Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Skottastaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
[1500]
Saga
Á jörðinni er ekkert íbúðarhús og hefur eigandi heimili sitt á Leifsstöðum. Býlið er austan Svartár gegnt Hóli og gnæfir Oksinn vestan árinnar. Á Skottastöðum er skýlt fyrir norðanátt og oft snemmgróið. Landgott til fjalls. Túnið er að mestu framræst mýrlendi í Skottastaðahlíð. Fjárhús yfir 200 fjár. Hlaða 360 m3. Hesthús.. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Svartá.
Staðir
Svartárdalur; Svartá; Oksinn; Skottastaðahlíð; Hvamshorni; Landamerkjalág; Grænimór; Ásaflá; Gamlaselsflá; Leifsstaðafell; Hrossadalur; Berjakinn; Hólaflá; Landamerkjahryggur; Leifsstaðafjall; Hvammur; Leifsstaðir; Auðkúla; Hóll í Svartárdal;
Réttindi
Þetta býli er fjórðúngur allarar jarðarinnar Leifstaða, og er þessum bæ úr skift að túni og engjum, en öðrum landsnytjum óskift. Jarðardýrleiki x € og so tíundast fjórum tíundum.
Eigandinn Sr. Gísli Einarsson að Auðkúlu í Svínadal. Landskuld lxl álnir. Betalast í landaurum ýmist þar heima eður til landsdrottins. Leigukúgildi iii inntil næstu tíu ára, nú iiiij sökum efnaleysis ábúanda. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje iiii kýr, i kvíga veturgömul, xxv ær, vi sauðir veturgamlir, xv lömb, i hestur, i hross, ii únghryssur. Fóðrast kann ii kýr, i kvíga, x lömb, sauðfje sem til er er vogað einúngis á útigáng; hestum burt komið til hagagöngu. Afrjett ut supra. Torfrista og stúnga næg. Hrísrif til eldíngar hefur verið bjarglegt, en er nú að mestu þrotið og brúkast því ei. Lax og silúngsveiðivon í Svartá hefur áður verið en nú engin í margt ár. Grasatekja hefur verið bjargleg, er nú að mestu gjöreydd. Túninu grandar leirskriður og vatnsgángur úr snarbröttu
fjalli til stórskaða. Enginu grandar jarðfallsskriður og sumpart smálækir, sem bera leir og sand að ofan, og Svartá að neðan með landbroti og grjótsáburði. Landþröng er, og hefur ábúandi áður, fyrir fimtán árum, keypt haga af Hóli fyri tíu álna toll árlega, en síðan hefur beitin aflagst og hagatollurinn því ekki goldist. Vatnsból er mjög erfitt á vetur í Svartá fyri ágángi og búnkasvellum, sem upp gengur hvað yfir annað, so ekki næðst vatnið nema það sje ausið upp fyrir kvikfje.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
<1901> Jón Guðmundsson 14. feb. 1852. Var á Hóli, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Var í Hvammi, Bergsstaðasókn, Hún. 1880. Hús-og lausamaður í Rugludal, Bergstaðasókn, Hún. 1890. Bóndi á Skottastöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1901. Kona hans; Guðlaug Sigurðardóttir 15. okt. 1853. Tökubarn í Svartárdal fremri, Goðadalasókn, Skag. 1860. Fæðingar Guðlaugar er ekki getið í kirkjubókum en við fermingu í Goðdalasókn er hún sögð fædd 15.10.1853. Vinnukona í Steinárgerði, Bergstaðasókn, Hún. 1890.
<1910 og 1920> Jón Ólafsson 18. maí 1866 - 27. nóv. 1936. Var á Skottastöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1870. Hjú í Vatnshlíð, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Fyrrv. bóndi og leigjandi á Fossum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Skottastöðum í Svartárdal, Bólstaðarhr., Hún. Kona hans; Una Sigríður Jónsdóttir 1. sept. 1872 - 26. sept. 1967. Húsfreyja á Skottastöðum í Svartárdal, Bólstaðarhlíðarhr., Hún. Var á Steiná, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
um1930- Halldór Jóhannsson 20. júlí 1895 - 5. mars 1982 Bóndi á Bergsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Bóndi á Skottastöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Fæddur 26.7.1895 skv. kb. og kona hans 5.5.1923; Guðrún Guðmundsdóttir 19. júlí 1900 - 26. október 1984 Húsfreyja á Skottastöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Bergsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
1951-1988- Björn Sigurðsson 5. maí 1930 - 6. des. 1988. Var á Leifsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Leifsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi á Leifsstöðum. Ókvæntur.
Almennt samhengi
Þessi eru landamerki fyrir jörðinni Skottastöðum í Bergstaðasókn innan Bólstaðarhlíðarþinghár.
Að norðanverðu úr vörðu á ytra Hvamshorni, upp með sunnanverðri Landamerkjalág í vörðu á brúninni, þaðan beint úr vörðu sunnan við svo kallaðan Grænamó, síðan enn beina stefnu austur yfir hraunið og fjallið eptir vörðum, í vörðu á melnum sunnan við Ásaflá, þaðan í klauf, er lækur rennur í úr Gamlaselsflá, síðan beint yfir Leifsstaðafell og Hrossadal á sýslumót. Að austan ráða sýslumót landamerkjum, en að sunnanverðu eru merkin í Landamerkjalág og vörðu á Berjakinn, síðan beina stefnu austur yfir fjallið á sjerstakan hól í ytri Hólaflá, þaðan beint í merki á miðjum Landamerkjahrygg vestan í Leifsstaðafjalli, síðan beint yfir tjeð fell og Hrossadal á sýslumót. Vestanvert ræður Svartá.
Skottastöðum, 18. maí 1889
Ólafur Árnason (eigandi og umráðamaður)
Ofanritaðri merkjalýsing erum vjer undirritaðir samþykkir:
Guðmundur Jónsson, eigandi að Hvammi.
Vegna kirkjujarðarinnar Leifsstaða: Björn Jónsson (beneficiarius)
Lesið upp á manntalsþingi að Bólstaðarhlíð, hinn 20.maí 1889, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 77, fol. 40b.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 4.3.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 373
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 77, fol. 40b. 20.5.1889.
Húnaþing II bls 202