Andrés Þorleifsson (1809-1865) Stóra-Búrfelli ov

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Andrés Þorleifsson (1809-1865) Stóra-Búrfelli ov

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1809 - 23.4.1865

Saga

Andrés Þorleifsson f. 1809 - 23. apríl 1865. Bóndi á Stóra-Búrfelli, Svínavatnssókn, Hún. 1845.

Staðir

Stóridalur: Stóra Búrfell í Svínadal:

Réttindi

Starfssvið

Bóndi

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru; Þorleifur „ríki“ Þorkelsson f. 1772 - 5. október 1838 Kálfadal, Bergstaðasókn, Hún. 1801. Hreppstjóri, forlíkunarmaður og meðhjálpari í Stóradal, Svínavatnssókn, Hún. 1835 og kona hans 6.8.1804; Ingibjörg Guðmundsdóttir f. 1783 - 17. desember 1859 Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. 1801 og húsfreyja þar 1835.

Systkini hans;
1) Ingibjörg Þorleifsdóttir f. 28. september 1804 - 1. ágúst 1886. Húsfreyja í Bólstaðahlíð, Bólstaðahlíðarsókn, Hún. 1835 og 1845. Maður hennar 31.5.1826; Klemens Klemensson f. 1795 - 2. maí 1883, Höfnum, Hofs- og Spákonufellssóknum, Hún. 1801. Bóndi í Bólstaðahlíð, Bólstaðahlíðarsókn, Hún. 1835, 1845 og 1860. Víðkunnur smiður.
2) Guðrún Þorleifsdóttir f. 5.5.1806 - 20. október 1885. Húsfreyja í Geldingaholti, Glaumbæjarsókn, Skag. Var þar 1845. Maður hennar 21.5.1835; Halldór Magnússon um 1807 – 28.3.1865. Bóndi og hreppstjóri í Geldingaholti, Seyluhr., Skag.
3) Guðmundur Þorleifsson f. 11. janúar 1809 - 16. júlí 1864. Bóndi í Mánaskál, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1845. Bóndi og hreppstjóri á Mánaskál. Kona hans 18.5.1833; Ragnheiður Magnúsdóttir f. 10. september 1809, Glaumbæ, Glaumbæjarsókn, Skag. 1817. Húsfreyja í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1835. Húsfreyja í Mánaskál, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1845 og 1860. Var í Tungunesi, Svínavatnssókn, Hún. 1870. Ingibjörg dóttir þeirra var kona Erlendar Pálmasonar í Tungunesi.
4) Elísabet Þorleifsdóttir f. 20.10.1814 - 6. september 1820, var í Stóradal, Svínavatnssókn, Hún. 1816.
5) Þorleifur Þorleifsson f. 1815 - 1892. Bóndi á Botnastöðum í Svartárdal, í Saurbæ á Neðribyggð og víðar í Skagafirði og Húnaþingi. Kona hans 13.10.1843; Ingibjörg Magnúsdóttir f. 1823 – 1877. Húsfreyja á Botnastöðum í Svartárdal, í Saurbæ á Neðribyggð og víðar í Skagafirði og Húnaþingi.
6) Ingibjörg Salóme Þorleifsdóttir f. 30. ágúst 1826 - 19. apríl 1909. Húsfreyja í Stóradal, Svínavatnssókn. Maður hennar 14.7.1847; Jón Pálmason f. 11. júní 1826 - 9. október 1886. Bóndi og alþingismaður í Stóradal, Svínavatnshr., A-Hún. Var á Sólheimum, Svínavatnssókn, Hún., 1845.
7) Sveinn Þorleifsson f. 12.7.1819 – 12.9.1885 Bóndi Snæringsstöðum í Svínadal., kona hans 12.4.1848; Sigríður Pálmadóttir f. 16.5.1829 – 7.9.1897, foreldrar sr. Jóns í Görðum. Barnsfaðir Sigríðar var; Jón yngri Bjarnason 16. október 1840. Bóndi í Kárdalstungu. Fór til Vesturheims 1889 frá Kárdalstungu, Áshreppi, Hún.
Kona Andrésar 16.10.1833; Ingiríður Pálmadóttir f. 1815 - 2. júlí 1886 Holtastað, Holtastaðarsókn, Hún. 1816. Seinni maður hennar 2.11.1866; var Ingvar Þorsteinsson f. 20.10.1838 – 21.1.1916, hrstj. og bóndi Sólheimum í Svínadal. Faðir Þorleifs (1900-1982) bónda þar, móðir hans var Kristín Gísladóttir f. 19.6.1857 – 19.9.1901, bústýra þar.
Foreldrar Ingiríðar voru Pálmi Jónsson f. 22.9.1791 – 23.12.1846, bóndi Sólheimum og kona hans Ósk Erlendsdóttir f. 1792 – 28.5.1866.
Systkini Ingiríðar voru;
1) Björg Pálmadóttir f. 26.10.1818 – 2.12.1846, maður hennar 31.5.1838; var Hjálmar Loftsson f. 1815, bóndi Tindum og Þverárdal fremri. sk hans 14.10.1848 var Helga Stefánsdóttir f. 27.7.1798 – 13.5.1878 Syðra-Vatni 1835, Æsustöðum og Þverárdal.
2) Erlendur Pálmason f. 20.11.1820 – 28.10.1888 Dbrm Tungunesi, fk hans 13.10.1843 var Elísabet systir Andrésar (1821.1859), sk hans 7.11.1862 var Ingibjörg Guðmundsdóttir f. 9.5.1842 – 21.1.1926 Tungunesi.
3) Ingibjörg Pálmadóttir f. 2.1.1823 – 22.2.1861, Holtastaðakoti, maður hennar 27.4.1840 var Sigurður Guðmundsson f. 27.8.1811 – 8.2.1891, bóndi Holtastaðakoti og Grund Svínadal.
4) Elísabet Pálmadóttir f. 20.9.1824 – 22.9.1898, maður hennar 13.10.1843 var Gísli Ólafsson f. 17.9.1818 – 4.12.1894, bóndi Eyvindarstöðum í Blöndudal.
5) Jón Pálmason f. 11.6.1826 – 9.10.1886 bóndi og Alþingismaður Sólheimum, kona hans 14.7.1847 Salóme systir Andrésar f. 30.8.1826 – 19.4.1909.
6) Sigríður Pálmadóttir f. 16.5.1829 – 7.9.1897 maður hennar 12.4.1848; Sveinn Þorleifsson f. 12.7.1819 – 12.9.1885 bróðir Andrésar, bóndi Snæringsstöðum. Barnsfaðir hennar 1864 var Jón yngri Bjarnason f. 16.10.1840, bóndi Kárdalstungu, fór vestur um haf 1889.
Hálfsystir Ingiríðar samfeðra
7) Guðrún Pálmadóttir f. 17.2.1824 – 12.6.1895 Gautsdal, móðir hennar var Danhildur Gísladóttir f. 2.11.1802 – 10.1.1843, Neðri-Lækjardal 1835, maður hennar 29.9.1829 var Jón Þorkelsson f. 5.12.1795 – 11.3.1839 bóndi Neðri Lækjardal. Barnsfaðir Danhildar 1841 var Eiríkur Guðmundsson f. 1806, vm Höskuldsstöðum 1835.
Fyrri maður Guðrúnar 7.10.1845 var Sigurður Sigurðsson f. 7.3.1818 – 20.7.1867. Áður en hún játaðist honum hafði hann farið 17 bónorðsferði til hennar. Sonur þeirra var Pálmi Sigurðsson bóndi í Gautsdal og Æsustöðum.
Seinni maður hennar 8.11.1869 var Björn Guðmundsson f. 1839 á Umsvölum, bóndi Gautsdal 1870 og Sneis 1890, dáinn fyrir 1901.

Fósturbarn Ingiríðar og Andrésar var;
1) Pétur Hjálmsson 1846 - 19. febrúar 1864. Fósturbarn á Geithömrum, Auðkúlusókn, Hún. 1860, sonur Bjargar systur Ingiríðar.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Reynir Steingrímsson (1925-1989) Hvammi í Vatnsdal (21.11.1925 - 3.11.1989)

Identifier of related entity

HAH01872

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Erlendur Pálmason (1820-1888) Tungunesi (20.11.1820 - 28.10.1888)

Identifier of related entity

HAH03346

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Þorsteinsson (1847-1931) Holti í Svínadal (18.2.1847 - 11.2.1931)

Identifier of related entity

HAH04150

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stóridalur Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00483

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Salóme Þorleifsdóttir (1826-1909) Stóradal (30.8.1826 - 19.4.1909)

Identifier of related entity

HAH06597

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Salóme Þorleifsdóttir (1826-1909) Stóradal

er systkini

Andrés Þorleifsson (1809-1865) Stóra-Búrfelli ov

Dagsetning tengsla

1826

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Klemenzson (1927-1998) Bólstaðarhlíð (27.2.1927 - 24.12.1998)

Identifier of related entity

HAH01288

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Klemenzson (1927-1998) Bólstaðarhlíð

is the cousin of

Andrés Þorleifsson (1809-1865) Stóra-Búrfelli ov

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Geithamrar í Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00269

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Geithamrar í Svínadal

er stjórnað af

Andrés Þorleifsson (1809-1865) Stóra-Búrfelli ov

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stóra-Búrfell Svínavatnshreppi ([1000])

Identifier of related entity

HAH00535

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Stóra-Búrfell Svínavatnshreppi

er stjórnað af

Andrés Þorleifsson (1809-1865) Stóra-Búrfelli ov

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02299

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 6.9.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

® GPJ ættfræði
Húnavaka 1978 bls 99.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir