Haukagil í Vatnsdal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Haukagil í Vatnsdal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(900)

Saga

Frá fornufari hefur bærinn staðið uppi við túnhólana, en 1936 var hann færður þangað, sem nú er. Umhverfi slétt og þurrt, ræktunarskilyrði góð. Áður tilheyrði jörðinni Haukagilsheiðin öll, hálfar Lambatungur og Kornsártungur. Voru lönd þessi seld 1883. Til 1925 var eyðibýlið Gilhagi hluti af jörðinni. Þar fór í eyði 1931. Vatnsdalsá og Álka falla samana niður undan bænum, Suður við Álku stóð býlið Gilsbakki áður fyrr. Fram með Álku stóðu tvö sel. Fremstasel sunnan Gilhaga en Ystasel að norðan, Heimagrafreitur er í skógarlundi. Jörðin er ættarjörð. Íbúðarhús byggt 1937, 288 m3. Fjárhús yfir 550 fjár. Hesthús yfir 5 hross. Hlöður 856 m3. Votheysgryfja 40 m3. Geymsla og smiðja. Tún 46,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Álka.

Staðir

Vatnsdalur; Áshreppur; Vatnsdalsá; Álka [Álftarskálará]; Haukagilsheiði; Lambatungur; Kornsártungur; Gilhagi; Gilsbakki; Fremstasel; Ystasel; Saurbær; Saurbæjarsteinn; Ástjörn; Kvíslin; Ásmóhella; Þormóðstunga [Þórormstunga]; Réttarhólmi [Haukagilshólmi]; Pallshamar; Sauðaskjól; Tunguklif; Skútalækur; Kleppuhóll [Kleppshóll]; Kleppukvísl; Kornsárkvísl; Illiflói; Kornsá [bær]; Kleppa; Þrístapaháls;

Réttindi

Jarðardýrleiki xl € . Eigandinn að x € er lögmaðurinn Páll Jónsson Wídalín að Víðidalstúngu, og eignaðist hann þessi x € að kaupi sínu af sýslumanninum Ara Thorkelssyni nú í sumar 1706, á Alþíngi eður að þínglausnum. Eigandann að öðrum x € telja menn sýslumanninn Ara Thorkelsson, en þó á lögmaðurinn Páll lögmála á þeim, og hefur allareiðu betalað nokkuð uppí andvirði þessara x € . Eigandinn að þriðju x € er Þorlákur Olafsson í Forsæludal, að kaupi sínu af sýslumanninum Ara Thorkelssyni. þessi xxx jarðarhundruð hafa í nokkur næstliðin ár gengið kaupum og sölum, til sýslumannsins Ara Thorkelssonar og frá honum til lögmannsins Páls og Þorláks Ólafssonar. Eigandinn að v € er Margret Gunnarsdóttir hjer heima. Eigandinn að v € kalla menn að sje lögrjettumaðurinn Grímur Jónsson að Guðrúnarstöðum hjer í sveit, og hefur fyrir fáum árum eignast Abúandinn á xx € , sem þeir eiga lögmaðurinn Páll og sýslumaðurinn Ari, er Gísli Bjarnason. Landskuld þar af er i € , og tekur helming hver landsdrotna. það sem lögmanninnm Páli tilkemur afhendist heim til Víðidalstúngu, en sá helmíngur, sem sýslumanninum Ara tilkemur, er ásett að gialdist í peníngum á næstkomandi lögþíngi, nema aðrar orður komi. Lögmannsins partur gelst í landaurum. Leigukúgildi með þeim xx € , sem næstumliðið ár átti Ari Thorkelsson, voru iiii, og þau leigir enn nú Gísli Bjarnason. Leigur betalast þángað sem landsdrottinn til segir, innan hjeraðs. Með x € lögmannsins Páls verða í ár engin kúgildi, nema hann verði öðruvísi ásáttur við ábúanda. Ábúandinn á iii € og xl álnum, sem Grímur kallar sig eiga, er Þorlákur Ólafsson, hann sami, sem eftir sínum eignarrjetti býr hjer á x € . Landskuld af þeim x € , sem landsdrottinn Þorlákur á, er nú engin, en var á meðan leigubðar hjeldu lx álnir, og galst
í öllum landaurum. Tvo þriðjúnga af v € Gríms eignar Þorlákur enn nú sjer til ábýlis, so sem leiguliða, en kveðst óviss að hverjum rjetti landsdrottinn Grímur hafi það af sjer tekið, so vítt sem Grímur hafi grasnautnina umbðið sumar að sjer tekið. Ábúandi á þeim v € sem Margretu Gunnarsdóttur tilheyra er hún sjálf. Landskuld þar af er, síðan faðir hennar eignaðist, alls engin, og eru það 34 ár. Af þeim parti Grims, sem Margret leigir, er, síðan Grímur eignaðist, x álnir. Leigukúgildi með þeim parti Grims sem Margret leigir eru v ær. Leigur gjaldast til landsdrottins. Kvaðir alls öngvar fyrr nje síðar. Kvikfjenaður hjá Gísla v kýr, 1 ær, xvii sauðir tvævetrir og eldri, xiii veturgamlir, xxx lömb, óvís sum af þeim, iii
hestar, ii hross, i foli tvævetur óvís, i únghryssa óvís. Kvikfje hjá Þorláki i kýr, 1 ær, i sauður þrevetur, i hross. Hjá Margretu ii kýr, xliii ær, vii sauðir veturgamlir, ii af þeim tvævetrir, xiiii lömb, i hestur, i hross. Fóðrast kann á allri jörðinni viii kýr, xl lömb, lx ær, vi hestar. Torfrista og stúnga næg. Rifhrís til kolgjörðar og eldiviðar hjálplegt. Silúngsveiðivon í fjallavötnum, er ekki óhætt fyrir misgreiníngi. Eggversvon hefur áður nokkur verið af álftaeggjum. Grasatekja bjargleg. Hvanna og rótatekjuvon nokkur á fjöllum. Túninu granda lækir með grjóts og leirs áburði. Engjunum granda sömu lækir að ofan, en að neðan Vatnsdalsá, sem brýtur land til stórskaða. Ekki er óhætt fyrir snjóflóðum.

Gilsbacke. Forn eyðijörð í þessarar jarðar landi, þar hefur í vorra feðra minni bygð verið, um eitt ár eður lengur á fornu gerði. Hvöijir kostír væri veit enginn nje minnist, og
ómögulegt er hjer aftur að byggja nema til skaða jarðarinnar Haukagils, og enn brúka hjer Haukagilsmenn fjárhús eður stekkjarstæði, þá er þeim líkar. Fornar girðíngar bera þéss
vitni, að áður hafi hjer bólstaður verið; rök eru engin til þess önnur.

Starfssvið

Lagaheimild

Bærinn á Haukagili stóð upp undir bæjarhólnum sunnan við bæjarlækinn. Húsaraðirnar voru þrjár, samliggjandi. Bæjarþil var til austurs, fram á hlaðið, með bæjardyrum um miðja röðina. Kames var norðan dyra en stofa að sunnan. Beint suður af og áföst var skemma undir sama risi og smiðja syðst með risi til austurs og vesturs. I miðröðinni var eldhúsið sunnan gangsins með kjallara undir og timburstafni til suðurs. Skáli var norðan gangsins. Baðstofan var í þrennu lagi með timburstöfnum að sunnan og norðan og þili að vestan. Bjuggu hjónin í norðurhúsinu með yngstu börnin en annað heimilisfólk í öðrum hlutum baðstofunnar. Að sumrinu var sofið frammi í bænum. Allur var bærinn rúmgóður og reisulegur. Hann féll vel að ávölum bæjarhólnum og lækjargilinu þar norðan við.

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

1880-1910- Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir 1. jan. 1848 - 21. mars 1917. Ekkja. Húsfreyja á Mýrum. Húsmóðir í Haukagili, Undirfellssókn, Hún. 1901.

1910-1942- Eggert Konráð Konráðsson 14. feb. 1878 - 5. apríl 1942. Var á Mýrum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Var á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Haukagil, Áshr., A-Hún. Bóndi og hreppstjóri á Haukagili í Vatnsdal, A-Hún. Kona hans; Ágústína Guðríður Grímsdóttir 9. ágúst 1883 - 5. nóv. 1963. Húsfreyja í Haukagili, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja, síðar í Reykjavík.

1938- Konráð Már Eggertsson 17. nóv. 1911 - 15. júlí 1995. Bóndi á Haukagili í Vatnsdal, A-Hún., síðar á Blönduósi. Vinnumaður í Haukagili, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Haukagili, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Blönduósi. Kona hans; Lilja Halldórsdóttir Steinsen 15. jan. 1923 - 29. sept. 1997. Lilja Halldórsdóttir Steinsen 15. jan. 1923 - 29. sept. 1997. Hárgreiðslumeistari. Var í Læknishúsi, Ólafsvíkursókn, Snæf. 1930. Var í Haukagili, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Blönduósi. Kjörforeldrar: Halldór Steinsen, f. 31.8.1873, d. 25.12.1961 og Katrín Jónsdóttir, f. 18.1.1876, d. 20.7.1927.

1968-1987- Eggert Konráð Konráðsson 10. jan. 1949 - 12. des. 2003. Bóndi og síðar húsvörður, síðast bús. í Kópavogi. Fyrri kona hans; Sóley Jónsdóttir 24. sept. 1949.

Harpa Björt Eggertsdóttir, f. 23. mars 1971, býr á Haukagili, sambýlismaður Egill Herbertsson, f. 4. janúar 1964

Almennt samhengi

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Haukagil í Vatnsdal, liggjandi í Húnavatnssýslu.

Að norðan ræður: bein lína vestan frá svokölluðum Saurbæjarsteini, sem er kippkorn fyrir sunnan og vestan vestari Ástjörnina vestur við “Kvíslina,, þaðan austur í merkjavörðu austu undi brún og þaðan beina leið í merkjaskurð, sem gjörður er í flóann milli Haukagils og Saurbæjar, og frá austurenda skurðarins beint austur á línu þá er ákveður merki milli Þormóðstungu og Saurbæjar og Haukagils, sem liggur frá vörðu vestantil á Ásmóhellu beint suður um farveg Vatnsdalsár í fornar réttartóptir norðast í svokölluðum Réttarhólma (Haukagilshólma) í hólmanum fyrir sunnan og neðan Haukagil. Að austan verðu: áður nefnd lína suður á móts við landamerkin og úr því Vatnsdalsá. Að suðaustan og sunnan ræður: bein sjónleið frá Pallshamri austan Vatnsdalsár, fyrir norðan svonefnd Sauðaskjól, kippkorn fyrir utan Tunguklif í Álftarskálará, þar sem hún fellur úr gilinu, þaðan ræður Álftarskálará fram til fremri Skútalækjar og frá Skútalæk beint vestur á há Kleppuhól vestar við Kleppukvísl. Að vestan ræður: Kleppukvísl og Kornsá (Kvíslinni) til Saurbæjarsteins. Auk þess fylgir jörðinni, móts við Kornsá, hálft það land sem liggur milli Kleppukvíslar og Kornsárkvíslar.

Haukagili, 29. júlí 1890.
J. Hannesson, vegna eiganda og umráðam. Haukagils.
Bjarni Snæbjörnsson, eigandi Þormóðstungu.
J. Hannesson, vegna eiganda og umráðam. Saurbæjar.
Hjörl. Einarsson, sem umráðandi Undirfelli kirkjujarðar Grímstungu.
B.G. Blöndal umboðsm. Þingeyrarkl.jarða.
Við: Eggert Konráðsson, bóndi á Haukagili í Áshreppi og Konráð Jónsson, bóndi í Gilhaga í Áshreppi gjörum svofelldan kaupsamning:

  1. Ég Eggert Konráðsson skuldbind mig til þess að selja Konráði Jónssyni ábýlisjörð hans Gilhaga, með þeim húsum og girðingum, sem voru á jörðinni þegar hann tók jörðina til ábúðar, landskuld þeirri, sem greiðast átti í húsa- og jarðabótum, og öllum þeim gögnum og gæðum sem jörðinni fylgir og fylgja ber. Fasteignamat jarðarinnar er kr. 2.700.-.
  2. Landamerki jarðarinnar eru: Að norðan úr Álftaskálará ræður girðing merkjum eins og hún liggur nú, þar til girðingin beygir til norðvesturs (en girðingin er að öllu leyti eign jarðarinnar Haukagils) frá girðingunni beina línu í læk, sem kemur úr Illaflóa, þar sem hann fellur í Kornsá. Að vesta ræður Kleppa merkjum, fram til Kleppshóls. Að sunnan eru merkin úr Kleppshól austur í Ytri-Skútalæk, þar sem hann fellur austur yfir Þrístapahálsinn og ræður lækurinn merkjum til Álftaskálarár.

Gjört að Haukagili 24. maí 1926.
Eggert Konráðsson, Konráð Jónsson.

Tengdar einingar

Tengd eining

Kristín Eggertsdóttir (1912-2006) Haukagili (17.11.1912 - 11.3.2006)

Identifier of related entity

HAH07227

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1912

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svava Eggertsdóttir (1918-2012) Haukagili (11.5.1918 - 18.2.2012)

Identifier of related entity

HAH07226

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1918

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurlaug Guðmundsdóttir (1868-1960) Ási Vatnsdal (12.6.1868 - 3.5.1960)

Identifier of related entity

HAH06673

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1868

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Álka og Álkugil í Vatnsdal ((1880))

Identifier of related entity

HAH00020

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónas Jóhannsson (1868-1937) Kárdalstungu (7.2.1868 - 28.6.1937)

Identifier of related entity

HAH05813

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Steinþór Guðmannsson (1903-1954) Gilhaga (10.3.1903 - 22.3.1954)

Identifier of related entity

HAH09144

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Hannesdóttir Harold (1863-1956) frá Forsæludal (9.12.1863 - 24.4.1956)

Identifier of related entity

HAH04317

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Lárus Lárusson (1870-1944) frá Fremstagili (27.8.1870 - 4.10.1944)

Identifier of related entity

HAH07409

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Magnúsdóttir (1862) vk Eyjólfsstöðum og Hvammi í Vatnsdal (21.5.1862 -)

Identifier of related entity

HAH07408

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Helga Björnsdóttir (1856-1925) Hindisvík (4.4.1856 - 11.1.1925)

Identifier of related entity

HAH04875

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórormstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00059

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Saurbær í Vatnsdal ((1200))

Identifier of related entity

HAH00054

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Grímstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00044

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Undirfellskirkja 1893- (1893)

Identifier of related entity

HAH00569a

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Snæbjörnsson (1829-1894) Þórormstungu (2.7.1829 - 14.5.1894)

Identifier of related entity

HAH02702

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Undirfellskirkja (1893) (1893-1990)

Identifier of related entity

HAH10010

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásbrekka í Vatnsdal (1935 -)

Identifier of related entity

HAH00034

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ás í Vatnsdal ((800))

Identifier of related entity

HAH00033

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jórunn Þorsteinsdóttir (1880-1975) Pasadena, Los Angeles, frá Haukagili (7.1.1880 - 18.2.1975)

Identifier of related entity

HAH06559

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Dagsetning tengsla

1880

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hannes Hannesson (1866-1954) Ytra-Felli á Fellsströnd ov, frá Haukagili (1.10.1866 - 11.11.1954)

Identifier of related entity

HAH04776

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Markúsdóttir (1829-1916) Ási Vatnsdal (30.6.1829 - 19.3.1916)

Identifier of related entity

HAH06683

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Hannesdóttir (1860) Kistu (26.6.1860 - 5.11.1944)

Identifier of related entity

HAH02208

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sigríður Hannesdóttir (1860) Kistu

controls

Haukagil í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorsteinn Eggertsson (1836-1881) Haukagili (3.2.1836 - 29.8.1881)

Identifier of related entity

HAH06533

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Þorsteinn Eggertsson (1836-1881) Haukagili

controls

Haukagil í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Pétursdóttir Briem (1853-1937) Álfgeirsvöllum (26.12.1853 - 5.7.1937)

Identifier of related entity

HAH04728

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Konráð Eggertsson (1911-1995) Haukagili (17.11.1911 - 15.7.1995)

Identifier of related entity

HAH04922

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Konráð Eggertsson (1911-1995) Haukagili

controls

Haukagil í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Lilja Halldórsdóttir Steinsen (1923-1997) Haukagili (15.1.1923 - 29.9.1997)

Identifier of related entity

HAH01715

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Þorsteinsdóttir (1848-1917) Haukagili (1.1.1848 - 21.3.1917)

Identifier of related entity

HAH04406

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðrún Þorsteinsdóttir (1848-1917) Haukagili

controls

Haukagil í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eggert Konráð Konráðsson (1878-1942) Haukagili (14.2.1878 - 5.4.1942)

Identifier of related entity

HAH03075

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ágústína Grímsdóttir (1883-1963) Haukagili (9.8.1883 - 5.11.1963)

Identifier of related entity

HAH03509

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Ágústína Grímsdóttir (1883-1963) Haukagili

controls

Haukagil í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eggert Konráðsson (1949-2003) Haukagili (10.1.1949 - 12.12.2003)

Identifier of related entity

HAH01175

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Eggert Konráðsson (1949-2003) Haukagili

controls

Haukagil í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00046

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 1.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar. Bls 282
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu 29.7.1890
Landamerkjabók Húnavatnssýslu 24.5.1926
Húnaþing II bls 341

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir