Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Brekka í Þingi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1950)
Saga
Fornt býli, þjóðjörð til 1915, fyrr meir klausturjörð. Bærinn stendur á lágum brekkuhjalla, vestan þjóðbegar norðvestur af Axlaröxl. Engjar að mestu ósléttar en grasgefnar, lágu vestur frá túni, nú að mestu ræktaðar. Dálitla aðild á Brekka að Áveitu Þingbúa. Beitiland er til austurs frá bænum meðfram norðurenda Vatnsdalsfjalls að mynni Sauðadals og í honum, það eru melöldur, flóar og fjallshlíðar. Beitarhús eru á Geitabóli og áður fyrr var þar stundum föst búseta. Íbúðarhús byggt 1923, 580 m3. Fjós fyrir 23 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 960 m3. Vothey 460 m3. Forn torfhús. Tún 37,7 ha.
Syðri-Brekka stendur á lágum hólkolli spölkorn vestan þjóðvegar, suðvestur frá Brekku. Tún og engjar liggja vestur frá bænum að Árfarinu og á býlið nokkurt land að áveitu. Beitiland er sameiginlegt með Brekku og vísast til þess. Jörðin er nýbýli úr Brekkulandi og byggt af þeim. Íbúðarhús byggt 1959, 533 m3. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 870 m3. Tún 40 ha.
Staðir
Sveinsstaðahreppur; Axlar- eða Brekku-kvísl; Grásteinn; Tjarnstæði; Hjallabrún; Öxlin; Vatnsdalsfjall; Hjálpargil; Gilá; Sellækjarós; Litlagilá [Litlagiljá]; Langadalsendi; Krossdalur; Skriðugil; Skriðugilsendi; Sortuvik; Brekkukvísl; Þingeyrarklaustur; Öxl; Melholt; Brekkukotslækur; Mýratún; Kindalind; Axlaröxl; Áveita Þingbúa; Sauðadalur; Geitaból;
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
1917-1962- Magnús Bjarni Jónsson 18. júní 1887 - 17. maí 1962. Bóndi á Brekku í Þingi, Hún. Bóndi þar 1930. Var þar 1957. Kona hans; Sigrún Sigurðardóttir 21. apríl 1895 - 8. feb. 1981. Húsfreyja á Brekku, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Brekku, Sveinsstaðahr., A-Hún. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.
1962- Haukur Magnússon 1. sept. 1926 - 15. júní 2013. Var í Brekku, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Kennari víða um land og síðar bóndi í Brekku í Sveinsstaðahr. Kona hans; Elín Ellertsdóttir 27. feb. 1927 - 3. ágúst 2016. Var á Meðalfelli, Saurbæjarsókn, Kjós. 1930. Húsfreyja á Brekku í Sveinsstaðahreppi, síðast bús. á Blönduósi.
1959- Þórir Óli Magnússon 3. jan. 1923 - 28. okt. 2015. Var á Brekku, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Syðri-Brekku í Sveinsstaðahreppi. Sveitarstjórnarmaður og oddviti Sveinsstaðahrepps um árabil. Kona hans; Eva Karlsdóttir 31. okt. 1913 - 8. feb. 2004. Var á Brekku, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.
Almennt samhengi
Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðunum Brekku og Brekkukoti í Sveinsstaðahreppi.
Að sunnan úr stórum steini niður undir Axlar- eða Brekku-kvísl, er nefnist Grásteinn og merktur er L, til landnorðurs að vörðu, er á melnum vestanvert við grasbolla, sem nefndur er Tjarnstæði, frá henni í stóran stein upp á mýrinni, sem einnig er merktur L, og frá honum sömu stefnu í vörðu á Hjallabrúninni, þá aptur frá henni uppá norðvesturhorn Axlarinnar, sem er norðurendi Vatnsdalsfjalls, þaðan beina stefnu suðaustur að Hjálpargili, og sem það ræður, þá frá því þvert niður til Gilár, ræður hún þá merkjum niður að Sellækjarós. Milli Brekku og Litlugilár eru þessi merki: Fyrir sunnan Sellækjarós eru tveir stórir steinar, og er annar þeirra merktur L, frá honum beina leið í miðjan Langadalsenda austari, og þá eptir honum miðjum niður til Krossdals, þar sem lækurinn fellur yfir göturnar, þá þaðan niður til Skriðugils, og eptir því, sem það ræður, þá frá merkjasteini í miðjum Skriðugilsenda neðri, eptir stefnu þeirri, er merkjavörður benda til, að vörðu við landnorðurenda Sortuviks, þá sem það ræður til suðvesturs að vörðu, er stendur við suðvesturenda þess, frá henni þvert yfir hólmann að vörðu, sem er vestur við Brekkukvísl, og ræður hún þá merkjum fram til fyrnefnds Grásteins, er merktur er L.
Hvammi, 3. maí 1889
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrarklaustursjarða.
Þorsteinn Jónsson, Gísli Jónsson, eigendur Litlugilár.
J. Einarsson fjárhaldsmaður ómyndugra eigenda ½ jarðarinnar Axlar.
Guðrún Einarsdóttir, eigandi ½ jarðarinnar Axlar.
Lesið upp á manntalsþingi að Sveinsstöðum, hinn 28.maí 1889, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 98, fol. 51b.
Landskipti á jörðinni Brekku í Sveinstaðahreppi.
Jörðin skiptist nú milli eigenda jarðarinnar. Þeirra Magnúsar B. Jónssonar og Þóris sonar hans. Skipt er í tvennt öllu landi neðan þjóðvegar þannig:
1) Melholt sunnan túns niður að jaðarskurði skiptist til helmingar með beinni línu úr vörðu norðan við Brekkukotslæk, vestur í vörðu við jaðarskurð. Hefir Magnús land sunnan þeirra línu, en Þórir norðan við girðingu.
2) Nefnd túngirðing frá þjóðvegi sé merkjalína að hlaðinni vörðu (merkt 1) suðvestur af hesthúsi syðst í túni, þaðan í merkjastein (merkt 2) suðvestan við íbúðarhús. Síðan norðvestur í skurðbeygju, norðaustan Mýratúns, og beint áfram með þeim skurði, svo sem hann nær vestur. (3). Þaðan vestur að næsta túnskurði (4), suður með honum á móts við skurðpart (5) er liggur frá austri til vesturs, norðan við tún Jósefs og Hreins. Vestur með honum að affallsskurði (6), suður með honum að vörðu (7) á skurðbakkanum. Þaðan bein lína um norðaustanvert stóratóttarbrot, vestur í stein (8) við Brekkukvísl. Land allt norðan og austan þessarar línu að þjóðvegi hefir Magnús. Sunnan téðrar línu hefir Þórir, að undanskildu túni Jósefs og Hreins, er áður getur, og afmarkast af skurðum að mestu á þrjá vegu og merkjastaurum í norðaustur (9) og suðaustur (10) hornunum ca. 3.03 ha. Að stærð.
3) Allt land ofan þjóðvegar er óskipt.
4) Þóri sé heimilt vötnun búfjár í svonefndri Kindalind.
5) Merkjatölur þær, er nefndar eru í skiptagjörð þessari, eru merktar inn á riss á landinu eftir Sigfús Þorsteinsson ráðunaut.
Brekku, 11. apríl 1958.
Magnús B. Jónsson
Þórir Magnússon
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 25.3.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 98, fol. 51b.
Húnaþing II bls 294
Húnaþing II bls 295