Eyvindarstaðaheiði

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Eyvindarstaðaheiði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Í frumriti er til bréf gert "í Blöndudal 3. apríl 1380 (Islandske originaldiplomer. nr. 57). Þar stendur m.a. (stafsetning samræmd): "Gaf fyrrnefndur Bessi Þórði syni sínum heiman jörð á Eyvindarstöðum fyrir níu tigi hundraða með þeim jarðarspott er fylgt hafði áður Bollastöðum, og öllum skógi í Blöndugili með ummerkjum, er Brekkur heita fyrir ofan Þvergeil, og afrétt er heita Guðlaugstungur, og önnur afrétt í milli Kvísla. Eyvindarstaðir eru geysilega hátt metnir, en ekki er annað sjáanlegt en sama gildi um eign á jörðinni og afréttunum.

Eyvindarstaðaheiði er heiðaflæmi og afréttarland sem liggur á milli Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu og Vestari-Jökulsár í Skagafjarðarsýslu og nær frá Hofsjökli niður að heimalöndum jarða í Skagafirði og Húnavatnssýslu.
Eyvindarstaðaheiði er austust heiðanna sem ná yfir hásléttuna norður af Langjökli og Kili og liggur Auðkúluheiði vestan hennar en austan hennar er Hofsafrétt. Heiðin tilheyrði jörðinni Eyvindarstöðum í Blöndudal og dregur nafn af henni. Hún er sameiginlegt upprekstrarland þeirra sveita í Húnavatnssýslu og Skagafirði sem að henni liggja.
Landslag á heiðinni vestanverðri er mótað af jöklum og víða hulið þykkum jökulruðningi og setlögum. Þar er heiðin flatlend og sléttlend og víða ágætlega gróin. Þar er hún víðast í 400-500 metra hæð yfir sjávarmáli. Vesturhluti heiðarinnar liggur norður með Blöndudal og Svartárdal í Húnavatnssýslu og endar í hálsinum sem skilur dalina að. Austurhluti heiðarinnar er hálendur að mestu, grýttur og gróðurlítill, en inn í hann skerast nokkrir dalir.
Allmargar ár og lækir renna um heiðina. Austast er Vestari-Jökulsá, sem kemur upp í nokkrum kvíslum við Hofsjökul og rennur í djúpu gili um Goðdaladal niður í Vesturdal. Svartá í Skagafirði kemur upp í Svartárpollum og rennur niður í botn Svartárdals. Svartá í Húnavatnssýslu kemur upp í svonefndum Bugum og heitir ýmsum nöfnum framan af en eftir að hún kemur niður í Svartárdal kallast hún Svartá. Hún fellur í Blöndu þar sem Svartárdalur og Blöndudalur mætast. Á vesturmörkum heiðarinnar er Blanda. Hún kemur upp í mörgum kvíslum og einnig falla í hana margar þverár, svo sem Strangakvísl, Haugakvísl og Galtará.
Hluti Eyvindarstaðaheiðar og Auðkúluheiðar fór undir Blöndulón sumarið 1991. Lónið er 57 ferkílómetrar að stærð og er yfirborð þess í 500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Um Eyvindarstaðaheiði lágu löngum fjölfarnar leiðir úr Skagafirði, Svartárdal og Blöndudal, bæði suður Kjalveg og vestur Stórasand.

Frá Goðdalafjalli í Skagafirði að Ingólfsskála norðan Hofsjökuls.
Byrjum á þjóðvegi 752 í 220 metra hæð fyrir norðan Goðdalakistu hjá eyðibýlinu Hálsakoti. Förum jeppaslóð upp Goðdalafjall í 560 metra hæð og suður eftir fjallinu endilöngu. Förum austan Leirtjarnar og vestan við Melrakkadal og Hofsdal. Slóðin liggur um einn kílómetra vestan við fjallaskálann Hraunlæk norðan við Þröngagil. Áfram förum við beint suður heiðina, austan við Fremri-Hraunkúlu að fjallaskálanum Skiptabakka við Vestari-Jökulsá. Síðan förum við suður á bóginn, alltaf nokkru vestan við Jökulsá unz við komum á leið vestan úr Skiptamel. Hún er nokkru norðan við hinn gamla Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls. Við beygjum þvert til austurs og förum slóðina að fjallaskálanum Ingólfsskála, sem er í 830 metra hæð á Eyfirðingavegi.

Staðir

Rugludalur; Blanda; syðra Rolluhvammsgreni; Rugludalsbunga; syðri Austurdalur; Hanzkafell; Hlóðarsteinn; Fossadalsbrún; Hólmarmýrarvatn; Aðalsmannsvatnalækjarós; Svartá; Hofsjökull; Kjölur; Auðkúluheiði; Hofsafrétt; Blöndudalur; Svartárdal; Skagafjörður; Vestari-Jökulsá; Goðdaladalur; Svartárdalur; Blöndudalur; Blöndulón; Ingólfsskála; Goðdalakista; Hálsakoti; Goðdalafjall; Leirtjörn; Melrakkadalur; Hofsdal; Hraunlækur; Þröngagil; Fremri-Hraunkúla; Skiptabakki; Skiptamelur; Eyfirðingavegur;

Réttindi

Skálar:
Hraunlækur: N65 11.573 W19 02.973.
Skiptabakki: N65 07.914 W19 04.335.
Ingólfsskáli: N65 00.452 W18 53.820.

Starfssvið

Landamerkjabrjef fyrir Eyvindarstaðaheiði, sem liggur undir Eyvindastaði.

Að norðanverðu milli Rugludals og Eyvindarstaðaheiðar eru merki við Blöndu frá syðra Rolluhvammsgreni, þaðan beint austur, sunnanvert við Rugludalsbungu í svokallaðan syðri Austurdal, þaðan rjettsýni austur í Hanzkafell, þar sem það er hæst, þaðan í Hlóðarstein, þann er stendur á Fossadalsbrún að vestan, þaðan beina stefnu í Hólmarmýrarvatn, þaðan í austur beina stefnu í Aðalsmannsvatnalækjarós, ræður svo lækurinn til Svartár, ræður svo áin fram í Svörtutjörn, þaðan beina stefnu í suðaustur upp að Hofsjökli, ræður svo jökullinn alla leið til Blöndu upptaka, en Blanda ræður að sunnan og vestan merkjum gagnvart fyrstskrifuðu syðra Rolluhvammsgreni.

Eyvindarstöðum, 28. sept. 1886.

Gísli Ólafsson (eigandi að ½ Eyvindarstaðaheiði)
Jóhann P. Pjetursson (eigandi ½ heiðinni og Eyvindarstöðum)

Vegna Reynistaðaklaustursjarðarinnar Rugludals er jeg landamerkjaskrá þessari að öllu samþykkur. Ási, 15. apríl 1887. Ólafur Sigurðsson umboðsmaður Reynist.kl.
Vegna Bergsstaðakirkjujarðar Fossa. Bergstöðum 18. apríl 1889 Björn Jónsson Bjarni Ólafsson, eigandi að Stafni.

Lesið upp á manntalsþingi að Bólstaðarhlíð, hinn 20.maí 1889, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 81, fol. 42b.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Grettistak vestan undir Suðurmanna Sandfelli ((1900))

Identifier of related entity

HAH00275

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hóll í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00166

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stafn í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00172

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stafnsrétt í Svartárdal (1813)

Identifier of related entity

HAH00173

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Steiná í Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00174

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fossar í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00161

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Austurhlíð -Eyvindarstaðagerði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00151

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stafnsvötn á Hofsafrétti ((1950))

Identifier of related entity

HAH00461

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Blanda ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00073

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Rugludalur [Ugludalur] í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00910

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Rugludalur [Ugludalur] í Blöndudal

is the associate of

Eyvindarstaðaheiði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Selland [Seljabrekkur] í Blöndudal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00911

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Selland [Seljabrekkur] í Blöndudal

is the associate of

Eyvindarstaðaheiði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00170

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi

is the associate of

Eyvindarstaðaheiði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Móberg í Langadal ([1000])

Identifier of related entity

HAH00215

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Móberg í Langadal

is the associate of

Eyvindarstaðaheiði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eyvindarstaðir í Blöndudal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00078

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Eyvindarstaðir í Blöndudal

er stjórnað af

Eyvindarstaðaheiði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00018

Kennimark stofnunar

IS HAH-óby

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 18.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Manntalsþing að Bólstaðarhlíð, hinn 20.maí 1889, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 81, fol. 42b. https://is.wikipedia.org/wiki/Eyvindarstaðaheiði
Jónas Kristjánsson. http://www.jonas.is/eyvindarstadaheidi/

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir