Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Stefán Pétursson (1867-1917) frá Gunnsteinsstöðum
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
10.4.1867 - 21.2.1917
History
Stefán Pétursson 10. apríl 1867 - 21.2.1917. Prentari Winnipeg, fór til Vesturheims 1890, óvíst hvaðan. Var prentari Heimskringlu í Winnipeg og stunduð meðritstjóri. 696 Banning St., Winnipeg,
Stefán Pétursson var fæddur 10 dag apríl mánaðar 1867 á Leifsstöðum í Bólstaðahlíðar sókn í Húnaþingi.
Snemma missti Stefán föður sinn, og voru þá foreldrar hans flutt að Reynistað í Skagafirði. Fluttist hann þá með móður sinni aftur vestur í Húnavatnssýslu og ólst upp innan Bólstaðarhlíðar sóknar fram yfir fermingar aldur. Var hann um nokkurn tíma hjá Pétri búfræðingi Péturssyni á Gunnsteinsstöðum í Langadal og naut þar tilsagnar í Dönsku og almennum fræðum, en undirbúnings mentun sína fékk hann hjá sóknarpresti sínum séra Stefán Jónssyni á Bergstöðum. Síðustu árin þar í sveitinni var hann barnakennari.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Prentari og ritstjórnarfulltrúi
Mandates/sources of authority
Hálfnuð sagan enduð. — Íslenzk saga.—
Allir runnir dropar hjartablóðs.
Burt í fjarlægð fluttur Ijómi daga
fögnuðs þess og gleði, er bað sér hljóðs.
— Hálfa sögu ég las þér síðsta sinni,
seinni helftin geymist framtíð hjá.
Hver mun dagur? hvert það undra inni
áframhaldið þegar Iengja má?
Ofar geymist svarið sefafjöllum —
svarið — vissan. — Spá er alt um kring:
að úr lífs vors baugabrotum öllum
búum vér til nýjan sjónarhring —
lending sé við lífs og dauða gjögur,
landnám nýtt, sem skygt er jörðu frá.
Máske allar Íslendinga sögur
eigi þar sín beztu lok að fá.-------
Trúi, dyggi, sanni samborgari,
sólskinsvinur, starfs og skyldu þjónn!
hreinum alt var hreint í þínu fari,
hugrenningin djúpur sannleikstónn.
Þeir, sem nánast þektu þig og skildu —
þeir, sem unnu langan dag með þér —■
þeir, sem sömu menning með þér vildu
mega bíða unz fylt þitt skarðið er.
Fyrir þig sem sefur, sáttur er ég,
sólar þó og lífs ég unni þér.
Þá, sem lifa, fyrir brjósti ber ég,
burtför þína harmar vinur hver
Einum færra, er okkar beztu drengja,
Íslendinga, fyrir vestan haf,
sem að þrá þann ljóssins dag að lengja
lífi manns, sem frelsisandinn gaf.
Orðstír sá, sem liðinn munar mestu,
minning þinni hjartastaðinn kaus:
Þar sem alúð einlægninnar beztu
eldinn geymir skær og fölskvalaus.
Þar skín mynd þín arni vorum yfir,
ímynd þess, sem trútt var, satt og gott. —
Heill og sæll í þökk, sem látinn lifir
ljósi dags, þótt farinn sértu brott.
ÞÞÞ
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Pétur Björnsson 4. júlí 1829 - 4. mars 1872. Bóndi á Hafsteinsstöðum og Reynistað í Staðarhreppi, Skag. Ólst upp frá 9 ára aldri hjá Jóni Markússyni bónda á Utanverðunesi í Hegranesi og Sigurlaugu Gísladóttur konu hans. Húsmaður í Utanverðunesi, Rípursókn, Skag. 1860 og kona hans; 10.11.1864; Rannveig Magnúsdóttir 30. mars 1836 - 23. des. 1885. Húsfreyja á Hafsteinsstöðum og Reynistað í Staðarhreppi, Skag. Var í Grófargili, Glaumbæjarsókn, Skag. 1845. Húsmóðir á Gunnsteinsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1880.
Bf hennar 21.6.1859; Jakob Benjamínsson 4. júlí 1829 - 23. okt. 1908. Var í Hvammi á Laxárdal í Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1835. Húsmaður í Finnstungu í Blöndudal, A-Hún., ekkill þar 1870 Húsbóndi í Syðra-Tungukoti, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Húsbóndi í Syðra-Tungukoti, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. Bóndi Syðra-Tungukoti í Blöndudal, A-Hún. og víðar
Bræður;
1) Sigurður Jakobsson 21. júní 1859 - 23. maí 1945. Bóndi á Steiná í Svartárdal í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. M1 7.8.1880; Lilja Sigurðardóttir 4. janúar 1850 - 28. maí 1906 Húsfreyja á Steiná, Svartárdal, Bólstaðarhlíðarhrepp, A-Hún. M2 sambýliskona; Ingibjörg Hólmfríður Sigurðardóttir 22. desember 1880 - 28. júní 1969 Húsfreyja á Steiná í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Steiná í Svartárdal í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Var á Steiná í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
2) Magnús Pétursson 2. sept. 1868 - 5. júní 1945. Lærði prentiðn í Reykjavík. Fór til Vesturheims og var prentari Lögbergs og fleiri blaða vestra.
3) Pétur Pétursson 7. september 1872 - 26. mars 1956. Var á Gunnsteinsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Vinnumaður á Gunnsteinsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Verslunarstjóri á Sauðárkróki og síðar kaupmaður á Akureyri og Siglufirði. Kaupmaður á Siglufirði 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Bm 30.11.1905; Ingibjörg Hólmfríður Sigurðardóttir 22. des. 1880 - 28. júní 1969. Húsfreyja á Steiná í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Steiná í Svartárdal í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Var á Steiná í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Sambýlismaður hennar; Sigurður Jakobsson 21. júní 1859 - 23. maí 1945. Húsbóndi á Hóli, Bergstaðasókn, Hún. 1890. Bóndi á Steiná í Svartárdal í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Kona hans 1908; Þóranna Pálmadóttir 18. mars 1889 Akureyri, Foreldrar hennar; sra Pálmi Þóroddsson og Anna H Jónsdóttir frá Glaumbæ í Skagafirði.
Kona Stefáns 13.10.1900 - 1942; Hólmfríður Sigurðardóttir Pétursson 5. nóv. 1871 frá Vallá á Kjalarnesi dáin 1941
General context
Um tvítugs aldur fór hann til Akureyrar til þess að nema prentun og vistaðist hjá Birni Jónssyni útgefanda Norðanfara. Var hann þar í nærri þrjú ár, en fór þá til Reykjavíkur fyrst sem prentari að Ísafold en þar næst að Félagsprentsmiðjunni. Kyntist hann þar fyrst Jóni ritstjóra Ólafssyni og hélzt sá kunningsskapur meðan báðir lifðu. Á þessum árum fullnumaði hann sig í móðurmáli sínu og Dönsku svo að hann mátti heita mæta vel að sér í báðum þeim málum.
Haustið 1890 fluttist hann og Magnús bróðir hans hingað vestur. Komu þeir til Winnipeg 12. desember um veturinn.
sumarið eftir fór hann suður í Bandaríki. Var hann fyrst í íslenzku bygðinni í Dakota um nokkurn tíma en þar næst í Minneapolis. Var hann þar um nokkurn tíma og vann við prentun, ýmist á enskum prentsmiðjum eða norskum. En um 1893 fór hann þaðan til Chicago og réðist sem prentari að norska blaðinu “Norden.”
Útförin fór fram frá Únítara kirkjunni af sra R Péturssyni
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Stefán Pétursson (1867-1917) frá Gunnsteinsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Stefán Pétursson (1867-1917) frá Gunnsteinsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS-HAH
Rules and/or conventions used
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 20.12.2022
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði 20.12.2022
Íslendingabók
Heimskringla 15.2.1917. https://timarit.is/page/2156213?iabr=on
Heimskringla 1.3.1917. https://timarit.is/page/2156224?iabr=on
Maintenance notes
Digital object metadata
Access
Filename
Stefn_Ptursson1867-1917_frGunnsteinsst____um.jpg
Latitude
Longitude
Media type
Image
Mime-type
image/jpeg