Kambakot

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Kambakot

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Kambakotsbærinn stendur í lægð milli Hafursstaðakjöls og Kamba. Hann er í hvarfi frá þjóðvegi að mestu. Þröngt er um ræktanlegt land. Sumarhagar eru góðir á Brunnársal, sem er austur frá bænum. 2 eyðijarðir Kjalarland og Kirkjubær eru nytjaðar með Kambakoti.
Íbúðarhús byggt 1952 434 m3. Fjós yfir 14 kýr, fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 894 m3. geymsla 144 m3. Tún 16,2 ha.

Staðir

Vindhælishreppur; Austur-Húnavatnssýsla; Hafursstaðakjölur; Kambar; Brunnárdalur; Kjalarland; Kirkjubær; Hafursstaðir; Hafursstaðakot; Halladalsá; Sláttuhvammur; Klofasteinar; Klofasteinar; Kjalarmýri; Hrafnabrík; Hafursstaðagil; Hrísgil; Haukaskarð; Fagragilsfolda; Fagragil; Söndugihóll; Pálsbyrgi; Marksteinar; Grenshjallahöfuð; Núpurinn; Gildra á Borgunum; Ófærubás; Ytriey; Smjörskálalækur; Hjallholt; Hellisgil; Hrafnaklettur; Selhólar; Skriðuskálarlækur; Kjalarlandsmerki; Ytrieyjarnúpur:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

1949-1967- Ólafur Ólafsson 24. maí 1905 - 4. ágúst 2001. Bóndi á Kleif á Skaga, síðar í Kambakoti. Bóndi og plægingarmaður á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Kambakoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Skefilsstaðahreppi. Kona hans; Sveinfríður Jónsdóttir 2. apríl 1898 - 23. júlí 1967. Var á Gauksstöðum, Hvammssókn, Skag. 1930. Var í Kambakoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Vindhælishreppi.

1962- Jónmundur Friðrik Ólafsson 3. maí 1934 - 19. apríl 2017. Búfræðingur, sjómaður og bóndi í Kambakoti í Vindhælishreppi. Var í Kambakoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Skagaströnd. Kona hans; Sveinbjörg Ósk Björnsdóttir 11. mars 1919 - 12. júlí 2001. Var á Litla Felli, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Vindhælishr.

Almennt samhengi

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Hafursstöðum með hjáleigunum Hafursstaðakoti og Kambskoti.

Að norðan ræður Halladalsá frá sjó og upp í Sláttuhvamm, úr Sláttuhvammi í Klofasteina, frá Klofasteinum yfir miðja Kjalarmýri, eptir því sem vörður vísa, í Hrafnabrík við Hafursstaðagil, þaðan og í Hrísgil, er allur Brunnárdalur norðan fram, fram hjá Hrísgili, Hafursstaðaland, eptir því sem fjallaeggjar vísa, yfir Haukaskarð og yfir Fagragilsfoldu, miðja vegu að bera milli Fagragils og Söndugahóls, og allur Brunnárdalur að sunnan fram, svo langt vötn að draga, tilheyrir einnig ofannefndri jörðu, þaðan liggur merkjalínan til suðurs eptir háfjöllum, í Pálsbyrgi, þaðan til vesturs í Marksteina, þaðan og í Grenshjallahöfuð, þaðan í stóran stein á Núpnum, þaðan rjettsýnis í garð í brekkunum, þaðan í Gildru á Borgunum, þaðan í stapa, er stendur í sjó, sunnanvert við svo nefndan Ófærubás. Sunnan línu þessarar, frá Pálsbyrgi og til sjáfar, er Ytrieyjar land.
Með samningi, dagsettum 18. ágúst 1874, og þinglesnum að Viðvík þann 27. maí 1884, hafa sameigendur Hafursstaða með hjáleigunum, skipt þannig landi jarðarinnar, að Kambakotsland er með öllu frá skipt, og nær það framan frá Smjörskálalæk í sunnanverðum Brunnárdal og ofan svokallað Hjallholt, fyrir neðan bæinn í Kambakoti, og er neðra takmark landsins úr vörðu á Hjallholtinu beina stefnu yfir ofanvert Hellisgil, út í Hrafnaklett í sunnanverðu Hafurstaðaárgili. Milli Hafurstaða og Hafursstaðakots er beitiland óskipt, en slægjulandi er skipt þannig: að Hafursstaðir eiga slægjuland á norðanverðum Brunnárdal fyrir framan Hafursstaðasel, er stendur neðan til við Selhólana, en Hafursstaðakot á slægju á sunnanverðum Brunnárdal, fyrir framan Smjörskálarlæk, fyrir neðan Hafursstaðasel á norðanverðum Brunnárdal, eiga Hafursstaðir slægjuland allt niður að Skriðuskálarlæk, en Hafursstaðakot fyrir neðan þann læk til móts við Kjalarlandsmerki. Slægjur á Sundunum fyrir ofan ásinn, út af Ytrieyjarnúpnum, upp að Kambakotsmerkjum, er áður eru nefnd, eiga Hafursstaðir, en slægjur í brekkunum fyrir neðan þann ás, og ofan undir Reiðgötur, á Hafursstaðakot. Á flóanum fyrir neðan bæinn er slægjum svo skipt, að Hafursstaðir eiga hinn syðri hluta, en Hafursstaðakot hinn nyrðri, og eru takmörkin bein stefna frá sjó eptir stórri þúfu ofan til við flóajaðarinn í vörðu á hól upp í Ytrieyjarnúpnum. Landið fyrir utan Hafursstaðaá, og upp á móts við Hrafnaklett er sameiginlegt beitiland fyrir báðar jarðirnar, en þyki þar eitthvað slægt, er Hafursstaðamanni þar heimil slægja. Með tilliti til selstöðu, mótaks og sjáfarnytja er landi milli Hafursstaða og Hafursstaðakots óskipt. Svo er túni skipt, að Hafursstaðir eiga tún fyrir ofan götuna er lína liggur norðan í hlaðið og fyrir sunnan skurðinn, er liggur upp eptir túninu, sunnan til við bæinn, en Hafursstaðakot á tún fyrir norðan þann skurð og neðan þá götu.
Landamerkjaskrá þessi er rituð í marzmánuði 1890 og samþykkt af undirrituðum.
Andrjes Árnason vegna eiganda Hafursstaða
Helga Guðmundsdóttir eigandi Hafursstaðakots.
Eggert Ó Brím formaður forstöðunefndar kvennaskólans á Ytriey, vegna þeirrar jarðar.
Kr. Þorbergsson eigandi Kambakots og meðeigandi Sæunnarstaða.
J. Jósefsson meðeigandi Sæunnarstaða.
Frímann Guðmundsson eigandi Kjalalands.
Árni Jónsson eigandi 7/60 af Syðriey.

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðberg Stefánsson (1909-1991) Rjúpnafelli Skagströnd (27.7.1909 - 15.9.1991)

Identifier of related entity

HAH03822

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eiðný Hilma Ólafsdóttir (1936-2017) Kambakoti, A-Hún. (5.7.1936 - 17.11.2017)

Identifier of related entity

HAH08145

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1949

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Helga Þorleifsdóttir (1847-1918) Enni (15.7.1847 - 16.11.1918)

Identifier of related entity

HAH09314

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1847

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Spákonufell ((1950))

Identifier of related entity

HAH00456

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jósef Stefánsson (1922-2001) Reykholti Skagaströnd (25.6.1922 - 9.12.2001)

Identifier of related entity

HAH01624

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hulda Pálsdóttir (1923-2011) Skagaströnd (4.8.1923 - 29.9.2011)

Identifier of related entity

HAH06732

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Sigríður Ingimundardóttir (1896-1967) Enni (19.5.1896 - 23.11.1967)

Identifier of related entity

HAH04731

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðný Finnsdóttir (1864-1923) Skrapatungu (20.9.1864 - 13.10.1923)

Identifier of related entity

HAH04185

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hafursstaðir ((1950))

Identifier of related entity

HAH00611

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árni Sigurðsson (1904-1938) Jaðri Blönduósi (14.9.1904 - 15.9.1938)

Identifier of related entity

HAH03565

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vindhælishreppur (1000-2002) (1000-2002)

Identifier of related entity

HAH10007

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ytri-Ey í Vindhælishreppi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00618

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Brunnárdalur í Vindhælishreppi (874-)

Identifier of related entity

HAH00920

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Brunnárdalur í Vindhælishreppi

is the associate of

Kambakot

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Davíðsson (1863-1934) Bala (17.12.1863 - 10.12.1934)

Identifier of related entity

HAH04949

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elísabet Kristín Einarsdóttir (1884-1928) Kambakoti og Síðu (13.9.1884 - 22.8.1928)

Identifier of related entity

HAH03262

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhann Pétur Gunnarsson (1875-1921) Sæunnarstöðum og Kambakoti (1.6.1875 -1.10.1921)

Identifier of related entity

HAH06510

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Halldórsdóttir (1863-1944) Bala (14.10.1863 -20.4.1944)

Identifier of related entity

HAH04730

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólafur Ólafsson (1905-2001) Kambakoti (24.5.1905 - 4.8.2001)

Identifier of related entity

HAH01795

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00340

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 25.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Landamerkjaskrá Húnavatnssýslu. No. 161, fol. 83b og 84. 22.5.1890.
Húnaþing II bls 122.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir