Kista á Blönduósi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Kista á Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Sjúkraskýli 1913-1915
  • Guðmundarhús í Holti 1940

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1913 -

History

Kista á Blönduósi. Sjúkraskýli 1913-1915. Guðmundarhús í Holti 1940.
Húsið dró nafn sitt af lögun þaksins sem þótti minna á líkkistu.

Places

Blönduós gamli bærinn, við hliðina á Hillebrantshúsi

Legal status

Functions, occupations and activities

Sjúkraskýli 1913-1915

Mandates/sources of authority

Þakka þér fyrir þessa mynd. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í tiltektum þarna við Koppagötuna, þegar myndin var tekin.
Ég man ekki eftir þessum útgangi við Kistu og var þó tíður gestur þar.
Á efri hæðinni, undir kistulokinu, bjó og starfaði Gísli úrsmiður, man ekki föðurnafnið. Hjá honum var allt þakið af úrum og klukkum.
Þar var mikið klukknahljóð.
Á neðri hæðinni bjuggu Guðmundur halti Guðmundsson og Jakobína kona hans, man ekki heldur föðurnafn hennar í augnablikinu.
Þetta var allt indælisfólk.
Stofan hjá Gvendi og Bínu snéri út að blettinum milli Kistu og Samkomuhússins, Bína svaf í stofunni.
Við Koppagötuna, vinstra megin við innganginn, svaf Gvendur, undir glugganum sem þar sést.
Þetta skipulag hjónanna byggðist á því að Bína þoldi illa ónæðið sem var af viðskiptavinum Gvendar.
Viðskipti hans voru altöluð, en aldrei tókst að hanka gamla manninn, þrátt fyrir margar tilraunir. Kannski ekki allar í mikilli alvöru.

Við Guðmundur vorum miklir mátar, hann orðinn gamall maður, ég kannski 8-15 ára.
Hann kenndi mér að tefla skák og ég var skákmeistari þrjú ár í röð í Versló eftir að ég var kominn suður.
Í alla vega fimm sumur vorum við ásamt Hjálmari Eyþórssyni seinna yfirlöggu veiðifélagar.
Við veiddum í silunganet í sjónum og lögðum á klöppum milli sands og gömlu bryggjunnar.
Netin voru lögð á fjöru og síðan vitjað um á fjöru. Annars átu fuglarnir aflann, ef einhver var.
Aflinn var sjóbleikja, besti matfiskur í heimi, mest þriggja til fimm punda, og einstaka lax, sem var til leiðinda, skemmdi netin.
Sjóbleikjan er í ósum Laxár á Ásum, Vatnsdalsár og víðar. En rataði ekki svo ég muni upp í Blöndu, bara að bryggjunni.
Þessi veiðiskapur okkar þriggja þýddi að við urðum að vakta netin tvisvar á sólarhring eftir sjávarföllum, og vorum kátir með það!
Okkur skorti ekki kaupendur að aflanum, það voru einstaklingar/heimili og gististaðirnir.

Annars góðar kveðjur norður,
Herbert.

Internal structures/genealogy

1916 og 1920- Sigurður Berndsen kaupmaður f. 17. des 1889 d 5. mars 1963, maki; Margrét Pétursdóttir f. 2. ágúst 1893 d. 11. nóv. 1965. Berndsenhúsi 1920. Rvík. ,,Var hann óþokki ?” eftir Braga Kristjóns.
Börn þeirra;
1) Ewald Ellert (1916-1998). Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Guðný (1922). Var í Bergstaðastræti 8 a, Reykjavík 1930.
3) Pétur (1923-1990). Nemi í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Hafnarfirði.
4) Margrét (1927-1985). Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Brynhildur Olga (1929-2010). Var í Bergstaðastræti 8 a, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945.
6) Sólveig (1936-2018). Húsfreyja og skrifstofustarfsmaður. Var í Reykjavík 1945.

1920- Sigurlína Jónsdóttir f. 11. mars 1877 d. 22. sept. 1952, gift í Berndsenhúsi 1920, (maki 1903; Sigvaldi Jónsson f. 8. apríl 1875 d. 29. jan. 1911 Hrauni Ströndum 1910).
Börn þeirra;
1) Guðrún (1905-1981) Mosfelli,
2) Sigurjón Guðbjörn (1907-1980). Bóndi á Urriðaá, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. Var á Blönduósi 1930. Var að Urriðaá 1957. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi.
3) Ína Jensen (1911-1997). Var í Reykjarfjarðarverslunarstað, Árnesssókn, Strand. 1930. Húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík. Kjördóttir Carls Friðriks Jensen kaupm. í Kúvíkum. Nefnd: Sigvaldína Jensen Sigurðardóttir í Nt.EK/ÞG

1920- býr þar Stefán G Stefánsson skósmiður.

1940- Elín Jónsdóttir f. 7. sept. 1878, d. 3. ágúst 1952, prjóna og hjúkrunarkona, óg bl. sjá Grænumýri og Zophoníasarhús 1941.

1940- Guðmundur Guðmundsson f.13. okt. 1888 d. 20. okt. 1977, maki Jakobína Sigurlaug Vermundsdóttir f. 24. júní 1891 d. 16. ág. 1983. Neðra-Holti.
Barn þeirra;
1) Ari Guðmundur (1923-2007). Var í Holti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Helgafelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Aðalbókari og skrifstofstjóri á Blönduósi, síðar skrifstofustarfsmaður í Reykjavík.

1940 og 1946- Hannes Ólafsson f. 1. sept. 1890 Eiríksstöðum, d. 15. júní 1950, áður bóndi á Eiríksstöðum, maki 27. nóv. 1915; Svava Þorsteinsdóttir f. 7. júlí 1891, d. 28. jan. 1973. sjá Brautarholt.
Börn;
1) Auður (1916-1988). Var á Blönduósi 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Sigurgeir (1919-2005). Var á Blönduósi 1930. Vann að ýmsu á yngri árum, var á sjó á Suðurnesjum, vörubílstjóri hjá hernum í Hvalfirði á stríðsárunum, rak síðar flutningabíl sem fór milli Blönduóss og Reykjavíkur, var einnig í mjólkurflutningum og á farandvinnuvélum við jarðabætur og vegagerð. Bóndi í Stóradal í Svínadal 1944-61 og síðan á nýbýlinu Stekkjardal í sömu sveit um árabil frá 1961. Sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var t.d. formaður Búnaðarfélags Svínavatnshrepps og í hreppsnefnd og fleiru. Var í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Stekkjardal.
3) Torfhildur (1921-2007). Var á Blönduósi 1930. Maður hennar 1951; Magnús Ágúst Helgason 15. sept. 1920 - 24. júní 1985. Var í Syðraseli, Hrunasókn, Árn. 1930. Bakari, síðar útsölustjóri Mjólkursamsölunnar í Vestmannaeyjum. Síðast bús. í Reykjavík. Þau skilsu.
4) Jóhann Frímann (1924-1997). Var á Blönduósi 1930. Verkstjóri í Reykjavik. Síðast bús. í Reykjavík.
Barn Torfhildar, faðir hennar Guðmundur Kristjánsson (1917-1980). Skipstjóri í Reykjavík. Var í Efstadal, Ögursókn, N-Ís. 1930.
1) Hrefna Guðmundsdóttir (1942),
Barn Auðar faðir hennar Ragnar Pálsson (1902-1972). Var í Reykjavík 1910. Loftskeytamaður á Franska Spítalanum, Reykjavík 1930. Loftskeytamaður.;
1) Iðunn Björk Ragnarsdóttir (1939-1973). Síðast bús. í Svíþjóð.

1940- Jónas Ragnar Einarsson f. 11. mars 1898 Svangrund, d. 26. ágúst 1971 sjá Fögruvelli og Hnjúka, maki; Guðrún Björnlaug Daníelsdóttir f. 11. jan. 1885, d. 17. júní 1985, frá Tungukoti.
Börn hennar með Hjálmtý Sumarliðasyni (1887-1918) fyrri manni;
1) Ámundína Klara (1912-1952). Vetrarstúlka í Mýrarhúsaskóla, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Heimili: Krossanes, Vatnsnesi. Húsfreyja á Hvammstanga.
2) Gústaf ( um 1915) dó ungur,
3) Hjálmtýr (1917-1982). Var á Krossanesi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Verkamaður í Reykjavík.
4) Hlíf Svava (1919-1992). Húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík. Var á Krossanesi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.

General context

Relationships area

Related entity

Sigurlína Jónsdóttir (1877-1952) Hrauni á Ströndum, húsk Kistu Blönduósi 1920 og 1930 (11.3.1877 - 22.9.1952)

Identifier of related entity

HAH05651

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Húskona þar 1920 og 1930

Related entity

Guðrún Sigvaldadóttir (1905-1981) Mosfelli (6.9.1905 - 1.8.1981)

Identifier of related entity

HAH04457

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar í mt 1920

Related entity

Elín Jónsdóttir (1878-1952) Hjúkrunarkona Blönduósi (7.7.1878 - 3.8.1952)

Identifier of related entity

HAH03188

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ari Guðmundsson (1923-2007) Helgafelli Blönduósi (23.3.1923 - 2.9.2007)

Identifier of related entity

HAH01037

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Auður Hannesdóttir (1916-1988) Blönduósi (12.8.1916 - 8.1.1988)

Identifier of related entity

HAH02213

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sigurgeir Hannesson (1919-2005) Stekkjardal (3.4.1919 - 8.2.2005)

Identifier of related entity

HAH01958

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jóhann Frímann Hannesson (1924-1997) Blönduósi og Reykjavík (18.5.1924 - 19.12.1997)

Identifier of related entity

HAH01548

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1913

Description of relationship

Related entity

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1913

Description of relationship

Related entity

Hannes Ólafsson (1890-1950) Eiríksstöðum og Kistu (1.9.1890 - 15.6.1950)

Identifier of related entity

HAH10018

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svava Þorsteinsdóttir (1891-1973) Kistu (7.7.1891 - 28.1.1973)

Identifier of related entity

HAH04998

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Svava Þorsteinsdóttir (1891-1973) Kistu

controls

Kista á Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1940 og 1946

Related entity

Konkordía Steinsdóttir (1864-1931) Mýrarkoti á Laxárdal fremri og Kistu Blönduósi (11.9.1864 - 14.3.1941)

Identifier of related entity

HAH06592

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Sögð hafa verið húsfreyja þar og þá líklega eftir 1920. (næstahús á undan Kistu í fasteignaskrá 1917)

Related entity

Jakobína Vermundsdóttir (1891-1983) Holti og Kistu (24.6.1891 - 16.8.1983)

Identifier of related entity

HAH05256

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1957

Related entity

Ragnar Einarsson (1898-1971) Hvammstanga (11.3.1898 - 26.8.1971)

Identifier of related entity

HAH05686

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ragnar Einarsson (1898-1971) Hvammstanga

controls

Kista á Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1940

Related entity

Guðmundur Guðmundsson (1888-1977) frá Holti (13.10.1888 - 20.10.1977)

Identifier of related entity

HAH04033

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Guðmundsson (1888-1977) frá Holti

controls

Kista á Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

þar í mt 1940

Related entity

Sigurður Berndsen (1889-1963) fasteignasali Kistu Blönduósi ov (17.12.1889 - 5.3.1963)

Identifier of related entity

HAH04950

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1916

Description of relationship

1916 og 1920

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00642

Institution identifier

IS HAH-Blö

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 20.5.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places