Tilraun / Aðalgata 10 Blönduósi 1907

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Tilraun / Aðalgata 10 Blönduósi 1907

Hliðstæð nafnaform

  • Barnaskóli 1908
  • Símstöð 1912
  • Bindindisfélagið Tilraun

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1907 -

Saga

Tilraun 1907. Bindindisfélagið Tilraun 1907 – Barnaskóli á efri hæðinni 1908 - Símstöð 1912

Staðir

Blönduós gamlibærinn; Aðalgata 10;

Réttindi

Gistihús á efrihæðinni í dag 2019

Starfssvið

Samningur um lóð undirritaður 13.5.1907. Þar segir; að félagið fái 14 x 16 álna húslóð fyrir austan kirkjulóðina. Fullar 20 álnir frá kórgafli kirkjunnar. Lóðin er fast við brekkuna sunnan við kauptúnið og meðfram veginum þar sem hann liggur uppúr kauptúninu. Þau skilyrði fylgja lóðarúthlutuninni að húsið sé úr steini, með járnþaki og sé aðeins notað til fundarhalda og barnakennslu. Á gafli þeim er að kirkjunni snúi, skuli enginn gluggi vera og engin íbúð nema í kjallara.

Nokkru áður en samningur þessi er undirritaður, var presti send áskorun frá velflestum húsráðendum á staðnum, þar sem farið er fram á að prestur taki af lóð P. Sæmundsen fyrir vegi, er liggja skuli frá aðalgötunni til sjávar [Brimslóð], sunnan við við lóð Ásgeirs Þorvaldssonar. Það sé bagalegt að hafa ekki frjálsan aðgang að fjörunni, til að afla malar og sands til húsbygginga á staðnum, nema að fá leyfi Péturs til efnisflutninga yfir lóð hans, enda hafi hann synjað mönnum um það, þó einn hafi áður fengið slíkt leyfi (Zophonías Hjálmsson).

Fyrsta mat var gert á húsinu 14.5.1909. Þar segir: Húsið er 16 x 14 álnir að stærð, hæð undir þak 9 álnir. Allir útveggir steinsteyptir 12“ þykkri. Afpússaðir að utan, en þiljaðir að innan með panil. Auk þess er á neðra gólfi skilrúmsveggur 5“ úr steinsteypu eftir endurlöngu húsinu. Öðrumegin við hann eru 3 herbergi og forstofa og stigi uppá loftið úr henni. Hinumegin við skilrúmið eru 4 stofur og gangur eftir ¾ af lengd hússins. Á efra gólfi er eitt skilrúm eftir endirlöngu húsinu. Öðrumegin við það er forstofugangur, en hinumegin er salur 10 x 9 álnir og upphækkaður pallur 9 x 5 álnir. Útidyr eru á efra gólfi og stigi upp þar úr 2“ planka.
Húsið er toppreist mað járnþaki og pappa undir. Neðan á loftinu er slegið panel og öll skilrúm tvöföld úr panel. Í húsinu er múrpípa og brandmúrar þar sem ofnar eru. Þeir eru 3 og ein eldavél.
Í fasteignamati 1916 segir að húsið eigi að hálfu Blönduóshreppur, en hinn hlutan eigi Friðfinnur Jónsson snikkari og Þorsteinn Bjarnason kaupmaður. Þá er sagður fylgja húsinu salerni og kolaskúr. Vatn hefur verið leitt í húsið.

Lagaheimild

13.5.1907 er bindindidfélaginu Tilraun úthlutuð 224 ferálna lóð austan kirkjunnar. Lóðin er 14x16 álnir frá kórgafli kirkjunnar. Lóðin er fast við brekkuna, sem er sunnan við kauptúnið og meðfram veginum þar sem hann liggur uppúr kauptúninu. Þau ákvæði voru í samningnum að húsið skuli vera úr steini með járnþaki og skyldi aðeins notað sem barnaskóli og fundahús. Enginn gluggi má vera á þeim gafli eða hlið sem snýr að kirkjunni. Engin íbúð skal vera nema í kjallaranum. Biskup samþykkti samninginn 19.6 1907.

28.1.1936 fær Bjarni Bjarnason 1,26 ha. Ræktunarlóð, sem er hluti af fyrrum túni Þorsteins Bjarnasonar og liggur milli lóða Jóns Ó Benónýssonar að norðan og núverandi lóðar Þorsteins að sunnan.

Sama dag fær Bjarni líka 0,37 ha lóð. Sunnan við hana er lóð Þorsteins Bjarnasonar, nýútmæld. Að vestan 3ja metra breitt vegstæði og að austan og norðan lóð Jóns Ólafs Benónýssonar. Lengd lóðar frá suðri til norðurs er 115 metrar.
Farið var að kenna í húsinnu 1908. Símstöð var þar frá 1912. Hana annaðist Björn Leví Guðmundsson, sem bjó í húsinu 1907-1919. Bjarni Bjarnason [bróðir Þorsteins kaupmanns] flutti þá í húsið og bjó í því til æviloka 1967. [Í dag búa þar og eiga húsið afkomendur hans]. Báðir bjuggu þeir á neðrihæð, en skólahaldið uppi.

Þar bjuggu einnig ýmsir, er tímar liðu. Þar höfðu kennarar herbergi. Trúlega Björn Magnússon og Bjarni Jónsson [á Blöndudalshólum] var þar haustið 1911 og nokkra vetur eftir það. Þarna bjó Kristófer Kristófersson, en flytur 1922 í húsið sem síðan hefur verið kennt við hann. Sveinbjörn Tímóteusson var í Tilraun hann var fyrsti bílstjórinn hjá kaupfélaginu. (Annarsstaðar er Ólafur Jónsson sem bjó í Þorsteinshúsi og síðar á Sólbakka sagður hafa verið sá fyrsti]. Jón Einarsson og Elínborg Guðmundsdóttir bjuggu í Tilraun 1928-1931. Fleiri bjuggu þar..

Þegar Barnaskólinn flutti út fyrir á, keypti Páll Stefánsson húsið, [en hann var tengdasonur Bjarna]. Kaupsamningur var undirritaður 4.2.1948. Hann bjó í húsinu til æviloka 1982. Hulda, ekkja Páls var búandi í Tilraun þar til hún andaðist árið 2000. Síðan Stefán sonur þeirra og nú er þar sonarsonur þeirra Fannar Bjarnason.

Efri hæðin hefur jafnan verið leigð út síðan foreldrar Huldu féllu frá. Í dag er þar rekin gistiþjónusta.

Innri uppbygging/ættfræði

1907-1919- Björn Leví Guðmundsson skósmiður, f.  25. sept. 1863 d. 15. febr. 1923, maki 3.11.1888; Guðlaug Sigríður Sveinsdóttir f.  6. júní 1869 d. 24. maí 1935. Levíhúsi 1920. Börn þeirra;
1) Guðbjörg Guðlaug Sveinsína (1889-1969) sjá Stefánshús 1920,  
2) Elísabet Karólína Berndsen (1891-1974) Rvík,
3) Ásta Anna (1897-1977) Hnífsdal,
4) Halldór (1898-1954) sjá neðar.

Hjú og aðrir 1910;
Kjartan Óskar Sveinsson af Vatnsnesi, (1890-1949) sjá Sandgerði,
Bjarni Guðmundsson (1891-1971) aðkomandi í Vertshúsi 1910, frá Kagaðarhóli,
Stefán Guðmundur Stefánsson (1887-1971) skósmíðalærlingur, sjá Stefánshús 1920.

Kennar:
Björn Magnússon (1887-1955) Rútsstöðum.
Bjarni Jónasson (1891-1984) Blöndudalshólum.
1920- Kristófer Kristófersson (1885-1964) og Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir (1886-1967) sjá börn í Kristófershúsi.

1919-1967- Bjarni Bjarnason f. 7. des. 1883 Illugastöðum Laxárdal fremri, d. 10. maí 1967, maki 16. júní 1917, Ingibjörg Þorfinnsdóttir f. 29. maí 1892, d. 15. mars 1968 sjá Sólheima.
Börn þeirra;
1) Þorfinnur (1918-2005). Sveitarstjóri á Skagaströnd, síðast bús. í Reykjavík. Var á Bogabraut 1, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957.
2) Oktavía Hulda (1921-2000) sjá neðar,
3) Bjarni (1919-1922).
4) Bjarni (1924-1946). Var á Blönduósi 1930. Bakaranemi á Blönduósi. Ókvæntur.
5) Kristín (1932-1996). Var í Hreppshúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verslunarmaður á Blönduósi.

Húskona 1920- Soffía Baldvinsdóttir (1866-1943) sjá Sunnuhvol.
1933- Arnfríður Sigurðardóttir f. 9. júní 1863 d. 2. jan. 1958. Sjá Klemensarhús 1920. Hjú í Syðri-ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Vinnukona á Syðri-Ey á Skagaströnd. Var í Finnsstaðanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1870.

Ýmsir íbúar:
Sveinbjörn Þórarinn Tímóteusson (1899-1988). Bifreiðarstjóri, afgreiðslumaður og húsvörður. Síðast bús. í Reykjavík.
1928-1931- Jón Marselíus Einarsson (1895-1968) sjá Jónshús.

1940- Jónas Jónasson f. 7 ágúst 1905 Hreggnesi Bolungarvík d. 20. nóv. 1979. Daglaunamaður á Blönduósi 1930. Verkamaður í Tilraun á Blönduósi. Síðast bús. í Reykjavík.
maki (samb.k.), Ingibjörg Jakobsdóttir f. 21. jan. 1898, d. 21. febr. 1975, frá Vesturhópshólum, sjá Sandgerði, bl.
Börn með fyrri maka Birni Lúðvík Blöndal (1894-1943) sjá Blíðheima;
1) Þórhallur Sigurbjörn (1923- 2008). Bifvélavirki. Var á Blönduósi 1930. Var í Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
2) Þorbjörn (1924-1926),
3) Þorbjörg Ásdís Himes (1927-2021). Bús. í Bandaríkjunum. M: Earl Warren Himes, bifreiðastjóri f. 2.12.1920. Börn þeirra f. og bús. í Bandaríkjunum.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Kristín Bjarnadóttir (1932-1996) Tilraun (18.5.1932 - 30.1.1996)

Identifier of related entity

HAH01660

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldór Leví Björnsson (1898-1954) Blönduósi (6.11.1898 - 2.2.1954)

Identifier of related entity

HAH04678

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Aðalgata Blönduósi (1876-)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorfinnur Bjarnason (1918-2005) sveitarstjóri Skagaströnd (5.5.1918 - 6.11.2005)

Identifier of related entity

HAH02140

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Soffía Baldvinsdóttir (1866-1943) Blönduósi (24.8.1866 - 28.11.1943)

Identifier of related entity

HAH04961

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristófer Kristófersson (1885-1964) Kristófershúsi (6.6.1885 - 5.7.1964)

Identifier of related entity

HAH04927

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Pálsson (1947) verktaki frá Tilraun (12.6.1947 -)

Identifier of related entity

HAH02699

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elín Jónsdóttir (1878-1952) Hjúkrunarkona Blönduósi (7.7.1878 - 3.8.1952)

Identifier of related entity

HAH03188

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Arnfríður Sigurðardóttir (1863-1958) Syðri-Ey (9.6.1863 - 2.1.1958)

Identifier of related entity

HAH02491

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Bjarnason (1924-1946) Tilraun (11.1.1924 - 28.8.1946)

Identifier of related entity

HAH02657

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hulda Bjarnadóttir (1921-2000) (14.11.1921 - 8.2.2000)

Identifier of related entity

HAH01460

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorfinnur Bjarnason (1918-2005) sveitarstjóri Skagaströnd (5.5.1918 - 6.11.2005)

Identifier of related entity

HAH02140

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónína Jónsdóttir (1896-1954) Hafnarfirði (23.7.1896 - 6.10.1954)

Identifier of related entity

HAH04440

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Blönduóskirkja / gamla Kirkjan (1895-1993) (13.1.1895 - 1993)

Identifier of related entity

HAH00086

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stefán Stefánsson (1887-1971) Jónshúsi Blönduósi (2.9.1887 - 23.9.1971)

Identifier of related entity

HAH09212

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðlaug Björnsdóttir (1889-1969) Stefánshúsi Blönduósi [Jónshús] (20.5.1889 - 22.5.1969)

Identifier of related entity

HAH03836

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elísabet Karólína Björnsdóttir Berndsen (1891-1974) Jónshúsi á Blönduósi og Tilraun (26.5.1891 - 17.7.1974)

Identifier of related entity

HAH03261

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásta Björnsdóttir Leví (1897-1977) Tilraun (26.7.1897 - 13.12.1977)

Identifier of related entity

HAH03663

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Magnússon (1887-1955) kennari og bóndi Rútsstöðum ov (11.9.1887 - 6.12.1955)

Identifier of related entity

HAH02873

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Jónasson (1891-1984) Blöndudalshólum (24.2.1891 - 25.1.1984)

Identifier of related entity

HAH01119

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir (1887-1967) Kristófershúsi, Blönduósi (28.6.1887 - 12.5.1967)

Identifier of related entity

HAH03025

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Páll Stefánsson (1912-1982) Tilraun (6.9.1912 - 16.11.1982)

Identifier of related entity

HAH06055

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Páll Stefánsson (1912-1982) Tilraun

controls

Tilraun / Aðalgata 10 Blönduósi 1907

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Þorfinnsdóttir (1892-1968) Tilraun (29.5.1892 - 15.3.1968)

Identifier of related entity

HAH06959

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Ingibjörg Þorfinnsdóttir (1892-1968) Tilraun

controls

Tilraun / Aðalgata 10 Blönduósi 1907

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Snorri Kristjánsson (1885-1966) Snorrahúsi Blönduósi (12.6.1885 - 7.2.1966)

Identifier of related entity

HAH04960

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Snorri Kristjánsson (1885-1966) Snorrahúsi Blönduósi

controls

Tilraun / Aðalgata 10 Blönduósi 1907

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Bjarnason (1883-1967) í Tilraun (7.12.1883 - 10.5.1967)

Identifier of related entity

HAH02655

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Bjarni Bjarnason (1883-1967) í Tilraun

controls

Tilraun / Aðalgata 10 Blönduósi 1907

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðlaug Sveinsdóttir (1869-1935) Tilraun (6.6.1869 - 24.5.1935)

Identifier of related entity

HAH03927

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðlaug Sveinsdóttir (1869-1935) Tilraun

controls

Tilraun / Aðalgata 10 Blönduósi 1907

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Leví Guðmundsson (1863-1923) Tilraun (25.9.1863 - 15.2.1923)

Identifier of related entity

HAH02863

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Björn Leví Guðmundsson (1863-1923) Tilraun

controls

Tilraun / Aðalgata 10 Blönduósi 1907

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00673

Kennimark stofnunar

IS HAH-Blö

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 27.5.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir