Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Karlakórinn Húnar

  • HAH06192
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1944

Árið 1944 stofnuðu nokkrir menn á Blönduósi karlakór, tvöfaldur kvartett fyrst og hét þá Áttungar. Eftir tvö ár 1946 hafði fjölgað í hópnum og hlaut kórinn þá nafnið Karlakórinn Húnar. Stjórnandi kórsins í 11 ár var Guðmann Hjálmarsson.

Signý Böðvarsdóttir (1879-1961) Helgavatni

  • HAH06457
  • Einstaklingur
  • 27.5.1879 - 5.2.1961

Námsmey í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Helgavatni, Undirfellssókn, A-Hún. 1910. Maður hennar 12.5.1908; Eðvarð Hallgrímsson 21. júní 1883 - 20. ágúst 1962. Bóndi á Helgavatni, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Helgavatni.

Þuríður Sæmundsen (1894-1967) Sæmundsenhúsi

  • HAH06418
  • Einstaklingur
  • 1.5.1894 - 22.5.1967

Þuríður Guðrún Sigurðardóttir Sæmundsen 1. maí 1894 - 27. maí 1967. Kennari á Blönduósi 1930. Kennari og síðar bóksali á Blönduósi. Var í Sæmundsenshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Kristín Hannesdóttir (1869-1952) Þóreyjarnúpi

  • HAH06678
  • Einstaklingur
  • 16.11.1869 - 30.6.1952

Kristín Hannesdóttir 16. nóv. 1869 - 30. júní 1952. Húsfreyja Hvarfi 1901, á Þóreyjargnúpi, V-Hún. Var á Hvarfi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930.

Anna María Sveinsdóttir (1948-2016) Kirkjuhvoli í Stöðvarfirði

  • HAH07251
  • Einstaklingur
  • 26.9.1948 - 26.8.2016

Anna María Sveinsdóttir fæddist 26. september 1948 í Kirkjuhvoli á Stöðvarfirði. Anna María og Hrafn bjuggu saman fyrst á Norðfirði, en fluttu fljótlega á Stöðvarfjörð og byggðu sér húsið Rjóður árið 1971. Anna María ólst upp á Stöðvarfirði hjá fjölskyldu sinni, en fór 16 ára gömul í Húsmæðraskólann á Blönduósi.
Hún vann um árabil í frystihúsinu á Stöðvarfirði, bókasafninu og apótekinu og einnig í Grunnskólanum á Fáskrúðsfirði, sat lengi í svæðisstjórn fatlaðra á Austurlandi og var formaður um skeið, í heilbrigðisnefnd Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar og var formaður þar um árabil. Verkalýðsbaráttan var henni hugleikin og skipaði hún forystusveit verkalýðsfélagsins í heimabyggð. Anna María var þekkt af áhugamálum sínum, sérstaklega bútasaumi í samfélagi með vinafólki á Stöðvarfirði og nágrannabyggðum.
Hún varð bráðkvödd 26. ágúst 2016. Útför Önnu Maríu fór fram frá Stöðvarfjarðarkirkju 10. september 2016, klukkan 14.

Laurits Olsen & Co Atelier ljósmyndastofa Östergade 13 Kjöbenhavn

  • HAH07075
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 10.8.1872 - 9.5.1955

Ljósmyndari þar á einhverjum tíma Lauritz Olsen (10.8.1872 - 9.5.1955), leikari, kvikmyndaframleiðandi og bókbindari, gæti verið skyldmenni.
Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn. Authority record; Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn ...
Gæti verið bróðir Ludwig Olsen (1870) ljósmyndara á sama stað um1885

Ingimundur Guðmundsson (1884-1912) Marðarnúpi Vatnsdal

  • HAH06701
  • Einstaklingur
  • 17.2.1884 - 14.3.1912

Marðarnúpi Vatnsdal 1901. Hrossaræktarráðunautur 1910-12. Búfræðingur úr Hólaskóla og átti frumkvæði að stofnun Hólamannafélagsins. Var í Reykjavík 1910. Drukknaði í Hvítá í Borgarfirði.

Vilborg Guðbergsdóttir (1920-2004) Höfða, Mýrarsókn

  • HAH07910
  • Einstaklingur
  • 10.11.1920 - 2.12.2004

Vilborg Guðbergsdóttir 10. nóv. 1920 - 2. des. 2004. Var á Höfða , Mýrarsókn, V-Ís. 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
Fæddist í Fremstuhúsum í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði. Vilborg ólst upp í Dýrafirði og stundaði síðar nám í húsmæðraskólanum á Blönduósi. Á Blönduósi kynntist hún Magnúsi og fluttu þau til Reykjavíkur árið 1941 og byrjuðu búskap á Grandaveginum. Þau fluttust síðar á Leifsgötu 25 þar sem þau bjuggu þar til árið 1986 en fluttu þá að Bergstaðastræti 11A.
Hún lést á líknardeild Landakotsspítala. Útför Vilborgar var gerð frá Fossvogskirkju 16.12.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.

Ása Stefánsdóttir (1925-2018) Mýrum, Melstaðarsókn

  • HAH07310
  • Einstaklingur
  • 7.7.1925 - 9.7.2018

Ása Guðlaug Stefánsdóttir 7.7.1925 - 9.7.2018. Var á Mýrum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Mýrum 2, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957.
Hún fæddist á Mýrum í Hrútafirði. Eftir að Stefán sonur hennar féll frá bjó hún ein í sínu húsi allt þar til tveimur dögum fyrir andlátið.

Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga. Útför hennar fór fram frá Melstaðarkirkju, föstudaginn 20. júlí 2018, klukkan 14.

Ragnhildur Árnadóttir (1923-2014) Hofdölum Skagafirði

  • HAH07903
  • Einstaklingur
  • 5.11.1923 - 3.5.2014

Ragnhildur Árnadóttir 5. nóv. 1923 - 3. maí 2014. Fæddist á Atlastöðum, Upsasókn, Eyj. 1930. Húsfreyja og starfaði við umönnun, síðast bús. í Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
Ragnhildur fluttist frá Atlastöðum með foreldrum sínum og öðru heimilisfólki að Syðri-Hofdölum í Viðvíkurhreppi í Skagafirði árið 1936 og ólst þar upp til fullorðinsára.
Hún lést á Landspítalanum. Útför Ragnhildar Árnadóttur var gerð frá Neskirkju 23. maí 2014, og hófst athöfnin klukkan 15.

Sigríður Kristinsdóttir (1921-1998) Okala Florida

  • HAH07908
  • Einstaklingur
  • 15.11.1921 - 23.5.1998

Sigríður G Kristinsdóttir 15. nóv. 1921 - 23. maí 1998. Iðnverkakona í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Okala í Flórída. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
Útför Sigríðar fór fram frá Neskirkju þriðjudaginn 2. júní 1998 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Tryggvina Steinsdóttir (1922-2021) Hrauni á Skaga

  • HAH07909
  • Einstaklingur
  • 7.4.1922 - 11.1.2021

Tryggvina Ingibjörg Steinsdóttir 7. apríl 1922 - 11. jan. 2021. Húsfreyja, ráðskona hjá Vegagerðinni og síðar bréfberi og póstafgreiðslumaður. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930. Var í Efri-Núp, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
Fæddist á Hrauni og ólst þar upp.
Hún á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi. Útför Tryggvinu var gerð frá Áskirkju 22. janúar 2021, klukkan 15

Ragnheiður Þorsteinsdóttir (1931-2018) Sandbrekka, N-Múl.

  • HAH08079
  • Einstaklingur
  • 23.5.1931 - 19.10.2018

Ragnheiður Þorsteinsdóttir [Ragna] 23. maí 1931 - 19. okt. 2018. Húsfreyja á Egilsstöðum og fékkst við ýmis störf. Kvsk á Blönduósi 1949-1950.
Hún fæddist á Sandbrekku í Hjaltastaðarþinghá
Ragnheiður Þorsteinsdóttir, eða Ragna eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp við öll venjuleg sveitastörf á Sandbrekku í Hjaltastaðarþinghá þar sem faðir hennar var hreppstjóri og bóndi og móðir hennar húsmóðir á mannmörgu heimili.

Guðrún Jónsdóttir (1919-2004) Garðakoti Skagafirði

  • HAH07926
  • Einstaklingur
  • 16.10.1919 - 28.5.2004

Guðrún Jóna Jónsdóttir fæddist í Mýrarkoti í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 16. október 1919.
Húsfreyja á Akureyri og í Reykjavík. Var í Mýrakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. 1920.
Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 28. maí 2004. Útför Guðrúnar var gerð frá Grensáskirkju 4.6.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Lilja Halldórsdóttir (1926-2008) Stykkishólmi

  • HAH07939
  • Einstaklingur
  • 14.3.1926 - 13.1.2008

Lilja Halldórsdóttir fæddist að Ytri-Tungu í Staðarsveit 14. mars 1926. Lilja og Ólafur bjuggu allan sinn búskap á Akranesi ef frá eru talin 10. ár sem þau bjuggu að Innsta-Vogi. Síðustu árin bjuggu þau á Höfðagrund 25 á Akranesi.
Var í Ytri-Tungu, Staðastaðarsókn, Snæf. 1930. Húsfreyja og saumakona og síðar sjúkrahússtarfsmaður á Akranesi. Kvsk á Blönduósi 1943-1944.
Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 13. janúar 2008. Útför Lilju fór fram frá Akraneskirkju 18.1.2008 og hófst athöfnin klukkan 14.

Ólöf Jónasdóttir (1921-2006) Magnússkógum

  • HAH07951
  • Einstaklingur
  • 16.7.1921 - 19.8.2006

Ólöf Jónasdóttir fæddist á Oddsstöðum í Hrútafirði 16. júlí 1921.
Ólöf og Guðmundur bjuggu alla sína hjúskapartíð í Magnússkógum en eftir að Guðmundur lést, vorið 1993, fluttist Ólöf á Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal og bjó þar til hinsta dags.
Hún lést á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal aðfararnótt laugardagsins 19. ágúst 2006. Útför Ólafar var gerð frá Hvammskirkju í Dölum 26.8.2006 og hófst athöfnin klukkan 14.

Karl Aspelund (1930-2019) íþróttakennari

  • HAH08114
  • Einstaklingur
  • 18.10.1930 - 15.10.2019

Karl Haraldsson Aspelund 18. okt. 1930 - 15. okt. 2019. Íþróttakennari á Ísafirði og starfaði jafnframt sem bifreiðastjóri, bifreiðaskoðunarmaður og minkabóndi‚ íþróttakennari Kvsk á Blönduósi 1951-1952.
Fæddist á Ísafirði. Með kennslustörfum lagði hann einnig stund á nám í ljósmyndun sem hann vann við um tíma. Karl og Agnes bjuggu fyrstu árin í Aðalstræti 22 á Ísafirði en byggðu síðar hús við Sætún 9 á Ísafirði árið 1970 þar sem þau bjuggu alla tíð.
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Karl var jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju 26. október 2019, klukkan 14.

Helga Guðrún Jónsdóttir (1942-2012) Akranesi

  • HAH08335
  • Einstaklingur
  • 25.3.1942 - 26.2.2012

Soffía Helga Jónsdóttir fæddist á Akranesi 25.3. 1942. Helga ólst upp á Akranesi, lauk þaðan gagnfræðaskóla 1959 og námi frá Húmæðraskólanum á Blönduósi 1961.
Hún andaðist á Akureyri sunnudaginn 26.2. 2012. Útför Soffíu Helgu fór fram frá Akureyrarkirkju 7.3.2012, og hófst athöfnin kl. 13.30.

María Jóhannsdóttir (1943-2000) Reykjavík

  • HAH08362
  • Einstaklingur
  • 2.4.1943 - 4.7.2000

María Sólrún Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 2. apríl 1943. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Grindavík.
Hún lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 4. júlí 2000. Kvsk á Blönduósi 1960-1961. Útör hennar fór 11. júlí 2000 frá Grindavíkurkirkju og hófst athöfnin kl. 13:30

Bergljót Hermundsdóttir (Thorlacius) (1943-2021) Reykjavík

  • HAH08394
  • Einstaklingur
  • 17.12.1943 - 11.3.2021

Bergljót Hermundsdóttir fæddist í Reykjavík þann 17. desember 1943. Bergljót ólst upp í Vesturbænum til níu ára aldurs og flutti þá á Bústaðaveginn.
Hún lést 11. mars 2021. Útför Bergljótar fór fram í Guðríðarkirkju 19. mars 2021, klukkan 15.

Valgerður Guðmundsdóttir (1941-2002) Stekkum í Flóa

  • HAH08346
  • Einstaklingur
  • 2.10.1941 - 20.11.2002

Valgerður Hanna Guðmundsdóttir fæddist í Stekkum í Sandvíkurhreppi 2. október 1941. Stundaði garðrækt og vann ýmis störf í fiskvinnslu.
Árið 1965 hóf Hanna búskap á Eyrarbakka þar sem hún bjó á Túngötu 63 til æviloka. Þar stundaði hún garðrækt með eiginmanni sínum og samhliða því vann hún ýmis störf í fiskvinnslu.

Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 20. nóvember 2002. Útför Hönnu fer fram frá Eyrarbakkakirkju 30.11.2002 og hófst athöfnin klukkan 14.

Sigrún Björk Jóhannesdóttir (1942-2002) Akureyri

  • HAH08354
  • Einstaklingur
  • 17.10.1942 - 21.10.2002

Sigrún Björk Jóhannesdóttir 17.10.1942 - 21.10.2002. Síðast bús. á Akureyri. Kvsk á Blönduósi 1960-1961
Sigrún hélt heimili með föður sínum og syni.
Hún var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 28.10.2002 kl 13:30.

Þorbjörg Sveinbjarnardóttir (1946-2006) Reykjavík

  • HAH08511
  • Einstaklingur
  • 18.8.1946 - 19.2.2006

Þorbjörg Sveinbjarnardóttir fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1946. Þorbjörg ólst upp hjá foreldrum sínum í Sandgerði þar til hún var á fjórða árinu. Þá fór hún í fóstur til frænku sinnar Ólafar Jónsdóttur, f. 1898, d. 1966, sem bjó í Huppahlíð ásamt systkinum sínum, þeim Guðjóni, Jóhannesi, Guðrúnu, Sigurði og Magnúsi, en þau eru nú öll látin og ólst þar upp við venjuleg sveitastörf. Eftir að fóstra hennar lést árið 1966 tók hún við húsmóðurstörfum í Huppahlíð og var það hennar starfsvettvangur upp frá því.
Árið 1968 taka Þorbjörg og sambýlismaður hennar Helgi Björnsson, f. 13. október 1947, við búskap í Huppahlíð.
Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 19. febrúar 2006. Útför Þorbjargar var gerð frá Staðarbakkakirkju í Miðfirði 4.3.2006 og hófst athöfnin klukkan 14.

Halldóra Borg Jónsdóttir (1945-2002) Reykjavík

  • HAH08527
  • Einstaklingur
  • 30.7.1945 - 10.5.2002

Halldóra Borg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1945. Halldóra og Kristján bjuggu í Reykjavík til að byrja með en voru í Danmörku 1968-1973. Þá fluttu þau í Kópavog og hafa búið þar síðan.
Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 10. maí 2002. Útför Halldóru var gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 17.5.2002 og hófst athöfnin klukkan 10.30.

Hanna Eiríksdóttir (1945-2010) Eyri við Ingólfsfjörð

  • HAH08507
  • Einstaklingur
  • 22.6.1945 - 4.5.2010

Hanna Eiríksdóttir fæddist á Eyri við Ingólfsfjörð 22. júní 1945. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 4. maí 2010. Kvsk Blö 1964-1965
Hanna fluttist austur á Hérað í febrúar 1966 og hóf þá störf hjá Búnaðarbankanum á Egilsstöðum. Hún vann síðan hjá Pósti og síma um árabil og starfaði frá árinu 1986 og til æviloka sem læknaritari á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum. Hanna og Brynjólfur stofnuðu fyrst heimili á Brúarlandi í Fellahreppi en 1973 fluttu þau í nýbyggt eigið hús á eignarlandi sínu í jaðri Fellabæjar og nefndu það Vínland. Land þeirra var þá gróðurlítið mólendi, en fyrir iðjusemi Hönnu er heimilið nú sannkallaður sælureitur í fallegum skógarlundi.

Ásdís Lúðvíksdóttir (1951-2015) Ísafirði

  • HAH08595
  • Einstaklingur
  • 5.11.1951 - 23.8.2015

Ásdís Jóna Lúðvíksdóttir fæddist á Ísafirði 5. nóvember 1951. Starfaði við umönnunarstörf í Hveragerði og síðar sem félagsliði í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum
Hún lést á heimili sínu 23. ágúst 2015. Útför Ásdísar Jónu fór fram frá Bústaðakirkju 3. september 2015, kl. 15.

Sveinbjörn Jónsson (1965-2019)

  • HAH08592
  • Einstaklingur
  • 28.8.1965 - 6.9.2019

Sveinbjörn Jónsson fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1965. Sveinbjörn ólst upp með foreldrum sínum, var með þeim á námsárum föðurins í Danmörku og víðar hérlendis.
Árið 1973 flutti fjölskyldan til Patreksfjarðar, þangað átti faðir hans ættir að rekja og fékk starf sem mjólkursamlagsstjóri. Þar ólst Sveinbjörn upp og lauk grunnskólaprófi. Eins og þá tíðkaðist fóru unglingar snemma að vinna og innan við fermingu var hann farinn að vinna í fiski á sumrin. Hann fór í MH eftir grunnskóla en skipti um og fór í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lærði rafeindavirkjun og lauk því námi. Eitt ár var hann við nám í Odense Tekniske skole.

Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. september 2019. Útför Sveinbjarnar hefur fór fram í kyrrþey.

Arndís Sölvadóttir (1950) Síðu, Víðidal

  • HAH08594
  • Einstaklingur
  • 31.12.1950 -

Arndís Helena Sölvadóttir 31.12.1950, Síðu í Víðidal og Hvammstanga. Kvsk á Blönduósi 1968-1969.
Eggert og Dísa bjuggu fyrstu árin í Kópavogi og Breiðholti en fluttu til Hvammstanga vorið 1975. Vann hann þar við steypustöð en stundaði svo vöruflutninga og vann við mjólkurflutninga. Þegar í ljós kom að sjúkdómurinn hafði tekið sig upp og hann varð að fara í lyfjameðferðir fluttu þau aftur til Reykjavíkur árið 1987.

Pétrína Gunnarsdóttir (1950-1977) Bíldudal

  • HAH08566
  • Einstaklingur
  • 24.3.1950 - 9.3.1977

Pétrína Guðrún Gunnarsdóttir [Peta] 24. mars 1950 - 9. mars 1977, [úr sama sjúkdóm og móðir hennar og sonur]. Fóstra, síðast bús. í Hafnarfirði. Kvsk á Blönduósi 1968-1969 og fóstruskólinn 1969.

Laufey Einarsdóttir (1947-2009) Bakka, Bjarnarfirði

  • HAH08545
  • Einstaklingur
  • 24.8.1947 - 6.12.2009

Laufey Einarsdóttir var fædd á Bakka í Bjarnafirði þann 24. ágúst 1947.
Hún lést sunnudaginn 6. desember 2009. Útför Laufeyjar fór fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 15. desember, og hefst athöfnin kl. 13.

Leikfélagið á Blönduósi (1944)

  • HAH00118
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1944-

Fyrsta leiksýning hér á Blönduósi svo vitað sé, var á höndum Leikfimifélags Blönduóss. Fyrsta verkefni félagsins var Kómedía í nóvember 1897 og í mars 1898 var sýnt leikritið Tímaleysinginn. Hlé varð á leikstarfsemi frá um það bil árinu 1906 til 1923. Um 1926 - 1927 var stofnað leikfélag sem starfaði til ársins 1930. Eftir það var það Ungmennafélagið Hvöt (stofnað 1924) sem hélt lífínu í leiklistinni og sýndi á hverjum vetri til ársins 1942. Það var svo þann 30. október 1944 að nokkrir félagar úr Umf. Hvöt stofnuðu Leikfélag Blönduóss. Eftir því sem heimildir herma voru stofnfélagarnir eftirtaldir: Tómas R. Jónsson, Jakobína Pálmadóttir, Bjarni Einarsson, Kristín Tómasdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Þórður Pálsson, Sverrir Kristófersson, Helgi B. Helgason, Stefán Þorkelsson, Jón Jónsson og Konráð Diomedesson.
Fyrsta verkefni þessa nýja Leikfélags var Ævintýri á gönguför [Aths Ráðskona Bakkabræðra skv Húnavöku 1985, var tilefni stofnunar félagsins.] og síðan hefur leiklistarstarf haldist gangandi nær óslitið fram til dagsins í dag. Til gamans má geta þess að fyrsta Húnavakan var haldin hér árið 1948 og var þá sýnt leikritið Maður og kona. Þetta sama leikrit var svo sett upp 16 árum síðar sem fyrsta verk í nýju og glæsilegu félagsheimili.
Formenn leikfélagsins frá upphafi hafa verið sem hér segir: Tómas R. Jónsson, Bjarni Einarsson, Skúli Pálsson, Jóhanna Ágústsdóttir, Sigurður H. Þorsteinsson, Sveinn Kjartansson, Benedikt Blöndal Lárusson, Njáll Þórðarson, Jón Ingi Einarsson og Guðmundur Karl Ellertsson.

Arið 1994 var merkisár í sögu Leikfélags Blönduóss því félagið varð 50 ára. Af því tilefni var ákveðið að setja upp íslenskt leikrit og varð Atómstöðin eftir Halldór Laxness fyrir valinu. Leikstjóri var Inga Bjarnason. Nokkuð erfítt reyndist að skipa í öll hlutverk en það hafðist þó á endanum eins og svo oft áður. Mörg ný andlit sáust í fyrsta skipti á fjölum Félagsheimilins og má með sanni segja að allir hafi staðið sig með prýði, jafnt ungir sem aldnir. Enda fékk sýningin fádæma góðar viðtökur á frumsýningu sem og á öðrum sýningum. Eins og oft áður reyndist aðsókn ekki nógu góð og ef áfram heldur sem horfir gæti léleg aðsókn á sýningar reynst banabiti Leikfélagsins. En við skulum nú vona að svo fari ekki og fólk fari að sjá sóma sinn í því að sækja skemmtanir í heimabyggð í staðinn fyrir að leita alltaf að einhverju betra annars staðar. En nóg um það, ætlunin var að fara stuttlega yfir sögu leiklistar á Blönduósi, úr nógu er að moða.

Fannlaug Svala Snæbjörnsdóttir (1954-2021) Raufarhöfn

  • HAH08657
  • Einstaklingur
  • 1.3.1954 - 4.3.2021

Fannlaug Svala Snæbjörnsdóttir fæddist á Raufarhöfn 1. mars 1954. Hún lést á heimili sínu, dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum, 4. mars 2021. Kvsk á Blönduósi 1971-1972.
Óg barnlaus. Hún var jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. mars kl. 13. Vegna fjöldatakmarkana voru aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir athöfnina.

Helga Baldvinsdóttir Freeman (1859-1941) frá Litlu Ásgeirsá

  • HAH09217
  • Einstaklingur
  • 3.12.1858 - 23.10.1941

Helga Steinvör Baldvinsdóttir (Helga S. Freeman) 3. des. 1858 - 23. okt. 1941. Fór til Vesturheims 1873 frá Gröf, Kirkjuhvammshreppi, Hún. Skáldkona í Vesturheimi og skrifaði undir nafninu „Undína“. Jarðsett; Deer Island, Columbia, Oregon, United States of America

Herdís Grímsdóttir (1884-1971) Vatnshlíð

  • HAH09234
  • Einstaklingur
  • 15.11.1884 - 15.9.1971

Herdís Grímsdóttir 15. nóvember 1884 - 15. september 1971. Húsfreyja í Vatnshlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Syðri-Reykjum, Torfastaðasókn, Árn. 1901. Síðast bús. á Sauðárkróki. Húsfreyja.

Guðrún Sigurhjartardóttir (1915-1979) Siglufirði

  • HAH08877
  • Einstaklingur
  • 28.10.1915 - 27.11.1979

Guðrún Sigurhjartardóttir 28. október 1915 - 27. nóvember 1979 Húsfreyja á Siglufirði. Var lærð saumakona og fékkst við verslunarrekstur. Var á Siglufirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Hulda Sæmundsdóttir Olsen (1921-2008) frá Kverngrjóti

  • HAH01466
  • Einstaklingur
  • 28.6.1921 - 15.4.2008

Hulda S. Olsen fæddist á Kverngrjóti í Dalasýslu 28. júní 1921. Hún andaðist í Holtsbúð í Garðabæ 15. apríl síðastliðinn. Hulda var jarðsungin frá Vídalínskirkju 22. apríl, í kyrrþey að hennar ósk. Var í Belgsdal, Staðarhólssókn, Dal. 1930. Húsfreyja.

Auðbjörg Guðmundsdóttir (1922-2010) Illugastöðum á Vatnsnesi

  • HAH01047
  • Einstaklingur
  • 8.4.1922 - 31.5.2010

Auðbjörg Guðmundsdóttir fæddist á Illugastöðum á Vatnsnesi 8. apríl 1922, hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvammstanga 31. maí 2010.
Auðbjörg fæddist á Illugastöðum á Vatnsnesi og ólst þar upp við almenn sveitastörf. Hún gætti Hrólfs bróður síns sem var bæði heyrnar- og mállaus, lærði fingramál. Einnig bjuggu þau systkin til eigið táknmál sem þau notuðu. Þau Auðbjörg og Jóhannes hófu búskap á Illugastöðum, fluttust að Syðri-Þverá 1949 og bjuggu þar til 14. nóvember 1992 er þau fluttu aftur að Illugastöðum þar sem þau bjuggu sín síðustu ár með sauðfjárbúskap og æðarrækt.
Útför Auðbjargar verður gerð frá Tjarnarkirkju á Vatnsnesi í dag, 14. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 14.

Þórey Jónsdóttir (1869-1914) Ytri-Ey

  • HAH09195
  • Einstaklingur
  • 16.2.1869 - 22.3.1914

Þórey Jónsdóttir 16. feb. 1869 - 22. mars 1914. Húsmóðir á Syðri-Ey og víðar. Húsfreyja á Syðriey, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1910.

Niðurstöður 6901 to 7000 of 10412