Jóhann Ólafsson (1908-1989) Sarpi, Skorradal
- HAH08798
- Person
- 8.10.1908 - 11.12.1989
Jóhann Ólafsson magnaravörður Jóhann Ólafsson frá Sarpi í Skorradal andaðist í Landspítalanum þ. 11. desember 1989
Jóhann fæddist 8. október 1908. Foreldrar Jóhanns voru Elín Jó hannsdóttir, sem var annáluð dugnaðarkona, og Ólafur Guðmundsson, Ólafssonar óðalsbónda og alþingismanns.
Jóhann ólst upp við venjuleg sveitastörf. Oft mun hafa verið þröngt í búi á þeim árum hjá barnmargra fjölskyldu. Og ekki var mulið undir aldamótakynslóðina, því þá varð hver og einn að ryðja sjálfum sér braut.
Að Nesi við Seltjörn kom hann 1. október 1937 og hefur verið þar síðan. Fyrst við sveitabúskap hjá móður okkar, sem þá var nýlega orðin ekkja.