Karl Ásgeir Sigurgeirsson (1943) Hvammstanga
- HAH06900
- Person
- 12.12.1943 -
Var á Bjargi, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957.
Karl Ásgeir Sigurgeirsson (1943) Hvammstanga
Var á Bjargi, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957.
Karl Ásgeir Sigurgeirsson (1863-1958) Bjargi í Miðfirði
Karl Ásgeir Sigurgeirsson 1. október 1863 - 8. ágúst 1958 Var í Svartárkoti, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1870. Bóndi á Bjargi í Miðfirði, V-Hún.
Karítas Gísladóttir (1903-1917)
Kári Snorrason (1935) Blönduósi
Kári Snorrason útgerðarstjóri, f. 14. september 1935. Blönduósi
Kári Sigurjónsson (1923-2018) Rútsstöðum
Kári Sigurjónsson fæddist á Rútsstöðum í Svínadal, A-Hún., 17. ágúst 1923. Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Leigubílstjóri. Kári fór snemma að heiman og var á ýmsum bæjum í vinnumennsku. 23 ára fór hann suður til Reykjavíkur og gerðist bílstjóri hjá Alþýðubrauðgerðinni, síðan bílstjóri hjá Steindóri og framhaldi á því á eigin bíl á BSR og starfaði við akstur til starfsloka 70 ára. Eftir starfslokin byrjaði hann að stunda hestamennsku af mikilli ástríðu. Hann fór í margar hestaferðir og var oft fararstjóri.
Bridsspilamennska var mikið áhugamál hjá honum og einnig lomberspil.
Síðustu árin bjó Kári á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Kára.
Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. júlí 2018.
Kári Karlsson, f. 14 ágúst 1955, giftur Hjördísi Sævar Harðardóttir, f. 18. júlí 1963, Nípá
Framkvæmdastjóri Særúnar og Vilkó, póstmeistari um tíma
Kári Jónas Húnfjörð (1954) Bakari Blönduósi
Kári Jónas Húnfjörð 28.1.1954. Var í Blönduósbakaríi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bakari Blönduósi
Kári Húnfjörð Guðlaugsson (1918-1952) vélvirki Blönduósi
Kári Húnfjörð Guðlaugsson 3. júlí 1918 - 29. okt. 1952. Vélvirki á Blönduósi. Var á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930.
Kári Húnfjörð Einarsson (1963) Blönduósi
Kári Húnfjörð Einarsson, f. 23.2. 1963. Húsi Einars Guðlaugssonar, Blönduóshr
Kári Húnfjörð Bessason (1953) frá Þverá
Kári Eysteinsson (1925-2011) Hafursstöðum
Kári Eysteinsson 14. janúar 1925 - 7. maí 2011. Hveragerði. Eðlisfræðingur. Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. stud. polyt. Lést á sjúkrahúsinu á Selfossi laugardaginn 7. maí. 2011. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Kárdalstunga stendur neðst í tungunni milli Vaglakvíslar og Hólkotskvíslar nokkru neðar en Vaglar. Kvíslar þessar eiga upptök sín á ýmsum stöðum fram á hálsum og eru vatnslitlar. Heita svo Tunguá eftir að saman falla rétt fyrir neðan Kárdalstungu. Landið, sem hallar til norðurs og vesturs, er lítið og hrjóstrugt og erfitt til ræktunar. Til forna var hjáleiga eða býli suður í Kárdalstunguhólum. Einnig var sel er Árnasel hét við Selbrekkur. Tungusel var austan við Hólkotskvísl allmiklu sunnar. Íbúðarhús byggt 1960, 410 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 186 fjár. Hlaða 490 m3. Votheysgryfjur 80 m3. Geymsla, bílskúr og verkstæðishús 291 m3. Tún 44,5 ha. Veiðiréttur í Tunguá. Kirkjujörð:
Kárastaðir eru Eyðijörð síðan 1956. Hún liggur næst sunnan við Ása. Beitiland er þar sæmilega gott og ágætt ræktunarland á flatlendinnu norður frá gamla túninu, en Blanda liggur þar með miklum þunga og ógnar með landbroti. Sandeyrar meðfram Blöndu, gegnt Auðólfsstöðum, hafa gróið vel upp á síðari árum. Þar var borinn í tilbúinn áburður með ágætum árangri síðustu árin sem jörð var í byggð og stundum síðan. Vegasamband er slæmt að gamla bæjarstæðinu. Vel mætti endurreisa býlið ofar í hlíðinni í sömu hæð og Ásar eru. Þar er gnægð ræktunarlands og Ásavegur þyrfti aðeins að framlengjast um 1 km. Eigandi jarðarinnar er Sigurjón E Björnsson á Orrastöðum. Síðan þá hefur hann nytjað jörðina annars lánað hana Ás mönnum þar slægjur og beit, Gömul torfhús yfir 100 fjár. Tún 4 ha. Veiðiréttur í Blöndu.
Kamilla Jóhannsdóttir Briem (1916-2005) Melsstað í Miðfirði
Kamilla Briem fæddist á Melstað í Miðfirði 5. nóvember 1916. Hún lést á elliheimilinu Grund 1. október síðastliðinn. Kamilla bjó hjá foreldrum sínum á Melstað til 1954 en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Kamilla vann lengst af við saumaskap í Reykjavík og síðan við umönnun aldraðra. Hún tók þátt í kirkjustarfi Hallgrímskirkju. Kamilla var ógift og barnlaus.
Útför Kamillu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.
Kambur tindóttur hryggur austan við gönguleiðina á Helgrindur fyrir ofan Kálfárvelli.
Forn eyðijörð, hefur legið í auðn lángt yfír 200 ár. Jarðardýrleiki óviss, því engin gelst hjer tíund af. Eigandinn Víðidalstúngukirkja og proprietarius þar til. Landskuld er hjer nú engin, en hefur oft híngað til verið ljeð Neðrifitjamönnum fyrir xx álnir, sem goldist hafa í öllum landaurum heim til landsdrottins. Nú er það brúkað til hrísrifs fyrir þá sem landsdrottinn leyfir. Laxveiðivon hefur lítil verið í Fitjá en nú í margt ár að öngvu gagni. Grasatekjuvon er nokkur. Túnstæðið foma er mestan part af brotið af Kambá, og því óbyggjandi nema bærinn væri færður í annan stað, og óvist hvört það erfiði vildi kostnaðinn betala.
Kambakotsbærinn stendur í lægð milli Hafursstaðakjöls og Kamba. Hann er í hvarfi frá þjóðvegi að mestu. Þröngt er um ræktanlegt land. Sumarhagar eru góðir á Brunnársal, sem er austur frá bænum. 2 eyðijarðir Kjalarland og Kirkjubær eru nytjaðar með Kambakoti.
Íbúðarhús byggt 1952 434 m3. Fjós yfir 14 kýr, fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 894 m3. geymsla 144 m3. Tún 16,2 ha.
Árið 1913 var fyrst reistur viti á Kálfshamarsnesi. Það var áttstrent norsksmíðað ljóshús úr steypujárni sem nú er á Straumnesvita í Sléttuhlíð.
Núverandi Kálfshamarsviti var byggður árið 1940 en ekki tekinn í notkun fyrr en árið 1942 þar sem ekki tókst að afla ljóstækja í hann fyrr. Ljóstækin voru keypt frá Englandi og einnig ljóshúsið. Gasljós var í vitanum fram til ársins 1973 að hann var rafvæddur, magnað með 500 mm linsu.
Kálfshamarsviti er meðal vitaturnanna sem byggðir voru í fúnkisstíl eftir 1939 samkvæmt teikningum Axels Sveinssonar verkfræðings sem sótti fyrirmyndir til vita sem Guðjón Samúelsson húsameistari hannaði og til stóð að reisa í Þormóðsskeri á Faxaflóa en aldrei var byggður. Vitinn er 16,3 m að hæð, ferhyrndur steinsteyptur turn sem lagður er innfelldum lóðréttum böndum. Greinileg litaskipti vitans voru kölluð fram með svartri hrafntinnuhúð á böndin sem kölluðust á við ljósa kvarshúðaða veggfleti. Nú hefur vitinn verið kústaður með svörtu þéttiefni á dökku flötunum en hvítri sementsblöndu á þá ljósu.
Kálfshamarsvík / Kálfshamarsnes
Kálfshamars er fyrst getið í Sigurðarregistri frá 1525, þar talin með óbyggðum jörðum í eigu Þingeyrarklausturs. Í reikningum frá 1552 er jörðin í byggð og enn í eigu Þingeyrarklausturs.
Kálfshamarsvík er lítil vík norðarlega á vestanverðum Skaga. Þar var áður lítið þorp og nokkur útgerð en víkin er nú í eyði.
Fyrsta húsið í Kálfshamarsvík var reist rétt eftir aldamótin 1900. Á fyrstu áratugum 20. aldar og fram undir 1940 var mikil útgerð í Kálfshamarsvík og um 1930 var 151 maður heimilsfastur þar. Í þorpinu var samkomuhús og skóli og einhverjar smáverslanir. Fiskleysi og þjóðfélagsbreytingar á stríðsárunum urðu til þess að fólki fækkaði og síðustu íbúarnir fluttu burt veturinn 1947-1948. Fluttist útgerðin og fólkið aðallega til Skagastrandar.
Á Kálfshamarsnesi er viti sem upphaflega var reistur 1913 en endurbyggður 1939. Stuðlaberg setur svip sinn á umhverfið í Kálfshamarsvík.
Rétt norðan við Kálfshamarsvík er eyðibýlið Saurar, sem var mikið í fréttum snemma árs 1964 vegna draugagangs sem þar átti að vera en síðar þótti allt benda til þess að Sauraundrin ættu sér aðrar orsakir.
Bærinn stóð á hól fyrir miðju gamla túninu og var fjós sambyggt honum (Túnakort frá 1921). Lýsing Bæjarhóllinn er stór ávalur náttúruhóll um 22x30m að utanmáli. Einu sjáanlegu leifar bæjarins eru fjórar dældir á hólnum 20-70sm djúpar. Aðrar upplýsingar Á túnakortinu frá 1921 eru útmörk túnsins sýnd og hús merkt inn, þar stendur við bæjarsamstæðuna, „bær og fjós“ í úttekt á jörðum Þingeyrarklausturs frá árinu 1829 er hins vegar sagt að fjárhús séu sambyggð bænum. Þá samanstendur bærinn nánar til tekið af: baðstofu, eldhúsi, búrhústóft, „fjárhústóft innanbæjar“, göngum, útidyrum og áfastur við bæjardyrnar var kofi (Úttekt nr. 101). Árið 1832 er fjárhústóftin horfin og komið nýtt búrhús: þá eru baðstofa, skáli, búrhús, eldhús og anddyri. Þar segir jafnframt að undir öllum bænum sé hlaðin stétt (Úttekt nr. 108).
Lýsing Bæjarhóllinn er stór ávalur náttúruhóll um 22x30m að utanmáli. Einu sjáanlegu leifar bæjarins eru fjórar dældir á hólnum 20-70sm djúpar. Aðrar upplýsingar Á túnakortinu frá 1921 eru útmörk túnsins sýnd og hús merkt inn, þar stendur við bæjarsamstæðuna, „bær og fjós“ í úttekt á jörðum Þingeyrarklausturs frá árinu 1829 er hins vegar sagt að fjárhús séu sambyggð bænum. Þá samanstendur bærinn nánar til tekið af: baðstofu, eldhúsi, búrhústóft, „fjárhústóft innanbæjar“, göngum, útidyrum og áfastur við bæjardyrnar var kofi (Úttekt nr. 101). Árið 1832 er fjárhústóftin horfin og komið nýtt búrhús: þá eru baðstofa, skáli, búrhús, eldhús og anddyri. Þar segir jafnframt að undir öllum bænum sé hlaðin stétt (Úttekt nr. 108).
Þar eru nú engin bæjarhús. Bærinn stóð áður norðaustan við samnefndan hamar við sunnanverða Kálfshamarsvík. Á Kálfshamri er sæmilega gott til ræktunar og fjárbeit góð til lands og sjávar. Útræði ágætt. Hlaða byggð 1976, grunnur steyptur, á honum stálgrindarhús 1770 m3. Tún 12,1 ha.
Kálfárvellir í Staðarsveit á Snæfellsnesi
Kálfárvellir (tv) 30 hundruð að dýrleika með hjáleigum, 1850. Konungsjörð sem féll undir Arnarstapaumboð. Frá 1870 var afgjald jarðarinnar lækkað um 2 vættir og 10 fiska (4 rd 85 sk)
Var í eyði 1925-1935, en þá byggð upp bæði íbúðar og skepnuhús. 1852 býr þar Páll Melsted „í rjett laglegu timburhúsi, sem kaupmannafólkið á, en jörð hef jeg leigt — sem kongur á“ eins og annað hjer í sýslu. — 1662 var Búðakaupsstaður fluttur í land Kálfsárvalla þar sem skipalægi var betra reistur þar nýr kaupsstaður og var um skeið aðal kaupstaður Snæfellinga. Í janúar 1799 gerði ógurlegt sjávarflóð í Faxaflóa sem jafnan gengur undir nafninu Básendaflóðið, en þá tók líka af verslunarstaðinn austan við Hraunhafnarós., Þá var verslunar staðurinn fluttur aftur og ná að Búðum.
Kálfafellskirkja í Fljótshverfi á Síðu
Kálfafellskirkja er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1897-1898 og vígð 13. nóvember. Kirkjan er byggð úr járnklæddu timbri og rúmar 120 manns í sæti. Hún var endurbyggð á árunum 1959-1960, turn smíðaður og hún lengd. Jón og Gréta Björnsson máluðu kirkjuna, sem var endurvígð 21. júlí 1960.
Kirkjan á Kálfafelli stóð ofar í túninu til 1898. Þar ger gamall kirkjugarður. Altaristaflan í kirkjunni er frá 1683. Gömul skírnarskál, sem var seld úr kirkjunni 1895 fyrir 30 krónur, er í Þjóðminjasafni. Þar er líka mjög fágætur prósessíukross úr katólskum sið úr kirkjunni. Prestssetur var í Kálfafelli til 1880, þegar sóknin var lögð til Kirkjubæjarklausturs. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar heilögum Nikulási.
Kaldakinn 1. Land jarðarinnar liggur milli Blöndu og Laxárvatns. Bærinn stendur austan í hálsinum um 1 km frá þjóðveginum. Ræktun gengur til norðurs meðfram Blöndu og í Köldukinnarkatla, sem eru athyglisverð náttúruminja fyrirbæri, stórir grashvammar með melhryggjum umhverfis. Ævafornt eyðibýli, Skildibrandsstaðir var þarna fyrir ofan Katlana. Jarðsælt er og ræktunarmöguleikar góðir. Mikið berjaland er í Kötlunum og einnig vestan í hálsinum. Íbúðarhús byggt 1948, 426 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlöður 635 m3. Geymsla 430 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 40,2 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Laxárvatni.
Kaldakinn 2. Land jarðarinnar liggur milli Blöndu og Laxárvatns. Bærinn stendur austan í hálsinum og hallar túninu niður að Blöndu. Ræktun er einnig beggja vegna þjóðvegar við Ásamótin og útundanir Vatnskot [fornt eyðibýli] vestan í hálsinum Syðst í landinu eru Köldukinnarhólar og ná þeir nokkuð suður í land Grænuhlíðar. Ræktunarmöguleikar eru miklir og jarðsælt. Íbúðarhús byggt 1959, 455 m3. Fjós fyrir 38 gripi. Hlöður 2236 m3. 2 votheysturnar 80 m3. Geymsla 360 m3. Tún 54,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Laxárvatni.
Bærinn stendur á hól snertispöl frá Kagaðarhólsberginu, sem rís nokkru hærra. Gamla túnið liggur vestan í hæðinni hallandi við Svínvetningabraut. Land jarðarinnarnær austan frá Blöndu vestur að Fremri-Laxá. Sunnan bær það ó Hólsdal og um Hafratjörn í Fremri-Laxá, en norðan beint í Blöndu um Flathamar í Laxárvatn. Merking nafnsins mun vera útsýnishóll / sjónarhóll.
Íbúðarhús byggt 1952, 555 m3. Fjós byggt 1974 yfir 36 kýr og 20 geldneyti með mjaltabás og mjólkurhúsi, áburðarkjallara og geymslu, fjárhús byggð 1955 yfir 225 fjár. Hesthús fyrir 10 hross, hlöður 1500 m3. Votheysturn 40 m3, búvélaskemma 44 m3. Tún 34,1 ham veiðiréttur í í Fremri-Laxá og Laxárvatni.
Júlíus Sófus Jónsson (1886-1959) Hólkoti og Gilsstöðum Vatnsdal, -vkm Hæðarenda Rvk
Júlíus Sófus Jónsson 3. maí 1886 - 22. september 1959. Verkamaður á Hæðarenda, Reykjavík 1930. Bóndi í Hólkoti, Undirfellsókn, Hún. 1920. Bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal., síðar verkamaður í Reykjavík.
Júlíus Karlsson (1923-1989) Blönduósi
Júlíus Auðunn Karlsson (Lúlli) 18. október 1923 - 3. maí 1989 Var í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Enniskoti, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bílstjóri og verkamaður, síðast bús. í Blönduóshreppi.
Júlíus Jónsson (1896-1991) Mosfelli
Júlíus og Guðrún Sigvaldadóttir, eiginkona hans (dáin 1. ágúst 1981), bjuggu lengst á Mosfelli. Þau tóku við því koti en brutu mikið land og ræktuðu, byggðu myndarlega, gerðu að góðri jörð. Bæði voru forkar dugleg, ákafafólk til allra verka, ósérhlífin. Þau voru ekki lík að lunderni en einkar samhent. Júlíus á Mosfelli var stefnufastur maður í lífsstarfi og skoðunum, fljótur að skipta skapi en bjartsýnn, glaður og reifur hversdagslega og óvílgjarn. Hann var með hærri mönnum á vöxt, grannvaxinn og liðlegur í hreyfingum, fríður maður á yngri árum og yfirbragðið karlmannlegt. Hárið dökkt og hrokkið nokkuð.
Júlíus Jónsson (1888-1973) frá Stöpum á Vatnsnesi
Hjú á Flatnefsstöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Síðast bús. í Reykjavík.
Júlíus Havsteen (1886-1960) sýslumaður
Jóhannes Júlíus Jakobsson Havsteen 13. júlí 1886 - 31. júlí 1960. Var í Consúls Havsteenshúsi, Oddeyri, Eyj. 1890. Sýslumaður á Húsavík 1930. Sýslumaður í Þingeyjarsýslu 1921-56 og bæjarfógeti á Húsavík. Vinsælt yfirvald. Gegndi einnig um styttri tíma embætti sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeta Akureyrar. Liðtækur baráttumaður framfaramála í Húsavík.
Júlíus Halldórsson (1850-1924) læknir Blönduós
Pétur Emil Júlíus Halldórsson 17. ágúst 1850 - 19. maí 1924. Héraðslæknir í Húnavatnssýslu. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Læknahúsinu [Friðfinnshúsi 1901-1903], Læknabústaðnum 1903-1906, lét reisa það hús.
Júlíus Fossdal (1930-2005) Blönduósi
Júlíus Arason Fossdal var fæddur á Akureyri 1. nóvember 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. september síðastliðinn. Júlíus vann lengst af við verslunar- og framleiðslustörf. Hann var til margra ára virkur félagi í Rauðakrossi Íslands og félagi í Lionsklúbb Blönduóss.
Útför Júlíusar var gerð frá Akureyrarkirkju hinn 23. september - í kyrrþey að ósk hins látna.
Júlíana Sigurjónsdóttir (1916-1997) Hnífsdal
Júlíana Steinunn Sigurjónsdóttir 10. nóv. 1916 - 4. sept. 1997. Var í Hnífsdal 1930. Síðast bús. í Reykjavík 1994. Laugar 1933-1934
Júliana Ragna Garðarsdóttir Cotto (1960) Keflavík
Júlíana Ragna Garðarsdóttir Cotto 23.2.1960. Nebraska USA
Júlíana Ingibjörg Ólafsdóttir (1837-1916) Tungubakka Laxárdal fremri
Júlíana Ingibjörg Ólafsdóttir 19. ágúst 1837 - 2. maí 1916 Húsfreyja á Tungubakka á Laxárdal fremri, A-Hún. Húsfreyja þar 1880.
Júlíana Ingibjörg Eðvaldsdóttir (1927-2001) Skrapatungu-Skuld
Júlíana Ingibjörg Eðvaldsdóttir fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. mars síðastliðinn. Ingibjörg ólst upp í Reykjavík, hún útskrifaðist frá Iðnskólanum í Reykjavík sem hárgreiðslukona 1947 og frá Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1949. Ingibjörg vann í 17 ár hjá Sláturfélagi Suðurlands í Austurveri en síðustu árin vann hún við umönnun á Skjóli.
Útför Ingibjargar fer fram frá Breiðholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Júlíana Guðmundsdóttir (1852-1914) Glaumbæ í Langadal 1890
Júlíana Guðmundsdóttir 19.7.1852 - 8.2.1914. Vinnukona í Enni, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Var á Hafursstöðum í Höskuldsstöðum, Hún. 1879. Vinnukona á Balaskarði, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Glaumbæ, Holtastaðasókn, Hún. 1890.
Judith Jónbjörnsdóttir (1906-1995) kennari Akureyri
Júdit Jónbjörnsdóttir fæddist 10. desember 1906 í Köldukinn í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hún lést 21. janúar sl. og var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 27. janúar. Þær mæðgur Júdit og Ingibjörg fluttu til Siglufjarðar 1933 þegar Júdit var ráðin að Barnaskóla Siglufjarðar en þar starfaði hún þar til hún réð sig að Barnaskóla Akureyrar árið 1945 og var þar kennari þar til hún hætti störfum árið 1970. Eftir það kenndi hún um tíma litlum börnum innan skólaskyldualdurs og sagði mér að aldrei hefði hún notið þess jafn vel að kenna eins og þegar hún kenndi þessum litlu krökkum, svo opinská og námfús sem börn eru á þessum aldri.
Eftir að Júdit hætti kennslustörfum kom hún stundum til Suðurlands til að hitta vini og kunningja.
Faðir hennar yfirgaf fjölskylu og föðurland og fluttist til Kanada. Hún sagði mér löngu síðar að hann hefði skilið eftir nokkra fjárupphæð í banka í Reykjavík og lagt svo fyrir að hún ætti að nota peningana til þess að mennta sig og þetta var hennar lífeyrir á meðan hún var í Kennaraskólanum. Ekki er að efa að vel fór hún með sinn föðurarf.
Jósep Lárusson Blöndal (1875-1966) Siglufirði
Símstöðvarstjóri og kaupmaður á Siglufirði. Síldarmatsmaður á Siglufirði 1930.
Jósefína Þóranna Pálmadóttir (1887-1986)
Jósefína Stefánsdóttir Hansen (1889) frá Litluhlíð
Jósefína Antonía Stefánsdóttir Hansen 18. júlí 1889. Var á Akureyri 1910. Húsfreyja á Akureyri 1916.
Jósefína Erlendsdóttir Hansen (1894-1937) frá Stóru Giljá
Jósefína Erlendsdóttir 2. nóv. 1894 - 19. nóv. 1937. Húsfreyja, saumakona og klæðskeri á Sauðárkróki. Var í Reykjavík 1910.
Jósefína Blöndal (1942) Blönduósi
Var á Blöndubakka, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.
Jósefína Björnsdóttir (1924-2017) Galtanesi
Jósefína Björnsdóttir fæddist 31. mars 1924. Jósefína fæddist að Hrappsstöðum í Víðidal í V.-Hún. og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og systkinum. Húsfreyja og bóndi í Galtanesi í Þorkelshólshreppi, síðar saumakona í Kópavogi.
Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 7. maí 2017. Jósefína var jarðsungin frá Víðidalstungukirkju, 19. maí 2017, og hófst athöfnin klukkan 14.
Jósefína Antonía Lárusdóttir Blöndal (1878-1944) Seyðisfirði
Jósefína Antonía Lárusdóttir Blöndal 25. apríl 1878 - 22. desember 1944. Húsfreyja á Suðurgötu 4, Reykjavík 1930. Bróðursonur: Lárus Þórarinn Blöndal. Húsfreyja á Seyðisfirði.
Jósefína Ágústsdóttir Blöndal (1913-2003) Seyðisfirði
Jósefína Ágústsdóttir Blöndal var fædd á Seyðisfirði 4. ágúst 1913. Hún andaðist á Akureyri 8. janúar síðastliðinn. Jósefína og Halldór hófu búskap í Neskaupstað en fluttu til Seyðisfjarðar árið 1947 og bjuggu þar til ársins 1963 er þau fluttu til Reykjavíkur þar sem Halldór andaðist.
Jósefína flutti síðan til Akureyrar árið 1985 og bjó þar til dauðadags. Eftir að þau Dóri fluttust til Reykjavíkur vann hún ýmis hlutastörf, bakaði fyrir kaffihús, afgreiddi í versluninni Bezt við Klapparstíg og síðan í versluninni Eros Í Hafnarstræti. Einnig vann hún við sauma á saumastofunni Alis og síðustu árin hér fyrir sunnan vann hún við þrif í Sjómannaskólanum.
Útför Jósefínu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Jósef Stefánsson (1922-2001) Reykholti Skagaströnd
Jósef Stefánsson fæddist í Hafursstaðakoti í Vindhælishreppi 25. júní 1922. Hann lést á heimili sínu á Skagaströnd 9. desember 2001. Jósef starfaði mest við sjómennsku, ýmist á vertíðum fyrir sunnan eða á bátum frá Skagaströnd og var einnig í útgerð til margra ára.
Útför Jósefs fór fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 17. desember 2001
Jósef Sigurvaldason (1916-2000) Rútsstöðum
Jósef Sigurvaldason fæddist á Rútsstöðum í Svínadal 13. apríl 1916. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi 25. október síðastliðinn.Jósef Sigurvaldason var fæddur á Rútsstöðum í Svínadal 13. apríl 1916 en þar voru foreldrar hans í húsmennsku. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Hallgrímsdóttur af Reykjahlíðarætt og Sigurvalda Jósefssonar Vestur-Húnvetnings, hálfbróður Sr. Valdimars Björnssonar sem var kunnur forystumaður meðal Vestur-Íslendinga.
Guðlaug var vel að sér, falleg stúlka og eftirsótt, Sigurvaldi glæsimenni og afrenndur að afli. Sú þjóðsaga gekk að Sigurvaldi hefði barist við annan garp um þennan mikla kvenkost og haft betur. Síðar á ævinni þurfti sá er barðist við Sigurvalda að gangast undir uppskurð. Kom þá í ljós að botnlanginn lá öfugum megin. Alþýða manna var ekki í vafa að þetta væru eftirstöðvar af meðferðinni hjá Sigurvalda. Sveitarhöfðingjum þótti nóg um hvað ómegðin óx í Gafli og ákveðið var að þeim hjónum forspurðum að fá Guðrúnu fóstur á öðrum bæ. Bóndinn þar kom að Gafli að sækja barnið en Sigurvaldi varði bæ sinn og fjölskyldu.
Það einkenndi þetta fólk artarskapur og trygglyndi.
Síðar fengu þau betra jarðnæði, Eldjárnsstaði í Blöndudal. Sú jörð er fremst í byggð í dalnum að vestan. Síðar keyptu þau jörðina og komu sínum stóra barnahópi til manns. Eldjárnsstaðir eru erfið jörð, brattlend og slægjulítil nema í Eldjárnsstaðaflá sem nú hefur verið sökkt undir inntakslón Blönduvirkjunar, en þar var engi Eldjárnsstaða. Jörðin lá að Auðkúluheiði og geysilegur ágangur var af afréttarpeningi enda jörðin framan við afréttargirðingu hreppsins. Þeir feðgar girtu land jarðarinnar upp úr stríði og batnaði þá mjög búskaparaðstaða.
Bílvegur kom ekki í Eldjárnsstaði fyrr en um 1960, þannig að aðdrættir allir voru óhægir en Eldjárnsstaðamenn voru dugnaðarforkar og óx ekkert í augum.
Jósef og Hallgrímur bróðir hans keyptu hálfa næstu jörð Eiðsstaði og síðar jörðina alla. Byggðu þeir íbúðarhús og bættu með ræktun og útihúsum.
Lengst af bjuggu þeir bræður einir, þar til Hallgrímur andaðist fyrir nokkrum árum. Eftir það bjó Jósef einsetumaður nokkur ár. Samstarf þeirra bræðra og samvinna var einstæð. Hallgrímur var skapríkur, heljarmenni að burðum og mikill garpur. Jósef jafnlyndur, hógvær, hvers manns hugljúfi í umgengni og þrátt fyrir einangrun og uppvöxt við þröng kjör var hann svo vel að sér og fróður að hvarvetna vakti athygli. Jósef var listaskrifari og svo háttvís að eðlisfari að vel hefði sómt sér hjá hvaða þjóðhöfðingja sem væri. Jósef var ekki þjóðhöfðingi en hann varð ættarhöfðingi og í hávegum hafður bæði af skyldmennum sínum svo og nágrönnum. Jósef var einstaklega góður granni.
Búskapur þeirra bræðra Hallgríms og Jósefs var með þeim hætti að þeir settu metnað sinn í að eiga vel fóðraða og fallega gripi. Þeir bjuggu ekki til þess að græða heldur til þess að eiga fallegt búfé þar sem hver skepna var persónulegur vinur þeirra.
Jósef hélt sér ekki fram til mannaforráða í sveit sinni eða héraði enda nógir til þess. Hann var gangnastjóri á Auðkúluheiði um fjölda ára. Fórst honum það ævinlega vel úr hendi og hafði góða stjórn á liði sínu án þess að við yrðum verulega varir við að okkur væri stjórnað. Eitt haustið tókst okkur undir stjórn Jósefs að smala Auðkúluheiði gjörsamlega í fyrri göngum þannig að ekkert fannst í seinni göngum eða eftirleit.
Útför Jósefs fer fram frá Svínavatnskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Jósef Sigfússon (1921-2012) Fjósum
Jósef Stefán Sigfússon fæddist í Blöndudalshólum í Bólstaðarhlíðarhreppi 28.11. 1921. Hann lést 21. desember síðastliðinn á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Jósef og Fjóla hófu búskap á Fjósum í Svartárdal 1944, fluttu til Akureyrar haustið 1947. Vorið 1950 kaupa þau Torfustaði í Svartárdal og búa þar til 1970 , en þá flytja þau hjón á Sauðárkrók að Knarrarstíg 4 og héldu sitt heimili þar uns þau fóru á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki í febrúar síðastliðinn.
Útför Jósefs fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 5. janúar 2013, og hefst athöfnin kl 14.
Jósef Magnússon (1920-1995) Hvoli í Vesturhópi
Jósef Magnússon frá Hvoli Þverárhreppi, V-Hún. fæddist 1. nóvember 1920 í Vatnsdalshólum, A-Hún. . Bóndi á Hvoli í Þverárhr., V-Hún, síðast bús. í Hvammstangahreppi. Jósef var kvæntur Maríu Hjaltadóttur, f. 1. júlí 1924 í Reykjavík, d. 18. júlí 1992. Bjuggu þau nær allan sinn búskap á Hvoli í Vesturhópi. En síðustu fimm-sex árin bjuggu þau inni á Hvammstanga,
Hann lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga að kvöldi 18. febrúar 1995. Útför Jósefs Magnússonar fór fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Þverárhrepp V-Hún. 3.3.1995 og hófst athöfnin kl. 14.00
Jósef Magnússon (1919-2015) Steinnesi
Jón Jósef Magnússon 22.5.1919 - 4.10.2015. Var á Brekku, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Þingeyrum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi á Hnjúki, Þingeyrum og loks Steinnesi í Sveinsstaðahreppi.
Á sínum yngri árum vann Jósef ýmis störf tengd landbúnaði, fyrst í heimasveit og síðan sunnan heiða. Hann vann við skurðgröft og fór á vegum Vélasjóðs til Skotlands á stríðsárunum til að læra á skurðgröfu og starfaði við það á seinni hluta fimmta áratugarins.
Árið 1949 giftust Jósef og Guðrún og bjuggu í Mjóstræti 2 í Reykjavík fyrstu hjúskaparárin en fluttu að Hnjúki í Vatnsdal árið 1950 og hófu þar búskap. Árið 1955 fluttu þau að Þingeyrum í Þingi og bjuggu þar stórbúi um árabil. Árið 1974 fluttu þau, Guðrún og Jósef, að Steinnesi í sömu sveit sem þau eignuðust síðar og bjuggu þau þar til dauðadags. Jósef var stórbóndi í Sveinsstaðahreppi samfellt í sextíu og fimm ár, eða frá árinu 1950 til ársins 2015.
Útför Jóns Jósefs fór fram í kyrrþey 13. október 2015.
Jósef Jósefsson (1894-1967) Másstöðum í Þingi
Jósef Jón Jósefsson 26. september 1894 - 16. júlí 1967. Fjárhirðir í Hjallalandi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Másstöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957, Bóndi þar. Áður lausamaður á Þingeyrum. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.
Jósef Jónatansson (1854-1894) Miðhópi
Jósef Jónatansson 28. sept. 1854 - 1. okt. 1894. Bóndi í Miðhópi. Var í Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Húsbóndi í Miðhópi 1890.
Jósef Húnfjörð Sveinsson (1876-1959) Ísafirði
Jósef Húnfjörð Sveinsson 7. jan. 1876 - 27. nóv. 1959. Niðursetningur á Síðu, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Bóndi í Ísafjarðarkaupstað, N-Ís. 1901. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kunnur hagyrðingur. „Gaf út 5 ljóðakver ... Var einn síðasti kvæðamaður þjóðarinnar í fornum stíl ...“ segir í Eftirmælaskrá Jóns Skagan.
Jósef Halldórsson var fæddur að Garðakoti í Hjaltadal 12. október 1917. Hann lést 28. apríl 2008 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Jósef ólst upp í Garðakoti og einnig Hofsstöðum þar til að hann fluttist til Reykjavíkur 1933 og hóf þar nám í húsasmíði hjá frænda sínum, Birni Rögnvaldssyni, sem starfaði um árabil sem eftirlitsmaður ríkisbygginga á vegum Húsameistara ríkisins. Jósef lauk sveinsprófi 1937 og vann síðan við byggingar og eigið verkstæði þar til hann réðist til Meistarafélags húsasmiða 1966. Hann var einn af stofnendum Meistarafélags húsasmiða og starfaði þar allt til þess að hann veiktist 1987. Jósef var einnig einn af stofnendum Harmonikufélagsins í Reykjavík. Síðastliðna tvo áratugi hefur hann búið á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og notið þar frábærrar umönnunar starfsfólks heimilisins.
Jósef verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.
Jósef Gottfreð Elíesersson (1863-1949) Lækjarkoti Víðidal og Signýjarstöðum Borg.
Jósep Gottfreð Elíesersson 20. okt. 1863 - 21. maí 1949. Með foreldrum í Þórukoti, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Bóndi í Lækjarkoti í Víðidal, V-Hún., síðar á Signýjarstöðum í Hálsasveit. Bóndi á Signýjarstöðum, Stóru-Ássókn, Borg. 1930.
Jósef Frímann Jóhannsson (1852-1898) Helgavatni
Jósef Frímann Jóhannsson 21. desember 1852 - 4. maí 1898. Var á Auðunnarstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Bóndi á Helgavatni í Vatnsdal
Jósef Einarsson (1839-1916) Hjallalandi
Jósef Einarsson 27.6.1841 [26. júní 1836, / 19.6.1836, skírður sama dag] - 21. maí 1916. Barn á Svínavatni, Svínavatnssókn, Hún. 1845. Bóndi á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Bóndi á Hjallalandi í Vatnsdal.
Í íslendingabók er honum ruglað saman við alnafna sinn sem dó 29.4.1837
Jósef Davíðsson (1832) Eiðsstöðum
Jósef Davíðsson 3.5.1832. Var á Giljá, Grímstungusókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Ekkill Grund 1880 og Syðri-Löngumýri 1890. Eiðsstöðum
Jósafat Sigvaldason (1912-1982) Pétursborg
Var í Hrafnabjörgum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Lausamaður á Kringlu, síðar kennari og skrifstofumaður á Blönduósi. Var í Pétursborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Jósafat Jónatansson (1844-1905) alþm Holtastöðum
Jósafat Jónatansson 18. ágúst 1844 - 19. okt. 1905. Var í Þernumýri, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1845. Alþingismaður um tíma. Bóndi og hreppstjóri í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Bóndi og hreppstjóri á Holtastöðum í Langadal. Var þar 1890 og 1901.
Jósafat J Líndal (1912-2003) sparisjóðsstjóri Kópavogi
Jósafat J. Líndal fæddist á Holtastöðum í Langadal, Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 21. júní 1912. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 6. september 2003. Á námsárunum í Kaupmannahöfn starfaði Jósafat hjá Centralanstalten for Revision. Eftir heimkomuna 1938 hóf hann störf hjá Shell hf. á Íslandi. Þar starfaði hann sem aðalbókari og skrifstofustjóri til 1967 en var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Kópavogs 1967-1984.
Jósafat var forstöðumaður Sjúkrasamlags Kópavogs um langt skeið; einn af stofnendum Sparisjóðs Kópavogs 1954, löngum stjórnarformaður og sat í stjórn SPK fram á tíunda áratug nýliðinnar aldar. Hann sat í verslunardómi í Kópavogi í mörg ár og hafði umsjón með eftirlaunasjóði Skeljungs í áratugi.
Útför Jósafats fer fram frá Kópavogskirkju í dag 17. sept 2003 og hefst athöfnin klukkan 15.
Jósafat Arngrímsson (1933-2008)
Jósafat Arngrímsson fæddist á Mýrum í Dýrafirði 12. maí, 1933. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu í Dublin á Írlandi sunnudaginn 13. júlí síðastliðinn. Jósafat lauk prófi frá Samvinnuskóla Íslands. Útför Jósafats fer fram frá St. Canices Church í Dublin í dag og hefst athöfnin klukkan 11.
Jórunn Þorsteinsdóttir (1880-1975) Pasadena, Los Angeles, frá Haukagili
Jórunn Þorsteinsdóttir 7.1.1880 - 18.2.1975. Var á Haukagili, Grímstungusókn, Hún. 1880. Var á Álfgeirsvöllum, Reykjasókn, Skag. 1901. Fór til Vesturheims. Saumakona í Pasadena, Los Angeles, California, USA 1930 og 1940.
Jórunn Sigurðardóttir (1951) Reykjavík
Una Jórunn Sigurðardóttir 22.1.1951. Reykjavík. SOS assistent hjúkrunarfræðingur, Kvsk á Blönduósi 1968-1969. Hefur fellt niður Unu nafnið
Jórunn Olson (1869-1933) Pembina ND
Jórunn Sigríður Ólafsdóttir Olson 29. sept. 1868 - 1. sept. 1933. Pembina. Niðursetningur á Langstöðum, Hraungerðissókn, Árn. 1870. Fór frá Langstöðum að Tungu 1871. Fór til Vesturheims 1878 frá Tungu, Þingvallahreppi, Árn. Jarðarför hennar fór fram á Gimli á mánudaginn 3.9.1933. Hún var jarðsungin af séra Guðm. Árnasyni.
Jórunn Magnúsdóttir (1830-1904) Helgavatni
Jórunn Magnúsdóttir 26.2.1830 - 21.5.1904. Var í Reykjavík 1835. Var í Reykjavík 1845. Húsfreyja á Helgavatni.
Jórunn Lindal (1895-1941) Winnipeg Kanada
Jórunn Magnúsdóttir Hinrikson Lindal 9.2.1895 - 1.11.1941, fædd í Saskatchewan og dáin í Winnipeg
Jórunn Jórmundsdóttir (1950) Grindavík
Jórunn Jórmundsdóttir 26.11.1950 Grindavík. Kvsk á Blönduósi 1969-1970.
Jórunn Jónsdóttir (1920-2006) matráðskona Reykjavík
Jórunn Jónsdóttir fæddist í Bygggarði á Seltjarnarnesi 2. mars 1920. Hún lést í Víðinesi 12. maí síðastliðinn. Jórunn fór ung að vinna fyrir sér við ýmis störf. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi 1941-1942. Hún var lengi matráðskona á Gamla-Garði, mötuneyti Háskólans og mötuneyti véladeildar Sambandsins. Hún starfaði með Kvenfélagi Hringsins í mörg ár.
Útför Jórunnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Jórunn Guðmundsdóttir (1856-1916) saumakona Þingholtsstræti 13 Rvk 1901
Jórunn Ragnheiður Guðmundsdóttir 29.2.1856 - 29.2.1916. Ógift saumakona Þingholtsstræti 13 Rvík 1901. Arnarholti Rvk 1860.
Jórunn Anna Sigurvaldadóttir (1920-2009) frá Gafli í Svínadal
Jórunn A. Sigurvaldadóttir fæddist í Gafli í Svínadal 16. desember 1920. Hún lést á Landakoti 9. febrúar síðastliðinn. Útför Jórunnar fer fram frá Kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Jórunn Anna Jósefsdóttir (1869-1927) Hjallalandi Vatnsdal
Jórunn Anna Jósefsdóttir 15.4.1869 - 19.5.1927. Bóndi á Hjallalandi í Vatnsdal. Dó ógift og barnlaus. Einkabarn.
Jörundur Brynjólfsson (1884-1979)
Fósturbarn á Geithellnum, Hofssókn, S-Múl. 1890. Vinnumaður í Krossbæjargerði, Bjarnanessókn, A-Skaft. 1901. Var í Reykjavík 1910. Bóndi og alþingismaður í Skálholti, Skálholtssókn, Árn. 1930. Bóndi og alþingismaður í Múla í Biskupstungum, í Skálholti og Kaldaðarnesi í Flóa. Skírður Jörgen.
Á æskuárum naut hann eigi skólakennslu, heldur heimilisfræðslu að hætti þeirra tíma. Fram til tvítugs dvaldist hann eystra og stundaði almenn sveitastörf og róðra.
Á því tímabili, sem Jörundur Brynjólfsson var kennari í Reykjavík, voru umbrot í þjóðmálabaráttu Íslendinga. Í frelsismálum þjóðarinnar fylgdi hann Sjálfstfl., sem þá var. En nýir straumar komu til. Árið 1916 ákváðu samtök verkamanna í Reykjavík framboð við bæjarstjórnarkosningar. Jörundur Brynjólfsson fylgdi þeim samtökum að málum, var í kjöri af þeirra hálfu og hlaut sæti í bæjarstjórn. Sama haust var kosið til Alþingis.
Jörundarfell í Vatnsdalsfjalli (1038 mys)
Jörundarfell er hæsti toppur Vatnsdalsfjalls í Austur-Húnavatnssýslu og er 1038 m hátt. Vatnsdals-fjall er nær 30 km langur fjallgarður sem liggur frá norðri til suðurs og er líklega þekktast fyrir að úr því mun hafa fallið skriðan sem myndaði Vatnsdalshólana sem eru eitt af þremur náttúrufyrirbærum á Íslandi sem sögð eru óteljandi. Af Jörundarfellinu er gríðarlega gott útsýni í allar áttir í góðu skyggni; í suðri sést inn á jökla og í Kerlingarfjöll, í vestri Strandafjöllin, í norður Skagi og Húnaflói og í austurátt blasa við fjöll Skagafjarðar og jafnvel Kerling í Eyjafirði. Gengin verður hringleið á fjallið, lagt upp frá eyðibýlinu Másstöðum og haldið beint á brattann. Þegar upp á fjallið kemur er haldið til suðurs upp á Jörundarfellið sjálft. Niður verður farið venjulega leið úr Mosaskarði og komið niður hjá Hjallalandi.