Forsæludalur í Vatnsdal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Forsæludalur í Vatnsdal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Fremsti bær í Vatnsdal. Stendur í brekkurótum syðst við Múlann mót vestri. Undirlendi mjó spilda með Vatnsdalsárgili, sem þarna er á þrotum. Spöl sunnar er Dalsfoss. Jörðin á stórt og gott beitiland. Áður fyrr átti jörðin allar Dalskvíslar. Heimagrafreitur stendur niður við gilið. Hjáleigan Dalkot var við túnið að norðan en Dalssel alllangt upp með Friðmundará og var þar búið fram undir aldamótin 1900. Hér sést sól ekki í 12 vikur. Íbúðarhús byggt 1949, 496 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 370 fjár. Hlaða 800 m3. Geymsla 84 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Staðir

Vatnsdalur; Áshreppur; Tungumúli [Múlinn]; Vatnsdalsá; Vatnsdalsárgili; Dalsfoss; Dalskvíslar; Dalkot; Dalssel; Dalsbunga; Friðmundavatn; Friðmundará; Rjettarklettur; Torfustaðakot; Hallarvatnslækur; Hallarvatn; Úlfkelshæð; Friðmundarhöfði; Auðkúluheiði; Þórormstunga; Karyrðlingatjörn; Fellakvísl; Kólkukvísl; Bótarfjall; Eyjavatn; Túnalækur; Svínavatnslækjarós; Hólkotskvísl; Túnalækur;

Réttindi

Jarðardýrleiki er kallaður á heimajörðinni 1 & , en tíundast þó ekki nema fyrir xl & . Eigandi heimajarðarinnar er kóngl. Majestat, og er þessi ein af Vatnsdalsjörðum, sem lögmaðurinn Lauritz Gottrup hefur í forljeníng. Abúandinn Þorlákur Ólafsson. Landskuld ii € . Betalast, síðan lögmaðurinn Lauritz Gottrup viðtók, jafnan með sauðagjaldi í kaupstað og xl álna
fóðri, nema 2 ár ein, þá var ekki fóður sett, og nú næstliðin 3 ár hefur áhúandinn ekki viljað fóður taka. Áður en lögmaðurinn Lauritz hjelt þetta umboð galst hjer venjulega xx
álna fóður og því eins meir, að ábúendum væri ljúft. Hinn hluti landskuldar galst í landaurum, og stundum nokkuð í kaupstað.
Leigukúgildi iiii. Leigur guldust í smjöri heim til umhoðshaldarans, inn til þess að næstumliðið ár urðu hjer um misgreiníngar milli lögmannsins og ábúanda, út af kúgilda
uppbótarleysi. Kvaðir öngvar að fornu, en Lauritz lögmaður setti hjer uppá hestlán á Skaga og dagslátt í Hnausa, bú klaustursins; hvört sem ekki galst in natura betalaði ábúandi með x fiskum í ullarvöru. Kúgildin segir ábúandi óuppbætt af lögmannsins hendi síðan hann viðtók. Kvikfjenaður v kýr og er ein annarstaðar til fóðurs ráðin, tíutíu og sex ær, nokkrar af þeim ætlaðar til skurðar, sauðir tvævetrir og eldri xl vísir en óvísir x, veturgamlir lxx, lömb lx, iiii hestár, iii hross, ii folar tvævetrir, i veturgamall, iiii únghryssur, ii fyl. Fóðrast kann vi kýr, lx lömb, fullorðnu fje öllu er útigángur ætlaður og so hestum, en geldum sauðum kemur ábúandi annarstaðar í geymslu. Afrjett á jörðin þar sem heitir Dalsbót; á þann afrjett
hefur að fornu rekið mestur hluti Vatnsdals, og galst tollur fyrir, lamb af hverjum rekstri, til ábúanda. Nú í margt ár hafa allfáir, og oft öngvir, afrjettina brúkað, nema ábúandi
einn. Torfrista og stúnga i lakasta máta og hefur stundum tilfengin verið. Rifhrís til kolgjörðar bjarglegt. Laxveiðivon í Vatnsdalsá lítil. Silúngsveiðivon í fjallavötnum góð.
Eggversvon af álft á fjalli í verum og vatnahólmum. Fuglveiðivon í sama máta. Að eggveri og fuglurn hefur um stundir ekkert gagn verið. Grastekja gagnvæn. Rótatekja mætti vera en brúkast lítt eður ekki. Beit um vetur kaupir ábúandi árlega af sta&arhaldaranum í Grímstúngu fyrir xx álnir. Munnmæli eru að jörðin hafi engjatak átt nálægt Hnjúksengi, þar sem kallaður sje Dalsteigur. Engin vita menu rök til þess og aldrei hefur það brúkast í manna minni. Túninu grandar leirskriða. Engjar öngvar, nema það sem hent verður í haglendisbrekkum, og spilla smáskriður þeim árlega. Vetrarríki mikið af landnyrðíngum. Hætt er kvikfje fyrir foröðum og dýjum. Vatnsból ilt og erfitt af miklum skorti. Kirkjuvegur lángur, yfir á að sækja. Hreppamannaflutningur annarsvegar í sama máta. Ekki er heyjum óhætt fyrir stórviðrum.

Dalkot
Úrskift afbýli af heimajörðinni, so vítt sem töður og engjar snertir, og so var hjer afdeildur bær uppgjör í manna minni. Dýrleikinn er x & . Eigandinn Petur Bjarnason á Fellsenda í Miðdölum. Ábúandinn er Þorlákur Ólafsson, sami sem á heimajörðinni býr. Landskuld er nú xl álnir, var áður lx, og því aftur fært, að skriða fordjarfaði engið. Leigukúgildi nú ekkert, áður ii, og guldust leigur í smjöri. Kvaðir öngvar. Kvikfjenaður allur er áður talinn á heimajörðinni. Uthagar allir og önnur hlunnindi eru óskift. Það er kvörtun ábúanda, að hann líði átroðníng og ágáng af Guðrúnarstaðamönnum, er silúngsveiði brúki í þeim vötnum, sem hann meinar sína leigujörð eiga, en Guðrúnarstaðarmenn hafi nýlega lögfest.

Starfssvið

Heimilið í Forsæludal hafði yfir sér nokkuð sérstakan blæ. Sigfús bóndi var bókbindari að iðn og stundaði hana mikið. Hann var mikill unnandi ljóða, kunni ósköpin öll af vísnakveðskap og safnaði. Orðræða hans við gesti og gangandi var mjög í fræðimannastíl og hafði yfir sér menningarblæ. Sóttu menn á fund hans í þeim erindum að fræðast og eiga með honum skemmtilegar viðræður. Sigríður kona hans var ákaflega veitul, svo að segja mátti að hún sæist vart fyrir, svo mikið var örlæti hennar er gesti bar að garði. Þurfti heimilið því mikils við. Mikil matbjörg var Forsæludalsheimilinu að sækja veiði bæði í Friðmundarvatn og Eyjavatn en þau vötn bæði liggja að heimalandi jarðarinnar. Var Sigfús bóndi harðsækinn við veiðarnar og aðra aðdrætti, bæði sumar og vetur. Nutu margir góðs af veiðiskap hans því þau hjón voru gjafmild og greiðug að láta sveitungana njóta nýmetisins. Man ég að Sigfús kom oft að Þórormstungu með silung. Sigfús í Forsæludal gekk ætíð berhöfðaður, jafnt þótt frostharka væri eða úrfelli og var þó bersköllóttur og að hann fór marga ferðina til Blönduóss að vetrinum er þaðan var þörf aðdrátta. Átti hann brúnan akhest sem margreyndur var til slíkra ferðalaga er vissulega kröfðust harðfylgis af manni og hesti í misjöfnum veðrum.

Lagaheimild

„Opnast dalur háður húmsins veldi
heitið lýsir þurrð á sólareldi.
Við oss blasa urðir auðn og spjöll,
fátt til bjargar finna hrafn og refur,
fannakyngi áhrif vorsins tefur,
kyrkings gróður skrapa skriðufóll".

Hreiðar Geirdal

Innri uppbygging/ættfræði

Fremsti bær í Vatnsdal. Stendur í brekkurótum syðst við Múlann mót vestri. Undirlendi mjó spilda með Vatnsdalsárgili, sem þarna er á þrotum. Spöl sunnar er Dalsfoss. Jörðin á stórt og gott beitiland. Áður fyrr átti jörðin allar Dalskvíslar. Heimagrafreitur stendur niður við gilið. Hjáleigan Dalkot var við túnið að norðan en Dalssel alllangt upp með Friðmundará og var þar búið fram undir aldamótin 1900. Hér sést sól ekki í 12 vikur. Íbúðarhús byggt 1949, 496 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 370 fjár. Hlaða 800 m3. Geymsla 84 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Ábúendur;

1907-1942- Sigfús Jónasson 20. apríl 1876 - 14. feb. 1952. Var á Saurbæ, Grímstungusókn, Hún. 1880. Bóndi og bókbindari í Forsæludal í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. lengst af frá um 1908 til 1952. Bóndi og bókbindari þar 1930. Kona hans; Sigríður Indíana O. Ólafsdóttir 22. okt. 1886 - 9. júlí 1960. Með foreldrum á Sneis til 1890 og síðan á Blönduósi fram undir 1910. Húsfreyja í Forsæludal í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. Fluttist þangað 1908 og var húsfreyja þar fram undir 1950. Húsfreyja í Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Dvaldi þar síðan með börnum sínum.

1932-1971- Jónas Sigfússon 4. sept. 1913 - 24. júlí 1971. Vinnumaður á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Forsæludal, Áshr. Ókvæntur og barnlaus.
Benedikt Sigfússon 21. maí 1911 - 16. apríl 1994. Vinnumaður á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi víða um Saurbæjarhr., Eyjaf., síðast búsettur á Akureyri. Ókvæntur.
Sigfús Sigfússon 19. nóv. 1917 - 29. sept. 2002. Var á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Orrastöðum í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi í Gröf í Víðidal og Þórormstungu í Vatnsdal.
1971- Ólafur Sigfússon 26. jan. 1920 - 6. júlí 1986. Var á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og smiður í Forsæludal. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ókvæntur. Drukknaði. Skáldmæltur og voru ljóð hans gefin út, og systir hans; Sigríður Sigfúsdóttir 18. sept. 1915 - 30. jan. 2003. Var í Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930 og 1957.

Lúther Þór Olgeirsson 24. apríl 1943. Fæddur 23.4.1943 skv. kb. Kona hans; Sigríður Ingibjörg Ragnarsdóttir 25. júní 1949. Var í Forsæludal, Áshr., A-Hún. 1957.

Almennt samhengi

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Forsæludal, í Vatnsdal, liggjandi í Húnavatnssýslu.

Að norðan ræður, neðan frá Rjettarkletti nýr merkjagarður, þaðan upp á há hálsinn í merkjavörðu sem hlaðast á hornmerki Torfustaðakots og Forsæludals. Að norðaustan og austan ræður, bein lína frá áður nefndri vörðu upp á há Dalsbungu, þaðan beina leið í stóra þúfu á ásnum fyrir vestan austara Hallarvatnið, og þaðan beina leið suðaustur í háan hól upp á svo nefndri Úlfkelshæð, og beina sjónleið þaðan um suðvesturhöggið á Friðmundarhöfðanum í merkjalínu þá, sem skilur land milli Auðkúluheiðar og Þórormstungu, Forsæludals og Dalskvísla, er liggur beina sjónleið úr Karyrðlingatjörn í Fellakvísl, þar sem Kólkukvísl rennur í hana. Að sunnan ræður bein lína frá vörðu á há Bótarfjalli austur um norðanvert Eyjavatn, miðja vega frá tanga þeim, sem gengur lengst í suður fyrir austan vík þá, er Túnalækur fellur úr, og hólma sem er í vatninu. Í vestur frá vörðunni af Bótarfjalli ræður bein lína til Vatnsdalsár móti Svínavatnslækjarós. Að vestan ræður Vatnsdalsá merkjum. Til sumarbeitar fyrir kvífje (ásauði) hefur ábúandinn í Forsæludal endurgjaldslaust úr heimalandi Þórormstungu land það, sem liggur fyrir sunnan þá línu, sem miðuð er af há Dalsbungu í Hallarvatnslækinn, þar sem hann fellur í Hólkotskvísl, hverja þá stund, sem ábúandinn í Þórormstungu er notar hana sjálfur. Ennfremur hefur Forsæludalur þann hluta af flánni fyrir vestan og sunnan austara Hallarvatnið, sem er innan merkjalínunnar, til slægna endurgjaldslaust. Aptur á móti hefur ábúandinn í Þórormstungu endurgjaldslaust Jafnrjetti við ábúandann í Forsæludal til veiði í Friðmundará, Túnalæk, Friðmundavatni og Eyjavatni, einnig endurgjaldslaust hrossagöngu framan Friðmundarár á öllum tímum árs, sömuleiðis á flánni kring um austara Hallavatnið frá veturnóttum til krossmessu (vinnuhjúaskildaga.) Forsæludalur á fjárupprekstur í Dalskvíslar.

Haukagili, 29. júlí 1890.
J. Hannesson vegna eigna umráðamanns Forsæludals.
Bjarni Snæbjörnsson eigandi Þórormstungu.
Hjörl. Einarsson, sem umráðandi Undornfellskirkjujarðar Torfustaðakots.

Lesið upp á manntalsþingi að Ási í Vatnsdal, hinn 28. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 239, fol. 125.

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigríður Sigfúsdóttir (1915-2003) Forsæludal (18. sept. 1915 - 30. jan. 2003)

Identifier of related entity

HAH9399

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1915

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Steindórsdóttir (1901-1999) Forsæludal (25.7.1901 - 26.2.1999)

Identifier of related entity

HAH04492

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1901

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Steingrímur Jónatansson (1854-1926) Flögu ov í Vatnsdal (24.2.1854 - 16.10.1926)

Identifier of related entity

HAH09442

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1854

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Hannesdóttir Harold (1863-1956) frá Forsæludal (9.12.1863 - 24.4.1956)

Identifier of related entity

HAH04317

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Sigfúsdóttir (1909-2002) Refsteinsstöðum frá Forsæludal (24.1.1909 - 10.1.2002)

Identifier of related entity

HAH01501

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Hannesdóttir (1860) Kistu (26.6.1860 - 5.11.1944)

Identifier of related entity

HAH02208

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Friðmundarvatn á Auðkúluheiði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00257

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Ragnarsdóttir (1949) Forsæludal (25.6.1949 -)

Identifier of related entity

HAH05107

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Helga Jónsdóttir (1887-1973) Miðsvæði (30.9.1887 - 17.8.1973)

Identifier of related entity

HAH06252

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórarinn Þorleifsson (1918-2005) Árbæ (10.1.1918 - 16.9.2005)

Identifier of related entity

HAH04955

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórormstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00059

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sunnuhlíð í Vatnsdal - Kot / Torfustaðakot ((1950))

Identifier of related entity

HAH00057

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bótarfell (575 m) í Vatnsdal ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00601

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Auðkúluheiði (1890)

Identifier of related entity

HAH00016

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hannes Hannesson (1866-1954) Ytra-Felli á Fellsströnd ov, frá Haukagili (1.10.1866 - 11.11.1954)

Identifier of related entity

HAH04776

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vatnsdalsá ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00513

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Vatnsdalsá

is the associate of

Forsæludalur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Indíana Sigfúsdóttir (1927-2008) Forsæludal (16.6.1927 - 18.10.2008)

Identifier of related entity

HAH06010

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Indíana Sigfúsdóttir (1927-2008) Forsæludal

controls

Forsæludalur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

1927 - 1962

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólafur Sigfússon (1920-1986) Forsæludal (26.1.1920 - 6.7.1986)

Identifier of related entity

HAH09062

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Ólafur Sigfússon (1920-1986) Forsæludal

controls

Forsæludalur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

1920

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Steindór Sigvaldason (1863-1917) Forsæludal (10.8.1863 - 15.5.1917)

Identifier of related entity

HAH04963

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Steindór Sigvaldason (1863-1917) Forsæludal

controls

Forsæludalur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónas Sigfússon (1913-1971) Forsæludal (4.9.1913 - 24.7.1971)

Identifier of related entity

HAH05831

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Jónas Sigfússon (1913-1971) Forsæludal

controls

Forsæludalur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Brún í Svartárdal. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00495

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Brún í Svartárdal.

er í eigu

Forsæludalur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00157

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

er í eigu

Forsæludalur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Sigfúsdóttir (1921-1998) (9.11.1921 - 24.2.1998)

Identifier of related entity

HAH01907

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sigríður Sigfúsdóttir (1921-1998)

controls

Forsæludalur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Benedikt Sigfússon (1911-1994) frá Forsæludal (21.5.1911 - 16.4.1994)

Identifier of related entity

HAH01108

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Benedikt Sigfússon (1911-1994) frá Forsæludal

controls

Forsæludalur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigfús Jónasson (1876-1952) Forsæludal (20.4.1876 - 14.2.1952)

Identifier of related entity

HAH05952

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sigfús Jónasson (1876-1952) Forsæludal

er eigandi af

Forsæludalur í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00041

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 1.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar 1706. Bls 285
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 239, fol. 125.
Húnaþing II bls 338

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir