Balaskarð á Laxárdal fremri

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Balaskarð á Laxárdal fremri

Hliðstæð nafnaform

  • Balaskarð Vindhælishreppi

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

30.4.1890 -

Saga

Bærinn stendur niður undan samnefndu skarði sunnan Tunguhnjúks og norðan Laxárdalsfjalla. Jörðin er landmikil og eru sumarhagar þar með ágætum. Gott til ræktunar. Snjóþungt á vetrum og gjafasamt. Íbúðarhús byggt 1944 og 316 m3. Fjós yfir 8 kýr, fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 643 m3. Tún 15 ha.

Landamerki Balaskarðs.

Undirritaður eigandi og ábúandi jarðarinnar Balaskarðs í Vindhælishreppi lýsi hjermeð yfir því, að merki hennar gagnvart aðliggjandi jörðum eru þessi: Vesturtakmörk jarðarinnar er Laxá, allt þar til er Balaskarðsá rennur í hana, þá ræður Balaskarðsá merkjum að sunnan frá ósi, allt upp á Þröskuld, og úr austanverðum Þröskuldi ráða brúnir til norðurs, þá liggja merki til vesturs á milli Svínahnjúks að sunnan og Sauðahnjúks að norðan í Moldgil hið eystra, og úr gili því liggja merkin norðast yfir frá á Urðunum, sem liggur til norðurs, í rúst, sem er norðantil á flánni, og úr þeirri rúst í Moldgil hið vestara og yfir Tunguhnjúk í Stóruskál, og þaðan sem, skriða ræður úr henni, í Þorleifssýki þar sem það fellur í Laxá, þá ræður Laxá merkjum fram, sem fyr segir.

Balaskarði, 30. apríl 1890.
Gísli Bjarnason eigandi jarðarinnar (nafn handsalað)
J. Benediktsson búandi á Mánaskál
Sveinn Magnússon búandi á Mánaskál
Klemens Sigurðsson búandi á Skrapatungu.
Ingvar Þorsteinsson eigandi Kirkjubæjar.

Lesið upp á manntalsþingi að Viðvík, hinn 22. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 167, fol. 87.

Staðir

Vinhælishreppur; Skagabyggð; Laxárdalur fremri:

Réttindi

Starfssvið

Minjar í Balaskarðslandi Gamli bærinn (nr. 2) stóð ofan við núverandi íbúðarhús og er kjallari hans, sem búið er að setja á þak, er notaður sem reykhús. Eldri bær (nr. 1) stóð að líkindum austan við bæjarlækinn en hann er nú horfinn. Þar eru nú leifar fjóss (nr. 5). Í túninu austur af íbúðarhúsinu er fjárhústóft (nr. 8) og það mótar fyrir húsgrunni annars fjárhúss (nr. 9) norðvestan bæjarhúsanna. Norður af bænum er tóft (nr. 12) og fjárhústóft (nr. 10), Brekkuhús, upp á brekkunni þar fyrir ofan. Vestan hennar er hóll sem var leikstaður barna (nr. 10). Eru þá taldar minjar innan túns. Fjöldi minja er utan túns og um 600m vestnorðvestur af bænum er Torfmelur eða Torfholt (nr. 21) en þar var þurrkað torf og eilítið austar er lítil tóft (nr. 21). Lítil hleðsla, mögulega leifar vörðu eru á Vörðumel sem er rúma 400m norðvestur af bænum. Tvennar tóftir eru ofan túna (nr. 18 og 19), mögulega heystæði. Um 250m norður af bænum eru mógrafir (nr. 13) og norðan þeirra mótóft (nr. 15) og önnur sunnan við (nr. 14). Norður og norðvestur af mógröfinni eru tvennar tóftir (nr. 16 og 17). Önnur mógröf (nr. 33) eru um 500m norðaustur af bænum, fernar mótóftir eru við þær, ein að norðan (nr. 34), ein að vestan (nr. 35) og tvær nokkuð suðvestan við (nr. 36 og 37). Þriðja mógrafarsvæðið (nr. 38) er tæpum 200m austar en þar fundust engar mótóftir. Tæplega 900m norðaustur af bænum, vestan Balaskarðsár er stekkjartóft (nr. 39). Þá eru taldar minjar ofan þjóðvegar. Upp við veginn að sunnan, um 750m vestur frá bænum er tóft (nr. 23), hugsanlega heystæði, önnur er þar suðaustan við (nr. 24). Þúst (nr. 25) er neðan við þjóðveginn tæplega 400m vestur af bænum og austan hennar eru áveitugarðar (nr. 26 og 27) á svonefndum Flæðum. Á árbakka Laxár, rúmlega 400 suðvestur af bænum eru leifar réttar (nr. 28) sem var frá Mýrarkoti, hún lenti í Balaskarðslandi þegar áin breytti um farveg. Undireyrarbarð var álagablettur (nr. 29) en það liggur sunnan vegar. Norðan við Balaskarðsá, rétt rúma 400m suður af bænum er garðlag (nr. 30), hugsanlega einhverskonar varnargarður. Stekkjartóft er við Stekkjarbarð um 400m í hánorður frá íbúðarhúsinu. Í fjallinu norðaustur af bænum og norðan bæjarlækjar eru mógrafir (nr. 33 og 38) og mótóftir (nr. 34-38) þar sem mórinn var geymdur og þurrkaður. Tæpa 900m norðaustur af bænum, við Balaskarðsá er stekkjartóft (nr. 39). Ofan bæjar og ofan túns eru tvennar tóftir sem virðast fremur gamlar (nr. 40 og 41) og tveir hólar í túninu suður af bænum (nr. 42 og 43) þar sem hafa staðið mannvirki sem nú eru að mestu horfin vegna túnasléttunar. Sunnar og austar sést í grjót og dældir (nr. 44) á milli þeirra í túninu og þar hafa fundist vegghleðslur sem eru í dag illgreinanlegar vegna túnasléttunar.

Lagaheimild

Örnefni; Balaskarðsá; Þröskuldur; Svínahnjúkur; Sauðahnjúkur; Moldgil hið eystra; Urðir; Moldgil hið vestar; Tunguhnjúkur; Stóraskál; Þorleifssýki; Sigurlaugareyri; Skálinn; Efrigarður; Trjágarður; Undireyri; Tröðin; Kúalaut:

Innri uppbygging/ættfræði

1927-1968- Ingvar Stefán Pálsson 25. okt. 1895 - 18. okt. 1968 Var á Rútstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Bóndi á Balaskarði, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Balaskarði, Vindhælishr. Kona hans; Signý Benediktsdóttir 11. júlí 1900 - 7. jan. 1991. Var í Balaskarði, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar.
1968- Signý Benediktsdóttir
Dætur þeirra ábúendur þar

Geirlaug Ingvarsdóttir 26. sept. 1932. Var í Balaskarði, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
Elsa Ingvarsdóttir 26. sept. 1932 - 11. des. 2007. Var í Balaskarði, Vindhælishr., A-Hún. 1957.

Síðasti ábúandi þar var;
Signý Gunnlaugsdóttir 20. okt. 1967 - 4. maí 2015. Stundaði búskap á Balaskarði og síðar á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi.

Almennt samhengi

Á 19. öld er að jafnaði tví- eða þríbýlt á Balaskarði, 23 skráðir til heimilis þegar mest er árið 1870, en í lok aldar eru mun færri skráðir þar til heimilis. Fjórir árið 1890 aðeins einn árið 1901.

Í jarðabók frá 1708 er túni svo lýst: „Túninu grandar lækur, sem rennur úr bröttu fjalli og ber sand og grjót á völlinn til stórskaða. Engjunum spilla smálækir, sem renna úr brattlendi, og bera á þær grjót og sand.“
Í sóknalýsingu Höskuldsstaðasóknar frá 1873 segir: „En það er ætlun manna, að Balaskarð hafi að fornu átt land yfir fjall ofan í Mjóadal að suðaustan og úr fyrrnefndri skál ofan í Norðurárdal um Barð að norðvestan, en nú er Kirkjubæ í Norðurárdal eignað það land.

Í örnefnaskrá segir: „Heimreiðin lá af Sigurlaugareyrinni yfir mýrina og grundina heim að „Skálanum“. Það var gömul venja, því þar sunnan við lækinn hafði gamli bærinn staðið. Síðan voru hestarnir skildir eftir sunnan við lækinn (á skálahlaðinu), gengið yfir brúna og heim að húsinu. Nú hefir húsið [verið rifin], en verið byggt á nýjum stað, svo nú er ekki lengur riðið [fram]fram því heim á hlaðið.“ (ÖPJ, 6). Lýsing Ekki er vitað um nákvæma staðsetningu gamla bæjarins en heimildamaður taldi að hann hefði verið sunnan lækjar, líklega áfastur fjósinu. Þegar fjósið var klætt þá fundust leifar sem gætu verið úr gamla bænum, m.a. prjónað stykki (Munnleg heimild: Signý Gunnlaugsdóttir, 27.03.12). Punktur var tekinn við fjósið og má gera ráð fyrir allt að 20m skekkju.

Úr Fasteignamati 1916-1918: „Íbúðarhús 10x7 ál. með 1 ál porti og kjallara hlöðnum úr grjóti 8x5 ál. Kjallarinn í einu lagi, óþiljaður. Á stofuhæð eru 2 herbergi og forstofa, alt þiljað, á lofti 2 herbergi þiljuð. Skarsúð er á húsinu úr tommu borðum. Útveggir eru að hálfu úr timbri og pappaklæddir, en að hálfu úr torfi og þak úr torfi. Hús þetta nokkuð gamalt og timburveggir farnir að fúna, sömuleiðis skarsúðin, sérstaklega á vesturhlið. Múrpípa er í húsinu, frá kjallaragólfi. Skemma til geymslu“ (Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands. http://handrit.is/ . Skoðaður þann 26.03.2012).

Í örnefnaskrá segir: „Fyrir framan húsið var rófugarður með þrem reyniviðarhríslum syðst.“ (ÖPJ, 6). Í athugasemdum við örnefnaskrá segir: „Á milli þessara húsa er garður með trjáhríslum, rabarbara og fleira, en hægt að ganga á milli, bæði hjá húsinu og kjallaranum. Þessi garður er nefndur Efrigarður eða Trjágarður.“ (ÖGE, 3)

Húsin hafa legið norður/suður og er svæðið í dag um 6x26m að utanmáli. Hluti veggja sem enn standa eru hlaðnir úr torfi og grjóti en aðrir hlutar eru steinsteyptir þar sem að yngri hlaða stóð. Mesta hæð veggja er 1m og mesta breidd er 2m. Torf- og grjóthlaðnir veggir er að nokkru gróinn grasi en allar hleðslur sjást greinilega.
Í örnefnaskrá segir: „Bærinn stendur utan við Lækinn, en fjósið og skálinn (skemman) að sunnanverðu.“ (ÖPJ, 6). Úr Fasteignamati frá 1916-1918: „Ennfremur peningshús yfir 5 nautgr., 160 sauðfjár og 26 hross, svo og heyhlaða yfir 200 hb. heys, -þessi hús flest góð hús.“ (Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands. http://handrit.is/ . Skoðaður þann 26.03.2012).

Í örnefnaskrá segir: „Undireyrin, sem nær allt að Balaskarðsá, var aldrei slegin. Álög hvíldu á henni, og þó sérstaklega Undireyrarbarðinu (-brekkunni). Þá áttu að misfarast skepnur hjá þeim, sem hirti heyið.“ (ÖPJ, 2).

Í örnefnaskrá segir: „Að sunnan við skálann, lá gömul gata, Tröðin, upp fyrir tún.“ (ÖPJ, 6). Í annarri örnefnaskrá segir: „Fyrir ofan fjósið er slétta, sem afmarkast af læknum að norðan, brekkunum að austan, fjósinu að vestan og lægð, þar sem gamla gatan lá heim.“ (ÖGE, 2). Lýsing Tröðin sést ekki lengur í sléttu túninu en samkvæmt heimildamanni mun hún að líkindum hafa legið í átt að Kúalaut, í gegnum hana og upp í Efstukúalaut (Munnleg heimild: Signý Gunnlaugsdóttir, 27.03.12)

Tengdar einingar

Tengd eining

Margrét Jónsdóttir (1898-1984) frá Balaskarði (7.11.1898 -11.4.1984)

Identifier of related entity

HAH06513

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Rósa Indriðadóttir (1860-1934) frá Ytri-Ey. Minnesota (26.1.1860 - 19.5.1934)

Identifier of related entity

HAH06280

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Magðalena Jónsdóttir (1892-1972) Sölvabakka (7.12.1892 - 3.4.1972)

Identifier of related entity

HAH04441

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Emma Jónsdóttir (1890-1976) Spákonufelli (4.8.1890 - 29.2.1976)

Identifier of related entity

HAH03318

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingvar Björnsson (1912-1963) kennari Blönduósi og MA (18.6.1912 - 28.4.1963)

Identifier of related entity

HAH06501

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Klara Sigurðardóttir (1907-1985) frá Balaskarði (7.2.1907 - 30.1.1985)

Identifier of related entity

HAH02760

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Júlíana Guðmundsdóttir (1852-1914) Glaumbæ í Langadal 1890 (19.7.1914)

Identifier of related entity

HAH07413

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Karólína Jónsdóttir (1895-1958) Rvk frá Balaskarði (23.6.1895 - 20.1.1958)

Identifier of related entity

HAH07238

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gísli Brandsson (1822-1902) Balaskarði ov (13.8.1822 - 3.2.1902)

Identifier of related entity

HAH03756

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Klara Sigurðardóttir (1907-1985) frá Balaskarði (7.2.1907 - 30.1.1985)

Identifier of related entity

HAH02760

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björg Ingvarsdóttir (1926-2014) Keflavík, frá Balaskarði (31.5.1926 - 15.3.2014)

Identifier of related entity

HAH01128

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ástmar Ingvarsson (1923-1977) Héðinshöfða Skagaströnd (5.6.1923 - 10.10.1977)

Identifier of related entity

HAH03691

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Laxárdalur fremri (874 -)

Identifier of related entity

HAH00694

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Mánaskál á Laxárdal fremri ((1950))

Identifier of related entity

HAH00370

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sveinn Guðmundsson (1867-1939) Brautarholti og Kárastöðum (14.12.1867 - 14.6.1939)

Identifier of related entity

HAH04965

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vindhælishreppur (1000-2002) (1000-2002)

Identifier of related entity

HAH10007

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Tunguhnjúkur við Norðurárdal (874 -)

Identifier of related entity

HAH00917

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Tunguhnjúkur við Norðurárdal

is the associate of

Balaskarð á Laxárdal fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Carolina Sigurðardóttir (1866-1944) Rvk frá Balaskarði (11.8.1866 - 20.7.1944)

Identifier of related entity

HAH06590

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Kristín Carolina Sigurðardóttir (1866-1944) Rvk frá Balaskarði

is the associate of

Balaskarð á Laxárdal fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Syðri-Hóll í Vindhælishreppi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00544

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Syðri-Hóll í Vindhælishreppi

controls

Balaskarð á Laxárdal fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Indriði Jónsson (1831-1921) Ytri-Ey (2.8.1931 - 21.4.1921)

Identifier of related entity

HAH06540

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Indriði Jónsson (1831-1921) Ytri-Ey

controls

Balaskarð á Laxárdal fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Sigurðsson (1855-1946) Balaskarði (30.4.1855 - 2.6.1946)

Identifier of related entity

HAH09349

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Jón Sigurðsson (1855-1946) Balaskarði

controls

Balaskarð á Laxárdal fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingvar Pálsson (1895-1968) Balaskarði (25.10.1895 - 18.10.1968)

Identifier of related entity

HAH01525

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Ingvar Pálsson (1895-1968) Balaskarði

er eigandi af

Balaskarð á Laxárdal fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Signý Gunnlaugsdóttir (1967-2015) Balaskarði (20.10.1967 - 4.5.2015)

Identifier of related entity

HAH01104

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Signý Gunnlaugsdóttir (1967-2015) Balaskarði

er eigandi af

Balaskarð á Laxárdal fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elsa Ingvarsdóttir (1932-2007) Balaskarði (26.9.1932 - 11.12.2007)

Identifier of related entity

HAH03294

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Elsa Ingvarsdóttir (1932-2007) Balaskarði

er eigandi af

Balaskarð á Laxárdal fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Geirlaug Ingvarsdóttir (1932) Balaskarði (26.9.1932 -)

Identifier of related entity

HAH03719

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Geirlaug Ingvarsdóttir (1932) Balaskarði

er eigandi af

Balaskarð á Laxárdal fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði (11.7.1900 - 7.1.1990)

Identifier of related entity

HAH01887

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

er eigandi af

Balaskarð á Laxárdal fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00369

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 11.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Húnaþing II bls 131
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 167, fol. 87. http://handrit.is/ http://www.glaumbaer.is/static/files/pdf/Rannsoknarsk100-149/bsk-2012-123-skagafbyggd.pdf

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir