Fossar í Svartárdal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Fossar í Svartárdal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

[1500]

Saga

Fossar eru í Fossadal vestanverðu á fögrum og skjólstæðum stað. Gengt bænum blasir Lækjahlíð við, og yfir gnæfa Háutungur. Að norðan eru Þrengslin löngum viðsjálleið, og sunnan þeirra vegurinn uppá Eyvindarstaðarheiði. Framar í dalnum að austan er eyðibýlið Kóngsgarður, ræktað og byggt peningahúsum. Undirlendi er takmarkað og ræktun sundurslitin en landgæði. Áður kirkjujörð en varð bændaeign 1955. Íbúðarhús byggt 1957, 486 m3. Fjós fyri 4 gripi. Fjárhús yfir 630 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 2020 m3. Heimilisrafstöð frá 1930. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Fossá.

Staðir

Bólstaðarhlíðarhreppur; Svartárdalur; Svartá; Fossadalur [Fossárdalur]; Lækjahlíð; Háutungur; Þrengsli; Eyvindarstaðarheiði; Kóngsgarður; Fossá; Gamlurjett; Sauðabunda; Fossárdalsbrún; Hlóðarsteinn; Smjörmótsgil; Stafn; Bergstaðir; Bergstaðakirkja;

Réttindi

Þetta býli hefur verið bygt upp úr fornri selstöðu frá Bergstöðum. Aldrei hefur þetta lögbýlisjörð haldin verið, og ekkert fyrisvar hefur verið hjer so menn viti. Dýrleikinn óviss, því þetta kot tíundast öngvum. Eigandinn beneficium Bergstaðir í Svartárdal, þó áður hafi um þetta land þræta verið, vide infra Kóngsgarð. Ábúandinn Egill Illugason á Kúastöðum.
Landskuld lx álnir inntil næstu tólf ára, síðan óviss, því hjer hefur búið bróðir staðarhaldarans og hans börn, og hefur stundum goldist nokkuð, stundum ekkert. Leigukúgildi ii, inntil næstu tveggja ára iii, fyrir meir en tuttugu árum v. Leigur betalast í smjöri heim til staðarins. Kvaðir öngvar. Kvikfje ekkert síðan í haust, að ábúandi færði sig og fje sitt að Kúastöðum.
Fóðrast kann i kýr, xii lömb; sauðfje og hestum er vogað einúngis á útigáng, sem þó verður oftast hestum burt komið. Afrjett er hjer alt um kríng, sem brúkast nú almennilega
úr sveitinni, en ábúandi tekur þó öngvan afrjettartoll. Torfrista og stúnga mjög lök, brúkast þó. Hrísrif hefur verið nægt til kolgjörðar og eldíngar, eyðist nú mjög en brúkast þó.
Silúngsveiðivon lítil áður, nú engin í margt ár. Grasatekja mjög lítil, hefur áður næg verið. Engjar öngvar, nema það lítið sem hent er úr óberjumóum, undan fótum afrjettarfjárins.
Hætt er kvikfje fyrir holgryfjum og afætudýjum, og verður oft mein að.

Kongsgardur. Þetta býli stendur í sama afrjettardal og Fossar, og er sama ásigkomulag þessara býla, í þann máta, að það eru ei lögbýlisjarðir. Dýrleikinn óviss, því þetta býli tíundast öngvum. Eigandinn Sr. Jón þórarinsson að Hjarðarholti í Laxárdal í Dalasýslu, eður hans kvinna, eftir þeirri forlíkun, sem gjörðist á millum nefnds kennimanns og prestsins á Bergstöðum, vide infra. Ábúandinn Brandur Eireksson. Landskuld lx álnir, áður fyrir þrettán árum lxxx álnir. Betalast að Stafni til umboðsmannsins í landaurum. Leigukúgildi ii, fyri þrettán árum iiii. Leigur betalast í smjöri, eður peníngum þá smjörskortur verið hefur, að Stafni til umboðsmannsins. Kvaðir öngvar.

Kvikfje ii kýr, i kálfur, x ær, vi sauðir veturgamlir, x lömb, i hestur, i hross. Fóðrast kann i kýr, vi lömb, sauðfje er vogað á útigáng einúngis, hestum burt komið. Afrjett er hjer alt um kríng sem segir um Fossa, en öngvan afrjettartoll tekur ábúandi, heldur gjaldast þeir til heimabóndans í Stafni. Torfrista og stúnga í versta máta, og verður þó ei til fengin sökum vegalengdar. Hrísrif til kolgjörðar og eldíngar sæmilegt, so og er þetta hrísrif brúkað fyrir nautpeníng með heyi til fóðurs. Silúngsveiðivon lítil í Svartá, hefur í margt ár engin verið.
Grasatekja mjög lítil, hefur áður bjargleg verið. Túninu grandar lækur, sem ber á völlinn grjót og sand til stórskaða. Engjar öngvar. Um þessi tvö býli, Fossa og Kóngsgarð, sem standa á Fossárdal, hefur lángvarandi, alt inn til næstu tólf ára, sífeldur ágreiníngur og þræta verið millum Bergstaða staðar haldara og Stafns eiganda. En Anno 1696 niður slóst þessi deila með friðsamlegri forlíkun millum staðarhaldarans og Stafns eiganda, að Bergstöðum skyldi fylgja Fossar, en Kóngsgarður Stafni, og hefur þetta verið átölulaust síðan af beggja hendi.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

1890-1917- Guðmundur Sigurðsson 14. febrúar 1853 - 28. mars 1928 Bóndi á Fossum í Svartárdal og kona hans 12.7.1890; Engilráð Guðmundsdóttir 28. ágúst 1854 - 23. maí 1904. Húsfreyja á Fossum í Svartárdal. Bústýra hans 1910 og 1920; Sigríður Jónsdóttir 21. september 1848 frá Grafarkoti, ekkja.

1917-1962- Guðmundur Guðmundsson 10. ágúst 1893 - 29. ágúst 1976 Bóndi á Fossum í Svartárdal, Bólstaðarhlíðarhr. Kona hans; Guðrún Þorvaldsdóttir 21. júní 1901 - 8. júní 1949 Var á Tyllingi, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Fossum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Fossum.

Frá 1962- Guðmundur Sigurbjörn Guðmundsson 20. febrúar 1930 - 24. september 2010 Var á Fossum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Fossum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi á Fossum í Bólstaðarhlíðarhreppi. Kona hans; Jóna Sigþrúður Stefánsdóttir 19. desember 1925 - 21. janúar 2017 Var á Ekru, Hjaltastaðarsókn, N-Múl. 1930. Húsfreyja á Fossum í Bólstaðarhlíðarhreppi. Síðast bús. á Blönduósi.

Frá 1962- Sigurður Guðmundsson 22. febrúar 1927 - 16. mars 2012 Bóndi á Fossum, A-Hún. Var á Fossum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Fossum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Ókvæntur

Frá 1962- Sigurjón Guðmundsson 30. mars 1935 bóndi Fossum, Blönduósi. Ókvæntur.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Jóna Sigþrúður Stefánsdóttir (1925-2017) Fossum (19.12.1925 - 21.1.2017)

Identifier of related entity

HAH05785

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

1959 - 2011

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Þorvaldsdóttir (1901-1949) Fossum í Svartárdal (21.6.1901 - 8.6.1949)

Identifier of related entity

HAH04485

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svartá - Svartárdalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00493

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Jónsdóttir (1848-1923) ekkja bústýra Fossum í Svartárdal 1910 (21.9.1848 - 7.8.1923)

Identifier of related entity

HAH06793

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Guðmundsdóttir (1891) Fossum í Svartárdal (18.8.1891 -)

Identifier of related entity

HAH04302

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stafnsrétt í Svartárdal (1813)

Identifier of related entity

HAH00173

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stafn í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00172

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eyvindarstaðaheiði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00018

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurjón Guðmundsson (1935) frá Fossum í Svartárdal (30.03.1935 -)

Identifier of related entity

HAH3154

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kúfustaðir í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00695

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Kúfustaðir í Svartárdal

controls

Fossar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bergstaðir Svartárdal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00066

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Bergstaðir Svartárdal

controls

Fossar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Sigurðsson (1853-1928) Fossum í Svartárdal (14.2.1853 - 28.3.1928)

Identifier of related entity

HAH04128

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Guðmundsson (1927-2012) Fossum (22.2.1927 - 16.3.2012)

Identifier of related entity

HAH01947

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sigurður Guðmundsson (1927-2012) Fossum

controls

Fossar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Guðmundsson (1930-2010) Fossum (20.2.1930 - 24.9.2010)

Identifier of related entity

HAH01291

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðmundur Guðmundsson (1930-2010) Fossum

controls

Fossar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Guðmundsson (1893-1976) Fossum (10.8.1893 - 29.8.1976)

Identifier of related entity

HAH04034

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðmundur Guðmundsson (1893-1976) Fossum

controls

Fossar í Svartárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00161

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 12.3.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 368
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 79. fol. 41b. 20.5.1889
Húnaþing II bls 206.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir