Halldór Björnsson Johnson er fæddur á Frostastöðum í Skagafirði. Hann fór til Vesturheims 1876 frá Sleitustöðum, Hólahreppi, Skag. Þau settust að í Nýja íslands, þar numu þau land í Víðinesbygð og nefndu Víðirás.. Eftir fjögra ára veru þar, fluttu þau til Hallson, N. Dak, námu þar land og nefndu það Sleitustaði. Þar ólst Halldór upp,
Vestur til Blaine fluttist hann 1912.
Keypti allstóran blett af landi í bænum í félagi við tengdaföður sinn, Pétur Hansen, frá Hólanesi, og byggðu þeir báðir sitt húsið hvor, bæði vönduð.
Hann andaðist, af hjartaslagi, að heimili sínu í Blaine, í Washingtonríki.
Hann var jarðsunginn, að viðstöddu fjölmenni, laugardaginn, 18. des. 1943, af séra Guðmundi P. Johnson og séra Rúnólfi Marteinssyni. Aðalathöfnin fór fram í lútersku kirkjunni í Blaine.