Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

Hliðstæð nafnaform

  • Hótel Blönduós

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1900 -

Saga

„Norrænn“ byggingarstíll"

Húsið var upprunalega byggt á árinu 1900 sem embættisbústaður Gísla Ísleifssonar sýslumanns (1897-1912). Gísli fer frá Blönduósi 1913 en selur húsið 1914 Ara Jónssyni (Arnalds)
sýslumanni, sem selur síðan húsið 1918 Pétri Péturssyni frá Gunnsteinsstöðum, en hann rak umfangsmikla verslun á Blönduósi um tveggja áratuga skeið. Pétur lést árið 1922. Komst húsið þá í eigu Einars Thorsteinssonar, verslunarstjóra, og bjó hann þar um hríð.
Árið 1943 keypti Snorri Arnfinnsson hótelhaldari húsið og hóf að reka þar hótel. Jafnframt keypti hann steyptan skúr (sem nefndur var Hljómskálinn) og Blöndu sem var verslunarhús, Thorsteinsson- verslunar.

Húsið nýtti hann fyrir gistiaðstöðu í tengslum við hótelið og var svo um áratuga skeið eða þar til það hús var rifið uppúr 1980. Áður en Snorri hætti hótelrekstri hafði hann byggt enn frekar við hótelið og hafði það náð núverandi stærð. Húsið hefur óslitið verið nýtt til hótelrekstrar frá 1943.

BYGGINGARLAG, EFNI og ÁSTAND
Húsið er byggt í „Norrænum“ byggingarstíl. Það var byggt sem einnar hæðar timburhús með portbyggðu risi á hlöðnum kjallara. Inngönguskúrar hafa verið á hvorum gafli.
Kvistur með risþaki var settur á vesturhliðina árið 1925. Var sá kvistur stækkaður 1943 og breytt í kvist með einhalla þaki. Á mynd frá 1930 má sjá steinsteyptan skúr í vestan við húsið. Skúr þessi (Hljómskálinn) var nýttur sem vörugeymsla. 1943 voru gerðar breytingar á húsinu og byggt við það í austurátt (skrifstofa og salerni). Síðar var byggt ofan á Hljómskálann og hann lengdur til suðurs. Um 1960 er síðan búið að bæta við frekari viðbyggingum og húsið þá komið í þá mynd sem það hefur í dag. Gamla húsið er þó enn uppstandandi og sker sig úr viðbyggingunum Aðalgötumegin. En upprunalegum gluggum, hefðbundnum timburhúsagluggum, hefur verið skipt út fyrir aðra gluggagerð. Upphaflega var húsið timburklætt, en síðar múrað og málað eins og steinsteyptu viðbyggingarnar. Húsið hefur því gengið í gegnum miklar breytingar, en þrátt fyrir það tekist að halda velli.

Ástand húsanna í dag er þokkalegt, en umhverfi hússins er nöturlegt /óaðlaðandi.

Staðir

Blönduós Gamlibærinn; Aðalgata 6

Réttindi

Gísli sýslumaður bjó í þessu húsi uns hann flutti frá Blönduósi 1913.
1913-1914 er húsráðandi þarna Benedikt Benediktsson, hann bjó árið áður í Helgahúsi [Kristófershús] og er Metta Hólmfríður ráðskona hjá honum í báðum húsunum, einnig var Björn Þórðarson settur sýslumaður og síðar ráðherra þar 1913.
1914 var Benedikt húsmaður þar en Ari Jónsson Arnalds er þá orðinn sýslumaður. Hann kaupir húsið af Gísla 2.7.1914, einnig tún hans, austan við Möllerstúnið, hjall og áfastan móskúr, sem stóðu á austurhluta Möllerslóðar. Ari Selur Pétri Péturssyni [frá Gunnsteinsstöðum] er hann fór af staðnum 1918. Pétur dó 28.4 1922.

Einar Thorsteinsson eignast húsið 1922. Hann lét útbúa verslun í austurenda íbúðarhússins 1923, þar verslaði hann til 1929 eða 1930. Einar seldi Guðmundi Kolka 1942 og Snorri fær afsal fyrir þessu húsi og Blöndu 6. janúar 1943 og hóf þar hótelrekstur.

Starfssvið

Lóðarsamningur er frá 30.4.1900 gerður við Gísla sýslumann.

Lóðin var 280 ferálnir undir hús og 2345 til ræktunar. Húsið er byggt um sumarið. Í úttekt sem var gerð 10.5.1901 segir:
Lengd hússins er utanmáls 20 álnir 4“, breidd 14 álnir 6“. Hæð undir þakskegg 6 álnir 6“. Við suðurenda er viðbyggð forstofa sem er á lengd 3 álnir 2“ og á breidd 6 álnir 4“ með tvennum útidyrum. Ofan á forstofunni eru svalir, jafnstórar með sterku, rendu grindverki í kring og þess utan að neðan, skreyttar með útskurði. Af svölunum liggja vængjadyr inn á loftið.
Við norður enda hússins er forstofa við eldhúsdyr 3 álnir 2“ á lengd og 3 álnir 2“ á breidd, hæð 4 álnir 6“.
Veggir hússins eru klæddir utan með heilþykkum borðum, þar utan yfir þakpappi og yst er liggjandi klæðning 1 ¼“ þykk. Utan á sperrur er klætt með plægðum borðum og þar yfir með þakpappa og yst riflað járn nr 24. Þannig er öll klæðning utan á grindina þreföld.
Kvistur er á austurhlið hússins og er hann að öllu leyti eins klæddur og húsið. Kjallari er undir húsinu með 8 stórum járngluggum. Stærð hans er 18 x 12 álnir, dýpt 3 álnir 12“ með steyptum tröppu inngangi undir eldhús og forstofu. Hver steinn er lagður í cement og allur kjallarinn utan og innan afpússaður með lóðréttum veggjum. Við báðar suðurforstofudyr eru steyptar tröppur, en við eldhúsforstofu eru þær úr plönkum.
Við hliðina á eldhúsforstofunni er vandað salerni með viðbyggðum þarfakrók á þykkum cementsteyptum grunni.
Að utan er þak hússins málað og klæðning öll ferniseruð og máluð. Gluggar og hurðir í öllu húsinu er smíðað úr útvöldum, þurrum, sænskum viði 1 ½ - 2“ þykkum og tvöfalt gler í öllum rúðum og eins og yfir höfuð allur umbúnaður glugganna er mjög vandaður. Hinn annar viður í húsinu er norskur vel valin og yfir höfuð mikið góður.

Grind hússins er úr 5 x 5“, 5 x 6“ og 6 x6“ og dregarar undir því bæði uppi og niðri. Bindingur í öllum skilrúmum.
Syðst í vesturhlið er innistofa eða stigagangur 3 álnir 4“ á lengd, breidd 6 álnir 12“, vel máluð, með stiga og renndu handriði. Þar inn af er stofa 5 álnir 13“ x 7 álnir 12“ eins úr garði gerð.
Þar innaf er eldhús 4 álnir 19“ x 7 álnir 12“ með sérlega stóri eldavél, borðum, hillum og skápum, stigi uppá loftið. Allt vel málað. Þar austur af er búr 2 álnir 23“ x 5 álnir 16“ með framúrskarandi innréttingu og vel málað. Þar suður af er stofa 7 álnir 18“ x 5 álnir 16“ pappaklædd og veggfóðruð og vel máluð, þar suður af er stofa 4 álnir 1“ x 5 álnir 16 að öllu leiti eins útbúin. Þar suður af, næst dyrum er stofa 4 álnir 8“ x 6 álnir 16“ vel máluð.
Hæð frá gólfi í húsinu til neðra lofts er 4 álnir 12“. Öll skilrúm eru tvöföld og flest þeirra úr heilþykkum borðum.
Uppi á loftinu, syðst með vesturhliðinni, er svefn herbergi 6 álnir x 4 álnir 8“, þiljað og málað. Þar norður af, er geymsluherbergi 7 álnir x 4 álnir 8“. Þá er stigagangur frá eldhúsi 2 álnir 4“ x 7 álnir 8“ og þar norður af er herbergi 3 álnir 19“ x 3 álnir 22“ þiljað og málað. Þá er í miðjum norðurgafli stofa 4 álnir 19“ x 5 álnir 13“ pappaklædd, veggfóðruð og máluð. Þar vestur af er herbergi 6 álnir x 4 álnir 8“ afþiljað en ekki fullbúið.

Gangur frá suðurgafli hússins er eftir miðju loftinu 14 álnir 20“ x 3 álnir 5“, hæð undir hanabita 4 álnir 6“. Hæð frá hanabita í sperrukverk 2 álnir 5“. Portið er 1 alin 11“.
Í húsinu eru 2 múrpípur og brandmúrar allstaðar, þar sem ofnar eru og eiga að vera. Þeir eru nú aðeins 3 og einn þeirra sérstaklega mikið stór og vandaður. Innskotsklæðning er í öllum veggjum húsins og fyllt með sandi utan við hana, en að innan með gömlu heyi og þar fyrir innan klæðning úr óhefluðum, plægðum borðum undir pappann, þar sem hann er í herbergjum en heflaðan panil í þeim herbergjum sem máluð eru.
Eftir því sem almennt gerist er frágangur hússins að efni og smíði, utan og innan, framúrskarandi vandaður í einu og öllu tilliti.
Húsinu fylgja 2625 ferálna lóð á einum besta og hentugasta stað í kauptúninu.
Þessa útmælingu gerður Friðfinnur Jónasson og Kristján Halldórsson eins og margir aðrir.
Smiðir við húsið voru Jón Hróbjartsson frá Gunnfríðarstöðum og Ásmundur Jóhannsson frá Bjargi á Miðfirði, er síðar fór vestur um haf.

Lagaheimild

Lóðarsamningur er gerður 30.4.1899. Húslóðin er 107,6 m og ræktunarlóð 900,5 m2.

  1. maí 1911 fær sýslumaður 24.759 ferálna [9.507 m2, tæpur hektari.] lóð í mýrinni fyrir ofan Blönduóskauptún (neðan við brekkuna). Síðar hafði Hermann Þórisson túnið

15.8.1911 leigir prestur Gísla lóð „sem heyhlaða er byggð á“. Lóð þessi takmarkast af húslóð Péturs Péturssonar að austan og sunnan við tún frú Möller, en vestan af skurði þeim er liggur meðfram verslunarlóð Möllers að austanverðu við þá lóð, Lóðin er öll 1125 ferálnir [432 m2] að flatarmáli, byggð og óbyggð. Frá suðri til norðurs 45 álnir en frá austri til vesturs 25 álnir.

Innri uppbygging/ættfræði

1900-1913- Gísli Ísleifsson, f. 22. apríl 1868 Vestri-Kirkjubæ, Fljótshlíð, d. 9. sept. 1932, maki 20. ágúst 1900, Lucinda Josefa Augusta Möller f. 19. apríl 1879 d. 28. apríl 1927, sjá Möllersh.
Börn þeirra;
1) Alvilda Ása (1902-1917),
2) Karítas (1903-1917),
3) Jóhanna (1905-1918),
4) Ísleifur (1906-1921).
5) Grímur Gíslason 6. október 1913 - 8. ágúst 1979 Var á Smiðjustíg 12, Reykjavík 1930. Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Framkvæmdastjóri í Reykjavík. Síðast bús. í Kópavogi.

Hjú og aðrir 1901;
Kristín Ingibjörg Björnsdóttir (1864-1953) frá Neðri-Þverá í Vesturhópi. Vinnukona á Smiðjustíg 12, Reykjavík 1930.
Sigríður Sigurlína Kristjánsdóttir (16.2 febr. 1877) frá S-Kárastöðum. Fór til Vesturheims 1904 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún.
Jónas Jónsson (1863-1908). Var í Bakkakoti, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870.

Hjú og aðrir 1910:
Katrína Alvilda María Thomsen (1849-1927) móðir hennar ekkja, sjá Möllershús.
Alma Alvilda Anna (1890-1959) systir Lucindu, Kornsá,
Kristín Ingibjörg Björnsdóttir (1864-1953) Reykjavík, sjá ofar.
Sigurlaug Stefánsdóttir (1884-1962) sjá Sæmundsenhús,
Sigurbjörg Sigurðardóttir (16. okt. 1880) Stöðlakoti Rvík, sjá Sæmundsenhús 1920,
Jakob Sigurðsson (1. mars 1868) Kistu Vesturhópi, sjá Filippusarhús.

1913-1914- Benedikt Jakob (1887-1938) og Hólmfríður Metta (1872-1953) Rvík, Benediktsbörn, sjá Möllersfjós og Kristófershús.

1914- Björn Þórðarson forsætisráðherra 1942, f. 6. febr. 1879, d. 25. okt. 1963. Sjá Kristófershús. Maki 20. ágúst 1914; Ingibjörg Ólafsdóttir Briem, f. 9. júlí 1886, d. 1. maí 1953. Húsfreyja á Bjarkargötu 16, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Húsfreyja í Reykjavík og forsætisráðherrafrú.
Barn þeirra;
1) Þórður (1916-1993). Var á Bjarkargötu 16, Reykjavík 1930. Fulltrúi í Reykjavík 1945. Ríkissaksóknari í Reykjavík.

1914-1918- Ari Jónsson Arnalds, f. 7. júní 1872, d. 14. apríl 1957, maki 10. okt. 1908; (sk) Matthildur Einarsdóttir Kvaran f. 29. sept. 1889 d. 27. jan. 1980.
Börn þeirra;
1) Sigurður (1909-1998). Heildsali og útgefandi í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Var á Seyðisfirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Einar (1911-1997). Hæstaréttardómari, og forseti Hæstaréttar. Stud. jur. á Túngötu 5, Reykjavík 1930. Borgardómari í Reykjavík 1945. Átti sæti í Mannréttindadómstól Evrópu til margra ára.
3) Þorsteinn (1915-2001). Var á Seyðisfirði 1930.

1918-1922- Pétur Pétursson kaupmaður(1850-1922), maki 1879; Anna Guðrún Magnúsdóttir (1851-1938), Péturhús 1920, sjá Höepfherhús.

1920-1922- Sigurður Helgi Sigurðsson (1873-1948), maki 1906; Margrét Pétursdóttir f. 12. júní 1883 d. 8. sept. 1932, sjá Höepfherhús.

1922-1942- Einar Oddur Scheving Thorsteinsson (1898-1974), sjá Thorsteinsson verslun.

1943- Snorri Arnfinnsson (1900-1970) maki, Þóra Sigurgeirsdóttir, (1913-1999) sjá Hemmertshús

1946- Anders Kristjan Karl Høyer (Anders Christian Carl Julius Høyer) f. 15. mars 1885 d. 30. júní 1959. Bóndi í Hveradölum, Hellisheiði, Árn. 1930. Maki II; Erika Høyer f. 12. júní 1900 d. 9. maí 1982. Húsfreyja í Hveradölum, Hellisheiði, Árn. 1930. Síðast bús. á Akureyri.
. Sjá “Erill og ferill blaðamanns” eftir Árna Óla og ,,Anna Iwanowna” eftir Eriku Höyer.

1951- Bjarni Guðmann Eydal Pálsson (1922-2003). Síðast bús. í Reykjavík.

1951- Jóna Sigríður Steingrímsdóttir (1930-2000). Skagaströnd. Húsfreyja, fiskvinnslu- og matráðskona, bús. í Neskaupstað, Grindavík og Reykjavík. Síðast bús. í Garðabæ.

1951- Jósef Ófeigur Jóhannsson (1924-1987). Var á Ósi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Keflavík.

Almennt samhengi

Upprunalega húsið var reist á árunum 1900. Útliti þess hefur verið gjörbreytt og stórar viðbyggingar í öðrum stíl hafa verið reistar að því. Áður stóð húsið í garði, nú fyllir það upp í
góðan part götunnar og er stæðsta byggingin við götuna og á lítið skylt við gamla húsið fyrir utan staðsetninguna, sem er afar góð við Aðalgötu miðja. Gott útsýni er frá húsinu yfir haf og land.

Upphafleg gerð húss:
Tegund Timbur
Klæðning Timbur
Þakgerð Portbyggt ris
Þakklæðning Bárujárn
Undirstaða Hlaðin úr grjóti
Útlit Einlyft, kjallari, portbyggt ris, útitröppur, útskot
Helstu breytingar:
• 1925 Kvistur
• 1929 Geymsla á lóð (Hljómskálinn)
• 1943 Kvistur stækkaður
• 1943 Viðbygging
• 1960 Viðbygging
• Kvistur stækkaður (ártal óvisst)
• Viðbygging fjarl. austan við húsið (áó)
(sjá mynd á bls. 41 frá 1943)
• Ný klæðning

Tengdar einingar

Tengd eining

Alvilda Ása Gísladóttir (1902-1917) (22.6.1902 - 5.10.1917)

Identifier of related entity

HAH02287

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónas Jónsson (1863-1908) vm Sýslumannshúsinu, frá Bakkakoti (28.4.1863 - 1908)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórunn Scheving Thorsteinsson (1924-2009) sýslumannshúsinu við Aðalgötu (7.10.1924 - 9.1.2009)

Identifier of related entity

HAH02185

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Aðalgata Blönduósi (1876-)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurbjörg Sigurðardóttir (16.10.1880) vk Gísla Ísleifssonar Blönduósi (16.10.1880 -)

Identifier of related entity

HAH06776

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Aðalgata 4 Blönduósi /Klemensarhús / Blönduósbakarí (1920 -)

Identifier of related entity

HAH00661

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Blanda -Hús (1908 -)

Identifier of related entity

HAH00072

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Þórðarson (1879-1963) forsætisráðherra (6.2.1879 - 25.10.1963)

Identifier of related entity

HAH02915

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Alma Möller (1890-1959) Kornsá (1.5.1890 - 5.7.1959)

Identifier of related entity

HAH02285

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Grímur Gíslason (1913-1979) (6.10.1913 - 8.8.1979)

Identifier of related entity

HAH03807

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ísleifur Gíslason (1906-1921) (1.6.1906 - 24.8.1921)

Identifier of related entity

HAH01615

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Karítas Gísladóttir (1903-1917) (1.7.1903 - 11.3.1917)

Identifier of related entity

HAH02457

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhanna Gísladóttir (1905-1918) Sýslumannshúsinu Blönduósi (10.2.1905 - 15.6.1918)

Identifier of related entity

HAH02248

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Pétursson (1850-1922) Gunnsteinsstöðum, kaupmaður Blönduósi (31.12.1850 - 26.4.1922)

Identifier of related entity

HAH07087

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Pétur Pétursson (1850-1922) Gunnsteinsstöðum, kaupmaður Blönduósi

controls

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

Dagsetning tengsla

1918 - 1922

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Pétursdóttir (1883-1932) Blönduósi (12.6.1883 - 8.9.1932)

Identifier of related entity

HAH09520

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Margrét Pétursdóttir (1883-1932) Blönduósi

controls

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

Dagsetning tengsla

1918 - 1922

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Matthilde Einarsdóttir Kvaran (1889-1980) Blönduósi (29.9.1889 - 27.1.1980)

Identifier of related entity

HAH07235

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Matthilde Einarsdóttir Kvaran (1889-1980) Blönduósi

controls

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

Dagsetning tengsla

1914 - 1918

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Snorri Arnfinnsson (1900-1970) hótelstjóri Blönduósi (19.7.1900 - 28.6.1970)

Identifier of related entity

HAH02001

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Snorri Arnfinnsson (1900-1970) hótelstjóri Blönduósi

er eigandi af

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Einar Oddur Scheving Thorsteinsson (1898-1974) Kaupmaður Blönduósi (23.3.1898 - 3.9.1974)

Identifier of related entity

HAH03123

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Einar Oddur Scheving Thorsteinsson (1898-1974) Kaupmaður Blönduósi

er eigandi af

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Guðrún Magnúsdóttir (1851-1938) Gunnsteinsstöðum (31.8.1851 - 16.1.1938)

Identifier of related entity

HAH02338

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Anna Guðrún Magnúsdóttir (1851-1938) Gunnsteinsstöðum

er eigandi af

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ari Jónsson Arnalds (1872-1957) sýslumaður Blönduósi (7.6.1872 - 14.4.1957)

Identifier of related entity

HAH02459

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Ari Jónsson Arnalds (1872-1957) sýslumaður Blönduósi

er eigandi af

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gísli Ísleifsson (1868-1932) sýslumaður Blönduósi (22.4.1868 - 9.9.1932)

Identifier of related entity

HAH02144

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Gísli Ísleifsson (1868-1932) sýslumaður Blönduósi

er eigandi af

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00134

Kennimark stofnunar

IS HAH-Blö

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 27.5.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
file:///C:/Users/Notandi/OneDrive%20-%20Bl%C3%B6ndu%C3%B3sb%C3%A6r/Husakonnun-a-Blonduosi-2015-lokahefti.pdf
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir