Showing 874 results

Authority record
Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu (1966) Person

Sigríður Ingibjörg Ólafsdóttir (1858-1934) Dalkoti á Vatnsnesi

  • HAH07123
  • Person
  • 4.2.1858 - 16.1.1934

Sigríður Ingibjörg Ólafsdóttir 4.2.1858 - 16.1.1934. Var í Hindisvík, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Var í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1880. Var á Gnýsstöðum á Vatnsnesi 1881 og 1883. Húsfreyja í Dalkoti á Vatnsnesi. Var í Múla, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.

Sigríður Jóhannesdóttir (1851-1890) Glæsibæ Skagafirði

  • HAH07081
  • Person
  • 22.1.1851 - 26.10.1890

Sigríður Jóhannesdóttir 22. janúar 1851 - 26. október 1890. Húsfreyja í Glæsibæ í Staðarhr., Skag. Var á Hranastöðum, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. [Líklega dáið 26.10.1891]

Sigríður Jónasdóttir (1857-1925) Árbakka

  • HAH06759
  • Person
  • 17.8.1857 - 14.9.1925

Sigríður Jónasdóttir 17.8.1857 - 14.9.1925. Húsfreyja Holtastöðum 1880, á Syðri-Ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1901.

Sigríður Jónsdóttir (1856) Gili Svartárdal

  • HAH06672
  • Person
  • 19.1.1856 -

Sigríður Jónsdóttir skírð 19.1.1856. Var í Dæli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1860 og 1870. Vinnukona Fjósum 1880. Húsfreyja á Gili, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Gili, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Gili í Svartárdal, A-Hún.

Sigríður Jónsdóttir (1856-1930) prestsfrú Gaulverjabæ

  • HAH02039
  • Person
  • 9.11.1856- 19.6.1930

Sigríður Jónsdóttir 9.11.1856 - 19.6.1930. Fædd í Miðhúsum Þingi. Húsfreyja á Hrafnabjörgum, Auðkúluhr., V-Ís. Prestsfrú Gaulverjabæ 1888-1891. Doktorshúsi Reykjavík 1901

Sigríður Jónsdóttir (1894-1986) Tjörn á Vatnsnesi

  • HAH06632
  • Person
  • 20.9.1894 - 21.1.1986

Sigríður Jónsdóttir Thorlacius 20.9.1894 - 24.1.1986. Húsfreyja á Tjörn, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930, ráðskona þar 1920. Síðast bús. í Reykjavík

Sigríður Jónsdóttir (1900-1982) Þorfinnsstöðum í Víðidal

  • HAH06756
  • Person
  • 30.4.1900 - 19.5.1982

Sigríður Jónsdóttir 30. apríl 1900 - 19. maí 1982. Grund 1901, fædd þar, Vesturhópshólum 1910. Húsfreyja á Þorfinnsstöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi og á Laugarbóli í Miðfirði. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigríður Jónsdóttir (1906-1997) Garði

  • HAH7227
  • Person

Sigríður Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1.6. 1906. Hún lést á heimili sínu, Garði í Mývatnssveit, 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristvinsson og Guðný Anna Jónsdóttir og hjá þeim ólst Sigríður upp, í Blöndudalshólum til 1913, í Mýrarkoti, Laxárdal, A-Hún. til 1921 en þá fer fjölskyldan að Vatnsleysu í Skagafirði. Þaðan fer Sigríður í vistir og síðast til læknishjónanna á Kópaskeri, Jóns Árnasonar frá Garði í Mývatnssveit og Valgerðar Sveinsdóttur frá Felli í Sléttuhlíð. Þar kynnist hún verðandi eiginmanni sínum, Halldóri bróður Jóns, og fer til hans að Garði, þar ganga þau í hjónaband í júní 1928. Systkini hennar eru Soffía, f. 1910; Helga Lovísa, f. 1912, ekkja eftir Arnþór Árnason frá Garði; Hólmfríður, f. 1917, ekkja eftir Berg Guðmundsson; Guðrún f. 1919, ekkja eftir Árna Jósefsson; Jens Jóhannes f. 1921, kvæntur Sólveigu Ásbjarnardóttur; Róar, f. 1923, kvæntur Konkordíu Rósmundsdóttur: Jón Jakob f. 1925, d. 1988, kvæntur Málfríði Geirsdóttur. Halldór Árnason, eiginmaður Sigríðar, f. 12.7. 1898 d. 28.7. 1979, var bóndi í Garði í Mývatnssveit. Hann var sonur Árna Jónssonar bónda í Garði, og k.h., Guðbjargar Stefánsdóttur húsfreyju frá Haganesi. Börn Sigríðar og Halldórs eru Valgerður Guðrún f. 1929, búsett í Reykjavík, gift Kristjáni Sigurðssyni lækni og eru börn þeirra Hildur, Halldór, Sigurður, Hjalti og Guðrún Þura; Anna Guðný, f. 1930, búsett í Keflavík en sonur hennar er Ásþór Guðmundsson; Árni Arngarður, f. 1934, bóndi í Garði, kvæntur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og eru börn þeirra Eyjólfur, Sigríður, Helga Þuríður og Halldór; Guðbjörg, f. 1940, búsett í Reykjavík en börn hennar og Einars Péturssonar eru Pétur Heimir og Guðný Ingibjörg; Hólmfríður, f. 1945, búsett á Selfossi, gift Guðmundi Laugdal Jónssyni bílasmið og eru börn þeirra Aðalheiður og Árni; Arnþrúður, f. 1947, búsett í Reykjavík, gift Jóni Albert Kristinssyni bakarameistara og eru börn þeirra Steinþór, Dýrleif og Sigríður. Sigríður átti þrjátíu og eitt langömmubarn og tvö langalangömmubörn en afkomendur hennar eru því fimmtíu og sex talsins. Sigríður var elst átta systkina. Útför Sigríðar fer fram frá Skútustaðakirkju í dadg og hefst athöfnin klukkan 14.

Sigríður Karitas Jónsdóttir (1854-1925) frá Steinnesi

  • HAH06654
  • Person
  • 30.11.1854 - 20.11.1925

Sigríður Karitas Jónsdóttir 30.11.1854 [30.11.1853] - 20.11.1925. Var á Leysingjarstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Var á Bæ, Reykhólasókn, A-Barð. 1880 og 1901. Var í Reykjavík 1910. Ógift barnlaus.

Sigríður Pétursdóttir (1832-1917) Engihlíð

  • HAH07192
  • Person
  • 20.10.1832 - 23.10.1917

Sigríður Pétursdóttir 20.10.1832 [24.10.1832]- 23.10.1917. Vesturá 1835, á Refsstöðum [Rafstöðum], Holtssókn, Hún. 1840 og 1855. Vinnukona í Stóradal, Svínavatnssókn, Hún. 1860. Húskona í Ljótshólum, Auðkúlusókn, Hún. 1870 og 1880. Vinnukona Köldukinn 1890, í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. Engihlíð 1910.

Sigríður Pétursdóttir (1905-1959) Hvammstanga

  • HAH09537
  • Person
  • 23. ágúst 1905 - 19. júlí 1959

Var í Reykjavík 1910. Var á Freyjugötu 3, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Hvammstanga, Kópavogi, Breiðumýri í Reykjadal o.v.
giftist Brynjúlfi Dagssyni lækni og bjó með honum meðal annars á Hvammstanga, þau skildu.

Sigríður Sigfúsdóttir (1915-2003) Forsæludal

  • HAH9399
  • Person
  • 18. sept. 1915 - 30. jan. 2003

Sigríður var fædd að bænum Forsæludal. Foreldrar hennar voru Sigfús Jónasson bóndi og bókbindari í Forsæludal sem ættaður var frá Saurbæ í Vatnsdal og kona hans, Sigríður Ólafsdóttir en hún kenndi sig við Ólafshús á Blönduósi. Þau hjón eignuðust átta börn í þessari röð. Elst var Ingibjörg, hún er látin, Benedikt og Jónas, þeir eru látnir. Þá Sigríður, Sigfús og Ólafur, þeir eru látnir. Næst er Guðrún en yngst er Indíana. Sigríður ólst upp í Forsæludal hjá foreldrum sínum og systkinum í dalnum fallega sem hún unni. I Forsæludal snérist líf hennar um vinnuna heima. Hún bjó með systkinum sínum en frá árinu 1971-1979 félagsbúi við bróður sinn, Ólaf. Hún var ógift og barnlaus en í skjóli Sigríðar ólst upp Sigríður Ragnarsdóttir og einnig þau Sigríður Ivarsdóttir og Ólafur Bragason. Sigríður Sigfúsdóttir lét af búskap þegar systurdóttir hennar, Sigríður Ragnarsdóttir og hennar maður, Lúther Olgeirsson hófu búskap á jörðinni. Hjá þeim bjó hún áfram í Forsæludal. Áhugamál Sigríðar Sigfúsdóttur var búskapurinn heima. Einnig hafði hún gaman af bókalestri, kveðskap og vísnagerð.
Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þar sem hún hafði dvalið síðustu vikur lífs síns.

Sigríður Sigurðardóttir (1858-1915) Vertshúsi Blö

  • HAH07470
  • Person
  • 26.12.1858 - 7.4.1915

Sigríður Ingibjörg Sigurðardóttir 26. des. 1858 - 7. apríl 1915. Veitingamannsfrú í Veitingahúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Blönduósi.

Sigríður Snorradóttir (1832-1910) prestfrú Stað á Reykjarnesi

  • HAH06665
  • Person
  • 5.11.1832 - 7.11.1910

Sigríður Snorradóttir 5. nóvember 1832 - 7. nóvember 1910. Var í foreldrahúsum á Klömbrum, Breiðabólstaðarsókn, Hún 1835 og 1850.vk Þingeyrum 1855 og 1860, Alviðru 1870, Gerðhömrum 1880, Laugalandi Barð 1890. Prestsfrú á Stað í Reykjanesi. Garðstöðum 1901.

Sigríður Þorleifsdóttir (1836-1907) Kjörvogi frá Hjallalandi

  • HAH06791
  • Person
  • 11.11.1836 - 31.12.1907

Sigríður Þorleifsdóttir 11.11.1836 - 31.12.1907. Var á Leysingjastöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Egilsstöðum 1880, síðar í Kjörvogi í Víkursveit. Sögð ógift á Klömbrum 1870. Ekkja Kistu 1890.

Sigríður Þorsteinsdóttir (1891-1980) Reykjavík

  • HAH09331
  • Person
  • 25. maí 1891 - 31. okt. 1980

Sigríður Jónína Þorsteinsdóttir (1981-1980) fædd og búsett að Vesturgötu 33, Reykjavík og rak lengi (um 50 ár) saumastofu að Nýlendugöru 11, Reykjavík en hún lærði kjólasaum í Kaupmannahöfn 1916-1918.

Sigrún Björk Jóhannesdóttir (1942-2002) Akureyri

  • HAH08354
  • Person
  • 17.10.1942 - 21.10.2002

Sigrún Björk Jóhannesdóttir 17.10.1942 - 21.10.2002. Síðast bús. á Akureyri. Kvsk á Blönduósi 1960-1961
Sigrún hélt heimili með föður sínum og syni.
Hún var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 28.10.2002 kl 13:30.

Sigrún Gunnlaugsdóttir (1905-2001) Vefnaðarkennari

  • HAH07766
  • Person
  • 13.11.1905 - 23.11.2001

Sigrún Gunnlaugsdóttir 13.11.1905 - 23.11.2001. Vinnukona á Geitafelli, Nessókn, S-Þing. 1930. Nam vefnað í Svíþjóð og Finnlandi, kom aftur til Íslands 1940. Vefnaðarkennari, lengst á Laugalandi í Eyjafirði. Síðast bús. á Akureyri. Fósturdóttir: Helga Breiðfjörð Óskarsdóttir, f. 20.6.1940.
Sigrún Gunnlaugsdóttir fæddist í Geitafelli í Reykjahverfi í S-Þingeyjarsýslu 13. nóvember árið 1905. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 23. nóvember 2001. Útför Sigrúnar fór fram frá Akureyrarkirkju 29. nóvember og var hún jarðsett í kirkjugarðinum á Grenjaðarstað í Aðaldal í S-Þing.

Sigrún Stefánsdóttir (1930-2013) Bakkakoti í Vesturdal

  • HAH07580
  • Person
  • 11.8.1930 - 26.12.2013

Aðalbjörg Sigrún Stefánsdóttir 11.8.1930 - 26.12.2013. Var í Bakkakoti í Vesturdal, Skag. 1930. Fékkst við ýmis störf í Reykjavík.
(Aðalbjörg) Sigrún Stefánsdóttir fæddist í Bakkakoti, Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu, 11. ágúst 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 26. desember 2013.
Sigrún var jarðsungin frá Fossvogskirkju, 3. janúar 2014, og hófst athöfnin kl. 13.

Sigurbjarni Jóhannesson (1866-1947) faktor Hvammstanga og Rvk

  • HAH07121
  • Person
  • 17.10.1866 - 5.4.1947

Sigurbjarni Jóhannesson 17.10.1866 - 5.4.1947. Tökubarn Víghólsstöðum Dal. 1870 og 1880. Verslunarmaður Borðeyri 1890, í Theódórsbæ 1901. Reykjavík 1910 og 1920. Húsbóndi á Baldursgötu 14, Reykjavík 1930. faktor. Fyrrverandi bókhaldari í Reykjavík 1945. Tvíburi.

Sigurbjörg Hallgrímsdóttir (1847-1921) vk Stóradal 1914

  • HAH07543
  • Person
  • 10.3.1847 - 15.5.1921

Sigurbjörg Hallgrímsdóttir 10.3.1847 - 15.5.1921. Niðurseta í Ytrikoti, Silfrabakkasókn, Skag. 1860. Vinnukona á Miðvatni, Reykjasókn, Skag. 1880. Vinnukona á Guðlaugsstöðum, Svínavatnssókn, Hún. 1890. Vinnukona í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1910 og 1914. Ógift bl.

Sigurbjörg Ólafsdóttir (1944) Kringlu (Sifa)

  • HAH09480
  • Person
  • 18.05.1944

Var í Tungu, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Húsmóðir á Kringlu í Torfalækjarhreppi 1961
Maki Jón Reynir Hallgrímsson 29.11.1938-11.08.2021
Börn þeirra:

  1. Ólafur Baldur f. 1961, kvæntur Önnu Hjálmarsdóttir Dætur þeirra eru tvær. Áður átti Baldur son og Anna dóttur.
  2. Hallgrímur Svanur f.1963, kvæntur Hildi Þöll Ágústsdóttur. Börn Svans eru fimm.
  3. Arnar Bjarki f. 1972. Synir hans eru þrír.

Sigurbjörn Björnsson (1859-1936) Geitlandi Miðfirði

  • HAH06748
  • Person
  • 23.3.1859 - 1936

Sigurbjörn Björnsson 23.3.1859 - 1936. Var í Fossárdal, Fróðársókn, Snæf. 1860. Vinnumaður á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Húsmaður í Katadal, Tjarnarsókn, Hún. 1890. Bóndi að Kambshóli í Vatnsdal, V-Hún. Bóndi á Geitlandi, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Sigurbjörn Jónsson (1846) bóndi Syðstahvammi V-Hvs 1920

  • HAH06755
  • Person
  • 20.1.1846

Sigurbjörn Jónsson 20.1.1846. Var á Syðstahvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1850. Hjú á Syðstahvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1880. Bóndi þar 1920. Var á Ánastöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Ókvæntur.

Sigurbjörn Sveinsson (1878-1950) kennari og rithöfundur Vestmannaeyjum, frá Kóngsgarði

  • HAH06617
  • Person
  • 19.10.1878 - 2.2.1950

Sigurbjörn Sveinsson 19.10.1878 - 2.2.1950. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kennari á Brekastíg 20, Vestmannaeyjum 1930. Kennari og rithöfundur. Rugludal 1880. Kóngsgarður [Kamgsgarði, mt 1910] fæddur þar. Víðidalstungu 1890. Þorlákshúsi Ísafirði 1901, sagður þar fæddur í Sæárdal [Svartárdal] Skagafirði í Bergsstaðasókn !!!

Sigurður Árnason (1836) Kirkjuhvammi

  • HAH07093
  • Person
  • 5.3.1836 -

Sigurður Árnason 5.3.1836. Sauðdalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1840 og 1860. Bóndi í Kirkjuhvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870 og 1891 og Þóroddsstöðum 1890

Sigurður Árni Björnsson (1884-1964) Veðramótum

  • HAH07248
  • Person
  • 22.5.1884 - 1.5.1964

Sigurður Árni Björnsson 22. maí 1884 - 1. maí 1964. Var á Veðramótum, Fagranessókn, Skag. 1890. Oddviti og hreppstjóri á Veðramóti í Gönguskörðum, Skag. 1920. Síðar framfærslufulltrúi í Reykjavík. Bóndi á Veðramóti 1920 og 1930. Framfærslufulltrúi í Reykjavík 1945.

Sigurður Benediktsson (1885-1974) Leifsstöðum í Svartárdal

  • HAH9250
  • Person
  • 11.11. 1885-02.06. 1974

Þann 2. júní andaðist Sigurður Benediktsson bóndi Leifsstöðum á H.A.H. á Blönduósi. Hann var fæddur 11. nóvember 1885 á Þorbrandsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Benedikt Pétursson og Stefanía Sveinsdóttir.
Sigurður ólst upp með móður sinni til sex ára aldurs og þá um skeið í Valadal, en þá fer hann í fóstur til Guðmundar Sigurðssonar bónda og konu hans í Hvammi í Svartárdal. Þar ólst hann upp þar til hann varð fulltíða.
Árið 1909 flytur hann að Leifsstöðum sem leiguliði, en kaupir síðan jörðina og bjó þar allan sinn búskap.
Hann kvæntist Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Torfustöðum, er andaðist 2. febr. 1957, þau eignuðust þessi börn:
Guðmund, kvæntan Sonju Wium.
Sigurð, er stofnað hefur heimili með Maríu Steingrímsdóttur.
Aðalstein, Björn og Sigurbjörgu, sem öll eru búsett á Leifsstöðum.
Guðrúnu, gifta Guðmundi Tryggvasyni bónda í Finnstungu.
Þóru, gifta Þorleifi Jóhannessyni bónda í Hvammi.
Önduð er Soffia, er gift var Ingva Guðnasyni, en þau voru búsett í Höfðakaupstað.
Fjögur börn þeirra hjóna önduðust í frumbernsku. Þá ólst upp með þeim hjónum, dóttursonur þeirra Hilmar Eydal Valgarðsson.
Sigurður Benediktsson var ötull maður að bjarga sér. Góður bóndi með sterka viðskiftahneigð. Hann ræktaði og byggði tvisvar upp bæ sinn, í seinna skiptið tvíbýlishús úr steini. Þá fékk Sigurður verzlunarleyfi og verzlaði með búsafurðir og flutti suður til sölu á haustin, en kom hlaðinn til baka af kaupstaðarvarningi.
Sigurður Benediktsson var mesti eljumaður, enda var hann jafnan vel stæður og hagur hans góður. Hann var prýðilega greindur og velviljaður.

Sigurður Halldórsson (1844-1924) hagyrðingur Efri-Þverá Vesturhópi

  • HAH07182
  • Person
  • 20.7.1844 - 26.12.1924

Sigurður Halldórsson 20.7.1844 - 26.12.1924. Bóndi á Skarfhóli og Efri-Torfustöðum í Miðfirði. Bóndi og hagyrðingur á Efri-Þverá í Vesturhópi. Vinnumaður í Hvarfi, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Húsbóndi á Kothvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1880. Húsbóndi á Skarfhóli, Staðarbakkasókn, Hún. 1890. Húsbóndi á Torfustöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Húsbóndi á Efri Þverá, Þverárhreppi, V-Hún. 1920.

Sigurður Jóhannesson (1914-2002) bifrstj KH

  • HAH07423
  • Person
  • 3.10.1914 - 9.11.2002

Sigurður Jóhannesson 3. október 1914 - 9. nóvember 2002. Múrari Reykjavík. Vinnumaður á Víðidalsá, Staðarsókn, Strand. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Fyrsti bílstjóri KH, Þorsteinshúsi á Blönduósi 1941.

Sigurður Jónasson (1841-1924) Efri-Svertingsstöðum

  • HAH06726
  • Person
  • 11.6.1841 - 26.3.1924

Sigurður Jónasson 11.6.1841 - 26.3.1924. Var í Melrakkadal í Víðidalstungusókn, Hún., 1845. Vinnumaður á Vindhæli, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Var á Þorkelshóli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1870. Húsbóndi, bóndi á Urðarbaki, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Húsbóndi á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1890. Bóndi á Efri-Svertingsstöðum, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1901.

Sigurður Jónsson (1864-1948) Stóru-Ásgeirsá

  • HAH06751
  • Person
  • 12.3.1864 - 27.1.1948

Kristján Sigurður Jónsson 12.3.1864 - 27.1.1948. Verkamaður á Bergþórugötu 23, Reykjavík 1930. Var á Valdarási, Víðidalstungusókn, Hún. 1870 og 1880. Bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, V-Hún. 1890 og 1910, Litlu-Ásgeirsá 1920

Sigurður Jónsson (1902-1960) Efra-Vatnshorni

  • HAH07523
  • Person
  • 6.11.1902 - 1.10.1960

Sigurður Jónsson 6.11.1902 - 1.10.1960. Bóndi í Efra-Vatnshorni, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Skarði 1920. Var á Grund, Þverárhr., V-Hún. 1957.

Sigurður Sigurðsson (1829-1897) Skeggstöðum Svartárdal

  • HAH07472
  • Person
  • 3.7.1829 - 2.5.1897

Sigurður Sigurðsson 3. júlí 1829 - 2. maí 1897. Bóndi og hreppstjóri á Skeggsstöðum í Svartárdal, A-Hún. Var í Miðhúsum, Þingeyrarklausturssókn, Hún. 1835. Kom 1844 frá Miðhúsum að Mörk í Bergsstaðasókn. Bóndi á Vakurstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Bóndi á Æsustöðum, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1870. Húsbóndi, söðlasmiður á Skeggstöðum, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1880.

Sigurður Sigurðsson (1926-1984) Leifsstöðum

  • HAH07331
  • Person
  • 28. des. 1926 - 5. júlí 1984

Var á Leifsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Leifsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Sigurður Sigurðsson fæddist 28. desember 1926, að Leifsstöðum í Svartárdal. Foreldrar hans voru Sigurður Benediktsson bóndi á Leifsstöðum og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður var fjórði í röð átta barna þeirra hjóna. Sigurður dvaldist ávalll á Leifsstöðum. Á árunum 1917-1948 keyptu þeir bræður, Guðmundur og Sigurður, jörðina af foreldrum
sínum. Búskapurinn gekk vel hjá þeim bræðrum því búpeningurinn gaf góðan arð. Sigurður unni heiðinni og átti þangað fjölmargar ferðir, fór m.a. um margra ára skeið í undanreið.
Sigurður var í áratugi félagi í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Eiginkona Sigurðar var María Steingrímsdóttir frá Brandsstöðum í Blöndudal.

Sigurður Sölvason (1832) Hóli Svartárdal, aktygjasmiður Winnipeg og Akrabyggð ND

  • HAH07475
  • Person
  • 10.7.1832 -

Sigurður Sölvason 10.7.1832 [10.7.1831]. Var í Syðri-Löngumýri, Svínavatnssókn, Hún. 1835. Húsmaður á Eiríksstöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Bóndi á Hóli í Svartárdal, A-Hún. Hómópat á Blönduósi. Fór þaðan til Vesturheims 1883. Síðar aktygjasmiður í Winnipeg og Akrabyggð í N-Dakota. Kom aftur, var í Verslun Magnúsar Stefánssonar 1910.

Sigurgeir Pálsson Bardal (1829-1925) Skárastöðum

  • HAH07111
  • Person
  • 5.9.1829 - 16.5.1925

Sigurgeir Pálsson 5. september 1829 - 16. maí 1925. Var á Hólum, Þverársókn, S-Þing. 1845. Bóndi á Grímsstöðum við Mývatn um 1853-55 og í Svartárkoti, Bárðardal, S-Þing. 1855-71 og síðar á Skárastöðum, Hún. Fór til Vesturheims 1900, (er ekki í Vesturfaraskrá skv íslendingabók). Fór frá Bjargi 1900. Tók upp nafnið Bardal.

Sigurjón Jóhannsson (1889-1967) kennari Skagaströnd

  • HAH07450
  • Person
  • 9.3.1889 - 20.11.1967

Sigurjón Jóhannsson 9.3.1889 - 20.11.1967. Var á Hafsteinsstöðum, Reynistaðarsókn, Skag. 1890. Bróðursonur á Höskuldsstöðum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Bóndi og kennari í Eyjarkoti, Hofssókn, A-Hún. 1930. Kennari og bóndi, síðast bús. í Höfðahreppi. Var í Baldursheimi, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Sigurjón Jónsson (1911-1990) Lóni, Kelduhverfi

  • HAH08801
  • Person
  • 7.5.1911 - 18.6.1990

Hann fæddist í Keldunesi í Kelduhverfi þann 7. maí 1911, sonur hjónanna Guðrúnar Sigurjónsdóttur og Jóns Hallgrímssonar og var hann þriðji í röðinni af 5 systkinum. Guðrún og Jón fluttust skömmu seinna að Sultum í sömu sveit og síðan í Lón, þar sem þau áttu skjól hjá Friðriku, dóttur sinni og manni hennar, Guðmundi Björnssyni, til æviloka. Jón lést árið 1947, en Guðrún 1971.

Sigurjón Markússon (1879-1959) sýslumaður Eskifirði

  • HAH06620
  • Person
  • 27.8.1879 - 8.11.1959

Sigurjón Markússon 27.8.1879 - 8.11.1959. Sýslumaður á Eskifirði 1920 og síðar stjórnarráðsfulltrúi. Húsbóndi Doktorshúsi í Reykjavík 1910. Stjórnarráðsfulltrúi á Lauganesspítala, Reykjavík 1930. Fulltrúi í Reykjavík 1945. Einkabarn.

Sigurlaug Árnadóttir Knudsen (1863-1949) Breiðabólsstað

  • HAH06593
  • Person
  • 5.11.1863 - 24.4.1949

Sigurlaug Björg Árnadóttir Knudsen 5. nóvember 1863 - 24. apríl 1949. Kennslukona á Laugalandi, Munkaþverársókn, Eyj. 1890. Prestsfrú á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Hún. Kennari á Sauðárkróki 1930. Þau hjón voru systkinabörn.

Sigurlaug Björnsdóttir (1888-1955) Kennari Kvsk 1933-1944

  • HAH07682
  • Person
  • 31.12.1888-26.5. 1955

Nam í Kvsk Blönduósi 1901-1902 og 1905-1906. Hússtjórnarsk. Reykjavík 1907-1908. Kunstflid Kaupmannahöfn sumarið 1912,Fru birgitte Berg-Níelsen Kogeskole, Kaupmannahöfn 1912-1913.
Stundakennari í Barnaskóla Siglufjarðar1915-1916. Umferðarkensla hjá Búnarðarfélagi Íslands 1 vetur að mionnsta kosti. Kennari við Kvsk Blönduósi 1933-1944, Húsmæðraskóla Ísafjarðar 1945-1947.
Húsfreyja Kornsá í Vatnsdal 1920-1926.

Sigurlaug Erlendsdóttir (1878-1966) Torfastöðum Bisk

  • HAH07521
  • Person
  • 29.7.1878 - 19.12.1966

Sigurlaug Erlendsdóttir 29.7.1878 - 19.12.1966. Húsfreyja á Torfastöðum, Torfastaðasókn, Árn. 1930. Húsfreyja og organisti, síðast bús. í Laugardalshreppi.

Sigurlaug Guðmundsdóttir (1853-1927) Hólabaki

  • HAH06669
  • Person
  • 30.9.1853 - 30.4.1927

Sigurlaug Guðmundsdóttir 30.9.1853 - 30.4.1927. Húsfreyja að Ægissíðu á Vatnsnesi, Hún. Var á Hólabaki, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Geirastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Enniskoti 1855 og 1860, vinnukona Melrakkadal 1870. Guðrúnarstöðum í Vatnsdal 1910 og 1920

Sigurlaug Helgadóttir (1900-1992). Yfirhjúkrunarkona í Reykjavík

  • HAH07217
  • Person
  • 6.8.1900 - 29.12.1992

Sigurlaug Ágústa Helgadóttir 6.8.1900 - 29.12.1992. Verzlunarmaður á Akureyri 1930. Yfirhjúkrunarkona í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Kvennaskólanum á Blönduósi 1920. Ógift barnlaus. Hún lést að kvöldi 29. desember 1992. í Borgarspftalanum. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Sigurlaug Jónsdóttir (1826-1909) Melum Hrútafirði

  • HAH06619
  • Person
  • 24.7.1826 - 16.2.1909

Sigurlaug Jónsdóttir 24.7.1826 - 16.2.1909. Var á Helgavatni, Undirfellssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Melum, Staðarsókn í Hrútafirði, Hún. 1855. Húsfreyja í Melum, Staðarsókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Melum, Staðarsókn, Strand. 1870. Húsfreyja á Melum, Staðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Melum. Er hjá syni sínum á Melum í Staðarsókn, Strand. 1901.

Sigurlaug Jónsdóttir (1877-1937) Litluborg Víðidal 1901

  • HAH07442
  • Person
  • 24.3.1877 - 14.9.1937

Sigurlaug Jónsdóttir 24.3.1877 - 14.9.1937. Tökubarn á Hörghóli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880, Auðunnarstöðum 1890, húsfreyja Litluborg 1901 og 1910, ekkja Sporðhúsum 1920. Húsfreyja í Galtarnesi.

Sigurlaug Níelsdóttir (1868-1920) Kambhóli Víðidal

  • HAH07120
  • Person
  • 15.5.1867 - 1920

Sigurlaug Níelsdóttir 15.5.1867 - 1920. Vinnukona á Hvoli, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1890. Húsfreyja að Kambshóli í Vatnsdal, V-Hún. Niðursetningur á Harastöðum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901.

Sigurlaug Þorbjörg Björnsdóttir (1858-1932) Síðu

  • HAH07548
  • Person
  • 28.9.1858 - 12.2.1932

Sigurlaug Þorbjörg Björnsdóttir 28. september 1858 - 12. febrúar 1932 Var á Snæringsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1860. Var í Kolugili, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Kom 1887 frá Skagaströnd að Þingeyrum. Kom 1889 frá Þingeyrum að Hnjúkum. Húskona á Hnjúkum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Síðu, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Síðu í Refasveit, A-Hún.

Sigurlína Magnúsdóttir (1860-1940) Marbæli

  • HAH07457
  • Person
  • 10.10.1860 - 26.2.1940

Sigríður Sigurlína Magnúsdóttir 10.10.1860 [11.10.1860] - 26.2.1940. Húsfreyja í Marbæli á Langholti, Skag. einkabarn, en bróðir hennar lést í frumbernsku..

Sigurrós Lilja Einarsdóttir (1837-1918) Urriðaá

  • HAH06750
  • Person
  • 10.6.1837 - 1918

Sigurrós Lilja Einarsdóttir 10.6.1837 - 1918. Var á Urriðaá, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Var á Urriðaá, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Urriðaá.

Sigurrós Þórðardóttir (1876-1920) forstk Kvsk á Blönduósi

  • HAH07428
  • Person
  • 8.7.1876 - 2.3.1920

Sigurrós Guðbjörg Þórðardóttir 8.7.1876 - 2.3.1920. Námsmey í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Kennari og skólastjóri á Blönduósi. Forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi 1911-1912 og 1915-1918

Sigurveig Friðfinnsdóttir (1865-1946) Glæsibæ í Staðarhreppi Skagafirði

  • HAH09288
  • Person
  • 1.1.1865 - 9.7.1946

Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir 1.1.1865 - 9.7.1946. Þorbrandsstöðum 1870, Húsfreyja í Glæsibæ í Staðarhr, Skag. Læknisekkja Dallandsparti 1901. Húskona á Selhellu í Mjóafirði. Fór þaðan til Vesturheims 1905. Kom til Quebeck 23.júní 1905 með SS Lake Erie (1899-1925) Canadian Pacific Line, með viðkomu í Liverpool.

Sigurveig Jóhannesdóttir (1832-1899) Vesturheimi frá Laxamýri, Kagaðarhóli 1880

  • HAH07233
  • Person
  • 13.5.1832 - 9.11.1899

Sigurveig Jóhannesdóttir 13.5.1832 - 9.11.1899. Tökubarn að Skógum í Skinnastaðarsókn, Þing., 1845. Húsfreyja á Héðinshöfða á Tjörnesi 1853 og Hringveri á Tjörnesi 1859. Húsfreyja á Langavatni, Aðaldælahr., S-Þing. 1874, Brekknakoti, Reykjahverfi 1876-78. Í vistum í S-Þing. Flutttist vestur að Kagaðarhóli í Húnaþingi 1879 til sonar síns og var þar eitthvað. Fluttist til Vesturheims 1896 frá Árnesi, Húsavíkurhreppi, S-Þing.

Sigvaldi Benediktsson Blöndal (1852-1901) veitingamaður Sauðárkróki

  • HAH06774
  • Person
  • 24.6.1852 - 13.3.1901

Sigvaldi Benediktsson Blöndal 24. júní 1852 - 13. mars 1901. Verslunarmaður á Sauðárkróki og Blönduósi. Var í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1860. Fyrsti skráði einsraklingurinn með heimilisfestu á Blönduósi 1878.

Sigvaldi Björnsson (1858-1947) Skeggstöðum

  • HAH05480
  • Person
  • 9.7.1858 - 13.11.1947

Jóhannes Sigvaldi Björnsson 9. júlí 1858 - 13. nóvember 1947. Var í Ystagili, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Bóndi Brún 1890, á Skeggstöðum 1901 og 1920. Kona hans 26.10.1886; Hólmfríður Bjarnadóttir 25. júlí 1862 - 19. mars 1926 Húsfreyja á Skeggsstöðum. Dóttir þeirra Ólöf (1888-1925) kona Hjálmars á Fjósum.

Sigvaldi Björnsson (1873-1945) Brekkulæk Miðfirði

  • HAH06609
  • Person
  • 16.11.1873 - 13.12.1945

Sigvaldi Björnsson 16.11.1873 - 13.12.1945. Bóndi og trésmiður á Brekkulæk í Miðfirði, V-Hún. Tökubarn á Efri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Bóndi og trésmiður á Hvammstanga, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Bóndi á Brekkulæk, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Símon Björnsson (1844-1916) Dalaskáld

  • HAH06749
  • Person
  • 2.7.1844 - 9.3.1916

Símon Björnsson „Dalaskáld“ 2.4.1844 [2.7.1844] - 9.3.1916. Var á Höskuldsstöðum, Miklabæjarsókn, Skag. 1845. Húsmaður á Löngumýri í Vallhólmi, Silfrastöðum í Blönduhlíð og í Gilhaga á Fremribyggð, Skag. Húsmaður í Gilhaga, Goðdalasókn, Skag. 1890. Var „vafalaust eitt afkastamesta alþýðuskáld sinnar samtíðar“ segir í Skagf.1850-1890 III. Orðrómur var um að Símon væri sonur Sigurðar Breiðfjörð skálds, en það er þó alls óvíst.

Skúli Sívertsen (1835-1912) Hrappsey

  • HAH06657
  • Person
  • 22.11.1835 - 25.2.1912

Skúli Sigurður Þorvaldsson Sívertsen 22.11.1835 - 25.2.1912. Bóndi í Hrappsey á Skarðsströnd, Dal. 1856-90. Var í Reykjavík 1910.

Snorri Dalmar Pálsson (1917-2006) Akureyri

  • HAH08786
  • Person
  • 28.12.1917 - 2.2.2006

Snorri Dalmar Pálsson 28.12.1917 - 2.2.2006. Akureyri. Var á Siglunesi, Siglufirði 1930.
Hildur og Snorri bjuggu á Siglufirði til ársins 1972 þegar þau fluttu til Reykjavíkur.

Results 601 to 700 of 874