Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1903 -

Saga

Húsið var byggt sem læknisbústaður af Júlíusi Halldórssyni héraðslækni árið 1903. En 1906 tekur við af honum Jón Jónsson (Jón pína). Hann lét af störfum 1922 og kaupir sýslunefnd AusturHúnavatnssýslu húseignir hans við Aðalgötu og fleiri eignir, eins og sagt er frá í inngangi, í því skyni að hýsa þar læknisbústað héraðsins með hæfilegum viðbyggingum og sjúkrahús. Gegndi húsið því hlutverki fyrir Blönduóshérað til 1955, þegar starfsemin var flutt í Héraðsheimilið. Lyfjabúð var um árabil í kjallara hússins. Á tímabili eftir 1955 var það nýtt sem skrifstofuhúsnæði á vegum Húnfjörðs hf. Skáksamband Íslands var stofnað í því 1925. Húsið er nú nýtt til íbúðar, og skilgreint sem parhús í fasteignamati.

Hinn hluti parhússins er Aðalgata 7 (gamli spítalinn). En húsin standa á sameiginlegri lóð.

Staðir

Blönduós Aðalgata 5;

Réttindi

Skáksamband Íslands stofnað þar um 1925
Húsið er reist árið 1903 sem læknisbústaður. Húsið stendur á horni Aðalgötu og Hnjúkabyggðar og er það sambyggt Aðalgötu 7 (gamla spítalanum). Inngangur í húsið er um inngönguskúr (bíslag) og útitröppur á norðurgafli. Einnar hæðar timburskúr er á lóðamörkun að Hnjúkabyggð.

Starfssvið

Byggt 1902-1903 af Júlíusi Halldórssyni héraðslækni.

Hann fékk samning um 3200 ferálna lóð, þar af 190 undir húsgrunn. Þar sem samningurinn er dagsettur 27.7.1902 og stærð hússins er þegar ákveðin, bendir það til þess að teikningar hafi þá legið fyrir. Hinsvegar er ekki búið að samþykkja samninginn og því ólíklegt að húsbygging sé þá hafin. Smíði hússins hefur lokið síðla árs 1903, því Júlíus virðist flytja úr gamla læknishúsinu um það leyti.

Útmæling er gerð á húsinu 12.1.1904. Stærð þess er 15 álnir x 12 álnir 12“. Hæð undir þak 6 álnir, hæð í mæni 10 álnir. Við norðurenda er viðbyggð forstofa 2 álnir 12“ x 4 álnir 16“, hæð 4 álnir. Við kjallaradyr er viðbyggð forstofa 4 álnir 14“ x 2 álnir 12“, hæð 3 álnir 6“. Við suðurenda er viðbyggður geymsluskúr 12 álnir 12“ x 4 álnir 12“, hæð 3 álnir. Í kjallaranum er borðstofa 5 álnir x 12“ x 5 álnir x 12“, einnig maskínuhús 7 álnir 8“ x 5 álnir 15“. Hæð undir loft 3 álnir 10“. Að öðru leyti er hann í þrennu lagi, þar af eitt vaskaherbergi með stórum „frístandandi vadskegryde“ og vel spekkuðum brandmúr. Gólf í því og maskínuhúsinu er úr sementslögn, einnig kjallaraveggir, allt vel pússað.

Á neðra gólfi eru 5 stofur 1) 3 álnir 5“ x 4 álnir 8“. 2) 7 álnir 9“ x 6 álnir 9“. 3) 3 álnir 17“ x 6 álnir 9“. 4) 7 x 5 álnir 9“. 5) 4 x 5 álnir 9“. Allar eru stofur þessar veggfóðraðar og málaðar, bæði veggir og loft. Á milli tveggja þeirra er lausaskilrúm af 5 fullningshurðum á járnum.
Hæð undir efra loft 3 álnir 21“. Þá er innri forstofa í hana, úr kjallara er vindiltrappa og úr henni uppá efra loft, með vel útbúnu handriði. Á því eru 2 svefnherbergi, veggfóðruð og máluð. Stærð þeirra 5 álnir 7“ x 6 álnir 3“ og 5 álnir 9“ x 5 álnir 8“. Geymsluherbergi 9 álnir 2“ x 6 álnir 3“. Gangur er eftir loftinu 9 álnir x 5 álnir 8“. Hæð undir hanabita 3 álnir 10“. Múrpípa er í húsinu og brandmúrar, þar sem ofnar eru. Í útveggjum er pappaklætt innskot á milli stoppað með heyi. Utan á grind hússins er lagður asfalt pappi og þar utanyfir liggjandi klæðning úr 5/4“ borðum. Þakið er einnig pappalagt og þar yfir lagt þakjárn rifflað. Á forstofu við norðurenda eru tvennar dyr og undir henni og tröppunum er geymslurúm, lokað að framan. Húsið er allt málað að utan og innan og yfirleitt vandað að öllu leyti.

Lagaheimild

Geymsluhús: Stærð þess er 18 álnir x 5 álnir 20“. Hæð undir þak 3 álnir. Hæð í mæni 5 álnir 18“. Nokkuð af veggjum þess er klætt með þakjárni og hitt með sandpappa, en þak af torfi. Hús þetta er innréttað þannig: Fyrst er afþiljað heyhús með kjallara undir 5 álnir x 5 álnir, þar næst fjós og yfir því loft á bitum. Þar næst hesthús og síðast geymsluhús með timburgólfi.
Í geymsluskúrnum sem um var getið að væri sunnan á húsinu var lyfsala í fyrstu, skúrinn var rifinn 1922 og lyfsalan flutt í herbergi í kjallaranum. En þar sem skúrinn var áður var nú byggt sjúkraskýli. Það er brunatryggt 30.12.1922 þá nýbyggt. Þetta sjúkraskýli var stækkað 1929 og var þá líkhúsið rifið sem stóð sunnan við „Læknishús“. Vatnslögn var komin í húsið 1916. Lengi var húsið á sömu vatnsleiðslu og Sunnuhvoll, uppi á brekkunni. Þurfti að láta vita ef fyrir lá uppskurður, því vatn gat farið af sjúkraskýlinu ef látið var renna uppfrá.

Jón (pína) Jónsson tók við læknisstörfum hér 1906 og flytur þá í húsið. Hann kaupir hann húsið af Júlíusi 31.10.1908 ásamt fjósi, hesthúsi, hlöðu, vanhúsi, brunni, og girðingum öllum. Jón var til 1922. Þá er Kristján Arinbjarnar 1922-1931, Jón Sveinsson 1932-1933. Páll Kolka búandi í húsinu 1934-1955, en flytur þá í nýja Héraðshælið.
Í tíð Kristjáns Arinbjarnar var Skákfélag Íslands stofnað í Læknishúsi.
14.3.1925 kaupir sýslusjóður allar fasteignir Jóns læknis á Blönduósi þar á meðal Læknishús og túnræktarlóð Jóns ofan við Blöndubrú, en þar reis Héraðshælið síðar.

Þorsteinn Húnfjörð kaupir húsið 1957 og bjó þar lengi síðan, í suðurenda (sjúkrahúsinu). Í hinum endanum bjuggu ýmsir í gegnum tíðina. Húnfjörð klæddi húsið allt að utan með stálklæðningu og endurgerði glugga og gluggaumbúnað um 1980, síðar eftir 1990 var skipt um klæðningu á þaki og stækkaður kvistur á vesturhlið hússins. Þá átti húsið Ingibjörg Sigurðardóttir, móðir Þorsteins, þá hafði verið útbúin skrifstofs á miðhæðinni að norðan. Þar voru skrifstofur Húnfjörð h/f, bakarar bjuggu á loftinu, en Ingibjörg í kjallaranum að norðan. [Sunnan]. Talsverðar vatnsskemmdir urðu í húsinu veturinn 2000, eftir það var mikið endurnýjað mikið inni í húsinu, sem þá var komin í eigu Sveins Sveinssonar og Jóns Gunnarssonar.
12.6.1911 er Jóni lækni úthlutað 9000 ferfaðmalandi [25.110 m2, ca 2,5 ha.] ofan við Blöndubrú, þar var síðar Páll Kolka með minkabú og ennsíðar reis Héraðshælið þar.

  1. júlí 1939 fær Páll Kolka 0,5 ha. Lóð sem takmarkast af Húnvetningabraut að norðan, að sunnan af ræktunarveginum og að austan af túnlóð Þorláks Jakobssonar og Elínborgar Kristmundsdóttur (síðar Lárus Jóhannsson)

Innri uppbygging/ættfræði

1903-1906- Pétur Emil Júlíus Halldórsson f. 17. ágúst 1850 í Rvík d. 19. maí 1924. Héraðslæknir Klömbrum og Blönduósi í Húnavatnssýslu. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Maki 27. des.1877; Ingibörg Magnúsdóttir f. 22. jan. 1849 d. 26. ágúst 1946. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Var í Borgarnesi 1930. Sjá Friðfinnshús.
Börn þeirra;
1) Halldór Kristján (1877-1976). Sýslumaður á Borðeyri 1930. Sýslumaður í Strandasýslu, síðar í Reykjavík.
2) Þóra Leopoldína (1879-1967). Húsfreyja í Borgarnesi. Var á Klömbrum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja í Borgarnesi 1930.
3) Sigríður (1882-1882),
4) Hans Edvard Moritz (1883-1883),
5) Maggi Magnús (1886-1941). Læknir í Reykjavík frá 1913 til æviloka. Maki I: Dora Vinter í Danmörku, þau skildu. ATH MYND

1906-1922- Jón (pína) Jónsson f.  6. sept. 1868 d. 3. okt. 1942, maki 18. Júlí 1903; Kristjana Sigríður Arnljótsdóttir f. 3. okt. 1879 d. 18. febr. 1965.
Börn þeirra;
1) Arnljótur (1903-1970). Lögfræðinemi í Ingólfsstræti 9, Reykjavík 1930. Lögfræðingur í Reykjavík 1945. Aðalgjaldkeri Sjúkrasaml. í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Hólmfríður Sigríður (1905-1972) Khöfn. Símamær í Ingólfsstræti 9, Reykjavík 1930. Talsímavörður í Reykjavík.
3) Guðlaug Margrét (1907-1992) Khöfn. Var í Ingólfsstræti 9, Reykjavík 1930.
4) Karitas Sylvía (1909-1988). Símamær í Ingólfsstræti 9, Reykjavík 1930. Verlsunarmaður í Kaupmannahöfn. Bjó í Osló, ógift.
5) Snæbjörn Sigurður Hákon (1911-1947). Iðnnemi í Ingólfsstræti 9, Reykjavík 1930. Rafvirki í Reykjavík.
6) Jóhann Baldur (1915-1985). Sendisveinn í Ingólfsstræti 9, Reykjavík 1930. Kaupmaður í Reykjavík.
7) Þóra Valborg Guðrún Petersen (1916-1996). Húsfreyja í Kaupmannahöfn.

Hjú og aðrir 1910;
Guðlaug Margrét Björgólfsdóttir (14. júní 1895 - 15.4.1912), systurdóttir Jóns, foreldrar hennar fóru vestur um haf 1903. Var í Læknishúsi, Blönduóssókn, A-Hún. 1910.
Guðný Jóhannesdóttir (12.8.1864) frá Ystuvík í Laufássókn. Tökustúlka og síðan í fóstri í Ystuvík í Laufássókn 1864-79. Vinnukona á Hömrum, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Ráðskona á Svalbarðseyri, Svalbarðssókn, S-Þing. 1901. Vinnukona í Læknishúsi í Blönduóss., A-Hún. 1910.
Jóhanna Kristbjörg Jónasdóttir (19. maí 1882) Eyrarlandi í Langadal. Fósturdóttir á Kötlustöðum, Undirfellssókn, Hún. 1890. Vinnukona í Læknishúsi, Blönduóssókn, A-Hún. 1910.
Páll Jónsson (2. febr. 1873). Var í Hjarðarholti, Hjarðarholtssókn, Dal. 1880. Verslunarmaður á Þingholtsstræti 35, Reykjavík 1930. Ókvæntur.
Þorbjörg Elín Helga Jónsdóttir (27. júlí 1857). Var á Syðriey, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Tökubarn á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Vinnukona á Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1880.
Hjú 1920;
Lára Ingibjörg Magnúsdóttir f. (1903-1989). Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Þórey Jónsdóttir (1900-1966). Ráðskona í Hjallalandi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Skála á Skagaströnd. Ógift.

1922-1931- Kristján Arinbjarnar 8.10.1892 d. 5.3.1947. Var í Reykjavík 1910. Læknir í Hafnarfirði. Kjörbarn: Halldór Arinbjarnar f. 4.9.1926. Skrifaður Kristján Arinbjarnar í Almanaki. Maki 7.1.1921; Guðrún Ottósdóttir Tulinius f. 4.4.1898, d. 9.7. 1980. Síðast bús. í Reykjavík. Kjörbarn: Halldór Arinbjarnar f. 4.9.1926.
Börn;
1) Halldór Danival (1926-1982). Síðast bús. í Reykjavík. Kjörfor: Kristján Arinbjarnarson f. 8.10.1892 og Guðrún Tulinius Ottósdóttir Arinbjarnar f. 4.4.1898. Kjördóttir: Jónína Margrét Arinbjarnar, f.24.12.1956.
2) Ragnar Ottó (1929-1997). Læknir í Reykjavík. Síðast bús. í Kópavogi.

1932-1933- Jónas Sveinsson f. 7. júlí 1895 d. 28. júlí 1967. Læknir á Blönduósi. Var í Reykjavík 1910. Var í Reykjavík 1945. Maki I, 22. júlí 1923 (sk); Guðmunda Sylvía Siggeirsdóttir f. 6. nóv. 1898 d. 5. júní 1984 frá Þorlákshöfn. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Maki II 7. júlí 1945; Ragnheiður Lára Júlíusdóttir Hafstein f. 24. júlí 1913 d. 21. ágúst 1971 frá Húsavík. Húsfreyja. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Hjú 1933-
Ari Lyngdal Jóhannesson apótekari, f. 2. febr 1910 d. 20. nóv. 1986. Bifreiðarstjóri. Síðast bús. í Kópavogi.

1934-1955- Páll Valdimar Guðmundsson Kolka f. 25. jan. 1895 Torfalæk, d. 19. júl. 1971, maki 3. nóv. 1916; Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka f. 8. okt. 1888, d. 12. júní 1974, frá Hvammsvík í Kjós.
Börn þeirra;
1) Guðmundur (1917-1957) sjá Hemmertshús og neðar.
2) Jakobína Perla (1924). Var á Kirkjuvegi 27, Vestmannaeyjum 1930.
3) Ingibjörg (1926-2015) sjá Ásgeirshús. Húsfreyja í Hafnarfirði.
4) Halldóra Ísberg (1929-2007) sjá Sunnuhvol. Húsfreyja og aðstoðargjaldkeri í Reykjavík.

1940-
Ingibjörg Solveig Ingimundardóttir (1866-1946) frá Tungubakka á Laxárdal fremri. Vinnukona á Torfalæk.
Ingibjörg Guðlaugsdóttir (1886-1971) frá Sogni í Kjós. Var á Héraðshælinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.
1940- Guðmundur Pálsson Kolka f. 21. okt. 1917 Reykjavík, d. 23. mars 1957, kaupm. maki 3. nóv. 1939; Ingibjörg Jónsdóttir f. 3. nóv. 1916, d. 14. nóv. 2005, úr Rvík.
Sjá Hemmertshús.

1946-
Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka (1940). Hvanná á Jökuldal.
Björg Kolka Haraldsdóttir Melkun (1944). Var á Héraðshælinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kisa Texas, dóttir Perlu og Haraldar Kristjánssonar (1924-2002) Vestm.

1951- Ingibjörg Sólveig Kolka (1947) dóttir Halldóru og Bergsteins Sigurðarsonar (1919-2003) Rvk.

1957- Þorsteinn Guðmundur Húnfjörð (1935) sjá Jónasarhús.

Almennt samhengi

Upphafleg gerð húss:
Tegund Timbur,
Klæðning Bárujárn
Þakgerð Mænisþak
Þakklæðning Bárujárn
Undirstaða Steinsteypt
Útlit Einlyft, kjallari,kvistir, inngönguskúr, útitröppur
Helstu breytingar:
• 1922 Viðbygging (gamli spítalinn)
• „ Krosspóstar fjarl. Í kjallaragluggum, sökkulbretti fjarl.
• „ Gluggarömmum fækkað
• „ Skyggni og svölum bætt við garðmegin
• 1929 Kvistur stækkaður
• „ Fög fjarlægð og ný klæðning sett
• „ Reykháfur fjarlægður
• 1989 Þak endurnýjað.

Húsið er í „Norrænum, stíl“. Húsið er einnar hæðar timburhús með risi á steyptum kjallara. Inngangur í húsið er á norðurhlið um útitröppur og bíslag. Handrið á svölum og útitröppum er úr smíðajárni, sömuleiðis bekkur neðan á skyggni. Ekki er vitað hvenær það var gert.

Skraut þetta stingur nokkuð í stúf við stíl hússins. Krosspóstar hafa verið í húsinu frá upphafi, en gluggafögum hefur fækkað. Gluggarammar hafa einnig verið fjarlægðir nema í opnanlegum fögum.

Upphaflega var húsið bárujárnsklætt, en nú er það klætt trapesulaga blikk klæðningu. Reykháfur var fjarlægður 1989, þegar gert var við þak hússins og kvistur að Aðalgötu var stækkaður. Húsið er að öðru leyti nánast óbreytt frá upphafi. Einnar hæðar skúr er á lóðamörkum að Hnjúkabyggð garðmegin. Garður er rúmgóður og hér getur að líta gosbrunn og niðurfellt "torg", glerhýsi, styttur og steina. Ástand hússins er nokkuð gott en æskilegt væri að veggklæðning og gluggar yrðu færð að upprunalegu útliti við endurgerð.

Tengdar einingar

Tengd eining

Lára Ingibjörg Magnúsdóttir (1903-1989) (4.10.1903 - 25.12.1989)

Identifier of related entity

HAH01701

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Guðlaugsdóttir (1911-1999) Þverá (11.9.1911 - 29.7.1999)

Identifier of related entity

HAH06445

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Aðalgata Blönduósi (1876-)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldór Arinbjarnar (1926-1982) læknir Skagaströnd (4.9.1926 - 4.6.1982)

Identifier of related entity

HAH04642

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórey Jónsdóttir (1900-1966) Skála á Skagaströnd og á Blönduósi (22.6.1900 - 29.12.1966)

Identifier of related entity

HAH04994

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Maggi Júlíus Magnús (1886-1941) læknir (4.10.1886 - 30.12.1941)

Identifier of related entity

HAH09501

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gylfi Þór Þórhallsson (1954-2020) skákmeistari (23.5.1954 - 29.3.2020)

Identifier of related entity

HAH04589

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sjúkraskýli Aðalgötu 7 Blönduósi 1915 (1915-)

Identifier of related entity

HAH00666

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ebba Húnfjörð (1967) (21.1.1967 -)

Identifier of related entity

HAH03040

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðbjörg Kolka (1940) Hvanná á Jökuldal. (18.8.1940 -)

Identifier of related entity

HAH10009

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Jónsdóttir Kolka (1916-2005) Hemmertshúsi (3.11.1916 - 14.11.2005)

Identifier of related entity

HAH01492

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Kolka Ísberg (1929-2007) Blönduósi (3.9.1929 - 20.9.2007)

Identifier of related entity

HAH01364

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Pálsdóttir Kolka (1926-2015) frá Blönduósi, Hafnarfirði (1.2.1926 - 12.3.2015)

Identifier of related entity

HAH01499

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björg Kolka Haraldsdóttir (1944) (14.9.1944)

Identifier of related entity

HAH02740

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Kolka (1917-1957) kaupmaður Blönduósi (21.10.1917 - 23.3.1957)

Identifier of related entity

HAH04116

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Arnljótur Jónsson (1903-1970) (21.12.1903 - 13.2.1970)

Identifier of related entity

HAH02501

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ari Lyngdal Jóhannesson (1910-1986) Blönduósi (2.2.1910 - 20.11.1986)

Identifier of related entity

HAH01038

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ragnar Ottó Arinbjarnar (1929-1997) læknir (12.7.1929 - 23.11.1997)

Identifier of related entity

HAH01856

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Pálsdóttir (1927-2020) Króksseli (27.1.1927 - 1.10.2020)

Identifier of related entity

HAH08026

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sigríður Pálsdóttir (1927-2020) Króksseli

controls

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

1957 - 1968

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónas Sveinsson (1895-1967) læknir Blönduósi (7.7.1895 - 28.7.1967)

Identifier of related entity

HAH05840

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Jónas Sveinsson (1895-1967) læknir Blönduósi

controls

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

1932 - 1933

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristján Arinbjarnar (1892-1947) Læknir Blönduósi (8.10.1892 - 5.3.1947)

Identifier of related entity

HAH06141

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Kristján Arinbjarnar (1892-1947) Læknir Blönduósi

controls

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Páll Kolka (1895-1971) læknir Blönduósi (25.1.1895 - 19.7.1971)

Identifier of related entity

HAH04940

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Páll Kolka (1895-1971) læknir Blönduósi

controls

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristinn Andrésson (1927-1991) Blönduósi (7.6.1927 - 12.7.1991)

Identifier of related entity

HAH06907

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Kristinn Andrésson (1927-1991) Blönduósi

controls

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Óskar Húnfjörð (1955) Blönduósi (7.2.1955)

Identifier of related entity

HAH06027

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Óskar Húnfjörð (1955) Blönduósi

controls

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Arnljótsdóttir (1879-1965) Læknabústaðnum á Blönduósi (3.10.1879 - 18.2.1965)

Identifier of related entity

HAH06661

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sigríður Arnljótsdóttir (1879-1965) Læknabústaðnum á Blönduósi

controls

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðbjörg Kolka (1888-1974) Blönduósi (8.10.1888 - 11.6.1974)

Identifier of related entity

HAH03839

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðbjörg Kolka (1888-1974) Blönduósi

controls

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Tulinius Arinbjarnar (1898-1980) Læknabústaðnum á Blönduósi (4.4.1898 - 9.7.1980)

Identifier of related entity

HAH04476

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðrún Tulinius Arinbjarnar (1898-1980) Læknabústaðnum á Blönduósi

controls

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Magnúsdóttir (1849-1946) Klömbrum og Blönduósi (22.1.1949 - 26.8.1946)

Identifier of related entity

HAH06681

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Ingibjörg Magnúsdóttir (1849-1946) Klömbrum og Blönduósi

er eigandi af

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorsteinn Húnfjörð (1933) bakari Blönduósi (3.2.1933 -)

Identifier of related entity

HAH04986

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Þorsteinn Húnfjörð (1933) bakari Blönduósi

er eigandi af

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Júlíus Halldórsson (1850-1924) læknir Blönduós (17.8.1850 - 19.5.1924)

Identifier of related entity

HAH04941

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Júlíus Halldórsson (1850-1924) læknir Blönduós

er eigandi af

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Jónsson (1868-1942) læknir Blönduósi (6.9.1868 - 3.10.1942)

Identifier of related entity

HAH04912

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Jón Jónsson (1868-1942) læknir Blönduósi

er eigandi af

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00081

Kennimark stofnunar

IS HAH-Blö

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 21.5.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 -1957
file:///C:/Users/Notandi/OneDrive%20-%20Bl%C3%B6ndu%C3%B3sb%C3%A6r/Husakonnun-a-Blonduosi-2015-lokahefti.pdf
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir