Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Pétur Pétursson (1872-1956) verslunarmaður á Sauðárkróki,

  • HAH09098
  • Einstaklingur
  • 7.9.1872 - 26.3.1956

Pétur Pétursson 7. september 1872 - 26. mars 1956 Var á Gunnsteinsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Vinnumaður á Gunnsteinsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Verslunarstjóri á Sauðárkróki og síðar kaupmaður á Akureyri og Siglufirði. Kaupmaður á Siglufirði 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Stefán Pétursson (1867-1917) frá Gunnsteinsstöðum

  • HAH09107
  • Einstaklingur
  • 10.4.1867 - 21.2.1917

Stefán Pétursson 10. apríl 1867 - 21.2.1917. Prentari Winnipeg, fór til Vesturheims 1890, óvíst hvaðan. Var prentari Heimskringlu í Winnipeg og stunduð meðritstjóri. 696 Banning St., Winnipeg,
Stefán Pétursson var fæddur 10 dag apríl mánaðar 1867 á Leifsstöðum í Bólstaðahlíðar sókn í Húnaþingi.
Snemma missti Stefán föður sinn, og voru þá foreldrar hans flutt að Reynistað í Skagafirði. Fluttist hann þá með móður sinni aftur vestur í Húnavatnssýslu og ólst upp innan Bólstaðarhlíðar sóknar fram yfir fermingar aldur. Var hann um nokkurn tíma hjá Pétri búfræðingi Péturssyni á Gunnsteinsstöðum í Langadal og naut þar tilsagnar í Dönsku og almennum fræðum, en undirbúnings mentun sína fékk hann hjá sóknarpresti sínum séra Stefán Jónssyni á Bergstöðum. Síðustu árin þar í sveitinni var hann barnakennari.

Jónas Jónasson Sauðanesi

  • HAH05814
  • Einstaklingur

var vinnumaður í Sauðanesi 1920 skv skráningu, nafnið gæti verið rangt

Ólína Guðmundsdóttir (1894-1983) frá Móbergi í Langadal,

  • HAH09129
  • Einstaklingur
  • 15.11.1894 - 26.3.1983

Ólína Vilborg Guðmundsdóttir 15. nóv. 1894 - 26. mars 1983. Var á Hliði, Eyrarbakkasókn, Árn. 1901. Vinnukona á Suðurgötu 13, Keflavíkurhr., Gull. 1920. Húsfreyja í Keflavík 1930. Síðast bús. í Keflavík.

Stefanía Guðmundsdóttir (1876-1950) Stafni

  • HAH09138
  • Einstaklingur
  • 14.8.1876 - 2.6.1950

Stefanía Lilja Guðmundsdóttir 14. ágúst 1876 - 2. júní 1950. Húsfreyja á Stafni, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Stafni.

Ingveldur Jónsdóttir (1873-1943) Hlíðarenda, Sauðárkrókssókn

  • HAH09151
  • Einstaklingur
  • 4.10.1873 - 7.1943

Ingveldur Jónsdóttir 4.10.1873 - júlí 1943. Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi 1873. Húsmóðir í Hlíðarenda, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Setbergi við Grandaveg, Reykjavík 1930.

Pétur Björnsson (1907-1997) Bóndi í Mjóadal

  • HAH09152
  • Einstaklingur
  • 15.3.1907 - 19.1.1997

Pétur Hafsteinn Björnsson f. 15. mars 1907 - 19. janúar 1997. Bóndi í Mjóadal, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Móbergi, Engihlíðarhreppi, A-Hún. 1957. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi 1994. Ógiftur.
Fæddist á Tindum í Svínavatnshreppi. Pétur var þriðji elstur systkinanna. Á bernskuárum Péturs flutti fjölskyldan milli bæja þar sem foreldrarnir voru í vinnumennsku og börnin fæddust hvert á sínum stað. Lengstan tíma var fjölskyldan í Kálfárdal. Ungur að árum fór Pétur að vinna fyrir sér hjá Hafsteini Péturssyni á Gunnsteinsstöðum og fór einkar vel á með þeim. Þeir urðu síðar mágar.
Síðustu árin dvaldi Pétur á ellideild sjúkrahússins á Blönduósi. Útför Péturs Hafsteins Björnssonar fór fram frá Holtastaðakirkju 25. janúar 1997.

Margrét Björnsdóttir (1868-1936) Valdarási

  • HAH09157
  • Einstaklingur
  • 3.1.1868 - 8.6.1936

Margrét Björnsdóttir (Margret Anderson) 3.1.1868 - 8. júní 1936. Vinnukona á Valdarási til 1894, þá ógift. Fór til Vesturheims. Húsfreyja í Battleford, Saskatchewan, Kanada 1916.

Sigurbjörg Pétursdóttir (1870-1950) Ytra-Tungukoti

  • HAH09160
  • Einstaklingur
  • 9.5.1870 - 23.2.1950

Sigurbjörg Pétursdóttir 9. maí 1870 - 23. febrúar 1950. Húsfreyja í Ytra-Tungukoti í Bólstaðarhlíðarhr. Ráðskona í Mjóadal, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930

Ólafía Pétursdóttir (1898-1920) Hnjúki

  • HAH09164
  • Einstaklingur
  • 6.1.1898 - 3.7.1920

Ólafía Steinunn Pétursdóttir 6. jan. 1898 - 3. júlí 1920. Var á Litluborg, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Lést á Vífilstöðum. Jarðarför hennar fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 7.7.1920.

Lára Ólafsdóttir (1867-1932) Verzlunarstjóri á Akureyri

  • HAH09166
  • Einstaklingur
  • 16.9.1867 - 24.8.1932

Lára Ólafsdóttir 16.9.1867 - 24.8.1932. Verzlunarstjóri Gránufélagsins á Akureyri frá 1903. Forstöðukona Sápubúðarinnar á Akureyri. Andaðist að heimili sínu 24. ágúst. Ógift barnlaus.
Jarðarförin ákveðin n k. miðvikudag og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu, Brekkugötu 7. kl. 1 e. h.

Pétur Jóhannesson (1877-1908) Litluborg í Víðidal

  • HAH09170
  • Einstaklingur
  • 1877 - 5.12.1908

Pétur Björn Jóhannesson 1877 - 5.12.1908. Var á Litluborg, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Bóndi í Litluborg, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901.

Ragnheiður Möller (1845-1912) frá Helgavatni

  • HAH09171
  • Einstaklingur
  • 14.10.1845 - 1.6.1912

Ragnheiður Jónsdóttir Möller 14.10.1845 - 1.6.1912. Húsfreyja á Skagaströnd, síðar á Akureyri. Frá Helgavatni í Vatnsdal.

Magnús Halldórsson (1883-1948) Miðhúsum

  • HAH09177
  • Einstaklingur
  • 31.10.1883 - 24.3.1948

Magnús Guðmann Halldórsson 31. október 1883 - 24. mars 1948. Var í Miðhúsum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Bóndi í Miðhúsi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóksali í Miðhúsum. Ókvæntur og barnlaus.

Kristín Arason (1855-1914) kennari Flugumýri

  • HAH09182
  • Einstaklingur
  • 6.10.1855 - 26.2.1914

Kristín Sesselja Arason 6.10.1855 - 26.2.1914. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Kennari við kvennaskóla Skagfirðinga, heimiliskennari á Reykhólum, síðast við bsk. Rvík. Ógift og barnlaus. Sögð Arasen í Kennaratali.

Helgi Eiríksson (1890-1974) skólastjóri Reykjavík

  • HAH09186
  • Einstaklingur
  • 3.5.1890 - 10.10.1974

Helgi Hermann Eiríksson 3. maí 1890 - 10. okt. 1974. Skólastjóri Iðnsskólans frá 1923 og næstu 3 áratugina. Jarðefnaverkfræðingur /námaverkfræðingu á Sóleyjargötu 7, Reykjavík 1930. Skólastjóri í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Ritstjóri Tímarits Iðnaðarmanna. Forseti Landssambands iðnaðarmanna 1932-1952. Fyrsti bankastjóri Iðnaðarbankans

Regína Berndsen (1884-1947) Stóra-Bergi

  • HAH09190
  • Einstaklingur
  • 31.10.1884 - 18.1.1947

Regina Henrietta Hansen Jörgensdóttir f. 31. okt. 1884, d. 18. jan. 1947. Húsfreyja á Skagaströnd.

Jón Guðmundsson (1844-1910) Guðlaugsstöðum

  • HAH05553
  • Einstaklingur
  • 10.9.1844 - 19.5.1910

Jón Guðmundsson 10. september 1844 - 19. maí 1910. Var á Guðlaugsstöðum, Svínavatnssókn, Hún. 1845. Bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal.

Hallgrímur Jóhannesson (1918-1934) Tungunesi

  • HAH04748
  • Einstaklingur
  • 6.6.1918 - 13.9.1934

Hallgrímur Jóhannesson 6.6.1918 - 13.9.1934. Vinnumaður á Botnastöðum. Var á Tungunesi, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Ókvæntur barnlaus.

Hallgrímur Jónsson (1901-1983) frá Ljárskógum

  • HAH04749
  • Einstaklingur
  • 22.6.1901 - 2.12.1983

Hallgrímur Jónsson 22.6.1901 - 2.12.1983. Var í Ljárskógum, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Póstmeistari og símstöðvarstjóri á Iðavöllum. Síðast bús. í Laxárdalshreppi. F. 21.6.1901 skv. kirkjubók.
Hallgrímur kvæntist Önnu Friðriksdóttur Berndssen frá Skagaströnd og þar áttu þau heimili í nokkur ár. Anna er heillynd og mikilsverð kona og hans lífsgæfa að njóta samfylgdar hennar á ævigöngunni. Þau hafa átt saman sex börn, sem öll eru uppkomin og hafa stofnað eigin heimili.

Frá Skagaströnd flytjast þau Hallgrímur og Anna aftur vestur í Dali og setjast að í Búðardal þar sem hann verður stöðvarstjóri Pósts og síma. Því starfi gegndi hann svo meðan heilsan leyfði. Á þeim vettvangi sem öðrum var Anna hans sterka stoð. Hallgrímur var ritfær vel og ég hygg að kalla megi hann skáld gott.

Guðlaug Snorradóttir (1914-2009) Bægisá syðri

  • HAH07778
  • Einstaklingur
  • 15.5.1914 - 19.11.2009

Guðlaug Snorradóttir fæddist á Syðri-Bægisá í Öxnadal 15. maí 1914. Hún bjó á Akureyri til ársins 1955 en flutti þá til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Guðlaug vann við saumaskap alla starfsævi sína. Hún giftist ekki og eignaðist ekki afkomendur.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 19. nóvember 2009. Minningarathöfn var frá Háteigskirkju 27. nóv. kl. 11. Útför Guðlaugar fór fram frá Bægisárkirkju 30. nóv. kl. 13.30.

María Sveinsdóttir (1915-2001) Flateyri

  • HAH07787
  • Einstaklingur
  • 14.2.1915 - 24.8.2001

María Júlíana Sveinsdóttir fæddist á Flateyri 14. febrúar árið 1915. María ólst upp í Arnardal og stundaði þar nám og störf við heimili foreldra sinna og á Ísafirði þar sem hún naut einnig kennslu í orgelleik. María vann í tíu ár við umönnun barna á Kópavogshæli, eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs.
Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. ágúst 2001. Útför Maríu fór fram frá Kópavogskirkju 31.8.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hanna Eðvaldsdóttir Möller (1910-2004) Helgavatni

  • HAH07791
  • Einstaklingur
  • 14.7.1910 - 15.8.2004

Hanna Sigurlaug Möller fæddist á Stokkseyri 14. júlí 1910.
Verslunar- og skrifstofumaður hjá KEA og síðar SÍS í Reykjavík, síðast bús. í Kópavogi. Var á Akureyri 1930.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 15. ágúst 2004. Hanna var jarðsungin frá Digraneskirkju 25.8.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Helga Jakobsdóttir (1915-2011) Litla-Enni

  • HAH07801
  • Einstaklingur
  • 24.12.1915 - 10.1.2011

Helga Guðrún Jakobsdóttir 24.12.1915 - 10.1.2011. Var í Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1920 og 1930.

Lilja Svanbjörg Jónsdóttir (1917-1974) Fjósum

Var á Eyvindarstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Fjós. Verslunarmaður. Síðast bús. á Akureyri. M. Marinó Baldvin Kristinsson, f. 3. júlí 1917 á Blöndósi, d. 25. okt. 1992, þjónn og bifreiðastjóri á Akureyri, síðar í Svíþjóð og k.h. (skildu)

Nanna Pálsdóttir (1917-2013) Sævarlandi

  • HAH07824
  • Einstaklingur
  • 17.5.1917 - 21.11.2013

Nanna Soffía Pálsdóttir 17.5.1917 - 21.11.2013. Tökubarn á Sævarlandi, Hvammssókn, Skag. 1930. Var í Páls og Björnshúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1920.

Pálína Gísladóttir (1912-2009) Skálafelli, frá Smyrlabjörgum Skaft

  • HAH07826
  • Einstaklingur
  • 30.7.1912 - 10.4.2009

Pálína Guðrún Gísladóttir Skálafelli, Suðursveit, fæddist á Smyrlabjörgum í sömu sveit 30. júlí 1912.
Pálína ólst upp á Smyrlabjörgum og fékk þá skólagöngu sem í boði var til sveita á þeim tíma. Þegar hún hleypti heimdraganum stundaði hún m.a. vinnu á Höfn, síðan lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hún dvaldi í 5 ár hjá presthjónunum Sigurjóni Þ. Árnasyni og Þórunni Kolbeins.
Kvennaskólanum á Blönduósi 1936-1937 og Þingeyrum sumarið 1937.
Eftir þessa dvöl á Norðurlandi var aftur snúið til heimahaganna, og þau Jón hófu búskap á Uppsölum. Þau fluttu að Skálafelli 1942 og keyptu þá jörð skömmu síðar, byggðu allt upp og ræktuðu. Þar var hennar lífsstarf í rúm 60 ár.

Hún var heilsuhraust, en þegar heilsu fór að hraka fóru þau hjón á hjúkrunarheimilið á Höfn eða í janúar 2005 og nutu þar frábærrar umönnunar starfsfólks þeirrar stofnunar. Pálína var södd lífdaga eftir langa ævi og að morgni föstudagsins langa sofnaði hún vært svefninum langa.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands að morgni 10. apríl 2009. Útför Pálínu var gerð frá Kálfafellsstaðarkirkju 18. apríl 2009 og hófst athöfnin klukkan 14.

Hjálmfríður Þorsteinsdóttir (1916-2003) Garðyrkjufræðingur. Kvsk 1938-1939

  • HAH07847
  • Einstaklingur
  • 15.1.1916 - 20.12.2003

Hjálmfríður Ólöf Þorsteinsdóttir fæddist í Neðri-Miðvík í Aðalvík í N-Ísafjarðarsýslu 15. janúar 1916.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi 20. desember 2003. Útför Hjálmfríðar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5.1.2004 og hófst athöfnin klukkan 10.30.

Oddný Holberg Bergsdóttir (1915-2004) Kolsstöðum, Gilsbakkasókn

  • HAH07850
  • Einstaklingur
  • 5.10.1915 - 17.1.2004

Oddný Bergsdóttir fæddist á Akureyri 5. október 1915.
Var á Kolsstöðum, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Húsfreyja og fiskverkakona á Sauðárkróki.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugardaginn 17. janúar 2004. Útför Oddnýjar fór fram frá Sauðárkrókskirkju 24.1.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir (1923-2010) Keflavík

  • HAH07865
  • Einstaklingur
  • 29.5.1923 - 1.3.2010

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir fæddist í Gerðum í Garði 29. maí 1923. Sigurbjörg og Jón reistu sér hús í Sóltúni 4 Keflavík og þar bjó Sigurbjörg áfram eftir lát Jóns. Síðustu árin bjó Sigurbjörg á Kirkjuvegi 12 í Keflavík þar til hún fluttist að Hrafnistu í Reykjavík.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. mars 2010. Útför Sigurbjargar fór fram frá Keflavíkurkirkju 11. mars og hófst athöfnin klukkan 14.

Ingibjörg Guðjónsdóttir (1923-1979) Hvammi, Undirfellssókn

  • HAH7894
  • Einstaklingur
  • 25.5.1923 - 28.8.1979

Ingibjörg Guðjónsdóttir 25. maí 1923 - 28. ágúst 1979. Var í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsmóðir, síðast bús. í Reykjavík. Efri-Gerðum í Garði. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Helga Steingrímsdóttir (1926-2016) Hafnarfirði

  • HAH07957
  • Einstaklingur
  • 22.9.1926 - 5.5.2016

Helga Steingrímsdóttir fæddist í Hafnarfirði 22. september 1926.
Hún lést í Hafnarfirði 5. maí 2016. Útför Helgu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Jósefína Björnsdóttir (1924-2017) Galtanesi

  • HAH07960
  • Einstaklingur
  • 31.3.1924 - 7.5.2017

Jósefína Björnsdóttir fæddist 31. mars 1924. Jósefína fæddist að Hrappsstöðum í Víðidal í V.-Hún. og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og systkinum. Húsfreyja og bóndi í Galtanesi í Þorkelshólshreppi, síðar saumakona í Kópavogi.
Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 7. maí 2017. Jósefína var jarðsungin frá Víðidalstungukirkju, 19. maí 2017, og hófst athöfnin klukkan 14.

Leó Guðlaugsson (1909-2004) frá Borðeyri

  • HAH07212
  • Einstaklingur
  • 27.3.1909 - 14.2.2004

Húsasmiður. Trésmíðalærlingur á Borðeyri 1930. Húsasmiður í Reykjavík 1945. Leó Guðlaugsson, húsasmíðameistari í Kópavogi, fæddist á Kletti í Geiradal í Barðastrandarsýslu 27. mars 1909. Móðir hans lést ung frá barnahópnum og voru börnin þá tekin í fóstur hjá vinum og skyldmennum á Ströndum og í Barðastrandarsýslu.
Leó ólst upp hjá Skúla Guðmundssyni, föðurbróður sínum, og Ólöfu Jónsdóttur, eiginkonu hans, á Þambárvöllum í Bitrufirði. Þar var systir hans Magdalena einnig fóstruð.
Hann lést í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. febrúar 2004. Útför Leós fór fram frá Digraneskirkju 24.2.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hrólfur Ásmundsson (1911-2000) Hrísum

  • HAH07206
  • Einstaklingur
  • 24.7.1911 - 24.12.2000

Vegaverkstjóri. Lausamaður á Hrísum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Efri-Núp, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.
Hrólfur Ásmundsson fæddist á Víðivöllum í Hróbergshreppi í Strandasýslu 24. júlí 1911.
Hann lést á Droplaugarstöðum 24. desember 2000. Útför Hrólfs fór fram frá Fossvogskirkju 4.1.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Jóhanna Magnúsdóttir (1923-1985) Grund 1930

  • HAH05400
  • Einstaklingur
  • 30.7.1923 - 4.10.1985

Jóhanna Katrín Magnúsdóttir 30. júlí 1923 - 4. okt. 1985. Var á Grund , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.

Niðurstöður 4201 to 4300 of 10349