Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu (1908-1988)

  • HAH10079
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908-1988

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu varð til er Húnavatnssýslu var skipt með lögum í tvö sýslufélög og var sýsluskiptingin miðuð við Gljúfurá og framhald hennar til sjávar. Lög um skiptingu Húnavatnssýslu í tvö sýslufélög voru gefin út 22. nóvember 1907. Í fyrstu grein laganna var ákveðið að Vindhælishreppur, Engihlíðarhreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Svínavatnshreppur, Torfalækjarhreppur, Sveinsstaðahreppur og Áshreppur skyldu vera í Austur Húnavatnssýslu, en Þorkelshólshreppur, Þverárhreppur, Kirkjuhvammshreppur, Torfustaðahrepparnir og Staðarhreppur í Vestur Húnavatnssýslu. Hvort sýslufélagið um sig skyldi hafa sjálfstæðan fjárhag. Í annarri greininni var kveðið á um að fyrir hvora sýslu skyldi hafa sérstaka sýslunefnd og var sýslumaður oddviti þeirra beggja. Þriðja og síðasta greinin sagði fyrir um skiptingu eigna, skulda og skuldbindinga og átti þar að fara eftir samanlagðri tölu fasteigna- og lausafjárhundraða hvors sýslufélags. Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu var lögð niður 1988 þegar Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu tók við.

Engihlíðarhreppur (1000-2002)

  • HAH10080
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1000-2002

Engihlíðarhreppur var hreppur norðan Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Engihlíð í Langadal.
Engihlíðarhreppur sameinaðist Blönduósbæ 9. júní 2002, undir nafni hins síðarnefnda.

Lionsklúbbur Skagastrandar (1960)

  • HAH1081
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1960

Lionsklúbbur Höfðakaupstaðar nú Skagaströnd var stofnaður 1960.
Fyrsti formaður var Páll Jónsson fyrrv. skólastjóri. Hefur klúbburinn starfað að ýmsum menningarmálum til gagns og heilla byggðinni. Hann hefur fengið jólatré frá Noregi á hverju ári og gefið skólanum sjónprófunartæki.

Sóknarnefnd Svínavatnskirkju (1920)

  • HAH10083
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920

Fyrsta fundagerðabókin er frá 1920.
Undir fundargerðina rita Jón Pálmason og Erlendur Hallgrímsson sem hefur verið fundarritari.
1922 eru Gunnar Bjarnason, Jón Pálmason og Erlendur Hallgrímsson sagðir í sóknarnefnd.

Sæból Vatnsnesi

  • HAH00835
  • Fyrirtæki/stofnun

Þveárhreppi á Vatnsnesi

Framfarafélag Austur Húnavatnssýslu (1908-1937)

  • HAH10091
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908-1937

Framfarafélag Austur Húnavatnssýslu var stofnað 15. desember 1908 og voru fundarboðendur þeir Hafsteinn Pétursson, Jón Pálmason og Sigurgeir Björnsson. Félagið var lagt niður árið 1937 og breytt í Lands- og héraðsmálasamband.

Sambandsfélag Austur Húnavatnssýslu (1912-1925)

  • HAH10092
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1912-1925

Sambandsfélag Austur Húnavatnssýslu (sem var undanfari USAH) var stofnað 10. febrúar 1912 og var breytt í Ungmennasamband Austur Húnavatnssýslu 1925.

Verslunarfélag Austur Húnavatnssýslu (1937)

  • HAH10096
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1937

Eftir lát Þorsteins Bjarnasonar 1937 þá ráku Sigríður dóttir hans og Konráð Diomedesson (d. 1955) Verslunina Val eða Konnabúð í Þorsteinshúsi fram yfir 1950 og síðan um skamma hríð í Helgafelli, handan götunnar, en síðar í öðru verslunarhúsi nær brekkunni (Aðalgötu 15). Sigríður rak síðan verslunina ásamt Kristjáni bróður sínum fram yfir 1960. Lára Bogey Finnbogadóttir var verslunarstjóri til ársins 1973.

Refsborg í Refasveit

  • HAH00839
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Refasveit kallast byggðarlagið við enda Langadalsfjalls innst við Húnafjörð, frá Blönduósi að Laxá. Þar á fjallinu er Refaborg auðséð kennileiti.
Sveitin var fyrrum nefnd Refaborgarsveit.
Við sjóinn eru háir bakkar, en annars einkennist sveitin af melum, móum og mýrun.

Í sveitinni eru fjögur vötn; Langavatn nyrst, svo Hólmavatn, Réttarvatn og loks Grafarvatn syðst. Áætlað landhæð yfir sjávarmál er 215 metrar.

Refsborg is a hill and is located in Northwest, Iceland. The estimate terrain elevation above seal level is 215 metres.

Húnaflói

  • HAH00891
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Í Landnámabók segir frá því að Ingimundur gamli „fann beru (það er birnu) ok húna tvá hvíta á Húnavatni“. „því kallaði hann þat Húnavatn“

Laufás Grýtubakkahreppi í Eyjafirði

  • HAH00843
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1860

Laufás kemur við sögu skömmu eftir að Ísland byggðist og þar hefur staðið kirkja frá fyrstu kristni. Í katólskum sið var hún helguð Pétri postula. Prestssetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni og er enn. Síðasti presturinn sem bjó í gamla bænum, séra Þorvaður Þormar, flutti árið 1936 í nýtt prestssetur og þar bjuggu Laufássprestar fram til ársins 2000.
Sú kirkja sem nú stendur í Laufási var byggð 1865. Meðal merkra gripa í eigu kirkjunnar er predikunarstóll sem ber ártalið 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855.

Torfbærinn í Laufási er gott dæmi um húsakynni á auðugu prestssetri á síðari hluta 19. aldar, en hann á sér óslitna byggingasögu allt aftur á miðaldir. Munirnir sem eru í bænum nú eru flestir frá nágrannabæjunum en nokkrir eru þó frá Laufási. Minjasafnið á Akureyri sér um starfsemina í bænum.

Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni en í elsta hluta gamla bæjarins sem nú stendur er talið að séu viðir allt frá 16. og 17. öld. Bærinn var endurbyggður af mikilli reisn í tíð séra Björns Halldórssonar sem sat staðinn árin 1853-1882. Laufásbærinn er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Algengt var að tuttugu til þrjátíu manns væru til heimilis í Laufási, því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð en henni fylgdu mikil hlunnindi.

Laufásbærinn er í dag búinn húsmunum og áhöldum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900.

Stokkseyri

  • HAH00853
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um900

Stokkseyri er landnámsjörð sem fyrst er getið í landnámabók og nefnd í Flóamannasögu. Landnámsmaður á Stokkseyri var Hásteinn Atlason norskur maður sonur Atla jarls hins mjóa af Gaulum. Kom hann um 900 til Íslands og skaut setstokkum sínum fyrir borð í hafi eins og Ingólfur Arnarson gerði við öndvegissúlur sínar 30 árum fyrr. Setstokkum Hásteins rak að landi þar sem nú er Stokkseyri og nam Hásteinn allt það land sem nú tilheyrir Stokkseyrarhreppi.

Á Stokkseyri hefur verið kirkja frá fornu fari og þingstaður hreppsins. Stokkseyri var sömuleiðis langstærsta jörðin í hreppnum eða um 60 hundruð eftir fornu mati. Sjö aðrar jarðir byggðust strax á landnáms- og söguöld innan Stokkseyrarhrepps. Þær voru Stjörnusteinar, Traðarholt, Baugsstaðir, Brattholt, Leiðólfsstaðir, Ásgautsstaðir og Hæringsstaðir. Á síðustu öldum hafa lögbýli verið 15-16 talsins, mörg þeirra voru tvíbýli en út frá þeim allmargar hjáleigur, grasbýli, þurrabúðir og/eða tómthús.

Eyrarbakki

  • HAH00868
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 985-

Eyrarbakki er lítið sjávarþorp á suðurströnd Íslands. Það tilheyrir sveitarfélaginu Árborg og íbúafjöldi var þar 540 manns árið 2019.

Á Eyrarbakka var mikil verslun og sóttu bændur á Suðurlandi til Eyrarbakka á meðan á einokun danska kóngsins stóð. Eyrarbakki varð einn stærsti bær á Íslandi og var á þeim tíma mun stærri en t.d. Reykjavík og leit lengi út fyrir að Eyrarbakki yrði höfuðborgin. Á Eyrarbakka hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1923. (Veður var þó athugað og skráð mun lengur á Eyrarbakka eða frá árinu 1880, en þá var P. Nielsen faktor með veðurathuganir fyrir dönsku veðurstofuna).

  1. janúar 1990 gekk mikill sjór inn á suðurströndina í kjölfar ofsaveðurs sem þá gekk yfir landið og urðu þorpin Eyrarbakki og Stokkseyri verst úti í þessum hamförum veðurofsans þegar ein dýpsta lægð sem mælst hefur á síðustu áratugum rann upp að suðurströndinni. Þjórsárhraunið mikla myndar ströndina við Eyrarbakka og skerin þar úti fyrir og nær mörg hundruð metra út.

Í byrjun síðustu aldar hófst tímabil útgerðar og fiskvinnslu á Eyrarbakka og störfuðu þar þrjú fiskvinnslufyrirtæki fram undir síðustu aldamót. Hafnleysi stóð útgerð þó alltaf fyrir þrifum og með tilkomu brúar yfir Ölfusárósa lagðist útgerð smám saman af. Eyrarbakki er nú vaxandi ferðamannastaður og gömlu húsin gjarnan nýtt sem sumarbústaðir.

Árið 985 sigldi Bjarni Herjólfsson, frá Eyrum, sem nú heita Eyrarbakki, áleiðis til Grænlands en villtist í þoku og norrænu þar til hann sá land sem við nú köllum Norður-Ameríku. Hann tók ekki land en snéri til Grænlands og seldi Leifi Eiríkssyni skip sitt.

Elsta hús í bænum er Húsið frá 1765, sem er elsta varðveitta timburhús á Íslandi. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri var stofnaður 1852 og mun vera sá elsti í landinu. Kirkjan á Eyrarbakka var reist 1890

Altaristöflu kirkjunnar málaði Louisa Danadrottning, eiginkona Kristjáns 9, konungs. Louisa var langalangamma Margrétar 2. Danadrottningar.

Hafnarfjarðarkirkja

  • HAH00880
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 20.12.1914 -

Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914. Áður áttu Hafnfirðingar kirkjusókn að Görðum á Álftanesi.

Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908 komst skriður á kirkjubyggingarmálið, þótt sú hugmynd hefði reyndar komið fram áður, t.d. um miðja 19. öld að byggð yrði kirkja í Firðinum. Hafnfirðingar leituðu til Rögnvalds Ólafssonar um teikningu að kirkju og skilaði hann teikningu í febrúar 1909. Samkvæmt henni var kirkjan úr steinsteypu og átti að taka 500 manns í sæti eða þriðjung íbúa kaupstaðarins. Var kirkjunni valinn staður í landi sem bæjarfógeti hafði til umsjónar við Strandgötu. Framkvæmdir við kirkjugrunninn hófust haustið 1913 og lauk smíðinni á aðventu 1914.

Yfirsmiður var Guðni Þorláksson, en hann andaðist úr lungnabólgu um það leyti sem smíði kirkjunnar lauk og var lík hans borið í kirkjuna á Þorláksmessu.
Biskupinn, herra Þórhallur Bjarnason, vígði kirkjuna 20. des, 1914.

Tröllaskagi

  • HAH00884
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Tröllaskagi er skagi fyrir miðju Norðurlandi Íslands á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Skaginn er fjöllóttur og ná margir fjallatindar yfir 1200 m yfir sjávarmál og nokkrir yfir 1400 m, hæst er Kerling (1538 m). Fjölmargir smájöklar eru í fjöllum og dölum Tröllaskaga, þeirra stærstir eru Gljúfurárjökull og Tungnahryggsjökull.

Djúpir dalir skerast inn í fjalllendi Tröllaskaga, þeirra stærstir eru: Hjaltadalur, Hörgárdalur, Norðurárdalur og Svarfaðardalur. Dalirnir mótuðust af greftri vatnsfalla og svörfun skriðjökla á jökulskeiðum ísaldar.

Byggð á svæðinu einskorðast við láglendi nálægt ströndum og í dölum, landbúnaður er þar mikill og sjávarútvegur stundaður frá nokkrum þéttbýlisstöðum. Þéttbýlisstaðir í kringum Tröllaskaga eru: Hólar, Hofsós, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Árskógssandur, Hauganes, Hjalteyri, Akureyri og Hrafnagil.

Hálendi Tröllaskaga er nokkuð erfitt viðureignar fyrir samgöngur á svæðinu en tveir akvegir liggja nú um það. Lágheiði liggur á milli Ólafsfjarðar og Fljóta í Skagafirði, sú leið er yfirleitt lokuð meirihluta árs vegna snjóa. Þjóðvegur 1 liggur um Öxnadalsheiði, þar fer vegurinn hæst í 540 metra yfir sjávarmál og er nokkuð snjóþungur að vetrum en þó kemur sjaldan til lokana þar sem mikið er lagt í að halda honum opnum. Tillögur eru uppi um jarðgöng sem gætu leyst veginn yfir heiðina af hólmi, annað hvort undir núverandi vegarstæði eða frá Hörgárdal yfir í Hjaltadal sem myndi stytta verulega vegalengdina milli Akureyrar og Sauðárkróks. Jarðgöng eru milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar Múlagöng og milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar Héðinsfjarðargöng.

Örnefnið Tröllaskagi er ungt, sennilega búið til undir lok 19. aldar. Áður mun skaginn hafa verið nafnlaus.[1]

Eyjafjörður

  • HAH00887
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Fjörðurinn er langur og mjór, 60 km frá mynni að botni. Mesta breidd hans er 25 km á milli Sigluness og Gjögurtáar í mynni fjarðarins en yfirleitt er fjörðurinn á bilinu 6-10 km breiður. Tveir minni firðir ganga út úr Eyjafirði vestan megin, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður.

Fjörðurinn er umkringdur fjöllum á báða vegu, þó nokkuð hærri að vestanverðu í fjallgarði Tröllaskaga. Það er nánast ekkert undirlendi meðfram ströndum í utanverðum firðinum en þegar sunnar dregur breikkar láglendið, þó meira að vestanverðu.

Nokkrir dalir ganga inn frá Eyjafirði. Að vestan eru Svarfaðardalur, Þorvaldsdalur og Hörgárdalur þeirra mestir en að austan Dalsmynni. Stærsti dalurinn sem gengur út frá Eyjafirði er þó sá sem gengur beint inn af firðinum og ber hann einnig nafnið Eyjafjörður (sem á ekki að rugla saman við Eyjafjarðardal). Sá dalur er bæði langur og breiður og hýsir eina þéttbýlustu og grösugustu sveit landsins.

Nokkrar ár renna í Eyjafjörð, þeirra stærstar eru Eyjafjarðará, Fnjóská og Hörgá en einnig Svarfaðardalsá.

Vaðlaheiði

  • HAH00888
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Vaðlaheiði er heiði eða fjall milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Yfir heiðina lá áður Þjóðvegur 1 í fjölmörgum beygjum og sveigjum, einkum austan megin, en þar voru beygjurnar 13 talsins. Vegurinn lá hæst í um 520 m hæð og heitir Steinsskarð efst á heiðinni þar sem vegurinn liggur. Hann var lagður um 1930. Efst á heiðinni er gamall húsgrunnur og hafa sumir getið þess til að þar hafi staðið sá frægi „Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr“ en það er oft talið lengsta orð í íslensku. Endurvarps- fjarskiptastöð er á hæstu bungu norðan Steinsskarðsins (613m).

Árið 1985 var þjóðvegurinn færður út í Víkurskarð og hætt að mestu að nota gamla Vaðlaheiðarveginn. Nú eru hins vegar unnið að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði og munu þau stytta hringveginn um 16 kílómetra.

Vaðlaheiði er víðast hvar nokkuð vel gróin og af henni er mikið útsýni um Eyjafjörð og Fnjóskadal. Árið 1784 var 35 hreindýrum sleppt á Vaðlaheiði. Þeim fjölgaði nokkuð ört en hurfu af heiðinni og úr Fnjóskadalsafrétti snemma á 19. öld, sum drápust eða voru felld en önnur eru talin hafa leitað í austurátt.

Rétt sunnan Vaðlaheiðar er hið grunna Bíldsárskarð upp af Kaupangi. Þar var fyrrum vörðuð og greiðfær alfaraleið til Fnjóskadals.

Landnáma segir, að Helgi magri hafi byggt sér skála að Bíldsá annað árið sitt við Eyjafjörð. Líklega hefur Helgi lagt skipum sínum skammt norðan þessa bústaðar við svonefndan Festarklett við ósa Bíldsár. Þarna dvaldist hann í bráðabirgðaskála áður en hann fluttist að Kristnesi.

Búnaðarfélag Vindhælishrepps (1886)

  • HAH10098
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1886

Fyrstu tildrög að stofnun Búnaðarfélags Vindhælishrepps voru þessi:
Árið 1847 lögðu 10 menn í Vindhælishreppi fram 20 ríkisdali til sjóðmyndunar og skyldi sjóður sá verða til gagns fyrir búendur í hreppnum. Hinn 5. maí 1848 voru svo eftirfarandi samþykktir gjörðar:

  1. Félagið heitir Vindhælishrepps vinafélag og eignir þess Vinafélagssjóður.
  2. Árgjöld voru ákveðin 2 ríkisdalir á félagsmann.
    Eftirtaldir menn skipuðu stjórn félagsins:
    Oddviti Arnór Árnason sýslumaður, Ytri-Ey
    Varaoddviti Sigurður Árnason bóndi, Höfnum
    Féhirðir Jósep Jóelsson bóndi, Spákonufelli
    Varaféhirðir Björn Þorláksson bóndi, Þverá
    Ritari sr. Jón Blöndal, Hofi
    Vararitari sr. Björn Þorláksson
    Félag þetta starfaði til ársins 1855, undir sama nafni.
    Árið 1855, 23. apríl, var nafni félagsins breytt og var þá kallað Vindhælingafélag, hélst svo til ársins 1886, en þá voru ný lög samin og nafni félagsins breytt í Búnaðarfélag Vindhælishrepps.
    Árið 1939 var hinum forna Vindhælishrepp skipt í þrjú sveitarfélög og þá einnig búnaðarfélaginu og urðu eignarhlutföll þessi: Vindhælishreppur 3/8, Skagahreppur 3/8 og Höfðahreppur 2/8. Gengið var að fullu frá skiptingu félagsins 8. febrúar 1941 og kom í hlut hins nýja Búnaðarfélags Vindhælishrepps kr. 3.454,95.
    Stofnfundur núverandi Búnaðarfélags Vindhælishrepps var haldinn 15. júní 1940 og lög þess samþykkt 24. nóv. sama ár. Í stjórn voru kjörnir:
    Magnús Björnsson, Syðra-Hóli
    Guðmundur Guðmundsson, Árbakka
    Björn Jónsson, Ytra-Hóli

Gullfoss

  • HAH00908
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Gullfoss er foss í Hvítá upp af Haukadal í Árnessýslu á Íslandi, hann er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.
Í byrjun áttunda áratugarins fór viðhorf fólks í umræðu um nýtingu vatnsafls að breytast í þá átt að meira fór að bera á umræðu um náttúruvernd en áður.

Um miðjan áttunda áratuginn komu fram hugmyndir um að friðlýsa Gullfoss. Þegar menn voru komnir af stað með að útbúa friðlýsingu fyrir fossinn, bauð Einar Guðmundsson fram eins mikið land til friðlýsingar meðfram Hvítá eins og menn töldu nauðsynlegt og samkomulag næðist um. Boðið var þegið og Gullfoss og landið sem Einar gaf var friðlýst árið 1979.

Nokkrum árum eftir að Gullfoss var friðaður komu fram hugmyndir um að skilgreina fossinn innan þjóðgarðs. Það varð þó ekki niðurstaðan, heldur sú að tryggja að rétt væri staðið að verndun svæðisins ásamt því að byggja upp þjónustu við ferðamenn.

Jón Benediktsson (1881-1977) Húnstöðum

  • HAH05519
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 21.5.1881 - 14.12.1977

Var á Húnsstöðum í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.

Tunguhnjúkur við Norðurárdal

  • HAH00917
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

„Austanvert við Tunguhnjúk var hjáleigan Draflastaðir, og var talið Draflastaða land frá Múrgili ofan til Klofasteina.“

Tröllafoss í Kjós

  • HAH00919
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Tröllafoss er í Mosfellsdal, mjög góð og auðveld göngu leið er að honum.
Beygt er inn þar sem sveitabærinn Selvangur stendur og keyrt skamma stund að vegi sem liggur til hægri upp hlíðina.

Fossinn er í Lerivogsá.

Steinunn Guðmundsdóttir Blöndal (1908-1996) Blöndubakka

  • HAH07051
  • Einstaklingur
  • 5.6.1908 - 4.11.1996

Fæddist á Melum á Kjalarnesi 5. júní 1908. Var í Miðdal, Saurbæjarsókn, Kjós. 1930. Húsfreyja á Blöndubakka við Blönduós.
Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 4. nóvember 1996. Útför Steinunnar G. Blöndal fór fram frá Blönduóskirkju 16.11.1996 og hófst athöfnin klukkan 14.

Gullhellir við Gullhellisvík á Skagaströnd

  • HAH00924
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874

'Þá er frá Hellisvík til móts við Finnsstaði', segir í skránni um
næsta rekamark. Hellisvík er nær beint vestur af bænum á Harastöðum að sögn kunnugra.
En 'til móts við Finnsstaði' merkir að landamerkjum Harastaða og Finnsstaða.
Þetta rekamark nær því ekki yfir nema hluta af Harastaðafjöru, varla meira en eins og einn km að lengd.

Hér bætir sr. Jónas við: „nf. i Gullhnóttswyk. — Kemur það heim við landamerkjalýsingu í svo nefndu Finnsstaðabréfi frá 1387 (nema örnefnið er afbakað hjá sr. Jónasi): Item landamerki millum Finnzstada ok Harrastaða. Rettsyni or fuglstapa þæim er stenðr j midri Gullhellis vik og wpp i klettinn ok or klettinum Rettsyni i klofua steina. ok or klofua stæinum Rettsyni j mosakellduna firir sunnan höl . . .
Islandske originaldiplomer indil 1450, udg. af Stefán Karlsson, Kbh. 1963,

App. 13, bls. 426-7. í örnefnaskrá Harrastaða og Harrastaðakots segir um landamerki Harrastaða og Háagerðis, sem upphaflega hefur verið afbýli í Finnsstaðalandi: Syðst þar sem landamerki Harrastaða og Háagerðis liggja að sjó er hamar, sem sjór fellur að. Í þenna hamar er helliskúti nefndur 'Gullhellir'. Næsta vík að norðan er Gullhellisvík .. .

Laxá í Aðaldal

  • HAH00926
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Laxá í Aðaldal er klárlega ein þekktasta laxveiðiá landsins. Laxá skiptist í nokkur svæði en þekktasta svæðið, það vinsælasta og líklega það besta, hefur verið nefnd Nesveiðar einu nafni. Á hverju sumri veiðist fjöldinn allur af stórlöxum á svæðinu, löxum um og yfir 20 pundin. Síðasta sumar, sumarið 2013, veiddust 2 stærstu laxar ársins hér á landi, á Nessvæðinu. Veitt er á 8 stangir á svæðinu og leyfilegt agn er fluga.

Aðaldalurinn og umhverfið þar í kring, er eitt fallegast svæði landsins og er óhætt að fullyrða að upplifi veiðimaður það að glíma við stórlax í Laxá í Aðaldal, þá verður það upplifun sem aldrei mun gleymast.

Hólmfríður Jónsdóttir (1876) Jaðri Hrútafirði

  • HAH06696
  • Einstaklingur
  • 31.12.1876 -

Var í Gerði, Hvammssókn, Dal. 1880. Húsfreyja á Tannstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1920 og 1930. Var á Jaðar Ytri, Staðarhr., V-Hún. 1957. Búsett á Jaðri í Hrútafirði, Hún.

Jónas Guðmundsson (1838-1911) Barkarstöðum og Húki

  • HAH05803
  • Einstaklingur
  • 1.7.1838 - 15.12.1911

Tökubarn á Reykjum, Staðarsókn, Hún. 1845. Bóndi á Barkarstöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1870. Bóndi á Húki, Efri-Núpssókn, Hún. 1880 og 1901.

Hannes Þórðarson (1839-1903) Galtarnesi

  • HAH04792
  • Einstaklingur
  • 13.12.1839 - 1903

Var á Stóru Borg, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1845. Var á Titlingastöðum, Breiðabóltaðarsókn, Hún. 1860. Bóndi í Galtarnesi, Víðidalstungusókn, Hún. 1880 og 1901.

Ingimundur Jakobsson (1835-1915) Svarðbæli ov í Miðfirði

  • HAH06718
  • Einstaklingur
  • 15.6.1835 - 22.3.1913

Var á Melstað, Melstaðasókn, Hún. 1860. Bóndi í Svarðbæli, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Útibleiksstöðum 1880. Kirkjuhvammi 1890, Verslunarmaður á Borðeyri og Hvammstanga, síðar í Reykjavík. Hreppstjóri og oddviti í Miðfirði. Var í Reykjavík 1910.

BjarnaRstaðir í Þingi

  • (900)

Á sumum myndum Arnórs hefur "r" verið sett inn í bæjarnafnið og nefnist þá Bjarnarstaðir

Jón Thordarson (1893-1967) forst. R. S.

  • HAH05747
  • Einstaklingur
  • 1.4.1893 - 15.8.1967

Var í Reykjavík 1910. Síðast bús. í Reykjavík. Einnig nefndur Þórðarson. Forstjóri í Sjóklæðagerðar Íslands.

Jón Jasonarson (1835-1902) veitingamaður Borðeyri bóndi Hafursstöðum

  • HAH05590
  • Einstaklingur
  • 17.1.1835 - 3.2.1902

Jón Jasonarson 17.1.1835 [16.1.1835] - 3.2.1902. Var í Hvammkoti, Hofssókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Bóndi í Syðriey, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Bóndi á Hafursstöðum á Skagaströnd, síðar verslunarmaður og veitingamaður á Borðeyri. Verslunarþjónn á Borðeyri 1, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Húsbóndi og veitingamaður á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1890. Vetingamaður á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1901.

Skagabyggð (2002)

  • HAH10103
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2002

Skagabyggð er sveitarfélag á vestanverðum Skaga. Það varð til 25. maí 2002 við sameiningu Skagahrepps og Vindhælishrepps. Aðalatvinnuvegir eru sjávarútvegur og landbúnaður. Gildandi aðalskipulag er frá 2010-2030.

Margrét Arnína Berndsen Gunnlaugsson (1879-1947) Hólanesi

  • HAH06560
  • Einstaklingur
  • 3.7.1879 - 6.7.1947

Margrét Arnína Berndsen, fædd í Karlsminni Skagaströnd 3. júlí 1879 - 6. júlí 1947. Fósturbarn Möllershúsi á Blönduósi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Fór 1892 frá Blönduósi að Neðrimýrum. Fór 1894 frá Neðrimýrum í Höskuldsstaðasókn að Bráðræði. Fór 1897 frá Kvennaskólanum í Höskuldsstaðasókn að Norðfirði. Var á Bakka, Skorrastaðarsókn, S-Múl. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Reykjavík 1945.

Jónbjörn Gíslason (1879-1969) Köldukinn, verslm Rvk og múrari Kanada

  • HAH06564
  • Einstaklingur
  • 22.7.1879 - 29.10.1969

Jónbjörn Gíslason 22. júlí 1879 - 29. október 1969. Strjúgsseli 1880. Húsmaður í Köldukinn á Ásum. Verslunarmaður í Reykjavík. Fór til Kanada 1925 og stundaði múraraiðn þar en kom aftur til Íslands 1956. Síðast bús. á Akureyri.

Jens Benediktsson (1910-1946) prestur Hvammi á Laxárdal ytri

  • HAH05277
  • Einstaklingur
  • 13.8.1910 - 1.12.1946

Prestur, blaðamaður og rithöfundur. Var á Grundarstíg 3, Reykjavík 1930. Prestur í Hvammi i Laxárdal 1942. Blaðamaður í Reykjavík 1945. „Sérstæður gáfumaður“ segir í Ólafsd.

Jón Mars Jósefsson (1855-1921) Sauðadalsá

  • HAH05662
  • Einstaklingur
  • 12.1.1855 - 28.9.1921

Jón Mars Jósefsson 12. jan. 1855 - 28. sept. 1921. Var á Ánastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1860. Bóndi í Dalkoti og á Sauðadalsá á Vatnsnesi, V.-Hún. Húsmaður á Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1880. Var á Gnýsstöðum á Vatnsnesi 1881 og 1883. Húsbóndi í Dalkoti, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1890.

Jóhannes Jóhannesson (1848-1922) Útibleiksstöðum

  • HAH05452
  • Einstaklingur
  • 10.2.1848 - 19.3.1922

Léttadrengur á Kollafossi, Efranúpssókn, Hún. 1860. Bóndi á Böðvarshólum, Breiðabólstaðarsókn, sjóróðrarmaður á Almenningi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1880. Bóndi á Sporði í Línakradal, Þorkelshólshr. Síðar á Útibleiksstöðum í Miðfirði, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. Var þar 1901.

Margrét Þorsteinsdóttir (1836-1893) Skeggstöðum Svartárdal

  • HAH06571
  • Einstaklingur
  • 16.5.1836 - 21.9.1893

Margrét Þorsteinsdóttir 16.5.1836 - 21.9.1893. Var á Ásastöðum [Æsustöðum], Bólstaðahlíðarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Skeggstöðum, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Skeggsstöðum í Svartárdal, A-Hún.

Jónadab Guðmundsson (1825-1915) Reykjum í Hrútafirði

  • HAH05787
  • Einstaklingur
  • 7.8.1825 - 11.2.1918

Jónadab Guðmundsson 7. ágúst 1825 - 11. feb. 1918. Var á Reykjum, Staðarsókn, Hún. 1835 og 1855. Bóndi á Reykjum, Staðarsókn, Hún. 1860. Var á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1901. Var í Jónatanshúsi í Prestbakkas., Strand. 1910.

Þorbjörg Jóhannesdóttir (1871-1950) Huppahlíð Miðfirði

  • HAH06576
  • Einstaklingur
  • 8.1.1871 - 20.4.1950

Þorbjörg Jóhannesdóttir 8.1.1871 - 20.4.1950. Var í Efranesi, Stafholtssókn, Mýr. 1880. Húsfreyja í Huppahlíð, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Huppahlíð, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Salóme Þorleifsdóttir (1826-1909) Stóradal

  • HAH06597
  • Einstaklingur
  • 30.8.1826 - 19.4.1909

Ingibjörg Salóme Þorleifsdóttir 30.8.1826 - 19.4.1909. Var í Stóradal, Svínavatnssókn, Hún., 1845. Húsfreyja á sama stað.

Jóninna Sveinsdóttir (1900-1976) ljósmóðir Miðfirði

  • HAH06602
  • Einstaklingur
  • 5.1.1900 - 4.10.1976

Jóninna Margrét Sveinsdóttir 5.1.1900 - 4.10.1976. Bústýra á Bjarnastöðum, Silfrastaðasókn, Skag. 1930. Ólst upp hjá móðurforeldrum sínum. Ljósmóðir. Síðast bús. á Siglufirði.

Jóhann Pétur Pétursson (1833-1926) Brúnastöðum í Tungusveit Skag

  • HAH05339
  • Einstaklingur
  • 11.10.1833 - 6.2.1926

Jóhann Pétur Pétursson 11.10.1833 - 6.2.1926. Var á Geirmundarstöðum, Reynistaðasókn, Skag. 1835. Fósturbarn á Reykjum, Fagranessókn, Skag. 1840. Léttadrengur á Reykjum, Fagranessókn, Skag. 1845. Vinnuhjú á Reykjum, Fagranessókn, Skag. 1850. Fyrirvinna í Lýtingsstaðarkoti neðri, Mælifellssókn, Skag. 1860. Bóndi á Brúnastöðum, Mælifellssókn, Skag. 1870. Húsbóndi, lifir á fjárrækt á Brúnastöðum, Mælifellssókn, Skag. 1880. Hreppstjóri á Brúnastöðum, Mælifellssókn, Skag. 1890, 1901 og 1920. Bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Brúnastöðum í Tungusveit, Skag

Sigvaldi Björnsson (1873-1945) Brekkulæk Miðfirði

  • HAH06609
  • Einstaklingur
  • 16.11.1873 - 13.12.1945

Sigvaldi Björnsson 16.11.1873 - 13.12.1945. Bóndi og trésmiður á Brekkulæk í Miðfirði, V-Hún. Tökubarn á Efri-Þverá, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Bóndi og trésmiður á Hvammstanga, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Bóndi á Brekkulæk, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Steinunn Steinsdóttir (1840-1915) Eyjólfsstöðum

  • HAH06618
  • Einstaklingur
  • 30.12.1840 - 9.10.1915

Steinunn Steinsdóttir 30.12.1840 [29.12.1840] - 9.10.1915. Tökubarn á Eyjólfsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1845. Fósturdóttir á Eyjólfsstöðum 1860. Steinunn var talin laundóttir Sigurðar Sigurðssonar bónda á Eyjólfsstöðum skv. Föðurætt.

Kristín Sveinsdóttir (1863) Undirfelli 1901 og Grímstungu 1910

  • HAH06641
  • Einstaklingur
  • 20.3.1863 -

Kristín Sveinsdóttir 20.3.1863. Vinnukona Hörghóli 1880, Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1890. Verkstjórafrú í Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1901. Fóstra húsfreyju í Grímstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Fædd að Starrastöðum.

Sigríður Karitas Jónsdóttir (1854-1925) frá Steinnesi

  • HAH06654
  • Einstaklingur
  • 30.11.1854 - 20.11.1925

Sigríður Karitas Jónsdóttir 30.11.1854 [30.11.1853] - 20.11.1925. Var á Leysingjarstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Var á Bæ, Reykhólasókn, A-Barð. 1880 og 1901. Var í Reykjavík 1910. Ógift barnlaus.

Ólöf Árnadóttir (1873) vk Lækjarmótum Víðidal 1890

  • HAH06736
  • Einstaklingur
  • 25.3.1873 -

Ólöf Árnadóttir 25.3.1873. Var á Vatnshóli, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Vinnukona á Lækjamótum, Víðidalstungusókn, Hún. 1890, frá Hörgshóli.
M. Daníel á Selási.

Sigurður Jónsson (1864-1948) Stóru-Ásgeirsá

  • HAH06751
  • Einstaklingur
  • 12.3.1864 - 27.1.1948

Kristján Sigurður Jónsson 12.3.1864 - 27.1.1948. Verkamaður á Bergþórugötu 23, Reykjavík 1930. Var á Valdarási, Víðidalstungusókn, Hún. 1870 og 1880. Bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, V-Hún. 1890 og 1910, Litlu-Ásgeirsá 1920

Niðurstöður 6501 to 6600 of 10349