Kennari á Efri-Grund, Akranesssókn, Borg. 1930. Heimili: Bægisá, Öxnadal. Húsmæðrakennari og húsfreyja í Hveragerði, síðar í Kópavogi. Barnlaus.
Rætur Sigríðar lágu meðal höfðingja hins forna íslenska sveitasamfélags og stóð hún jafnan styrkan vörð um þann menningararf sem henni hafði verið trúað fyrir á sínum yngri árum. Hún las mikið, en var íhaldssöm í lestrarvali sem og lifnaði öllum. Þau hjónin, Sigríður og Bjarni, en hann lést árið 1979, voru mjög samhent, en um leið ólík um flesta hluti. Jafn þögul og hún var t.d. um stjórnmál, þá var Bjarni ákafamaður hinn mesti í umræðum um þau efni. Svo var raunar um flest það sem á góma bar.