Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Mosfell Svínavatnshreppi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
[1300]
Saga
Mosfell er nyrsta jörðin í Svínadal og liggur við norðvestur enda Svínavatns. Reykjanibban gnæfir þar á fjallöxlinni nokkru norðan og ofan við bæinn. Þar neðar er Grettisskyrta hinn þekkti líbarít fláki sem sést víða að. Byggingarnar eru þar við fjallsræturnar eins og á öðrum bæjum að vestanverðum dalnum. Frá fjallsrótunum niður að vatninu er gottræktunarland með hæfilegum halla, og þar hefur verið ræktað stórt tún. Þetta er ekki stór jörð en má teljast hæg til búskapar. Íbúðarhús byggt 1939, 238 m3, viðbygging 1967 250 m3. . Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús yfir 11 hross. Hlöður 790 og 974 m3. Geymsluhús 160 m3. Tún 35 ha. Veiðiréttur í Svínavatn.
Staðir
Svínavatnshreppur; Geithamrar; Svínavatn; Einbúi; Merkjalækur; Berjabrekka; Miðdegishögg; Jórunnarskál; Merkikelda; Reykir; Reykjanibba; Grettisskyrta, Hólastóll; Þverárdalur; Grund í Svínadal; Kúluheiði;
Réttindi
Jarðardýrleiki x € og so tíundast presti og fátækum; ekki gjaldast hjer af fleiri tíundir. Eigandinn er biskupsstóllinn að Hólum. Abúandinn Hallargeir Helgason.
Landskuld lx álnir. Betalast með ullarvöru uppá landsvísu, og stundum nokkuð í sljettum peníngum, en við því láta umboðsmenn treglega, og taka því eins að annað skorti; afhendist oftast á Grund í Svínadal. Leigukúgildi iii nú sem stendur, en hálft, sem umfram var í tíð Eggerts Jónssonar, hefur nú biskupsins umboðsmaður, Ögmundur Ögmundsson, heitið annarstaðar að ráðstafa; það hefur og ekki lengur verið en tíð Eggerts.
Leigur betalast í smjöri að Þverárdal hjer innan sýslu, eður þar annarstaðar sem biskupsins umboðsmaður tilsegir innan hjeraðs. Kvaðir eru öngvar. Kvikfjenaður i kýr, i kvíga tvævetur mylk, i veturgömul, xlii ær og vii sem skerast eiga, ix sauðir tvævetrir og eldri, vii veturgamlir, xv gymbrar, xv lömb, i hestur, i hross með fyli.
Fóðrast kann i kýr og úngneyti naumlega, xxv ær, x lömb, ii hestar, Torfrista og stúnga næg og má nýta til reiðíngs. Móskurður til eldiviðar meinast vera mega en brúkast ekki.
Hrísrif hefur verið en er nú þrotið. Silúngsveiðivon er góð en brúkast ekki, liggur þó Svínavatn fyrir landinu. Lambaupprekstur á Kúluheiði hefur brúkaður verið fyrir toll.
Engjunum spillir lækjaskriða í fjalli. Vetrarríki fyrir útsynníngum er mikið. Ekki er óhætt kvikfje fyrir foröðum. Kirkjuvegur illur og lángur. Þurfamannaflutníngur í sama máta.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
<1901 og 1910> Erlendur Hallgrímsson 4. mars 1860 - 17. október 1935 Var á Vatnsskarði, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Daglaunamaður á Einarsnesi Blönduósi 1924-1942. Bóndi á Mosfelli. Sambýliskona hans Sigurlaug Hannesdóttir 22.9.1850 - 25.5.1942, barnlaus.
<1920> Benedikt Helgason 2. október 1877 - 28. apríl 1943 Bóndi í Ytra-Tungukoti, Blöndudal, á Skinnastöðum í Húnavatnssýslu, Agnarsbæ Blönduósi 1925 og 1941. Kona hans; Friðrika Guðrún Þorláksdóttir f. 11. des. 1886 d. 18. apríl 1973, frá Giljárseli Sauðadal og kona hans 9.10.1866; Ingibjörg Helgadóttir 5. ágúst 1832 - 2. mars 1882. Var á Efri Torfastöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Vinnukona á Bjargarstöðum, Efranúpssókn, Hún. 1860. Húskona á Litlu-Giljá, Þingeyrarsókn, Hún. 1870. Húskona á Skinnastöðum, síðar vinnukona á Kringlu. Var á Kringlu, Þingeyrasókn, Hún. 1880.
1930-1964- Júlíus Jónsson 19. júlí 1896 - 17. maí 1991 Var á Mosfelli, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Bóndi þar, síðast bús. í Svínavatnshreppi. Kona hans; Guðrún Sigvaldadóttir 6. sept. 1905 - 1. ágúst 1981. Húsfreyja á Mosfelli, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Mosfelli, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Svínavatnshreppi.
1964- Einar Árni Höskuldsson 28. nóvember 1939 - 24. nóvember 2017. Bóndi, hrossaræktandi og tamningamaður á Mosfelli í Svínavatnshreppi. Síðast bús. á Blönduósi.Kona hans; Bryndís Júlíusdóttir f. 28. apríl 1945 Mosfelli.
um 2000- Sólveig Sigríður Einarsdóttir 4. maí 1966, organisti á Blönduósi og Digraneskirkju, kórstjóri,
Húnaþing II bls 251
Almennt samhengi
Landamerki fyrir jörðinni Mosfelli í Svínavatnshreppi
Að sunnan, móts við Geithamra land, eru merki úr vörðu, er stendur á bakkanum við Svínavatn og í stein rjett þar fyrir ofan, er verða höggnir á stafirnir L.M., svo liggja merki í lækjardrag rjett fyrir sunnan Einbúa, þaðan upp í Merkjalæk, sem fellur ofan Berjabrekku, svo úr Merkjalæk beina línu upp í há hnjúk, (Miðdegishögg), þá liggja merki til norðurs út háfjall og í miðja Jórunnarskál, svo ofan miðja hólana, sem eru fyrir neðan skálina, síðan eru merki ofan með Merkikeldu, ein og vörður til vísa, ofan til Svínavatns á móts við Reykjaland, liggur svo land með Svínavatni allt á móts við fyrst nefndu vörðu á vatnsbakkanum.
Mosfelli, 1. febr. 1891.
E. Halldórsson eigandi Mosfells og Reykja.
Þorsteinn Þorsteinsson, umráðamaður Geithamars.
Lesið upp á manntalsþingi að Svínavatni, hinn 19. maí 1892, og innfært í
landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 286, fol. 152b.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Mosfell Svínavatnshreppi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 8.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1706. Bls 325
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 286, fol. 152b.
Húnaþing II bls 251