAH06777

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

sögð þar til heimilis í mt 1901, stödd á Skagaströnd

Related entity

Sigríður Blöndal (1865-1929) prestsfrú Siglufirði (11.4.1865 - 25.2.1929.)

Identifier of related entity

HAH07078

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Sigríður Guðmundsdóttir (1862-1912) vk Blönduósi frá Kollugerði (12.2.1862 - 12.1.1912)

Identifier of related entity

HAH07101

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnukona þar 1910

Related entity

Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal (1876-1957) Eyrarbakka og Selfossi (19.12.1876 - 21.10.1957)

Identifier of related entity

HAH07467

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Jónas Pétursson (1890-1918) frá Rútsstöðum (3.10.1890 - 7.3.1918)

Identifier of related entity

HAH09155

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1901

Related entity

Óskar Jakobsson (1892-1935) Holti á Ásum (24.9.1892 - 28.8.1935)

Identifier of related entity

HAH09236

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Jóhannes Þorleifsson (1901-1957) Þröm (15.9.1901 - 28.3.1957)

Identifier of related entity

HAH05483

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnumaður þar 1930

Related entity

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk með klausturjörðum

Related entity

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Kornsá: …Túninu grandar vatnsgangur, mýrar að neðan en leirlækir að ofan, og þverá sem hjá bænum fellur. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Undirfell í Vatnsdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00569

Category of relationship

associative

Dates of relationship

18.8.1928

Description of relationship

Sameiginlega landamörk.

Related entity

Þorkell Helgason (1864-1929) Vöglum (7.5.1864 - 30.4.1929)

Identifier of related entity

HAH04979

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnumaður þar 1890

Related entity

Haraldur Blöndal (1882-1953) ljósmyndari Reykjavík (10.9.1882 - 22.10.1953)

Identifier of related entity

HAH04815

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Harpa Birgisdóttir (1993) Kornsá (17.4.1993)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.4.1993

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Jósep Lárusson Blöndal (1875-1966) Siglufirði (19.8.1875 - 8.6.1966)

Identifier of related entity

HAH06549

Category of relationship

associative

Type of relationship

Jósep Lárusson Blöndal (1875-1966) Siglufirði

is the associate of

Kornsá í Vatnsdal

Dates of relationship

19.8.1875

Description of relationship

Fæddur þar

Related entity

Ingibjörg Friðriksdóttir Schram (1850-1925) Miðhúsum Vatnsdal (23.11.1850-24.1.1925)

Identifier of related entity

HAH06700

Category of relationship

associative

Type of relationship

Dates of relationship

23.11.1850

Description of relationship

Fædd þar

Related entity

Lárus Björnsson Blöndal (1836-1894) sýslum Kornsá (16,11,1836 - 12.5.1894)

Identifier of related entity

HAH07410

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1877-1894

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Kristín Ásgeirsdóttir Blöndal (1838-1919) Staðarfelli frá Kornsá (26.2.1838 - 11.2.1919)

Identifier of related entity

HAH06554

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

sýslumannsfrú þar

Related entity

Guðmundur Jónasson (1905-1988) Ási í Vatnsdal (3.6.1905 - 7.2.1988)

Identifier of related entity

HAH01285

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1936

Description of relationship

Bóndi þar um tíma

Related entity

Ingunn Jónsdóttir (1855-1947) Kornsá, frá Melum í Hrútafirði (30.7.1855 - 7.8.1947)

Identifier of related entity

HAH06527

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Björn Sigfússon (1849-1932) alþingismaður á Kornsá (22.6.1849 - 11.10.1932)

Identifier of related entity

HAH02884

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kristín Hjálmsdóttir (1925-1988) (5.10.1925 - 4.5.1988)

Identifier of related entity

HAH01666

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kristín Hjálmsdóttir (1925-1988)

controls

Kornsá í Vatnsdal

Dates of relationship

1962

Description of relationship

Related entity

Gestur Guðmundsson (1916-2009) Sunnuhlíð (20.9.1916 - 27.6.2009)

Identifier of related entity

HAH01240

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gestur Guðmundsson (1916-2009) Sunnuhlíð

controls

Kornsá í Vatnsdal

Dates of relationship

1962

Description of relationship

frá 1962

Related entity

Jónína Alexandra Kristjánsdóttir (1925-2011) Vegamótum Blönduósi (25.11.1925 - 30.2.2011)

Identifier of related entity

HAH01612

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Alma Möller (1890-1959) Kornsá (1.5.1890 - 5.7.1959)

Identifier of related entity

HAH02285

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Alma Möller (1890-1959) Kornsá

controls

Kornsá í Vatnsdal

Dates of relationship

1915

Description of relationship

1915-1959

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00051

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 1.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar. Bls 275
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 243, fol. 127.
Landamerkjabók sýslunnar Nr. 321 bls. 173b.
Húnaþing II bls 349 og 350

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places