Stóra-Borg í Víðidal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Stóra-Borg í Víðidal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(900)

Saga

Stóra-Borg var um langan aldur aðeins eitt býli, en ern nú skipt á milli 3ja bænda, Stóraborg syðri er hálflenda jarðarinnar. Bærinn er landfræðilega nyrst í Víðidal og á engjalönd á bökkum Víðidalsár. Jörðin er bændaeign. Íbúðarhús byggt 1945, 235 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 6 hross. Hlöður 845 m3. Tún 28,7 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Ytri-Stóra-Borg I. Bærinn stendur austan við húsið að Ytri-Stóra-Borg II. Er það gamalt hús byggt fyrir aldamótin 1900, upphaflega sem dvalastaður enskra veiðimanna við Víðidalsá. Hefur þar verið þingstaður hreppsins um fjölda ára. Jarðarafnot hefur jörðin sem næst ¼ af allri Stóru-Borg og er það aðallega í suður og austur frá bæjunum. Íbúðarhús, 166 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 839 m3. Tún 21,8 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Ytri-Stóra-Borg II
Bærinn stendur í sama túni og Syðri Stóra-Borg og er örskammt á milli húsa. Jarðarafnot hefur jörðin sem næst ¼ af allri Stóru-Borg og er það aðallega norðan bæjanna. Frá Stóru-Borgarbæjunum er útsýni fagurt austur yfir Víðidalinn og út á Hópið. Skammt í suður frá bæjunum gnæfir Borgarvirki. Íbúðarhús byggt 1963, 670 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 357 fjár. Hlöður 1075 m3. Votheysgeymsla 112 m3. Tún 39,2 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Staðir

V-Húnavatnssýsla; Þverárhreppur; Víðidalur; Vesturhópsvatn; Grænilækur; Borgarvirki; Víðidalsá; Tittlingastaðavað; Grjóthólmi; Borgareyja; Refsteinsstaðahólmi; Stóruborgarhólmi; Gottorpshólmi; Sandamerkjasýki; Merkjasteinn; Hlífartjörn; Gottorpslækur; Stuttagata; Vatnsendi; Litlaborg; Refsteinstaðir; Gottorp; Árnes; Ytri-Reykir; Ytri-Torfustaðahreppur; Reykir; Gauksmýrartjörn; Landamerkjasteinn; Gauksmýri; Blátjörn; Miðfjarðarvatn; Ytri-Reykir; Syðri-Reykir; Stóraborg syðri; Ytri-Stóra-Borg;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

um 1880-1906- Péturs Kristóferssonar 16. apríl 1840 - 3. nóvember 1906 Var í Svignaskarði, Stafholtssókn, Mýrasýslu 1845. Bóndi á Stóru-Borg, V-Hún. Fk hans; Ingunn Jónsdóttir 12. mars 1817 - 4. apríl 1897. Húsfreyja á Þingeyrum, Þingeyrarsókn, Hún. Var þar 1860. Var á Stórólfshvoli, Stórólfshvolssókn, Rang. 1890. Sk hans 1888; Þrúður Elísabet Guðmundsdóttir 9. mars 1854 - 6. júní 1937 Var á Melstað, Melstaðasókn, Hún. 1860. Var á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Stóru-Borg, V-Hún. Húsmóðir þar 1910

<1920- Aðalsteinn Dýrmundsson 7. október 1886 - 26. mars 1959 Hjú í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1901. Bóndi á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Kennari og bóndi á Stóruborg. Kona hans; Björg Margrét Pétursdóttir 3. nóvember 1892 - 17. júní 1963 Húsfreyja á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Var í Syðri-Stóru-Borg, Þverárhr., V-Hún. 1957.

Björn Leví, f. 9. apríl 1943, maki Marsibil Ágústsdóttir, f. 17. nóvember 1946,

Björn Tryggvi Guðmundsson 12. júlí 1878 - 1. maí 1918. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Bóndi í Klömbrum og Stóruborg, Þverárhr., V-Hún. Kona hans; Guðrún Magnúsdóttir 1. des. . 1884 - 1. nóv. 1968. Húsfreyja á Stóru-Borg, Þverárhreppi, V-Hún. 1930. Var í Ytri-Stóru-Borg, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þverárhreppi. Húsfreyja þar 1920

Ábúendur Ytri-Stóru-Borg I;
Björn Tryggvi Jóhannsson 29. sept. 1921 - 29. mars 2010. Var á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Var í Ytri-Stóru-Borg, Þverárhr., V-Hún. 1957. Bóndi á Stóru-Borg í Víðidal, Þverárhreppi.

Ábúendur Ytri-Stóru-Borg II;

Karl Harlow Björnsson 20. maí 1907 - 16. júlí 2000. Bóndi á Gauksmýri, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Stóru-Borg, Þverárhr., V-Hún. Síðast bús. í Þverárhreppi. Kona hans; Margrét Tryggvadóttir 24. sept. 1911 - 26. júlí 2004. Var á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Var í Ytri-Stóru-Borg, Þverárhr., V-Hún. 1957. Húsfreyja á Stóru-Borg og átti þar heima til dánardags. Rak þar um tíma sumarhótel, sinnti farskólakennslu og vann að félagsmálum í héraði.

Almennt samhengi

Landamerki jarðarinnar Stóruborgar í Þverárhreppi.

Við Vesturhópsvatn ræður Grænilækur merkjum að sunnan, frá þeim læk eru merki beina sjónhending í suðurhorn Borgarvirkis, og þaðan aptur í vörðu þá, sem hlaðin er við Víðidalsá, skammt frá Tittlingastaðavaði, að austan ræður austari kvísl árinnar merkjum, fyrir austan Grjóthólma og Borgareyju, en vestan Refsteinsstaðahólma út í hóp. Þá tilheyrir og Stóruborg svokallaður Stóruborgarhólmi, er liggur fyrir vestan Borgareyju en sunnan Gottorpshólma. Dragið milli Stóruborgarhólma og Gottorpshólma tilheyrir hálft hvorum hólmanum, fyrir vestan Víðidalsá eru merki að norðan úr Sandamerkjasýki í Merkjastein við Hlífartjörn og þaðan beina sjónhending í Gottorpslæk, og þaðan aptur í Stuttugötu og vörðu þá, sem hlaðin er þar vestur í flóajaðrinum, og sem er hornmerki milli Stóruborgar og Vatnsenda. Frá þeirri vörðu eru merki sjónhending suður í Vesturhópsvatn, þar sem í það sjer austast, ræður svo vatnið merkjum suður til áðurnefnds Grænalækjar. Í Stóruborgarengi liggur engjateigur sem tilheyrir Vatnsenda með þessum merkjum: Að norðan og austan er Hlífartjörn, að sunnan er skurður, sem liggur vestur úr suðurenda Hlífartjarnar, vestur að steini í skurðbakkanum, og að vestan eru þá merkin úr þeim steini norður í lítinn sýkisstokk, er gengur þar suður úr virki á Hlífartjörn.

Stóruborg, 27. maí 1889.
P. Christophersson eigandi jarðanna Stóruborgar, Litluborgar og Refsteinstaða.
Björn Jóhannsson, ábúandi á Vatnsenda (handsalað). Jón Th. Þorláksson eptir umboði frá eiganda Gottorps.

Lesið upp á manntalsþingi að Stóruborg, hinn 1. maí 1889, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 103, fol. 54b

Landskiptasamningur.
Við undirritaðir Björn Jónsson bifreiðarstjóri í Árnesi annarsvegar, og bræðurnir Karl H. Björnsson bóndi á Stóru-Borg og Hallgrímur Th. Björnsson, kennari í Keflavík hinsvegar, gerum hérmeð svofelldan Samning: Karl H. Björnsson og Hallgrímur Th. Björnsson, sem eru eigendur að 89,6 aln. Að fornu mati í jörðinni Ytri-Reykir í Ytri-Torfustaðahreppi, fá þessum eignarhluta sínum skipt úr jörðinni, þannig, að þeir fá landspildu austast í Reykjalandi, sem takmarkast að vestan af línu, sem dregin er frá stórum, gráum steini á litlum hól vestan við Gauksmýrartjörn (Landamerkjasteini milli Reykja og Gauksmýrar) í miðja Blátjörn, og eignast þeir þann hluta jarðarinnar, sem liggur austan nefndrar línu. Landspildu þessa eignast þeir Karl og Hallgrímur frá undirskrift þessa samnings, kvaðalausa með öllu, og fylgir henni hluti Reykja (bæði Ytri- og Syðri Reykja) í Miðfjarðarvatni, enda eignast þá Björn Jónsson alla jörðina Ytri-Reyki að öðru leyti, með öllum gögnum og gæðum, er henni fylgja. Þar sem framannefnd landspilda er í óskiptu landi jarðanna Ytri- og Syðri-Reykja, ritar eigandi Syðri-Reykja, Gunnar Jónsson, yfirlýsingu á þennan samning, um að hann sé samþykkur því, að landspilda þessi verði eign þeirra Karls og Hallgríms, svo sem samningur þessi ákveður. Kostnað við þinglýsingu þessa landaskiptasamnings borga báðir samningsaðilar að jöfnu. Mál sem rísa kunna út af samningi þessum, skulu rekin fyrir gestarétti Húnavatnssýslu. Samningur þessi er í 3 samhljóða eintökum. Heldur hvor samningsaðili sínu eintaki, en hið þriðja afhendist sýslumanni Húnavatnssýslu til þinglýsingar. Til staðfestu eru nöfn samningsaðila undirrituð í viðurvist tilkvaddra votta.

St.Hvammstanga, 7. maí 1946
Fh. Hallgríms Th. Björnssonar Karl H. Björnsson
Björn Jónsson
Karl H. Björnsson.
undirritaður eigandi jarðarinnar Syðri-Reykir, lýsi hér með yfir því, að ég er því samþykkur að landspildu þeirri, er um getur í framan rituðum samningi, verði skipt úr óskiptu landi jarðanna Ytri og Syðri Reykja, svo sem ákveðið er í samningnum.
Gunnar Jónsson

Tengdar einingar

Tengd eining

Auður Guðmundsdóttir (1926-2020) Stóru-Borg (16.3.1926 - 4.5.2020)

Identifier of related entity

HAH07311

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1926

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhann Guðmundsson (1922-1988). Skólahúsi í Sveinstaðahreppi (5.11.1922 - 28.12.1988)

Identifier of related entity

HAH05319

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1922

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Jónsson (1900-1980) úrsmiður Akureyri (30.8.1900 - 7.5.1980)

Identifier of related entity

HAH02689

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1900

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Magnúsdóttir (1862) vk Eyjólfsstöðum og Hvammi í Vatnsdal (21.5.1862 -)

Identifier of related entity

HAH07408

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1885

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ögn Auðbjörg Grímsdóttir (1880) Kolugili (20.3.1880 -)

Identifier of related entity

HAH07510

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1880

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hópið ((880))

Identifier of related entity

HAH00300

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Valgerður Ólafsdóttir (1857-1933) Hæli, Bjarnastöðum og Blönduósi (28.10.1857 - 4.5.1933)

Identifier of related entity

HAH07099

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Teitur Teitsson (1855-1923) Víðidalstungu (19.7.1855 - 18.7.1923)

Identifier of related entity

HAH07440

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Edda Jónsdóttir Fjellheim (1949) Ásbjarnarnesi V-Hvs (10.10.1949 -)

Identifier of related entity

HAH06889

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vilhjálmur Pétursson (1952) Stóru-Borg (18.6.1952 -)

Identifier of related entity

HAH06865

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Þórðarson (1841-1893) Auðólfsstöðum í Langadal. (5.6.1841 - 9.8.1893)

Identifier of related entity

HAH06486

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Finnbogadóttir (1810-1900) Stóra-Núpi (29.3.1810 - 23.5.1900)

Identifier of related entity

HAH04287

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Borgarvirki ((1880))

Identifier of related entity

HAH00574

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Helga Pétursdóttir Ottesen (1816-1903) Stórafjalli, Stafholtssókn (24.6.1816 - 31.3.1903)

Identifier of related entity

HAH09514

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingunn Jónsdóttir (1868-1940) Þingeyrum. Gloucester Essex Massachusetts (1.11.1868 - 1940)

Identifier of related entity

HAH03563

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Nikulásdóttir (1888-1982) ljósmóðir og hjúkrunarkona Baldur Manitoba (19.9.1888 - 2.3.1982)

Identifier of related entity

HAH04724

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hannes Þórðarson (1839-1903) Galtarnesi (13.12.1839 - 1903)

Identifier of related entity

HAH04792

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Hannes Þórðarson (1839-1903) Galtarnesi

is the associate of

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

1839

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Sigurðardóttir (1859) vk Stóruborg 1910 (16.7.1859 -)

Identifier of related entity

HAH06715

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Ingibjörg Sigurðardóttir (1859) vk Stóruborg 1910

is the associate of

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Ólafsson (1865-1941) Másstöðum (29.7.1865 - 16.12.1941)

Identifier of related entity

HAH05676

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Jón Ólafsson (1865-1941) Másstöðum

is the associate of

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Leví Jónsson (1844-1931) Stóru-Borg (24.1.1844 - 23.7.1931)

Identifier of related entity

HAH05653

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Jón Leví Jónsson (1844-1931) Stóru-Borg

controls

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Kristófersson (1840-1906) Stóruborg (16.4.1840 - 3.11.1906)

Identifier of related entity

HAH07104

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Pétur Kristófersson (1840-1906) Stóruborg

controls

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Jónsdóttir (1831-1894) Umsvölum (5.1.1831 - 28.12.1894)

Identifier of related entity

HAH06694

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Ingibjörg Jónsdóttir (1831-1894) Umsvölum

controls

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Björnsdóttir (1919-1996) Stóru-Borg (22.3.1919 - 18.8.1996)

Identifier of related entity

HAH01741

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Margrét Björnsdóttir (1919-1996) Stóru-Borg

controls

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg (12.8.1920 - 9.5.2003)

Identifier of related entity

HAH01834

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Pétur Aðalsteinsson (1920-2003) Stóru-Borg

controls

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Pétursdóttir (1892-1963) Stóru-Borg (3.11.1892 - 17.6.1963)

Identifier of related entity

HAH02744

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Margrét Pétursdóttir (1892-1963) Stóru-Borg

controls

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Grímsdóttir (1878-1932) Síðu (10.8.1878 - 3.9.1932)

Identifier of related entity

HAH04295

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðrún Grímsdóttir (1878-1932) Síðu

controls

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gunnar Jónsson (1896-1960) frá Syðri Þverá í Vestur Hópi (4.12.1896 - 22.6.1960)

Identifier of related entity

HAH04520

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gunnar Jónsson (1880-1959) Gröf í Víðidal (4.3.1880 - 10.2.1959)

Identifier of related entity

HAH04523

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Gunnar Jónsson (1880-1959) Gröf í Víðidal

controls

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Tryggvadóttir (1911-2004) Stóru-Borg (24.9.1911 - 26.7.2004)

Identifier of related entity

HAH01757

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Margrét Tryggvadóttir (1911-2004) Stóru-Borg

controls

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Magnúsdóttir (1884-1968) Stóru-Borg (1.12.1884 - 1.11.1968)

Identifier of related entity

HAH04396

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðrún Magnúsdóttir (1884-1968) Stóru-Borg

controls

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Tryggvi Guðmundsson (1878-1918) Klömbrum og Stóruborg, (12.7.1878 - 1.5.1918)

Identifier of related entity

HAH02907

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Aðalsteinn Dýrmundsson (1886-1959) Stóru-Borg (7.10.1886 - 26.3.1959)

Identifier of related entity

HAH02243

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Aðalsteinn Dýrmundsson (1886-1959) Stóru-Borg

controls

Stóra-Borg í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00480

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 15.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 103, fol. 54b
Landskiptasamningur 7.5.1946.
Húnaþing II bls 426-427-428.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir