Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jóhann Frímann (1906-1990) skólastjóri
Hliðstæð nafnaform
- Jóhann Frímannsson (1906-1990) skólastjóri
- Jóhann Frímann Frímannsson (1906-1990) skólastjóri
- Jóhann Frímann Frímannsson skólastjóri
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
27.11.1906 - 28.2.1990
Saga
Jóhann Frímann fæddist í Hvammi í Langadal 27. nóvember 1906 og var Austur-Húnvetningur í báðar ættir.
Kennari og síldarmatsmaður á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.
Skólaárið 1953-'54 var Jóhann í ársleyfi frá skólanum og fór þá námsferð til Bandaríkjanna. Þar stundaði hann m.a. nám í ensku og uppeldis- og sálfræði við háskólana í Syracuse og Washington D.C., auk þess sem hann kynnti sér skólaog skólarekstur á ýmsum stöðum vestra.
Staðir
Hvammur í Langadal; Akureyri; Reykholt:
Réttindi
Á unglingsaldri fór Jóhann í Gagnfræðaskólann á Akureyri, sem svo hét þá, og varð gagnfræðingur 1923. Veturinn 1924-'25 sat hann í 4. bekk nýstofnaðrar menntadeildar skólans, en hvarf þaðan undir vor vegna mikils óyndis. Hins vegar tók hann sig upp um sumarið og hélt til Danmerkur, settist í lýðháskólann í Askov um haustið og var þar í tvö ár. Hann fór víða um Evrópu næstu sumur og kynntist löndum og þjóðum sér til menntunar, dvaldist t. a. m. í klausturskól anum í Clervaux í Lúxemborg sumarið 1927. Á næstu árum fór hann nokkrar kynnisferðir til Evrópu, m.a. til Sovétríkjanna árið 1933, en það þótti tæpast heiglum hent á þeim árum. Hann naut þess að láta mennta- og menningarstrauma samtímans leika um sig, haldinn ríkri þrá eftir frjórri og heilbrigðri lífsnautn. Hann var alla tíð hrifnæmur og jákvæður gagnvart stefnum, hugmyndum og hugsjónum, en beitti þó jafnan á þær skarpri dómgreind sinni. Hann gleypti ekkert hrátt eða heilt, játaðist engu óséðu, heldur lagði á það mat eigin skynsemi, valdi síðan eða hafnaði.
Starfssvið
Haustið 1927 kom Jóhann aftur heim til Íslands, og atvikin höguðu því svo, að hann settist að á Akureyri. Iðnaðarmenn á Akureyri undirforystu eldhugans Sveinbjarnar Jónssonar fengu hann til liðs við sig með því að gerast kennari við Iðnskóla Akureyrar, en skólinn var um þær mundir að flytjast af hrakhólum inn í nýtt hús, sem Iðnaðarmannafélagið hafði reist yfir hann við Lundargötu. Næsta haust, 1928, varð Jóhann svo skólastjóri Iðnskólans og hélt þeirri stöðu til 1955, að undanteknum tveimur árum, þegar hann var skólastjóri Reykholtsskóla í Borgarfirði, eða í aldarfjórðung. Hann kom á festu í starfi Iðnskólans og hóf hann til vegs og virðingar með víðsýni, hjartahlýju og skörungsskap, til ómældra hagsbóta fyrir iðnað og iðnaðarmenn á Akureyri, hinum hraðvaxandi iðnaðarbæ. Jafnframt vann hann mikið að stéttarlegum málefnum iðnaðarmanna, vart. a. m. kosinn í bæjarstjórn af sérstökum lista þeirra árið 1934 og var bæjarfulltrúi til 1938. Iðnaðar mannafélag Akureyrar kaus Jóhann heiðursfélaga sinn árið 1956.
Lagaheimild
Jóhann Frímann var víðlesinn og vel heima í íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum, og bókmenntun frændþjóða okkar og hafði tilvitnanir í þær á hraðbergi. Hann var ritsnjall og flugmælskur, og það gustaði af honum í ræðustól. Ef til vill verður hann nemendum sínum og okkur samkennurum hans minnisstæðastur, þegar hann talar blaðalaust af hita andagiftar og innblásturs. Hann fór þá oftar en ekki á kostum myndauðugs og glæsilegs máls og hreif þá áheyrendur sína með sér á fluginu yfir heim og himin.
Jóhann var skáld gott, þótt hann sinnti því ekki sem skyldi og léti önnur verk sitja fyrir lengst af. Tvær ljóðabækur sendi hann þó frás ér, Mansöngva til miðalda (1929) og Nökkva og ný skip (1943). Sæg söngtexta samdi hann við kórlög. Leikrit hans, Fróðá, kom út 1938, en það var sýnt á sviði bæði hjá Leikfélagi Akureyrar og Leikfélagi Reykjavíkur og var þar að auki flutt í útvarp. Þá fékkst Jóhann nokkuð við þýðingar á sögum og ljóðum úr erlendum málum.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Guðmundur Frímann Björnsson 21. október 1847 - 26. ágúst 1935 Bjó í Hamrakoti og síðar í Hvammi í Langadal frá 1877, var þar 1930. Bóndi á Móbergi og í Hvammi í Langadal, A-Hún. og seinni kona hans 21.8.1897; Valgerður Guðmundsdóttir 30. maí 1866 - 3. mars 1949 Húsfreyja í Hvammi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Móbergi í Langadal, A-Hún.
Fyrri kona Frímanns 7.10.1869; Solveig Jónsdóttir 18. mars 1836 - 19. maí 1894 Var fósturbarn í Neðstabæ í Höskuldsstaðasókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Hvammi í Langadal, húsfreyja þar 1880.
Systkini Jóhanns;
1) Jóhanna Guðrún Frímannsdóttir 16. desember 1871 - 28. maí 1952 Húsfreyja á Spítalastíg 1 a, Reykjavík 1930. Barnabarn: Sverrir Erlendsson. Húsfreyja í Ráðagerði, Gerðahr., Gull. Móðir hennar bm Frímanns; Helga Eiríksdóttir 29. október 1841 - 6. ágúst 1913 Húsfreyja á Stóra-Bergi í Höfðakaupstað. Var í Neðstabæ, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1845. Maður Helgu 21.11.1884; Hjörtur Jónasson 2. júní 1842 - 25. apríl 1924 Var í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Húsmaður á Urðarbaki, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Sjómaður á Stóra-Bergi í Höfðakaupstað 1901. Dóttir þeirra Guðný Ragnhildur Hjartardóttir (1884-1956) kona Jakobs Lárussonar í Litla-Enni.
Maður Jóhönnu; Ófeigur Ófeigsson 23. ágúst 1858 - 31. maí 1942 Húsbóndi á Spítalastíg 1 a, Reykjavík 1930 og á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Sonur Þeirra Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður.
Systkini Jóhanns samfeðra með fk.
2) Ingibjörg Sigríður Frímannsdóttir 13. apríl 1871 - 22. maí 1953 Yfirsetukona í Finnstungu, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Ljósmóðir á Sauðárkróki 1930.
3) Jóhann 16.12.1871
4) Guðný Pálína Frímannsdóttir 28. júlí 1872 - 17. desember 1964 Húsfreyja í Brautarholti á Blönduósi 1930 og 1951 maður hennar 1.10.1895; Einar Pétursson 19. nóvember 1872 - 7. júní 1937 Bóndi í Hólabæ og Brautarholti Blönduósi.
5) Björn Frímannsson 10. desember 1876 - 12. október 1960 Smiður á Sauðárkróki. Smiður á Sjávarborg í Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Heimili: Sauðárkrókur. Ókvæntur og barnlaus.
6) Stúlka Frímannsdóttir 19. janúar 1879 - 19. janúar 1879 Andvana fædd.
7) Anna Frímannsdóttir 5. september 1880 Var í Hvammi, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Hjú í Finnstungu, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Var á Sauðárkróki 1910.
Systkini sammæðra;
8) Halldór Guðmundsson 11. september 1886 - 23. september 1980 Fyrrverandi bóndi á Grettisgötu 57, Reykjavík 1930. Bóndi í Hvammi í Langadal. Var í Efri Lækjardal, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi. Kona hans 14.4.1915: Guðrún Bjarnadóttir 29. júlí 1875 - 3. ágúst 1967 Húsfreyja á Grettisgötu 57, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Efri-Lækjardal , þau skildu. Barnsfaðir hennar Bjarni Magnússon 20. mars 1863 - 22. desember 1945 Bóndi og smiður á Ormsstöðum á Skarðsströnd, Dal. 1899-1909. Járnsmiður í Stykkishólmi 1930. Fangavörður og járnsmiður í Stykkishólmi, Snæf. 1920. Þeirra barn Jakob Benedikt Bjarnason (1896-1984) Síðu. Sambýliskona Halldórs; Björg Benediktsdóttir 13. janúar 1894 - 20. nóvember 1991 Húsfreyja í Efri Lækjardal, Engihlíðarhr., A-Hún. Var þar 1957.
Alsystkini Guðmundar;
9) Guðmundur Frímannsson 28. maí 1892 - 30. nóvember 1918 Var í Hvammi, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Bóndi og kennari í Hvammi í Langadal og á Stóru-Giljá í Torfalækjarhr., A-Hún. kona hans 13.7.1913; Jósefína Erlendsdóttir 2. nóvember 1894 - 19. nóvember 1937 Húsfreyja og saumakona á Sauðárkróki. Var í Reykjavík 1910. Seinni maður hennar 5.11.1919; Jóhannes Friðrik Hansen 17. janúar 1891 - 27. mars 1952 Bóndi í Garði í Hegranesi, Skag. Kennari, vegaverkstjóri, oddviti og skáld á Sauðárkróki.
10) Kristín Frímannsdóttir 5. júní 1895 Dó ung.
11) Bjarni Óskar Frímannsson 12. mars 1897 - 10. nóvember 1987 Bóndi á Efri-Mýrum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi og oddviti á Efri-Mýrum í Engihlíðarhr., A-Hún., síðast bús. í Keflavík. Kona Bjarna Óskars 8.12.1921; Guðný Ragnhildur Þórarinsdóttir 21. október 1900 - 27. júlí 1976 Húsfreyja á Efri-Mýrum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Efri-Mýrum í Engihlíðarhr., A-Hún., síðast bús. í Keflavík.
12) Hilmar Arngrímur Frímannsson 21. júní 1899 - 13. júní 1980. Var í Hvammi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Fremstagili í Langadal. Kona hans 23.5.1936; Jóhanna Birna Helgadóttir f. 12.6.1911 - 21.12.1990.
13) Halldóra Sigríður Frímannsdóttir 4. janúar 1902.
14) Guðmundur Frímann Frímannsson 29. júlí 1903 - 14. ágúst 1989 Húsgagnasmiður á Akureyri 1930. Kennari, húsgagnasmíðameistari, bókbindari og rithöfundur á Akureyri, síðast bús. á Akureyri. Kona hans 1930; Ragna Sigurlín Jónasdóttir Frímann 15. desember 1911 - 27. mars 1983 Ljósmyndari á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.
Kona hans 27.7.1929; Sigurjóna Pálsdóttir 17. júní 1909 - 24. maí 1981. Húsfreyja á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.
Börn þeirra;
1) Valgarður Frímann Jóhannsson 6. mars 1930 - 22. júní 2002. Rafvirki síðar lögreglumaður. Eiginkona Valgarðs var Theódóra Kolbrún Ásgeirsdóttir, f. 12.12. 1933, d. 24.3. 1971. Húsfreyja. Síðast bús. á Seyðisfirði.
2) Guðlaug Sigyn Frímann Jóhannsdóttir 22. des. 1934 - 1. nóv. 2008. Húsfreyja og verkakona á Akureyri. Maður hennar 1955; Gunnar Hólm Randversson, f. 31. maí 1931 í Ólafsvík, d. 13. mars 2000 á Akureyri, lögregluvarðstjóri á Akureyri. Þau skildu 1992 og bjó Sigyn ein eftir það.
3) Bergljót Pála Sif Frímann, f. 1. nóvember 1944. Maður hennar Þorsteinn Gunnarsson Klæðskerameistari.
Almennt samhengi
Þegar Gagnfræðaskóli Akureyrar var stofnaður árið 1930, fékk hann húsnæði í húsi Iðnaðarmannafélagsins og nýtti kennslustofur Iðnskólans á daginn, en á þeim árum og lengi síðan var Iðnskólinn kvöldskóli. Skólarnir höfðu ekki aðeins sameiginlegar kennslustofur og sameiginlega kennarastofu, heldur höfðu þeir að nokkru leyti sama kennaralið. Hélst sú skipan á Lundargötuárunum og lengi eftirað skólarnir fluttust í nýreist hús Gagnfræðaskólans við Laugargötu árið 1943. Jóhann Frímann varð fyrsti og nokkur fyrstu árin eini fastakennari Gagnfræðaskólans við stofnun hans, og þeirri stöðu hélt hann, þar til hann tók þar við skólastjórn. Þá ber þess að geta, að haustið 1939 bauðst honum skólastjórastaða Héraðsskólans í Reykholti. Hann tók því boði, en fékk stöðu sína á Akureyri geymda, ef hann kynni að vilja snúa þangað aftur, sem varð haustið 1941.
Jóhann varð fyrsti fastakennari gagnfræðaskólans við stofnun hans og nokkur fyrstu árin sá eini, og studdi skólastjóra sinn, Þorstein M. Jónsson, með ráðum og dáð í þeirri miklu hagsmuna- og réttindabaráttu, sem skólinn háði á þeim árum. Það fengu margir að reyna, eins og oft bæði fyrr og síðar, bæði samherjar og andstæðingar, að það munaði um stuðning og at fylgi Jóhanns, því að hann var í senn fljúgandi mælskur og ritfær baráttumaður og hygginn og skapheitur málafylgjumaður.
Kennslugreinar Jóhanns voru einkum stærðfræði og danska, og var hann jafnvígur á báðar og þótt fleiri væru. Dönskunemendur Jóhanns þóttu jafnan bera af öðrum um kunnáttu, þegar þeir komu í framhaldsskóla. Það var engin tilviljun, því að Jóhann var kennari af guðs náð, laginn og skilningsríkur eða eftirgangsssamur og kröfuharður, allt eftir því, hvernig í pottinn var búið hjá einstökum nemendum. Í kennslustundum hans ríkti röð og regla, vinnusemi og vinnugleði. Árangur kennslu og náms varð líka eftir því. Þó að sumum nemendum stæði stuggur af honum við fyrstu sýn, því að vissulega sópaði oft að honum í kennslustofu, leið ekki á löngu, þangað til þeim fór að þykja innilega vænt um hann. Hann varð nefnilega fljótt vinur nemenda sinna og þeir hans. Kunnátta hans og tök á námsefninu, góð yfirsýn og glögg framsetning hans vöktu líka traust nemenda á kennaranum og sjálfum sér um leið.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Jóhann Frímann (1906-1990) skólastjóri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Jóhann Frímann (1906-1990) skólastjóri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Jóhann Frímann (1906-1990) skólastjóri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Jóhann Frímann (1906-1990) skólastjóri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 22.9.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
®GPJ ættfræði
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/46458/?item_num=1&searchid=04209765277e74c4a6a748b6415d4b4fdfd70652