Bjarni Jónasson (1891-1984) Blöndudalshólum
- HAH01119
- Einstaklingur
- 24.2.1891 - 25.1.1984
Var í Reykjavík 1910. Farkennari og bóndi á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Heimili: Blöndudalshólar, Bólstaðarh.hr. Var á Blöndudalshólum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Í dag er gerð frá Bólstaðahlíðarkirkju í Húnaþingi útför Bjarna Jónassonar frá Blöndudalshólum í Blöndudal. Hann var fæddur í Þórormstungu í Vatnsdal 24. febrúar 1891, en lést á héraðshælinu á Blönduósi aðfaranótt 26. janúar. Bjarni varð því nær 93 ára gamall. Það er fljótfarið yfir langa mannsævi á þennan hátt. En ævi Bjarna Jónassonar náði yfir þau ár sem brúa fornan tíma og nýjan á íslandi, og hann var einn af brúargerðarmönnunum.