Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

9.11.1901 - 18.4.1990

Saga

Soffía Pétursdóttir Líndal - Minning fædd 9. nóvember 1901 á Tjörn á Skaga dáin 18. apríl 1990. Góð og mikilhæf kona er fallin frá. Í áratugi var hún húsfreyja á höfuðbólinu Holtastöðum í Langadal, mannmörgu menningarheimili, og naut ástar og virðingar allra semþar dvöldust eða heimilinu kynntust. Alltaf var hún í nánum tengslumvið Holtastaði og vorið 1938 urðu þáttaskil í lífi hennar, er hún gekk í hjónaband með Jónatan Líndal bónda og hreppstjóra þar, sem þá var orðinn ekkjumaður. Það voru margir sem töldu, að sæti Guðríðar yrði vandfyllt og höfðu efasemdir um nýju húsfreyjuna. Fljótt kom í ljós að reisn Holtastaðaheimilisins varð ekki minni en áður með Soffíu við stjórnvölinn, og Jónatan naut þess að hafa góða konu sér við hlið á þessu síðara skeiði ævi sinnar. Þau voru einstaklega samstíga í hjónabandi sínu og áttu vel skap saman. Heimilisbragurinn einkenndist annars vegar af reglufestu og hins vegar af glaðværð og mannlyndi. Fólki var haldið að vinnu, en það átti líka sinn fasta frítíma. Aldrei var t.d. unnið á sunnudögum nema brýna nauðsyn bæri til. Matur var alltaf mikill og góður, enda var Soffía mikil matreiðslukona og myndarleg í öllu er laut að heimilisstörfum. Þau báru hag síns fólks mjög fyrir brjósti og þetta kunnu bæði vinnufólk og aðkomubörn vel að meta. Marga hef ég hitt, sem dvöldu á Holtastöðum um lengri eða skemmri tíma, og undantekningarlaust hafa þau lýst virðingu og hlýhug til þeirra hjóna og rómað bæði aðbúnaðinn og ekki síður þau þroskandi áhrif sem þau urðu fyrir á heimilinu.

Staðir

Tjörn á Skaga: Holtastaðir:

Réttindi

Hún var í tvö ár í Kvennaskólanum á Blönduósi, 1920-22, en sigldi eftir það til Danmerkur og dvaldist á Borgundarhólmi í eitt ár við nám og störf. Síðar varð hún meðal þeirra fyrstu sem stunduðu nám við Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan sem hjúkrunarkona árið 1933.

Starfssvið

Eftir að hjúkrunarnámi lauk starfaði hún sem hjúkrunarkona í Reykjavík í nokkur ár, fyrst við Kleppsspítalann, en síðan í bæjarhjúkrun.

Lagaheimild

"Ég fékk alla mína tíð og uppeldisár að njóta góðs uppeldis og tryggðar þeirra Jónatans og Soffíu á Holtastöðum. Fyrir það vil ég hér með færar mínar bestu þakkir.
Þegar ég fór til náms árið 1942 í Bændaskólanum á Hvanneyri, þá 17 ára gamall, hafði fóstri minn gengið frá skólagjöldum við Runólf skólastjóra. En Soffíu fannst ekki nóg að gert, heldur lét mig fá krónur 90, sem vasapeninga. Ég held að þetta hafi þá verið jafnvirði 8 dilka." Hörður Valdimarsson (1925-2006)

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Pétur Björnsson 14. desember 1857 - 16. nóvember 1931. Var á Kagarhóli, Hjaltabakkasókn, Hún. 1860. Tökubarn í Keldulandi, Hofssókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Tjörn, Hofssókn, Hún. 1880. Formaður og bóndi á Ósi og Tjörn, Vindhælishreppi. Var á Tjörn, Spákonufellssókn, Hún. 1901 og kona hans Guðrún Guðmundína Guðmundsdóttir 26. september 1862 - 24. desember 1926 Húsfreyja í Tjörn, Spákonufellssókn, Hún. Var þar 1901. Pétur var annálaður sjómaður og mikill aflamaður, en heimili þeirra Guðrúnar var þungt og mikil ómegð.
Börnin urðu 12 og var Soffía 10. í röðinni. Öll voru þau vel gefin, dugmikil og glaðvær. Páll, bróðir Soffíu, var um fjörutíu áraskeið fjármaður á Holtastöðum, ákaflega samviskusamur og fjárglöggur, Jóninna, sem starfaði sem matráðskona lengi og rak mötuneyti, sjálfstæð kona og stórlynd. Nú eru öll systkinin látin nema Pétur.
Soffía kom ung á Holtastaðaheim ilið og létu þau Jónatan og Guðríður sér mjög annt um hana og studdu hana á ýmsan hátt.
7.6.1938 urðu þáttaskil í lífi hennar, er hún gekk í hjónaband með Jónatan Líndal bónda og hreppstjóra þar, sem þá var orðinn ekkjumaður.
Soffía og Jónatan eignuðust tvö börn. Þau eru
1) Haraldur Holti, f. 1939, nú óðalsbóndi á Holtastöðum. Hann er kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá Skarfshóli í Miðfirði og eiga þau 4 mannvænlega syni.
2) Kristín Hjördís, f. 1941, hjúkrunarfræðingur. Hjördís giftist Eggerti syni Lárusar í Grímstungu og eiga þau einnig 4 börn. Þau eru nú búsett á Seyðisfirði. Töluverður aldursmunur var á þeim hjónum, Jónatan og Soffíu, en Jónatan var óvenjulega heilsuhraustur fram á síðustu ár og ungur í anda. Hann stóð fyrir búi sínu til 85 ára aldurs, en þá tók Holti sonur hans við óðalsjörðinni. Síðustu ár Jónatans á Holtastöðum voru góð við hlið Soffíu konu sinnar. Hann var sívakandi og áhugasamur, starfsamur til síðustu stundar. Hann lést heima á Holtastöðum af hjartaáfalli 2. nóvember 1971, 92 ára gamall. Hann var merkur maður, sem tók virkan þáttí þeirri umbyltingu, sem varð á íslensku þjóðlífi á hans löngu ævi.
Ekki löngu eftir lát Jónatans fór Soffía á Héraðshælið á Blönduósi, þar sem hún átti heimili síðan. Húnhafði lokið hlutverki sínu sem húsfreyja á Holtastöðum og vildi að yngri kynslóðin fengi ótrufluð að takast á við nýja tíma. Það var einkenni hennar, að hún vildi ekki vera fyrir neinum og gerði litlar kröfur til handa sjálfri sér.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Eggert Lárusson (1934-2007) Hjarðartungu í Vatnsdal (16.9.1934 - 4.1.2007)

Identifier of related entity

HAH01174

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1963 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Jónsdóttir (1848-1931) Holtastöðum (26.12.1848 - 20.12.1931)

Identifier of related entity

HAH03815

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðríður Líndal (1878-1932) Holtastöðum (5.12.1878 - 11.6.1932)

Identifier of related entity

HAH04214

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jósafat Jónatansson (1844-1905) alþm Holtastöðum (18.8.1844 - 19.10.1905)

Identifier of related entity

HAH06670

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Jeppesen (1939-2015) Húsavík (4.5.1939 - 15.12.2015)

Identifier of related entity

HAH02356

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Anna Jeppesen (1939-2015) Húsavík

er vinur

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Jónatansdóttir Líndal (1917-1991) frá Holtastöðum (2.9.1917 - 11.3.1991)

Identifier of related entity

HAH01748

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Margrét Jónatansdóttir Líndal (1917-1991) frá Holtastöðum

er barn

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

1938 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Holti Líndal (1939-2013) Holtastöðum (20.11.1939 - 27.5.2013)

Identifier of related entity

HAH01384

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Holti Líndal (1939-2013) Holtastöðum

er barn

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

1939 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jósafat J Líndal (1912-2003) sparisjóðsstjóri Kópavogi (21.6.1912 - 6.9.2003)

Identifier of related entity

HAH01620

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jósafat J Líndal (1912-2003) sparisjóðsstjóri Kópavogi

er barn

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

1938 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Pétursson (1906-1990) Karlsminni Skagaströnd (26.5.1906 - 18.6.1990)

Identifier of related entity

HAH09395

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Pétur Pétursson (1906-1990) Karlsminni Skagaströnd

er systkini

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

1906

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurlaug Pétursdóttir (1893-1986) Karlsminni (10.1.1893 - 7.9.1986)

Identifier of related entity

HAH09410

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurlaug Pétursdóttir (1893-1986) Karlsminni

er systkini

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

1901

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni (8.1.1900 - 5.12.1989)

Identifier of related entity

HAH01672

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni

er systkini

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

1901

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga (30.5.1894 - 9.2.1978)

Identifier of related entity

HAH09127

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jóninna Margrét Pétursdóttir (1894-1978) frá Tjörn á Skaga

er systkini

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

1901

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Pétursdóttir (1890-1958) frá Tjörn í Nesjum á Skaga (31.7.1890 - 30.10.1958)

Identifier of related entity

HAH02402

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Anna Pétursdóttir (1890-1958) frá Tjörn í Nesjum á Skaga

er systkini

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

1901 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Pétursdóttir (1898-1987) Höfðakoti Skagaströnd (22.8.1898 - 23.12.1987)

Identifier of related entity

HAH04727

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Halldóra Pétursdóttir (1898-1987) Höfðakoti Skagaströnd

er systkini

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Pétursson (1897-1987) Blöndubakka (8.2.1897 - 30.6.1987)

Identifier of related entity

HAH04117

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Pétursson (1897-1987) Blöndubakka

er systkini

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Álfheiður Pétursdóttir (1888-1943) Tjörn á Skaga (28.4.1888 - 11.4.1943)

Identifier of related entity

HAH03513

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Álfheiður Pétursdóttir (1888-1943) Tjörn á Skaga

er systkini

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónatan Jósafatsson Líndal (1879-1971) Holtastöðum (26.6.1879 - 6.11.1971)

Identifier of related entity

HAH06596

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jónatan Jósafatsson Líndal (1879-1971) Holtastöðum

er maki

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

1938

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Jósafatsdóttir (1888-1913) Holtastöðum (16.7.1888 - 16.2.1913)

Identifier of related entity

HAH04379

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Jósafatsdóttir (1888-1913) Holtastöðum

is the cousin of

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Holtastaðir í Langadal ([900])

Identifier of related entity

HAH00212

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Holtastaðir í Langadal

er í eigu

Soffía Pétursdóttir Líndal (1901-1990) Holtastöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02009

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir