Sýnir 958 niðurstöður

Nafnspjald
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966)

Ingibjörg Jónsdóttir (1831-1894) Umsvölum

  • HAH06694
  • Einstaklingur
  • 5.1.1831 - 28.12.1894

Var á Orrastöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Umsvölum, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Leysingjastöðum. Húsfreyja í Stóruborg, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Leysingjastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Hæl, Þingeyrasókn, Hún. 1890.

Ósk Guðmundsdóttir (1840-1922) vk Krossanesi

  • HAH07455
  • Einstaklingur
  • 9.9.1840 - 28.2.1922

Ósk Guðmundsdóttir 9.9.1840 - 28.2.1922. Var á Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1845. Vinnukona í Krossanesi. Var á Efri-Mýrum, Engihlíðarhreppi, A-Hún. 1920.

Sigríður Guðmundsdóttir (1870-1963) Bakka Blönduósi 1957

  • HAH07433
  • Einstaklingur
  • 11.10.1870 - 2.10.1963

Lárína Sigríður Guðmundsdóttir 11. október 1870 - 2. október 1963. Sveitarbarn á Þverá, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Vinnukona á Þverá, Spákonufellssókn, Hún. 1890. Var á Bakka, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verkakona og ráðskona Stefáns bróður síns í Brekkubæ Blönduósi 1930.

Jón Ólafsson (1836-1910) Sveinsstöðum

  • HAH05670
  • Einstaklingur
  • 11.7.1836 - 19.5.1910

Jón Ólafsson 11. júlí 1836 - 19. maí 1910. Var á Sveinsstöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Bóndi og hreppstjóri á Sveinsstöðum í Þingi, A-Hún.

Sólveig Fríða Einarsdóttir (1945) Ljósmóðir

  • HAH9446
  • Einstaklingur
  • 21.08.1945

fæddist í Vestmannaeyjum 21. ágúst 1945.
Foreldrar hennar voru Einar Guttormsson yfirlæknir, f. 1901, d. 1985 og k.h. Margrét Kristín Pétursdóttir húsmóðir, f. 1914, d. 2001.
Maki (27. des. 1969, skildu): Viðar flugstjóri, f. 20. júní 1945, Hjálmtýs verkstjóra í Keflavík Jónssonar og Guðlaugar dömuklæðskera Jóhannesdóttur frá Seyðisfirði.
Börn: Örlygur, f. 22. febr. 1970; Guttormur Einar, f. 28. marz 1972; Tryggvi, f. 28. apríl 1977; Ingibjörg Elín, f. 14. marz 1985.
Barnsfaðir: Þorsteinn Eyjólfsson rafvirki, f. 29. des. 1937.
Barn: Birgir Eyjólfur, f. 15. apríl 1966.

Fríða stundaði ensku- og ritaranám í Englandi 1961. Hún lauk ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 26. sept. 1969.
Hún var ljósmóðir í Eyjum í 5 mán. 1971 og í 2 mán. 1980; var ljósmóðir við Fæðingaheimili Reykjavíkur 1973 – 1975, við mæðraskoðun í Kópavogi 1977 – 1979; Landspítalann júní 1981 – 1. maí 1982. Hjúkrunarstörf vann hún á Sólvangi í Hafnarfirði 1970-1971 og St. Jósefs spítala í Hafnarfirði 1977-1979; ljósmóðir á Fæðingaheimili Reykjavíkur til 1981, Landspítalanum 1981-1982, Fæðingaheimili Rvk 1983-1984. Hætti þá störfum vegna slyss. Vann síðan á Landspítalanum sumarið 1987.

Ólöf Jónsdóttir (1832-1903) Auðunnarstöðum Víðidal

  • HAH07466
  • Einstaklingur
  • 8.8.1832 - 8.3.1903

Ólöf Ingibjörg Jónsdóttir 8. ágúst 1832 - 8. mars 1903. Stöpum 1835, Var í Hindisvík, Tjarnarsókn, Hún. 1840 og 1855. Húsfreyja í Jörfa, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Auðunnarstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Bústýra Auðunnarstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Búandi á Bjargi, Staðarbakkasókn, Hún. 1890. og þar 1901.

Logi Einarsson (1917-2000) Hæstaréttarlögmaður

  • HAH09506
  • Einstaklingur
  • 16.10.1917-29.11.2000

Fæddur 1917, skipaður hæstaréttardómari frá 1. ágúst 1964.

Lét af störfum 31. desember 1982. Lést 2000.

Forseti Hæstaréttar 1972 – 1973 og 1982 – 1983.

Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939.

Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1944.

Fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík 1944 – 1951.

Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1951 – 1961.

Yfirsakadómari í Reykjavík 1961 – 1964.

Helstu aukastörf:

Varaformaður Siglingadóms 1961 – 1964.

LOGI Einarsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, lést á heimili sínu í Reykjavík 29. nóvember.

Logi fæddist í Reykjavík 16. október 1917.

Logi lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1936, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939 og cand. juris frá Háskóla Íslands 1944. Hann stundaði framhaldsnám í Svíþjóð 1946-1947, hdl. 1949. Hann var fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík frá 1944 til 1951, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1951 til 1961 og fékkst jafnframt nokkuð við málflutning. Á árunum 1944 til 1964 kenndi hann verslunarrétt við Verslunarskóla Íslands. Árið 1961 var hann skipaður yfirsakadómari í Reykjavík.

Hann var skipaður hæstaréttardómari árið 1964 og gegndi því embætti þar til honum var veitt lausn fyrir aldurs sakir í janúar 1983. Hann gegndi jafnframt starfi vararíkissáttasemjara í vinnudeilum frá 1962 til 1978.

Logi var virkur í skátahreyfingunni á sínum yngri árum auk þess sem hann var mikill sundmaður og synti um árabil með Sundfélaginu Ægi. Hann var í keppnisliði Íslendinga á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936.

Logi lætur eftir sig eiginkonu og þrjár uppkomnar dætur. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Kristín Ásgeirsdóttir Blöndal (1838-1919) Staðarfelli frá Kornsá

  • HAH06554
  • Einstaklingur
  • 26.2.1838 - 11.2.1919

Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir 26.2.1838 - 11.2.1919. Húsfreyja á Staðarfelli á Fellströnd, í Innri-Fagradal í Saurbæjarhr., Dal., á Kornsá í Áshr., A-Hún, síðar í Reykjavík og á Siglufirði. Var í Reykjavík 1845. Húsfreyja í Reykjavík 1910.

Sveinbjörn Ingimundarson (1879-1956) útgerðarmaður Seyðisfirði

  • HAH06588
  • Einstaklingur
  • 26.12.1879 - 4.8.1956

Sveinbjörn Árni Ingimundarson 26. des. 1879 - 4. ágúst 1956. Var á Tungubakka, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Leigjandi í Erlendshúsi, Seyðisfjarðarkaupstaður, N-Múl. 1901. Útgerðarmaður á Seyðisfirði 1930.

Pétur Pétursson (1850-1922) Gunnsteinsstöðum, kaupmaður Blönduósi

  • HAH07087
  • Einstaklingur
  • 31.12.1850 - 26.4.1922

Pétur Pétursson 31.12.1850 - 26.4.1922. Tökubarn Auðkúlu 1855, Grund 1860, Sólheimum 1870. Bóndi á Gunnsteinsstöðum í Langadal 1880 og 1890. Síðar veitingamaður á Sauðárkróki og kaupmaður á Sýslumannshúsi Blönduósi 1918 - 1922. Blanda verslunarhús. Möllershúsi 1910.

Magnús Pétursson (1881-1959) læknir á Hólmavík

  • HAH07435
  • Einstaklingur
  • 16.5.1881 - 8.6.1959

Magnús Pétursson f. 16.5.1881 - 8.6.1959. Bæjarlæknir í Hafnarstræti 17, Reykjavík 1930. Héraðslæknir í Strandahéraði og síðar héraðslæknir í Reykjavík. Alþingismaður Strandamanna 1914–1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn langsum, Utanflokkabandalagið, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Kristján Benediktsson (1849-1923) landnámsmaður Point Roberts á Kyrrahafsstönd frá Hrafnabjörgum

  • HAH06582
  • Einstaklingur
  • 27.11.1849 - 26.9.1923

Kristján Benediktsson 23. nóvember 1849 - 26. september 1923 Var í Mosfelli, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Vinnumaður í Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Beinakeldu, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Var á Beinakeldu 1876-83. Bóndi á Rútsstöðum og Hrafnabjörgum. Fór til Vesturheims 1888 frá Hrafnabjörgum, Svínavatnshreppi, Hún. með vesturfararskipinu Laura. Fyrsti íslenski landnámsmaðurinn í Point Roberts um 1891, flutti þangað frá Bellingham. Þar tók hann upp nafnið Benson.

Jón S Pálmason (1886-1976) Þingeyrum

  • HAH05726
  • Einstaklingur
  • 29.7.1886 - 19.11.1976

Fæddur í Felli í Sléttuhlíð Skagafirði. Bóndi á Þingeyrum. Verslunarstjóri á Sauðárkróki um tíma. Bóndi á Þingeyrum í Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Var á Þingeyrum í Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.

Þórður Narfason (1822-1900) Efri-Torfustöðum V-Hvs

  • HAH07451
  • Einstaklingur
  • 1822 - 1.6.1900

Þórður Narfason 1822 - 1.6.1900. Var í Knerri, Knarrarsókn, Snæf. 1845. Húsbóndi á Efri-Torfustöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1860 og 1870. Var á Syðri-Reykjum, Melstaðarsókn, Hún. 1890.

Kristín Jóhannesdóttir (1928-2013) Bræðraborg Blönduósi

  • HAH04684
  • Einstaklingur
  • 10.4.1928 - 3.4.2013

Kristín Ásthildur Jóhannesdóttir kölluð Dídí, fæddist á Gauksstöðum í Garði 10. apríl 1928. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 3. apríl 2013.
Dídí og Pétur byrjuðu búskap sinn á Árbraut 17, (Bræðraborg) Blönduósi og fluttu 1965 í nýbyggt hús sitt að Árbraut 15 og hafa búið þar síðan.
Útför Kristínar Ásthildar, Dídíar, fór fram frá Fossvogskirkju 18. apríl 2013, kl. 15.

Guðmundur Ingi Jónatansson (1950-2015) Sauðárkróki

  • HAH09543
  • Einstaklingur
  • 17. maí 1950 - 4. des. 2015

Guðmundur Ingi Jónatansson fæddist 17. maí 1950 á Sauðárkróki. Hann lést 4. desember 2015. Foreldrar hans voru Jónatan Jónsson og Þorgerður Guðmundsdóttir. Seinni maður Þorgerðar var Björgvin Theodór Jónsson. Bræður Guðmundar Inga eru Helgi, Örn Berg og Jón Geir.

Guðmundur Ingi sleit barnsskónum á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hann flutti með móður sinni, systkinum og fósturföður 11 ára gamall til Skagastrandar, þar sem hann bjó til tvítugs.

Guðmundur giftist þann 17. júní 1972 Guðrúnu Katrínu Konráðsdóttur, dóttur hjónanna Lilju Halldórsdóttur Steinsen og Konráðs Más Eggertssonar sem bjuggu á Haukagili í Vatnsdal. Guðmundur og Guðrún eiga þrjú börn: Evu Björgu, Þorgerði Kristínu og Hannes Inga.

Eva Björg giftist Erni Heiðari Sveinssyni, sem lést árið 2001. Börn þeirra eru tvö; Alexandra og Björgvin Theodór. Sambýlismaður Alexöndru er Aðalsteinn Hugi Gíslason. Sambýliskona Björgvins er Karen Júlía Fossberg.

Sambýlismaður Evu Bjargar er Sigurður Páll Gunnarsson og eiga þau Vigdísi Önnu, Vigni og Hannes Inga.

Þorgerður Kristín er gift Garðari Guðmundssyni og eru börn þeirra þrjú; Salka Björk, Guðmundur Orri og Þuríður Lilja.

Hannes Ingi er giftur Þóru Björk Eiríksdóttir og eiga þau þrjú börn, Önnu Isabellu, Sebastian Víking og Amelíu Arneyju.

Guðmundur útskrifaðist úr MA 1972. Hann lauk kennaraháskólaprófi 1976 og húsasmíðanámi 1977. Guðmundur kenndi á Húnavöllum einn vetur en flutti með fjölskyldu sinni til Dalvíkur árið 1977 þar sem hann starfaði sem kennari við Dalvíkurskóla í átta ár. Árið 1985 stofnaði hann með Sigmari Sævaldssyni prentsmiðjuna Fjölrita, sem seinna varð Víkurprent. Þar starfaði hann til síðasta dags. Árið 2008 tók Guðmundur til við kennslu á ný, nú við Grunnskóla Fjallabyggðar, þar sem hann var smíðakennari þar til í sumar er barátta við krabbamein hófst.

Guðmundur Ingi vann ötult starf í félagsstörfum, var lengst af í Kiwanisklúbbnum á Dalvík og JC hreyfingunni.

Guðmundur Ingi var einn af stofnendum Golfklúbbsins Hamars Dalvík og var þar í stjórn og sjálfboðaliðastörfum.

Guðmundur Ingi tók þátt í Bjarmanum, félagsskap um andleg málefni, og starfaði sem miðill síðustu ár.

Indriði Jónsson (1831-1921) Ytri-Ey

  • HAH06540
  • Einstaklingur
  • 2.8.1931 - 21.4.1921

Var á Núpi, Höskuldsstaðsókn, Hún. 1845. Bóndi í Mánaskál, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Bóndi á Kárastöðum og Ytriey o.v.

Hallgrímur Sigurðsson (1865-1911) Þröm í Langholti

  • HAH04753
  • Einstaklingur
  • 26.10.1865 - 19.12.1911

Hallgrímur Sigurðsson 26.10.1865 - 19.12.1911. Bóndi á Þröm í Langholti, Skag. Varð úti. Niðursetningu Flatartungu 1870. Smali Lóni 1880. Vinnumaður Hofsstaðaseli 1890. Húsmaður Sólheimum 1910.

Guðmundur Björnsson (1902-1989) kennari frá Núpsdalstungu

  • HAH09555
  • Einstaklingur
  • 24. mars 1902 - 17. nóv. 1989

Guðmundur Bjömsson fæddist í Núpsdalstungu í Miðfirði 24. mars 1902. Þar ólst Guðmundur upp við fremur góð efni í fjölmennum systkinahópi og urðu þau öll hið mesta atgervisfólk. Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi þar og kona hans Ásgerður Bjarnadóttir. Ættfeður Guðmundar höfðu um aidir búið í Núpsdalstungu.

Guðmundur stundaði nám í Al þýðuskólanum á Hvammstanga 1918-1919 og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla vorið 1921. Að því loknu hóf hann kennslustörf í sinni heimabyggð og fer þar um sveitir enn orð af frammistöðu þessa glæsilega kennara og félagsmálafrömuðar.
í Kennaraskólann hélt Guðmundur haustið 1933 og lauk þar prófi
árið 1934. Hann hóf kennslu á Akranesi sama ár. Því starfi gegndi hann samfellt um 38 ára skeið. Þar á ofan sinnti hann kennslustörfum við Iðnskóla Akraness í tuttugu ár.

Tónlistarskóli Austur Húnvetninga (1971)

  • HAH10135
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1971

Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu var stofnaður árið 1971 og kennsla hófst um haustið. Kennslustaðir urðu strax þrír, Blönduós, Húnavellir og Skagaströnd.
Í fyrstu var ráðinn einn kennari við skólann og stundarkennari. Nú starfa fimm kennarar í fullu starfi.
Í fyrstu var skólinn rekinn af sveitarfélögunum að 1/3, Tónlistarfélaginu að 1/3 og skólagjöldum að 1/3 en nú er skólinn rekinn af Byggðasamlagi um tónlistarskóla.

Þórunn Ingibjörg Baldvinsdóttir (1879-1911) Jótlandi frá Bollastöðum

  • HAH08094
  • Einstaklingur
  • 28.09. 1879 - 30. 07. 1911

Var á Bollastöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1901.

Þórunn Ingibjörg var fædd á Bollastöðum í Blöndudal, Au.-Húnavatnssýslu, 28. sept. 1879. — Foreldrar hennar voru hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, stjúpdóttir Guðmundar Gíslasonar, bónda á Bollastöðum. — Baldvin var hálfbróðir frú Guðlaugar, fyrri konu síra Hjörleifs Einarssonar á Undirfelli, og voru þau því systkinabörn Einar H. Kvaran, rithöfundur, og Þórunn. — Systur átti Þórunn tvær, og voru þær eldri, þær hjetu María og Guðlaug. — Allar voru þessar stúlkur gáfaðar og glæsilegar. — Baldvin fór til Ameríku, þegar hann skildi við konu sína, og báðar eldri dæturnar með honum. — Ingibjörg varð eftir á Bollastöðum með Þórunni, og þar ólst hún upp.

Um og eftir 1880 gengu harðindi mikil um Norðurland, og var þá erfitt að halda hita á smábörnum, þar sem hvergi var yl að fá nema við hlóðirnar í eldhúsunum. Gripu þá mæðurnar til ýmsra ráða til þess að halda lífinu í börnunum. Sumar ljetu einhverja vinnukonuna liggja í rúminu með börnin, aðrar flúðu í fjósið með þau og það gerði Ingibjörg, móðir Þórunnar, hún fór með hana í fjósið. — Þá var þessi vísa gerð: „Altaf gerast undur stór, alt frýs nema ijósið. Bollastaðabrúður fór barnið með í fjósið."

Snemma bar á óvenjulegum gáfum hjá Þórunni, hún var fluglæs 6 ára gömul og las þá húslestur. — Stuttu eftir að hún var fermd naut hún mikiliar mentunar, eftir því sem þá gerðist um stúlkur, lærði t. d. að spila á orgel um fermingaraldur heima á Bollastöðum hjá Pjetri Pjeturssyni, föðurbróður Pálma Hannessonar rektors, sem þar bjó, og giftur var Sigurbjörgu móðursystur Þórunnar. — Eftir það var hún við nám á Sauðárkróki hjá Herdísi, systur Pjeturs, er síðar giftist síra Hálfdáni Guðjónssyni, vígslubiskup, og svo var hún í Kvennaskólanum á Ytriey og lauk þar prófi með hárri einkunn. — Veturinn 1899- 1900 var Þórunn húskennari hjá Jóhanni Möller, kaupmanni á Blönduósi. — Foreldrar mínir í Mjóadal fengu svo Þórunni fyrri hluta vetrar 1900 í tvo mánuði til að kenna okkur systrunum. — Við vorum þrjár, og þótti hagkvæmara að fá kennara heim á heimilið, en að koma okkur öllum í burtu. — Kennarakaupið var ekki hátt í þá daga. Þórunn tók 2 krónur á viku. — Hún var afburða góður kennari. — Hún hagaði kenslunni til eins og á Ytriey var gert, hafði bóklegu tímana á morgnana, en ljet okkur svo sauma frá kl. 12—4 á daginn. — Meðan við vorum að sauma, kendi hún okkur sönglög. — Við vorum allar sönghneigðar, og höfðum mikinn hug á að læra lög, en ekkert hljóðfæri var til á heimilinu, svo eina leiðin til þess að læra var sú, ef sá sem kunni lagið, vildi leggja það á sig að syngja það þangað til við lærðum það, og þetta gerði Þórunn, hún söng altaf meðan við vorum að sauma, og þegar við vorum búnar að læra lögin, þá söng hún milliröddina, til þess að vita, hve sterkar við vorum í laginu. — Þessa tvo mánuði, sem hún var, lærðum við 50 lög af henni.

Veturinn eftir var svo Þórunn aftur tvo mánuði eftir áramótin, og alt gekk til eins og fyrri veturinn, við lærðum hjá henni hannyrðir, hvítan og mislitan útsaum, eins og þá gerðist, og bókleg fög þau sömu og veturinn áður. — Á þessum tíma lærðum við önnur 50 lög, og svo vel kendi hún okkur öll þessi lög, að það var eins og hún hefði nóturnar fyrir framan sig, enda sá hún þær í sínum hugarheimi, meðan hún var að syngja þau. — Jeg hygg að þetta sje dæmafátt, ef ekki dæmalaust, að kennari leggi svona lagað á sig.

Þórunn fór til Danmerkur vorið 1902, og var ferðinni heitið til þess að fullkomna sig í orgelspili. — Ingibjörg, móðir Þórunnar, skrifaði Guðmundi Hannessyni, sem þá var læknir á Akureyri, og bað hann að skrifa einhverjum í Danmörku, sem hann þekti, og biðja þann hinn sama að leiðbeina Þórunni og aðstoða hana, ef hún þyrfti með — Guðmundur skrifaði Stefáni Stefánssyni, lækni í Aars á Jótlandi, syni Stefáns Daníelssonar í Grundarfirði og konu hans Jakobínu Árnadóttur, sýslumanns Thorsteinssonar. — Stefán læknir bauð Þórunni til sín, þegar hún var í sumarfríi 1903, og hún þáði það góða boð, en það varð til þess að Þórunn trúlofaðist Stefáni og þau giftust 16. júní 1904. — Veturinn áður lærði Þórunn matreiðslu í Odense á Fjóni, og varð mjög fullkomin í því eins og í öllu öðru, sem hún lagði fyrir sig.

Þorbjörg systir mín fór til Danmerkur haustið 1907, til þess að leita sjer lækninga við brjóstveiki, sem hún fjekk upp úr kíghósta, þegar hún var 20 vikna gömul. — Systir mín fór fyrst til læknishjónanna í Aars og var hjá þeim fyrstu tvö árin. — Hjá Þórunni lærði hún matreiðslu og alt sem að húshaldi laut. Fjekk mikla æfingu í þeim störfum og gat tekið að sjer húshald fyrir fjölskyldu í Kaupmannahöfn í tvö ár, og hafði gott af því. Þetta var ágætt fólk, sem hjelt vináttu við systur mína meðan hún lifði. — Þórunn útvegaði systur minni kenslu í vefnaði hjá norskri konu, sem var mjög vel að sjer í þeirri grein. Ennfremur lærði hún að knipla, og gerði mikið að því eftir að hún kom heim, því það var eftirsótt vara og mikið keypt. — Systir mín sagði, að Þórunn hefði borið af öllum konum í Aars, bæði að glæsimensku og gáfum, hún var sjerstaklega vel gefin á öllum sviðum.

Ingibjörg, móðir Þórunnar, fór fljótlega til hennar eftir að hún giftist og dvaldi í Aars til æfiloka. — Á æskuárum Ingibjargar voru lögð fyrir hana spil, og henni var sagt, að hún mundi fara til útlanda. — Sagði þá einhver, sem viðstaddur var, að hún færi líklega til Ameríku. — „Nei, ekki fer hún þangað,“ sagði sá sem spilin lagði, enda kom það á daginn.

Þegar Sigurður bróðir minn var í háskólanum í Höfn, buðu læknishjónin í Aars honum að dvelja hjá sjer um tíma, þegar hann var í sumarfríi. Hann þáði það ágæta boð, og var mjög hrifinn, bæði af gáfum mæðgnanna, glæsimennsku Þórunnar og heimilinu yfir höfuð. — Þórunn var trygg og vinföst, skrifaðist á við vini sína hjer heima meðan hún lifði, og sendi okkur í Mjóadal oft smágjafir. — Hún var mjög hamingjusöm í sínu hjónabandi. — Einu sinni sagði hún í brjefi til móður minnar: „Mjer datt aldrei í hug, að jeg yrði eins hamingjusöm í mínu hjónabandi og jeg er, vegna harðlyndis míns og kaldlyndis." — Jeg held að þarna hafi hún ekki sagt satt um sjálfa sig, eða að hún hafi þá falið þessar lyndiseinkunnir sínar vel, og haft fullkomið vald yfir þeim, og lýsir það best gáfum hennar. — Aldrei urðum við systurnar varar við annað hjá henni en góðvild og mildi, hún var altaf glöð og góð við okkur, og eins var það meðan systir mín var hjá henni í Aars.

Börn læknishjónanna voru 3, sem upp komust: Ingibjörg er læknir, Guðrún skólakennari og Árni læknir. — Fjórða barn þeirra var stúlka, sem fæddist berklaveik, og dó fljótlega eftir að hún sá dagsins ljós. — Þórunn var þá búin að vera berklaveik um lengri tíma, bæði meðan hún gekk með barnið og áður. — Þegar hún sá, að hverju stefndi með heilsu sína, sagði hún: „Verði Guðs vilji, í blíðu og stríðu.“

Hún andaðist 30. júlí 1911. — Börn læknishjónanna voru öll ung, þegar móðir þeirra dó og Ingibjörg amma þeirra háöldruð. Þar var líka Stefán, faðir læknisins, svo það var mikið áfall fyrir fjölskylduna.

Þegar Þórunn var ung, dreymdi móður hennar, að hún sæi hana andaða liggja á líkfjölunum. — Þá hafði hún yfir þessar Ijóðlínur frá eigin brjósti í draumnum: „Nú ertu föl á fjalir kaldar lögð, fjólan mín skæra og heimilisins gleði." Ingibjörg var mjög vel greind kona. — „Ágætisgáfum gædd,“ sagði Sigurður bróðir minn um hana ,eftir að hann var í Aars. „En hefur ekki hugmynd um það sjálf, hve gáfuð hún er. “Stefán læknir skrifaði minningarorð um konu sína á dönsku og sendi Þorbjörgu systur minni þau. — Mjer þótti þau svo falleg, að mig langaði til að koma þeim á prent — ekki síst vegna þess, að nú fækkar þeim óðum, sem muna eftir Þórunni á Bollastöðum, sem var ein af glæsilegustu heimasætum í Húnavatnssýslu á þeim árum. — Jeg bað því frú Huldu Á. Stefánsdóttur að þýða þessar minningar fyrir mig, sem hún góðfúslega gerði, og kann jeg henni hinar bestu þakkir fyrir, og fylgja þær hjer með. Oft hefur mjer dottið í hug Ijóð síra Matthíasar, þegar jeg hugsa um þær minningar, sem jeg á um Þórunni: „Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drotning hefur bónda fæðst.“

Blönduósi 3. febrúar 1959.

Elísabet Guðmundsdóttir frá Mjóadal.

Jón Þórisson (1948-2016) leikmyndateiknari

  • HAH06194
  • Einstaklingur
  • 19. okt. 1948 - 1. jan. 2016

Jón Þórisson fæddist á Siglufirði 19. október 1948. Hann lést á heimili sínu 1. janúar 2016.
Foreldrar Jóns voru hjónin Þórir Kristján Konráðsson bakarameistari, f. 10.7. 1916 á Ísafirði, d. 20.3.1995, og Hrönn Jónsdóttir húsmóðir, f. 4.1. 1918 á Siglufirði, d. 18.5. 2005.
Systkini Jóns eru Fylkir, f. 1941, Helga, f. 1943, Jens, f. 1946, Konráð, f. 1952, d. 2014, Vörður, f. 1958, og Þorbjörg, f. 1959.
Jón kvæntist Ragnheiði Kristínu Steindórsdóttur leikkonu, f. 26.6. 1952, 2014 eftir áratuga sambúð.
Börn Jóns og Ragnheiðar eru Steindór Grétar, f.1.10. 1985, og Margrét Dóróthea, f. 9.5. 1990. Sambýliskona Steindórs er Kristjana Björg Reynisdóttir, f. 1988. Sambýlismaður Margrétar er Jón Geir Jóhannsson, f. 1975.
Jón lauk gagnfræðaprófi á Siglufirði 1965 og starfaði síðan nær óslitið við leikmyndagerð í leikhúsi og fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Hann stundaði nám við MHÍ 1970-1972, nam leikmyndagerð hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hlaut starfsþjálfun hjá Danmarks Radio & TV. Jón starfaði lengst af hjá LR en einnig fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Íslensku óperuna, Íslenska dansflokkinn, Ríkissjónvarpið, Stöð 2, þýsku stöðina NDR, London Weekend, Ísfilm og fjölda áhugamannaleikfélaga. Jón vann með fjölmörgum sjónvarps- og kvikmyndagerðarmönnum, setti upp vörusýningar og hlaut verðlaun fyrir hönnun sýningarbása og umbúða. Hann innréttaði veitingastaði og verslanir og gerði útilistaverk og minnisvarða, t.d. Hvirfil í Sandgerði. Hann átti þátt í hönnun og leikhústæknilegri útfærslu á Borgarleikhúsinu og gerði hátt í 40 leikmyndir fyrir LR í Iðnó, Austurbæjarbíói og Borgarleikhúsinu. Hann vann mikið við kvikmyndir og sjónvarp, þ.á m. eru Land og synir, Útlaginn, Vér morðingjar, Steinbarn, Hælið, Dómsdagur og Brekkukotsannáll (í samstarfi við Björn Björnsson). Jón kom að undirbúningi og hafði umsjón með nokkrum erlendum gestasýningum á Listahátíð, m.a. fyrir San Franciscoballettinn. Hann átti sæti í stjórn LR af og til á árunum 1982 til 2000. Einnig var hann um langt skeið í inntökunefnd Félags íslenskra leikara og var einn af stofnendum Samtaka um leikminjasafn og sat þar í stjórn. Á seinni árum starfaði Jón einkum við söfn og sögusýningar og gerði m.a. Þórbergssetur á Hala í Suðursveit og Kjarvalsstofu á Borgarfirði eystra.

Guðmundur Ólafsson kennari (1885-1958)

  • HAH006248
  • Einstaklingur
  • 11. feb. 1885 - 16. maí 1958

Guðmundur Ólafsson kennari var jarðsunginn í gær, en hann var landskunnur maður vegna kennslustarfa á Laugarvatni og víðar. Guðmundur fæddist 11. febrúar 1885 að Fjósatungu í Fnjóskadal, en andaðist hinn 16. þ.m. Guðmundur var sonur Ólafs Guðmundssonar, sem lengst var bóndi á Sörlastöðum í Fnjóskadal og konu hans Guðnýjár Jónsdóttur. Stóðu að Guðmundi traustar ættir norðanlands. Guðmundur sótti Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk þar prófi 1904 með ágætiseinkunn. Var hann hinn bezti námsmaður í skóla og fékk brátt mjög mikið orð á sig, er hann tók að sér kennslustörf að loknu gagn- fræðaprófi, á ýmsum stöðum norðanlands og austan. Kennarapróf tók hann vorið 1910 og hélt eftir það áfram kennslustörfum, en árið 1921 var hann um tíma við nám í Englandi og síðar í Danmörku. Guðmundur var kennari við Hvítárbakkaskóla árin 1910—12 og var síðan kennari í heimasveitinni, Fnjóskadalnum, 1912—20 og var hann með afbrigðum vinsæll kennari í sveitinni. Þegar hér var komið var kennaraorðstir Guðmundar floginn mjög víða og árið 1920 varð hann kennari við barnaskólann á Akranesi, en frá 1928—55 var hann kennari við héraðsskólann á Laugarvatni. Hvar sem Guðmundur starfaði var hann talinn í röð hinna allra nýtustu manna í sinni grein. Guðmundur var mjög fjölfróður maður og ákaflega lifandi í hugsun og fjörugur í framsetningu og naut hann sín þess vegna sérstaklega vel í kennarastóli. Má segja, að hann væri hinn fæddi kennari. Hann var alla tíð ungur í anda og léttur í lund, og kunni flestum betur að umgangast ungt fólk. Fór ekki hjá því, að nemendur hans hrifust af áhuga og eldmóði Guðmundar, enda mun öllum nemendum hans, á hinni löngu kennaraævi Guðmundar, hafa borið sarnan um að hann væri afburða maður í því starfi. Guðmundur var kennari af lífi og sál og hæfileikar hans voru svo fjölbreyttir að segja mátti að hann væri jafnvígur á að kenna næstum því allar greinar. Þó mun náttúrufræðin og tungumál hafa staðið honum næst, hann mat íslenzka náttúru og íslenzkt tungutak mikils, enda þekkti hann hin fjölbreyttu fyrirbrigði íslenzks umhverfis flest um betur og íslenzkt mál hafði hann á valdi sínu, svo frábært var. Guðmundur var kvæntur Ólöfu Sigurðardóttur frá Dyrhólum í Mýrdal og lifir hún mann sinn. Er hún góð kona og var manni sínum traustur förunautur. Þeim hjónum varð 8 barna auðið og lifa 7 þeirra sem eru: Ólafur lögreglumaður í Reykjavík, Guðný, gift á Akranesi, Sigurður, lögreglumaður á Akranesi, Guðbjörg, gift í Vesturheimi, Karl verkfræðingur, Björn, klæðskera meistari og Ingólfur, kennari, allir í Reykjavík. Eru börn Guðmundar öll hin mannvænlegustu. Islenzk kennarastétt hefur misst mikils við fráfall Guðmundar og mun hans lengi verða minnst. Hann var stétt sinni til sóma og hann varð þjóðinni til gagns og bar í öllu tilliti hreinan og flekklausan skjöld. E. Á

Sigríður Friðfinnsdóttir (1907-1992) Friðfinnshúsi

  • HAH06962
  • Einstaklingur
  • 24.12.1907 - 26.1.1992

Sigríður Friðfinnsdóttir 24. desember 1907 - 26. janúar 1992. Vinnukona á Laugavegi 41, Reykjavík 1930. Var jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 13.30.

Chicago Illinois USA

  • HAH00964
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 12.8.1833 -

Um miðja 18. öld var svæðið fyrst og fremst byggt af Potawatomi ættbálknum. Fyrsti landneminn í Chicago var Haítíbúinn Jean Baptiste Pointe du Sable en hann settist að um 1770 og giftist Potawatomi konu. Hann stofnaði þar fyrstu vöruskiptastöðina á svæðinu. Árið 1803 byggði Bandaríkjaher virkið Fort Dearborn, sem var lagt í rúst árið 1812 í Fort Dearborn fjöldamorðunum. Ottawa ættbálkurinn, Ojibwa ættbálkurinn og Potawatomi ættbálkurinn gáfu landið eftir til Bandaríkjanna með St. Louis samningnum árið 1816. Þann 12. ágúst 1833 var bærinn Chicago skipulagður með 350 íbúum og sjö árum síðar voru íbúar orðnir 4000 talsins.

Chicago fékk borgarréttindi þann 4. mars 1837.

Chicago var ein af mest ört vaxandi borgum heims á fyrstu öld sinni. Íbúafjöldin komst upp í eina milljón fyrir 1890.
Frá árinu 1848 hefur borgin verið mikilvægur tengihlekkur milli austur- og vesturhluta Bandaríkjanna, þá fyrst með opnun Galena & Chicago Union Railroad, fyrstu járnbraut Chicagoborgar, sem og Illinois og Michigan skipaskurðsins sem leyfði gufuskipum og seglskipum að fara af mikluvötnum að Mississippi í gegnum Chicago. Sístækkandi efnahagur laðaði að borginni marga nýja íbúa frá sveitahéröðum og írsk-amerískir, pólsk-amerískir, sænsk-amerískir og þýsk-amerískir innflytjendur fluttust til borgarinnar í hrönnum. Árið 1880 bjuggu um 299 þúsund manns í borginni en um aldamótin 1900 voru þeir orðnir 1,7 milljónir.

State Street árið 1907
Eftir mikinn eldsvoða árið 1871 sem eyðilagði þriðjung borgarinnar, þar með talið viðskiptahverfið eins og það lagði sig, upphófst mikil uppsveifla tengd endurbyggingunni. Það var á þessum endurreisnarárum sem fyrsti skýjakljúfurinn var byggður með stálgrind (1885). Árið 1893 var haldin í borginni Word's Columbian Exposition hátíðina í mýrinni þar sem nú er Jackson Park. Hátíðin dró að sér 27,5 milljón gesti. Einu ári fyrr hafði Chicago Háskóli verið stofnaður á þessum stað.

Borgin var upphafsstaður verkalýðsdeilna á þessum árum, sem fól meðal annars í sér Haymarket óeirðirnar 4. maí 1886. Áhyggjur af félagslegum vandamálum meðal fátækari stétta borgarinnar leiddu til stofnunnar Hull House árið 1889.

Árið 1855 byrjaði Chicago að byggja fyrsta heildstæða skolpkerfi Bandaríkjanna, en til þess þurfti að hækka margar götur miðborgarinnar um allt að þremur metrum. Með þessu fór skolp og iðnaðarúrgangur beint út í Chicago á og þaðan í Michiganvatn og mengaði þar með vatnsbólið sem borgarbúar fengu drykkjarvatn sitt úr. Borgaryfirvöld brugðust við með því að leggja göng um þrjá kílómetra út í vatnið en rigningar á vorin báru skolpið út að inntaksrörunum. Loks var brugðið á það ráð að leysa vandann með því að snúa straumstefnu Illinois-ár við.

Á þriðja áratug 20. aldar varð borgin víðfræg fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Glæpónar á borð við Al Capone börðust hver við annan á meðan að bjórbannið átti sér stað. En á sama tíma var mikil uppbygging í iðnaði ásamt því sem að þúsundir blökkumanna fluttust til Chicago og annarra norðlægra borga á þessum tíma.

Þann 2. desember 1942 var fyrsta stýrða kjarnahvarfið framkvæmt í háskólanum í Chicago, sem var einn af upphafspunktum Manhattan verkefnisins.

Á sjötta áratugnum fluttust margir efri- og millistéttaríbúar úr miðborginni í úthverfin og skildu eftir sig fjölmörg fátæk hverfi. Árið 1968 hýsti borgin Landsþing Bandaríska Demókrataflokksins og byrjaði byggingu á Sears turni (sem árið 1974 varð hæsta bygging heims) og O'Hare flugvellinum.

Árið 1983 varð Harold Washington fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna embætti borgarstjóra eftir einn krappasta kosningaslaginn í sögu borgarinnar. Frambjóðandi Repúblikanaflokksins, Bernard Epton, auglýsti framboð sitt með slagorðinu „áður en það er um seinan“, sem talið var skýrskotun til kynþáttafordóma.

Á síðasta hluta 20. aldar varð mikil breyting á borginni og mörg hverfi sem áður höfðu verið mestmegnis yfirgefin hafa tekið sér líf að nýju.

Árið 2019 var Lori Lightfoot fyrsta svarta konan til að vera kosin borgarstjóri og fyrsta samkynhneigða manneskjan til að gegna stöðu borgarstjóra í stórri bandarískri borg.

Klemensína Karítas Klemensdóttir (1885-1966) Kárahlíð, Vesturá og Skagaströnd

  • HAH07245
  • Einstaklingur
  • 21.5.1885 - 12.6.1966

Klemensína Karitas Klemensdóttir 21. maí 1885 - 12. júní 1966. Var í Marðarnúpsseli, Auðkúlusókn, Hún. 1890. Húsfreyja. Vinnuhjú á Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Vesturá, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Ægissíðu, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi. Nefnd Karitas Klemensína skv. Æ.A-Hún og kirkjubókum.

Sigurður Benediktsson (1885-1974) Leifsstöðum í Svartárdal

  • HAH9250
  • Einstaklingur
  • 11.11. 1885-02.06. 1974

Þann 2. júní andaðist Sigurður Benediktsson bóndi Leifsstöðum á H.A.H. á Blönduósi. Hann var fæddur 11. nóvember 1885 á Þorbrandsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Benedikt Pétursson og Stefanía Sveinsdóttir.
Sigurður ólst upp með móður sinni til sex ára aldurs og þá um skeið í Valadal, en þá fer hann í fóstur til Guðmundar Sigurðssonar bónda og konu hans í Hvammi í Svartárdal. Þar ólst hann upp þar til hann varð fulltíða.
Árið 1909 flytur hann að Leifsstöðum sem leiguliði, en kaupir síðan jörðina og bjó þar allan sinn búskap.
Hann kvæntist Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Torfustöðum, er andaðist 2. febr. 1957, þau eignuðust þessi börn:
Guðmund, kvæntan Sonju Wium.
Sigurð, er stofnað hefur heimili með Maríu Steingrímsdóttur.
Aðalstein, Björn og Sigurbjörgu, sem öll eru búsett á Leifsstöðum.
Guðrúnu, gifta Guðmundi Tryggvasyni bónda í Finnstungu.
Þóru, gifta Þorleifi Jóhannessyni bónda í Hvammi.
Önduð er Soffia, er gift var Ingva Guðnasyni, en þau voru búsett í Höfðakaupstað.
Fjögur börn þeirra hjóna önduðust í frumbernsku. Þá ólst upp með þeim hjónum, dóttursonur þeirra Hilmar Eydal Valgarðsson.
Sigurður Benediktsson var ötull maður að bjarga sér. Góður bóndi með sterka viðskiftahneigð. Hann ræktaði og byggði tvisvar upp bæ sinn, í seinna skiptið tvíbýlishús úr steini. Þá fékk Sigurður verzlunarleyfi og verzlaði með búsafurðir og flutti suður til sölu á haustin, en kom hlaðinn til baka af kaupstaðarvarningi.
Sigurður Benediktsson var mesti eljumaður, enda var hann jafnan vel stæður og hagur hans góður. Hann var prýðilega greindur og velviljaður.

Oddný Guðmundsdóttir (1908-1985) kennari og rithöfundur

  • HAH09548
  • Einstaklingur
  • 15. feb. 1908 - 2. jan. 1985

Var á Hóli, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Kennari og rithöfundur síðast bús. í Raufarhafnarhreppi.

Oddný Guðmundsdóttir rithöfundur og kennari Fædd 15. febrúar 1908. Dáin 2. janúar 1985.
Hún Oddný er dáin. Fórst í umferðarslysi á Raufarhöfn að kvöldi 2. janúar s.l. Undarleg eru örlögin og erfitt að sætta sig við, þegar vinir, sem eru í fullu fjöri eru hrifnir brott fyrirvaralaust, er okkur þykir að enn eigi svo margt ógert og langa leið framundan hérna megin árinnar. Með hryggð og söknuði kveðjum við nú Oddnýju Guðmundsdóttur og þökkum samfylgdina.
Oddný Gunnhildur Guðmundsdóttir var fædd á Hóli á Langanesi N.-Þing. Foreldrar hennar voru Guðmundur bóndi á Hóli Gunnarsson bónda að Djúpalæk Péturssonar og kona hans Kristín Gísladóttir bónda í Kverkártungu Árnasonar. Oddný átti tvo bræður Gísla og Gunnar.
Gísli var alþingismaður N.-Þingeyinga og seinna Norðurlandskjördæmis eystra langa tíð.
Gunnar er járnsmiður og býr í Reykjavík.
Heima á Hóli ólst Oddný upp og sleit sínum barnsskóm. Þar á Hóli á Langanesi hef ég séð síðsumars, grasið grænna og safaríkara en annarsstaðar og þar eru margir stórir huldusteinar.
Oddný fékk í vöggugjöf góðar gáfur, sem hún ræktaði vel alla ævi. Hún tók gagnfræðapróf frá Akureyrarskóla 1929. Dvaldi í Svíþjóð við nám og störf, var jafnframt um tíma, fréttaritari ríkisútvarpsins þar í landi. Árið 1936 stundaði Oddný nám við Norræna lýðháskólann í Genf í Sviss. Á þessum námsárum ferðaðist hún víða um Evrópu m.a til Sovétríkjanna. Það var gaman að heyra hana minnast þeirra tíma.
Ævistarf Oddnýjar Guðmundsdóttur var að kenna börnum og unglingum, aðallega farkennsla í sveitum, þ.e. kenna heima á bæjum til skiptis. Kennslan var Oddnýju meira en starfið eitt, heldur hugsjón. Hún kenndi mjög víða um landið, var gjarnan einn vetur í stað, breytti þá til og réði sig á nýjan stað á næsta hausti. Þess vegna eignaðist hún marga vini og hélt tryggð við. Á sumrin réði hún sig oft í kaupavinnu. Úti á túni, með hrífu í hönd naut Oddný lífsins. Þegar björgunarafrekið var unnið við Látrabjarg árið 1947, sem frægt er, var Oddný á vettvangi. Þá sögu rakti hún skemmtilega í útvarpi, ekki alls fyrir löngu í þættinum „Út og suður". Sagt er að „tilvera okkar sé undarlegt ferðalag", og er það oft í mörgum skilningi. Oddný hafði alla tíð mikið yndi af ferðalögum. Þar fór hún oft á tíðum sínar eigin leiðir. Hún notaði reiðhjólið, hana Skjónu og hjólaði sína götu. Á slíkum ferðum kynntist hún íslandi vel. Þegar Oddný var fimmtug skrifaði hún, „Hef hjólað nær alla akvegi landsins samfylgdarlaust." Ísland og íslensk tunga var Oddnýju Guðmundsdóttur helgidómur. Oft þótti henni menn misbjóða landi og tungu. þá greip hún gjarnan pennann, var hvöss og viðhafði enga tæpitungu. Hún hafði ríka réttlætiskennd, málsvari minnimáttar, mannréttindakona. Hún var „vinstrisinni", og virkur félagi á þeim vettvangi. Hennar draumur var: - ísland úr NATO - Herinn burt - Oddný var rithöfundur. Ritaði margar skáldsögur, gaf út Ijóðabækur, þýddi mikið, bæði bækur og framhaldssögur í blöð, flutti erindi í útvarp, skrifaði smásögur og fjölmargar greinar í blöð og tímarit. Og aðaláhugamálið alltaf það sama: - að skapa betri heim -. „Orðaleppar" og „Ljótar syrpur" þætti hennar um íslenska tungu og menningu, skrifaði hún marga og birti í Þjóðviljanum og Tímanum. Þessir pistlar og fleiri í sama dúr voru frábærir og vel eftir þeim tekið, skipuðu höfundi í heiðurssæti. Oddný Guðmundsdóttir var fjölskylduvinur okkar í Austurgörðum svo lengi ég man eða m.k. 40 ár. Alltaf var hátíð þegar hún kom, hafði frá svo mörgu að segja og var fyndin, kát og skemmtileg, og átti svo auðvelt með að blanda geði við alla, unga sem aldna. Já, hún var vinur vina sinna. Og hún var einkar lagin og næm að veita aðstoð, með nærveru sinni þar sem sorg var í húsi og erfiðleikar. Þess minnast margir. Og nú er hún Oddný dáin. Laugardaginn 5. janúar s.l. var minningarathöfn Oddnýjar í kirkjunni á Raufarhöfn. Sú athöfn var ógleymanleg og kirkjan þéttsetin. Konur stóðu heiðursvörð með logandi kerti í hendi - merki friðar. Þannig var hún kvödd með virktum og þökk á Raufarhöfn. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég Margréti, Gunnari, Sólveigu og öðrum ástvinum. Það er gott að minnast Oddnýjar Guðmundsdóttur, hún var kona sönn og heiðarleg. Blessuð sé hennar minning.

Þórarinn Björnsson

Jóhann Frímann Sigvaldason (1905-1992) kennari og bóndi á Brekkulæk í Miðfirði

  • HAH09552
  • Einstaklingur
  • 1. ágúst 1905 - 30. júní 1992

Jóhann Frímann Sigvaldason (1905-1992), bóndi á Brekkulæk í Miðfirði er sextugur í dag, 1. ágúst. Hann er eitt af mörgum börnum hjónanna Sigvalda Björnssonar og Hólmfríðar Þorvaldsdóttur, er lengi bjuggu á Brekkulæk. Sigvaldi var sonur Björns Sigvaldasonar bónda á Útibleiksstöðum og víðar og Ingibjargar Aradóttur konu hans, en Hólmfríður var dóttir hjónanna Þorvalds prests Bjarnarsonar á Melstað og Sigríðar Jónasdóttur. Þegar Jóhann var rúmlega tvítugur fór hann til náms í Hvítárbakkaskólann. Að lokinni skólavist þar fór hann til Þýskalands og var þar um tíma við nám og störf, en kom heim vorið 1930. Sumarið 1929, þegar Jóhann var í Þýskalandi, fór hann í ferðalag til Balkanskaga, austur í Litlu-Asíu og til Ítalíu, ásamt nokkrum ungum Þjóðverjum. Ferðafélagar hans voru fimm stúdentar, tveir iðnfræðingar og einn bókhaldari. Nú þykir ekki tíðindum sæta þó að íslendingar bregði sér austur að Svartahafi og jafnvel enn lengra út i veröldina, en í fjarlægar heimsálfur fara menn nú í loftköstum á örskömmum tíma. Á þessum tíma voru ferðalög með allt öðrum hætti, langtum erfiðari og tímafrekari. — Jóhann skrifaði síðan bók um ferðalagið, og nefnist hún Ferðasaga Fritz Liebig. í upphafi ferðarinnar gerðist það, að þegar að þeir félagar voru saman komnir til að stíga inn í járnbrautarlest, sem átti að flytja þá fyrsta áfangann, fannst ekki vegabréfið hans Jóhanns, það hafði verið sent til Berlínar, og glatast þar. Nú var ekki gott í efni, því að lestin var rétt á förum og enginn tími til að ná í ný skilríki handa íslendingnum. Voru því horfur á að hann yrði að sitja eftir, og mundi honum hafa þótt það mjög illt. En þá kom upp að á járnbrautarstöðinni voru nokkur vegabréf í óskilum. Tóku þeir félagar það ráð, að velja eitt i af þeim handa Jóhanni. Á því vegabréfi var nafnið Fritz Liebig frá Breslau, og er hér fengin skýring á heiti ferðabókarinnar. Þarna var djarft teflt hjá þeim ungu mönnum, en Jóhann slapp fram hjá lögreglumönnum allra þeirra landa, sem þeir fóru um, undir nafninu Fritz Liebig. Var hann þó oft kynntur sem íslendingur á ferðalaginu. Í ferðabók Jóhanns segir frá för þeirra félaga um mörg lönd - frá því seint í júlí og fram í september. Þeir höfðu fjármuni af skornum skammti, og ferðuðust því svo ódýrt sem unnt var. Fóru með járnbrautum, bifreiðum, hestvögnum og fótgangandi. Oft sváfu þeir í tjaldi um nætur, og fengu ódýra gistingu í skólahúsum. Komust á hæsta tind fjallsins Tatra, sem er talið 540 metrum hærra en hæsta fjall íslands, en voru svo óheppnir að þar var svartaþoka. Margt bar þeim fyrir augu og eyru í ferðinni, en oft voru þeir þreyttir og ákaflega þyrstir á göngunni. En sá þeirra, sem þeir höfðu kosið fararstjóra, bannaði þeim að drekka vatn, því að það taldi hann stórhættulegt. í þeim löndum, er þeir fóru um, hittu þeir oft Þjóðverja, sem þar voru búsettir, og fengu mjög góðar viðtökur hjá þeim. — Ferðasaga Jóhanns gefur góða lýsingu á löndum og fólki, og er krydduð með gamansemi, svo að hún er skemmtilestur. Í niðurlagi bókarinnar segir höfundur, að þótt gaman sé að fara til annarra landa, sé meira gaman að koma heim. Og Jóhann Sigvaldason kom heim. Hann hefur búið í meira en 20 ár á jörðinni, þar sem hann var fæddur og upp alinn. Jóhann lauk prófi frá Kennaraskóla fslands árið 1936. Síðan stundaði hann barnakennslu í sveitum í báðum Húnavatnssýslum, austur í Hjaltastaðaþinghá, norður á Tjörnesi og vestur í Dýrafirði. Heyrt hef ég að í því starfi hafi hann lagt sérstaka rækt við móðurmálskennsluna, enda ágætlega að sér í þeirri grein eins og fleirum. Hann hóf búskap á Brekkulæk 1942, og hefur búið þar síðan. Kvæntist árið 1947 frændkonu sinni, Sigurlaugu Friðriksdóttur frá Stóra-Ósi. Eiga þau fjögur börn á aldrinum 6—15 ára. Og áður en Jóhann kvæntist eignaðist hann einn son. Jóhann á Brekkulæk er dugnaðarmaður að hverju sem hann gengur. Hefur þó ekki verið heilsu hraustur. En þó að alvara lífsins hafi ekki farið fram hjá garði hans, er hann gæddur þeim ágæta hæfileika að sjá broslegu hliðina á tilverunni, og því er alltaf gaman að eiga tal við hann. Ég sendi Jóhanni og fjölskyldu hans bestu heillaóskir í tilefni af sextugsafmælinu. Skúli Guðmundsson

Sigríður Pétursdóttir (1905-1959) Hvammstanga

  • HAH09537
  • Einstaklingur
  • 23. ágúst 1905 - 19. júlí 1959

Var í Reykjavík 1910. Var á Freyjugötu 3, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Hvammstanga, Kópavogi, Breiðumýri í Reykjadal o.v.
giftist Brynjúlfi Dagssyni lækni og bjó með honum meðal annars á Hvammstanga, þau skildu.

Sigmar Halldór Árnason Hafstað (1924-2023) frá Útvík Skagafirði

  • HAH09550
  • Einstaklingur
  • 21. maí 1924 - 11. júní 2023

Bóndi í Útvík í Staðarhreppi, síðar bús. í Dýjabekk og loks á Sauðárkróki. Var í Vík, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Félagi í karlakórnum Heimi um árabil og gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.

Þóra Sigurgeirsdóttir (1913-1999) hótelstýra Blönduósi

  • HAH02165
  • Einstaklingur
  • 12.9.1913 - 9.5.1999

Þóra Sigurgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 12. september 1913. Hún lézt á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 9. maí síðastliðinn. Þóra Sigurgeirsdóttir, rak lengi hótel á Blönduósi, ásamt manni sínum Snorra heitnum Arnfinnssyni búfræðingi
Útför Þóru Sigurgeirsdóttur fór fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 15. maí.

Jón Jónsson (1886-1939) Stóradal

  • HAH05623
  • Einstaklingur
  • 7.7.1886 - 14.12.1939

Jón Jónsson 7. september 1886 - 14. desember 1939. Alþingismaður, oddviti og bóndi í Stóradal í Svínavatnshr., A-Hún.

María Ísfold Steinunnardóttir (1969-2017) búfræðingur

  • HAH07040
  • Einstaklingur
  • 9.9.1969 - 9.3.2017

María fæddist í Vestmannaeyjum 9. september 1969. Hún lést á líknardeild Landspítalans 9. mars 2017.
Útför Maríu fór fram frá Breiðholtskirkju, 23. mars 2017, klukkan 13.

Jón Sveinsson (1815-1890) pr á Mælifelli

  • HAH07055
  • Einstaklingur
  • 20.11.1815 - 8.8.1890

Jón Sveinsson 20. nóv. 1815 - 8. ágúst 1890 Var í Syðri-Vík, Reynissókn, V-Skaft. 1816. Prestur í Miðgörðum í Grímsey 1841-1843, á Hvanneyri í Siglufirði, Eyj. 1844-1866 og á Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi, Skag. 1866-1887. „Hann þótti fyrir margra hluta sakir hinn merkasti klerkur, vel gefinn, söngmaður ágætur og vel skáldmæltur“ segir í Hvanneyrarhr.

Jón Magnússon (1893-1968) Hurðarbaki

  • HAH05659
  • Einstaklingur
  • 15.11.1893 - 28.8.1968

Jón Ó Magnússon 15.11.1893 - 28.8.1968. Fjármaður á Hurðarbaki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigríður Jónsdóttir (1906-1997) Garði

  • HAH7227
  • Einstaklingur

Sigríður Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1.6. 1906. Hún lést á heimili sínu, Garði í Mývatnssveit, 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristvinsson og Guðný Anna Jónsdóttir og hjá þeim ólst Sigríður upp, í Blöndudalshólum til 1913, í Mýrarkoti, Laxárdal, A-Hún. til 1921 en þá fer fjölskyldan að Vatnsleysu í Skagafirði. Þaðan fer Sigríður í vistir og síðast til læknishjónanna á Kópaskeri, Jóns Árnasonar frá Garði í Mývatnssveit og Valgerðar Sveinsdóttur frá Felli í Sléttuhlíð. Þar kynnist hún verðandi eiginmanni sínum, Halldóri bróður Jóns, og fer til hans að Garði, þar ganga þau í hjónaband í júní 1928. Systkini hennar eru Soffía, f. 1910; Helga Lovísa, f. 1912, ekkja eftir Arnþór Árnason frá Garði; Hólmfríður, f. 1917, ekkja eftir Berg Guðmundsson; Guðrún f. 1919, ekkja eftir Árna Jósefsson; Jens Jóhannes f. 1921, kvæntur Sólveigu Ásbjarnardóttur; Róar, f. 1923, kvæntur Konkordíu Rósmundsdóttur: Jón Jakob f. 1925, d. 1988, kvæntur Málfríði Geirsdóttur. Halldór Árnason, eiginmaður Sigríðar, f. 12.7. 1898 d. 28.7. 1979, var bóndi í Garði í Mývatnssveit. Hann var sonur Árna Jónssonar bónda í Garði, og k.h., Guðbjargar Stefánsdóttur húsfreyju frá Haganesi. Börn Sigríðar og Halldórs eru Valgerður Guðrún f. 1929, búsett í Reykjavík, gift Kristjáni Sigurðssyni lækni og eru börn þeirra Hildur, Halldór, Sigurður, Hjalti og Guðrún Þura; Anna Guðný, f. 1930, búsett í Keflavík en sonur hennar er Ásþór Guðmundsson; Árni Arngarður, f. 1934, bóndi í Garði, kvæntur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og eru börn þeirra Eyjólfur, Sigríður, Helga Þuríður og Halldór; Guðbjörg, f. 1940, búsett í Reykjavík en börn hennar og Einars Péturssonar eru Pétur Heimir og Guðný Ingibjörg; Hólmfríður, f. 1945, búsett á Selfossi, gift Guðmundi Laugdal Jónssyni bílasmið og eru börn þeirra Aðalheiður og Árni; Arnþrúður, f. 1947, búsett í Reykjavík, gift Jóni Albert Kristinssyni bakarameistara og eru börn þeirra Steinþór, Dýrleif og Sigríður. Sigríður átti þrjátíu og eitt langömmubarn og tvö langalangömmubörn en afkomendur hennar eru því fimmtíu og sex talsins. Sigríður var elst átta systkina. Útför Sigríðar fer fram frá Skútustaðakirkju í dadg og hefst athöfnin klukkan 14.

Valdimar Jóhannesson (1933-1997) Helguhvammi

  • HAH9249
  • Einstaklingur
  • 07.06.1933-26.05.1997

Valdimar Jóhannesson var fæddur í Helguhvammi á Vatnsnesi í V-Hún. 7. júní 1933. Hann varð bráðkvaddur 26. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Guðmundsson, bóndi, f. 30. sept. 1904, og Þorbjörg Marta Baldvinsdóttir, f. 10. nóv. 1897. Þau bjuggu allan sinn búskap í Helguhvammi. Bræður Valdimars eru Guðmundur, f. 4. júní 1934, kvæntur Helgu Magnúsdóttur, og Eggert, f. 31. ágúst 1939, kvæntur Auði Hauksdóttur. Fóstursystir hans er Halldóra Kristinsdóttir, gift Ólafi Þórhallssyni.
Eftirlifandi kona Valdimars er Guðrún Bjarnadóttir frá Hraðastöðum í Mosfellsdal, f. 25. april 1941. Þau eignuðust tvær dætur,
Þorbjörgu, f. 5. júní 1978, og Þuríði, f. 26. maí 1981.
Börn Guðrúnar frá fyrra hjónabandi eru þrjú:
Þorvaldur, f. 20. des. 1965,
Úlfhildur, f. 29. mars 1967, og
Jóhanna, f. 24. maí 1968.
Valdimar átti alla ævi heima í Helguhvammi. Hann ólst þar upp hjá foreldrum sínum og fór ungur að taka þátt í öllum störfum við búskapinn. Á unglingsárum vann hann ýmis störf utan heimilis. Var til dæmis við vertíðarstörf á Akranesi og vann á jarðýtum Búnaðarsambandsins. Starfsvettvangur hans var þó aðallega heima í Helguhvammi. Þar ráku þeir bræðurnir Valdimar og Guðmundur ásamt Jóhannesi föður sínum myndarlegt bú. Guðrún Bjarnadóttir kom að Helguhvammi árið 1976. Jóhannes lét upp úr því búið í hendur sona sinna og byggðu þau Valdimar og Guðrún þá fjótlega annað íbúðarhús á jörðinni. Þar hafa þau búið síðan með fólki sinu.
Fyrir nokkrum árum fór Valdimar að kenna nokkurs sjúkleika og þótti þá sýnt að hann þoldi illa erfiðið við bústörfin. Hætti hann þá búskap en hóf störf hjá Kaupfélaginu á Hvammstanga og þar starfaði hann til dauðadags.

Hallgrímur Gíslason (1858-1901) Tungunesi

  • HAH04744
  • Einstaklingur
  • 30.11.1858 - maí 1901

Bóndi, síðast í Tungunesi, A-Hún. Barn á Úlfarsfelli og svo á Ytri-Þorsteinsstöðum í Haukadal, Dal. 1864-73

Jakobína Klemensdóttir (1864-1946) Móbergi

  • HAH05254
  • Einstaklingur
  • 6.10.1864 - 8.9.1946

Húskona á Móbergi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Skrapatungu, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Blönduósi, síðar húskona á Móbergi. Hestur 1901 (Guðmundarbær / Jóhannshús) 1901-1908).

Jónas Jónasson (1850-1928) Hlíð á Vatnsnesi,

  • HAH05817
  • Einstaklingur
  • 16.7.1850 - 13.5.1928

Jónas Jónasson 16.7.1850 - 13.5.1928. Fæddur á Tittlingsstöðum. Bóndi á Gröf, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1880. Bóndi í Hlíð á Vatnsnesi, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1890 og 1901.

Jón Pálsson (1864-1931) prestur Höskuldsstöðum

  • HAH06561
  • Einstaklingur
  • 28.4.1864 - 18.9.1931

Jón Pálsson fæddur í Víðidalstungu 28. apríl 1864 - 18. september 1931. Bóndi og prófastur á Höskuldsstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Prestur á Höskuldstöðum frá 1891 til dauðadags. Prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi frá 1923.

Svalbarðseyri við Eyjafjörð

  • HAH00930
  • Fyrirtæki/stofnun

Svalbarðseyri er þorp á Svalbarðsströnd við austanverðan Eyjafjörð í landi hins forna höfuðbóls Svalbarðs.
Svalbarðsströnd er blómlegt landbúnaðarhérað og á Svalbarseyri er löng hefð fyrir öflugri þjónustu og starfsemi tengdri landbúnaði. Þar er einnig höfn fyrir smábáta.
Íbúar þar voru 246 þann 1. janúar 2012. Á Svalbarðseyri er grunnskóli sem nefnist Valsárskóli, leikskóli, sundlaug, kjötvinnsla Kjarnafæðis og ýmis þjónusta.
Ferðaþjónusta hefur verið í örum vexti á svæðinu og er iðnaður og þjónustustarfsemi nú höfuðatvinnuvegurinn.

Geirastaðir í Þingi

  • HAH00932
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (900)

Bæjarins er fyrst getið í Landnámu, kenndur þar við Geira þann er fyrst bjó á Geirastöðum við Mývatn en hraktist þaðan vegna vígaferla. Sat hann hér um vetur en settist að lokum að í Geiradal í Króksfirði í Varðastrandarsýslu og gaf öllum aðsetursstöðunum nafn sitt.

Jónas Sveinsson (1895-1967) læknir Blönduósi

  • HAH05840
  • Einstaklingur
  • 7.7.1895 - 28.7.1967

Jónas Sveinsson 7.7.1895 - 28.7.1967. Læknir á Hvammstanga og Blönduósi 1923-1934. Var í Reykjavík 1910. Var í Reykjavík 1945. Efri-Múla í Staðarhólssókn Dalasýslu 1910.
Fæddist að Ríp í Hegranesi.

Enghlíðingabrautarfélag (1927)

  • HAH10104
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1927

Félagið sennilega stofnað 1927 en í fundagerðarbók félagsins frá 1927 er ekki stofnfundur þannig að kannski er til eldri gögn. Engihlíðar- og Vindhælishreppur stofnuðu félag sem sjá átti um vegamál hreppanna, s.s. Refsborgarsveitar, Laxárdals og Langadals.

Jón Ólafsson (1877-1957) Hjaltadal Fnjóskadal, Sörlastöðum og Fjósatungu

  • HAH06595
  • Einstaklingur
  • 24.6.1877 - 10.9.1957

Jón Ólafsson 24.6.1877 - 10.9.1957. Með foreldrum í Hjaltadal í Fnjóskadal og Fjósatungu í sömu sveit til 1889. Fluttist þá að Sörlastöðum og var þar fram til 1901. Bóndi í Fjósatungu í Fnjóskadal 1901-05, í Hjaltadal 1905-08 og á Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal 1908-24. Vinnumaður á Snæbjarnarstöðum, Hálssókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. þar.

Skátafélagið Bjarmi (1938)

  • HAH10107
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1938

Skátastarf mun hafa hafist á Blönduósi 8. ágúst 1938 og hefur haldist síðan með mislöngum hléum. Síðasti uppgangstíminn hófst 1992 er farið var að þjálfa ungt fólk til foringjastarfa. Stofnaðir voru tveir flokkar á Blönduósi og aðrir tveir á Húnavöllum. Skátarnir störfuðu undir kjörorði skátahreyfingarinnar, „Ávallt viðbúinn".
Starfsemin gekk upp og ofan næstu árin og féllu flokkarnir á Húnavöllum niður svo og allt ylfingastarf. Þegar árið 1996 gekk í garð urðu fundirnir í skátaheimilinu að Blöndubyggð 3 ekki margir því að heimilið skemmdist alvarlega af völdum vatns. Æfðar voru trönubyggingar uppi á Brekku en þar risu margir fínir turnar með rólum og öðru tílheyrandi.
Fermingaskeytasalan hefur verið árlegur viðburður í skátastarfinu og er stærsta fjáröflun félagsins. Í þetta sinn voru umsvifin aðeins minni en oft áður. Skátarnir voru aðeins með skeytasölu er tilheyrði börnum er fermdust í Blönduósskirkju. Eftir fermingar hófst undirbúningur Bjarmafélaga á eitt stærsta skátamót sem haldið hefur verið hér á landi. Um var að ræða Landsmót skáta að Úlfljótsvatni. Landsmótið hófst sunnudaginn 21. júlí með hefðbundnum hætti og stóð yfir í rúma viku. Rammi mótsins var A víkingaslóð og þar var margt gert í anda víkinganna. Sem dæmi má nefna, gönguferðir, vatnasafari og varðeldar. Heimsókn fengum við frá þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur og Landhelgisgæsluþyrlan TF-LÍF sýndi okkur björgunartilþrif. Á mótinu voru um 3.000 skátar, bæði innlendir og erlendir. Reistar voru stórar tjaldbúðir á sex torgum. Þar voru margir háir og stæðilegir turnar er stóðu með blaktandi fánum. Mótinu lauk síðan 28. júlí og héldu Bjarmafélagar heim, sælir og glaðir eftir vel heppnað landsmót. Núverandi stjórn Skátafélagsins Bjarma skipa: Ingvi Þór Guðjónsson félagsforingi, Róbert Lee Evensen sveitaforingi, Kristín Júlíusdóttír gjaldkeri, Charlotta Evensen ritari, Kristján Guðmundsson og Þórmundur Skúlason meðstjórnendur.

Guðrún Einarsdóttir (1868-1929) Svertingsstöðum

  • HAH06608
  • Einstaklingur
  • 10.8.1868 - 11.10.1929

Magðalena Guðrún Einarsdóttir 10. ágúst 1868 - 11. október 1929. Var á Tannastaðarbakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Svertingsstöðum og Hvammstanga.

Jón Ólafsson (1865-1941) Másstöðum

  • HAH05676
  • Einstaklingur
  • 29.7.1865 - 16.12.1941

Jón Ólafur Ólafsson 29. júlí 1865 - 16. des. 1941. Bóndi á Másstöðum, síðar á Mýrarlóni í Kræklingahlíð, Eyj. Bóndi á Másstöðum í Vatnsdal 1885. Húsmaður á Þingeyrum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Hjú í Samkomugerði, Miklagarðssókn, Eyj. 1901. Bóndi á Mýrarlóni, Glæsibæjarhreppi, Eyj. 1920 þá skilinn að lögum. Bóndi á Gloppu, Bakkasókn, Eyj. 1930

Nikólína Jónsdóttir (1854-1937) saumakona Marbæli Skagafirði

  • HAH06629
  • Einstaklingur
  • 8.12.1854 - 5.3.1937

Nikólína Jónsdóttir 8.12.1854 - 5.3.1937. Var í Marbæli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1920 og 1930. Saumakona. Torfgarði 1855, Dæli 1880, Reynisstað 1890, Verslunarstjórahúsinu Hofsósi 1901, Ingveldarstöðum 1910. Ógift og barnlaus.

Sigríður Árnadóttir (1811-1900). Húsfreyja Ytri-Ey og vk Gunnsteinsstöðum Langadal

  • HAH06739
  • Einstaklingur
  • 3.7.1811 - 30.10.1900

Sigríður Árnadóttir 13.7.1811 - 30.10.1900. Bjó í Belgsholti, Melakirkjusókn, Borg. 1816. Húsmóðir þar 1835. Þjónustustúlka Armórs bróður síns í Múla í Aðaldal 1840. Ráðskona í Skógum, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1845. Ráðskona 1850 og búandi á Ytriey, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Húskona á Gunnsteinsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1870 og 1880. Húsfreyja í Skálholtsstræti 5, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Ógift og barnlaus.

Símon Björnsson (1844-1916) Dalaskáld

  • HAH06749
  • Einstaklingur
  • 2.7.1844 - 9.3.1916

Símon Björnsson „Dalaskáld“ 2.4.1844 [2.7.1844] - 9.3.1916. Var á Höskuldsstöðum, Miklabæjarsókn, Skag. 1845. Húsmaður á Löngumýri í Vallhólmi, Silfrastöðum í Blönduhlíð og í Gilhaga á Fremribyggð, Skag. Húsmaður í Gilhaga, Goðdalasókn, Skag. 1890. Var „vafalaust eitt afkastamesta alþýðuskáld sinnar samtíðar“ segir í Skagf.1850-1890 III. Orðrómur var um að Símon væri sonur Sigurðar Breiðfjörð skálds, en það er þó alls óvíst.

Salóme Jónsdóttir (1859) frá Grafarkoti

  • HAH06761
  • Einstaklingur
  • 11.1.1859 -

Salóme Jónsdóttir 11.1.1859. Var í Grafarkoti, Melstaðasókn, Hún. 1860. Tökubarn í Múla Línakradal 1870. Vinnukona Böðvarshólum 1880, Steinnesi 1890, stödd í Sigurjónshúsi Blönduósi 1901. Ógift, barnlaus.

Sigríður Bjarnadóttir (1841-1910) Bjarghúsi og Urðarbaki

  • HAH06764
  • Einstaklingur
  • 30.10.1841 - 29.1.1910

Sigríður Bjarnadóttir 30.10.1841 - 29.1.1910. Fædd í Vatnahverfi, Hofi Vatnsdal 1845, tökubarn Marðarnúpi 1855, vinnukona á Hólabaki, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Vinnumannsfrú í Breiðabólstað, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja í Bjarghúsi, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1880 og 1890. Húsfreyja á Urðarbaki, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Grund í Vesturhópi.

Valgerður Jónsdóttir (1880-1958) saumakona Rvk frá Tannastöðum

  • HAH06772
  • Einstaklingur
  • 7.8.1880 - 6.3.1958

Valgerður Ágústa Jónsdóttir 7.8.1880 - 6.3.1958. Fædd í Gerði í Hvammssveit, var á Tannstöðum, Staðarsókn, Hún. 1890. Var á Tannastöðum, Staðarsókn, Hrútafirði í Hún. 1901. Saumakona í Reykjavík.

Stefán Ólafsson (1857-1919) kennari og bóndi Brandagili Hrútafirði og Ísafirði

  • HAH06775
  • Einstaklingur
  • 5.6.1857 - 7.1.1919

Stefán Ólafsson 5.6.1857 - 7.1.1919. Fæddur í Reykjavík, Brjánslæk 1880, bóndi Ingunnarstöðum, Geiradalshr., A-Barð. 1883-87, Garpsdal 1890, hreppstjóri í Brandagili í Hrútafirði 1901, kennari á Ísafirði 1910. Bóndi á Ingunnarstöðum, Geiradalshr., A-Barð. 1883-87. Sýslunefndarmaður.

Jakobína Ólafía Ólafsdóttir (1854-1934) Vindhæli

  • HAH06779
  • Einstaklingur
  • 1.9.1854 - 11.9.1934

Jakobína Ólafía Ólafsdóttir 1.9.1854 - 11.9.1934. Var á Syðri-Ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1855. Var á Illugastöðum, Hvammssókn, Hún. 1860. Húskona Vigdísarstöðum 1880, vk Sauðadalsá 1890. Húsfreyja í Heiðarseli í Gönguskörðum, Skag. Húsfreyja í Brandaskarði, Hofssókn, A-Hún. 1910, sögð þar ekkja. Var á Akureyri 1930.

Þorlákur Oddsson (1856-1914) Kárastöðum Svínavatnssókn 1890

  • HAH06781
  • Einstaklingur
  • 20.8.1856 - 31.5.1914

Þorlákur Friðrik Oddsson 20.8.1856 - 31.5.1914. Var á Melsbæ, Reykjavík 1880. Húsmaður í Reykjavík, síðar bóndi í Giljárseli, Torfalækjarhrepp, A-Hún. Vetrarmaður í Oddakoti í Landeyjum, Rang. Bóndi Ytra-Tungukoti. (Ártún). Bóndi Kárastöðum 1890. Bóndi Holtastaðareit 1910. Sagður heita Þorlákur Frímann í mt 1901.

Sigfús Bergmann Guðmundsson (1844) Krókstöðum

  • HAH07080
  • Einstaklingur
  • 8.6.1844 -

Sigfús Bergmann Guðmundsson 8.6.1844 [8.7.1844]. Var í Efri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1845. Var í Efri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1860. Bóndi á Krókstöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1880 og enn 1901.

Sigríður Árnadóttir (1880-1965) kennari

  • HAH07082
  • Einstaklingur
  • 3.6.1880 - 15.7.1965

Sigríður Árnadóttir 3.6.1880 - 15.7.1965. Kennari í Reykjavík. Sauðá 1880. Ingólfsstræti 6, 1910, ásammt Guðrúnu Espólín í Köldukinn, sennilega námsstúlka hjá henni.
Húsráðandi Sniðjustíg 7 Reykjavík 1920. Ógift og barnlaus.

Þorvaldur Guðmundsson (1883-1961) hrstj Sauðárkróki frá Auðkúlu

  • HAH07096
  • Einstaklingur
  • 13.10.1883 - 11.10.1961

Þorvaldur Guðmundsson 13. október 1883 - 11. október 1961. Tökubarn í Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890, Auðkúlu 1901. Bóndi Þverárdal 1910-1911, og Flatatungu 1920. Bóndi og kennari í Brennigerði, Sauðárkrókssókn, Skag. 1920-1931. Kennari á Sauðárkróki. Hreppstjóri Sauðárkróks um skeið

Þóra Guðjónsdóttir (1867-1947) gestgjafi Borðeyri

  • HAH07102
  • Einstaklingur
  • 5.8.1867 - 31.12.1947

Þóra Guðjónsdóttir 5. ágúst 1867 - 31. desember 1947. Ekkja á Frakkastíg 22, Reykjavík 1930. Var á Staðarhóli, Stóraholtssókn, Dal. 1870. Húsfreyja á Borðeyri.

Niðurstöður 701 to 800 of 958