Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Kristmundur Meldal Guðmundsson (1854-1930) Melrakkadal í Víðidal

  • HAH09487
  • Einstaklingur
  • 14.8.1854 - 21.8.1930

Kristmundur Meldal Guðmundsson 14. ágúst 1854 - 21. ágúst 1930 [20.8.1930]. Bóndi í Ásbjarnarnesi í Vesturhópi og síðar og lengst í Melrakkadal í Víðidal. Hann var einn þeirra sem hlóðu veggi Alþingishússins við Austurvöll í Reykjavík 1880. Vinnumaður í Þernumýri, Breiðabólstaðarsókn, staddur á Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Bóndi í Hnausaseli í Þingi, A-Hún. 1882.

Jóhanna Guðmundsdóttir (1828-1917) frá Síðu í Vesturhópi

  • HAH05380
  • Einstaklingur
  • 19.10.1828 - 15.2.1917

Jóhanna Guðmundsdóttir 19. október 1828 - 15. febrúar 1917. Var á Síðu, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1835. Var á Ytri-Völlum, Melstaðasókn, Hún. 1860. Vinnukona á Syðrireykjum, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Var í Núpsdalstungu, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Ógift barnlaus

Sigurður Jónsson (1898-1968) frá Brún

  • HAH01949
  • Einstaklingur
  • 3.1.1898 - 2.12.1968

Sigurður Jónsson 3. janúar 1898 - 2. desember 1968. Farkennari. Vinnumaður í Syðra-Laugalandi, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Nefndur Sigurður Jónsson frá Brún. Síðast bús. í Reykjavík. Foreldrar hans settu saman bú á Brún í Svartárdal. Þeirri jörð var talin fylgja óhamingja. Anna veiktist af berklum og dó kornung . Bróðir Sigurðar druknaði í Svartá þriggja ára. Jón bóndi veiktist í maga og dó þegar Sigurður var á fermingaraldri. Hann var þá orðinn einn eftir af fjölskyldunni á Brún. Ættingjar hans og forráðamenn ákváðu að selja jörð og bú og verja andvirðinu til menntunar Sigurði. Jón faðir hans hafði verið hestamaður og átti góð hross af gömlum stofni, sem kenndur var við bæinn Stafn í Svartárdal. Af þeim stofni var frægastur gæðingurinn Eldjárnsstaða Blesi. Þegar uppboð var haldið á Brún og allar eigur sem í búinu voru áttu að seljast vantaði m.a. rautt mertryppi og því var það ekki selt. Tryppið fannst síðar og var það um stund aleiga Sigurðar af gangandi gripum. Festi hann mikla ást á þessu rauða tryppi og kallaði hryssuna Snældu. Sigurður tamdi hryssuna sína rauðu sem ein var eftir af Brúnareignunum. Hún mun hafa verið hörku viljugt klárhross. Undan henni komu nokkur folöld sem af varð mikil saga.

Jón Hansson (1864-1941) Syðri-Þverá í Vesturhópi

  • HAH05648
  • Einstaklingur
  • 24.6.1864 - 19.5.1941

Jón Lárus Hansson 24. júní 1864 - 19. maí 1941. Bóndi á Syðri-Þverá og Þóreyjarnúpi í Vesturhópi, Móakoti á Vatnsleysuströnd og víðar. Síðar kaupmaður á Hvammstanga og Reykjavík. Sjálfseignarbóndi í Móakoti, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1930. Bóndi á Syðri-Þverá, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901.

Hannes Jónsson (1892-1971) kaupmaður Reykjavík

  • HAH04778
  • Einstaklingur
  • 26.5.1892 - 21.7.1971

Hannes Jónas Jónsson 26. maí 1892 - 21. júlí 1971. Kaupmaður í Reykjavík 1945. Var á Syðri-Þverá, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901.

Gunnar Jónsson (1896-1960) frá Syðri Þverá í Vestur Hópi

  • HAH04520
  • Einstaklingur
  • 4.12.1896 - 22.6.1960

Gunnar Jón Jónsson 4. des. 1896 - 22. júní 1960. Bifreiðarstjóri í Gerði, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Var á Syðri-Þverá, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Nefndur Jón Gunnar í manntali 1901.

Sigríður Pétursdóttir Thomsen (1878-1965) Reykjavík

  • HAH09490
  • Einstaklingur
  • 7.10.1878 - 14.1.1965

Sigríður Friðrika Pétursdóttir Thomsen 7. október 1878 - 14. janúar 1965. Var í Keflavík, 1880. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Ásvallagötu 19, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Frakkastígur 7.

Helga Eiríksdóttir (1863-1940) Reykjavík

  • HAH09489
  • Einstaklingur
  • 14.10.1863 - 15.1.1940

Helga Eiríksdóttir 14. október 1863 - 15. janúar 1940. Var í Bókhaldarahúsinu, Hjarðarholtssókn, Dal. 1901. Var í Reykjavík 1910. Var í Bergstaðastræti 6, Reykjavík 1930.

Friðfinnshús Blönduósi / Læknahús 1897-1901

  • HAH00100
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1896 -

Byggt í upphafi fyrir starfsmenn Möllersverslunar, síðar bjuggu þar læknar þar til læknabústaðurinn var byggður.
Byggt 1896 af Jóhanni Möller kaupmanni. Þar bjó fyrst Jón Egilsson bókari hans, en 1897 er einnig kominn í húsið Sigurður Pálsson læknir. Læknar bjuggu svo í húsinu næstu árin.
Björn Blöndal 1899-1901 og Júlíus Halldórsson 1901-1903, en þá hafði hann byggt hús yfir sig, sem eftir það var bústaður lækna í meira en hálfa öld.
Eftir að Jóhann Möller dó keypti Friðfinnur húsið af ekkju Möllers.

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

  • HAH00081
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1903 -

Húsið var byggt sem læknisbústaður af Júlíusi Halldórssyni héraðslækni árið 1903. En 1906 tekur við af honum Jón Jónsson (Jón pína). Hann lét af störfum 1922 og kaupir sýslunefnd AusturHúnavatnssýslu húseignir hans við Aðalgötu og fleiri eignir, eins og sagt er frá í inngangi, í því skyni að hýsa þar læknisbústað héraðsins með hæfilegum viðbyggingum og sjúkrahús. Gegndi húsið því hlutverki fyrir Blönduóshérað til 1955, þegar starfsemin var flutt í Héraðsheimilið. Lyfjabúð var um árabil í kjallara hússins. Á tímabili eftir 1955 var það nýtt sem skrifstofuhúsnæði á vegum Húnfjörðs hf. Skáksamband Íslands var stofnað í því 1925. Húsið er nú nýtt til íbúðar, og skilgreint sem parhús í fasteignamati.

Hinn hluti parhússins er Aðalgata 7 (gamli spítalinn). En húsin standa á sameiginlegri lóð.

Maggi Júlíus Magnús (1886-1941) læknir

  • HAH09501
  • Einstaklingur
  • 4.10.1886 - 30.12.1941

Maggi Magnús 4. okt. 1886 - 30. des. 1941. Læknir í Reykjavík frá 1913 til æviloka. Frumkvöðull í ljóslækningum.

Þóra Júlíusdóttir (1879-1967) Borgarnesi

  • HAH09502
  • Einstaklingur
  • 26.8.1879 - 26.1.1967

Þóra Leopoldína Júlíusdóttir 26. ágúst 1879 - 26. janúar 1967. Húsfreyja í Borgarnesi. Var á Klömbrum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja í Borgarnesi 1930.

Björg Karitas Þorláksdóttir Blöndal (1874-1934) dr.phil

  • HAH02739
  • Einstaklingur
  • 30.1.1874 - 25.2.1934

Björg Karítas (Caritas) Þorláksdóttir Blöndal 30. janúar 1874 - 25. febrúar 1934. Húsfreyja í Kaupmannahöfn, síðar dr.phil. við Sorbonneháskóla í París. Var í Vesturhópshólum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880.

Eiríkur Halldórsson (1832-1895) Blöndudalshólum

  • HAH03146
  • Einstaklingur
  • 12.7.1832 - 6.10.1895

Eiríkur Halldórsson 12. júlí 1832 - 6. október 1895 Var á Úlfsstöðum, Klyppsstaðasókn, N-Múl. 1845. Bóndi í Garðsvík á Svalbarðsströnd, 1860. Var á Krossi, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1870. Bóndi á Stóra-Eyrarlandi í Akureyrarsókn 1877. Fór 1878 frá Stóraeyrarlandi í Akureyrarsókn að Reykjum í Tungusveit. Húsbóndi, fjárrækt á Reykjum, Reykjasókn, Skag. 1880. Bóndi í Blöndudalshólum, Bólsstaðahlíðarsókn, Hún. 1890.

Guðmundur Guðmundsson (1851-1914) Torfalæk

  • HAH04026
  • Einstaklingur
  • 13.2.1851 - 21.10.1914

Guðmundur Guðmundsson 13. febrúar 1851 - 21. október 1914 Var á Gafli, Víðidalstungusókn, Hún. 1855. Bóndi á Torfalæk á Ásum.

Ólöf Jónsdóttir (1832-1903) Auðunnarstöðum Víðidal

  • HAH07466
  • Einstaklingur
  • 8.8.1832 - 8.3.1903

Ólöf Ingibjörg Jónsdóttir 8. ágúst 1832 - 8. mars 1903. Stöpum 1835, Var í Hindisvík, Tjarnarsókn, Hún. 1840 og 1855. Húsfreyja í Jörfa, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Auðunnarstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Bústýra Auðunnarstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Búandi á Bjargi, Staðarbakkasókn, Hún. 1890. og þar 1901.

Fitjar í Víðidal [efri og neðri]

  • HAH00898
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1500)

Jörðin Efri-Fitjar er gamalt býli og landmikið. Land jarðarinnar liggur meðfram Fitjá og er nú fremsta býli í byggð austan megin Fitjár.
Beitiland er ágætt og slægjur einnig allgóðar meðfram ánni.
Jörðinni var skipt við sölu árið 1935 í tvo jafna hluta og hélt hinn helmingur jarðarinnar gamla heitinu Neðri-Fitjar en sá hluti er nú í eyði.
Á Efri-Fitjum hófu þá búskap Kristín Ásmundsdóttir og Jóhannes Árnason og eru byggingar á jörðinni allar frá þeirra búskapartíð.

Veiðiréttur í Fitjará

Sigríður S Jakobsdóttir (1927-2004) frá Fremri-Fitjum

  • HAH01906
  • Einstaklingur
  • 27.1.1927 - 7.10.2004

Sigríður S. Jakobsdóttir fæddist að Þverá í Fremri-Torfustaðahreppi í V-Húnavatnssýslu 27. janúar 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 7. október síðastliðinn. Sigríður var alin upp að Þverá. Útför Sigríðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Jóhannes Sigmundsson (1931-2018) Syðra-Langholti

  • HAH05476
  • Einstaklingur
  • 18.11.1931 - 19.2.2008

Jóhannes Sigmundsson 18. nóv. 1931 - 19. feb. 2018. Bóndi og kennari í Syðra-Langholti 3 í Hrunamannahreppi. Gegndi ýmsum íþrótta- og félagsstörfum og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín.
Hann fæddist í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi
Jóhannes stofnaði nýbýlið Syðra-Langholt 3 árið 1954 og stundaði búskap og var með ferðaþjónustu.
Hann lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 19. febrúar 2018. Útförin fór fram frá Skálholtskirkju 2. mars 2018, klukkan 13.

Sigurður Magnússon (1866-1924) kennari Reykjavík

  • HAH09504
  • Einstaklingur
  • 7.2.1866 - 27.12.1924

Sigurður Magnússon 7. feb. 1866 - 27. des. 1924. Var í Litla-Hólmi, Útskálasókn, Gull. 1870. Guðfræðingur og kennari Laugarnessspítala 1901, síðast bús. í Reykjavík. Skálholti 1920.

Logi Einarsson (1917-2000) Hæstaréttarlögmaður

  • HAH09506
  • Einstaklingur
  • 16.10.1917-29.11.2000

Fæddur 1917, skipaður hæstaréttardómari frá 1. ágúst 1964.

Lét af störfum 31. desember 1982. Lést 2000.

Forseti Hæstaréttar 1972 – 1973 og 1982 – 1983.

Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939.

Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1944.

Fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík 1944 – 1951.

Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1951 – 1961.

Yfirsakadómari í Reykjavík 1961 – 1964.

Helstu aukastörf:

Varaformaður Siglingadóms 1961 – 1964.

LOGI Einarsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, lést á heimili sínu í Reykjavík 29. nóvember.

Logi fæddist í Reykjavík 16. október 1917.

Logi lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1936, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939 og cand. juris frá Háskóla Íslands 1944. Hann stundaði framhaldsnám í Svíþjóð 1946-1947, hdl. 1949. Hann var fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík frá 1944 til 1951, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1951 til 1961 og fékkst jafnframt nokkuð við málflutning. Á árunum 1944 til 1964 kenndi hann verslunarrétt við Verslunarskóla Íslands. Árið 1961 var hann skipaður yfirsakadómari í Reykjavík.

Hann var skipaður hæstaréttardómari árið 1964 og gegndi því embætti þar til honum var veitt lausn fyrir aldurs sakir í janúar 1983. Hann gegndi jafnframt starfi vararíkissáttasemjara í vinnudeilum frá 1962 til 1978.

Logi var virkur í skátahreyfingunni á sínum yngri árum auk þess sem hann var mikill sundmaður og synti um árabil með Sundfélaginu Ægi. Hann var í keppnisliði Íslendinga á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936.

Logi lætur eftir sig eiginkonu og þrjár uppkomnar dætur. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Kristín Ásgeirsdóttir Blöndal (1838-1919) Staðarfelli frá Kornsá

  • HAH06554
  • Einstaklingur
  • 26.2.1838 - 11.2.1919

Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir 26.2.1838 - 11.2.1919. Húsfreyja á Staðarfelli á Fellströnd, í Innri-Fagradal í Saurbæjarhr., Dal., á Kornsá í Áshr., A-Hún, síðar í Reykjavík og á Siglufirði. Var í Reykjavík 1845. Húsfreyja í Reykjavík 1910.

Sveinbjörn Ingimundarson (1879-1956) útgerðarmaður Seyðisfirði

  • HAH06588
  • Einstaklingur
  • 26.12.1879 - 4.8.1956

Sveinbjörn Árni Ingimundarson 26. des. 1879 - 4. ágúst 1956. Var á Tungubakka, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Leigjandi í Erlendshúsi, Seyðisfjarðarkaupstaður, N-Múl. 1901. Útgerðarmaður á Seyðisfirði 1930.

Jóhanna Jónsdóttir (1866-1931) Litla-Vatnsskarði og Úlfagili

  • HAH06395
  • Einstaklingur
  • 30.10.1866 - 25.8.1925

Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 30.10. 1866, d. 6.7. 1931. Var í Saurbæ, Víðimýrarsókn, Skag. 1870. Var í Merkigarði, Reykjasókn, Skag. 1880. Vinnukona í Héraðsdal, Reykjasókn, Skag. 1890. Húsfreyja í Úlfagili, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Litla-Vatnsskarði um tíma.

Guðríður Líndal (1878-1932) Holtastöðum

  • HAH04214
  • Einstaklingur
  • 5.12.1878 - 11.6.1932

Guðríður Sigurðardóttir Líndal 5. desember 1878 - 11. júní 1932 Kennari í Lækjamóti, Víðidalstungusókn, Hún. 1901. Kennari og síðar skólastjóri Kvsk á Blönduósi. Húsfreyja á Holtastöðum í Langadal.

Margrét Jakobsdóttir Líndal (1920-2011)

  • HAH01747
  • Einstaklingur
  • 29.5.1920 - 8.10.2011

Margrét Jakobsdóttir Líndal var fædd á Lækjamóti í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu 29. maí 1920. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. október 2011. Margrét ólst upp á Lækjamóti þar sem hún kynntist störfum á stóru sveitaheimili og heimilisiðnaði. Þar voru fyrstu kynni hennar af tóvinnu og hreifst hún mjög af þeim vinnubrögðum, sem þá voru óðum að leggjast af, en síðar á ævi sinni rifjaði hún upp þessa þekkingu sína og kenndi öðrum. Útför Margrétar fer fram frá Áskirkju í dag, 21. október 2011 og hefst athöfnin kl. 13.

Bjarni Benediktsson (1908-1970) forsætisráðherra

  • HAH02651
  • Einstaklingur
  • 30.4.1908 - 10.7.1970

Fæddur í Reykjavík 30. apríl 1908, dáinn 10. júlí 1970. Bjarni Benediktsson var 62 ára, er hann lézt. Hann var fæddur 30. apríl 1908 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Benedikt alþingismaður Sveinsson Víkings gestgjafa á Húsavík við Skjálfanda Magnússonar og kona hans Guðrún Pétursdóttir bónda í Engey Kristinssonar. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi vorið 1926 og árið 1930 lauk hann lögfræðiprófi við Háskóla Íslands. Á árunum 1930–1932 stundaði hann erlendis framhaldsnám í stjórnlagafræði, aðallega í Berlín. Haustið 1932 varð hann prófessor í lögum við Háskóla Íslands og gegndi því starfi til hausts 1940, er hann varð borgarstjóri í Reykjavík. Hinn 4. febr. 1947 var hann skipaður utanríkis- og dómsmálaráðherra og lét þá af borgarstjórastörfum. Hann átti síðan sæti í ríkisstj. til æviloka að undanskildu tímabilinu frá 24. júlí 1956 til 20. nóv. 1959, en þann tíma var hann ritstjóri Morgunblaðsins. Hann var utanríkis-, dómsmála- og menntamálaráðherra 1949–1950, utanrrh. og dómsmrh. 1950–1953, dómsmrh. og menntmrh. 1953–1956, dómsmrh., kirkjumrh., heilbrmrh. og iðnmrh. 1959–1961 og 1962–1963, forsrh. um skeið á árinu 1961 og frá 14. nóv. 1963 til dauðadags.

Björn Kristófersson (1858-1911) Holti á Ásum

  • HAH02858
  • Einstaklingur
  • 16.1.1858 - 28.2.1911

Björn Kristófersson 16. janúar 1858 - 28. febrúar 1911 Bóndi að Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Bóndi að Holti í Ásum og víðar. Varð úti.

Eva Kristinsdóttir (1931-2006) sjúkraliði

  • HAH03371
  • Einstaklingur
  • 19.5.1931 - 6.11.2006

Eva Kristinsdóttir 19. maí 1931 - 6. nóvember 2006 Sjúkraliði, síðast bús. á Seltjarnarnesi.
Útför Evu verður gerð frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Jón Stefánsson (1888-1973) Kagaðarhóli

  • HAH05739
  • Einstaklingur
  • 7.8.1888 - 24.11.1973

Jón Stefánsson 7. ágúst 1888 - 24. nóv. 1973. Bóndi á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Kagðarhóll, Torfalækjarhreppi. Var á Kagaðarhól í Torfalækjahreppi, A-Hún. 1957. Bóndi og smiður á Kagaðarhóli. Einkabarn.

Haugur í Miðfirði V-Hvs

  • HAH00836
  • Fyrirtæki/stofnun

Er vestan Núpsár, gegnt Núpsdalstungu. Bærinn stendur á túni ofan vegar. Landið nær vestur á háls gegnt Skeggjastöðum. Sæmilegt til beitar en ræktunarskilyrði takmörkuð.
Ábúendur og eigendur (1978): Stefán Davíðsson og k.h. Guðný Gísladóttir. Einnig Haukur Stefánsson.

Pétur Pétursson (1850-1922) Gunnsteinsstöðum, kaupmaður Blönduósi

  • HAH07087
  • Einstaklingur
  • 31.12.1850 - 26.4.1922

Pétur Pétursson 31.12.1850 - 26.4.1922. Tökubarn Auðkúlu 1855, Grund 1860, Sólheimum 1870. Bóndi á Gunnsteinsstöðum í Langadal 1880 og 1890. Síðar veitingamaður á Sauðárkróki og kaupmaður á Sýslumannshúsi Blönduósi 1918 - 1922. Blanda verslunarhús. Möllershúsi 1910.

Magnús Pétursson (1881-1959) læknir á Hólmavík

  • HAH07435
  • Einstaklingur
  • 16.5.1881 - 8.6.1959

Magnús Pétursson f. 16.5.1881 - 8.6.1959. Bæjarlæknir í Hafnarstræti 17, Reykjavík 1930. Héraðslæknir í Strandahéraði og síðar héraðslæknir í Reykjavík. Alþingismaður Strandamanna 1914–1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn langsum, Utanflokkabandalagið, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Pétur Sigurðsson (1907-2000) Austurkoti

  • HAH01842
  • Einstaklingur
  • 15.6.1907 - 14.11.2000

Pétur Magnús Sigurðsson var fæddur á Siglufirði 15. júní 1907 og dáinn 14. nóvember 2000. Pétur flutti með foreldrum sínum 5 ára gamall á Blönduós og ólst þar upp til 16 ára aldurs er fjölskyldan flutti að Fremstagili í Langadal. Útför hans fer fram í dag frá Selfosskirkju og hefst athöfnin kl. 10.30.

Tannstaðabakki

  • HAH00584
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Gamalt býli, alltaf í byggð. Byggt úr landi Tannastaða, selt sem sjálfstæð jörð 1409 og aftur 1531, þá seld Ara Jónssyni lögmanni. Bærinn stendur niður við sjó, sunnan við svonefndan Bakkalæk. Landstærð 300 ha. ræktunarskilyrði góð, landið að mestu afgirt. Sama ætt hefur búið á jörðinni síðan 1831. Íbúðarhús byggt 1955, 539 m3. Fjós fyrir 14 gripi. Fjárhús yfir 318 fjár. Hlöður 1026 m3. Votheyshlöður 75 m3. Vélageymsla 90 m3. Tún 29,63 ha.

Stóra-Borg í Víðidal

  • HAH00480
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (900)

Stóra-Borg var um langan aldur aðeins eitt býli, en ern nú skipt á milli 3ja bænda, Stóraborg syðri er hálflenda jarðarinnar. Bærinn er landfræðilega nyrst í Víðidal og á engjalönd á bökkum Víðidalsár. Jörðin er bændaeign. Íbúðarhús byggt 1945, 235 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 6 hross. Hlöður 845 m3. Tún 28,7 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Ytri-Stóra-Borg I. Bærinn stendur austan við húsið að Ytri-Stóra-Borg II. Er það gamalt hús byggt fyrir aldamótin 1900, upphaflega sem dvalastaður enskra veiðimanna við Víðidalsá. Hefur þar verið þingstaður hreppsins um fjölda ára. Jarðarafnot hefur jörðin sem næst ¼ af allri Stóru-Borg og er það aðallega í suður og austur frá bæjunum. Íbúðarhús, 166 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 839 m3. Tún 21,8 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Ytri-Stóra-Borg II
Bærinn stendur í sama túni og Syðri Stóra-Borg og er örskammt á milli húsa. Jarðarafnot hefur jörðin sem næst ¼ af allri Stóru-Borg og er það aðallega norðan bæjanna. Frá Stóru-Borgarbæjunum er útsýni fagurt austur yfir Víðidalinn og út á Hópið. Skammt í suður frá bæjunum gnæfir Borgarvirki. Íbúðarhús byggt 1963, 670 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 357 fjár. Hlöður 1075 m3. Votheysgeymsla 112 m3. Tún 39,2 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Jakob Jónsson (1843-1930) Utha, Bergsstöðum

  • HAH05212
  • Einstaklingur
  • 21.5.1843 - 23.7.1930

Jakob Baldvin Jónsson 21. maí 1843 - 23. júlí 1930. Var á Bergsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Var á Bergsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1855. Vinnumaður í Hindisvík, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Krossanesi á Vatnsnesi 1910. Flutti til Utah 1877, með Ingibjörgu eiginkonu sinni en þau skildu skömmu síðar. Skírðist til mormónatrúar september 1877, hann gerðist trúboði og eignaðist þrjár konur til viðbótar. Jarðsettur í Cleveland Cemetery.

Jón Leví Jónsson (1844-1931) Stóru-Borg

  • HAH05653
  • Einstaklingur
  • 24.1.1844 - 23.7.1931

Jón Leví Jónsson 24. jan. 1844 - 23. júlí 1931. Gullsmiður á Stóru-Borg í Víðidal. Var á Bergsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Vinnupiltur á Þernumýri, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1860. Fór 1865 frá Þernumýri í Breiðabólstaðarsókn að Valdalæk. Vinnumaður á Tannastaðarbakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Fór 1871 frá Tannstaðabakka í Staðarsókn að Breiðabólstað. Húsm., málmsmiður á Flögu, Undirfellssókn, Hún. 1880. Fjarverandi. Lausamaður og gull-og úrsmiður á Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Úrsmiður á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930.

Óskar Sigurðsson (1910-1991) verslunarmaður Reykjavík, frá Blönduósi

  • HAH01952
  • Einstaklingur
  • 12.2.1910 - 8.5.1991

Sigurður Óskar Sigurðsson, er látinn. Hann lést á Borgarspítalanum 8. maí sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Útför hans var gerð frá Fossvogskirkju 17. maí sl.
Óskar, eins og hann var alltaf kallaður, fæddist á Siglufirði 12. febrúar 1910. Hann var kominn af húnvetnskum ættum.
Óskar hafði góða söngrödd og söng oft einn við undirleik systur sinnar. Alla tíð síðar hafði hann mjög gaman af tónlist, einkum dáði hann góða óperusöngvara.
Hugur hans hneigðist að verslunarstörfum og hafði hann ekki langtað sækja það, þar sem bæði faðir hans og afi höfðu stundað verslunarstörf ásamt öðrum störfum. Fljótlega eftir að hann lauk námi við Samvinnuskólann hóf hann að vinna við verslun og starfaði viðþað næstu áratugina, en síðustu starfsár ævi sinnar starfaði hann hjá Loftleiðum. Lengst starfaði hann sem sölumaður við heildverslun Magnúsar Kjaran. Þótti hann afburðaduglegur sölumaður

Anna Þorvaldsdóttir (1926-1953) Strjúgsstöðum

  • HAH03054
  • Einstaklingur
  • 3.8.1926 - 1.2.1953

Anna Petrína Þorvaldsdóttir 3. ágúst 1926 - 1. feb. 1953. Var á Strjúgsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Vinnukona á Strjúgsstöðum. Ógift.

Gnýstaðir á Vatnsnesi

  • HAH00273
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Gnýstöðum í Kirkjuhvammshreppi.

Að sunnan frá sjó úr Krosshól til landsuðurs upp í Ausugeir, og þaðan sömu stefnu fyrir norðan Sjónarhól í Gildru sem einkennd er með vörðu, og frá Gildru beina línu í grjótvörðu, og stendur á háholtinu nálægt ánni fyrir norðan Svartbakka og Tungubæ, og úr þeirri vörðu sömu stefnu til árinnar, ræður þá Tungu og Tjarnará til sjáfar. – Þess skal getið, að Tjörn á, sem í tak, trjáreka í Árvík.

Hvammi, 19. maí 1885
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrakl.jarða.

Jón Þorláksson prestur að Tjörn

Kristján Benediktsson (1849-1923) landnámsmaður Point Roberts á Kyrrahafsstönd frá Hrafnabjörgum

  • HAH06582
  • Einstaklingur
  • 27.11.1849 - 26.9.1923

Kristján Benediktsson 23. nóvember 1849 - 26. september 1923 Var í Mosfelli, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Vinnumaður í Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Beinakeldu, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Var á Beinakeldu 1876-83. Bóndi á Rútsstöðum og Hrafnabjörgum. Fór til Vesturheims 1888 frá Hrafnabjörgum, Svínavatnshreppi, Hún. með vesturfararskipinu Laura. Fyrsti íslenski landnámsmaðurinn í Point Roberts um 1891, flutti þangað frá Bellingham. Þar tók hann upp nafnið Benson.

Skúfur í Norðurárdal

  • HAH00681
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Tún 5 ha. Eyðijörð.
Eigandi 1975;
Baldur Þórarinsson 3. okt. 1921 - 14. sept. 1988. Var á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Verkamaður á Blönduósi. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Kona hans; Guðrún Erlendsdóttir 26. okt. 1922 - 6. mars 2011. Var á Gauksstöðum, Hvammssókn, Skag. 1930. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Blönduósi og fékkst við ýmis störf.

Vilborg Jónsdóttir (1824-1914) Kringlu og Selkirk

  • HAH09352
  • Einstaklingur
  • 15.5.1824 - 30.11.1914

Var á Hafursstöðum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1835. Var á Orrastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Kringlu. Fór til Vesturheims 1894 frá Hæl, Torfalækjarhreppi, Hún. Síðast bús. í Selkirk.

Guðrún Jónasdóttir (1864-1935) Fögruhlíð Kanada

  • HAH04353
  • Einstaklingur
  • 8.3.1864 - 5.5.1935

Guðrún Jónasdóttir Skúlason 8. mars 1864 - 5. maí 1935. Fór til Vesturheims 1890 frá Stöpum, Kirkjuhvammshreppi, Hún. Gimli Lisgar 1901. Húsfreyja í Fögruhlíð í Geysisbyggð, Manitoba, Kanada.

Jón S Pálmason (1886-1976) Þingeyrum

  • HAH05726
  • Einstaklingur
  • 29.7.1886 - 19.11.1976

Fæddur í Felli í Sléttuhlíð Skagafirði. Bóndi á Þingeyrum. Verslunarstjóri á Sauðárkróki um tíma. Bóndi á Þingeyrum í Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Var á Þingeyrum í Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.

Auðunnarstaðir I og II í Víðidal

  • HAH00899
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 880

Hjer hefur að fornu hálfkirkja verið og stóð húsið í voru minni. Enginn minnist hjer hafi tíðir veittar verið. Jarðardýrleiki lx € .
Eigandinn að xxx € er Björn þorláksson lögrjettumaður hjer heima búandi. Landskuld þar af er nú engin; var á meðan leiguliðar hjeldu ýmist ij € eður i € xxx álnir, eftir því sem landsdrotnar komu kaupi sínu. Leigukúgildi minnir menn v hafi verið og leigur goldist í smjöri eður peníngum. Kvaðir voru öngvar.
Kvikfjenaður Björns iiii kýr, i kvíga tvævetur mylk, i kvíga veturgömul, b ær, xi sauðir tvævetrir og eldri, xxi veturgamall, xv lömb, iii hestar, ii hross, iii únghryssur, i foli veturgamall.
Fóðrast kann á þessum helmíngi vi kýr, i úngneyti, xxx lömb, lx ær, vi hestar. Eigandinn að öðrum helmíngi jarðarinnar, xxx € , er Marckús Pálsson að Syðrivöllum við Miðfjörð.
Ábúandinn á xv € er Sveinn Ingimundarson. Annar ábúandi á xv € , sem er afdeildur bær uppgjör fyrir fáum árum og kallaður Audunarstadakot, er Ólafur Arngrímsson.
Landskuld af þessum xxx € er ij € . Geldur helming hver ábúenda. Betalast með xl álna fóðri eftir proportion; en hitt sem meira er í ullarvöru og öllum gildum landaurum.
Leigukúgildi vi, leigir helming hver. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje hjá Sveini ii kýr, ii kvígur veturgamlar, xliii ær, xx sauðir tvævetrir og eldri, xxi veturgamlir, xiiii lömb, iii hestar, i hross með fyli, i únghryssa, i foli veturgamall. Kvikfje hjá Ólafi iiii kýr, Ixx ær, x sauðir tvævetrir, xviii veturgamlir, xii lömb, iiii hestar, i hross. Fóðrast kann á þessum helmíngi jarðarinnar alt slíkt sem áður er talið á þann helming, sem Björn heldur.
Torfrista og stúnga næg. Reiðíngsrista lök. Móskurður til eldiviðar hefur verið, meinast enn vera mega en brúkast ei. Rifhrís hefur verið af nægð, tekur að þverra og brúkast þó enn til kola.
Lax og silúngsveiðivon góð í Víðidalsá, líka nokkur í Fitjá. Selstöðu á jörðin í eigin landi góða, en þó erfiða mjög yfir foröð, sem brúa þarf. Lambaupprekstur á Víðidalstúnguafrjett ut supra.
Túninu grandar vatnságángur, sem grefur og gjörir jarðföll. Enginu spillir Víðidalsá með sandi og leiri. Ekki er kvikfje óhætt fyrir foruðum. Vatnsból er ilt og þrýtur oft um vetur til stórmeina.

Kárdalstunga í Vatnsdal

  • HAH00050
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Kárdalstunga stendur neðst í tungunni milli Vaglakvíslar og Hólkotskvíslar nokkru neðar en Vaglar. Kvíslar þessar eiga upptök sín á ýmsum stöðum fram á hálsum og eru vatnslitlar. Heita svo Tunguá eftir að saman falla rétt fyrir neðan Kárdalstungu. Landið, sem hallar til norðurs og vesturs, er lítið og hrjóstrugt og erfitt til ræktunar. Til forna var hjáleiga eða býli suður í Kárdalstunguhólum. Einnig var sel er Árnasel hét við Selbrekkur. Tungusel var austan við Hólkotskvísl allmiklu sunnar. Íbúðarhús byggt 1960, 410 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 186 fjár. Hlaða 490 m3. Votheysgryfjur 80 m3. Geymsla, bílskúr og verkstæðishús 291 m3. Tún 44,5 ha. Veiðiréttur í Tunguá. Kirkjujörð:

Brynjólfur "Barneo" Burns (1897-1943) Point Roberts

  • HAH08958
  • Einstaklingur
  • 6.6.1897 - 22.7.1943

Brynjólfur Haraldur Jónsson Björnsson Burns (6.6.1897 - 22.7.1943) [Barneo Burns] Point Roberts, ókvæntur 1930 þá 32 ára. Vancouver, British Columbia, Canada

Jónas Jóhannsson (1868-1937) Kárdalstungu

  • HAH05813
  • Einstaklingur
  • 7.2.1868 - 28.6.1937

Jónas Jóhannsson 7. feb. 1868 - 28. júní 1937. Fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, í Hamrakoti, Litla-Búrfelli og síðast í Kárdalstungu í Vatnsdal. Bóndi í Hamrakoti, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Bóndi í Káradalstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Smali Haukagili 1880. Vinnumaður Kolugili og Ási 1890. Ekkill Hvammi 1910.

Sigurður Jóhannsson (1869-1913) frá Hróarsstöðum

  • HAH04615
  • Einstaklingur
  • 20.7.1869 - 17.12.1913

Hafsteinn Sigurður Jóhannsson 20. júlí 1869 - 17. des. 1913. Var á Hóarsstöðum, Hofssókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Ósi, Hofssókn, Hún. 1890. Drukknaði.

Pálmi S Gíslason (1938-2001) frá Grænuhlíð

  • HAH01406
  • Einstaklingur
  • 2.7.1938 - 22.7.2001

Pálmi Sigurður Gíslason fæddist á Bergstöðum í Svartárdal í A-Húnavatnssýslu 2. júlí 1938. Hann lést af slysförum 22. júlí síðastliðinn.
Pálmi lauk samvinnuskólaprófi 1959. Hann var í starfsnámi hjá HB í Kaupmannahöfn sumarið 1959 og starfskynningu hjá Andelsbanken vorið 1973. Pálmi var verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga '59-61, starfsmaður hjá HB í Danmörku '61-63, verslunarstjóri hjá KRON '63-68 og framkvæmdastjóri hjá UMSK sumarið '68. Pálmi var starfsmaður Samvinnubankans frá 1968, útibússtjóri frá 1977, og síðar hjá Landsbankanum eftir yfirtöku Landsbankans á Samvinnubankanum. Lengst af var Pálmi útibússtjóri á Suðurlandsbraut, síðar á Miklubraut og eftir sameiningu útibúa einnig í Háaleiti. Hann lét af störfum sem útibússtjóri í maí sl. en fór þá í hlutastarf hjá UMFÍ. Pálmi var formaður íþróttanefndar Ungmennasambands A-Húnvetninga '60-61, í stjórn frjálsíþróttadeildar Breiðabliks í mörg ár og um tíma í stjórn Breiðabliks, í stjórn Ungmennasambands Kjalarnesþings og í mörgum landsmótsnefndum bæði á vegum UMSK og UMFÍ, í varastjórn UMFÍ '69-73, var formaður UMFÍ '79-93, og hefur setið í fjölmörgum nefndum fyrir ungmennafélagshreyfinguna. Pálmi sat í stjórn NSU frá '80 til dauðadags, í stjórn Bréfaskólans '80-82, í mörg ár í stjórn Starfsmannafélags Samvinnubankans, í stjórn félags útibússtjóra Samvinnubankans frá upphafi og síðar Landsbankans. Pálmi sat í undirbúningsnefnd að stofnun Landssambands íslenskra samvinnustarfsmanna, LÍS, '73 og í framkvæmdastjórn LÍS '73-79. Í stjórn KPA '74-79. Hann var í ritnefnd tímaritsins Hlyns í mörg ár, hefur setið í mörgum nefndum á vegum LÍS og Sambands íslenskra bankamanna og sat í stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga. Pálmi birti nokkrar smásögur og ljóð á yngri árum og skrifaði greinar í blöð og tímarit um margvíslegt efni og hefur auk þess samið og flutt ýmiss konar skemmtiefni. Hann var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1994, Gullmerki UMFÍ 1978, Heiðursorðu ÍSÍ 1987 og Silfurblika 1998.
Útför Pálma fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 15.

Halldóra Pálsdóttir (1835-1914) Eiðsstöðum

  • HAH04726
  • Einstaklingur
  • 16.1.1835 - 31.12.1914

Halldóra Pálsdóttir 16. jan. 1835 - 31. des. 1914. Var í Hvassahrauni, Kálfatjarnarsókn, Gull., 1845. Húsfreyja á Guðlaugsstöðum og Eiðsstöðum í Blöndudal, Svínavatnshr., A-Hún. Húsfreyja á Eiðsstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Fósturbarn, sonardóttir þeirra hjóna, Pálína Anna Jónsdóttir, f. 8.10.1894.

Guðmundur Arason (1893-1961) Illugastöðum

  • HAH03963
  • Einstaklingur
  • 1.8.1893 - 15.1.1961

Guðmundur Arason 1. ágúst 1893 - 15. janúar 1961 Bóndi og hreppstjóri á Illugastöðum á Vatnsnesi. Bóndi á Illugastöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.

Másstaðir í Þingi

  • HAH00504
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Másstaðir / Márstaðir. Bærinn stendur vestur frá Nautaþúfu á Vatnsdalsfjalli, neðarlega í undirhlíðum þess sem ná þar ofan undir Flóð. Tún er ræktað á skriðu og ræktunarskilyrði erfið. Engjar eru í óshólmum Vatnsdalsár og stækka stöðugt af framburði árinnar, beitiland er til fjallsins. Másstaðir eru fornbýli frá söguöld, stórbýli til 1720 að skriðan féll, metin þá með hjáleigum 100 hdr. Kirkjustaður öldum saman uns kirkju tók af í snjóflóði 1811. Kristfjárjörð um tíma, komst í einkaeign 1926. Íbúðarhús byggt 1895 og 1928, Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður 100 m3. Vothey 80 m3. Tún 8,8 ha. Veiðiréttur í Flóðið
Í eyði um 1975 en nýtt frá Hjallalandi.

Stóridalur Svínavatnshreppi

  • HAH00483
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [900]

Stóridalur er ættarjörð. Guðmundur Jónsson frá Skeggjastöðum seinna nefndur ríki, eignaðist jörðina og flutti á hana 1792. Eftir hann hafa hafa niðjar hans jafnan átt og setið jörðina að mestu leyti. Beitilandið er kjarngott og víðáttumikið og einnig nægilegt ræktunarland. Íbúðarhús byggt 1962, 827 m3. Fjós fyrir 8 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár annað yfir 180 og torfhús yfir 100 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 1200 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

A. Sölvason / Ásgeir Sölvason (1866-1948) ljósmyndari, Cavalier Pembina. N. Dak.

  • HAH09533
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 31.1.1866 - 29.9.1948

Ásgeir Sölvason 31. jan. 1866 - 29. sept. 1948. Sennilega sá sem fór til Vesturheims 1876 frá Stóradal, Svínavatnshreppi, Hún. Ljósmyndari í Cavalier, Pembina, N-Dakota, Bandaríkjunum 1900. Ljósmyndari í Seattle, King, Washington, Bandaríkjunum 1930. Var í Seattle, King, Washington, Bandaríkjunum 1940.
Tökubarn Másstöðum 1870.

Hjálmar Konráðsson (1895-1933) kaupfélagsstjóri Vestmanneyjum

  • HAH09006
  • Einstaklingur
  • 23.11.1895 - 17.12.1933

Hjálmur Konráðsson 23.11.1895 - 17.12.1933. Kaupfélagsstjóri Bjarma á Miðstræti 4, Vestmannaeyjum 1930. Lausamaður á Hofstöðum, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum.
Hjálmur var með foreldrum sínum í æsku. Faðir hans lést er Hjálmur var á sextánda árinu.
Hann var með ekkjunni móður sinni og nokkrum systkinum sínum hjá Jóni bróður sínum á Hofsstöðum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 1915 og 1916 og skráður þar heimilismaður og námsmaður 1919 og 1920, nam við Samvinnuskólann. Hann var verslunarmaður í Prestakallshúsi í Stykkishólmi 1922 og 1923, bókhaldari þar 1924.
Hjálmur var fenginn til Eyja í ágúst mánuði 1925 til að gera upp reikninga Kaupfélagsins Bjarma frá árinu 1924, en var ráðinn kaupfélagsstjóri í október 1925 og gegndi því starfi til dánardægurs 1933.
Fyrirtækið átti í miklum erfiðleikum fjárhagslega, er hann tók við því, en náði sér vel undir stjórn hans, þó að síðar hallaði undan fæti.

Björg Jónsdóttir (1844-1941) Hnjúkum

  • HAH02733
  • Einstaklingur
  • 21.7.1844 -1941

Björg Jónsdóttir 21. júlí 1844 - 1941. Húsfreyja á Hnjúkum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Var á Blöndubakka, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Stjúpmóðir Agnars Braga Guðmundssonar bónda á Blöndubakka.

Elínborg Friðriksdóttir Vídalín (1833-1918) Víðidalstungu

  • HAH03216
  • Einstaklingur
  • 9.8.1833 - 28.11.1918

Elínborg Friðriksdóttir 9. ágúst 1833 - 28. nóvember 1918 Tökubarn á Tindum, Búðardalssókn, Dal. 1835. Var í Hvalgröfum, Skarðssókn, Dal. 1845. Húsfreyja í Víðidalstungu. Nefnd Elínbjörg í manntalinu 1835.

Fritz Hendrik Berndsen (1837-1927) kaupmaður á Hólanesi

  • HAH03477
  • Einstaklingur
  • 23.12.1837 - 20.6.1927

Fritz Hendrik Berndsen 23. desember 1837 - 20. júní 1927 Beykir og síðar kaupmaður á Skagaströnd. Kaupmaður á Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1890 og 1901.

J. A. Brock (1858-1950) & Co

  • HAH09539
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1869-1950

Ljósmyndari Belleville Ontario 1882,
Brandon Manitoba 1883 og aftur 1889 eftir að uppúr samstarfinu við Devine slitnaði. 1893 flytur hann til Californíu og stofnar ljósmyndastofu í Port Hope Los Angeles þar sem hann snýr sér að Kvikmyndatöku (stereós)
Skv Luminous-Lint, stofnaði hann ljósmyndastofu ásamt Jospeh H Brown 1869,
Stofnaði ásamt H T Devine (Harry Devine ljósmyndastofu í Cordova and Abbott Sts. Vancouver, BC Canada 13.6.1886 [24.3.1887] - 1889, en þá hætti Devin
John Harry Torkington Devine was born on July 28, 1865 in Manchester, England. He immigrated to Manitoba with his family in 1884.

Ljósmyndstofan og síðar „Stereo stúdíoið“ var rekið til 1950 einnig undir nafni konu hans Higgins.
Stofnaði ásamt H T Devine (Harry Devine ljósmyndastofu í Cordova and Abbott Sts. Vancouver, BC Canada 13.6.1886 [24.3.1887] - 1889, en þá hætti Devin
John Harry Torkington Devine was born on July 28, 1865 in Manchester, England. He immigrated to Manitoba with his family in 1884.

Niðurstöður 7501 to 7600 of 10412