Stefán Helgason 30.8.1833 - 25.5.1906. Var á Saurum, Melstaðarsókn, Hún. 1835. Var á Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Var á Barkastöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Flakkari á Bálkastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Flækingur á Kollafossi, Efranúpssókn, Hún. 1880. Flakkari í Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1901.
Stefán Helgason var sá þeirra farandmanna, sem eg man eftir, er þótti meðal hinna hvimleiðustu. Hann hafði fátt í fari sínu, er til kosta gæti talist, þótt hann hinsvegar væri að mestu láus við þá ókosti, er sumir flakkarar höfðu til að bera. Aldrei heyrði eg hann kendan við óráðvendni, og þótt hann væri flestum illyrtari, er honum mislíkaði, þá var hann laus víð að bera róg og kjaftaslúður milli manna; var venjulega öllu mýkri í umtali en víðiali. Alla jafna var hann mjög hvass í máli; röddin og tónninn eins og hann væri altaf að rífast. En þó var hann kjarklaus gunga, ef á móti var tekið, á. m. k. ef hann hélt að til handalögmáls mundi koma. Hann var þó allmikill vexti og burðalegur. Hefir því tæpast verið mjög ósterkur, ef ekki hefði brostið kjark eða vana til að beita sér við verk eða átök.
Varla mun nokkur þessara flækinga hafa verið jafn óþrifinn og Stefán eða ræfilslegur. Hann át ýmsan óþverra, sem velsæmis vegna er ekki hægt að segja frá eða færa i letur. Einhverju sinni hafði hann stolið ketti, lógað honum og soðið i hvernum á Reykjum í Hrútafirði, og því næst etið með góðri lyst. Sagði hann að
kjötið hefði verið „allra ljómandi besti matur", enda væri það ekki furða, því að kötturinn hefði altaf lifað á úrvalsmat og „ekki gert nokkurt ærlegt handarvik".
Stefán þvoði sér um andlit og hendur úr „eigin vatni", og var þvi oft svell-gljáandi í framan. Rúm þau, er hann svaf í á bæjum, varð jafnan að hreinsa og þrífa á sérstakan hátt og dugði varla, því að alt var krökt og kvikt eftir hann. — Hann var því sjaldan veikominn á bæjum. Og þegar svo ofan á óþrifnaðinn bættist
afskapleg geðvonska, sílfeldar skammir og vanþakklæti fyrir alt, sem honum var gott gert, þá var ekki að undra, þó að hann yrði flestum leiður, enda gekk það oft svo, er hann kom á bæi og baðst gistingar, að hann fékk að vera með því skilyrði, að hann lofaði að koma aldrei oftar á það eða þau heimili, en slík loforð hans gleymdust oftast er frá leið.