Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Hliðstæð nafnaform
- Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
2.10.1912 - 13.10.1991
Saga
Ingibjörg bjó ein með börn sín á Vesturá, en fluttist þaðan að Akri í Torfalækjarhreppi árið 1928. Þar bjó hún ekki lengi. Fluttist í hús eitt lítið innan við Blöndu. Þar dvaldi Þorbjörg lengi hjá móður sinni. Þorbjörg flutti með Herbert til Blönduóss þar sem móðir hennar hafði sest að. Fyrst bjuggum þau í Brautarholti en lengst á Einarsnesi, sem skagar út í Blöndu innan ár, en þaðan eru nú gulu og rauðþektu bárujárnshúsin horfín. Þau voru lítið íbúðarhús, þá hlaða og loks þriggja bása fjós, 80 kinda fjárhús og hænsnaloft yfir. Eigandi skikans og húsa var Ágúst G. Jónsson bílstjóri og var leigan greidd með umsjá 2-3 mjólkurkúa og um 60 kinda. Þau áttum síðan allt að 20 kindur og hænsnabúið til eggjaframleiðslu. Auk starfs bóndans vann Þorbjörg fullan vinnudag lengst utan við ána á klæðskerastofu Sæmundar Pálssonar í kjallara gamla Kaupfélagshússins. Þegar honum var lokið tók hún að sér vaktstörf við mæðiveikivarnahliðið sunnan Blöndubrúar, vaktir á spítalanum og annað sem til féll á þeim tíma. Þorbjörg og Herbert fluttu í Kópavog. Þorbjörg bjó þar í Víðihvammi en síðast í hálft annað ár í litlu raðhúsi skammt frá, í Vogatungu 59. Hún hafði lengi strítt gegn vanheilsu af æðruleysi sínu gefandi af kærleika sem ætíð og stundaði handavinnuna fram undir síðustu vikur. En þær voru erfiðar uns lífsneistinn slokknaði.
Þorbjörg verður jarðsett í Blönduóskirkjugarði. Hann er uppi á hæðinni suður af bænum. Þaðan er víðsýnt til allra átta. Þorbjörg var bundin æskuslóðunum.
Staðir
Grund í Svínadal: Vesturá á Laxárdal fremri: Akur: Akranes: Brautarholt og Einarsnes á Blönduósi: Kópavogur:
Réttindi
Lærði karmannafatasaum
Starfssvið
Þorbjörg flutti hins vegar með Herbert til Blönduóss þar sem móðir hennar hafði sest að. Fyrst bjuggum við í Brautarholti en lengst á Einarsnesi, sem skagar út í Blöndu innan ár, en þaðan eru nú gulu og rauðþektu bárujárnshúsin horfín. Þau voru lítið íbúðarhús, þá hlaða og loks þriggja bása fjós, 80 kinda fjárhús og hænsnaloft yfir. Eigandi skikans og húsa var Ágúst G. Jónsson bílstjóri og var leigan greidd með umsjá 2-3 mjólkurkúa og um 60 kinda. Við áttum síðan allt að 20 kindur og hænsnabúið til eggjaframleiðslu. Auk starfs bóndans vann mamma fullan vinnudag lengst utan við ána á klæðskerastofu Sæmundar Pálssonar í kjallara gamla Kaupfélagshússins. Þegar honum var lokið tók hún að sér vaktstörf við mæðiveikivarnahliðið sunnan Blöndubrúar, vaktir á spítalanum og annað sem til féll á þeim tíma.
Lagaheimild
Einarsnes var jafnframt veiðibýli við á og sjó, sölumiðstöð búvara frá eigin framleiðslu, sem og frá frændum og vinum í Svínadal og miklu víðar, en ekki síst viðkomu- og gististaður þeirra. Árin á Blönduósi voru fyrir okkur ár mikilla athafna, mikillar vinnu og ríkulegrar vinsemdar. Þar lifði ég á fáeinum árum heila mannsævi með kostum sínum og göllum, en í minningunni mest kostum. Blönduós þess tíma var ævintýri fyrir sig. Því lauk að mestu þegar amma Ingbjörg dó 10. október 1955.
Þá hófst nýr kapituli og við mamma fluttum suður í Kópavog þar sem hún og pabbi tóku upp þráðinn saman á ný. Þar áttu þau lítið heimili með skjólsælum garði í Víðihvammi 32 og unnu hvort við sitt. Pabbi dó 1977 og hvílir í Fossvogskirkjugarði.
Herbert Guðmundsson
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jósefsdóttir 31.12.1882 – 10.10.1955 og Sigurjón Oddsson f. 7.6.1891-10.9.1989, síðar bóndi á Rútsstöðum í Svínadal, einguðust saman þrjú börn á Grund í Svínadal.
Alsystkini Þorbjargar
1) Herbert f. 24.3.1909 – 17.5.1927, sem dó nýorðinn 18 ára úr heilahimnubólgu úti í Vestmannaeyjum að lokinni skammri vertíðarsókn á báti þaðan.
2) Odd Alfreð 23.7.1911 d. 26.3.1983, en hann braust til mennta og varð þekktur m.a. sem skólastjóri í Neskaupstað og í Kópavogi. Hann lést 1983 þá búandi í Vestmannaeyjum.
Sigurjón varð síðan faðir 13 barna til viðbótar, þar af 12 í hjónabandi með Guðrúnu Jóhannsdóttur f. 23.7.1898 – 12.5.1966..
Hálfsystkini Þorbjargar
4) Sigurbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir f. 27. september 1917 - 8. maí 2010 Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja, saumakona og verkakona í Reykjavík. Maður hennar Konráð Jónsson 13.10.1891 – 19.8.1974 Reykjavík.
5) Þorsteinn Ragnar Sigurjónsson f. 29. júní 1919 - 22. ágúst 1971 Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Hótelstjóri á Blönduósi. Var á Hamri, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Ókv barnlaus
6) Ólafur Gunnar Sigurjónsson 26. júní 1920 - 11. desember 2014 Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Tungu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Maki 1 Elínborg Benediktsdóttir 24. júní 1925 Var í Reykjarvík, Kaldrananesssókn, Strand. 1930. Fósturfor: Arngrímur Jónsson og Kristbjörg Róselía Magnúsdóttir í Reykjarvík. Var í Tungu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Maki 2 Ragna Ingibjörg Rögnvaldsdóttir 30. desember 1933 - 6. mars 2017 Var á Vangi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja og bóndi á Sólvangi. Síðast bús. á Blönduósi.
7) Guðrún Sigurjónsdóttir 16. júlí 1922 Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Grund, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Syðri-Grund. Maki Guðmundur Þorsteinsson f. 11. október 1910 - 6. nóvember 2000. Bóndi á Grund, Svínavatnshr., A-Hún og var þar 1930 og 1957. Síðast bús. á Blönduósi.
8) Kári Sigurjónsson f. 17. ágúst 1923 Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Leigubílstjóri Reykjavík. Maki Helga Pálsdóttir . 27. júlí 1927 - 8. febrúar 1995 Síðast bús. í Reykjavík. Þau skildu.
9) Ástríður Sigurjónsdóttir 22. janúar 1925 - 1. febrúar 1996 Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Ljótshólum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Reykjavík. Maki Grímur Eiríksson f.23.4.1916 – 22.5.1993 Ljótshólum.
10) Haukur Sigurjónsson f. 22. október 1926 - 2. ágúst 2013 Þrúðvangi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Maki Margrét Rósa Gísladóttir f. 19. júlí 1928 Þrúðvangi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.
11) Steinunn Arna Sigurjónsdóttir f. 5. janúar 1929 - 12. desember 1973 Var á Rútsstöðum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Sauðárkróki. Maki Guðjón Jósafat Einarsson f. 28. maí 1919 - 21. ágúst 1997 Ási, Rípursókn, Skag. 1930. Múrari og verkamaður á Sauðárkróki. http://gudmundurpaul.tripod.com/einargudmundsson.html
12) Sigvaldi Sigurjónsson f. 19. júní 1930 Rútsstöðum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957 ókv. Barnlaus
14) Guðmundur Ólafs Sigurjónsson f. 24. febrúar 1933 bóndi Rútsstöðum. Maki Emilía Valdimarsdóttir f. 1. nóvember 1936.
15) Kjartan Sigurjónsson f. 13. febrúar 1935 verkstjóri Reykjavík, maki Sæunn Hafdís Oddsdóttir f. 16. desember 1940.
16) Meybarn f. 9.5.1936 – 25.7.1936
17) Árni Sigurjónsson f. 17. desember 1937, húsasmiður Reykjavík, maki Ingibjörg Ágústsdóttir f. 17. desember 1944.
Barn Sigurjóns með Helgu Guðbjörgu Sigurbjörnsdóttur f. 28. ágúst 1891 - 29. júní 1973 Síðast bús. í Reykjavík.
18) Ásgeir Sigurjónsson f. 4. febrúar 1913 - 18. ágúst 1995 Vinnumaður á Ási, Rípursókn, Skag. 1930. Bifreiðarstjóri, síðast bús. í Reykjavík. Maki 1 María Benediktsdóttir f. 1. apríl 1912 - 5. febrúar 2003 Verkakona, síðast bús. á Siglufirði. Starfsstúlka á Siglunesi, Siglufirði 1930. Þau skildu. Maki 2 Bergþóra Baldvinsdóttir f. 27. desember 1913 - 30. desember 1999 Húsfreyja á Siglufirði, Kópavogi og í Reykjavík.
Maður Þorbjargar 2.12.1939 var Guðmundur Sveinbjarnarson f. 1. apríl 1900 - 12. júlí 1977. Vinnumaður í Geirshlíðarkoti, (Giljahlíð) í Flókadal í Borgarfirði. Sjómaður á Akranesi, var síðar lengi starfsmaður Olíuverslunar Íslands. Síðast bús. í Kópavogi. Foreldrar hans voru Guðlaug Ingimundardóttir f 22. ágúst 1869 - 12. maí 1925. Húsfreyja í Geirshlíðarkoti og Sveinbjörn Sveinsson f. 5. júlí 1868 - 26. apríl 1959 Bóndi í Geirshlíðarkoti í Flókadal í Borg. Barn: Stúlka f. andvana 3.8.1906.
Barn þeirra:
1) Herbert Guðmundsson f. 28. janúar 1941 Kópavogi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Skráningardagsetning
GPJ 16.8.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
*. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/75712/?item_num=4&searchid=19128d1f3273492ea42c90d9a9642e98d3a1a87a