Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Hólanesshúsin Höfðakaupsstað
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1733 -
Saga
Árið 1877 þegar Fr. Hillebrandt eldri lét reisa verslunarhús á Blönduósi, stóð verslun hans á Hólanesi fremur höllum fæti. Sonur hans og nafni var þá verslunarstjóri á báðum stöðum. Fr. Hillebrandt eldri hafði upphaflega stofnað verslunina árið 1835 á Hólanesi ásamt Ferdinand Bergmann. Hólanesverslun var fyrsta beina samkeppnisverslunin við Húnaflóa við gömlu Skagastrandarverslunina. Mjög stutt var á milli þeirra, þótt venja hafi verið að tala um „Hólanes og Höfða" sem tvo aðskilda verslunarstaði. Gamli verslunarstaðurinn á Skagaströnd var ýmist nefndur eftir Spákonufellshöfðanum eða sveitinni. Brugðust Skagastrandarmenn þá illa við nágrönnum sínum, en gátu þó ekki hindrað það að þeir fengju verslunarleyfi. Hólanesverslunin þótti ganga vel framan af og þótti jafnvel betri en Skagastrandarverslunin.
Árið 1850 gekk Bergmann út úr fyrirtækinu og Hillebrandt eignaðist það einn. Sama ár þurfti hann að taka lán til að halda verslun sinni gangandi og var þá einnig kominn með útibú í Reykjafirði. Rúmum áratug seinna, veturinn 1862, birtist frétt í Þjóðólfi þess efnis að „Hildebrandt á Skagaströnd" hefði selt bú sitt gjaldþrota í Kaupmannahöfn. Þetta mun þó ekki vera rétt. Þennan vetur varð Skagastrandarverslun aftur á móti gjaldþrota. Það voru „Sören Jacobsens sönner" sem boðnir voru upp, og Gudmann kaupmaður á Akureyri keypti verslun þeirra.
Um þetta leyti þurfti Hillebrandt hins vegar að taka stórt lán í Danmörku til að halda sinni verslun gangandi, og var umboðsaðili lánardrottinsins þar J. Chr. V. Bryde. Þar er kominn sá hinn sami og átti seinna eftir að lána Hillebrandt umtalsverðar fjárhæðir. Þetta er einnig sá sami sem lét honum í té verslunarlóðina á Blönduósi, þar sem Hillebrandtshúsið stendur nú. Kaupmaðurinn Fr. Hillebrandt eldri, bjó alla tíð í Kaupmannahöfn og hafði verslunarstjóra yfir versluninni á Íslandi. Sonur hans og nafni, sá Hillebrandt sem Húnvetningar þekktu, mun fyrst hafa komið til Íslands um 1860. Kom hann oft eftir það, oftast bara yfir sumartímann. Frits Berndsen kaupmaður í Karlsminni, sem var skammt frá verslunarstaðnum á Skagaströnd, þekkti Hillebrandt yngra vel. Frits var beykir hjá Skagastrandarverslun þegar hann dvaldi hér mikið á sumrin og segir að Hillebrandt hafi þar löngum verið „en ugelig gjest".
Árið 1866 hjálpaði faðir hans honum til að koma á fót verslun í Kaupmannahöfn, en hún gekk ekki lengi. Árið 1874 setti Hillebrandt eldri son sinn sem verslunarstjóra Hólanesverslunar sinnar. Þá hafði þáverandi verslunarstjóri látist. En í millitíðinni „lánaði" Bryde kaupmaður einn starfsmanna sinna frá Borðeyri, J.G. Möller, þar til Hillebrandt yngri kom til landsins. Bróðir hans Konráð kom einnig til Hólaness, var þar í tvö ár og stytti sér svo aldur. Þriðji bróðirinn, Julius Hillebrandt, mun einnig hafa komið til landsins. Hann var skipstjóri á einu skipa Hólanesverslunar árið 1878, en það strandaði. Hann var að sögn ólíkur bræðrum sínum og föður, glaðlegur og vingjarnlegur. Hillebrandt þótti fremur sérstakur, og hefur Magnús Björnsson frá Syðra-Hóli skráð lýsingu á honum: Hár maður, grannur, útlimalangur, hendur stórar. Allur hrikalegur. Ljóshærður? Ljóst skegg (alskegg). Stórskorinn í andliti og óaðlaðandi, enda mállaus (talaði dönsku alla tíð). Prúðmenni í framgöngu og mesta góðmenni, en drykkfeldur mjög; drakk oft einn. Mjög illa við, að menn hans drykkju. En er hann trúlofaðist og giftist Lucindu Thomsen hætti hann að drekka og varð sem nýr og betri maður þá tíð sem þau nutust.
Við fráfall hennar hvarf lífshamingja hans á ný; hneigðist hann þá enn meir til drykkjuskapar og lifði ekki glaðan dag úr því. Ári eftir að þau giftu sig lést Lucinda af barnsförum, í janúar 1877. Næsta vor reisti Hillebrandt verslunarhúsið á Blönduósi. En ekki var liðið ár þegar kaupmennirnir Munch og Bryde keyptu Hólanesverslunina með öllu tilheyrandi, bæði á Hólanesi, Blönduósi og Borðeyri, auk tveggja skipa og annarra lausamuna. Er ekki annað að sjá en Hillebrandt hafi skuldað þeim orðið andvirði hluta eigna sinna. Hillebrandt yngri hélt samt starfi sínu áfram sem verslunarstjóri á báðum stöðum, var mest á Blönduósi á sumrin og á Hólanesi á veturna.
Magnús Björnsson á Syðra Hóli segir svo frá þessari sölu: Nú skiftu þeir faðir Hillebrandt's og Bryde á Borðeyri (eigendurnir að versluninni á Hólanesi). Bryde sest á Borðeyri. Munck gyðingur keypti þá verslunina á Hólanesi og jafnframt lét hann byggja á Blönduósi verslunarhús.
Ekki er vel ljóst hvernig skilja ber viðskipti þeirra Hillebrandts og Bryde. Til er þinglýstur sölusamningur, og ekki annað að sjá en að þar sé um sölu á eignum Hólanesverslunar að ræða. Greinilegt er þó að mikil tengsl hafa verið milli Hólanesverslunar og Bryde kaupmanns, og síðan „Munch og Bryde". Ekki er þó ljóst á hvern hátt þau voru. Skulduðu Hillebrandtar þeim e.t.v. stórar fjárhæðir, og hlupu þeir þess vegna undir bagga með þeim með byggingalóðir, starfsmenn og peningalán? Munch og Bryde áttu Hólanesvershmina á Blönduósi ekki lengi. Munch keypti Bryde út árið 1881. Tveimur árum síðar var Tryggvi Gunnarsson eigandi hennar. Árið eftir keypti J. G. Möller húsið til að nota sem pakkhús með verslun sinni. Þar með lauk hlutverki hússins sem krambúðar. Lítum nánar á hina upphaflegu krambúð á verslunarstaðnum á Skagaströnd.
Staðir
Hólanes; Skagaströnd; Blönduós:
Réttindi
Sögulegt hús.
Miklar líkur eru á að Hillebrandtshús sé að stofni til sama húsið og það sem stóð á Skagaströnd og var fyrsta krambúð Félags lausakaupmanna þar. Það sem mælir með því eru í fyrsta lagi munnmælasagnirnar sem komið hafa þessari umræðu um aldur hússins af stað. Þær virðast eiga djúpar rætur í minni Húnvetninga, og elstu skjalfestu dæmin um að húsið sé mjög gamalt eru frá upphafi þessarar aldar. Þá voru enn á lífi menn sem gætu hafa munað eftir flutningnum.
Í öðru lagi er það húsið sjálft sem ber þess sterk merki að vera mjög gamalt og margt sem bendir til 18. aldar í byggingarlagi þess. Þakið gæti þó verið frá því húsið var endurreist á Blönduósi. Leifur Blumenstein hef ur mælt húsið upp og skoðað það að hluta undir klæðningu til að skoða megi grindina og annað sem mætti verða til þess að varpa ljósi á aldur og byggingarsögu hússins. Hann taldi nauðsynlegt að taka meira innanúr því og leita eftir frekari ummerkjum sem byggingarsagan hefði skilið eftir sig. í þriðja lagi ber að nefna að víðtæk heimildakönnun á frumgögnum hefur heldur ekki leitt neitt í ljós sem mælir gegn því að munnmælin um flutning eins af húsum einokunarkaupmanna frá Skagaströnd til Blönduóss geti átt við rök að styðjast. Þvert á móti bendir margt til þess að Hillebrandtshús sé eins gamalt og munmælin herma. Sögulegt gildi þessa húss er því mikið, bæði fyrir Blönduósinga og landsmenn alla. Það hefur sérstöðu á landsvísu fyrir það að vera að stofni til hugsanlega elsta timburhús landsins og í það minnsta meðal þeirra allra elstu. Það eru ekki mörg hús á landinu sem eru frá 18. öld og enn standa. Annars vegar eru það nokkur stór steinhlaðin hús. Viðeyjarstofa er þeirra elst, fullgerð 1755. Nokkur önnur timburhús frá tímum einokunarverslunarinnar á 18. öld eru einnig enn til. Aldur torfhúsa er mjög á reiki, en hugsanlega standa einhver enn sem rekja uppruna sinn aftur á þennan tíma. Þá er Hillebrandtshúsið elsta hús á Blönduósi. Það var annað húsið sem þar var reist eftir að Blönduós varð löggiltur verslunarstaður árið 1875 en verslunarhús Thomsens sem fyrst var byggt brann í byrjun aldarinnar. Hillebrandt kaupmaður var með þeim fyrstu til þess að koma upp fastaverslun í hinum nýstofnaða kaupstað Blönduósi. Verslunum í sýslunni fjölgaði nokkuð um þetta leyti og risu þrjár fastaverslanir á Blönduósi á þremur árum. Þetta var mikil breyting frá því sem verið hafði fyrr á öldinni. Þannig tengist húsið líka upphafi þéttbýlis á Blönduósi. Frederik Hillebrandt kaupmaður í Kaupmannahöfn átti verslunarhúsið sem hann lét reisa á Blönduósi, þó aðeins í tæpt ár. Sonur hans stýrði verslun hans þar þann tíma og síðan fyrir Munch og Bryde í nokkur ár. Það var því ekki lengi sem Hillebrandtarnir tengdust Hillebrantshúsinu!
En verslunarsaga hússins nær að öllum líkindum lengra aftur. Það gæti að stofni til verið ættað frá Skagaströnd. Félag lausakaupmanna reisti krambúð þar 1733. Þá var það eina timburhús þeirra á verslunarstaðnum. Tuttugu árum síðar var því breytt í „kokkhús", þegar ný krambúð var reist. Það var ekki fyrr en kom fram um miðja 18. öld, að veturseta einokunarkaupmanna fór að tíðkast, og var hún ekki gerð að skyldu fyrr en 1777. Varla er því hægt að búast við að til séu eldri hús úr timbri á íslandi en frá fyrri hluta 18. aldar.
Einnig hefur húsið gildi fyrir það hversu fá eru eftir af húsum einokunarverslunarinnar á landinu í heild. Nokkur eru á Isafirði og á Þingeyri er einnig gamalt pakkhús. Aldur þessara húsa hefur verið nokkuð á reiki, en byggingarsaga þeirra er nú í athugun hjá Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Á Hofsósi er einnig merkilegt pakkhús, stokkverkshús sem byggt var 1778. Á Eyrarbakka er annað stokkverkshús, byggt 1765. I Reykjavík standa einnig tvö hús sem rekja upphaf sitt til Innréttinga Skúla Magnússonar, en þær komust síðar í eigu einokunarkaupmanna, Aðalstræti 10 byggt 1762 og stofninn í Aðalstræti 16 mun vera talinn frá svipuðum tíma.
Byggingarsögulega er Hillebrandtshús einnig mjög merkilegt. Það er bindingshús, eða grindarhús, en flest hinna einokunarhúsanna sem enn standa eru stokkverkshús. Aðalstræti 10 er einnig bindingshús, en það er um 30 árum yngra. Einnig stendur krambúð á ísafirði frá seinni hluta aldarinnar af þessari gerð. Hillebrandthúsið er því líkega aldursforseti bindingsverkshúsanna hér á landi. Þau eru samt öll frá svipuðu tímabili, og gæti orðið áhugavert að bera þessi hús saman. Þessi aðferð við byggingar hafði mikil áhrif á íslenska húsagerð og var ríkjandi allt fram undir aldamótin 1900 er timburhúsin fóru að víkja fyrir steinsteypuhúsunum.
Full ástæða er því til að huga vandlega að framtíð Hillebrandtshúss. Það er öldungur í byggingarsögu Islendinga, minnismerki um langt tímabil í sögu þjóðarinnar auk þess að vera vísir að upphafi þéttbýlis á Blönduósi.
Starfssvið
Lagaheimild
Einokunarverslun hófst 1602, en fyrstu öldina var lítið um húsbyggingar á verslunarstöðum. Aðeins var verslað yfir sumartímann og kaupmenn höfðu ekki vetursetu. Á fyrri hluta 18. aldar var farið að reisa timburhús á mörgum stöðum, en torfhús voru samt algengari. Tekist hefur að finna lýsingar af húsum einokunarverslunarinnar á Skagaströnd frá árunum 1742, 1758, 1763, 1774, 1788, 1803 og 1817. Vitað er um að virðingar voru gerðar af þeim á árunum 1822 og 1838, en þær hafa ekki fundist ennþá. Einnig var haldið uppboð á eignunum á árunum 1840 og 1861, en sundurliðað mat á eignunum kom ekki fram þar. Elsta timburhús verslunarinnar var krambúð með vörugeymslu, byggt 1733. Arið 1753 var byggð ný krambúð, og þá var farið að nota gamla húsið sem „kokkhús" og vörugeymslu. Stærðir þess og lýsing er síðan svo að segja eins þar til 1817, sem er yngsta virðingin sem er handbær eins og er. Hér á eftir verða þessar heimildir raktar, skoðað hvernig húsinu var lýst í úttektunum eftir því sem árin liðu og hvaða eigendaskipti urðu á versluninni.
Elsta tiltæka virðingin er frá 1742. Það ár var verið að skipta um leyfishafa á einokunarversluninni. Þá var Hörmangarafélagið að taka við af Félagi lausakaupmanna. Það ár hljómaði
lýsing á krambúð verslunarstaðarins á þennan veg: Een Krambod, med Kielder Udj lengden al:20 og Udj breden al:12 og bögtt 1733. Wurderris. 250 Rd.53 Þetta ár var krambúðin eina timburhús verslunarstaðarins. Nokkur önnur hús voru þar einnig byggð af torfi og grjóti, en voru talin léleg. Þessi úttekt er gerð aðeins níu árum eftir að húsið var byggt og verður að teljast áreiðanleg heimild um byggingarárið. Það vegur þungt að einmitt þetta ár, 1733, var skipt um verslunarfélag og þeir hinir sömu væntanlega vitað byggingarár húss síns þegar það var yfirtekið af næsta leigutaka einokunarverslunarinnar.
Árið 1758 tók nýr leyfishafi við íslandsversluninni og var það Konungsverslunin fyrri. Krambúðin hafði lækkað í verði. Svo hljómar úttektin þetta ár: Een Krambod med afdeeling til Kielder, bestaaende af 10 fag udi lengden og 4 fag udi breeden og er 10 3/4 alen udi höýden, 21 alen i lengden og 12 alen i breeden er opbygt Anno 1733. Vurderes i alt for 170.
Í virðingunni kemur einnig fram að 10 árum áður, árið 1748, hafi verið reist nýtt hús þar sem í voru íbúðarherbergi fyrir starfsmenn auk sláturhúss. Þetta hús var helmingi stærra en krambúðin. Auk þess átti kaupmaðurinn tvö torfhús tilheyrandi versluninni. f lok tímabils Konungsverslunarinnar fyrri, árið 1763, voru húsin enn virt, en þá var Almenna verslunarfélagið að taka við rekstrinum. Krambúðinni hafði verið breytt í „kokkhús". Svona hljómar lýsingin árið 1763:
Kock Huuset med Kielderen indbefattet var Breeden 11 Al 13 tom Lengden 20 Al 6 tom Hoýden 10 Al 5 tom. I samme Býgning 10 fag 1 Skilderom tilligemed det Kammer til Proviant 1 Vindue til den Nord'0 Siide og 2de til den Sýnd'c Siide tilligemed Lem og behörig Dör. I den Westrc Ende var et Loftt med Skilderom af 4re fag hvor Loftet var fastsperret og tæt. I Under huuset var en brugbar Skorsteen og en veloprætted Bagerovn alt under eet Tag, vurderis j. Croner 158.
Lýsing hússins er mun nákvæmari fyrir þetta ár, en í hinum tveimur fyrri úttektum. Ekki hefur verið byggt við húsið, þótt notkun þess hafi verið breytt 10 árum áður, árið 1753. Þá var ný krambúð byggð, nokkru minni en hin fyrri. Íbúðar- og sláturhúsið og annað torfhúsanna stóðu auk þess á verslunarstaðnum þetta ár. Árið 1774 tók Konungsverslunin síðari við einokunarrekstrinum.
Matið hafði eitthvað lækkað á kokkhúsinu og þess getið að það þyrfti viðgerðar við. KockHuuset med Kielderen indbefattet, er udi breeden 11 alen, 13 tom, Længden 20 al, 6 tomer, höyden 10 al. 5 tomer, i samme bygning 10 Fag, Eet Skilderom tillige med et Kammer til Proviant, Et Vindue til den Nordre Siide, og 2de til den Sydre Siide, tillige med Lem og behörig Dör, i den Westre Ende, er et Loft med Skilderom af 4 Fag, hvor Lofttet er fast Spigret, og Tætt i underhuuset er en brugbar Skorsteen, og een Veloppretted bager Ovn, samme Huus Behöves ... Reparation, for det övrige er heele huuset..., alt under Eet tag, vurderes 120 Rdl.
Þetta ár voru þrjú ár liðin síðan nýtt sláturhús hafði verið byggt fyrir verslunina. Þarna stóðu því fjögur hús í allt; krambúð, kokkhús, gamalt sláturhús og nýtt sláturhús. Torfhúsið var horfið. Þegar einokunarversluninni lauk voru eignir hennar seldar, og hin fyrsta krambúð verslunarstaðarins var þá orðin 55 ára.
Tímabilið 1788-1877
Konungsverslunin síðari var síðasta verslunarfélagið sem hafði einkaleyfi á verslun á íslandi. Sá sem keypti verslunarhúsin á Skagaströnd var kaupmaður Severin Stiesen. Hann verslaði í samvinnu við nokkra aðra, m.a. Christian Gynther Schram og síðar J. L. Busch.
Árið 1788 var gamla kokkhúsið virt vegna sölunnar og eins var til uppskrift af dánarbúi Stiesens kaupmanns frá árinu 1803. Þessum gögnum ber saman um hvaða hús voru uppistandandi þá, og síðan var úttektinni 1788 þinglýst árið 1817 í tengslum við sölu á eignunum árið 1815 til kaupmanns J. L. Busch. Þar voru enn taldar upp sömu eignirnar. Það eru síðustu skjalfestu heimildirnar um kokkhúsið sem ég hef fundið enn sem komið er og var ástand hússins þá orðið lélegt. Dánarbúslýsingin 1803 er á þessa leið:
Det gamle Kokhus med Kjelder. Er 10Al. höýt 11 al bredt og 20 al langt, hvori et kiökken med opmuret skorsteen, ingen loft eller Gulv og ikkun enkelt tag; Stod til bogs 1788 for den Summa 129 Rd 10 sk. og overladt samme Aar for 1/3 deel som er 43Rd. 13 1/3.
Húsin fjögur sem nefnd voru 1788 stóðu enn árið 1803. Að auki höfðu verið reist tvö íbúðarhús og eitt geymsluhús úr torfi. Kokkhúsinu var lýst á þennan veg:
Gamle Kockhus med Kielder 10 al: hoit 11 alen breedt og 20 al: langt, indrettet med Kiökken og en opmuuret Skorsteen, ingen Loft eller gavl og ikkun enkelt Tag. - Dette Huus er aldeles ubrugeligt til at forware Törre Warer, og tillige noget raadent. - 129-40 Rd.
Hér var svo komið sögu að ekki var lengur hægt að geyma þurran söluvarning í húsinu og það farið að láta á sjá. Virðist einnig sem á þessum tíma hafi þakið verið einfalt. Af þessari virðingu sést einnig að a.m.k. annað íbúðarhúsanna sem nefnt var 1803, er úr torfi.
Árið 1825 keypti Gísli Símonarson kaupmaður eignirnar af ekkju J. L. Busch. Húsunum sjálfum var ekkert lýst í þinglýsingunni, en aftur á móti vísað til „Inventarforretning" frá 25. nóvember 1822. „Grundvöll höndlunarhúsanna" eignast Gísli síðan árið 1829 og keypti hann af Ch. G. Schram. Þessi úttekt 1822 hefur því miður ekki varðveist. Sama ár og Gísli keypti verslunina af ekkju Busch, seldi hann Sören Jacobsen kaupmanni helming allra eignanna. Tíu árum síðar keypti Gísli hinn helming eignanna af honum, og átti því verslunina einn árið 1835. Sören dó nokkrum árum síðar og árið 1840 fóru eignirnar á uppboð í Kaupmannahöfn á vegum ekkjunnar. Þar keyptu synir hennar tveir verslunina, Severin og Johan Christian Jacobsen. í veðmálabókum hér á landi hefur útdrætti úr uppboðsgögnunum verið þinglýst, en þar kemur ekki fram aðgreining húsanna, heldur einungis að allt hafi verið selt. Vonir stóðu til að mögulegt yrði að fá fyllri upplýsingar um þetta atriði úr frumritum uppboðsgagnanna í Kaupmannahöfn. En því miður eru þar allar eignirnar boðnar upp í einu og ekki getið um hversu mörg hús er að ræða eða eins og þar segir: „Handels Establishement paa Skagestrand, Island, med tilhörende Huse og Inventarium".
Árið 1854 seldi ekkja annars bróðurins hinum bróðurnum sinn helming eignarinnar og þá eignaðist J. Ch. Jacobsen verslunina einn og rak hana undir nafninu „Sören Jacobsens Sönner". Ekki hefur honum haldist nógu vel á versluninni því nokkrum árum síðar var enn haldið uppboð í Kaupmannahöfn og eignirnar slegnar Carl Frederik Magnus Gudmann. Þar fékk hann allar eignirnar, allt múr- og naglfast auk lausra muna. Skömmu áður hafði Jacobsen þó fengið J. Holm til að gerast meðeiganda með sér. í uppboðsgögnum í Kaupmannahöfn er ekki að finna nánari aðgreiningu húsanna, heldur hefur allur verslunarstaðurinn verið boðinn upp sem ein heild eins og gert hafði verið fyrr á öldinni.
Í maí árið 1875 keypti síðan Carl Julius Höephner kaupmaður í Kaupmannahöfn Skagastrandarverslun af Gudmann. Þar með hefur kokkhúsið væntanlega komist í eigu Höephners kaupmanns.
Kokkhúsið horfið?
Árið 1878 var farið að virða hús verslunarstaða landsins í tengslum við ný skattalög. Þar má því sjá yfirlit yfir hvaða hús stóðu á þessum stöðum frá og með því ári. Sá hluti skýrslugerðarinnar sem varðveist hefur úr Húnavatnssýslu er ekki mjög ítarlegur, en „kokkhús" er ekki nefnt sem eitt af húsum Skagastrandarverslunar það ár.
Skattalögin voru sett í lok ársins 1877 og voru tveir menn útnefndir til að meta verslunarhúsin í Húnavatnssýslu. Matsmennirnir sendu sýslumanni skýrslu og sendi hann síðan helstu niðurstöður hennar áfram til landshöfðingja ásamt reikningi fyrir kostnaði. Því miður virðist þessi skýrsla matsmannanna vera með öllu glötuð, bæði það eintak sem matsmennirnir sendu sýslumanni og sú uppskrift sem skráð hefur átt að vera í dómabók sýslunnar.
Dómabókin 1877-1879 er eina dómabókin sem glatast hefur úr skjalasafni sýslumanns Húnavatnssýslu. Það gerðist fyrir mörgum áratugum, jafnvel þegar um miðja öldina eða á fyrri hluta hennar. Vegna málareksturs sem varð milli sýslumanns og umboðslegrar endurskoðunar á árunum 1879 til 1881 vegna þessa mats, sendi sýslumaður þó frá sér ítarlegri skýrslu en áður um húsin á verslunarstöðum sýslunnar, þar sem hvert hús er talið upp með nafni og getið virðingarverðs þess. Því miður voru stærðir þeirra ekki tilgreindar. Þó má sjá að sex hús tilheyrðu Skagastrandarversluninni þetta ár. Það voru íbúðarhús, sláturhús, sölubúðarhús, timburhús, kornhús og assistentshús.
Í endurminningum Skagstrendingsins Péturs A. Ólafssonar, er að finna lýsingu á þorpinu frá uppvaxtarárum hans. Pétur fæddist árið 1870 og bjó á Skagaströnd til 1883. Hann segir: í norðurkrika víkurinnar, syðst í túnfætinum, voru verslunarhúsin og íbúðarhúsið gamla, öll lágveggja með háu risi og tjörguð utan. Þegar ég man fyrst eftir voru það 5 stór hús og byrjuðu frá vestri með íbúðarhúsinu sem var austan undir svokölluðum Einbúa en hann er hamranábúi um 12 m hár og álíka að þvermáli, mjókkandi upp með grasi þöktum fleti efst og einstigi upp, aðeins að vestanverðu. Af íbúðarhúsinu tók við mjótt sund upp á túnið og vestur á Höfðann, þar næst samfelld bygging, beykisbúð, sölubúð og geymsla. Samhliða þessum byggingum en nokkru austar var geymsluhús og svokölluð Assistentastofa þar á milli. Frá geymsluhúsinu var breitt hlið og síðan rimlagirðing að Einbúanum. Myndaðist þannig innilokað port í ferhyrningnum milli bygginganna og Einbúans. Portið notuðu viðskiptamenn í verslunartíðinni til að leysa og binda bagga sína ...
Ekki er minnst á „kokkhús" í þessari upptalningu, og eru húsin sex eins og í húsaskattsskýrslunni 1879. Þau hafa þá eftir því sem Pétur segir verið fimm stór hús og svo væntanlega geymsla til viðbótar, því hann telur upp sex hús í lýsingu sinni. Beykisbúðin gæti þá verið það sem nefnt er sláturhús í húsaskattsskýrslunni, og timburhúsið og kornhúsið gætu verið þessar tvær geymslur sem nefndar eru í sömu skýrslu. Af þessu að dæma er kokkhúsið farið frá Skagaströnd 1879. Torfhúsin eru líka horfin. Samkvæmt því virðast a.m.k. tvö ný verslunarhús Skagastrandarverslunar hafa verið reist á þessu 60 ára tímabili, frá 1817-77. En til að segja til um þetta með fullri vissu þyrfti frekari heimildir frá þessum árum. I sömu húsaskattsskýrslu segir fyrir þetta ár, 1879, að kaupmennirnir Munch og Bryde eigi „sölubúð" á Blönduósi, sem er það hús sem kallað hefur verið Hillebrandtshús.
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Er hús einokunarkaupmanna enn til?
Húsaflutningar á þessum tíma voru ekki nýmæli. Flest timburhús einokunarverslunarinnar voru flutt tilhöggvin til landsins, enda timbur af mjög skornum skammti hér á landi. Reki gat einnig orðið það stopull, að hann nægði ekki til halda húsum við. Menn virðast heldur ekki hafa vílað fyrir sér húsaflutninga innanlands. Sem dæmi um það má nefna að árið 1802 kom til álita að flytja öll verslunarhúsin frá Skagaströnd til Sigríðarstaðaóss við Húnaflóa. Það var ekki gert og strandaði á því að ekki hafði verið gefið leyfi til verslunar við Sigríðarstaðaós.
Fleiri dæmi má nefna um húsaflutninga á þessu skeiði. Verslunarhúsin í Hólminum við Reykjavík voru t.d. flutt tvisvar sinnum. Flutningur húsanna í sjálfu sér hefur því ekki verið álitinn hindrun og því varla erfiðara að hugsa sér það 70 árum síðar. Æthmin er að freista þess að bera saman þær upplýsingar sem hafa má úr úttektunum á húsum einokunarkaupmanna og húsið sjálft eins og það er nú á Blönduósi. Ekkert hefur enn komið fram sem mælir gegn því að hér sé um sama hús að ræða, þótt óneitanlega myndi það styrkja niðurstöðuna betur ef nokkur möguleiki væri á að finna úttektir frá árunum 1822 og 1838. Það er því einnig ljóst að athugunin á húsinu sjálfu vegur mjög þungt í því hvort úr því verður skorið með vissu að hér sé um sama hús að ræða. Leifur Blumenstein byggingarfræðingur gerði athugun á húsinu vorið 1990 og síðan uppmælingu og nánari skoðun sumarið 1992, og er hér byggt á skýrslu hans og teikningum með upplýsingum og greiningu á húsinu eins og það er nú.
Ljóst er að grunnstærðir Hillebrandtshússins á Blönduósi, lengd og breidd, eru hinar sömu og á kokkhúsi Skagastrandarkaupmanna. Við athugun á húsum einokunarverslunarinnar á öllu landinu fyrir árið 1742 kom einnig í ljós að ekkert annað hús hefur sömu mál og þessi krambúð á Skagaströnd. Alls voru verslunarhúsin þá 89 talsins, og nokkur hluti þeirra torfhús. Krambúðirnar voru þó alltaf úr timbri.
Uppbygging grindar hússins og fjöldi sperra er annað sem hægt er að bera saman. I úttektunum frá Skagaströnd er húsið alltaf talið 10 fög að lengd. Ekkert segir um sperrufjöldann. Blönduóshúsið er með 10 sperrum og með 9 bilum milli þeirra. Sperrurnar eru merktar frá 1-10. Nokkurt álitamál hefur verið talið hvort orðið fag í þessum lýsingum á bindingsverkshúsum 18. aldar merki stafgólf (sperra og bil) eða þann fjölda sperra sem húsið er reist úr.
Eftir athuganir á notkun þessa hugtaks í lýsingum á byggingum fyrri tíma virðist ljóst að um hvort tveggja getur verið að ræða. I áðurnefndri úttekt fyrir alla einokunarverslunina árið 1742 er sperrufjöldinn því sem næst aldrei nefndur, einungis hversu mörg fög húsið var, og því er erfitt að segja til um orðanotkunina. Þó er þetta tekið fram á verslunarstaðnum á Hofsósi. Þar var talað um 8 faga hús með 9 sperrum. Virðingarmennirnir voru hins vegar jafnmargir kaupstöðunum og því erfitt að segja til um þetta almennt út frá úttektunum eingöngu. Samanburður á hugtakanotkun er helst mögulegur þar sem hægt er að bera saman húsin sjálf við skriflegar lýsingar af þeim. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hefur komist að því með þau 18. aldar hús sem hann hefur séð um endurgerð á að báðar aðferðirnar hafi verið notaðar til að lýsa þakgrind húsa þessa tíma. Byggir hann skoðun sína á samanburði á skriflegum úttektum og athugunum á sömu húsum. Dæmin sem hann tekur eru af Viðeyjarstofu, Hóladómkirkju og Nesstofu. ...
Í íslenskum úttektum frá 18. öld, skrifuðum á dönsku, merkti orðið „fag" ýmist fjarlægð milli stólpa eða sperra (þ.e. stafgólf) eða „sperrufag" (d. spærfag, þ.e. tvö sperrutré, loftbiti og hugsanlega skammbiti og skakkslár)...
Í úttekt Viðeyjarstofu (1755) og Hóladómkirkju (1763) telur Þorsteinn að fag þýði „sperrufag" en í Nesstofu (1763) sé fag notað í merkingunni „stafgólf". Síðan segir Þorsteinn: Séu þessi dæmi höfð í huga, þykir mér hvort tveggja koma til greina, að þýða svohljóðandi brot úr úttekt á verslunarhúsum á Skagaströnd, dags. 6. september 1758: „Een Krambod ... bestaaende af 10 fag udi lengden", annaðhvort „Krambúð ... 10 stafgólf að lengd" eða „Krambúð ... með 10 „sperrufög"
Sömu túlkun er að finna í danskri handbók eftir Curt von Jessen og fleiri. Þar segir að bindingshúsum sé skipt upp í fög og fagið sé stólpinn og bilið á milli. Síðan segir orðrétt:
Der er selvsagt altid een binding mere end der er mellemrum mellem bindingerne, og begge begreber, binding, fag og mellemrum, benævnes alt eftir sammenhængen, som bindingsværkets fag.
Af þessu að dæma samræmist stólpa- og sperrufjöldi Blönduósshússins þeirri lýsingu sem til er af gömlu krambúðinni eða kokkhúsinu frá Skagaströnd.
Af vettvangskönnuninni að dæma, er einnig hægt að fullyrða að grind hússins er í það minnsta mjög gömul. Leifur Blumenstein sagði viðinn minna mjög á pommerska furu. Pommernplankar voru algengir á 18. öld. Þetta timbur var eftirsótt og talið mjög gott byggingatimbur. Hugsanlegt er að fá við úr húsinu aldursgreindan, en miklar samanburðarrannsóknir hafa verið gerðar á aldurshringum timburs.
Skástífurnar, eða sniðböndin, eru ekki úr sama efni og annar hluti húsgrindarinnar, líklega úr rekavið. Sniðböndin sagði Leifur gætu verið frá þeim tíma þegar húsið var reist á Blönduósi.
Auk þess benti Leifur Blumenstein á að hið reglulega byggingarlag á grindinni bendi ótvírætt til eldri tíma en yngri. Með „reglulegu byggingarlagi" sé ekki aðeins átt við að jafnt bil sé milli stoðanna. Aðalatriðið sé að gólfbitar og sperrur standist á, auk þess sem óvenju langt er á milli gólfbita, stoða og sperra, miðað við það sem seinna gerðist, eða 140 sm. Á 19. öld fór þessi regla oft að riðlast, þó hús væru sjálfsagt líka áfram byggð með jöfnu bili milli stólpanna.
Skagastrandarhúsinu er lýst sem „kramboed med kielder" og „kokkhus med kielder". Hér mun líklega vera um að ræða vörugeymslu, en ekki kjallara, sem bendir til að Skagastrandarhúsið hafi ekki verið með kjallara upphaflega. Einnig eru heimildir fyrir því að Sverrir Runólfsson steinsmiður hafi hlaðið kjallarann á Blönduósi árið 1877.
Til að kanna merkingu þessa orðs „kielder" í húsaúttektum hér á landi á 18. öld, voru bornar saman allar lýsingarnar sem finna mátti í úttektum á eignum einokunarverslunarinnar árið 1742. Alls voru það 89 hús, þar af 24 krambúðir. Langflestar þeirra voru sagðar vera með „kielder". Beinast lá við að líta svo á sem hér væri um kjallara að ræða. Svo virðist þó ekki vera, heldur vörugeymslur af ýmsu tagi. í langflestum tilvikum tengdust þær krambúðunum.
Þorri þessara lýsinga er skrifaður á dönsku. Af öllu orðalagi er ljóst að húsunum var oftast skipt upp í tvennt, t.d. krambúð og „kielder", en stundum voru einnig einhverskonar aðrar vistarverur að auki, t.d. íbúðarherbergi fyrir kaupmanninn. Annað var í syðri endanum og hitt í hinum nyðri, o.s.frv., svo augljóst er að þessar vistarverur voru á sömu hæð.
Einnig kemur fyrir að sagt er þannig frá að ljóst er að um yfirfærða merkingu er að ræða: „til saa kaldt kielder, eller Varehuus" og „er afdeelt til kiælder eller Varehuus". I nokkrum tilfellum er einnig svo frá sagt að gengið var upp tröppu úr þessum svokallaða „kielder" upp á loftið, sem oftast nær var sagt ná yfir allt húsið; búðina og „kielderen". Á Eyrarbakka er einnig talað um að í vestri enda hússins sé krambúðin og tveir litlir „kieldere" og í eystri endanum sé „Pack-kielder". Á Hofsósi byrjar úttektin á þennan veg „Kramboden og Kielderen, er eet Huus".
Af danskri orðabók frá 1820, má aftur á móti ráða að „kielder" á dönsku þýði einhverskonar kjallari. Mörg dæmi eru tekin um notkun orðsins, en sú fyrsta sem nefnd er, er í merkingunni geymslukjallari. Þannig er líklegt að merkingin hafi flust með notkuninni á rýminu upp á fyrstu hæð í íslensku einokunarverslunarhúsunum, þar sem þeir höfðu vörugeymslurnar að því er best verður séð.
Algengast er að þessir svokölluðu kjallarar tengdust fyrst og fremst krambúðum, þótt fyrir kæmi að þeir væru í öðrum húsum verslunarstaðanna. Þá voru þeir notaðir á svipaðan hátt og þegar þeir voru undir sama þaki og krambúðin. í sumum tilvikum eru lýsingar á húsunum það stuttorðar að ekki er farið út í að lýsa nákvæmri notkun húsanna. En þótt upphaflega hafi ekki verið kjallari undir húsinu á Skagaströnd, breytir það ekki því að húsið sjálft hefði getað verið flutt milli staða.
Hæð frá gólfi og upp í mæni er ekki sú sama á krambúð Skagastrandarkaupmanna og Hillebrandtshúsinu eins og það er nú. Húsið eins og það er á Blönduósi er lægra heldur en það sem lýst er í úttektum á Skagaströnd. Munar þar um það bil einum og hálfum metra. Hugsanlegt hefði verið að mæla hæðina frá mæni og niður í kjallara og þá fæst sama hæð og á Skagaströnd, en nokkuð ljóst er að ekki hefur verið kjallari undir kokkhúsinu þar. Þakinu gæti þá hafa verið breytt nokkuð við flutning, og hugsanlegt að nýtt þak hafi verið sett á það á Blönduósi. Einnig er mögulegt að þaki hússins hafi verið breytt einhverntíma á árunum 1817-1877. Yngsta tiltæka lýsing á húsinu á Skagaströnd er frá 1817 og þá er nefnt að þakið sé einfalt og húsið leki. Endurnýjun á þakinu á þessu 60 ára tímabili er frekar líkleg.
Leifur Blumenstein taldi mögulegt af útliti þaksperranna að dæma, að þær væru frá því að húsið var reist á Blönduósi. Hann nefndi timburstærðina á sperrunum sem búast hefði mátt við að væri meiri ef þær væru frá 18. öld. Einnig að búast hefði mátt við að áferð og litur timbursins væri annar ef sperrurnar væru frá þeim tíma. Leifur nefndi einnig þakhallann en hann er minni en oft var á 18. öld. Teikningar, sem Nikulás Úlfar Másson hefur gert eftir málum á þeim einokunarhúsum sem voru á landinu 1742, sýna samt að þakhallinn var mjög mismunandi, þótt brött þök hafi verið algengari en hin. Þakgerð 18. aldar timburhúsa var því síður en svo einsleit.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Skag
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 8.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Timburhús fornt – Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, Megintexti (01.01.1992), Bls. 99-133. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000537874