Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Hurðarbak Torfalækjarhreppi
Hliðstæð nafnaform
- Urðarbak
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
[1300]
Saga
Hurðarbak I og II. [Urðarbak]. Bærinn stendur austanvert við Miðás á svokölluðum Bæjarás. útsýn til vesturs takmarkast af Miðás og Holtsbungu. Jörðin er víðáttumikil, mest mýrlend. Austurmerkin eru frá Deildartjörn út að Laxá í Ásum, en hún ræður merkjum að norðan. Rétt ofan við merkin við Holt er Langhylur, sem var og er frægur veiðistaður. Jörðinni var skipt í tvennt 1966 og stofnað nýbýlið Hurðarbak II.
Hurðarbak I. Íbúðarhús byggt 1937 og viðbygging 1967, 195 m3. Fjós 1930 úr torfi og grjóti fyrir 9 gripi. Fjárhús úr torfi og grjóti yfir 210 fjár. Hlaða 120 m3 Votheysturn 40 m3. Geymsla 60 m3. Tún 14,1 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.
Hurðarbak II; Fjárhús yfir 175 fjár. Hlaða 545 m3. Geymsla 343 m3. Tún 21,6 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.
Staðir
Torfalækjarhreppur; Miðás; Bæjarás; Grensás; Holtsbunga; Deildarlækur; Deildartjörn; Laxá á Ásum; Holt; Langhylur; Leirvík; Meðalheimur; Brúarlækur; Hrísholt; Þingeyrarklaustur:
Réttindi
Jarðardýrleiki xx € og so tíundast tveim tíundum, presti og fátækum. Eigandinn er kóngl. Majestat, og liggur jörðin til þíngeyraklausturs. Ábúandinn ekkjan Þórdís Steffánsdóttir.
Landskuld i €. Betalast í sauðum í kaupstað ef til eru, ella í prjónlesi eður vaðmáli heim til Þíngeyra, og þetta hefur varað síðan lögmaðurinn Lauritz Gottrup viðtók, en áður
var landskuld úttekin í fardögum og galst oftast í sauðum þá til voru. Leigukúgildi vi. Leigur betalast í smjöri ef til er, ella því sem ábúandi megnar. Kvaðir eru: Tveir hríshestar heim til klaustursins, það hefur lögmaðurinn í nokkur ár umliðið þótt ei hafi goldist. Önnur kvöð, för til veiða í Lánghyl einn dag um sumar. Kúgildin standa í xv ár óuppbætt.
Kvikfje ii kýr, i kálfur, xxxvi ær, iii sauðir tvævetrir, xi veturgambr, xx lömb, i hestur, i hross með fyli. Fóðrast kann iii kýr, xx lömb, xxx ær, ii hestar. Torfrista og stúnga lítt nýtandi.
Rifhrís til eldiviðar, nýtist enn til kola. Laxveiðivon sem áður er sagt um Orrastaði. Engjar öngvar að telja. Haga þarf um vetur af öðrum að þiggja. Vetrarríki meir en annarstaðar hjer í sveit. Vatnsból allilt so valla verður að notum. Kirkjuvegur nær ófær að þíðri jörðu.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
<1890- Guðmundur Guðmundsson 13. október 1888 - 20. október 1977 Bóndi í Holti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Kistu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bóndi í Neðra-Holti. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Kona hans; Anna Sigríður Guðmundsdóttir 25. apríl 1845 - 30. mars 1928 Var á Stafni, Hofssókn, Skag. 1845. Vinnukona á Ytriey, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Vinnukona á Gunnsteinsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Hólabæ í Langadal 1880. Húsfreyja að Hurðarbaki og Holti á Ásum. Húsfreyja í Holti, Blönduóssókn, Hún. 1901.
<1901 og 1920> Magnús Magnússon 3. okt. 1856 - 11. ágúst 1909. Bóndi á Hurðarbaki á Ásum, Torfalækjarhr., A-Hún. Var í Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1860. Kristín Eiríksdóttir 10. nóv. 1869 - 7. júlí 1924. Húsfreyja á Hurðarbaki á Ásum, Torfalækjarhr., A-Hún. Ekkja þar 1910 og 1920.
1933-1955- Sigurfinnur Jakobsson 2. nóv. 1891 - 21. feb. 1987. Tökubarn í Flögu, Undirfellssókn, Hún. 1901. Húsmaður á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hurðarbaki. Síðast bús. í Reykjavík og kona hans 15.4.1928; Björg Karólína Erlendsdóttir 4. júlí 1899 - 4. nóvember 1991 Húskona á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja að Hurðarbaki, Torfalækjarhr., A-Hún. Síðast bús. í Skeiðahreppi. Erlendarhúsi Blönduósi 1901.
1955-1966- Jakob Sigurfinnsson 7. feb. 1935 - 27. mars 1966. Bóndi að Hurðabaki, Torfalækjarhreppi. Ókvæntur.
1966- Björn Sigurfinnsson 29. mars 1933 - 22. mars 1987 Var að Hurðarbaki í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Kona Björns 22.6.1963; Guðrún Anna Pálsdóttir 24. september 1943 - 6. september 2014 Var í Hvassafelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Hurðabaki á Ásum, síðar saumakona á Blönduósi, starfaði síðar við umönnun í Reykjavík.
Almennt samhengi
Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Hurðarbaki í Torfalækjarhreppi.
Að austanverðu ræður Laxá, frá grasþúfu þeirri á Grensás sem skilur lönd Holts og Hurðarbaks, og fram að Deildarlæk. Ræður hann þá merkjum að sunnan vestur í Deildartjörn og tjörnin vestur í Leirvík þá, sem er í útnorðurhorni hennar. Að vestan er landamerkjalínan milli Hurðarbaks og Meðalheims bein stefna sunnan frá leirvíkinni í Deildartjörn norður, austan undir Miðás, í grjótvörðu á litlu holti skammt fyrir sunnan Brúarlæk, og frá vörðunni sömu stefnu í lækinn. Að norðan meðfram Holtslandi, úr Brúarlæk austur í vörðuð á Hrísholti og þaðan beint austur í fyrrnefnda grasþúfu á Grensás.
Hvammi, 25 apríl 1884
B. G. Blöndal
umboðsmaður Þingeyrarkl.jarða.
Lesið upp fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Torfalæk, 29. maí 1884, og innritað í landamerkjabók sýslunnar No. 2, bls. 2b
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 27.3.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Jarðabók Árna Magnússonar 1706. Bls 320
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók sýslunnar No. 2, bls. 2b
Húnaþing II bls 273