Víðidalstunga í Víðidal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Víðidalstunga í Víðidal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1300)

Saga

Land jarðarinnar liggur í Tungunni sem myndast á milli Víðidalsár og Fitjár að vestan. Einnig fylgir jörðinni allmikið engjaland austan Víðidalsár. Víðidalstunga er kirkjustaður sveitarinnar og höfuðból fyrr og síðar. Jörðin var í eigu sömu ættar frá því í byrjun 15. aldar og þar til um aldamótin 1900 eða um 5 aldir. Sátu þar ýmsir af mestu valdamönnum þjóðarinnar. Á 14. öld bjuggu þar stórmenni, Gissur galli og hans afkomendur. Fráþeim tíma mun sögu Víðidalstungu ávallt bera hátt en undir lok þeirrar aldar lét Jón Hákonarson rita þar Flateyjarbók og Vatnshyrnu, sem sýðar glataðist. Víðidalsá og Fitjá. byggt 1946, 390 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 410 fjár. Hlöður 1430 m3. Votheysgryfja 108 m3. Haughús 72 m3. Verkfærageymsla 244 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Fitjá.
Víðidalstunga II var skipt úr jörðinni 1946, henni fylgir vesturhluti jarðarinnar, áður fyrr fylgdu jörðinni 9 jarðir í Þorkelshólshreppi, auk þess Víðidalstunguheiði. Stóð svo fram um aldamótin 1900. Auk þess að hafa leigutekjur af jarðeignum fékk heimajörðin lambtoll fyrir upprekstur á heiðina.

Staðir

Víðidalur; Þorkelshólshreppur; Víðidalsá; Fitjá; Bakkakot; Litlahlíð; Stórahlíð; Víðidalstunguheiði; Kjálkamelur [áður nefndur Ásgeirsármelur]; Ker; Hestur; Brunnármót; Steinaborg; Tunguás; Valdarás; Sauðholt; Bugar; Tjarnhólakvíslarbotn; Geiraldsgnýpa; Réttarvatnstanga; Bláfell; Hraungarðar; Bergárvatn; Yxnártjörn; Yxná; Dælisleynifitjar; Steinker; Miðker; Básar; forni farvegur Víðidalsár; Ásgeirsármót; Strengfoss; Geitafell; Syðristapar; Ytristapar; Hálsahreppur; Reykholtsdalshreppur; Bolagróf; Valagil; Presthóll; Langhóll; Bælishólar; Stekkjareyri; Litla-Ásgeirsármóar;

Réttindi

Kirkjustaður.

Víðidalstunga II
Íbúðarhús byggt 1956, 223 m³. Fjárhús yfir 450 fjár. Hlöður 1180 m³. Votheysgryfja 60 m³. Verkfærageymsla 244 m². Tún 31 ha.
Veiðiréttur í Víðidalsá og Fitjá fyrir bæði býlin

Starfssvið

Kirkjustaður og annexía til Breiðabólstaðar Jarðardýrleiki lx € , og þar að auk hjáleigur þær, sem teljast fyrir heimalönd og kirkjueign, reiknaðar til samans fyrir xxx € , so að þeim meðtöldum er dýrleikinn allur níutíu hundruð. Eigandinn er hr, lögmaðurinn Páll Jónsson Wídalín hjer heima, Ábúandinn áðurnefndur eigandi.

Landskuld engin og hefur engin verið í næstu 66 ár, sem eigendur hafa jafnan ábúið; áður var hún ýmist hærri eður lægri eftir því, sem landsdrotnar komu kaupi sínu, aldrei lægri en ii € og ©i hærri en iiii €. Leigukúgildi meðan leiguliðar hjeldu ekki færri en viii og aldrei fleiri en xii. Kvaðir voru öngvar.

Kvikfjenaður x kýr, níutíu og þrjár ær, geldir sauðir tvævetrir og eldri xi, veturgamlir viii, xv lömb, xxviii hestar, iii hross, iii únghryssur. Fóðrast kann xv kýr, lx lömb, i € ásauðar, xxx hestar, og á af þessu að telja það, sem sett er á fóður í Öxnatúngu og Dæli, heimalöndum þessarar jarðar. Afrjett á jörðin í sínu eigin landi, þann er sveitin brúkar öll, og geldur toll af til landsdrottins, eitt lamb af rekstri.

Annan afrjett á jörðin á sunnanverðu Víðidalsfjalli, milium Róðuskarðsár að austan og norðan en Kaldalækjar ysta að vestan og norðan. Hún hefur að fornu brúkast fyrir hross og geldnaut, en síðan penínga þurðaði brúkast lítt eður ekki. Torfrista og stúnga er hjálpleg. Móskurður til eldiviðar nægur. Rifhrís er mjög að þrotum komið so kolgjörð þarf til að fá.
Lax og silúngsveiðivon góð bæði í Víðidalsá og Fitjá; iðkast nú lítt og mörg ár því að litlu gagni. Silúngsveiðivon í fjallavötnum góð, brúkast í margt ár ekki. Eggversvon af álft á fjalli lítil, hefur í margt umliðið harðindaár að öngvu gagni verið. Fuglveiðivon í sama máta. Grasatekja, sem áður hefur næg verið, fer mjög til þurðar, því hana brúka margir í orðlofslausri ofdirfð. Hvannatekja og róta næg en brúkast ekki. Berjalestur er þrotinn. Reka á jörðin allan fyrir Geitafelli á Vatnsnesi, hálfan viðarreka fyrir Syðri Stöpum, fjórðúng viðarreka fyrir Ytri
Stöpum, hvalreka fyrir hverutveggjum. Aðra þá reka, sem máldagarnir eigna kirkjunni, fyrir Illugastöðum, Sauðadalsá og þremi á Vatnsnesi, sem eru þíngeyraklausturs jarðir, hafa
landsdrotnar ekki náð að halda yfír 100 ár fyrir stórmensku þeirra, er þíngeyraklaustur haldið hafa, Túninu spillir mýri.

Enginu spillir Víðidalsá. Hætt er húsum og heyjum fyrir stórviðrum, og hafa því hverutveggjum grandað. Rekhætt er kvikfje fyrir stórviðrum, og hefur mjög oft að meini orðið.
Hætt er hestum fyrir foröðum, ef þeir á fjalli gánga. Vatnsból fyrir kvikfje er ilt og þrýtur oft um vetur til stórmeina.

Lagaheimild

Víðidalstunga er bær og kirkjustaður í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, fornt höfuðból þar sem margir höfðingjar hafa búið. Jörðin dregur nafn af tungunni milli Víðidalsár og Fitjár og stendur bærinn norðarlega í tungunni.

Víðidalstunga var landmikil hlunnindajörð og tilheyrði allur framanverður Víðidalur jörðinni ásamt afrétti inn undir Langjökul. Jörðin átti líka slægjur utar í dalnum, reka á Vatnsnesi og lax- og silungsveiði í Víðidalsá.

Víðidalstunga var í eigu sömu ættar í margar aldir. Gissur galli Björnsson bjó í Víðdalstungu á fyrri hluta 14. aldar. Hann var sonur Ingibjargar Gunnarsdóttur, sem var fylgikona Gissurar jarls eftir Flugumýrarbrennu, og Bjarnar, sonar Svarthöfða Dufgussonar, og var hann fæddur 1269, ári eftir lát Gissurar jarls. Sonarsonur hans, Jón Hákonarson (f. 1350), bjó í Víðidalstungu og á Grund í Eyjafirði. Hann var mikill bókamaður og lét rita Flateyjarbók, sem er skrifuð í Víðidalstungu skömmu fyrir 1400, einnig Vatnshyrnu. Þess hefur verið getið til að Þorleifur Árnason sýslumaður í Auðbrekku, sem átti Víðidalstungu skömmu síðar, hafi verið systursonur Jóns en það er óvíst. Afkomendur Þorleifs áttu hins vegar jörðina í hátt í 500 ár.

Solveig Þorleifsdóttir eignaðist jörðina eftir Þorleif og bjó þar með manni sínum, Ormi Loftssyni hirðstjóra, en þau slitu samvistir. Seinna bjó þar Jón Sigmundsson lögmaður, sonur Solveigar, og hélt hann jörðinni þótt hann missti ýmsar aðrar eigur sínar í hendur kirkjunni. Bróðir Jóns, Ásgrímur, lét lífið í bardaga í kirkjugarðinum í Víðidalstungu 1483 og snerist Morðbréfamálið að hluta um lát hans. Dóttursonur Jóns, Þorlákur Hallgrímsson, faðir Guðbrandar biskups, var prestur í Víðidalstungu um 1571 og síðar bjuggu afkomendur Guðbrandar þar.

Þekktastur Víðidalstungubænda er án efa Páll Vídalín lögmaður, sem fæddist þar 1667 og bjó þar til dauðadags 1727. Hann var einn helsti valdsmaður landsins á sinni tíð og samdi með Árna Magnússyni Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Afkomendur hans nefnast Vídalínsætt. Hélst jörðin í eigu ættarinnar þar til skömmu fyrir aldamótin 1900.

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;
<1890 og 1901> Kristján Jónsson 23. feb. 1848 - 18. jan. 1932. Sonur prestsins, bóndi á Breiðabólstað, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Bóndi í Víðidalstungu í Þorkelshólshr., V-Hún. Var á Breiðabólstað, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Kona hans; Gróa Ólafsdóttir 6. jan. 1839 - 15. maí 1907. Var á Sveinsstöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Víðidalstungu. Húsfreyja í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1901.
<1910 og 1920- Teitur Teitsson 19. júlí 1855 - 18. júlí 1923. Bóndi í Víðidalstungu í Þorkelshólshr., V-Hún. Bóndi á Ægissíðu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Kona hans; Jóhanna Hólmfríður Björnsdóttir 9. des. 1868 - 27. apríl 1966. Var í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Var á Marðarnúpi, Undirfellssókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Víðidalstungu. Var í Víðidalstungu, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.
1942-1971- Óskar Bergmann Teitsson 28. okt. 1900 - 8. feb. 1989. Ráðsmaður í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Víðidalstungu, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi. Kona hans; Hallfríður Ingveldur Björnsdóttir 11. apríl 1899 - 29. júní 1974. Var á Bessastöðum, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1901. Húsfreyja í Litladal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Var í Víðidalstungu, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.

Víðidalstunga II
1946- Teitur Eggertsson 20. júlí 1923 - 28. feb. 1996. Var á Stórhóli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Bóndi í Víðidalstungu II í Þorkelshólshr., V-Hún. Kona hans; María Pétursdóttir

  1. mars 1932. Var í Víðidalstungu II, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Kjörbarn: Eggert Þórarinn Teitsson, f. 19.4.1970.

Almennt samhengi

Landamerki fyrir Víðidalstungu í Þorkelshólshreppi í Húnavatnssýslu ásamt hjáleigunum Bakkakoti, Litluhlíð og Stóruhlíð, og Víðidalstunguheiði.

Að norðan og vestan ræður norðasti farvegur Fitjár, neðan frá ármótum, gengt Kjálkamel upp til Kera, svo ræður Fitjá fram að Hesti, er stendur að vestan verðu við Fitjá, gengt Brunnármótum, úr honum beint í Steinaborg, þaðan upp í Tunguás, þar til sjer heim að Valdarási, og svo suður eptir Tunguás, sem sjer heimanað frá Valdarási, og þaðan rjettsýni í vestanvert Sauðholt, og þaðan í Tjarnhólakvíslarbotn, þá ræður hún ofan í Fitjá, þaðan Fitjá fram í Buga, fyrir norðan Geiraldsgnýpu, þá þaðan bein sjónhending suður í Geiraldsgnýpu, og þaðan í Rjettarvatnstanga, úr honum ræður bein sjónhending austur undir Bláfell, svo norður heiðina, eins og vötnum hallar til vesturs norður á Hraungarða, svo ráða þeir meðan endast og úr norðurenda þeirra bein leið í Bergárvatn, úr Bergárvatni í Yxnártjörn, svo ræður Yxná ofan úr Víðidalsá, þá ræður hún út í árkrókinn fyrir utan enda Dælisleynifitjar, þá ræður austasti forni farvegur Víðidalsár út með Ásgeirsármótum út til Kjálkamels, (áður nefndur Ásgeirsármelur.)
Samkvæmt máldögum Pjeturs biskups frá 1304 og Ólafs biskups Rögnvaldssonar frá 1461 á Víðidalstunga ¾ úr veiði í Steinkerum, alla veiði í Miðkerum, Básum, Strengfossi og Kerafljóti, ½ veiði í Fitjá ofan frá Kerafljóti til Kjálkalands. Ennfremur á hún reka fyrir eptir skrifuðum jörðum á Vatnsnesi: Allan viðreka fyrir Þremi, Sauðdalsá, Illugastöðum og Geitafelli, ½ viðreka fyrir Syðristöpum en 1/4 fyrir Ytristöpum, hvalreka fyrir öllum þessum jörðum, eptir því sem jörðunum hefur til borið. Á Víðidalstunguheiði epur í Víðidalstungujörð er fjárupprekstur um allan hreppinn (Þorkelshólshrepp) og ljúka lamb af rekstri til þess eru sex tigir og með sama upp þaðan.

Auðólfsstöðum og Dæli, 23. marz 1890.
Fyrir hönd eigendanna: Þórður Jónsson, Páll Pálsson.
Jón Magnússon, oddviti í Hálsahrepp.
Einar Magnússon, oddviti í Reykholtsdalshrepp.
Guðmundur Guðmundsson, fyrir hönd eiganda Aðalbóls.
Björn Sölfason eigandi Valdaráss.

Lesið upp á manntalsþingi að Þorkelshóli, hinn 31. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 182, fol. 95


Við undirritaðir eigendur Víðidalstungu í Þorkelshólshreppi, gjörum svofelldan samning um skipti á landi jarðarinnar:

Túnið skiptist um skurð, er sker það frá norðri til suðurs. Frá túngirðingunni að sunnan ræður símalína að Valdarási fram á Presthól, og þaðan beina sjónhending í Langhól fram að merkjum milli Valdaráss og Víðidalstungu. Það í austur um Bolagróf í Valagil. Þar fyrir framan er óskipt land. Frá túngirðingunni að norðan ræður vegurinn í horn á melunum norðan undan Bælishólum. Þaðan til norðurs um flóðgarð í flóanum í mórauðan síkispoll syðst á Stekkjareyri, og þaðan um síki norður á eyrinni í Víðidalsá. Þá ræður áin norður að dragi, sem sker móana vestan við austurengjar. Þá ræður dragið og úr því beina sjónhending í vestasta hornið á Litla-Ásgeirsármóum. Það skal tekið fram að eigandi austari partsins hefur rétt til án endurgjalds, að nota lind þá, er vatnsleiðslan er tekin úr nú í hús og bæ áfram, einnig til jarðrasks, ef lagfæra þarf vatnsleiðsluna. Veiðiréttindi skiptast til helminga.
Til staðfestu eiginhandarnöfn aðila, rituð í viðurvist tveggja votta.
Víðidalstungu 8. apríl 1930.
Óskar B. Teitsson. Þorvaldur Teitsson.
Móttekið þ. 25/10 1935, til þinglesturs á næsta manntalsþingi. Vottar: Þ.J.

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigurbjörn Sveinsson (1878-1950) kennari og rithöfundur Vestmannaeyjum, frá Kóngsgarði (19.10.1878 - 2.2.1950)

Identifier of related entity

HAH06617

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1890

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Vídalín Pálsson (1857-1907) frá Víðidalstungu (6.9.1857 - 20.8.1907)

Identifier of related entity

HAH05543

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1857

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fitjárdrög ((1950))

Identifier of related entity

HAH00329

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorbjörg Sigurðardóttir (1859-1937) Syðri-Þverá (17.7.1859 - 7.4.1937)

Identifier of related entity

HAH09494

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorbjörn Leví Teitsson (1893-1975) Sporði (20.10.1893 - 30.4.1975)

Identifier of related entity

HAH09366

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Þorvarðardóttir (1857-1949) Bakka í Vatnsdal (5.12.1857 - 24.7.1949)

Identifier of related entity

HAH09251

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Þórðardóttir (1838-1921) Rugludal (7.12.1838 - 3.11.1921)

Identifier of related entity

HAH09232

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorsteinn Hjálmarsson (1840-1921) trésm Víðidalstungu (18.9.1840 - 29.9.1921)

Identifier of related entity

HAH07110

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Víðidalur V-Hvs (874 -)

Identifier of related entity

HAH00793

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhann Teitsson (1904-1996) Víðidalstungu (13.5.1904 - 10.12.1996)

Identifier of related entity

HAH01555

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hallfríður Björnsdóttir (1899-1974) Litladal (11.4.1899 - 29.6.1974)

Identifier of related entity

HAH04736

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Víðidalstungukirkja (1889 -)

Identifier of related entity

HAH00586

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stórisandur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00262

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórsá á Vatnsnesi ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00639

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stapar á Vatnsnesi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00474

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Pálsson (1864-1931) prestur Höskuldsstöðum (28.4.1864 - 18.9.1931)

Identifier of related entity

HAH06561

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Jón Pálsson (1864-1931) prestur Höskuldsstöðum

is the associate of

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

1864

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bakki í Víðidal (1385 -)

Identifier of related entity

HAH00863

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Bakki í Víðidal

is the associate of

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Víðidalsá í Víðidal (874-)

Identifier of related entity

HAH00794

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Víðidalsá í Víðidal

is the associate of

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fitjá í V-Hvs (874 -)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Fitjá í V-Hvs

is the associate of

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Kristjánsson (1881-1937) Læknir á Breiðabólstað á Skildinganesi (14.6.1881 - 17.4.1937)

Identifier of related entity

HAH05641

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Jón Kristjánsson (1881-1937) Læknir á Breiðabólstað á Skildinganesi

is the associate of

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Páll Vídalín (1827-1873) alþm Víðidalstungu (3.3..1827 - 20.10.1873)

Identifier of related entity

HAH07100

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Páll Vídalín (1827-1873) alþm Víðidalstungu

controls

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

1827 - 1873

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristján Jónsson (1848-1932) Víðidalsstungu (23.2.1848 - 18.1.1932)

Identifier of related entity

HAH06577

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Kristján Jónsson (1848-1932) Víðidalsstungu

controls

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Teitur Teitsson (1855-1923) Víðidalstungu (19.7.1855 - 18.7.1923)

Identifier of related entity

HAH07440

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Teitur Teitsson (1855-1923) Víðidalstungu

controls

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldór Þorláksson (1852-1888) Hofi Vatnsdal (4.12.1852 - 23.2.1888)

Identifier of related entity

HAH04638

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Halldór Þorláksson (1852-1888) Hofi Vatnsdal

controls

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhanna Björnsdóttir (1868-1966) Víðidalstungu (9.12.1868 - 27.4.1966)

Identifier of related entity

HAH05372

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Jóhanna Björnsdóttir (1868-1966) Víðidalstungu

controls

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elínborg Friðriksdóttir Vídalín (1833-1918) Víðidalstungu (9.8.1833 - 28.11.1918)

Identifier of related entity

HAH03216

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Jónasdóttir (1845-1901) Hofi (5.4.1845 - 18.6.1901)

Identifier of related entity

HAH04715

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Halldóra Jónasdóttir (1845-1901) Hofi

controls

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bakkakot í Víðidal ((1600))

Identifier of related entity

HAH00864

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Bakkakot í Víðidal

er í eigu

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Óskar Bergmann Teitsson (1900-1989) Víðidalstungu (28.10.1900 - 8.2.1989)

Identifier of related entity

HAH01814

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Óskar Bergmann Teitsson (1900-1989) Víðidalstungu

controls

Víðidalstunga í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00625

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

17.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul https://is.wikipedia.org/wiki/V%C3%AD%C3%B0idalstunga
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 182, fol. 95
Móttekið þ. 25/10 1935, til þinglesturs á næsta manntalsþingi. Vottar: Þ.J.
Húnaþing II bls 381 og 382
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar. Bls 229
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir