Sýnir 953 niðurstöður

Nafnspjald
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966)

Hnitbjörg dvalarheimili aldraðra (1980)

  • HAH10130
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1980

Laugardaginn 1. mars var haldin vígsluhátíð í fyrri áfanga dvalarheimilis aldraðra á Blönduósi. Fyrri áfanginn er 2 hæðir og kjallari og í honum eru 10 íbúðir, 50 fm, ætlaður hjónum.
Hverri íbúð fylgir 6 fm geymslupláss í kjallara en þar er einnig samkomusalur og föndurherbergi, auk þvottaherbergis. „Það er ætlunin að föndurherbergið verði notað fyrir alla þá á
þessum aldri á Blönduósi og nágrenni sem óska eftir því”, sagði Sigursteinn Guðmundsson, yfirlæknir á Blönduósi, í samtali við Tímann.
„Framkvæmdir við byggingu dvalarheimilisins hófust 1975, en fyrstu íbúarnir fluttust inn 21. des. 1979 og húsið var fullskipað í janúar 1980. Arkitektastofan sf. (Ormar Þ. Guðmundsson og Örnólfur Hall) hönnuðu húsið, verktakar voru Fjarhitun hf. Rafteikning hf og verktakar frá Blönduósi”. Í seinni áfanganum verða íbúðir fyrir einstaklinga en í 4 af
10 fyrstu íbúðunum er þannig gengið frá hlutunum að 2 einstaklingar geta búið í þeim með því að deila með sér eldhúsi”. Húsinu var gefið nafn á vígsluhátíðinni og var það skírt Hnitbjörg.
Bætt

Sigvaldi Björnsson (1858-1947) Skeggstöðum

  • HAH05480
  • Einstaklingur
  • 9.7.1858 - 13.11.1947

Jóhannes Sigvaldi Björnsson 9. júlí 1858 - 13. nóvember 1947. Var í Ystagili, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Bóndi Brún 1890, á Skeggstöðum 1901 og 1920. Kona hans 26.10.1886; Hólmfríður Bjarnadóttir 25. júlí 1862 - 19. mars 1926 Húsfreyja á Skeggsstöðum. Dóttir þeirra Ólöf (1888-1925) kona Hjálmars á Fjósum.

Sigríður Sigfúsdóttir (1915-2003) Forsæludal

  • HAH9399
  • Einstaklingur
  • 18. sept. 1915 - 30. jan. 2003

Sigríður var fædd að bænum Forsæludal. Foreldrar hennar voru Sigfús Jónasson bóndi og bókbindari í Forsæludal sem ættaður var frá Saurbæ í Vatnsdal og kona hans, Sigríður Ólafsdóttir en hún kenndi sig við Ólafshús á Blönduósi. Þau hjón eignuðust átta börn í þessari röð. Elst var Ingibjörg, hún er látin, Benedikt og Jónas, þeir eru látnir. Þá Sigríður, Sigfús og Ólafur, þeir eru látnir. Næst er Guðrún en yngst er Indíana. Sigríður ólst upp í Forsæludal hjá foreldrum sínum og systkinum í dalnum fallega sem hún unni. I Forsæludal snérist líf hennar um vinnuna heima. Hún bjó með systkinum sínum en frá árinu 1971-1979 félagsbúi við bróður sinn, Ólaf. Hún var ógift og barnlaus en í skjóli Sigríðar ólst upp Sigríður Ragnarsdóttir og einnig þau Sigríður Ivarsdóttir og Ólafur Bragason. Sigríður Sigfúsdóttir lét af búskap þegar systurdóttir hennar, Sigríður Ragnarsdóttir og hennar maður, Lúther Olgeirsson hófu búskap á jörðinni. Hjá þeim bjó hún áfram í Forsæludal. Áhugamál Sigríðar Sigfúsdóttur var búskapurinn heima. Einnig hafði hún gaman af bókalestri, kveðskap og vísnagerð.
Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þar sem hún hafði dvalið síðustu vikur lífs síns.

Sigurlaug Björnsdóttir (1888-1955) Kennari Kvsk 1933-1944

  • HAH07682
  • Einstaklingur
  • 31.12.1888-26.5. 1955

Nam í Kvsk Blönduósi 1901-1902 og 1905-1906. Hússtjórnarsk. Reykjavík 1907-1908. Kunstflid Kaupmannahöfn sumarið 1912,Fru birgitte Berg-Níelsen Kogeskole, Kaupmannahöfn 1912-1913.
Stundakennari í Barnaskóla Siglufjarðar1915-1916. Umferðarkensla hjá Búnarðarfélagi Íslands 1 vetur að mionnsta kosti. Kennari við Kvsk Blönduósi 1933-1944, Húsmæðraskóla Ísafjarðar 1945-1947.
Húsfreyja Kornsá í Vatnsdal 1920-1926.

Ósk Bjarnadóttir (1862-1953) frá Síðu, vesturheimi 1888

  • HAH07441
  • Einstaklingur
  • 12.3.1862 - 1953

Ósk Bjarnadóttir 12.3.1862 - 1953. Var í Síðu, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1870. Var á Hrappstöðum, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Mun hafa farið til Vesturheims, gift Þórði Jónssyni 1888 vestra [það er ekki rétt, þau giftust frá Víðidalstungukirkju 12.11.1886, skv kirkjubók]. Landnámsmaður suður frá Gull Lake (á sömuslóðum og Bjarni Jónsson frá Ási í Vatnsdal nam land ásamt fjölmörgum vestur Húnvetningum).
Mable Creek Saskatchewan, Canada 1916, Wynyard Saskatchewan 1925.

Vigdís Jónsdóttir (1862) Helguhvammi Vatnsnesi

  • HAH06386
  • Einstaklingur
  • 20.11.1862 -

Vigdís Jónsdóttir 20.11.1862. Var á Ásbjarnarnesi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Vinnukona í Garðhúsi, Staðarsókn, Gull. 1880. Var í Helguhvammi, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1901 og 1930.

Sólrún Árnadóttir (1848) Stóra-Ósi Miðfirði

  • HAH07084
  • Einstaklingur
  • 11.10.1848 - 11.5.1927

Sólrún Árnadóttir 11.10.1848 - 11.5.1927. Var í Litla-Ósi, Melstaðasókn, Hún. 1860. Bústýra að Stóra Ósi í sömu sveit 1870 og 1927. Tungu 1850. Syðri-Þverá 1855

Þorleifur Ingvarsson (1900-1982) Sólheimum

  • HAH07437
  • Einstaklingur
  • 9.10.1900 - 27.8.1982

Þorleifur Ingvarsson 9.10.1900 - 27.8.1982. Bóndi á Sólheimum í Svínavatnshr., A-Hún. Bóndi á Sólheimum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Sólheimum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.
Hann var fæddur 9. október árið 1900 í Sólheimum í Svínavatnshreppi. Tæpra tveggja ára missti Þorleifur móður sína. Var honum þá komið í fóstur til Hannesar Sveinbjörnssonar og konu hans Þorbjargar Jónsdóttur, er þá bjuggu á Geithömrum og síðar í Sólheimum.
Árið 1922 kom hann heim frá Noregi og hóf búskap á hálfum Sólheimum. Hóf hann búskapinn af stórhug og bjartsýni og varð brátt í röð fremstu bænda í sveit sinni. Árið 1927 réðist til hans ráðskona, Sigurlaug Hansdóttir, vestan úr Vatnsdal, hin ágætasta kona er öllum vildi gott gjöra. Varð heimili þeirra þekkt rausnarheimili þar sem m.a. gamalt fólk, er hvergi átti höfði sínu að halla, átti sér athvarf.
Hann andaðist 27. ágúst 1982 á Héraðshælinu. Útför hans var gerð frá Svínavatnskirkju 4. september 1982.

Kristján Jónsson (1848-1932) Víðidalsstungu

  • HAH06577
  • Einstaklingur
  • 23.2.1848 - 18.1.1932

Kristján Jónsson 23. feb. 1848 - 18. jan. 1932. Sonur prestsins, bóndi á Breiðabólstað, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Bóndi í Víðidalstungu í Þorkelshólshr., V-Hún. Var á Breiðabólstað, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930.

Sigfús Jónsson (1870) Almenningi Vatnsnesi

  • HAH06786
  • Einstaklingur
  • 7.9.1870 -

Sigfús Jónsson 7.9.1870. Var í Almenningi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870. Í mt 1920 er hann sagður fæddur í Geitafelli. Lausamaður Sauðadalsá 1901. Húsbóndi Bergi Hvammstanga 1920. Ókvæntur og barnlaus.

Páll Pétursson (1937-2020) Höllustöðum

  • HAH09482
  • Einstaklingur
  • 17.03.1937-23.11.2020

Fæddur á Höllustöðum í Blöndudal 17. mars 1937, dáinn 23. nóvember 2020. Foreldrar: Pétur Pétursson (fæddur 30. nóvember 1905, dáinn 7. maí 1977) bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og kona hans Hulda Pálsdóttir (fædd 21. ágúst 1908, dáin 9. janúar 1995) húsmóðir. Maki 1 (26. júlí 1959): Helga Ólafsdóttir (fædd 30. október 1937, dáin 23. maí 1988) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Þ. Þorsteinsson og kona hans Kristine Glatved-Prahl. Maki 2 (18. ágúst 1990): Sigrún Magnúsdóttir (fædd 15. júní 1944) varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Jónsson Scheving og kona hans Sólveig Vilhjálmsdóttir. Börn Páls og Helgu: Kristín (1960), Ólafur Pétur (1962), Páll Gunnar (1967).

Stúdentspróf MA 1957.

Bóndi á Höllustöðum síðan 1957. Skipaður 23. apríl 1995 félagsmálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 félagsmálaráðherra, lausn 23. maí 2003.

Formaður FUF í Austur-Húnavatnssýslu 1963–1969. Í hreppsnefnd Svínavatnshrepps 1970–1974. Formaður Veiðifélags Auðkúluheiðar 1972–1977. Fulltrúi Austur-Húnvetninga á fundum Stéttarsambands bænda 1973–1977. Formaður Hrossaræktarsambands Íslands 1974 og 1980. Í Norðurlandaráði 1980–1991, formaður Íslandsdeildar þess 1983–1985. Forseti Norðurlandaráðs 1985 og 1990. Í flugráði 1983–1992. Kjörinn í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum 1981 um sameiginleg hagsmunamál. Í Rannsóknaráði 1978–1980. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985–1987, formaður. Í stjórn Landsvirkjunar 1987–1995. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995.

Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–2003 (Framsóknarflokkur).

Félagsmálaráðherra 1995–2003.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1980–1994.

Utanríkismálanefnd 1991–1995 (varaform. 1994–1995), iðnaðarnefnd 1991–1995, sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1995.

Júlíana Guðmundsdóttir (1852-1914) Glaumbæ í Langadal 1890

  • HAH07413
  • Einstaklingur
  • 19.7.1914

Júlíana Guðmundsdóttir 19.7.1852 - 8.2.1914. Vinnukona í Enni, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Var á Hafursstöðum í Höskuldsstöðum, Hún. 1879. Vinnukona á Balaskarði, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Glaumbæ, Holtastaðasókn, Hún. 1890.

Ragnhildur Líndal Hjartardóttir (1891-1966) Rvk, frá Efra-Núpi

  • HAH07465
  • Einstaklingur
  • 1.7.1891 - 3.11.1966

Ragnhildur Hjartardóttir Wiese 1. júlí 1891 - 3. nóvember 1966. Var í Efri-Núpi, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Var í Reykjavík 1910. Nefnd Ragnheiður í 1901.. Jarðsungin frá Fossvogskapellu 10.11.1966 kl 1:30.

Þorsteinn Hjálmarsson (1840-1921) trésm Víðidalstungu

  • HAH07110
  • Einstaklingur
  • 18.9.1840 - 29.9.1921

Þorsteinn Hjálmarsson 18.9.1840 - 29.9.1921. Var á Kolsstöðum, Gilsbakkasókn, Mýr. 1870. Trésmiður í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Húsbóndi Hvarfi 1890. Húsbóndi á Þóreyjarnúpi, Víðidalstungusókn, Hún. 1901 og sagður húsbóndi Galtarnesi 1901. Ekkill Þorsteinshúsi Hvammstanga 1910 og Hlíð 1920.

Gizur Bergsteinsson (1902-1997) Hæstaréttardómari

  • HAH09505
  • Einstaklingur
  • 18.04.1902-26.03.1997

Gizur Bergsteinsson:
MINNING
Gizur Bergsteinsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, andaðist hinn 26. mars
1997, tæplega 95 ára að aldri. Með honum er genginn einn þeirra manna, sem
markað hafa hvað dýpst spor í sögu Hæstaréttar íslands og einnig í mótun
réttarþróunarinnar í landinu á þessari öld.
Gizur Bergsteinsson fæddist hinn 18. apríl 1902 að Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, en þar bjuggu foreldrar hans, Bergsteinn Ólafsson,
bóndi og oddviti, og Þórunn ísleifsdóttir, húsfreyja. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1923 og embættisprófi í lögfræði lauk hann frá
Háskóla íslands í júní 1927. Á árunum 1927 og 1928 stundaði hann framhaldsnám í lögfræði við háskólana í Berlín og Kaupmannahöfn.
Á árinu 1928 hófst starfsferill Gizurar sem lögfræðings. Starfaði hann fyrst
sem endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum. Hann var skipaður
fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í ágúst 1929 og var síðar settur
skrifstofustjóri þar á árunum 1930, 1931 og 1934. Á þessum árum gegndi hann
og nokkrum sinnum setudómarastörfum.
Hinn 24. september 1935 var Gizur skipaður dómari við Hæstarétt íslands
frá 1. október sama ár að telja. Var hann þá aðeins 33 ára að aldri og hefur
enginn yngri en hann verið skipaður dómari við réttinn. Dómaraembættinu
gegndi hann til 1. mars 1972, eða í 36 ár og 5 mánuði, lengur en nokkur annar.
Forseti réttarins var hann samtals í 9 ár á þessu tímabili.
Á starfstíma Gizurar urðu miklar breytingar í hinu íslenska þjóðfélagi frá því
bændasamfélagi, sem hann ólst upp í, til nútímaþjóðfélags með gjörbreyttum
háttum á öllum sviðum. Óhjákvæmilega varð og mikil og ör þróun í íslenskum
rétti á þessum tíma. Þar hafði Gizur mikil áhrif sökum víðtækrar lagaþekkingar
sinnar og atorku. Naut hann mikils álits og trausts í störfum sínum, enda hafði
hann til að bera greind og hæfileika, sem gerðu hann frábærlega hæfan til að
leysa úr hinum flóknustu viðfangsefnum. Hann var víðlesinn á flestum sviðum
lögfræðinnar og gerði sér sérstakt far um að fylgjast með nýjum straumum í
þeim efnum. í Hæstarétti reyndi sífellt á ný og erfið úrlausnarefni, sem tekin
voru föstum og vönduðum tökum. Þar voru á þessum tíma dæmd mál á mörgum
sviðum réttarins, sem voru stefnumarkandi og reyndust traust fordæmi til
framtíðar. Naut hér við staðgóðrar lagaþekkingar, glöggskyggni og mannvits
Gizurar og samdómenda hans. A alllöngu tímabili fyrir og eftir miðja öldina
störfuðu saman í Hæstarétti auk Gizurar dómararnir Þórður Eyjólfsson, Jón
Asbjörnsson, Jónatan Hallvarðsson og Arni Tryggvason. Allir eru þessir hæfu
dómarar nú horfnir af sviðinu, en ég vil leyfa mér að fullyrða að þeir hafi haft
mikil og heillavænleg áhrif á réttarþróunina og stuðlað þar að festu og
stöðugleika.
Ekki einasta nýttist þekking Gizurar Bergsteinssonar og hæfileikar í störfum
hans sem dómari í Hæstarétti, heldur kom hann víða við. Einkum vann hann
mjög að undirbúningi lagasetningar, meðal annars á nýjum sviðum. Þannig átti
hann mjög hlut að mótun löggjafar á sviði samgangna, en óvíða hafa orðið eins
gagngerar breytingar og þar. Hann vann meðal annars að frumvarpi að bifreiðalögum og ekki síður er merkt framlag hans til laga um loftferðir, en hann mun
hafa samið frumvarp að fyrstu lögum um þau efni og skýringar með því. Þá átti
hann hlut að samningu löggjafar um réttarfarsmálefni, bæði um meðferð opinberra mála og einkamála, svo og að löggjöf um Hæstarétt íslands. Til viðbótar
má hér nefna hegningarlög, lög um barnavemd og lög um lax- og silungsveiði.
Um langt árabil var Gizur og formaður í yfirmatsnefnd samkvæmt lögum um
lax- og silungsveiði. Þá ritaði hann einnig greinar um lögfræðileg málefni í
ýmis rit.
Rétt er og að geta þess að Gizur var mikill unnandi íslenskrar tungu og jafnan
var það sameiginlegt kappsmál hans og samdómenda hans að dómar Hæstaréttar
væru ritaðir á góðu íslensku máli eins og dómar réttarins á ofangreindu tímabili
bera glöggt vitni um. Ber að vona að ætíð takist að fylgja því góða fordæmi.
Gizur var gæfumaður í einkalífi. Eiginkona hans, Dagmar Lúðvíksdóttir,
reyndist honum mikil stoð og stytta, en þau gengu að eigast á árinu 1931. Eignuðust þau 4 börn, Lúðvík, hæstaréttarlögmann, Bergstein, verkfræðing og
brunamálastjóra rikisins, Sigurð, sýslumann á Akranesi og Sigríði, meinatækni.
Er þeim öllum, sem og öðrum aðstandendum, vottuð innileg samúð við fráfall
Gizurar.
Hæstiréttur íslands minnist Gizurar Bergsteinssonar með mikilli þökk og
virðingu. Með mikilvirkum störfum sínum átti hann stóran þátt í að leggja
traustan grunn, sem síðan hefur verið byggt á. Sú ósk skal látin hér í ljós, að
Hæstarétti megi auðnast um alla framtíð að starfa af þeirri vandvirkni, hollustu
og trúnaði, sem einkenndu öll hans störf.
Haraldur Henrysson

Fæddur 1902, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 1935.

Lét af störfum 1. mars 1972. Lést 1997.

Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923.

Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1927.

Framhaldsnám við háskóla í Berlín og Kaupmannahöfn 1927 og 1928.

Endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum 1928 – 1929.

Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1929 – 1935.

Helstu aukastörf:

Formaður ríkisskattanefndar 1934 – 1935.

Formaður í yfirmatsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði 1942 – 1990.

Svanlaug Björnsdóttir (1834-1916) Þverá Hallárdal

  • HAH07184
  • Einstaklingur
  • 7.10.1834 - 6.1.1916

Svanlaug Björnsdóttir 7.10.1834 - 6.1.1916. Var á Syðriey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1840. Nefnd Sigurlaug í manntali 1840. Húsfreyja á Þverá, Spákonufellssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Þverá, Spákonufellssókn, Hún. 1890.

Pétur Kristófersson (1840-1906) Stóruborg

  • HAH07104
  • Einstaklingur
  • 16.4.1840 - 3.11.1906

Pétur Kristófersson 16.4.1840 - 3.11.1906. Var í Svignaskarði, Stafholtssókn, Mýrasýslu 1845. Bóndi á Stóru-Borg, V-Hún. 1870

Kristín Jónsdóttir (1891-1984) frá Brekku í Þingi

  • HAH05642
  • Einstaklingur
  • 29.8.1891 - 20.6.1984

Kristín Jósefína Jónsdóttir 29. ágúst 1891 - 20. júní 1984. Var á Brekku, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Kópavogi.

Marsibil Magdalena Árnadóttir (1870-1942) Stöpum

  • HAH06644
  • Einstaklingur
  • 7.8.1870 - 23.6.1942

Marsibil Magdalena Árnadóttir 7.8.1870 - 23.6.1942. Var á Stöpum, Tjarnarsókn, Hún. 1870, 1880 og 1890. Húsfreyja þar 1901. Var á Gnýsstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.

Sigurður Sölvason (1832) Hóli Svartárdal, aktygjasmiður Winnipeg og Akrabyggð ND

  • HAH07475
  • Einstaklingur
  • 10.7.1832 -

Sigurður Sölvason 10.7.1832 [10.7.1831]. Var í Syðri-Löngumýri, Svínavatnssókn, Hún. 1835. Húsmaður á Eiríksstöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Bóndi á Hóli í Svartárdal, A-Hún. Hómópat á Blönduósi. Fór þaðan til Vesturheims 1883. Síðar aktygjasmiður í Winnipeg og Akrabyggð í N-Dakota. Kom aftur, var í Verslun Magnúsar Stefánssonar 1910.

Ásgrímur Ágústsson (1944) Ljósmyndari Akureyri

  • HAH09538
  • Einstaklingur
  • 09.09.1944

Ásgrímur Ágústsson fæddist á Akureyri 1944. Foreldrar hans voru Ágúst Ásgrímsson (1911-1991), iðnverkamaður og Elísabet Geirmundsdóttir (1915-1959), listakona. Ásgrímur útskrifaðist sem ljósmyndari frá Iðnskólanum á Akureyri 1971. Starfaði sem lærlingur á ljósmyndastofunni Filman í Reykjavík. Síðari hluta árs 1972 keypti Ásgrímur ljósmyndastofu af Óla Páli Kristjánssyni sem fékk nýja nafnið Ljósop. Nokkrum mánuðum seinna, árið 1973 flutti Ásgrímur ljósmyndastofuna til Akureyrar, nefndi hana Norðurmynd
og rak hana allt til ársins 2007.
Ásgrímur er kvæntur Önnu Mary Björnsdóttur (1942-). Þau eiga 3 börn.

Baldur Óskarsson (1940)

  • HAH09546
  • Einstaklingur
  • 26.12.1940

Fæddur í Vík í Mýrdal 26. desember 1940. Foreldrar: Óskar Jónsson alþingismaður og kona hans Katrín Ingibergsdóttir húsmóðir.
Starfaði hjá ASÍ við Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA)

Þórður Eyjólfsson (1897-1975) Hæstaréttardómari

  • HAH09463
  • Einstaklingur
  • 04.05.1897-27.07.1975

Sunnudaginn 27. júlí lézt hér í borg Þórður Eyjólfsson fyrrverandi hæstaréttardómari, og er með honum genginn einn fremsti lögfræðingur þjóðarinnar á þessari öld.
Þórður Eyjólfsson var Borgfirðingur, fæddur 4. maí 1897 að Kirkjubóli í Hvítársíðu, og voru foreldrar hans Eyjólfur Andrésson bóndi þar og kona hans, Guðrún Brynjólfsdóttir, Annars voru ættir Þórðar af Suðurlandi. Eyjólfur, faðir hans, var bróðir séra Magnúsar Andréssonar prests að Gilsbakka, en þeir voru Árnesingar að uppruna; er ævisaga Magnúsar Andréssonar eftir séra Magnús Helgason skólastjóra prentuð í Andvara 1924, og má þar lesa ýtarlega greinargerð um föðurætt Þórðar.
Móðir hans, Guðrún, var aftur ættuð úr Rangárvallasýslu, dóttir Brynjólfs Stefánssonar bónda og hreppstjóra að Selalæk á Rangárvöllum og konu hans, Vigdisar Árnadóttur.
Þórður varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum í Reykjavik 1917 og hafði lesið undir prófið utanskóla, en stúdentsprófi lauk hann frá sama skóla 1920. Haustið sama ár hóf hann nám við lagadeild Háskólans og lauk embættisprófi í lögfræði 19. júní 1924. Að loknu lagaprófi gerðist hann fulltrúi bæjarfógetans i Reykjavik og starfaði þar til ársloka 1927. Árin 1928—1929 var hann við framhaldsnám í lögfræði í Berlín og Kaupmannahöfn, en eftir heimkomu eða nánar tiltekið frá ársbyrjun 1930 tii ársloka 1933 stundaði hann ýmis lögfræðistörf í Reykjavík. Einkum fékkst hann við dómstörf, enda skipaður setudómari og skiptaráðandi I ýmsum málum. En jafnframt þessu fékkst hann við ritstörf, vann að samningu ritsins Um lögveð, sem út kom 1934 og hann hlaut fyrir doktorsnafnbót í lögfræði. Hafði hann safnað efni til þess á námsárum sínum erlendis. I ársbyrjun 1934 fékk Magnús Jónsson prófessor við lagadeild Háskólans leyfi frá störfum og var Þórður þá settur prófessor í hans stað og skipaður 12. nóvember 1934 eftir fráfall Magnúsar. Ekki naut þó Háskólinn lengi starfskrafta Þórðar, því að hann var skipaður hæstaréttardómari 24. september 1935, en prófessorsembætti gegndi hann þó til 1. september 1936. I Hæstarétti sat
hann síðan til 1. desember 1965, er hann fékk lausn frá embætti að eigin ósk. Auk þessara aðalstarfa hlóðust á Þórð margvísleg önnur störf. Hann var kennari við Verzlunarskóla Islands 1924—1927; var formaður yfirskattanefndar Reykjavíkur 1932—1935; í stjórnarnefnd sjúkrahúsa og heiibrigðisstofnana 1934—1936; var varamaður i Iandskjörstjórn
1934—1936; prófdómari við lagadeild Háskólans 1937—1943 og við prófraunir héraðsdómslögmanna 1937—1967; hann sat í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 1938—1970; Íslenzk-ameriskri skaðabótanefnd 1943—1944; var skipaður í nefnd til ráðuneytis milliþinganefnd i stjórnarskrármálinu 1945; formaður Sakfræðingafélags Islands var hann 1949—1958; varaformaður stjórnar hugvísindadeildar Visindasjóðs 1958—1974. Hann sat i ritstjórn De nordiska Kriminalistföreningarnas Arsbok frá 1948 og i ristjórn Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab frá 1949. Þótt hann ætti þannig fjölbreytilegan starfsferil er augljóst, að starfskrafta sfna hefur hann einkum helgað dómsýslu og fræðimennsku; er þó ógetið starfa
hans við lagasmíð, en að þeim verður vikið nokkru nánar siðar.

Þórður Eyjólfsson var dómari I Hæstarétti í rúm 30 ár, en áður hafði hann gegnt dómarastörfum við Bæjarfógetaembættið I Reykjavík og sem sérstaklega skipaður dómari.
Þegar hann var skipaður hæstaréttardómari, voru aðeins Iiðin 15 ár frá því að Hæstarétti var komið á fót. Dómstóllinn var því ung stofnun, þótt hann stæði á gömlum merg, sakir beinna tengsla við Landsyfirréttinn, sem rekja mátti óslitið til Alþingis hins forna. En Hæstiréttur hafði á skömmum starfstíma sinum ekki notið neinnar hylli þeirra stjórnmálamanna, sem þá fóru með völd, dómendum hafði verið fækkað í þrjá með vafasamri heimild, embætti hæstaréttarritara formlega afnumið um skeið, þótt aldrei kæmist það til framkvæmda, og auk þess var öll ytri aðstaða næsta bágborin. Skylt er að hafa i huga, að hér réð miklu viðleitni til sparnaðar i ríkisútgjöldum, sem þó óneitanlega veikti stöðu dómsins. Þá höfðu að auki staðið miklar deilur um Hæstarétt og hann sætt hörðum árásum, einkum Tímans og Alþýðublaðsins. Að vísu fæ ég ekki séð, að þær hafi stjórnast af neinni réttlætiskennd, heldur miklu fremur óstýrilæti, en þær voru þó til þess fallnar að veikja traust á dómstólnum. Ádeila á dómstóla var raunar engan veginn fordæmalaus, því að oft hafði verið deilt hart á Landsyfirréttinn, meðan hann starfaði. Þeir voru. skipaðir í dómaraembætti sama dag, Þórður Eyjólfsson og Gizur Bergsteinsson. Var sú ráðstöfun harðlega gagnrýnd I Morgunblaðinu, en gagnrýnin hijóðnaði von bráðar, enda tókst áður en varði góður friður um Hæstarétt, sem síðan hefur haldizt. Er það til marks um almennt traust. Virðist mér að í
þeim efnum hafi Hæstiréttur nokkra sérstöðu meðal æðstu stofnana þjóðfélagsins og þarf ekki að hafa mörg orð um, hversu mikilvægt það er. Verður hér að hafa í huga, að hlutverk dómsins er, eins og annarra dómstóla, að skera úr réttarþrætum borgaranna, sem oft eru tengdar mikilvægum hagsmunaárekstrum, sem haft geta viðtæk áhrif, þannig að tilefni til ýfinga og ádeilu eru ærin. Með starfi sínu í Hæstarétti hefur Þórður Eyjólfsson verið meðal þeirra, sem drýgstan þátt hafa átt í því að styrkja þessa stöðu Hæstaréttar i islenzku þjóðfélagi. Hefur hann þar lagt fram ómetanlegan skerf til íslenzkrar réttarmenningar og um leið til þróunar Islenzks þjóðfélags, sem ég trúi að metinn verði að verðleikum, þegar tímar liða.

Dómstörf eru ábyrgðarmikil, erfið og lýjandi, ekki sizt í hinum æðstu dómstólum, þar sem dómar eru endanlegir. Með hverjum áratug hafa verkefni Hæstaréttar orðið viðameiri, sem raunar stafar ekki aðallega af þvi að málum hafi fjölgað, heldur miklu fremur hinu að þau hafa orðið flóknari og fyrirferðarmeiri eftir þvi sem umsvif hafa aukist í landinu. Þrátt fyrir þetta skilaði Þórður miklu verki sem fræðimaður I lögum og liggja þar eftir hann fjölbreytileg ritstörf. Sérnám hans var einkum á sviði fjármunaréttar eða nánar tiltekið eignarréttar eins og doktorsritgerð hans, Um lögveð ber vitni um. Ekki er unnt að gera grein fyrir efni hennar hér, en það eitt skal sagt, að hún verður um langan aldur grundvallarrit á þessu
sviði. Við lagadeild Háskólans voru kennslugreinar Þórðar almenn lögfræði, persónu-, sifja- og erfðaréttur, ög svo refsiréttur. Af þessum greinum ritaði hann mest um persónurétt og er þar einkum að nefna Agrip af persónurétti, sem kom út fjölritað 1936, en það var stofninn að riti hans Persónuréttur, sem út kom 1949 og hefur siðan verið aðalkennsluritið I þessari grein við lagadeild Háskólans. Er raunar líklegt, að svo verði um langan aldur enn, ef löggjöf verður ekki gerbreytt, en á þvi eru engar horfur eins og sakir standa. Er ritið framúrskarandi ljóst og skilmerkilega samið og sómir sér hið bezta meðal hliðstæðra rita á Norðurlöndum. I þessu viðfangi má og nefna ritgerð hans um vernd á persónulegum hagsmunum, sem tengdir eru látnum manni, en hana lagði Þórður fram sem umræðugrunvöll á 19. þingi norrænna lögfræðinga 1951. Á íslenzku birtist ritgerð um sama efni I Ulfljóti 1961. A sviði refsiréttarins er einkum að nefna ritgerðirnar Upptaka ólöglegs ávinnings f Timariti lögfræðinga 1952 og Fésektir í sama riti 1963. Þá var Þórður Eyjólfsson einn fremsti réttarsögufræðingur meðal islenzkra lagamanna. Af verkum hans í þeirri grein tel ég einna mestan feng að ritgerðinni Refsiréttur Jónsbókar, sem birtist I Afmælisriti Einars Arnórssonar 1940, þar sem flóknu efni eru gerð ákaflega glögg skil. I Sögu Alþingis samdi hann ritið Alþingi og héraðsstjórn, sem hefur að geyma yfirlit yfir sveitarstjórnarlöggjöf frá upphafi til ársins 1945, og í Afmælisriti Ólafs Lárussonar birtist ritgerðin Þrír dómar eignaðir Ara iögmanni Jónssyni. Þar sýnir hann fram á með skarplegri heimildarýni, að tilteknir dómar eignaðir Ara lögmanni Jónssyni (Arasonar) geti ekki verið frá hans hendi, og er ritgerðin ekki einungis framlag til réttarsögu, heldur og til aðferðafræði almennrar sagnfræði. Auk þessara rita hefur Þórður samið ritgerðir á sviði höfundaréttar, sjóréttar og félagsréttar, og í erlendum timaritum hafa birzt eftir hann yfirlitsritgerðir um Islenzkan sifjarétt og þróun skaðabótaréttar á Islandi. Má af þessu sjá, hversu fjölbreytt ritstörf liggja eftir Þórð, og er hér þó engan veginn allt talið. Árið 1967 gaf Lögfræðingafélag Islands út bókina Lagastafi, sem hefur að geyma safn helztu ritgerða hans. — I viðurkenningar skyni fyrir fræðistörf sín, sæmdi Háskólinn í Helsinki hann heiðursdoktorsnafnbót í lögfræði árið 1963. Hér má og geta þess, að Þórður hefur samið margar álitsgerðir um ýmis lögfræðileg efni, m.a. fyrir stjórnvöld, og mega margar þeirra teljast fræðilegar ritgerðir.

Fyrr var þess getið að Þórður Eyjólfsson hefði fengizt mikið við lagasmíð og eru þar á meðal margir viðamiklir lagabálkar, sem hann átti hlut að. Má hér nefna lögræðislögin nr. 95/1947 erfðalögin nr. 8/1962, útvarpslögin nr. 19/1971 og höfundalögin nr. 72/1973. Ennfremur vann hann mikið starf við endurskoðun einstakra þátta almennra hegningarlaga, siglingalaga, og við samningu nýrra laga um hlutafélög, en frumvarp þar að lútandi hefur ekki verið lögfest. öllum þessum lögum og lagafrumvörpum hafa fylgt ýtarlegar skýringar og athugasemdir, sem hann átti mikinn þátt I að semja.

Árið 1930 kvæntist Þórður Eyjólfsson Halldóru Magnúsdóttur. Voru foreldrar hennar Magnús Magnússon skipstjóri, stýrimannaskólakennari og siðar framkvæmdastjóri I Reykjavik og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir. Með þeim var jafnræði og samheldni eins og bezt mátti verða. Börn þeirra eru: Magnús framkvæmdastjóri, Ragnheiður húsmóðir og Guðrún kennari.

Hvorki var Þórður Eyjólfsson mikill að vexti né vallarsýn, en kvikur var hann á fæti og léttur á sér. Hann lét ekki mikið fara fyrir sér, enda hógværð og hlédrægni honum I blóð borin. I öllu lífi sínu var hann vammlaus og í framkomu alúðlegur, blátt áfram og fordildarlaus. En hvorki skorti
hann þó röggsemi né myndugleika, ef slikt átti við. Stundum gat hann virzt dálftið viðutan. Allra mann fljótastur var hann að átta sig á kjarna hvers máls og I meðförum hans urðu flóknir hlutir einfaldir Qg ljósir. Um þetta bera rit hans glöggt vitni eins og áður er rakið. Kennsla lét honum þvf mjög vel og get ég borið um það af eigin reynd, því að hann var um skeið kennari minn við lagadeildina, — er hann kenndi þar um skamma hríð. Þórður var víðlesinn i bókmenntum bæði fornum og nýjum, ekki sizt kveðskap, og kunni kynstur af vísum og kvæðum. Sjálfur mun hann hafa verið prýðilega hagmæltur, en flíkaði því aldrei svo að ég vissi til. Hann hafði næmt auga fyrir hinu skoplega og skemmtilega og kunni frá
mörgu slíku að segja — og sagði vel frá. Fyrr á árum mun hann hafa verið höfundur ýmissa gamanmála, en því hélt hann ekki á loft fremur en hagmælsku sinni

Jónatan Hallvarðsson (1903-1970) Hæstaréttardómari

  • HAH09462
  • Einstaklingur
  • 14. okt. 1903 - 19. jan. 1970

JÓNATAN HALLVARÐSSON
HÆSTARÉTTARDÓMARI
Grein þessi eftir Bjarna Benediktsson forsætisráðherra birtist í Morgunblaðinu 24. janúar 1970 og er birt hér með leyfi barna hans.
Jónatan Hallvaiðsson varð sjálfur, að mestu einn og óstuddur, að sjá sér farborða á námsbraut sinni. Hann hafði því á þeim árum lagt gjörfa hönd á fleira en flestir skólabræðra hans, sem bjuggu við auðveldari kjör i æsku. Jónatan lauk gagnfræðaprófi utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík árið 1923, þá rúmlega tvítugur, sat einungis einn vetur í skólanum, í fjórða bekk, og lauk stúdentsprófi utanskóla á árinu 1925 með góðri 1. einkunn. Hann hafði þá lesið fimmta og sjötta bekk á einum vetri og jafnframt unnið fyrir sér. í lagadeild Háskólans settist hann haustið 1925 og tók embættispróf vorið 1930 með góðri 1. einkunn, eftir 5 ára veru í deildinni, og var það ekki lengri, heldur skemmri timi en ýmsir þeirra, sem
engu höfðu öðru að sinna en náminu, þurftu til að Ijúka þvi. A þessum árum var Jónatan m. a. heimiliskennari hjá barnmörgum fjölskyldum. Þar af spratt ævilöng vinátta hans og Ellingsens-fólksins.
Jónatan gerðist fulltrúi lögreglustjórans i Reykjavik strax sumarið 1930. Eftir það varð braut hans bein til vandasömustu og æðstu lögfræðiembætta i landinu. Fyrst var hann fulltrúi lögreglustjóra í sex ár, síðan settur lögreglustjóri i fjögur ár, þá fyrsti sakadómari i Reykjavík fimm ár, lengst af skipaður, og loks skipaður hæstaréttardómari í tæp tultugu og fimm ár. Öllum þessum embættum gegndi Jónatan við miklar vinsældir og virðingu, jafnt starfsbræðra, undirmanna og almennings. Nauðleitarmenn, sem kynnzt höfðu Jónatan á lögreglustjórnarárum lians, leituðu iðulega til hans á seinni árum, þvi að þeir fundu, að hann vildi leysa vandræði þeirra eftir því, sem föng stóðu til, enda hélt hann
tryggð við þá. Jónatan var maður mildur og friðsamur í eðli en úrskurðargóður og ötull þegar á reyndi. Hann naut sín þess vegna vel í öllum þessum störfum, enda léttu meðfædd sanngirni, ágæt dómgreind og góð lagaþekking honum dómarastörfin. Embætti hæstaréttardómara er að vísu fjölbreytt vegna margháttaðra úrskurðarefna, en hefur í för með sér
nokkra einangrunarhættu, einkum ef því er gegnt mjög lengi. Enda var það yfirdómarinn Bjarni Thorarensen, sem orti:
Ekki er hollt að hafa ból,
hefðar uppá jökultindi.
Skaphöfn Jónatans gerði honum flestum auðveldara að standast þá þraut. Hann skildi hver vandi er af þessu búinn bæði dómaranum sjálfum og samskiptum hans við aðra, ef ekki er höfð full gát á. Auk aðalstarfa sinna voru Jónatan falin margvisleg trúnaðarstörf, svo sem formennska ríkisskattanefndar, sáttasemjarastörf i vinnudeilum fyrr og síðar, fulltrúastörf á þingi Sameinuðu þjóðanna og ýmist einum eða með öðrum samning fjölda lagafrumvarpa. Öll þessi störf leysti Jónatan af hendi með þeirri prýði, sem einkenndi hann og verk hans. & þar skemmst að minnast þess, að í fyrra var hann skipaður i sáttanefnd til lausnar hinum miklu vinnudeilum, sem þá voru yfirvofandi. Loks undirbjó hann hina nýju löggjöf og reglugerð um Stjórnarráð íslands.
Á aðfangadag 1930 kvæntist Jónatan Rósu (Sigurrós) Gísladóttur og hafa þau sdðan búið saman í fágætlega hamingjusömu hjónabandi. Efnahagur Jónatans var stundum heldur þröngur, eins og verða hlýtur um þann, sem er í útdráttarsamri stöðu með takmörkuðum tekjum. En þau hjón gættu alltaf fyllstu ráðdeildar og hefur heimili þeirra ætið verið með afbrigðum vistlegt og ánægjulegt þangað að koma. Hygg ég og leit að manni, sem umhyggjusamari sé um heimili sitt, konu og börn, en Jónatan var. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Halldór lögfræðingur, skrifstofustjóri Landsvirkjunar, sem er kvæntur Guðrúnu Dagbjartsdóttur, Bergljót, kona Jóns Sigurðssonar ráðuneytisstjóra, og Sigríður, kona Þórðar Þ. Þorbjörnssonar verkfræðings. Öllum kippir þeim systkinum í kyn til sinna góðu foreldra og geta sér hvarvetna hið bezta orð.
Við Jónatan höfum nú þekkzt hátt á fimmta áratug og lengst af mjög náið. Á lagadeildar-árum okkar urðum við þegar samrýmdir, vorum þá m. a.
báðir áhugasamir um stjórnmál og tókum þátt í starfi Frjáislynda flokksins, og lukum lagaprófi með dags millibili vorið 1930. Síðan hafa leiðir okkar legið saman með margvíslegum hætti. Því fer þó fjarri, að við höfum ætíð verið sammála. Um stjórnmál töluðum við t. d. alls ekki saman í mörg ár og innti ég hann á fullorðinsárum aldrei eftir skoðunum hans á
þeim. En í ótal öðrum efnum, ekki sízt varðandi filókna lagasetningu, hefur Jónatan verið mér ómetanlegur ráðgjafi. Svo vildi til, að hinn 18. desember s.l. kom Jónatan til mín til að afhenda mér síðustu útgáfu af frumvarpi að reglugerð um Stjórnarráð Islands. Hann sagðist þá vera að koma úr Hæstarétti og hefði þar og þá skilað af sér
dómarastörfunum til félaga sinna. Kom tal okkar þar, að við sammæltum okkur ásamt konum okkar um kvöldið og áttum saman mjög ánægjulega stund. Félaga sína og starfsfólk í Hæstarétti kvaddi Jónatan svo heima hjá sér daginn eftir, en veiktist þá um nóttina eftir. Siðan hefur hann legið fársjúkur þangað til hann andaðist að morgni hins 19. janúar.
Ég vissi raunar, að Jónatan hafði lengi verið heilsuveill, en ekkert slikt var á honum að sjá á síðustu samfundum okkar. Við rifjuðum þá upp ýmislegt, sem á dagana hefur drifið. Okkur kom saman um, að leiðust væri sú manntegund, sem þættist sjálf alfullkomin og krefðist fullkomleika af öðrum, því að eitthvað mætti með rökum að öllum finna. En þótt ýmsar blikur væru á lofti í samskiptum manna, virtist okkur samt stefna í rétta átt. Þá minntumst við mjög ánægjulegs ferðalags, sem við fjögur höfðum farið vestur á Snæfellsnes fyrir nokkrum
árum. Við lögðum þá lykkju á leið okkur niður Mýrar og fórum út í Skutilsey, þar sem Jónatan lifði sín fyrstu bernskuár. Nú var eyjan komin i eyði, en Jónatan varð ungur í annað sinn, þegar hann sýndi okkur bernskustöðvarnar og hvernig fugl var þar fangaður. Þegar þessi ferð var farin, var verið að leggja veginn fyrir Ólafsvíkurenni og komumst við því ekki þá leið, heldur snerum við í Rifi. S.l. sumar ætluðum við að bæta úr því, en mér varð ætíð eitthvað til farartálma. Á dögunum hétum við að láta ekki fara svo að sumri, enda gætum við þá minnzt fjörutíu ára lögfræðingsafmælis okkar. En hér hefur sem oftar farið öðru vísi en ætlað var. Jónatan var þegar orðinn hættulega veikur, þótt hann léti það ekki uppi út í frá.
hjarta hans var bilað svo að hann átti erfitt með gang og varð að halda sér við með meðulum. Hann ætlaði ekki að láta skríða til skarar um sjúkdóminn fyrr en eftir jól. Þá var það orðið um seinan, en sjálfur sýndi hann þessa siðustu daga sömu fyrirhyggju og æðruleysi og hann hafði gert allt sitt lif. Og sjaldan hefi ég hitt glaðari mann og bjartsýnni en Jónatan var þetta síðasta samvistakvöld okkar. Ég þekki og engan, sem ánægðari hefur mátt líta yfir lifsferil sinn en Jónatans Hallvarðsson.
Bjarni Benediktsson

Margrét Árnadóttir (1929-2015) Blönduósi

  • HAH05864
  • Einstaklingur
  • 15.9.1929 - 22.12.2014

Margrét Matthildur Árnadóttir 15. september 1929 - 22. desember 2014 Var í Þverdal, Staðarsókn, N-Ís. 1930. Var á Vegamótum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja og verslunarstarfsmaður á Blönduósi.
Margrét bjó hjá foreldrum sínum í Þverdal í Aðalvík þar til hún var þriggja ára en þá lést faðir hennar. Þá var hún sett í fóstur til móðursystur sinnar Halldóru Guðnadóttur og sonar hennar, Sölva Páls Jónssonar, ásamt Maríu systur sinni þar sem hún átti heima til ársins 1943. 14 ára yfirgaf hún ástkæra sveitina sína Aðalvík með Halldóru fóstru sinni og Sölva fóstra sínum og fluttist til Reykjavíkur 1944. Árið 1948 flutti Margrét norður í Húnavatnssýslu, þá með unga dóttur í farteskinu og gerðist vinnukona á Tindum, þar kynntist hún Sigurbirni Sigurðssyni og hófu þau sambúð árið 1949, þau giftu sig fjórum árum síðar.

Sölufélag Austur Húnavatnssýslu (1960)

  • HAH10105
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1960

Sölufélag Austur Húnavatnssýslu varð til árið 1960, en hét áður Sláturfélag Austur Húnavatnssýslu og stofnað 27.febrúar 1908.

Birgir Sigurðsson (1937-2019) rithöfundur

  • HAH06195
  • Einstaklingur
  • 28. ágúst 1937 - 9. ágúst 2019

Birgir Sigurðsson fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1937. Hann lést 9. ágúst 2019.
Birgir var sonur Sigurðar Ingimars Helgasonar, myndlistarmanns og sjómanns, og Friðbjargar Jónsdóttur húsmóður.
Systkini hans eru Ingimar Erlendur og Sigríður Freyja.
Birgir ólst upp í Reykjavík, lauk kennaraprófi frá KÍ 1961, stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík í fimm ár og söngnám í Amsterdam 1967. Birgir var blaðamaður á Tímanum 1961-64 og var kennari og skólastjóri í nokkrum skólum þar til hann sneri sér alfarið að ritstörfum árið 1979. Eftir Birgi liggur fjöldi ritverka; leikrit, skáldsögur, ljóð,
þýðingar og fræðirit. Þekktasta leikrit Birgis er án efa Dagur vonar, sem frumsýnt var 1987, tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1989 og hefur verið sýnt víða um heim.
Fyrsta leikritið, Pétur og Rúna, vann 1. verðlaun í samkeppni Leikfélags Reykjavíkur 1972 og vakti mikla athygli. Meðal annarra leikrita hans eru Skáld-Rósa, Selurinn hefur mannsaugu, Grasmaðkur, Óskastjarnan, Dínamít og Er ekki nóg að elska. Birgir var heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur en hann þýddi einnig fjölmörg leikrit, m.a. Barn í garðinum, eftir Sam Shephard, Glerbrot, eftir Arthur Miller, og Köttur á heitu blikkþaki, eftir Tennessee Williams. Þá þýddi hann tvær skáldsögur eftir Doris Lessing, Grasið syngur og Marta Quest. Birgir var varaformaður Rithöfundasambands Íslands 1982-1986, var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1985-87 og átti m.a. sæti í stjórn Listahátíðar og úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs. Birgir var á þessu ári gerður að heiðursfélaga Rithöfundasambandsins. Birgir var einnig virkur í náttúruverndarbaráttu og það
voru einkum Náttúruverndarsamtök Íslands sem nutu krafta hans.
Eftirlifandi eiginkona Birgis er Elsa Vestmann Stefánsdóttir, myndlistarmaður og fv. sviðsstjóri hjá RÚV. Birgir eignaðist þrjú börn með fv. eiginkonu sinni, Jóhönnu Steinþórsdóttur. Þau eru: Steinþór, kona hans er Ásta Vilhjálmsdóttir, Freyja, maður hennar er Halldór Magnússon, og Steinunn Björg, maður hennar er Hólmsteinn Jónasson. Stjúpbörn Birgis eru: Anna Steinunn (látin), maður hennar er Kjartan Bjargmundsson, Einar, kona hans er Ásta Margrét Guðlaugsdóttir, Elías og Eva.

Niðurstöður 901 to 953 of 953