Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Flóðið í Vatnsdal
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
8.10.1720 -
Saga
Flóðið er stöðuvatn við mynni Vatnsdals. Í það fellur Vatnsdalsá. Vatnsfallið skiptir um nafn við Flóðið og heitir Hnausakvísl þegar það fellur úr Flóðinu. Hnausakvísl er 7 km löng og fellur til sjávar í Húnaós. Vatnasvið við Flóðið er 993 m².
Flóðið varð til árið 1720 þegar Bjarnastaðaskriða féll.
Staðir
Vatnsdalur; Bjarnastaðarskriður; Vatnsdalsá; Hnausakvísl; Húnaós; Austur-Húnavatnssýsla:
Réttindi
Starfssvið
Bjarnastaðaskriða féll 8 október árið 1720 og varð a.m.k. 5 manns að bana, skriðan stíflaði Vatnsdalsá og myndaði þar stöðuvatn sem fékk nafnið Flóðið, ekki er óalgengt að þarna falli aurskriður og sú síðasta var í ágúst 1996. Vatnsdalsár er getið í Vatnsdælu og segir þar; "Þess er getið, að veiður mikil var í Vatnsdalsá, bæði laxa og annarra fiska." Enn í dag er hún ein besta laxveiðiá landsins. Í Skriðufallinu 1720 tók af bæinn Másstaði sem kenndur var við Má son Jörundar háls sem var faðir Höllu konu Geirs goða, tæpri öld síðar, annan páskadag 1811 féll svo snjóflóð þar og tók af kirkjuna í miðri messu, var haft að orði að messa prestsins hefði verið óvenju stutt þann dag. Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er getið fjölda skriðufalla, en líklegast er þó skriðan sem skóp Hólana ein sú mesta enda eru þeir flokkaðir sem náttúruundur og eitt þriggja slíkra sem ekki verður komið tölu á hérlendis. Fyrst verið er að tala um náttúruundur í Vatnsdal verð ég að minnast á "Kattarauga" sem er eitt best varðveitta náttúruperlan í dalnum aðeins 10 mínútna akstur frá þjóðveginum og vel þess virði að skoða nánar fyrir þá sem eru á ferð. Vatnsdalsá er dragá sem safnar í sig vatni af Grímstungu og Haukagilsheiðum. Á Selfossi voru nokkrir kunnir Vatnsdælingar svosem Marteinn Björnsson, Skúli Jónsson frá Þórormstungu og Bjarni Kristinsson frá Kornsá. Þess má geta að væntanleg er bók Þorsteins J um Vatnsdalsá sem verður prýdd fjölda mynda en áin rennur í miklum gljúfrum með mörgum fallegum fossum áður en hún liðast um dalinn og endar í flóðinu, en þar skiptir hún um nafn, en áður rann hún til sjávar.
Lagaheimild
Aðfaranótt 8 október 1720 eða fyrir réttum 300 árum féll þessi mikla skriða, sem myndaði Flóðið. Mér þykir ávallt magnað að koma suður í Vatnsdalshólana, virða Vatnsdalsfjallið fyrir mér og rifja upp í huganum þær ógurlegu náttúruhamfarir, sem orðið hafa á þessu svæði, t.d. með því að ganga frá Þrístöpum, suðuraustur um hólana allt þar til sýn opnast yfir Flóðið. Raunar auðvelt að ganga allt niður í Þórdísarlund, en á þeim slóðum fæddist fyrsti innfæddi Húnvetningurinn.
Víða má finna frásagnir af þeim náttúruhamförum sem þarna hafa orðið. Hér verður Bjarnastaðaskriðan fyrst og fremst gerð að umtalsefni vegna þess að í dag er 8 október. Vissulega væri ástæða að nefna aðra mikla skriðu, Skíðastaðaskriðuna, sem féll 1545 og ég tala nú ekki um myndum Vatnsdalshólanna, en þær náttúruhamfarir gerðust líklega í lok ísaldar.
„Fáar sveitir munu hafa breyst jafn mikið og Vatnsdalurinn frá Landnámsöld,“ segir Jón Torfason frá Torfalæk í grein í bókinni Vatnsdalsá, Vatnsdalur Þing, sem bókaútgáfan Dyngja á Hofi gaf út árið 1990. Í þeirri grein segir Jón frá miklum skriðuföllum sem m.a. breyttu rennsli Vatnsdalsár.
Ólafur Jónsson, sem manna mest hefur kannað skriðuföll á Íslandi, telur upptök Bjarnastaðaskriðu í um 650 metra hæð. Farið eftir skriðuna sé um 150-200 metra breitt að ofan en um 250-300 metra breitt að neðanverð og skriðan hafi verið um 20 metra djúp að meðaltali. Norðurjaðar Bjarnastaðaskriðu hefur farið yfir Skíðastaðaskriðu í Hnausunum, en Bjarnastaðaskriða er mun stórgrýttari en hún. Að sunnan er jaðar skriðunnar auðþekkjanlegur. Skriðan hefur steypst yfir ána og fallið vestur með álmu af Vatnsdalshólunum.
Af þessari lýsingu má sjá hversu óhemju mikið framhlaup þessi skriða hefur verið, en þegar frá leið seig skriðan nokkuð. Í upphafi stíflaði hún Vatnsdalsána alveg og náði vatnið fram fyrir Hvamm í Vatnsdal og eyðilagði engjalönd margra jarða. Síðar braut vatnið sér leið yfir skriðuna þar sem áin rennur nú. Fór þá vatnið að sjatna og á þeim tæplega 300 árum sem eru síðan skriðan féll hefur framburður árinnar stækkað engjalönd og minnkað ummál Flóðsins. Flóðið er mikil náttúruperla þó þannig hafi fólk örugglega ekki litið á fyrstu áratugina eftir skriðufallið.
Skriðan fór yfir bæinn á Bjarnastöðum og dóu þar 7 manns. Sú jörð var lengi í eyði en er komin í byggð á ný árið 1752, enda mikið kapp lagt á að byggja klausturjarðir. Vatnsdalshólar voru í eyði nokkur ár eftir að skriðan féll enda hurfu öll engi jarðarinnar og tún. Á þessum tíma voru flestar jarðir á þessu svæði í eigu Þingeyraklausturs. Flestir ábúendur á jörðunum næst sunnan við skriðuna, sögðu jörðum sínum lausum enda verulega skertir búsetumöguleikar á mörgum jörðum. Þá hefur örugglega verið mikill óhugur í fólki að búa á þessu svæði fyrst eftir slíkar náttúruhamfarir. Stóð lengi í þrefi milli klausturhaldara og leiguliða um afgjald og lækkaði leigan víða um 20-30% og virtist samt æði há eftir því sem segir í samtímaheimlildum. Jafnframt var leigugjaldið eftir Þingeyraklaustursumboðið til konungs lækkað um 20 ríkisdali, sem var nálægt 10% lækkun. Umboðið átti þá um 60 jarðir í Húnaþingi.
Jón Torfason segir í sinni grein að til séu ýmis konar samtímaskýrslur um skriðufallið. Þar vitnar hann t.d. í bréf og skýrslur frá sýslumanni til amtmanna og konungs og snerta þær einkum lækkun á eftirgjaldi eftir jarðir Þingeyraklausturs sem urðu fyrir tjóni af skriðunni og vatnsflóðinu. Efnismest eru þingvitni, sem tekin voru á Sveinsstöðum dagana 10.-13. júní 1721 að boði Nielsar Fuhrmanns amtmanns og gefa glöggt yfirlit um stærð skriðunnar og dýpt flóðsins. Í þessum skýrslum er miklu máli eytt í að meta skaðann á flóðajörðunum og þrefa um afgjald og leigu, kúgildi og því um líkt, en hvergi er getið um nöfn þeirra manna sem fórust á Bjarnastöðum.
Dýpt flóðsins var mælt meðan á vitnaleiðslum stóð og segir svo í skýrslu. „Framan við klausturjörðina Hjallaland, sem er austan megin í dalnum, var á beitilandi jarðarinnar og á undirlendi hálfrar þriðju álnar djúpt vatn. Einnig á engjum jarðarinnar, sem frá fornu fari hafa legið fram á árbakkanum, var næstum þriggja álna djúpt vatn. Á öðru engi, sem liggur móts við Hvammsengi, var einnar og hálfrar álna djúpt vatn“. Þá kemur fram í skýrslunni að tveggja álna djúpt vatn var á engjum í Hvammi en ekki var hægt að mæla dýpt vatnsins á Flöguengjum því ekki var unnt að komast þar um á bát vegna grynninga.
Í skýrslunum er einnig lýst hvernig áin hefur brotið sér leið yfir skriðuna og hvernig umhorfs sé á þessu svæði þarna á vordögum eftir þetta mikla skriðuhlaup. Þar segir á einum stað: „Að vestanverðu við farveg árinnar hefur áminnst skriða hlaupið áfram yfir stærstu hóla og björg, sem frá fornu fari hafa verið kallaðir Vatnsdalshólar. Lengd skriðunnar í þá átt frá farveginum var um 279 faðmar og hefur margnefnd skriða, eftir að hún hafði fallið yfir ána þakið hólana með stórum steinum og eðju, svo mikilfenglengt ef á að horfa. Yfir að sjá lítur allt út eins og nýrunnin skriða. Hæð sumar stærstu klettanna mælt upp og niður er 20 faðmar.“ Samkvæmt þessu hefur skriðan náð um 500 m vestur fyrir núverandi farveg og hæð stærstu steinanna 30-40metra. Jóhann Gottorp sýslumaður gaf skýrslu, en hann kom á vettvang skömmu eftir að skriðan féll. Þar lýsir hann hvernig umhorfs var á þeim tíma og segir m.a. að hvorki hann né þeir sem með honum voru hefðu vogað sér út á skriðuna því hundur sem hljóp á undan þeim sökk svo djúpt í leir og eðju. Svipaða skýrslu gefur Ormur Bjarnason prestur í Steinnesi, sem reyndi að komast að bænum á Bjarnastöðum daginn eftir skriðuna. „En okkur var ógerlegt án lífshættu að komast áfram í skriðunni nema tvær til þrjár álnir fyrir leir og eðju.“ Þá voru sendir menn upp fjallið og tókst þeim með erfiðsmunum að komast það nærri að þeir gátu fullvissað sig að þar sæust engin ummerki hvorki um byggingar, menn eða skepnur.
Frásögn Magnúsar Ólafssonara á Facebook 8.10.2020
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Nat
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 18.2.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul