Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Vigfús Magnússon (1923-1987) Skinnastöðum
Hliðstæð nafnaform
- Vigfús Magnússon (1923-1987) Skinnastöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
25.9.1923 - 22.10.1987
Saga
Vigfús er fæddur í Skólahúsinu í Sveinsstaðahreppi 25. september 1923. Bóndi á Skinnastöðum. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi. Vorið 1952 fluttu þau að Skinnastöðum og stofnuðu þar nýbýli en þá jörð átti Landnám ríkisins. Komu þau með fjölskyldu sína þangað að öllu húsalausu. Sem bráðabirgðahúsnæði byggði Vigfús skúr á stærð á við meðalstofu í húsum nú til dags. Í þessu húsnæði voru þau í rúm 6 ár. Undrar menn hvað þar rúmaðist og maður skilur vart dugnað húsmóðurinnar að þurfa að vera með bala af barnaþvotti á kolaeldavél í eldhúsinu ásamt matseld á stóru heimili. Raunar hafði hún rennandi vatn en enga skólplögn. Þess minnist Lucinda að þröngt hafi verið þegar 8 karlmenn voru við matborðið sem kom fyrir þau ár meðan Vigfús var að byggja.
Fyrsta árið þeirra á Skinnastöð um byggði hann fjós, fjárhús og hlöðu, en íbúðarhúsið síðar. Þetta var mikið átak fyrir efnalítið fólk og mun hafa verið þröngt í búi hjá þeim fyrstu árin. Nú er sonur þeirra, Vignir, búinn að ljúka byggingu á myndarlegum fjárhúsum með tilheyrandi haughúsi og hlöðu.
Vigfús vann mikið að öllum þessum framkvæmdum sjálfur enda var hann laghentur og af kastamikill til allrar vinnu.
Staðir
Skólahúsið í Sveinsstaðahreppi: Vatnsdalshólar 1945: Skinnastaðir 1952:
Réttindi
Starfssvið
Eftir fermingu var hann mikið í Haga og víðar í Sveinsstaðahreppi. Um tíma vann hann í Ofnasmiðjunni í Reykjavík og eitt sumar í brúarvinnu. Var hann í mörg ár í Karlakór Vökumanna.
Vigfús var góður hestamaður og stundaði dálítið tamningar. Átti hann jafnan góða hesta og sat þá vel.
Hann var í hreppsnefnd um árabil og lagði hann þar ætíð gott til mála. Mörg ár var hann deildarstjóri KH-deild ar Torfalækjarhrepps og í fleiri störfum innan sveitarinnar.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Magnús Vigfússon f. 8. október 1881 - 25. apríl 1965. Bóndi á Breiðabólsstað, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Þingeyrum og Vatnsdalshólum í Sveinsstaðarhr., A-Hún. og Guðrún Jóhannesdóttir f. 13. febrúar 1888 - 20. desember 1962 Bústýra á Þingeyrum í Sveinstaðahr. Árið 1945 fór hann að búa með eftirlifandi eiginkonu sinni, Lúcindu Árnadóttur, í Vatnsdalshólum f. 14. apríl 1914 - 17. ágúst 1996. Húsfreyja á Skinnastöðum, Torfalækjarhr., A-Hún. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi. dóttir Árna Ólafssonar (1891-1966) úr Ólafshúsi og Þórunnar Stefanía Hjálmarsdóttir f. 13. mars 1892 - 18. júní 1965. Með móður í Auðkúluseli í Svínavatnshreppi um tíma. Var einnig um tíma í Vatnshlíð á Vatnsskarði. Var í Litladal, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Lærði fatasaum á Sauðárkróki. Var um tíma í Saurbæ og á Haukagili í Vatnsdal. Húsfreyja á Kárastöðum í Svínadal um 11 ára skeið. Húskona á Steinnesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Auðkúla, Svínavatnshr. Dvaldi í nokkur ár á Akureyri og síðan nálægt 26 ár í Reykjavík. Síðar bús. í Reykjavík.
Þau hjón eignuðust 5 börn og eru þrjú eftirtalin á lífi:
1) Magnús Vigfússon 8. júní 1946 - 5. júlí 1957 lést í dráttavélaslysi.
2) Árni Vigfússon f. 7. ágúst 1948, lögregluvarðstjóri í Reykjavík, kvæntur Björk Kristófersdóttur f. 22. janúar 1945, húsmóðir;
3) Anna Guðrún Vigfúsdóttir f. 15. október 1951 Var á Skinnastöðum í Torfalækjahr., A-Hún. 1957., vinnur við verslunarstörf, gift Kristófer Sverrir Sverrisson f. 7. júní 1945 Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957, mjólkurfræðingur;
4) Vignir Filip Vigfússon f. 29. mars 1954 bóndi á Skinnastöðum.
Þá ólust upp hjá þeim tvö börn Lucindu frá fyrra hjónabandi, þau eru faðir þeirra var Jón Þorsteinn Jónsson f. 9. apríl 1895 - 17. ágúst 1982 Verkamaður. Síðast bús. í Reykjavík.
1) Alda Þórunn Jónsdóttir 3. apríl 1935
2) Haukur Viðar Jónsson f. 8. febrúar 1938 - 1. nóvember 1995 rafvirkjameistari Reykjavík, kona hans 1958 var Hildegard María Dürr f. 17. október 1938 - 6. október 2012 dóttir Eugen Heinrich Dürr (1910-1969). Þau slitu samvistir 1985 .
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Vigfús Magnússon (1923-1987) Skinnastöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Vigfús Magnússon (1923-1987) Skinnastöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Vigfús Magnússon (1923-1987) Skinnastöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði