- HAH00102
- Corporate body
- 1882 -
Byggt 1882 sem íbúðarhús fyrir verslunarstjóra Höepfnerversluna. Hemmertshús 1882. Nefndist fyrst Verslunarstjórahús Höepnersverslunar, eftir 1884 nefnist það Sæmundsenhús og með tilkomu Hemmerts fær það nafnið sem ég nota,
Á tíma bar það nafnið Guðmundarhús [Kolka} og síðast Snorrahús [Arnfinnssonar]. Augljóst er að fyrstu 2 nöfnin henta ekki enda kom nýtt Sæmundsenhús 1921-1922.
Fyrsti verslunarstjóri var Friðrik Valdemar Davíðsson. Hann var búsettur þar í árslok 1882, en dó næsta ár kornungur. Starfsfólk verslunarinnar bjó í húsinu næstu mánuði.
Árið 1884 kom nýr verslunarstjóri Pétur Sæmundsen að versluninni. Hann bjó í þessu húsi til 1913.
Evald sonur hans bjó þar til 1922 er hann byggði sér nýtt hús og yfirfærðist nafnið þá á það hús.
Síðasti íbúinn (2018) var Erlendur Finnbogason tálgmeistari.