Kista á Blönduósi

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Kista á Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

  • Sjúkraskýli 1913-1915
  • Guðmundarhús í Holti 1940

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1913 -

Saga

Kista á Blönduósi. Sjúkraskýli 1913-1915. Guðmundarhús í Holti 1940.
Húsið dró nafn sitt af lögun þaksins sem þótti minna á líkkistu.

Staðir

Blönduós gamli bærinn, við hliðina á Hillebrantshúsi

Réttindi

Starfssvið

Sjúkraskýli 1913-1915

Lagaheimild

Þakka þér fyrir þessa mynd. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í tiltektum þarna við Koppagötuna, þegar myndin var tekin.
Ég man ekki eftir þessum útgangi við Kistu og var þó tíður gestur þar.
Á efri hæðinni, undir kistulokinu, bjó og starfaði Gísli úrsmiður, man ekki föðurnafnið. Hjá honum var allt þakið af úrum og klukkum.
Þar var mikið klukknahljóð.
Á neðri hæðinni bjuggu Guðmundur halti Guðmundsson og Jakobína kona hans, man ekki heldur föðurnafn hennar í augnablikinu.
Þetta var allt indælisfólk.
Stofan hjá Gvendi og Bínu snéri út að blettinum milli Kistu og Samkomuhússins, Bína svaf í stofunni.
Við Koppagötuna, vinstra megin við innganginn, svaf Gvendur, undir glugganum sem þar sést.
Þetta skipulag hjónanna byggðist á því að Bína þoldi illa ónæðið sem var af viðskiptavinum Gvendar.
Viðskipti hans voru altöluð, en aldrei tókst að hanka gamla manninn, þrátt fyrir margar tilraunir. Kannski ekki allar í mikilli alvöru.

Við Guðmundur vorum miklir mátar, hann orðinn gamall maður, ég kannski 8-15 ára.
Hann kenndi mér að tefla skák og ég var skákmeistari þrjú ár í röð í Versló eftir að ég var kominn suður.
Í alla vega fimm sumur vorum við ásamt Hjálmari Eyþórssyni seinna yfirlöggu veiðifélagar.
Við veiddum í silunganet í sjónum og lögðum á klöppum milli sands og gömlu bryggjunnar.
Netin voru lögð á fjöru og síðan vitjað um á fjöru. Annars átu fuglarnir aflann, ef einhver var.
Aflinn var sjóbleikja, besti matfiskur í heimi, mest þriggja til fimm punda, og einstaka lax, sem var til leiðinda, skemmdi netin.
Sjóbleikjan er í ósum Laxár á Ásum, Vatnsdalsár og víðar. En rataði ekki svo ég muni upp í Blöndu, bara að bryggjunni.
Þessi veiðiskapur okkar þriggja þýddi að við urðum að vakta netin tvisvar á sólarhring eftir sjávarföllum, og vorum kátir með það!
Okkur skorti ekki kaupendur að aflanum, það voru einstaklingar/heimili og gististaðirnir.

Annars góðar kveðjur norður,
Herbert.

Innri uppbygging/ættfræði

1916 og 1920- Sigurður Berndsen kaupmaður f. 17. des 1889 d 5. mars 1963, maki; Margrét Pétursdóttir f. 2. ágúst 1893 d. 11. nóv. 1965. Berndsenhúsi 1920. Rvík. ,,Var hann óþokki ?” eftir Braga Kristjóns.
Börn þeirra;
1) Ewald Ellert (1916-1998). Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Guðný (1922). Var í Bergstaðastræti 8 a, Reykjavík 1930.
3) Pétur (1923-1990). Nemi í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Hafnarfirði.
4) Margrét (1927-1985). Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Brynhildur Olga (1929-2010). Var í Bergstaðastræti 8 a, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945.
6) Sólveig (1936-2018). Húsfreyja og skrifstofustarfsmaður. Var í Reykjavík 1945.

1920- Sigurlína Jónsdóttir f. 11. mars 1877 d. 22. sept. 1952, gift í Berndsenhúsi 1920, (maki 1903; Sigvaldi Jónsson f. 8. apríl 1875 d. 29. jan. 1911 Hrauni Ströndum 1910).
Börn þeirra;
1) Guðrún (1905-1981) Mosfelli,
2) Sigurjón Guðbjörn (1907-1980). Bóndi á Urriðaá, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. Var á Blönduósi 1930. Var að Urriðaá 1957. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi.
3) Ína Jensen (1911-1997). Var í Reykjarfjarðarverslunarstað, Árnesssókn, Strand. 1930. Húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík. Kjördóttir Carls Friðriks Jensen kaupm. í Kúvíkum. Nefnd: Sigvaldína Jensen Sigurðardóttir í Nt.EK/ÞG

1920- býr þar Stefán G Stefánsson skósmiður.

1940- Elín Jónsdóttir f. 7. sept. 1878, d. 3. ágúst 1952, prjóna og hjúkrunarkona, óg bl. sjá Grænumýri og Zophoníasarhús 1941.

1940- Guðmundur Guðmundsson f.13. okt. 1888 d. 20. okt. 1977, maki Jakobína Sigurlaug Vermundsdóttir f. 24. júní 1891 d. 16. ág. 1983. Neðra-Holti.
Barn þeirra;
1) Ari Guðmundur (1923-2007). Var í Holti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Helgafelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Aðalbókari og skrifstofstjóri á Blönduósi, síðar skrifstofustarfsmaður í Reykjavík.

1940 og 1946- Hannes Ólafsson f. 1. sept. 1890 Eiríksstöðum, d. 15. júní 1950, áður bóndi á Eiríksstöðum, maki 27. nóv. 1915; Svava Þorsteinsdóttir f. 7. júlí 1891, d. 28. jan. 1973. sjá Brautarholt.
Börn;
1) Auður (1916-1988). Var á Blönduósi 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Sigurgeir (1919-2005). Var á Blönduósi 1930. Vann að ýmsu á yngri árum, var á sjó á Suðurnesjum, vörubílstjóri hjá hernum í Hvalfirði á stríðsárunum, rak síðar flutningabíl sem fór milli Blönduóss og Reykjavíkur, var einnig í mjólkurflutningum og á farandvinnuvélum við jarðabætur og vegagerð. Bóndi í Stóradal í Svínadal 1944-61 og síðan á nýbýlinu Stekkjardal í sömu sveit um árabil frá 1961. Sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var t.d. formaður Búnaðarfélags Svínavatnshrepps og í hreppsnefnd og fleiru. Var í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Stekkjardal.
3) Torfhildur (1921-2007). Var á Blönduósi 1930. Maður hennar 1951; Magnús Ágúst Helgason 15. sept. 1920 - 24. júní 1985. Var í Syðraseli, Hrunasókn, Árn. 1930. Bakari, síðar útsölustjóri Mjólkursamsölunnar í Vestmannaeyjum. Síðast bús. í Reykjavík. Þau skilsu.
4) Jóhann Frímann (1924-1997). Var á Blönduósi 1930. Verkstjóri í Reykjavik. Síðast bús. í Reykjavík.
Barn Torfhildar, faðir hennar Guðmundur Kristjánsson (1917-1980). Skipstjóri í Reykjavík. Var í Efstadal, Ögursókn, N-Ís. 1930.
1) Hrefna Guðmundsdóttir (1942),
Barn Auðar faðir hennar Ragnar Pálsson (1902-1972). Var í Reykjavík 1910. Loftskeytamaður á Franska Spítalanum, Reykjavík 1930. Loftskeytamaður.;
1) Iðunn Björk Ragnarsdóttir (1939-1973). Síðast bús. í Svíþjóð.

1940- Jónas Ragnar Einarsson f. 11. mars 1898 Svangrund, d. 26. ágúst 1971 sjá Fögruvelli og Hnjúka, maki; Guðrún Björnlaug Daníelsdóttir f. 11. jan. 1885, d. 17. júní 1985, frá Tungukoti.
Börn hennar með Hjálmtý Sumarliðasyni (1887-1918) fyrri manni;
1) Ámundína Klara (1912-1952). Vetrarstúlka í Mýrarhúsaskóla, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Heimili: Krossanes, Vatnsnesi. Húsfreyja á Hvammstanga.
2) Gústaf ( um 1915) dó ungur,
3) Hjálmtýr (1917-1982). Var á Krossanesi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Verkamaður í Reykjavík.
4) Hlíf Svava (1919-1992). Húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík. Var á Krossanesi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigurlína Jónsdóttir (1877-1952) Hrauni á Ströndum, húsk Kistu Blönduósi 1920 og 1930 (11.3.1877 - 22.9.1952)

Identifier of related entity

HAH05651

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Sigvaldadóttir (1905-1981) Mosfelli (6.9.1905 - 1.8.1981)

Identifier of related entity

HAH04457

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elín Jónsdóttir (1878-1952) Hjúkrunarkona Blönduósi (7.7.1878 - 3.8.1952)

Identifier of related entity

HAH03188

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ari Guðmundsson (1923-2007) Helgafelli Blönduósi (23.3.1923 - 2.9.2007)

Identifier of related entity

HAH01037

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Auður Hannesdóttir (1916-1988) Blönduósi (12.8.1916 - 8.1.1988)

Identifier of related entity

HAH02213

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurgeir Hannesson (1919-2005) Stekkjardal (3.4.1919 - 8.2.2005)

Identifier of related entity

HAH01958

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhann Frímann Hannesson (1924-1997) Blönduósi og Reykjavík (18.5.1924 - 19.12.1997)

Identifier of related entity

HAH01548

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hannes Ólafsson (1890-1950) Eiríksstöðum og Kistu (1.9.1890 - 15.6.1950)

Identifier of related entity

HAH10018

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svava Þorsteinsdóttir (1891-1973) Kistu (7.7.1891 - 28.1.1973)

Identifier of related entity

HAH04998

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Svava Þorsteinsdóttir (1891-1973) Kistu

controls

Kista á Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Konkordía Steinsdóttir (1864-1931) Mýrarkoti á Laxárdal fremri og Kistu Blönduósi (11.9.1864 - 14.3.1941)

Identifier of related entity

HAH06592

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jakobína Vermundsdóttir (1891-1983) Holti og Kistu (24.6.1891 - 16.8.1983)

Identifier of related entity

HAH05256

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Guðmundsson (1888-1977) frá Holti (13.10.1888 - 20.10.1977)

Identifier of related entity

HAH04033

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðmundur Guðmundsson (1888-1977) frá Holti

controls

Kista á Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Berndsen (1889-1963) fasteignasali Kistu Blönduósi ov (17.12.1889 - 5.3.1963)

Identifier of related entity

HAH04950

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00642

Kennimark stofnunar

IS HAH-Blö

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 20.5.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir