Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Friðrik Pálmason (1918-2001) Svaðastöðum, Kennari Hvanneyri

  • HAH06133
  • Einstaklingur
  • 19.8.1918 - 27.7.2001

Bóndi á Svaðastöðum í Viðvikursveit. Var á Svaðastöðum 1930. Sðast bús. á Sauðárkróki.
Fæddist á Svaðastöðum í Skagafirði 19. ágúst 1918.
Friðrik ólst upp hjá foreldrum sínum á Svaðastöðum.
Friðrik flutti ásamt konu sinni á Sauðárkrók haustið 1989 en átti kvikfénað, einkum hesta, á Svaðastöðum.
Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 27. júlí 2001.
Útför Friðriks fór fram frá Sauðárkrókskirkju 3.8.2001 og hófst athöfnin klukkan 14.

Bjarni Kristjánsson (1946-2020) Þorláksstöðum í Kjós

  • HAH05031
  • Einstaklingur
  • 26.7.1946 - 13.12.2020

Bjarni Kristjánsson 26. júlí 1946 - 13. des. 2020. Bóndi og búfræðingur á Þorláksstöðum í Kjósarhreppi, síðar bús. í Mosfellsbæ. Hrossaræktandi og tamningamaður. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.

Jón Jónsson (1886-1939) Stóradal

  • HAH05623
  • Einstaklingur
  • 7.7.1886 - 14.12.1939

Jón Jónsson 7. september 1886 - 14. desember 1939. Alþingismaður, oddviti og bóndi í Stóradal í Svínavatnshr., A-Hún.

Jón Þórðarson (1841-1893) Auðólfsstöðum í Langadal.

  • HAH06486
  • Einstaklingur
  • 5.6.1841 - 9.8.1893

fæddur 5. júní 1841 - 9. ágúst 1893. Var á Stóru-Borg, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1845. Bóndi í Auðunnarstaðakoti, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Bóndi á Auðólfsstöðum í Langadal, A-Hún.

Stöðlakot Bókhlöðustígur 6 í Reykjavík

  • HAH00826
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Stöðlakot (áður Stuðlakot) er steinbær í miðbæ Reykjavíkur sem stendur við Bókhlöðustíg 6. Húsið er líklega reist árið 1872 í núverandi mynd, og er hugsanlega elsti steinbærinn í Reykjavík.

Jón Árnason, nefndur hinn ríki, eignaðist Stöðlakot árið 1850 og átti kotið til dauðadags 1874. Hann stóð að gagngerðri endurbyggingu bæjarins 1872 og hlóð með grjóti. Herma sagnir að til þess hafi verið notað tilhöggvið grjót sem af gekk við byggingu Hegningarhússins. Bendir þetta til þess að Stöðlakot sé elsti steinbærinn í Reykjavík. Stöðlakot hét um tíma Narfabær.

Stöðlakot var ein af hjáleigum Víkur (Reykjavíkur) og ásamt Skálholtskoti einu hjáleigurnar austan læks.

Klettakot í Reykjavík (Vesturgata 12, baklóð)

  • HAH00827
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1850 - 1887

Klettakot var hjáleiga frá Merkisteini, byggt upp úr 1850 og rifið árið 1887. Tryggvagata 18, Á þessu svæði voru allnokkrir torfbæir um miðja 19. öld. Þeir voru auk Sjóbúðar, Hóll, Helluland, Merkisteinn, Klettakot og Jafetsbær.
Dúkskot og Gróubær voru á sömu slóðum við Garðastræti.

Helga Frímannsdóttir (1896-1955) Hólmavík

  • HAH06530
  • Einstaklingur
  • 14.12.1896 - 29.7.1955

Helga Frímannsdóttir 14. desember 1896 - 29. júlí 1955. Húsfreyja í Hólmavík 1930. Húsfreyja á Hólmavík, Strand.

Líba Einarsdóttir (1912-1962) frá Miðdal

  • HAH05184
  • Einstaklingur
  • 25.5.1912 - 25.12.1962

Karólína Sigríður Líba Einarsdóttir 25. maí 1912 - 25. des. 1962. Frá Miðdal. Námsmey í Laugarvatnsskóla, Miðdalssókn, Árn. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Líba þýðir; litla barnið og gekk hun undir því nafni alla ævi.Líba var mikil hestamanneskja og sem knapi, þá mjög ung, tók þátt í kappreiðum á hestum sem hún átti.
Skotti hestur hennar; rauður blesóttur með hvíta sokka og tagl. [Lesbók Mbl 23. des 1964.]

Líba ólst upp í Miðdal á mannmörgu sveitaheimili í hópi margra systkina. Strax á æsku dögum hófst dálæti hennar á hestum og voru þeir æ síðan kærir vinir hennar. Átti hún jafnan góðhesta þó búsett væri í borg og margar voru ánægjustundir hennar í félagsskap þeirra og fór hún jafnvel langferðir landshluta milli ein með þeim.

Þorsteinn Björnsson (1886-1973) Selsundi á Rangárvöllum

  • HAH06635
  • Einstaklingur
  • 11.12.1886 - 27.5.1973

Þorsteinn Björnsson 11. desember 1886 - 27. maí 1973 Var á Réttarhóli, Undirfellssókn, Hún. 1890. Kaupmaður á Hellu, Oddasókn, Rang. 1927-1935, síðar bóndi í Selsundi á Rangárvöllum. Síðast bús. í Hafnarfirði.
Þorsteinn var, samkvæmt eigin ósk, jarðsettur að Odda á Rangárvöllum. Þaðan er stutt að Hellu, landnámsbæ Þorsteins Björnssonar.

Karl Teitsson (1905-1998) Bergsstöðum á Vatnsnesi

  • HAH06645
  • Einstaklingur
  • 27.4.1905 - 12.4.1998

Karl Teitsson f 27. apríl 1905 - 12. apríl 1998. Lausamaður á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Bergsstöðum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957.

Pétur Teitsson (1895-1991) Bergsstöðum á Vatnsnesi

  • HAH06648
  • Einstaklingur
  • 31.3.1895 - 24.8.1991

Pétur Teitsson 31. mars 1895 - 24. ágúst 1991 Bóndi á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Bergsstöðum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.

Ingunn Jónatansdóttir (1843-1892) vesturheimi, frá Miðhópi

  • HAH06679
  • Einstaklingur
  • 1.9.1843 - 17.5.1891

Ingunn Jónatansdóttir 1. sept. 1843 - 17. maí 1891. Var í Þernumýri, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1845. Var í Miðhópi, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Fór til Vesturheims 1873 frá Miðhópi, Þorkelshólshreppi, Hún. Sennilega dáin 1892 sbr. frétt í Lögbergi 28.5.1892.

Hulda Pálsdóttir (1923-2011) Skagaströnd

  • HAH06732
  • Einstaklingur
  • 4.8.1923 - 29.9.2011

Hulda Pálsdóttir 4. ágúst 1923 - 29. sept. 2011. Var í Hólagerði, Hofssókn, A-Hún. 1930. Fósturforeldrar Jón Klemensson og Guðrún Ólöf Sigurðardóttir. Var á Bogabraut 1, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957.

Lúðvík Hjálmar Ásgrímsson (1893-1970) Stokkseyri ov

  • HAH06733
  • Einstaklingur
  • 29.1.1893 - 20.6.1970

Lúðvík Hjálmar Ásgrímsson 29. janúar 1893 - 20. júní 1970 Vélstjóri á Stokkseyri VI , Stokkseyrarsókn, Árn. 1930. Heimili: Reykjavík. Járnsmiður, vélstjóri. Pípulagningameistari í Reykjavík 1945.

Jón Marz Ámundason (1921-2000) Bjarghúsum

  • HAH05665
  • Einstaklingur
  • 11.10.1921 - 12.6.2000

Bóndi í Bjarghúsum, Þverárhr., V-Hún. Var þar 1957. Síðast bús. í Reykjavík.
Jón Marz Ámundason fæddist í Dalkoti í Kirkjuhvammshreppi í V-Hún. 11. október 1921.
Hann lést á líknardeild Landspítalans 12. júní 2000.
Útför Jóns fór fram frá Áskirkju 16.6.2000 og hófst athöfnin klukkan 15.

Landsvirkjun (1965)

  • HAH10069
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1965

Stofnun Landsvirkjunar þann 1. júlí árið 1965 má rekja til þess að íslensk stjórnvöld höfðu hug á að nýta orkulindir landsins betur með því að draga að erlenda fjárfesta í orkufrekan iðnað innanlands. Snemma á sjöunda áratug 20. aldar kom fram áhugi hjá svissneska álframleiðandanum Alusuisse á að byggja álver á Íslandi. Landsvirkjun var þá stofnuð í þeim tilgangi að byggja og reka raforkuver sem gætu selt raforku til stóriðju og séð almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði.
Fram að þeim tíma hafði rafvæðing á Íslandi verið rekin af ríki og sveitarfélögum og stóð rekstur veitufyrirtækja ekki undir nýframkvæmdum í orkumálum.

Cecilie Olsen

  • HAH06765
  • Einstaklingur
  • 1970-1980

Brynhildur Jóhannsdóttir (1926-2006) Reykjavík

  • HAH06131
  • Einstaklingur
  • 22.8.1926 -

Brynhildur Hjördís Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1926. Hún andaðist á hjúkrunardeild Seljahlíðar 22. júlí 2006.
Brynhildur fluttist sem ungabarn til Siglufjarðar og svo þaðan til Seyðisfjarðar þar sem hún bjó á unglingsárunum uns hún fluttist til Reykjavíkur.
Úför Brynhildar var gerð frá Dómkirkjunni 28.7.2006 og hófst athöfnin klukkan 11.

Sýslumaður Húnvetninga (1225)

  • HAH10070
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1225

Saga sýslumanna
„Sýslumenn eru elstu veraldlegu embættismenn sem enn starfa á Íslandi og hafa alla tíð verið mikilvægur hluti stjórnsýslunnar“ (1)

Hér fyrir neðan verða þeir taldir upp og virðist embættið hafa byrjað með
Kolbeini Bjarnasyni (auðkýfingi) (1225-1309) og af honum tekur við Benedikt Kolbeinsson (1309-1379), höfðu þeir einhver sýsluvöld í Húnavatnsþingi 1323.
Gissur Galli Bjarnason, eigi ólíklegt að hann hafi fengið umboð yfir sýslunni hjá hirðstjóra Eiríki Sveinbjarnarsyni eftir 1323.
Benedikt Brynjólfsson og Brynjólfur ríki faðir hans, óvíst um sýsluvöld þeirra. Höfðu líklega umboð frá hirðstjóra, sem greitt var fyrir. Um aldamótin 1300-1400.
Jón Guttormsson skráveifa – 1360 drepinn í Grundardal.
Ásgeir Árnason er sýslumaður í Húnavatnssýslu 1422, óvíst hvenær hann tók við. Hætti það ár.
Guðmundur ríki Arason frá 1422.
Einar Þorleifsson varð hirðstjóri 1436 og umboðsmaður sem jafngilti sýslumanni um 1441.
Skúli Loftsson var um hríð sýslumaður, kannski í annarra umboði nálægt eða eftir 1441.
Bessi Einarsson sýslumaður eða umboðsmaður um það bil 1450.
Brandur Sigurðsson virðist hafa hálfa sýsluna 1458.
Egill Grímsson verið orðinn sýslumaður 1461.
Rafn Brandsson eldri virðist hafa hálfa sýsluna 1480
Sigurður Daðason er sýslumaður 1481 ásamt Agli Grímssyni – voru oftast tveir sýslumenn - .
Jón Sigmundsson hafði hálfa sýsluna 1494 ásamt Agli Grímssyni.
Einar Oddson sýslumaður að hálfu á móti Jóni Sigmundssyni 1495.
Ari Guðnason sýslumaður að hálfu á móti Einari Oddsyni.
Jón Einarsson orinn sýslumaður 1513 - 1516.
Teitur Þorleifsson sýslumaður 1516 – 1528.
Páll Grímsson 1536 – 1550.
Skúli Guðmmundsson um 1540 þá á móti Páli Grímssyni.
Egill Jónsson sýslumaður 1556 – 1960.
Þormóður Arason hálfur 1551 – 1554 síðan einn 1565.
Einar Þórarinsson um tíma umboðsmaður í Húnavatnssýslu.
Ormur Sturluson 1551 – 1553.
Oddur Gottskálksson 1553-1556.
Árni Gíslason 1557-1570.
Þorvaldur Björnsson í umboði Árna Gíslasonar 1568.
Sigurður Þormóðsson í umboði Þorvaldar Björnssonar 1569.
Jón Björnsson 1570-1591.
Hinrik Gerken Hansson í umboði Jóns Björnssonar 1574.
Jón lögmaður Jónsson 1578-1606.
Jón Egilsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1593.
Jón Einarsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1600-1607.
Páll Guðbrandsson 1607-1621.
Guðmundur Hákonarson 1621-1622 og aftur 1635-1656.
Jón Egilsson umboðsmaður Guðmundar Hákonarsonar 1640.
Jón lögmaður Sigurðsson 1622-1635.
Egill Jónsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1622.
Þorkell Guðmundsson 1660-1662.
Björn Magnússon 1662-1670.
Guðbrandur Þorláksson 1665-1667.
Guðmundur Steindórsson 1670-1671.
Guðrandur Arngrímsson 1671-1683.
Jón eldri Sigurðsson hálfa sýsluna 1677.
Þorsteinn Benediktsson hálfa sýsluna 1678 og 1683 en alla sýsluna 1696.
Lárus Gottrup umboðsmaður 1683 svo 1695-1715, hafði sjö umboðsmenn á sínum ferli, þá Björn Hrólfsson, Jón Illugason, Sigurð Einarsson, Jón Eiríksson, Björn Þorleifsson, Sumarliða Klementsson og Þórð Björnsson.
Jóhann Lárusson Gottrup 1715-1728.
Grímur Grímsson 1727-1746 lögsagnari eða umboðsmaður.
Bjarni Halldórsson 1729-1773.
Arngrímur Jónsson 1773-1774.
Magnús Gíslason 1774-1789.
Björn Jónsson 1789-1790.
Margir af þeim hafa verið umboðsmenn Þingeyrajarða. (2)

Ísleifur Einarsson 1790-1800.
W. F. Krog danskur maður 1801-1805.
Sigurður Snorrason 1805-1813.
Björn Ólafsson lögsagnari 1813-1815.
Jón Jónsson 1815-1820.
Björn Auðunsson Blöndal 1820-1846.
Runólfur Magnús Björnsson Ólsen 1846-1847.
Arnór Árnason 1847-1859.
Kristján Kristjánsson 1860-1871.
Bjarni Einar Magnússon 1871-1876.
Eggert Gunnlaugsson Briem 1870-1877.
Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal 1877-1894.
Benedikt Gísli Björnsson Blöndal settur sýslumaður 1876-1877 og 1894.
Jóhannes Jóhannesson 1894-1897.
Gísli Ísleifsson 1897-1912.
Guðmundur Björnsson 1904 í þrjá mánuði.
Björn Þórðarson 1912-1914.
Ari Jónssonn Arnalds 1914-1918.
Bogi Brynjólfsson 1918-1932.
Jónas Benedikt Bjarnason settur tímabundið 1919-1937.
Guðbrandur Magnússon Ísberg 1932-1960.
Jón Magnús Guðbrandsson Ísberg 1960-1994. (2. 3.)

Kjartan Þorkelsson 1994-2002.
Bjarni Stefánsson 2002-
Sýslumannsembætti Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu voru sameinuð um áramótin 2014-2015. (4)

Calgary, Alberta Kanada

  • HAH00831
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1873 -

The Calgary area was inhabited by pre-Clovis people whose presence has been traced back at least 11,000 years. The area has been inhabited by the Niitsitapi (Blackfoot Confederacy; Siksika, Kainai, Piikani), îyârhe Nakoda, the Tsuut'ina First Nations peoples and Métis Nation, Region 3.

As Mayor Naheed Nenshi (A'paistootsiipsii; Iitiya) describes, "There have always been people here. In Biblical times there were people here. For generations beyond number, people have come here to this land, drawn here by the water. They come here to hunt and fish; to trade; to live; to love; to have great victories; to taste bitter disappointment; but above all to engage in that very human act of building community."

In 1787, cartographer David Thompson spent the winter with a band of Peigan encamped along the Bow River. He was a Hudson's Bay Company trader and the first recorded European to visit the area. John Glenn was the first documented European settler in the Calgary area, in 1873.

In 1875, the site became a post of the North-West Mounted Police (now the Royal Canadian Mounted Police or RCMP). The NWMP detachment was assigned to protect the western plains from US whisky traders, and to protect the fur trade. Originally named Fort Brisebois, after NWMP officer Éphrem-A. Brisebois, it was renamed Fort Calgary in 1876 by Colonel James Macleod.

When the Canadian Pacific Railway reached the area in 1883, and a rail station was constructed, Calgary began to grow into an important commercial and agricultural centre. Over a century later, the Canadian Pacific Railway headquarters moved to Calgary from Montreal in 1996. Calgary was officially incorporated as a town in 1884, and elected its first mayor, George Murdoch. In 1894, it was incorporated as "The City of Calgary" in what was then the North-West Territories.[36] The Calgary Police Service was established in 1885 and assumed municipal, local duties from the NWMP.

The Calgary Fire of 1886 occurred on November 7, 1886. Fourteen buildings were destroyed with losses estimated at $103,200. Although no one was killed or injured,[38] city officials drafted a law requiring all large downtown buildings be built with Paskapoo sandstone, to prevent this from happening again.

After the arrival of the railway, the Dominion Government started leasing grazing land at minimal cost (up to 100,000 acres (400 km2) for one cent per acre per year). As a result of this policy, large ranching operations were established in the outlying country near Calgary. Already a transportation and distribution hub, Calgary quickly became the centre of Canada's cattle marketing and meatpacking industries.

By late 19th century, the Hudson's Bay Company (HBC) expanded into the interior and established posts along rivers that later developed into the modern cities of Winnipeg, Calgary and Edmonton. In 1884, the HBC established a sales shop in Calgary. HBC also built the first of the grand "original six" department stores in Calgary in 1913; others that followed are Edmonton, Vancouver, Victoria, Saskatoon, and Winnipeg

Jóhann Dalmann Jakobsson (1913-1987) Bláland

  • HAH05299
  • Einstaklingur
  • 25.12.1913 - 24.3.1987

Jóhann Dalmann Jakobsson 25. des. 1913 - 24. mars 1987. Var á Blálandi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Sjómaður og síðar verkamaður, síðast bús. í Höfðahreppi.

Þóra Þórðardóttir (1915-2005) Þórðarhúsi

  • HAH06811
  • Einstaklingur
  • 10.2.1915 - 16.7.2005

Þóra Þórðardóttir 10. feb. 1915 - 16. júlí 2005. Vinnukona á Ytri-Löngumýri, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Þórðarhúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Félagsstarf eldri borgara (1980) Hnitbjörgum Blönduósi

  • HAH10073
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1980

Þegar Hnitbjörg, dvalarheimili aldraðra á Blönduósi var reist og tekið í notkun skapaðist aðstaða í kjallara hússins fyrir föndur og tómstundaiðju. Fyrstu íbúarnir fluttu inn 21. desember 1979 og flestir fluttu svo uppúr áramótunum 1979-1980. Hugmyndir höfðu verið uppi um tómstundaaðstöðuna í þessu nýja húsi enda vöntun á henni. Þá hafði verið um tveggja ára skeið þar á undan, vísir að slíkri starfsemi í baðstofu sjúkrahússins, um það sá Ingunn Gísladóttir kennari.
Stjórn Héraðshælisins samdi við hana að koma á fót föndurstarfsemi í Hnitbjörgum. Var hún því fyrsti forstöðumaður þessarar starfsemi.
Þessi aðstaða í Hnitbjörgum var frá upphafi, ætluð fyrir aðra sýslubúa, komna á aldur en ekki eingöngu fyrir íbúa hússins. Því var það er félagsþjónusta á vegum Blönduóshrepps var komið á laggirnar á þessum árum að starfsemin í kjallara Hnitbjarga jókst, þátttakendum fjölgaði og fjölbreytt afþreying var í boði. Keyptir voru hlutir og tæki til starfsins, sem sagt brennsluofn fyrir keramikmunagerð, um hann sá Kristín Húnfjörð. Til var rennibekkur og tól fyrir bókband, á árum áður.
Námkeið í ýmsum greinum voru haldin. Fólk í bænum og úr sveitum sóttu og notfærðu sér kennslu, aðstoð og aðstöðu. Boðið var upp á kaffi og bakkelsi fyrir lítinn pening á þessum samverustundum og önnuðust það þar til fengnar konur. Félagsþjónusta bæjarins bauð upp á akstur fyrir þá sem vildu. Svo er enn í dag 2020. Þeir sem ekki taka þátt í hannyrðum, spila á spil, lomber, brigde eða vist. Þær konur sem annast hafa „Föndrið“ Félagsstarfið frá byrjun, um lengri eða skemmri tíma eru:
Ingunn Gísladóttir, Arna Arnfinnsdóttir, Elísabet Sigurgeirsdóttir og nú Sigríður Hrönn Bjarkadóttir.

Þorgerður Guðmundsdóttir (1927-2008) Skagaströnd

  • HAH06832
  • Einstaklingur
  • 9.12.1927 - 24.4.2008

Skagaströnd. Dalbæ, Dalvík, áður til heimilis að Víðilundi 24, Akureyri.
Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 24. apríl 2008. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Skáli Blönduósi

  • HAH00834
  • Fyrirtæki/stofnun

Skáli var hermannabraggi hjá Óslandi

Aðalgata 21 Blönduósi

  • HAH00772
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957 -

Byggt af Sigurgeiri Magnússyni, sem selur Ragnari Þórarinssyni húsið

Náttúruverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu (1966)

  • HAH10075
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1966

Fyrsta gróðurverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu var stofnuð vorið 1966 á aðalfundi sýslunefndar. Var þetta gert samkvæmt lögum um landgræðslu ríkisins frá árinu 1965. Þessi fyrsta nefnd var skipuð þremur hreppsnefndaoddvitum, þeim: Jóni Tryggvasyni Ártúnum, Grími Gíslasyni Saurbæ og Guðmundi B. Þorsteinssyni Holti.
Varð Guðmundur fyrsti formaður nefndarinnar.

Sigurður Guðmundsson (1915-1990) Hvammstanga

  • HAH06864
  • Einstaklingur
  • 27.1.1915 - 2.9.1990

Sigurður Hallgrímur Guðmundsson 27. jan. 1915 - 2. sept. 1990. Verkamaður á Hvammstanga 1930. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.

Nína Ísberg (1929-2014) Blönduósi og Rvk

  • HAH06887
  • Einstaklingur
  • 22.11.1929 - 8.12.2014

Nína Ísberg fæddist í Möðrufelli í Eyjafirði 22. nóvember 1929. Nína ólst upp á Blönduósi og tók ásamt systrum sínum við rekstri heimilisins eftir andlát móður þeirra.
Ritari og síðar framkvæmdastjóri í Reykjavík. Ógift.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 8. desember 2014.
Útför Nínu fór fram í Fossvogskirkju 16. desember 2014, og hefst athöfnin kl. 15.

Höfðahreppur(1939-2007)

  • HAH10078
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1939-2007

Skagaströnd áður Höfðakaupsstaður er þorp á vestanverðum Skaga sem hefur verið sjálfstætt sveitarfélag, Höfðahreppur, síðan Vindhælishreppi var skipt í þrennt 1. janúar 1939. 11. september 2007 var tilkynnt um að nafni sveitarfélagsins hefði verið breytt í Sveitarfélagið Skagaströnd.

Niðurstöður 8901 to 9000 of 10412