Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[1300]

History

Bærinn er neðan vegar, langa bæjarleid norðan Bergsstaða. Af Eiríksstaðahorni nokkru sunnan bæjar opnast útsýn yfir miðhluta Svartárdals. Ræktuner að meirihluta af valllendi og nokkuð sundurslitin. Jörðin á víðáttumikið flálendi á Svartárdalsfjalli og gott beitiland í brekkum neðan brúna. Eiríksstaðahöfði heitir hæð ein áberandi á vesturbrún Svartárdalsfjalls nyrst í Eiríksstaðalandi. Íbúðarhús byggt 1938, 320 m3. Fjós fyrir 6 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 1020 m3. Tún 16 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Places

Bólstaðarhlíðarhreppur; Svartárdalur; Bergsstaðir; Eiríksstaðahorn; Svartárdlasfjall; Eiríksstaðakot [Brattahlíð]; Svartá; Eiríksstaðatjörn; Landamerkjahóll; Arnarvatn; Hólmamýri; Langasund; Klofsteinn; Grafarlág; Skriðugil [Landamerkjagil]; Arnarvatnsflói; Valadalur; Valabjörg; Fjósar; Forsæludalur; Grafarkot [Grófarkot];

Legal status

Eyriksstader.
Hjer hefur áður bænahús verið, og kallast so að húsið standi enn, er það þó komið að falli. Ekki hafa bjer verið tíðir veittar í manna minni. Jarðardýrleiki xl € á heimajörðunni, en alls með Eireksstaðakoti, sem stendur í úthögum, fimtíu hundruð, og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn að heimajörðunni Þorlákur Ólafsson að Forsæludal í Vatnsdalshrepp og Húnavatnssýslu, en ekki vita nálægir hvað lángt er síðan að hann eignaðist þessa jörð, þó þeir þykist heyrt hafa, að Þorlákur hafi nokkurn part þessarar jarðar eignast að kaupi sínu síðan 1702. Abúandinn áðurnefndur eigandi Þorlákur Olafsson, og hefur hann hjer bú haldið um nokkur ár. Landskuld nú engin, áðnr, meðan leiguliðar hjeldu, ii € . Betalaðist í landaurum eður fiskatali í kaupstað. Leigukúgildi ekkert; áður, meðan leignliðar hjeldu, vita nálægir ekki að undirrjetta hvað mörg verið hafi. Kvaðir öngvar, og so var meðan leiguliðar hjeldu.
Kvikfje iiii kýr, i kvíga að fyrsta kálfi, i veturgömul, i kálfur, lxx ær, xxiiii sauðir tvævetrir og eldri, xxviii veturgamlir, l lömb, v hestar, i hross, i únghryssa, Fóðrast kann iiii kýr, lx ær, xx lömb, i hestur; það sem meira er af sauðfje og hestum er vogað einúngis á útigáng. Afrjett ut supra. Torfrista og stúnga grýtt og sendin, brúkast þó. Hrísrif til eldíngar bjarglegt, til kolgjörðar lítt nýtandi; hefur áður verið bjarglegt en eyðist nú mjög. Silúngsveiðivon í Arnarvatni, hefur ei brúkast í margt ár, og meinast að litlu gagni þó til reynt væri. Grasatekja hefur verið næg fyrir heimilið, hún er nú að mestu eydd og brúkast því lítt. Túninu grandar lækur úr brattlendi, sem ber á völlinn til stórskaða grjót, sand og leir, sem áeykst árlega.
Enginu grandar Svartá a& ne&an með landbroti og grjótsáburði, en smálækir úr brattlendi að ofan, sem bera grjót og leir á slægjulaudið til stórskaða. Hætt er kvikfje fyrir holgryfjulækjum og afætudýjum, og verður jafnlega skaði að. Hætt er bænum í vatnavöxtum fyri gili því, sem þar fellur allnærri, sjerdeilis þá fönn leggur þvert yfír farveginn, so
vatnið nær ekki rásinni og hleypur þá upp á skaflinn og heim á bæinn, sje ei með stóru erfiði fönnin burt mokuð og vatninu fram hleypt

Eyrekstadakot [Brattahlíð], bygt fyri manna minni í úthögum, og er talinn fimti partur allarar jarðarinnar, og hefur þetta býli afdeilt tún og engi en öllum öðrum landgæðum óskift frá
heimajörðunni. Jarðardýrleiki x € og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn Skálholtsstaðar ráðsmaður Arngrímur Bjarnason, Ábúandinn Sveinn Jónsson.
Landskuld lx álnir. Betalast í landaurum heim til umboðsmanns innan hjeraðs. Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri til umboðsmannsins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje ii kýr, xx ær, iiii sauðir veturgamlir, xiii lömb, ii hross, annað með fyli. Fóðrast kann áðurtalað kvikfje á heyjum og útigángi. Kostir og ókostir sem segir um heimajörðina, nema hjer grandar túninu ekkert, og óhætt er bænum fyri vatnagángi.

Grófvarkot, eyðihjáleiga af heimajörðinni, bygð í úthögum hjer um fyri fjörutíu árum og varaði bygðin hjer um í fjögur eður fimm ár, hefur síðan í auðn verið. Enginn nálægur veit
með hvörjum kostum þetta kot hefur bygst, en tilgátur eru að hjer hafi verið fjörutíu álna landskuld til heimabóndans áður. Ekki má hjer aftur byggja nema heimajörðunni til meins og skaða, þar með er hjer skriðuhætt so að fyri þann skuld lagðist þetta býli nokkurn part í eyði.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

<1890-1912- Ólafur Gíslason 20. júlí 1847 - 25. júlí 1912. Var í Ásum, Svínavatnssókn, Hún. 1860. Bóndi á Eiríksstöðum í Svartárdal, A-Hún. Ættaður frá Eyvindarstöðum. Kona hans; Helga Sölvadóttir 5. okt. 1855. Húsfreyja á Eiríksstöðum í Svartárdal, A-Hún.

<1920- Hannes Ólafsson 1. sept. 1890 - 15. júní 1950. Bóndi á Eiríksstöðum í Svartárdal, A.-Hún, svo á Blönduósi. Daglaunamaður á Blönduósi 1930. Kona hans; Svava Þorsteinsdóttir 7. júlí 1891 - 28. jan. 1973. Húsfreyja á Eiríksstöðum og á Blönduósi. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

<1920- Ólafur Sigurðsson 30. júní 1893 - 22. nóv. 1943. Bóndi á Hóli, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Kúfustöðum og víðar í Svartárdal, A-Hún. Kona hans; Guðrún Jónasdóttir

  1. maí 1889 - 16. okt. 1958. Húsfreyja á Kúfustöðum og víðar í Svartárdal. Var á Brandsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

um 1930- Sigfús Ferdínand Eyjólfsson 14. ágúst 1878 - 25. júní 1956. Bóndi á Eiríksstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Blöndudalshólum og á Eiríksstöðum í Svartárdal, A-Hún. Kona hans; Kristvina Kristvinsdóttir 7. mars 1883 - 15. jan. 1959. Húsfreyja á Eiríksstöðum í Svartárdal, A-Hún.

Guðmundur Sigfússon 20. maí 1906 - 27. mars 1993. Bóndi á Eiríksstöðum. Bóndi á Eiríksstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Eiríksstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Fyrri kona hans; Guðmunda Jónsdóttir 19. okt. 1908 - 30. júlí 1937. Var á Eyvindarstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Eiríksstöðum. Sk hans; Sólborg Þorbjörnsdóttir 25. júlí 1914 - 15. sept. 1963. Húsfreyja á Eiríksstöðum í Svarárdal, A-Hún. Vinnukona í Bentshúsi, Flatey, Flateyjarsókn, A-Barð. 1930. Var á Eiríksstöðum 1957.

1970- Guðmundur Valtýsson 1. ágúst 1951. Var í Bröttuhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

General context

Landamerkjaskrá fyrir jörðunum Eiríksstöðum og Eiríksstaðakoti í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Að norðanverðu milli Eiríksstaðakots og Fjósa ræður garður frá Svartá austur í svo nefnda Eiríksstaðatjörn (norðast), þaðan liggur merkjalínan beint austur í svo nefndan Landamerkjahól, þaðan þráðbeina stefnu austur í markvörðu, sem stendur lítið suður með Arnarvatni, að austan til suðurs ræður þá vatnið til enda, og svo beina línu frá því miðju fram Hólmamýri og eptir Langasundi, beina línu fram fjallið, í hinn svonefnda Klofstein, norðanvert við Grafarlág. Á milli Eiríksstaða og Bergsstaða liggur merkjalínan frá hinum áður nefnda Klofasteini beint vestur fjallið í gamalt vörðustæði (vestur á fjallinu), og úr því beint vestur í hið gamla Skriðugil, nú nefnt Landamerkjagil, gilið ræður ofan í Svartá, og Svartá að vestan út í áður nefnt garðlag. A milli Eiríksstaða og Eiríksstaðakots eru þessi merki: Í landamerkjastein, sem stendur skammt frá Svartá, og þaðan þráðbeina línu austur yfir fjallið í vörðu er stendur sunnantil við svo nefndan Arnarvatnsflóa.
Þessum hjer að ofan og framan skrifuðum landamerkjum erum við undirskrifaðir hlutaðeigendur að öllu samþykkir:

Eyvindarstöðum 20. januar 1890.
Gísli Ólafsson eigandi Eiríksstaða og Eiríksstaðakots.
Pjetur Pálmason, eigandi Valadals og Valbjargar.
Sigríður Einarsdóttir, eigandi að Fjósum.
Guðmundur Helgason, beneficiarius vegna Bergsstaða.

Lesið upp á manntalsþingi að Bókstaðarhlíð, hinn 19. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 146, fol. 76.

Relationships area

Related entity

Sigurður Sölvason (1832) Hóli Svartárdal, aktygjasmiður Winnipeg og Akrabyggð ND (10.7.1832 -)

Identifier of related entity

HAH07475

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Húsmaður þar 1860

Related entity

Helga Frímannsdóttir (1896-1955) Hólmavík (14.12.1896 - 29.7.1955)

Identifier of related entity

HAH06530

Category of relationship

family

Dates of relationship

14.12.1896

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Sigmar Ólafsson (1921-1991) Brandsstöðum (12.1.1921 - 30.10.1991)

Identifier of related entity

HAH09470

Category of relationship

associative

Dates of relationship

12.1.1921

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Elísabet Magnúsdóttir (1818-1908) Grófargili á Langholti, (10.8.1818 - 29.12.1908)

Identifier of related entity

HAH03263

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vk þar 1860

Related entity

Birna Ólafsdóttir (1936-1948) Eiríksstöðum (4. okt. 1936 - 7. okt. 1948)

Identifier of related entity

HAH04247

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Ingibjörg Guðmundsdóttir (1948) frá Eiríksstöðum (7.6.1948 -)

Identifier of related entity

HAH06930

Category of relationship

associative

Dates of relationship

7.6.1948

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Guðmunda Guðmundsdóttir (1937) Helgafelli (7.3.1937 -)

Identifier of related entity

HAH06013

Category of relationship

associative

Dates of relationship

7.3.1937

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Brattahlíð í Svartárdal (1900 -)

Identifier of related entity

HAH00155

Category of relationship

associative

Dates of relationship

19.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg Landamörk. Brattahlíð hét áður Eiríksstaðakot.

Related entity

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1817

Description of relationship

– Eiríksstaðir: …(1817) Í síðustu vetrarviku (apr.) varð vatnsgangur voðalegur. Hlupu lækir á tún og bæi, svo sem á Eiríksstöðum og Gili. Komu og víða skriður (Brandsstaðaannáll). – Grófarkot: …í eyðihjáleiga frá Eiríksstöðum. …þar með er hér skriðuhætt svo að fyrir þann skuld lagðist þetta býli nokkurn part í eyði. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Haukur Blöndals Gíslason (1923-2004) (11.11.1923 - 21.7.2004)

Identifier of related entity

HAH01390

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar

Related entity

Bergstaðir Svartárdal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00066

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Fjósar í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00160

Category of relationship

associative

Dates of relationship

19.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Svartá - Svartárdalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00493

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svava Þorsteinsdóttir (1891-1973) Kistu (7.7.1891 - 28.1.1973)

Identifier of related entity

HAH04998

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Svava Þorsteinsdóttir (1891-1973) Kistu

controls

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Helga Sölvadóttir (1855) Eiríksstöðum (5.10.1855 -)

Identifier of related entity

HAH06714

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Helga Sölvadóttir (1855) Eiríksstöðum

controls

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1890 og 1910

Related entity

Sólborg Þorbjarnardóttir (1914-1963) Eiríksstöðum í Svarárdal (25.7.1914 - 15.9.1963)

Identifier of related entity

HAH09079

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sólborg Þorbjarnardóttir (1914-1963) Eiríksstöðum í Svarárdal

controls

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Guðmundur Sigfússon (1906-1993) Eiríksstöðum (20.5.1906 - 27.3.1993)

Identifier of related entity

HAH09153

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Sigfússon (1906-1993) Eiríksstöðum

controls

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Forsæludalur í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00041

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Forsæludalur í Vatnsdal

is the owner of

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

1702

Description of relationship

Eigandinn að heimajörðunni frá 1702 Þorlákur Ólafsson að Forsæludal í Vatnsdalshrepp

Related entity

Skálholt í Biskupstungum

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Skálholt í Biskupstungum

is the owner of

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandinn Eiríksstaðakots í upphafi 18. aldar; Skálholtsstaðar ráðsmaður Arngrímur Bjarnason

Related entity

Guðmundur Valtýsson (1951) Eiríksstöðum (1.8.1951)

Identifier of related entity

HAH04144

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Valtýsson (1951) Eiríksstöðum

controls

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

1970

Description of relationship

Related entity

Guðmunda Jónsdóttir (1908-1937) Eiríksstöðum (19.10.1908 - 30.7.1937)

Identifier of related entity

HAH03958

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmunda Jónsdóttir (1908-1937) Eiríksstöðum

controls

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hannes Ólafsson (1890-1950) Eiríksstöðum og Kistu (1.9.1890 - 15.6.1950)

Identifier of related entity

HAH10018

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hannes Ólafsson (1890-1950) Eiríksstöðum og Kistu

controls

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

1.9.1890

Description of relationship

Fæddur þar síðar bóndi 1920

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00157

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 25.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 377
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 146, fol. 76.
Húnaþing II bls 192

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places