Sýnir 10466 niðurstöður

Nafnspjald

Illugastaðir á Vatnsnesi (1927)

  • HAH00593
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1927 -

Vatnsnes; Kirkjuhvammshreppur; V-Húnavatnssýsla; Marklækjarós; Einbúi; Markdæld; Rauðuskriða; Brunahólar; Ásbjarnarstaðaland; Þverlækur; Sjónarhóll; Vallalækjur:

Kattarauga í Vatnsdal

  • HAH00341
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Kattarauga var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Tjörnin Kattarauga er alldjúpur pyttur sem í eru tveir fljótandi hólmar sem reka undan vindi. Mikið og stöðugt rennsli er í gegnum tjörnina. Í botni tjarnarinnar er lindarauga sem glittir á þegar logn er og bjartur dagur. Af lindarauganu dregur tjörnin nafn sitt. Gróður á svæðinu er dæmigerður íslenskur mýrargróður.
Stærð náttúruvættisins er 0,01 ha.

Kálfafellskirkja í Fljótshverfi á Síðu

  • HAH00343
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1898 -

Kálfafellskirkja er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1897-1898 og vígð 13. nóvember. Kirkjan er byggð úr járnklæddu timbri og rúmar 120 manns í sæti. Hún var endurbyggð á árunum 1959-1960, turn smíðaður og hún lengd. Jón og Gréta Björnsson máluðu kirkjuna, sem var endurvígð 21. júlí 1960.

Kirkjan á Kálfafelli stóð ofar í túninu til 1898. Þar ger gamall kirkjugarður. Altaristaflan í kirkjunni er frá 1683. Gömul skírnarskál, sem var seld úr kirkjunni 1895 fyrir 30 krónur, er í Þjóðminjasafni. Þar er líka mjög fágætur prósessíukross úr katólskum sið úr kirkjunni. Prestssetur var í Kálfafelli til 1880, þegar sóknin var lögð til Kirkjubæjarklausturs. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar heilögum Nikulási.

Ketilholuflá á Grímstunguheiði

  • HAH00276
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hún liggur í keri, marflöt og mjög blaut. Uppsprettulækur, talsvert vatnsmikill, rennur bakkafullur í gegnum hana norðanverða og yfir lágan ás, sem heldur vatninu uppi. Hann er blátær. Annar minni og miklu styttri kemur sunnan úr flánni og má heita tær. Mýravatn virðist því ekki renna svo neinu nemi úr flánni. í tungunni milli lækjanna voru nýjar rústir og klaki í kolli þeirra á nálægt 15 cm dýpi. Ein rústin var mjór, svartur hryggur, mikið sprunginn að endilöngu, hinar hálfkúlulaga og mjóar sprungur í þeim öllum. Engin þeirra líktist venjulegum þúfum. Ég kom aftur að rústunum í seinni göngum um haustið. Þá litu þær eins út, nema hvað flestar stóðu að meira eða minna leyti í vatni, því að mikil votviðri höfðu gengið að undanförnu. Mér er ekki kunnugt hvaða ár rústirnar risu, en sumarið 1968 gekk ég yfir þetta svæði án þess að koma auga á nokkur nývirki í flánni.

Fjósar í Svartárdal

  • HAH00160
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1500]

Fyrir framan Fjós þrengist dalurinn og liggur vegurinn allhátt í hlíðinni yfir svonefnt Fjósaklif. Þar er flughengi niður í á, þar sem brattast er. Beint á móti Fjósaklifi eru Skeggsstaðir vestan árinnar. Þar bjuggu um miðja 18. öld hjónin Jón Jónsson (d. um 1785) og Björg Jónsdóttir. Þau áttu 14 börn og náðu 8 þeirra áttræðisaldri. Systkin þessi bjuggu á ýmsum jörðum í nágrenninu og er Skeggsstaðaætt mjög útbreidd um austurhreppa sýslunnar, Skagafjörð og víðar, svo víða, að jafnvel er talið að Ronald Reagan, fyrrum forseti Bandaríkja Norður-Ameríku, sé af Skeggsstaðaætt. Eftir miðja síðustu öld bjó á Skeggsstöðum Brynjólfur Brynjólfsson er síðar flutti til Vesturheims og dó þar háaldraður 1917. Sonur hans, Magnús Brynjólfsson ríkissaksóknari fyrir Pembina County í Norður-Dakota, var fyrsti Íslendingurinn, sem tók próf í lögum vestan hafs (d. 1911).

Fjósar eru í eigu Skógræktarsjóðs Austur Húnavatnssýslu og hefur verið í eyði frá 1970. Skógræktarhólf er í brekkunum neðan brúna. Landsnytjar eru lánaðar. Bærinn stendur í barði undir brattri hólbrekku, skammt norðan Fjósaklifs. Túnstæði er mjög takmarkað niðri í dalnum, en landkostir til fjalls. Voru um skeið beitarhús með nokkru túni ofan brúna, en jörðin á land um Fjósafjall til Arnarvatns og töluvert norður fyrir þjóðveg á Vatnsskarði. Fjárhús byggt 1951 221 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Hlöður 440 m3. Geymslur 132 m3. Veiðiréttur í Svartá.

Landsendahvammur

  • HAH00363
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Blöndugil
Best er að ganga gilið frá suðri til norðurs. Farið er að gilinu við haug þann er Þramarhaugur er nefndur. Fyrst er komið að Landsenda og Landsendahvammi, en þar eru tölverðar leifar af birkiskógi. Síðan er gengið með Gilinu til norðurs.

Langidalur

  • HAH00364
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Langidalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu og liggur frá Refasveit við Blönduós til suðausturs inn að mótum Blöndudals og Svartárdals. Raunar er það aðeins austurhluti dalsins, austan við Blöndu, sem kallast Langidalur, nafnið er ekki notað um svæðið vestan árinnar, að minnsta kosti ekki af heimamönnum.
Meðfram dalnum endilöngum er Langadalsfjall, um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð yfir í Laxárdal fremri, eyðidal austan fjallsins. Langidalur er grösugur og búsældarlegur og þar er fjöldi bæja. Kirkja sveitarinnar er á landnámsjörðinni Holtastöðum en af öðrum höfuðbólum má nefna Geitaskarð og Móberg.

Neskirkja Reykjavík

  • HAH00399
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 14.4.1957 -

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness. Íbúar í sókninni eru um 11 þúsund og er Nesprestakall næstfjölmennast í Reykjavík, á eftir Grafarvogsprestakalli.

Nesprestakall var stofnað 1940 ásamt Laugarnes - og Hallgrímsprestaköllum. Fram að þeim tíma var Dómkirkjan sóknarkirkja allra Reykvíkinga
sem tilheyrðu Þjóðkirkjunni. Var landsvæðið sem tilheyrði prestakallinu nokkuð stórt. Eða eins og stóð í lögum „liggur Nesprestakall að hinum prestaköllunum þremur og nær yfir land Reykjavíkurbæjar vestan Reykjanesbrautar, Seltjarnarnes og Engey.“

Fyrsti prestur safnaðarins, sr. Jón Thorarensen, kom til starfa í byrjun ársins 1941.

Safnaðarstarfið fór fyrst fram í Háskólakapellunni og í skólanum á Seltjarnarnesi.

Kirkjan sjálf var vígð pálmasunnudag 1957. Arkitekt kirkjunnar var Ágúst Pálsson, húsameistari. Fyrir nokkrum árum var kirkjan friðuð hið ytra en hún er fyrsta kirkja landsins sem ekki lýtur hefðbundnum stíl í arkitektúr.

Í kirkjunni er að finna tvö glerverk eftir Gerði Helgadóttur, annað í forkirkju og hitt í kór kirkjunnar.

Árið 1999 var nýtt orgel tekið í notkun og um leið voru gerðar nokkrar breytingar á kirkjunni hið innra.

Rauðkollur í Þjófadölum

  • HAH00390
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Þjófadalafjöll er um 8 km langur fjallshryggur í eins til tveggja km fjarlægð frá nyrsta hluta austurjaðars Langjökuls. Tveir hæstu tindar þeirra, Rauðkollur og Oddnýjarhnjúkur, ná næstum 1100 m y. s. og nokkrir aðrir hnjúkar eru yfir 1000 m, og þau rísa öll 300 til 400 metra yfir umhverfi sitt. Í austurhlíðum þeirra eru víða gróðurtorfur með ýmiskonar gróðri, sem þrífst á hálendinu, þar sem eitthvert skjól og jarðvegur er, og víðast, þar sem ekki eru brattar skriður eða hamrar, er einhvern gróður að finna ef vel er að gáð, svo sem víði, lyng, stinnastör og mosa, og skófir skreyta steina. Svo er einnig næstum allsstaðar uppi á fjöllunum og í vesturhlíðum þeirra, þar sem ekki eru berar klappir. Aðalefni fjallanna er móberg og er það auðunnara fyrir gróðurinn en gosberg. Víða er nokkuð af líparíti (ljósgrýti) og er sá kostur þeirrar bergtegundar að hún er í ýmsum litum, sem eykur fjölbreytni fegurðarinnar. Uppi á miðjum fjöllunum er áberandi rauður leir, sem mun vera frá kulnuðu jarðhitasvæði. Markalína milli Árnessýslu og Austur-Húnavatnssýslu liggur um austurhlíð fjallanna sunnanvert við miðju, norðvestur um þau yfir Oddnýjarhnjúk og vestur í jökul á vatnaskilum spölkorn norðvestan hans. Lína þessi er ekki sjáanleg í landslaginu, en sauðfjárvarnagirðing er nokkru norðan hennar á fjöllunum austanverðum en liggur yfir hana á þeim miðjum og vestur á hraunsvæði dálítið, sem er við austurjaðar Langjökuls.

Þegar horft er til norðausturs af Rauðkolli, sést yfir stórt jafnlent svæði, sem er í kringum 600 metra hæð yfir ssjávarmáli, og því víð sýn í góðu skyggni. Sandkúlufell er til vinstri við það, og liggur Kjalvegur austan þess, en Dúfunefsfell er til hægri og vegurinn vestan við það. Í fjarlægð má greina Mælifellshnjúk, sem víða sést af þessu svæði.

Þjófadalir

  • HAH00331
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Þjófadalir: N64 48.893 W19 42.516.
Þjófadalir 680 mys [, eru dalir og kvosir milli Langjökuls, Þjófadalafjalla og Hrútfells. Þaðan fellur Fúlakvísl til suðurs. Dalurinn, sem er kallaður Þjófadalur, er í hringlaga lægð milli Þjófafells (900m) og Rauðkolls. Þverfell lokar dalnum næstum að sunnan, en Þjófadalsá rennur hjá því um þröngt skarð. Vegurinn liggur um Þröskuld, sem er norðaustan Þjófadals.

Sæluhús FÍ frá 1939 fyrir 10-12 manns stendur við rætur Rauðkolls. Mjög skemmtileg gönguleið er milli Hveravalla og Hvítárness um Þjófadali.

Frá Árbúðum á Kili að Hveravöllum á Kili.
Þetta er vestari reiðleiðin yfir Kjöl, um Þjófadali.

Eystri leiðin liggur um Svartárbotna og Kjalhraun. Bílvegurinn liggur svo enn austar. Lengst af fylgir leiðin Fúlukvísl. Í Hrefnubúðum eru birkileifar í 500 metra hæð. Í Þjófadölum er graslendi. Annars staðar er farið um þýft land og hraun. Þjófadalir eru huliðsheimar, þar sem talið er, að útilegumenn hafi búið. Rauðkollur gnæfir yfir dalnum. Gott skjól er í dalnum. Hann er í 700 metra hæð, en eigi að síður gróinn lyngi, víði og stör. Ekki má nota dalinn sem beitiland fyrir ferðahesta, heldur verða menn að fara þar viðstöðulaust í gegn. Sjá líka slóðina Hvinverjadalur.

Reykjahlíðarkirkja í Mývatnssveit

  • HAH00394
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1962 -

Í Mývatnseldum fyrri, 1724-1729, tók Reykjahlíðarbæinn af og hraunstraumurinn fór báðum megin við kirkjuna án þess að skemma hana. Guðlegri forsjón var þakkað. Kaþólskar kirkjur í Reykjahlíð voru helgaðar heilögum Lárentíusi.

Pétur Jónsson og Guðfinna Jónsdóttir létu byggja Reykjahlíðarkirkju 1875-1876. Kirkjan var tekin ofan 1972.

Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1958-1962. Jóhannes Sigfússon á Grímsstöðum teiknaði hana og smíðaði. Hún tekur 120 manns í sæti og á marga góða gripi, m.a. skírnarsá, sem Jóhannes Björnsson á Húsavík skar út auk myndskurðar á prédikunarstólnum. Batikmyndirnar í kórnum eru eftir Sigrúnu Jónsdóttur.

Reynisdrangar í Mýrdal

  • HAH00401
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Reynisdrangar eru nokkrir klettadrangar, allt að 66 metra háir, úti í sjó sunnan við Reynisfjall í Mýrdal og blasa vel við bæði úr Reynishverfi og frá Vík í Mýrdal.
Drangarnir eru myndaðir í eldsumbrotum en gömul þjóðsaga segir að þeir hafi orðið til þegar tvö tröll hafi ætlað að draga þrísiglt skip að landi en verkið tók mun lengri tíma en þau höfðu ætlað, svo að þegar dagur rann urðu tröllin að steini og skipið einnig. Næst landi er Landdrangur, sem á að vera tröllkarlinn, þá er Langhamar eða Langsamur (skipið), síðan Skessudrangur, sem einnig kallast Háidrangur eða Mjóidrangur, og hjá honum er svo lítill drangur sem kallast Steðji.

Skoða ströndinni.
Töluvert fuglavarp er í dröngunum, bæði fýll, lundi og langvía, og fóru íbúar Reynishverfis þangað til eggjatöku um langan aldur en það var þó oft erfitt því bæði var mjög oft brimasamt við drangana og eins eru þeir víða illkleifir eða ókleifir með öllu. Nú er boðið upp á siglingar í kringum drangana til að skoða þá og fjölskrúðugt fuglalífið.

Sauðanes við Siglufjörð

  • HAH00406
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Úlfsdalir eða Dalir er lítil eyðibyggð yst á Tröllaskaga vestanverðum, í tveimur litlum dalverpum sem ganga inn í Úlfsdalafjöll, fjallgarðinn frá Strákum inn til Siglufjarðarskarðs. Byggð þessi tilheyrði Skagafjarðarsýslu og taldist til Fljóta fram til 1827 en þá var sýslumörkum breytt og Úlfsdalir lagðir til Eyjafjarðarsýslu. Dalirnir eru sagðir kenndir við Úlf víking, sem þar á að hafa numið land.

Þrír bæir voru í Úlfsdölum. Yst, undir Strákafjalli, var Engidalur í samnefndu dalverpi. Fjallið á milli dalanna heitir Dalseti en sunnan við það er Mánárdalur (áður stundum Daladalur) og þar eru Dalabær og Máná. Um tíma var þar einnig hjáleigan Dalabæjarkot. Vestan við Úlfdali er Mánárfjall og þar taka Almenningar við. Þar voru sýslumörkin áður. Fjöllin ganga öll í sjó fram og eru brött og skriðurunninn, svo að samgöngur voru torveldar.

Snjóflóð féll á Engidalsbæinn í apríl 1919 og fórst allt heimilisfólkið, sjö manns, en enginn vissi af flóðinu fyrr en um viku síðar. Bærinn byggðist að vísu upp aftur en fór svo í eyði 1927. Nokkru síðar var þó Sauðanesviti byggður í landi jarðarinnar ásamt vitavarðarbústað og hefur vitavörður búið þar síðan.

Sauðanesviti vestan við mynni Siglufjarðar var byggður á árunum 1933-1934 og var í senn ljósviti og hljóðviti. Vitinn er 10,5 m á hæð.

Skeiðfossvirkjun í Skagafirði

  • HAH00416
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1945 -

Stífla er byggðarlag í Fljótum í Skagafirði, innri hluti Fljótadalsins. Upphaflega átti heitið við hólaþyrpingu sem er þvert yfir dalinn og var ýmist kölluð Stífla eða Stífluhólar en nafnið færðist seinna yfir á sveitina innan við hólana. Þar var áður sléttur, gróinn og fallegur dalur, þar sem áður voru allmargir bæir. Stífluá rann um sveitina en breytti um nafn við Stífluhóla og hét eftir það Fljótaá.

Um 1940 var ákveðið að virkja ána til að afla rafmagns fyrir Siglufjörð og hófust framkvæmdir árið 1942. Stífla var gerð í gljúfrum í Stífluhólum og var Skeiðsfossvirkjun vígð 1945. Innan við hólana var vatn, Stífluvatn, en það stækkaði til muna við virkjunina og fóru lönd margra jarða undir vatn að miklu leyti og sumar þeirra lögðust í eyði. Vatnið er nú 3,9 ferkilómetrar.

Orku­sal­an, dótt­ur­fé­lag RARIK, vinn­ur að rann­sókn­um vegna áforma um Tungu­dals­virkj­un í Fljót­um í Skagaf­irði en Orku­stofn­un (OS) gaf út rann­sókn­ar­leyfi á síðasta ári. Áformin hafa mætt and­stöðu meðal Fljóta­manna, sem minn­ast þess þegar nán­ast heilli sveit í Stíflu­dal var sökkt vegna Skeiðsfoss­virkj­un­ar fyr­ir rúm­um 70 árum. Til varð miðlun­ar­lón sem fékk heitið Stíflu­vatn. Ótt­ast heima­menn að unn­in verði óaft­ur­kræf spjöll á nátt­úr­unni.

Tungu­dal­ur ligg­ur að Stíflu­vatni og hyggst Orku­sal­an kanna fýsi­leika þess að virkja Tungu­dalsá. Efst í þeim dal er Tungu­dals­vatn og fall­hæðin þaðan niður í Stíflu­vatn er um 280 metr­ar. Ger­ir Orku­sal­an ráð fyr­ir miðlun­ar­stíflu við út­fall Tungu­dals­vatns og niðurgraf­inni þrýsti­pípu að stöðvar­húsi nærri bæj­ar­stæði Tungu, en þar eru nú sum­ar­hús. Áætluð stærð Tungu­dals­virkj­un­ar yrði 1-2 MW og reiknað er með teng­ingu að Skeiðsfoss­virkj­un með jarðstreng.

Skrapatunga á Laxárdal fremri [Skipatunga]

  • HAH00372
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Í Húnaþingi II er Skrapatungu svo lýst: „Bærinn stendur á bakka Laxár gengt brú. Er hann nyrzti bær á Laxárdal. Upp af bænum eru brattar brekkur, en ofar gnæfir Tunguhnjúkur dökkur og skriðurunninn. Gróður er fjölbreytilegur og sumarhagar góðir.“ Íbúðarhús byggt 1934 og viðbygging 1950 223 m3. Fjós yfir 6 kýr, fjárhús yfir 180 fjár. Hlöður 270 m3, votheysgeymsla 40 m3. Tún 11,7 ha.

Skriðuland í Langadal

  • HAH00218
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1969 -

Nýbýli reist 1969 í landi Móbergs, Féll nýbýlinu hálft land jarðarinnar. Íbúðarhús stendur í norðu jaðri túnamiðsvæðis milli Blöndu og brattrar fjallshlíðar, Sagnir og örnefni sýna að tvö smábýlihafa verið á þessum slóðum, Kjóavellir ofar en Gullkró neðar, við Blöndu. Fjárhús yfir 600 fjár eru á eyðibýlinu Glaumbæ sem er utar í dalnum. Íbúðarhús byggt 1969 445 m3 og hálft íbúðarhús á Móbergi 236 m3 byggt 1927. Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús fyrir 200 fjár, hlaða 738 m3. Tún 21,1 ha. Veiðiréttur í Blöndu. Seinna var þar svínabú.

Steinnýjarstaðir á Skaga

  • HAH00430
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur norðan við suðurá, drjúgan spöl fyrir vestan Steinnýjarstaðafjall. Þar eru heimahagar grösugir og túnstæði allgott. Íbúðarhús byggt 1943 og 1974 120 m3. Fjós byggt 190 úr torfi og grjóti fyrir 4 gripi, fjárhús byggð 1940 yfir 140 fjár úr torfi og grjóti. Hesthús byggt 1938 yfir 16 hross úr torfi og grjóti. Hlaða steypt 1976 1415 m3. Geymsla 1967 170 m3. Tún 22,9 ha.

Sturluhóll

  • HAH00219
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1961 -

Sturluhóll, Nýbýli reist úr landi Efri-Mýra 1961 Til þes féll 1/3 lands og landsnytja, Beitarland óskipt, bæði víðlent og að mestu gróið. Land mun vandþurrkað. Íbúðarhús byggt 1961-1963 og viðbygging 1968 434 m3. Alifuglahús. Votheysgeymsla 88 m3. Tún 15,8 ha. Veiði í Ytri-Laxá.

Svínavatnskirkja

  • HAH00521
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1882 -

Á Svínavatni var bændahlutinn stærri en kirkjunnar á jörðinni og hefur því ávallt verið bændagarður en ekki prestssetur á staðnum. Kirkjan, sem var helguð Pétri postula í kaþólskum sið, hefur verið útkirkja frá Auðkúlu svo langt sem heimildir ná.

Fram um miðja þessa öld var búið í stórum torfbæ á Svínavatni og sneru 5 stafnar vestur að vatninu. Norður af bænum var kirkjan á fyrri tíð, og í garði, en haustið 1882 var byggð ný kirkja er reist var suður og upp af bænum. Hún er timburkirkja, með turni og nokkru sönglofti, og tekur um 90 manns í sæti. Kirkjan var byggð af Friðrik Péturssyni (1820-1872) smið en sonur hans var séra Friðrik Friðriksson (1868-1961), hinn kunni æskulýðsleiðtogi í Reykjavík og átti hann heima á Svínavatni í bernsku.

Kirkjan á ýmsa góða gripi, svo sem altaristöflu frá 1904, eftir danskan málara, V.H. Vestergaard, sem var vinur séra Friðriks. Myndin sýnir Pétur postula er hann var að sökkva á vatninu við hlið Meistara síns. Er það myndefni einsdæmi hér á landi og altaristaflan þeim mun merkilegri. Þegar kirkjan var reist bjó Helgi Benediktsson (1822-1899) frá Eiðsstöðum á Svínavatni. Hefur dugnaður hans, áræði og efnahagur verið í betra lagi er hann kom upp kirkjunni í því harðæri sem þá var í landinu. Kirkjan var afhent söfnuðinum nokkru fyrir 1950.

Teigarhorn

  • HAH00250
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Teigarhorn er býli undir Búlandstindi í sunnanverðum Berufirði á Austfjörðum. Þar er meðal annars rekið geislasteinasafn og veðurathugunarstöð. Þann 22. júní 1939 mældist þar mesti hiti á Íslandi, 30,5 °C.
Teigarhorn var byggt af Weiwadt fjölskyldunni í kringum 1800. Húsið sem þau byggðu stendur þar enn ásamt öllum gömlu húsgögnunum. Sumir úr fjölskyldunni urðu þekkt til dæmis Nicoline Weiwadt ljósmyndari. Seinna fluttist nýtt fólk á Teigarhorn þegar aðeins einn ættarmeðlimur var eftir (gamall maður) og byggðu nýtt hús en fluttu burt nokkrum árum seinna. Teigarhorn fékk sinn fyrsta landvörð 2013-2014. Í kletti á Teigarhorni fannst stærsta eintak af skólisíti sem fundist hefur á Íslandi en að Teigarhorni eru margar fjörur þar sem mikið er af geislasteinum.

Teigarhorn við Berufjörð er friðlýst sem fólkvangur og hluti jarðarinnar er náttúruvætti, á svæðinu starfar landvörður sem vaktar svæðið og veitir allar helstu upplýsingar. Innan marka jarðarinnar er einn merkasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum.

Veðurathuganir hafa verið stundaðar að Teigarhorni í marga áratugi eða allt frá 1872 en þá var stöðin fyrst stödd á Djúpavogi. Fyrst voru veðurskráningarnar eftir tilfinningu þess er skráir, seinna voru settir upp mælar til veðurathuganna.
Hæsti viðurkendi mældi hiti sem mælst hefur á Íslandi mældist á Teigarhorni eða 30,5°C þó á Teigarhorn einnig hæsta óviðurkennda mælda hita 36,0°C. Fyrir þá sem vilja frekari upplýsingar um þessi met er bent á að ýta hér.
Enn eru veðurmælingar á Teigarhorni og er hægt að sjá línurit frá stöðinni hér að neðan. Þess má einnig geta að árið 2015 var settur upp af Háskólanum að Cambridge, tímabundinn jarðskjálftamælir að Teigarhorni.
Úrkomumælingar eru einnig gerðr handvirkt á Teigarhorni og hægt er að skoða niðurstöður þeirra hér.

Vaglar í Vatnsdal

  • HAH00058
  • Einstaklingur
  • (950)

Bærinn stendur hæst allra bæja í Vatnsdal. Jörðin er gamalt afbýli frá Guðrúnarstöðum og land óskipt, en talið ¼ úr jörðinn allri.
Bærinn stendur vestan Vaglakvíslar og á land beggja vegna hennar. Tún 11,9 ha.

Vatnahverfi Engihlíðarhreppi

  • HAH00221
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1941)

Syðsti bær í Efribyggð. Nafn sitt hefir býlið fengið af vatnaklasa utan lands þess. Stærst þessara vatna er Hólmavatn, og er tún jarðarinnar með íbúðar og peningahúsum austan þess í grónum brekkuhöllum. Í vatninu er silungur til nytja. Jörðin er landlítil og ræktunarmökuleikar takmarkaðir. Jörðin fór í eyði 1970. Núverandi eigandi jarðarinnr er Blönduóshreppur og hefur golfklúbbur Blönduóss þar aðsetur. Íbúðarhús byggt 1937, viðbygging 1960 allt á einni hæð 245 m3. Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús fyrir 10 hrosss. Hlöður 663 m3. Tún 15,5 ha. Veiðiréttur í Hólmavatni. Tún voru síðast nytjuð af Einari Guðlaugssyni.

Vatnshlíð á Skörðum

  • HAH00178
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1500]

Bærinn er ofan Norðurlandsvegar á Vatnsskarði, suðvestan Vatnshlíðarhnjúks. Í suðri rís Valadalshnjúkur, en í vestri Víðivörðuás og Gilsháls. Við túnfótinn er stórt stöðuvatn kennt við bæinn. Hluti af jörðinni nefnist Hlíðarendi. Íbúðarskúr byggður 1972 75 m3, fjós fyrir 8 gripi, fjárhús fyrir 400 fjár, hlöður 600 m3. Tún 17 ha. Veiðiréttur í Vatnshlíðarvatni.

Þórarinsvatn á Grímstunguheiði

  • HAH00277
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fjögurra vatna á Grímstunguheiði skal getið hér: Þórarinsvatn, 493 m.y.s. og 0,95 km²; Svínavatn, 491 m.y.s. og 1,2 km²; Galtarvatn, 515 m.y.s. og 0,84 km²; Refkelsvatn, 480 m.y.s. og 0,82 km². Norður frá Galtarvatni rennur Svínavatnslækur og annar til, en Refkelslækur kemur úr Refkelsvatni.

Allir falla þeir í Vatnsdalsá. Góð bleikja er í þessum vötnum og bændur veiddu þar áður með netum. Vötnin eru á afrétti Ás- og Sveinsstaðahreppa. Allsæmilegur jeppavegur liggur upp úr Vatnsdal. Hann liggur á milli vatnanna og áfram suður í Fljótsdrög.

Eyvindarstaðir í Blöndudal

  • HAH00078
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Eyvindarstaðir er landnámsjörð Eyvindar sörkvis og stendur á háum bakka Blöndu andspænis hinu klettótta Gilsárgili, alllanga bæjarleið norðan Bollastaða. Tún er þar gott og samfellt út og suður frá bænum, að mestu ræktun af framframræslu. Landgott er á Eyvindarstaðahálsi og landið ágætlega gróið. Fyrrum fylgdi Eyvindarstaðaheiði jörðinni og greiddu menn Eyvindarstaðabónda lambtolla fyrir afnotin. Íbúðarhús byggt 1950, 570 m3. Fjós fyri 7 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlaða 300 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Gunnfríðarstaðir á Bakásum

  • HAH00697
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Nú eyðijörð en var áður nyrsta bújörð í Svínavatnshreppi og á land austan í Hálsinum. Helga Jónsdóttir og Steingrímur Davíðsson gáfu Skógræktarfélagi A-Hún jörðina, þar er nú mikil skógrækt. Nokkur hluti landsins er leigður Hrossaræktarsambandi A-Hún og hefur það látið afgirða þar allvænt hólf til geymslu kynbótahrossa. Hús eru öll fallin. Veiðiréttur í Blöndu.

Kárastaðir Svínavatnshreppi

  • HAH00424
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Kárastaðir eru Eyðijörð síðan 1956. Hún liggur næst sunnan við Ása. Beitiland er þar sæmilega gott og ágætt ræktunarland á flatlendinnu norður frá gamla túninu, en Blanda liggur þar með miklum þunga og ógnar með landbroti. Sandeyrar meðfram Blöndu, gegnt Auðólfsstöðum, hafa gróið vel upp á síðari árum. Þar var borinn í tilbúinn áburður með ágætum árangri síðustu árin sem jörð var í byggð og stundum síðan. Vegasamband er slæmt að gamla bæjarstæðinu. Vel mætti endurreisa býlið ofar í hlíðinni í sömu hæð og Ásar eru. Þar er gnægð ræktunarlands og Ásavegur þyrfti aðeins að framlengjast um 1 km. Eigandi jarðarinnar er Sigurjón E Björnsson á Orrastöðum. Síðan þá hefur hann nytjað jörðina annars lánað hana Ás mönnum þar slægjur og beit, Gömul torfhús yfir 100 fjár. Tún 4 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Árfar í Þingi

  • HAH00024
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 8.10.1720 -

8.10.1720 féll skriða úr Vatnsdalsfjalli og tók af bæinn Bjarnastaði. Þar fórust 7 manns. Þetta var mikil skriða sem stíflaði Vatnsdalsá og myndaði Flóðið. Vatnið náði allt fram hjá Hvammi í Vatnsdal fyrstu dagana eftir að skriðan féll og spillti engjum á mörgum bæjum og skerti búsetumöguleika hjá þeim sem þá bæi byggðu. Síðan braut vatnið sér leið yfir skriðuna.

Hólabak er ítak hálfar slægjur á móts við Vatnsdalshóla á Skriðuhólma, sem liggur milli hins forna árfarvegs og Kvíslarinnar suður undan Hnausum.
Landamerkjaskrá fyrir Öxl í Sveinsstaðahreppi. Að sunnan úr syðsta heygarði á Slíubakka austan Árfars beina stefnu í Markstein á Axlarbölum
Ennfremur eiga Bjarnastaðir ítök í Hnausalandi: Lindartjörn og Slýubakka austan árfars til allra slægna.

Dýpið næst skriðunni var um fimm álnir fyrir ofan og sunnan farveginn sem áin hefur náð að mynda yfir skriðuna. Farvegurinn yfir skriðuna reyndist vera 63 faðmar. Þegar kemur yfir skriðuna skiptist afrennslið í þrjár kvíslar. Ein rennur austur fyrir heimaland klaustursins, sem kallað er Hnausar, gegnum tjörn, Skriðutjörn. Önnur rennur þvert yfir haga og engi áðurnefndrar jarðar, Hnausa, út í tjörn sem heitir Svanatjörn. Minnsta kvíslin rennur vestur út í hinn gamla farveg árinnar.
Í skýrslunum er einnig lýst hvernig áin hefur brotið sér leið yfir skriðuna og hvernig umhorfs sé á þessu svæði þarna á vordögum eftir þetta mikla skriðuhlaup. Þar kemur fram að breidd skriðunnar þar sem gamli farvegur árinnar var sé um 320 faðmar. Þá segir á einum stað: „Að vestanverðu við farveg árinnar hefur áminnst skriða hlaupið áfram yfir stærstu hóla og björg, sem frá fornu fari hafa verið kallaðir Vatnsdalshólar. Lengd skriðunnar í þá átt frá farveginum var um 279 faðmar og hefur margnefnd skriða, eftir að hún hafði fallið yfir ána þakið hólana með stórum steinum og eðju, svo mikilfenglengt ef á að horfa. Yfir að sjá lítur allt út eins og nýrunnin skriða. Hæð sumar stærstu klettanna mælt upp og niður er 20 faðmar.“ Samkvæmt þessu hefur skriðan náð um 500 m vestur fyrir núverandi farveg og hæð stærstu steinanna 30-40 metra.

Ártún í Blöndudal

  • HAH00032
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1948 -

Hét áður Ytra-Tungukot. Bærinn stendur nokkuð austan Blöndudalsvegar, í tungunni á eyrunum milli Blöndu og Svartár, með útsýn austur Ævarsskarð til Bólstaðarhlíðar. Svartárbrú hin ysta er við túnfótinn að norðan og er ofan hennar komið á Norðurlandsveg fremst í Æsustaðaskriðu utan Hólahorns. Tún eru ræktuð af sandeyrum og valllendismóum.
Íbúðarhús byggt 1948 530 m3. Fjós yfir 24 gripi, fjárhús fyrir 220 fjár. Hlöður 960 m3. Tún 21 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Svartá.

Hallgrímur Pétursson (1614-1674) á Saurbæ

  • HAH04752
  • Einstaklingur
  • 1614 - 27.10.1674

Sálmaskáld. Prestur á Hvalsnesi á Miðnesi 1644-1651 og í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1651-1667.
Margar kirkjur eru kenndar við Hallgrím Pétursson: Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd (byggð 1954 – 1957) og Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti í Reykjavík (byggð 1945 – 1986). Einnig er lítil en falleg kirkja: Hallgrímskirkja Vindáshlíðar í Kjós. Sú kirkja var áður í Hvalfirði en var flutt eftir að Vindáshlíðarkonur höfðu mikið beðið fyrir að fá kirkju.

Sævar Halldórsson (1923-2015) myndasmiður

  • HAH04757
  • Einstaklingur
  • 10.9.1923 - 4.1.2015

Sævar Halldórsson fæddist á Patreksfirði 10. september 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. janúar 2015.
Sævar hét fullu nafni Hallgrímur Sævar Halldórsson og ólst upp á Siglufirði, í Fróni. Sævar hélt heimili í Barmahlíð 52 til æviloka.
Útför Sævars fór fram í Háteigskirkju 15. janúar 2015, og hófst athöfnin kl. 13.

Hanna Gret Pálsdóttir (1933-1989)

  • HAH04765
  • Einstaklingur
  • 25.4.1933 - 2.9.1989

Hanna Edda Halldórsdóttir fæddist á Siglufirði 25.4.1933
Hún lést á líknardeild Landspítalans 21. desember 1989.
Útför Hönnu Eddu var gerð frá Grafarvogskirkju.

Hans Franzson (1927-2011)

  • HAH04801
  • Einstaklingur
  • 21.8.1927 - 12.6.2011

Hans Ploder var fæddur 21. ágúst 1927 í Bruck an der Mur, Austurríki. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi á hvítasunnudag 12. júní 2011.
Var áður nefndur Johan Kurt Ploder.
Útför Hans Ploder fór fram frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, mánudaginn 27. júní 2011 kl. 15. Jarðsett var í Garðakirkjugarði, Garðabæ.

Hafsteinn Halldórsson (1904-1991) Auðkúlu

  • HAH04607
  • Einstaklingur
  • 14.4.1904 - 11.5.1991

Hafsteinn Halldórsson 14. apríl 1904 - 11. maí 1991. Bókari, síðast bús. í Reykjavík. Var á Blönduósi 1930. Heimili: Auðkúla, Svínavatnshr.
Hann var fæddur í Tungunesi í Svínavatnshreppi 14. apríl 1904 en ólst upp í Selhaga í Bólstaðarhlíðarhreppi. Hafsteinn flutti til Akureyrar um 1930 og vann þar sem bifreiðastjóri.

Halla Björnsdóttir (1861-1955) Borðeyri

  • HAH04620
  • Einstaklingur
  • 16.9.1861 - 1.9.1955

Halla Björnsdóttir 16. sept. 1861 - 1. sept. 1955. Húsfreyja á Borðeyri. Húsfreyja þar 1901. Leigjandi á Borðeyri 1930.

Helga Níelsdóttir (1893-1977) Tungu á Svalbarðsströnd

  • HAH04600
  • Einstaklingur
  • 15.6.1893 - 3.4.1977

Helga Níelsdóttir Laxdal 15. júní 1893 - 3. apríl 1977. Húsfreyja í Tungu, Svalbarðssókn, S-Þing. 1930. Með foreldrum á Hallandi fram á fullorðinsaldur. Húsfreyja í Tungu á Svalbarðsströnd frá um 1916.

Álfþór Jóhannsson (1933) fulltrúi Seltjarnarnesi

  • HAH03840
  • Einstaklingur
  • 12.1.1933 -

Álfþór fæddist á Siglufirði og ólst þar upp og á Seyðisfirði til tíu ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó þar lengst af til 1969 er hann flutti á Seltjarnarnesið.

Ingibjörg Pétursdóttir Blöndal (1896-1977) Hindisvík

  • HAH03805
  • Einstaklingur
  • 14.10.1896 - 28.2.1977

Ingibjörg Þórdís Pétursdóttir Blöndal 14. okt. 1896 - 28. feb. 1977. Var í Tungu, Þverárhr., V-Hún. 1957 Húsfreyja þar 1920. Lengi ráðskona í Hindisvík á Vatnsnesi, V-Hún. Síðast bús. í Þverárhreppi. Ógift og barnlaus.

Þór Þorbjörnsson (1944)

  • HAH03567
  • Einstaklingur
  • 13.8.1944 -

Þór Ingimar Þorbjörnsson 13. ágúst 1944. Var í Reykjavík 1945. Húsasmiður.

Einar Kristmundsson (1947-2017) Grænuhlíð

  • HAH05009
  • Einstaklingur
  • 28.8.1947 - 3.7.2017

Var í Grænuhlíð, Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi í Grænuhlíð í Torfalækjarhreppi.
Hann fæddist á Blönduósi 28. ágúst 1947. Hann lést á heimili sínu, Grænuhlíð í Húnavatnshreppi, 3. september 2017.

Haukur Jónsson (1947-2013) Haugum Skriðdal

  • HAH05011
  • Einstaklingur
  • 24.4.1947 - 27.10.2013

Haukur Jónsson 24. apríl 1947 - Hann lést á heimili sínu 27. október 2013.
Bóndi og búfræðingur á Haugum í Skriðdal, síðar bús. á Egilsstöðum þar sem hann fékkst við ýmis störf.
Útför Hauks fór fram frá Egilsstaðakirkju 8. nóvember 2013, kl. 14. Jarðsett var í Þingmúlakirkjugarði.

Daníel Árnason (1948-2008) Eyjakoti

  • HAH05020
  • Einstaklingur
  • 16.3.1948 - 12.4.2008

Daníel Árnason fæddist á Blönduósi 16. mars 1948. Hann lést á heimili sínu, Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu, 12. apríl 2008. Hann ólst upp í Eyjarkoti í Vindhælishreppi, A-Húnavatnssýslu.
Var í Eyjarkoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Búfræðingur, fasteignasali og sölumaður í Reykjavík. Hann var félagi í Oddfellowreglunni, stúku nr. 11, Þorgeir. Á annan áratug glímdi hann við MS-sjúkdóminn og markaði sú glíma lífsgöngu hans. Frá árinu 2003 bjó hann á Sjálfsbjargarheimilinu og naut þar góðrar umönnunar.
Daníel var jarðsunginn frá Laugarneskirkju.

Lára Sigurðardóttir (1905-1994) Hólsseli

  • HAH05054
  • Einstaklingur
  • 8.8.1905 - 4.2.1994

Lára Sigurðardóttir 8. ágúst 1905 - 4. feb. 1994. Var í Hólsseli, Víðihólssókn, N-Þing. 1930. Húsfreyja í Hólsseli um 1940-62.

Ásgeir Sigjónsson (1905-1992) kennari Dalvík

  • HAH05082
  • Einstaklingur
  • 30.12.1905 - 2.9.1992

Ásgeir Pétur Sigjónsson 30. des. 1905 - 2. sept. 1992. Var á Fornustekkum, Nesjahr., A-Skaft. 1910. Kennari á Dalvík, síðast bús. þar.
Ásgeir andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. september, 1992 eftir skamma legu.

Ásrún Arnþórsdóttir (1938-2017) Reykjavík

  • HAH05078
  • Einstaklingur
  • 26.3.1938 - 6.10.2017

Ásrún Björg Arnþórsdóttir fæddist 26. mars 1938 á Norðfirði. Hún lést 6. október 2017 á heimili sínu í Reykjavík.
Útför Ásrúnar Bjargar fór fram frá Grensáskirkju í dag, 27. október 2017, klukkan 13.

Helga Jónsdóttir (1912-2000) frá Blöndudalshólum

  • HAH05069
  • Einstaklingur
  • 9.6.1912 - 25.2.2000

Helga Lovísa Jónsdóttir 9. júní 1912 - 25. feb. 2000. Vetrarstúlka á Sauðárkróki 1930.
Hún var fædd að Blöndudalshólum í Húnavatnssýslu 9. júní 1912. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. febrúar 2000.
Útför Helgu Lovísu fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. mars, og hófst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett var í Skútustaðakirkjugarði.

Jón Ólason (1910-1994) Skógum Öxarfirði

  • HAH05080
  • Einstaklingur
  • 7.12.1910 - 12.8.1994

Jón Ólason 7. des. 1910 - 12. ágúst 1994. Vinnumaður á Bakka, Garðssókn, N-Þing. 1930. Bóndi í Skógum í Öxarfirði.

Sigyn Frímann (1934-2008) Akureyri

  • HAH05093
  • Einstaklingur
  • 22.12.1934 - 1.11.2008

Guðlaug Sigyn Frímann Jóhannsdóttir fæddist á Akureyri 22. desember 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 1. nóvember 2008.
Húsfreyja og verkakona á Akureyri.
Síðustu árin dvaldi Sigyn á Hjúkrunarheimilinu Skjaldarvík og á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Útför Sigynar fer fram, 10. nóvember 2008, frá Akureyrarkirkju kl. 13.30.

Sigríður Bjarnadóttir (1910-1997) frá Odda

  • HAH05075
  • Einstaklingur
  • 26.5.1910 - 18.3.1997

Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. maí 1910. Eldhússtúlka í Kirkjustræti 8 , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945, síðast bús. í Reykjavík.
Sigríður ólst upp í Odda á Rangárvöllum frá 8 ára aldri, hjá systur sinni, Önnu Bjarnadóttur, sem gift var séra Erlendi Þórðarsyni sem þar var prestur.
Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi aðfaranótt 18. mars 1997.
Útför Sigríðar fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. mars og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Sigríður Pálsdóttir (1907-2002) Akureyri

  • HAH05095
  • Einstaklingur
  • 11.1.1907 - 18.6.2002

Sigríður Lovísa Pálsdóttir 11. jan. 1907 - 18. júní 2002. Var á Akureyri 1910. Húsfreyja á Akureyri 1930. Lést á dvalar heimilinu Hlíð

Jóhann Frímann (1906-1990) skólastjóri

  • HAH05104
  • Einstaklingur
  • 27.11.1906 - 28.2.1990

Jóhann Frímann fæddist í Hvammi í Langadal 27. nóvember 1906 og var Austur-Húnvetningur í báðar ættir.
Kennari og síldarmatsmaður á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.
Skólaárið 1953-'54 var Jóhann í ársleyfi frá skólanum og fór þá námsferð til Bandaríkjanna. Þar stundaði hann m.a. nám í ensku og uppeldis- og sálfræði við háskólana í Syracuse og Washington D.C., auk þess sem hann kynnti sér skólaog skólarekstur á ýmsum stöðum vestra.

Guðrún Sigurjónsdóttir (1937-2004) frá Brekku í Þingi

  • HAH05122
  • Einstaklingur
  • 3.6.1937 - 5.8.2004

Guðrún Sigurjónsdóttir fæddist í Brekku í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu 3. júní 1937. Lengstan hluta ævinnar stundaði hún húsmóðurstörf auk verslunarstarfa.
Guðrún var frá unga aldri alin upp í Brekku en seinna byggðu móðir hennar og Þórir Magnússon nýbýlið Syðri-Brekku. Bjó hún hjá þeim þar í nokkur ár en rúmlega tvítug settist hún að í Reykjavík.
Hún lést á heimili sínu að morgni 5. ágúst 2004.
Útför Guðrúnar fór fram frá Fossvogskirkju 13.8.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hafdís Jóelsdóttir (1937-2006) USA

  • HAH05116
  • Einstaklingur
  • 4.7.1937 - 3.8.2006

Hafdís Jóelsdóttir Rebish fæddist í Reykjavík 4. júlí 1937. Hún lést í Bandaríkjunum 3. ágúst 2006.
Útför Hafdísar var gerð ytra.

Theódór Lúðvíksson (1952) Frakklandi

  • HAH05121
  • Einstaklingur
  • 23.1.1952 -

Theódór Lúðvíksson 23. jan. 1952 endurskoðandi. Cessy Frakklandi, starfsmaður Flóttamannahjálpar SÞ 2002. Fósturfaðir hans var Einar Halldórsson Laxness (1931-2016)

Böðvar Jónsson (1925-2009) Gautlöndum

  • HAH05135
  • Einstaklingur
  • 1.7.1925 - 14.11.2009

Böðvar Jónsson fæddist 1. júlí 1925 á Gautlöndum í Mývatnssveit. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík þann 14. nóvember 2009.
Böðvar Jónsson 1. júlí 1925 - 14. nóv. 2009. Var á Gautlöndum, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Bóndi á Gautlöndum í Skútustaðahreppi. Leiðtogi í félags- og menningarlífi Mývatnssveitar og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir landgræðslustörf.
Útför fór fram frá Skútustaðakirkju, Mývatnssveit, sunnudaginn 22. nóvember kl. 14.

Guðjón Jósefsson (1946)

  • HAH05010
  • Einstaklingur
  • 3.1.1946 -

Guðjón Jósefsson 3. jan. 1946. Bændaskólinn á Hvanneyri 1965-1966

Rósa Benediktsdóttir (1936-2018) frá Kirkjubóli í Strandasýslu.

  • HAH05117
  • Einstaklingur
  • 16.6.1936 - 19.18.2018

Hún fæddist á Lækjargötu 9 á Akureyri 16. júní 1936. Rósa var tekin þriggja ára í fóstur af hjónunum Ragnheiði Lýðsdóttur hreppstjóra og Benedikt Grímssyni sparisjóðsstjóra sem bjuggu á Kirkjubóli í Strandasýslu. Ragnheiður og Benedikt reyndust henni ætíð sem bestu foreldrar þó hún héldi alla tíð góðu sambandi við móður sína og með þeim mæðgum var mjög kært.
Rósa flutti til Reykjavíkur sem ung kona og bjó þar alla tíð síðan. Lífsförunautur Rósu var Stefán Þengill Jónsson, f. 26. apríl 1929, d. 10. mars 2001.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. ágúst 2018.
Útför Rósu fór fram frá Langholtskirkju 10. september 2018, klukkan 13.

Jarðarförin fór fram frá Langholtskirkju mánudaginn 10. september kl. 13.00.

Halldór Albertsson (1886-1961) kaupmaður Halldórshúsi vestra Blönduósi

  • HAH04635
  • Einstaklingur
  • 15.7.1886 - 18.5.1961

Halldór Albertsson 15. júlí 1886 - 18. maí 1961. Var í Reykjavík 1910. Fluttist til vesturheims um 1912 og var vestra í 8 ár, 7 ár í Kanada og 1 í Bandaríkjunum, vann skrifstofustörf þar. Kom til Íslands um 1920, fluttist til Blönduóss 1925. Kaupmaður á Blönduósi alllengi. Var í Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1933-1961. Sat í sveitarstjórn þar og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Philip Bardal (1943 - 1985)

  • HAH05155
  • Einstaklingur
  • 20.9.1943 - 24.10.1985

Philip Jón Arinbjörnsson Bardal 20.9.1943 - 24.10.1985 Winnipeg

Gylfi Guðjónsson (1955) Skagaströnd

  • HAH04586
  • Einstaklingur
  • 30.5.1955 -

Fæddur á Ísafirði. Gylfi Guðbjörn Guðjónsson 30.5.1955 útgerðarstjóri Skagstrendings Skagaströnd. Sauðárkróki.

Helga Gröndal (1875-1937) Meðalfellskot

  • HAH04873
  • Einstaklingur
  • 21.9.1875 - 4.4.1937

Helga Benediktsdóttir Gröndal 21. september 1875 - 4. apríl 1937. Húsfreyja í Meðalfellskoti í Kjós, síðar í Hafnarfirði.

Helga Búadóttir (1938) Stóru-Giljá

  • HAH04879
  • Einstaklingur
  • 16.5.1938 -

Helga Búadóttir 16. maí 1938. Var á Beinakeldu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja Stóru-Giljá

Helga Sigurðardóttir (1944-1990) Blönduósi

  • HAH05197
  • Einstaklingur
  • 30.1.1944 - 16.9.1990

Helga fæddist á bænum Gröf á Vatnsnesi 30. janúar 1944, dóttir hjónanna Unnar Ágústsdóttur og Sigurðar Gestssonar. Hún ólst uppí foreldrahúsum á bænum Mörk í Hvammstangahreppi. Sjúkraliði Blönduósi;
Hún lést í bílslysi á Sandskeiði kvöldið 16. september 1990. "Með henni í bílnum var sonur hennar Snorri ásamt unnustu hans Önnu Björk og tveggja ára syni þeirra. Þau slösuðust öll, en þó mest Anna Björk, sem liggur enn á sjúkrahúsi."
Hún var jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 25. september 1990, kl. 13.30.

Haraldur Guðnason (1894-1961) sútari og grafari Akureyri

  • HAH04818
  • Einstaklingur
  • 19.7.1894 - 12.6.1961

Haraldur Guðnason 19. júlí 1894 - 12. júní 1961. Fóstursonur Otto Tulinius á Akureyri, Eyj. 1901. Sútari á Akureyri 1920. Grafari á Akureyri 1930.
Haraldur var fæddur á Eskifirði og tekinn þar í fóstur af Gerðu og O. Tulinius og fluttist með þeim hingað til Akureyrar 6 ára gamall.

Haukur Pálsson (1929) Röðli

  • HAH04849
  • Einstaklingur
  • 29.8.1929 - 9.11.2020

Haukur Þorsteinn Pálsson 29. ágúst 1929. Var á Röðli í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.

Halla Guðlaugsdóttir (1854-1924) Sæunnarstöðum

  • HAH04657
  • Einstaklingur
  • 21.11.1854 - 6.6.1924

Halla Guðlaugsdóttir 21. nóv. 1854 - 6. júní 1924. Vinnukona á Sölvabakka, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Vinnukona á Snæringsstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1890. . Húsfreyja á Hofi í Skagahr., síðar á Sæunnarstöðum.

Jakob Bjarnason (1896-1984) Síðu

  • HAH05213
  • Einstaklingur
  • 26.10.1896 - 30.10.1984

Jakob Benedikt Bjarnason 26. okt. 1896 - 30. okt. 1984. Bóndi á Síðu, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Síðu, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi á Síðu.

Jökull Sigtryggsson (1926-2016) Núpi

  • HAH05205
  • Einstaklingur
  • 18.4.1926 - 16.6.2016

Jökull Sigtryggur Emil Sigtryggsson 18. apríl 1926 - 16. júní 2016. Var á Núpi, Vindhælishr., A-Hún. 1957.

Halldór Sölvason (1897-1971) skólastjóri

  • HAH04664
  • Einstaklingur
  • 16.9.1897 - 31.5.1971

Halldór Jóhannes Sölvason 16. sept. 1897 - 31. maí 1971. Gafli 1901. Skólastjóri í Fljótshlíð, síðar kennari í Reykjavík. Barnakennari í Reyni, Reynissókn, V-Skaft. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Halldór Jóhannsson (1877-1933) frá Mjóadal

  • HAH04665
  • Einstaklingur
  • 16.6.1877 - 2.2.1933

Halldór Jóhannsson 16. júní 1877 dáinn 2.2.1933. Winnipeg. Fór til Vesturheims 1898 frá Mjóadal, Bólstaðarhlíðarhreppi, Hún.
Halldór Jóhannsson lézt að heimili sínu, Ste. 1 Cumberland Court í Winnipeg, fimtudaginn 2. febrúar 1933. Hann var 55 ára gamall. Skilur eftir konu og uppkomin börn. Jarðarförin fór fram frá útfararstofu A. S. Bardals laugardaginn 4. febrúar 1933

Halldór Konráðsson (1831-1906) Móbergi

  • HAH04673
  • Einstaklingur
  • 22.5.1831 - 16.11.1906

Halldór Konráðsson 22. maí 1831 - 16. nóv. 1906. Var á Hólastöðum, Svínavatnssókn, Hún. 1845. Bóndi á Strúgsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Bóndi og vefari á Móbergi í Langadal.

GPJ

Niðurstöður 5901 to 6000 of 10466