Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Vagn Sigtryggsson (1900-1966) Bryti og kennari, bóndi Hriflu

  • HAH08802
  • Einstaklingur
  • 28.7.1900 - 28.6.1966

Vagn Sigtryggsson 28. júlí 1900 - 28. júní 1966. Verkamaður á Hallbjarnarstöðum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Ólst upp þar með foreldrum. Var bryti og kennari við Laugaskóla í Reykjadal um tíma nemandi þar 1927, vann einnig við landmælingar og byggingar. Bóndi á Hjalla í Reykjadal 1934-38, á Ljósavatni 1938-39 og í Hriflu í Ljósavatnshreppi frá 1939 til dánardags, fyrsta búskaparárið brann íbúðarhúsið til grunna með öllu innanstokka.. Síðast bús. í Ljósavatnshreppi. Bryti Laugaskóla 1929 - 1930. Búfræðingur.
Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu.

Karólína Sumarliðadóttir (1912-1994) Tröllatungu Við Steingrímsfjörð

  • HAH08800
  • Einstaklingur
  • 21.6.1912 - 12.4.1994

Karólína Steinunn Sumarliðadóttir 21. júní 1912 - 12. apríl 1994. Var á Víðidalsá, Staðarsókn, Strand. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. F.22.6.1912 skv. kb.
Andaðist í Landspítalanum 12.4.1994, var jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 22.4.1994 klukkan 13:30

Sigurjón Jónsson (1911-1990) Lóni, Kelduhverfi

  • HAH08801
  • Einstaklingur
  • 7.5.1911 - 18.6.1990

Hann fæddist í Keldunesi í Kelduhverfi þann 7. maí 1911, sonur hjónanna Guðrúnar Sigurjónsdóttur og Jóns Hallgrímssonar og var hann þriðji í röðinni af 5 systkinum. Guðrún og Jón fluttust skömmu seinna að Sultum í sömu sveit og síðan í Lón, þar sem þau áttu skjól hjá Friðriku, dóttur sinni og manni hennar, Guðmundi Björnssyni, til æviloka. Jón lést árið 1947, en Guðrún 1971.

Anna Sigurgeirsdóttir (1906-1984) Laugum

  • HAH08806
  • Einstaklingur
  • 22.11.1906 - 26.3.1984

Anna Sigurgeirsdóttir 22. nóv. 1906 - 26. mars 1984. Vinnukona á Helluvaði, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Húsfreyja, síðast bús. á Akureyri.
Laugaskóli 1933-1934.

Steinþór Björnsson (1900-1986) Breiðabólstað, Vatnsdal

  • HAH08817
  • Einstaklingur
  • 28.3.1900 - 4.1.1986

Steinþór Björnsson var fæddur 28. mars 1900 að Litlu-Giljá í Þingi. Steinþór naut eigi lengi samvista við foreldra sína, en tæpra tveggja ára var hann tekinn í fóstur af hjónunum á Breiðabólsstað í Vatnsdal, þeim Helga Jónssyni frá Hnjúki og konu hans Ingibjörgu Jóhannsdóttur, er ættuð var frá Hrappsstöðum í Víðidal, en þeim varð eigi barna auðið. Bjuggu þau um langt skeið á Breiðabólsstað og þar ólst Steinþór upp við gott atlæti og ástríki góðra fósturforeldra. Um foreldra Steinþórs er það að segja, að þau slitu samvistum, er hann var barn að aldri. Fór Guðrún norður í Vatnsdal, en aðeins til skammrar dvalar. Á efri árum sínum fluttist hún til Vesturheims og dvaldi síðustu æviár sín í skjóli sonar síns Davíðs og lést í Vesturheimi 14. maí 1936, 76 ára að aldri. Björn faðir hans lést í Reykjavík árið áður eða 1935.
Bóndi á Breiðabólsstað, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Breiðabólsstað, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.
Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi 4. janúar 1986, 85 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Þingeyrakirkju 18. janúar 1986

Þórir Magnússon (1923-2015) Brekku í Þingi

  • HAH08818
  • Einstaklingur
  • 3.1.1923 - 28.10.2015

Þórir Óli Magnússon fæddist að Brekku í Þingi 3. janúar 1923. Þórir ólst upp að Brekku í Þingi.

Á yngri árum vann Þórir um tíma í vegavinnu, brúarvinnu og byggingarvinnu, en fyrst og fremst við bústörf og hófu þau Eva búskap stuttu eftir að þau giftu sig, á hluta jarðarinnar Brekku en stofnuðu nýbýlið Syðri-Brekku um 1960. Þórir sat í sveitarstjórn Sveinsstaðahrepps frá árinu 1966-1990 og var oddviti á árunum 1978-1990. Hann var í kirkjukór Þingeyrakirkju um áratugaskeið.

Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 28. október 2015. Útför Þóris var gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 6. nóvember 2015, og hófst athöfnin kl. 14.

Ágúst Guðmundsson (1943-2021) Dalsmynni Hnapp

  • HAH08823
  • Einstaklingur
  • 6.7.1943 - 17.9.2021

Ágúst Guðjón Guðmundsson (Gösli) fæddist í Kolviðarnesi í Eyjahreppi 6. júlí 1943. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, f. 15. sept. 1902, d. 24. jan. 1993, og Margrét Guðjónsdóttir, f. 3. mars 1923, d. 2. maí 2013, bændur fyrst í Kolviðarnesi og síðar í Dalsmynni í Eyjahreppi, en þangað flytur fjölskyldan þegar Gösli var fimm ára gamall. Árið 1965 flytur hann svo í Borgarnes og bjó þar alla sína tíð.

Hann lést á heimili sínu í Borgarnesi 17. september 2021. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Elín Margrét Kaaber (1922-2017) Reyjavík

  • HAH08825
  • Einstaklingur
  • 20.1.1922-16.11.2017

Elín Margrethe Kaaber fæddist í Reykjavík 20. janúar 1922. Hún lézt á Landakotsspítala 16. nóvember 2017.

Hún var dóttir hjónanna Astridar Kaaber, f. Thomsen, og Ludvigs Emil Kaaber. Alsystkini Elínar voru Gunnar, Axel, Sveinn, Eva, Nanna og tvíburabróðir hennar Knud, öll eru þau látin. Hálfsystkini hennar samfeðra eru Sigrún, Edda, Edwin og Eggert, sem lézt ungur.

Að loknu námi við Kvennaskólann nam hún hússtjórn við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Þann 23. október 1943 gekk hún að eiga Gunnar J. Friðriksson, f. 10. maí 1921, d. 3. ágúst 2011. Hann var sonur Oddnýjar Jósefsdóttur og Friðriks Gunnarssonar. Þau Gunnar eignuðust sjö börn; Friðrik Gunnar, f. 1944, maki María Helgadóttir, Einar Ludvig, f. 1946, maki Kristín Sigurðsson, Ragnar Jóhannes f. 1947, maki María Ingibergsdóttir, Hauk Jón, f. 1949, maki Melroy Desylva, Oddnýju Maríu, f. 1955, maki Stefán Haraldsson, Gunnar Pétur, f. 1959, maki Izabela Frank, og Eirík Knút, f. 1961, maki Inger Steinsson. Afkomendur eru nú 77.

Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau að Hólatorgi 6 en 1949 fluttu þau að Snekkjuvogi 13 og bjuggu þar næstu 50 árin, Síðustu ár Gunnars bjuggu þau að Skúlagötu 10 en eftir lát hans í ágúst 2011 flutti Elín að Brúnavegi 9.

Þau hjón ferðuðust víða um landið með börnin og voru laxveiðar stór þáttur í lífi þeirra. Elín sinnti formennsku Inner Wheel Rotaryklúbbs Reykjavíkur og var stofnfélagi kvennadeildar Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur.

Lára Bjarnadóttir (1936-2020) Mosfellsbæ

  • HAH08825
  • Einstaklingur
  • 17.4.1936 - 1.3.2020

Lára Ragnhildur Bjarnadóttir, Lóló, var fædd í Haga í Austur-Húnavatnssýslu þann 17. apríl 1936. Starfaði við umönnun, verslunarstörf, bókhald og sem læknaritari.
Hún lést 1. mars 2020. Lóló var stödd á Gran Canaria með sínum góða vini Sigurði Hreiðari Hreiðarssyni þegar kallið kom. Hún var jarðsungin frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 3. júlí 2020, kl. 13.

Kvennaskólinn á Hverabökkum

  • HAH0990
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1936-1956

Árný Filippusdóttir byggði húsið Hverabakka og rak þar kvennaskóla 1936-56.

Gunnar Jósef Friðriksson (1921-2011) Reykjavík

  • HAH8841
  • Einstaklingur
  • 12.5.1921-3.8.2011

Gunnar Jósef Friðriksson fæddist í Reykjavík 12. maí 1921. Hann lézt á Landakotsspítala 3. ágúst 2011.

Gunnar var sonur hjónanna Oddnýjar Jósefsdóttur, f. 1900 í Hausthúsum í Gerðahreppi, d. 1952, og Friðriks Gunnarssonar, f. 1889 á Hjalteyri, d. 1959.

Gunnar Jósef kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Margrethe Kaaber, 23. október 1943. Elín er fædd 20. janúar 1922 og er dóttir hjónanna Astrid Thomsen, f. 1884 í Færeyjum, d. 1928, og Ludvigs Kaaber, f. 1878 í Danmörku, d. 1941.

Börn Gunnars og Elínar eru Friðrik Gunnar, fæddur 1944, eiginkona María Helgadóttir, fædd 1949, Einar Ludvig, fæddur 1946, eiginkona Kristín Marie Sigurðsson, fædd 1948, Ragnar Jóhannes, fæddur 1947, eiginkona María Ingibergsdóttir, fædd 1949, Haukur Jón, fæddur 1949, Oddný María, fædd 1955, Gunnar Pétur, fæddur 1959, eiginkona Izabela Frank, fædd 1970, og Eríkur Knútur, fæddur 1961, eiginkona Inger Steinsson, fædd 1963. Barnabörnin eru 26, barnabarnabörnin eru 30 og barnabarnabarnabörnin eru tvö. Allir afkomendur þeirra eru á lífi.

Mjög ungur fór Gunnar í sveit og dvaldi þá í Íragerði við Stokkseyri. Hann stundaði nám við Landakotsskóla, þá í klausturskóla í Belgíu og útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands 1939. Friðrik, faðir Gunnars, hafði þá stofnað Ásgarð, sem framleiddi sápu og smjörlíki. Gunnar tók við sápugerðinni og byggði upp sápuverksmiðjuna Frigg, sem hann veitti forstöðu allan sinn starfsferil. Að auki kom hann að öðrum fyrirtækjum. Hann var í undirbúningsnefndinni að Álverinu í Straumsvík og síðan í stjórn þess. Hann kom að Glitni, Sigurplasti, Hampiðjunni, Skeljungi og fleiri fyrirtækjum. Hann var í fyrirsvari fyrir sýningarnefnd Íslands frá upphafi og veitti skála Norðurlandanna forstöðu í Kanada 1967 og átti þátt í stofnun bjartsýnisverðlauna Bröstes.

Þá var hann um tíma formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, Vinnuveitendasambandsins, bankaráðs Iðnaðarbankans, Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks, Sambands almennra lífeyrissjóða, ráðgjafanefndar EFTA og fleiri stofnana.

Ætt Gunnars er elsta kaþólska ættin á Íslandi eftir siðaskipti, en Gunnar Einarsson afi hans fór með Nonna, Jóni Sveinssyni, til náms í Frakklandi og tók þar upp kaþólskan sið. Gunnar Jósef gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna og fór fyrir móttökunefndinni í tilefni af komu Jóhannesar Páls páfa II 1989. Hann var Mölturiddari í allmörg ár og elstur þeirra á Norðurlöndum þegar hann féll frá.

Gunnar og Elín höfðu yndi af ferðalögum um Ísland og vandfundinn er sá blettur sem þau hafa ekki augum litið. Laxveiði var stunduð af kappi í góðum félagsskap vina sem nú eru flestir horfnir. Ferðalög erlendis voru mörg og farið víða, en Kanaríeyjar voru í miklu uppáhaldi til fjölda ára. Viðurkenningar sem Gunnar hlaut voru: Riddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu, Hin hvíta rós Finnlands og viðurkenning páfa: Riddari af orðu Gregoríusar mikla.

Sólveig Lilja Óladóttir (1962-2022)

  • HAH08862
  • Einstaklingur
  • 26.4.1962 - 27.2.2022

Solveig Lilja Söebech Óladóttir f. 26.4. 1962 - 27.2.2022, maki Victor G. Cilia, f. 15.10. 1960. Börn þeirra eru: a) Þorgrímur Óli, f. 28. sept. 1987, b) Halla Þórey, f. 24. nóv. 1989, og c) Kjartan Emanúel, f. 11. júlí 1996. Móðir Victors; Margrét Guðmundsdóttir leikkona, stjúpfaðir hans; Bessi Bjarnason leikari.

Guðný Óladóttir (1958-2018)

  • HAH08867
  • Einstaklingur
  • 14.8.1958 - 21.3.2018

Guðný Óladóttir 14.8.1958 - 21.3.2018. Blönduósi og Selfossi 1962 ov.

Lilja Árnadóttir (1901-1981) Þorbjargarstaðir á Skaga

  • HAH08872
  • Einstaklingur
  • 29.6.1901 - 27.12.1981

Lilja Kristín Árnadóttir 29. júní 1901 - 27. desember 1981 Húsfreyja á Þorbjargarstöðum á Laxárdal ytri, Skag. Húsfreyja þar 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Jónína Þ Björnsdóttir (1925-1991) saumakona Blönduósi

  • HAH08892
  • Einstaklingur
  • 24.8.1925 - 20.9.1991

Jónína Þorbjörg Björnsdóttir, saumakona á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi var fædd að Svangrund í Engihlíðarhreppi 24. ágúst 1925, d. 20. september 1991. Var á Blönduósi 1930. Var á Björnshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Starfsstúlka á Blönduósi. Ógift.
Eftir lát foreldra sinna bjuggu þær systur, Magdalena og Jónína, áfram í Björnshúsi enda samrýmdar mjög og starfaði Jónína á saumastofu Héraðssjúkrahússins á Blönduósi, allt þar til hún veiktist af sjúkdómi þeim er dró hana til dauða. Hún var jarðsett frá Bústaðakirkju í Reykjavík 1. október 1991.

Magdalena Björnsdóttir (1921-1986) matráðskona

  • HAH08893
  • Einstaklingur
  • 15.7.1921 - 6.5.1986

Magðalena Björnsdóttir, fyrrverandi matráðskona á Héraðshæli Húnvetninga [Magdalena Elínborg], f. 15. júlí 1921, d. 6. maí 1986. Var á Blönduósi 1930. Var á Björnshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Matráðskona á Blönduósi. Ógift. lést á heimili sínu á Hnitbjörgum, 7. maí 1986.
.

Benedikt Jónsson (1895-1988) Aðalbóli í Miðfirði

  • HAH08897
  • Einstaklingur
  • 28.6.1895 - 30.1.1988

Benedikt Jónsson, f. 28. júní 1895, d. 30. janúar 1988. Var í Aðalbóli, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Bóndi á Aðalbóli, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930. Var á Aðalbóli, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Fremri-Torfustaðahreppi.
Aðalból í Miðfirði, Vestur-Húnavatnssýslu, er innsti bær í Austur árdal. Jörðin er víðlend og grösug og liggur að Arnarvatnsheiði. Rafstöð var þar byggð 1929
jarðsettur á Staðarbakka í Miðfirði 6. febrúar 1988.

Örn Aðalsteinsson (1948) USA

  • HAH08904
  • Einstaklingur
  • 13.8.1948 -

Örn Aðalsteinsson efnaverkfræðingur, f. 13. ágúst 1948, búsettur í Bandaríkjunum,

Steinar Þórhallsson (1936-1989) skipstjóri frá Ánastöðum

  • HAH08951
  • Einstaklingur
  • 21.11.1936 - 19.2.1989

Ingileifur Steinar Þórhallsson 21. nóvember 1936 - 19. febrúar 1989. Skipstjóri á Akranesi, síðar í Keflavík. Síðast bús. í Keflavík.
Fæddur á Ánastöðum, Jarðsett var frá Keflavíkurkirkju 25.2.1989

Hannes Eyjólfsson (1889-1909) verslunarmaður Blönduósi

  • HAH04772
  • Einstaklingur
  • 1889 - 25.9.1909

Hannes Eyjólfsson 1889 - 25.9.1909. Var á Mælifellsá, Mælifellssókn, Skag. 1890. Fóstursonur í Undornfelli, Undirfellssókn, Hún. 1901. Verslunarmaður Blönduósi

Jakobína Johnson (1883-1977) skáldkona Vesturheimi

  • HAH05255
  • Einstaklingur
  • 17.10.1883 - 8.7.1977

Jakobína Sigurbjörnsdóttir Johnson 17. okt. 1883 - 8. júlí 1977. Skáldkona. Var á Hólmavaði með foreldrum í fyrstu. Fór til Vesturheims 1889 frá Hólmavaði, Helgastaðahreppi, S-Þing. Skáldkona. Hún var húsfreyja í Winnipeg í Manitoba og Victoria á Vancouver-eyju i British Columbia í Kanada en lengst af voru þau hjónin búsett í Seattle í Washington-ríki í Bandaríkjunum eða frá 1909.

Héraðsskjalasafn Kópavogs (2000)

  • HAH 10124
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2000

Héraðsskjalasafn Kópavogs var stofnað 12. desember árið 2000. Aðdragandi stofnunar þess var Bæjarskjalasafn Kópavogs sem starfaði á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978.
Leo W. Ingason var héraðsskjalavörður frá stofnun árið 2000 til 2005.
Hrafn Sveinbjarnarson hefur verið héraðsskjalavörður frá því í ársbyrjun 2006.

Hólaneskirkja (1928)

  • HAH10126
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928

Skóflustunga að núverandi Hólaneskirkju var tekin af sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni árið 1979 en hann var sóknarprestur á Skagaströnd frá 1941 til ársins 1981. Bygging kirkjunnar stóð með nokkrum hléum fram til ársins 1991.
Kirkja hefur líklega verið á Skagaströnd frá því um 1200. Hún stóð við rætur Spákonufells ofan kauptúnsins og nefndist Spákonufellskirkja. Staðurinn er kenndur við Þórdísi spákonu sem þar bjó til forna og getið er um í nokkrum Íslendingasögum. Kirkjan var bændakirkja allt til ársins 1919 er hún komst í eigu safnaðarins. Síðasta kirkjan á Spákonufelli var timburkirkja sem byggð var 1852 og stóð til 1928. Kirkjugarður hefur frá upphafi kirkjuhalds verið á Spákonufelli.
Árið 1928 var ný kirkja vígð í kauptúninu sjálfu og nefndist hún Hólaneskirkja og dregur nafn af nesi því sem hún stendur rétt ofan við. Þessi kirkja var steinkirkja og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Hún var sóknarkirkja Skagstrendinga til 1991 er ný kirkja hafði verið reist rétt framan við þá gömlu sem var þá rifin.

Hannes Jónsson (1882-1960) Spákonufelli

  • HAH04779
  • Einstaklingur
  • 1.7.1882 - 17.6.1960

Hannes Jónsson 1. júlí 1882 - 17. júní 1960. Sjómaður á Spákonufelli, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Skeggjastöðum 1910, Verkamaður í Keflavík 1930. Verkamaður og hagyrðingur frá Spákonufelli.

Hannes Guðmundsson (1903-1990) Auðólfsstöðum

  • HAH04786
  • Einstaklingur
  • 16.12.1903 - 6.2.1990

Hannes Sigurður Guðmundsson 16. desember 1903 - 6. febrúar 1990 Var á Blönduósi 1930. Heimili: Auðólfsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr. Var á Auðólfsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Ókv bl.

Hannes Stephensen (1878-1931) Bíldudal

  • HAH04788
  • Einstaklingur
  • 26.8.1878 - 23.12.1931

Hannes Stephensen Bjarnason 26. ágúst 1878 - 23. des. 1931. Verslunarstjóri, kaupmaður og útgerðarmaður á Bíldudal.

Hans Petersen (1916-1977) forstjóri Reykjavík

  • HAH04799
  • Einstaklingur
  • 9.10.1916 - 18.6.1977

Hans Pétur Petersen 9. okt. 1916 - 18. júní 1977. Var í Skólastræti 3, Reykjavík 1930. Forstjóri, síðast bús. á Seltjarnarnesi. [Hans Petersen].

Hansine Senstius (1873-1958) frá Sæunnarstöðum

  • HAH04803
  • Einstaklingur
  • 17.5.1873 - 24.11.1958

Hansína Marie Senstius 17. maí 1873 - 24. nóv. 1958. Tökubarn á Sæunnarstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja í Gerðahr., Gull. 1910. Ekkja í Reykjavík 1945. Verkakona og húsfreyja í Reykjavík.
Útför fór fram frá Fossvogskirku 2.12.1958, kl 10.30 fh.

[Í samtali við barnabarn var mér sagt að hún hafi alltaf nefnt sjálfa sig sem Hansine]

Hansína Pálsdóttir (1874-1958) frá Æsustaðagerði

  • HAH04805
  • Einstaklingur
  • 24.8.1874 - 4.10.1958

Hansína Pálsdóttir 24. ágúst 1874 - 4. okt. 1958. Var í Æsustaðagerði, Hólasókn, Eyj. 1880. Húsfreyja í Bergstaðastræti 50 a, Reykjavík 1930. Þau barnlaus.

Haraldur Árnason (1886-1949) kaupmaður Reykjavík

  • HAH04812
  • Einstaklingur
  • 4.11.1886 - 8.10.1949

Haraldur Árnason 4. nóv. 1886 - 8. okt. 1949 bráðkvaddur. Kaupmaður í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Kaupmaður á Laufásvegi 33, Reykjavík 1930. Kaupmaður í Reykjavík 1945.

Haukur Jónsson (1927-2014) Akureyri

  • HAH04845
  • Einstaklingur
  • 4.1.1927 - 2.1.2014

Haukur Hreinn Jónsson 4. jan. 1927 - 2. jan. 2014. Var í Litla-Dunhaga, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930. Skákmaður. Bifreiðastjóri.

Jennie J Phillips (1880-1970) Towner North Dakota

  • HAH05264
  • Einstaklingur
  • 11.1.1880 - 12.1970

Jennie J Phillips 11.1.1880 -12.1970. Towner North Dakota, sögð í Census 1910 fædd í Danmörku, en sumstaðar var Ísland skráð þannig. Meadow, McHenry, North Dakota, 1910 og Mouse River, McHenry, North Dakota 1930. Towner City, McHenry, North Dakota 1950, þá sögð fædd á Írlandi, sem oft er ruglað við Ísland.

María Claessen (1880-1964) Reykjavík

  • HAH07424
  • Einstaklingur
  • 25.4.1880 - 24.6.1964

María Kristín Valgarðsdóttir Claessen 25.4.1880 - 24.6.1964. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík 1930.

Hólmfríður Albertsdóttir Thorsteinsson (1899-1984) Blönduósi

  • HAH07383
  • Einstaklingur
  • 24.6.1899 - 22.2.1984

Hólmfríður Albertsdóttir Thorsteinsson f 24. júní 1899 - 22. febrúar 1984. Hjá foreldrum á Stóruvöllum 1899-1900. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Blönduósi, síðar í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Ingibjörg Jónsdóttir (1863-1964) Blöndudalshólum

  • HAH07385
  • Einstaklingur
  • 15.8.1863 - 3.6.1944.

Ingibjörg Solveig Jónsdóttir 15. ágúst 1863 - 3. júní 1944. Húsfreyja á Blöndudalshólum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Mjóadal og Finnstungu.

Pétur Pétursson (1862-1919) Bollastöðum

  • HAH07387
  • Einstaklingur
  • 23.7.1862 - 17.9.1919

Pétur Pétursson 23. júlí 1862 - 17. sept. 1919. Vinnumaður á Skíðastöðum, Reykjasókn, Skag. 1890. Bóndi og oddviti á Bollastöðum í Blöndudal, A-Hún.

Nikulás Helgason (1858-1931) Skeggjastöðum

  • HAH07392
  • Einstaklingur
  • 26.12.1858 - 25.8.1931

Nikulás Helgason 26. desember 1858 - 25. ágúst 1931. Smyrlabergi 1860. Var í Hæl, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Möllershúsi Blönduósi 1880, Hafursstöðum 1890, húsmaður Háagerði 1901. Bóndi Bakka í Hofssókn 1910. Ráðsmaður Ytra-Hóli 1920, Skeggjastöðum á Skaga og víðar.

Þórður Sveinsson (1874-1946) geðlæknir Rvk frá Geithömrum

  • HAH07395
  • Einstaklingur
  • 20.12.1874 - 21.11.1946

Þórður Sveinsson 20.12.1874 - 21.11.1946. Geithömrum 1880 og 1890, Veitingahúsi Húsavík 1901. Prófessor og yfirlæknir í Reykjavík. Húsbóndi í Kleppi 1910. Læknir á Kleppsspítala eldri, Reykjavík 1930.

Þórður Þórðarson (1880-1926) skipstjóri Rvk

  • HAH07401
  • Einstaklingur
  • 18.1.1880 - 1926

Þórður Þórðarson 18. janúar 1880 - 1926. Stokkseyri 1880, Skógtjörn 1890, Húsbóndi í Reykjavík 1910. Skipstjóri á Þilskipinu Tut. Töjler RE 97, skipi Thor Jensen. Í mars árið 1913 eyðilagðist skipið í miklu ofsaveðri á Þingeyri. „Hvarf af landi burt og kom eigi aftur“, segir í Bergsætt.

Karl Filippusson (1908-1962) Reykjavík

  • HAH07404
  • Einstaklingur
  • 21.11.1908 - 24.3.1962

Karl Filippusson 21. nóvember 1908 - 24. mars 1962. Var í Reykjavík 1910. Var í Brautarholti yngra, Reykjavík 1930.

Eggert Ólafur Briem (1867-1936) hæstréttardómari

  • HAH07415
  • Einstaklingur
  • 25.7.1867 - 7.7.1936

Eggert Ólafur Briem 25.7.1867 - 7.7.1936. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Hæstaréttardómari á Tjarnargötu 28, Reykjavík 1930. Sýslumaður á Sauðárkróki og síðar hæstaréttardómari í Reykjavík.

Niðurstöður 4001 to 4100 of 10349