Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

  • Kristján á Hólum.

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

10.6.1880 - 3.10.1970

History

Kristján Vigfússon 10. júní 1880 - 3. október 1970 Bóndi í Vatnsdalshólum í Sveinsstaðahr., A-Hún. Bóndi og járnsmiður í Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Árið 1877 fluttust á þennan friðsæla stað ung hjón, konan tvítug og bóndinn 35 ára, og hófu þar búskap. Þessi hjón voru Vigfús Filippusson 26. febrúar 1843 - 3. desember 1925 Vinnumaður í Vatnsdal, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1860. Bóndi og smiður í Vatnsdalshólum, Sveinsstaðahr., A-Hún. og Ingibjörg Björnsdóttir 4. mars 1857 - 19. ágúst 1943. Þau hjón eignuðust alls 5 börn, sem komust til fullorðinsára.
Árið 1911 tók hann svo sjálfur við búi í Vatnsdalshólum og bjó þar að mestu óslitið í meira en hálfa öld, eða þar til dóttir hans, Margrét, tók við búsforráðnm 1965. Fyrstu búskaparárin voru foreldrar hans hjá honum, faðir hans til ársins 1925, er hann andaðist, og móðir hans til 1943 og annaðist hún lengi, eða meðan heilsa og kraftar entust, innanhússtörf fyrir hann, en síðustu 13 árin lá hún rúmföst og naut þá góðrar umönnnnar sonar síns og vandafólks. Kristján var mesti dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk, fjölhæfur og laginn til allra verka. Búskapur hans mátti segja að gengi ágætlega eftir öllum aðstæðum. Hann bjó að vísu aldrei neitt sérlega stórt, en þess bera að gæta, að hann var ókvæntur alla tíð og varð því oft að búa með vandalansum ráðskonum og þótt þær geti verið góðar, þá þykir það naumast eins hagsældarlegt og að njóta samhjálpar og samhugar góðrar eiginkonu. Í annan stað mátti segja, að hann væri ekki mikið meira en hálfur við búskapinn. Járnsmíðina stundaði hann alltaf meira og minna jöfnum höndum. Og þegar þess er gætt, að hann var helzti járnsmiðurinn í héraðinu og ennfremur að hann var sá bónbezti og hjálplegasti maður, sem hugsazt gat, þá er auðvelt að gera sér í hugarlund, hve frátafirnar frá heimilinu og húskapnum voru gífurlega miklar, enda vissu kunnugir vel, að sú var raunin á. Má því í raun og veru undrast hversu vel og snurðulaust búskapurinn gekk hjá honum og hversu mikið hann fékk framkvæmt til umbóta á jörðinni.
Hinn þátturinn í lífsstarfi Kristjáns var handverkið eða járnsmíðin, og ég held að óhætt sé að fullyrða, að hann hafi staðið framarlega í sinni iðngrein. Hann þótti ágætur smiður og var mikið sótt til hans, ekki aðeins úr næsta nágrenni heldur langtum víðar að. Ég tel t. d. víst, að hann hafi ekki haft neina tölu á þeim skeifnagöngum, sem hann smíðaði um ævina, en alveg er víst að þeir hafa verið óhemjumargir líklega enn fleiri en Vatnsdalshólarnir, þótt óteljandi séu sagðir. Hann var hamhleypa við þessar smíðar. Ég man ekki glöggt, hvað hann sagðist venjulega hafa verið Iengi að smíða ganginn og járna hestinn, en mér fannst það ótrúlega stutt. Ég hygg því að segja megi, að eins og Kristján var hlutgengur sem bóndi, hafi hann ef til vill ekki verið síður hlutgengur sem smiður, þrátt fyrir tvískiptingu í störfum.

Tvennt var það einkum, sem mér fannst einkenna Kristján í Hólum, framkomu hans og samskipti við aðra menn. Annars vegar var það óvenju mikið glaðlyndi, gamansemi og æðruleysi í öllum hlutum og hins vegar frábær bóngæði, hjálpsemi og fúsleikur að liðsinna öðrum og það alveg eins, þótt hans eigin störf og þarfir yrðu fyrir það að sitja á hakanum. Fyrstu kynni mín af honum voru þau, að er ég fór suður í skóla í fyrsta sinn, fór ég á hesti ásamt fleira fólki til Borgarness. Var Kristján fylgdarmaður okkar og tók hestana til baka. Mun hann alloft hafa farið slíkar ferðir. Í þetta sinn gerðist ekkert sögulegt, en ég fann samt, að gott og tryggilegt var að njóta fylgdar hans. Næst minnist ég hans á markaði á Sveinsstöðum. Hann var að hjálpa ýmsum við járningu söluhrossa og annað, er með þurfti. Þar heyrði ég markaðshaldarann, sem mun hafa verið Guðmundur Böðvarsson, sem víða fór um í því skyni, lýsa því yfir í viðtali við mann þar, að Kristján í Hólum væri sá allra liðlegasti og greiðviknasti maður, sem hann hefði nokkru sinni kynnzt. Sjálfsagt hefir hann áður notið fyrirgreiðslu hans og hjálpsemi og glöggt er gestsaugað.

Eftir að ég var orðinn svo að segja nágranni hans, furðaði mig ekki á þessum vitnisburði. Þá var oft leitað til hans af mér og mínu heimili og sjaldan án árangurs. Það mátti heita föst venja, ef eitthvað fór aflaga eða bilaði, að leita til Kristjáns í Hólum. Því var fastlega treyst, að hann mundi hjálpa, ef nokkur tök voru á, og einnig, að hann kynni ráð við flestu, sem laga þyrfti. Það var oft minnzt á það, hvernig fara ætti að, ef Kristján væri ekki í nágrenninu. Og þótt við höfum ef til vill meira leitað til hans en ýmsir aðrir, sem meira voru sjálfbjarga, þá hygg ég að margir hafi svipaða sögu að segja um hjálpsemi hans og greiðvikni.
Hitt, sem einkenndi Kristján svo mjög, var að sjaldan hittist svo á að hann væri ekki í góðu skapi, tilbúinn að gera að gamni sínu og sjá alltaf einhverjar bjartar hliðar á hverju einu. Hann var þess vegna góður félagi, gestrisini. og skemmtilegur í allri umgengni. Ekkert var fjær honum en að æðrast, þótt á móti blési og erfitt væri fyrir fæti enda úrræðagóður í hverjum vanda. Hann var mjög vinsæll af öllum, sem kynntust honum, og munu margir minnast hans með hugheilu þakklæti fyrir störf hans í þeirra þágu, fyrir greiðasemi hans og hjálpfýsi.
Kristján hafði verið heilsuhraustur um ævina. Aðeins síðasta áratuginn tók hann að kenna sjúkleika, sem ágerðist og heltók hann loks allan. Hafði hann nú verið 5 ár á sjúkrahúsinu á Blönduósi, þrotinn að kröftum. Andaðist hann þar 3. þ. m. níræður að aldri og var jarðsettur að Þingeyrum 10. sama mánaðar.

Places

Legal status

Um tvítugsaldurinn fór hann til Akureyrar til Sigurðar járnsmíðameistara þar, nam járnsmíði hjá honum og lauk námi í þessari grein. Að því búnu fór hann svo aftur heim til foreldra sinna og vann að búi þeirra fyrst um sinn jafnframt járnsmíðinni.

Functions, occupations and activities

Fyrir allmörgum árum byggði hann steinsteypt íbúðarhús mjög við hæfi jarðarinnar og kom það í stað hrörlegs torfbæjar, sem áður var þar. Sumt af útihúsum byggði hann einnig úr varanlegu efni, svo sem hlöðu og gripahús. Þá bætti hann túnið að verulegu leyti og jók við það þrátt fyrir erfið skilyrði í því efni og setti upp miklar girðingar. Var Kristján líka í eðli sínu mikill framfara- og umbótamaður. Hann var glöggur á skepnur og hafði gott vit á meðferð þeirra. Átti hann um tíma allmikið af hrossum, þar á meðal ýmsa góðhesta og stundaði tamningar lengi fram eftir ævinni.

Mandates/sources of authority

Fyrir allmörgum árum hafði Kristján gefið Húnvetningafélaginu í Reykjavík einn hektara lands úr jörð sinni, sunnan í hólunum, þar sem nú er Þórdísarlundur með trjáreit og minnismerki. Sem vott þakklætis sendi félagið fagran blómvönd á kistuna við útförina.

Internal structures/genealogy

foreldrar hans voru Vigfús Filippusson 26. febrúar 1843 - 3. desember 1925 Vinnumaður í Vatnsdal, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1860. Bóndi og smiður í Vatnsdalshólum, Sveinsstaðahr., A-Hún. og Ingibjörg Björnsdóttir 4. mars 1857 - 19. ágúst 1943 Var á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Vatnsdalshólum. Var hann Rangæingur að ætt, að mestu uppalinn hjá Magnúsi Stephensen (1797-1866) kammerráði í Vatnsdal í Fljótshlíð, en Ingibjörg aftur á móti ólst að mestu leyti upp hjá hinni merku konu, Ingiríði Pálmadóttur (1815-1886) í Sólheimum.
Var faðir hennar Björn Björnsson (1821-1877) frá Valadal í Skagafirði og var hún af hinni alkunnu og útbreiddu Bólstaðarhlíðarætt. Bjuggu þessi hjón í Vatnsdalshólum til 1911 og áttu heima þar til æviloka.
Þau hjón eignuðust alls 5 börn, sem komust til fullorðinsára, og var eitt þeirra Kristján, bóndi og járnsmiður.
Hann var fæddur í Vatnsdalshólum 10. júní 1880. Ólst hann þar upp í glöðum og efnilegura systkinahópi og í þessu sérstáklega hlýlega og aðlaðandi umhvérfi öll sín æsku- og unglingsár. Ekki er fráleitt að hugsa sér, að umhverfið, sem fólk elst upp við eða hefir daglega fyrir augum, hafi nokkur áhrif á skapgerð þess og framkomu og víst gæti það átt við um Kristján í Hólum. Faðir hans, Vigfús, hafði lært járnsmíði í Reykjavík áður en hann fluttist norður og vel kann það að hafa stutt að því, að hugur Kristjáns hneigðist til þeirrar iðngreinar.
Kristján í Hólum eignaðist tvær dætur. Er önnur þeirra
1) Kristín Sigurrós f. 17. mars 1922 - 12. desember 2000, búsett í Hveragerði og á hún tvo syni, var í Efra-Langholti, Hrunasókn, Árn. 1930. Móðir hennar var Sólveig Sigurðardóttir frá Leirubakka á Landi 9. apríl 1886 - 1. apríl 1960 Bústýra í Efra-Langholti í Hrunamannahr. Ráðskona í Efra-Langholti, Hrunasókn, Árn. 1930. Húsfreyja þar.
2) Margrét, 5. mars 1926 - 4. júlí 1999 Var á Gauksmýri, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Vatnsdalshólum, sem býr þar með tveimur börnum sínum. Hafði hún lengi verið þar með föður sínum, staðið fyrir búi hans og stutt hann í störfum, er aldur færðist yfir hann og verið hans önnur hönd. Er hann hætti búskap tók hún við og mundi honum það kært, að afkomendur hans og ættingjar fengju að njóta þess fagra staðar, sem hann hafði bundið bernskutryggð við og þar sem hann hafði átt heima alla ævina. Móðir hennar var Halldóra Jóhannsdóttir sem var kaupakona hjá Kristjáni. Halldóra var víða í vinnumensku með dóttur sína með sér. Lengst voru þær mæðgur að Gauksmýri, þar andaðist Halldóra. Þá var Margrét á sjötta ári. Eftir að Margrét missti móður sína var hún í fóstri þar til hún kom að Grafarkoti í VesturHúnavatnssýslu. Þar var hún lengst samfellt eða til 15 ára aldurs, hjá Hólmfríði Helgu Jósefsdóttur (1876-1945) og Guðmundi Guðmundssyni (1873-1960). Frá Grafarkoti fór Margrét til föður síns að Vatnsdalshólum. Þegar faðir hennar andaðist árið 1970 tók Margrét við búinu. Í Vatnsdalshólum bjó hún að undanskildum þrem árum á Hvammstanga og síðustu tveim árum ævi sinnar á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Margrét eignaðist tvö börn, Kristján Sigurjónsson og Hólmfríði Dóru Sigurðardóttur.

Sigurður Ingvi Sveinsson (1912-1989) var sambýlismaður hennar í tíu ár, hann andaðist árið 1989. Var á Steinsnesi, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Akureyri. Bóndi.

General context

Óvíða mun vera jafnsérkennilegt og fagurt bæjarstæði eins og í Vatnsdalshólum í Húnaþingi. Hólarnir með sínum mörgu og hlýlegu grasbollum og blómalautum skýla á alla vegu, nema að austan, en þar nær Flóðið upp að túnfætinum. í því speglast hið háreista Vatnsdalsfjall andspænis. Fjölbreytt fuglalíf gleður augað og loftið ómar af svanasöng, ekki sízt á kyrrlátum haustkvöldum, þegar mergð þessara tígulegu fugla þekur vatnið á stórum svæðum. Þá er unaðslesit að horfa í kringum sig og njóta friðarins og fegurðarinnar í ríkum mæli.

Relationships area

Related entity

Teitný Guðmundsdóttir (1904-2000) Litla-Bergi á Skagaströnd (23.9.1904 - 28.2.2000)

Identifier of related entity

HAH02078

Category of relationship

temporal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sigurlaug Sveinsdóttir (1919-2008) frá Vinaminni Blönduósi (18.1.1919 - 21.12.2008)

Identifier of related entity

HAH01975

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Margrét dóttir hans var gift Sigurði Ingva Sveinssyni 1912-1989) bróður Sigurlaugar

Related entity

Sveinn Kristófersson (1897-1991) Bergi Skagaströnd (24.6.1897 - 10.5.1991)

Identifier of related entity

HAH02067

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Sveinsína móðir Sveins giftist 26.1.1905 Filippus Vigfússyni bróður Kristjáns Vigfússonar í Vatnsdalshólum.

Related entity

Margrét Kristófersdóttir (1884-1950) Vegamótum (12.3.1884 - 19.3.1950)

Identifier of related entity

HAH01531

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Filippus Vigfússon bróðir Kristjáns var giftur 21.5. 1905 Sveinsínu Ásdísi Sveinsdóttur móður Árna Björns, hálfbróður Margrétar.

Related entity

Þórdísarlundur (1952 -)

Identifier of related entity

HAH00380

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1952

Description of relationship

Kristján gaf land undir Þórdísarlund

Related entity

Margrét Kristjánsdóttir (1926-1999) Vatnsdalshólum (5.3.1926 - 4.7.1999)

Identifier of related entity

HAH06799

Category of relationship

family

Type of relationship

Margrét Kristjánsdóttir (1926-1999) Vatnsdalshólum

is the child of

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Dates of relationship

5.3.1926

Description of relationship

Related entity

Vigfús Filippusson (1843-1925) Vatnsdalshólum (26.2.1843 - 3.12.1925)

Identifier of related entity

HAH07114

Category of relationship

family

Type of relationship

Vigfús Filippusson (1843-1925) Vatnsdalshólum

is the parent of

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Dates of relationship

10.6.1880

Description of relationship

Related entity

Kristín Vigfúsdóttir (1891-1946) Vatnsdalshólum (27.2.1891 - 24.7.1946.)

Identifier of related entity

HAH07550

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Vigfúsdóttir (1891-1946) Vatnsdalshólum

is the sibling of

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Dates of relationship

27.2.1891

Description of relationship

Related entity

Magnús Vigfússon (1881-1965) (8.10.1881 - 25.4.1965)

Identifier of related entity

HAH01735

Category of relationship

family

Type of relationship

Magnús Vigfússon (1881-1965)

is the sibling of

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Filippus Vigfússon (1875-1955) Baldurshaga Blönduósi (10.9.1875 - 4.11.1955)

Identifier of related entity

HAH03412

Category of relationship

family

Type of relationship

Filippus Vigfússon (1875-1955) Baldurshaga Blönduósi

is the sibling of

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Dates of relationship

10.6.1880

Description of relationship

Related entity

Vigfús Magnússon (1923-1987) Skinnastöðum (25.9.1923 - 22.10.1987)

Identifier of related entity

HAH02120

Category of relationship

family

Type of relationship

Vigfús Magnússon (1923-1987) Skinnastöðum

is the cousin of

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Dates of relationship

25.9.1923

Description of relationship

Kristján var föðurbróðir hans

Related entity

Elín Filippusdóttir (1907-1981) Holmås Noregi (4.7.1907 - 28.1.1981)

Identifier of related entity

HAH03176

Category of relationship

family

Type of relationship

Elín Filippusdóttir (1907-1981) Holmås Noregi

is the cousin of

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Dates of relationship

4.7.1907

Description of relationship

Kristján var bróðir Filippusar í Filippusarbæ (Baldurshaga) föður Elínar

Related entity

Björg Jónsdóttir (1922-2018) Reykjavík (17.8.1922 - 10.1.2018)

Identifier of related entity

HAH02737

Category of relationship

family

Type of relationship

Björg Jónsdóttir (1922-2018) Reykjavík

is the cousin of

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Dates of relationship

17.8.1922

Description of relationship

Kristján var bróðir Kristínar móður Bjargar

Related entity

Eyþór Jónsson (1927-2021) flugumferðarstjóri (15.5.1927 - 9.1.2021)

Identifier of related entity

HAH03398

Category of relationship

family

Type of relationship

Eyþór Jónsson (1927-2021) flugumferðarstjóri

is the cousin of

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Dates of relationship

15.5.1927

Description of relationship

Kristján var bróðir Kristínar móður Eyþórs

Related entity

Vatnsdalshólar bær og náttúra ((1100))

Identifier of related entity

HAH00512

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Vatnsdalshólar bær og náttúra

is controlled by

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

Dates of relationship

1911

Description of relationship

1911-1966

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01691

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

16.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places