Vesturhópshólakirkja

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Vesturhópshólakirkja

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1879 -

Saga

Vesturhópshólakirkja er kirkja að Vesturhópshólum í Vesturhópi. Bærinn er ysti bær í sveitinni og dregur nafn sitt af urðartungu sem hefur hreyfst úr fjallinu fyrir ofan.

Kirkjan á Vesturhólshólum var byggð árið 1879 en hún var bændakirkja allt fram til 1959. Henni tilheyrir predikunarstóll sem talinn er vera frá 17. öld. og talinn smíðaður af Guðmundi Guðmundssyni „bíld“ frá Bjarnastaðahlíð. Altaristaflan í kirkjunni sýnir Krist á krossinum og er hún talin vera gömul. Á henni kemur fram nafnið Bertel Øland og ártalið 1761. Hvort tveggja, predikunarstóll og altaristafla, er talið vera komið úr kirkjunni á Höskuldsstöðum í Vindhælishrepp.
Vesturhópshólakirkja er timburhús, 7,69 m að lengd og 4,73 m á breidd, með klukknaport við vesturstafn, 1,40 m að lengd og 1,73 m á breidd. Þakið er krossreist og trékross upp af framstafni. Kirkjan er klædd steinajárni, þak bárujárni og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar. Í þeim er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar. Lítill póstgluggi er efst á framstafni með tveggja rúðu römmum. Á klukknaporti er krossreist bárujárnsklætt þak en efsti hluti stafns og hliða er klæddur steinajárni. Stoðir eru undir framhornum en hálfstoðir við framstafn kirkju. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar spjaldsettar vængjahurðir.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Staðir

Vesturhópshólar [Hólar]; Vesturhóp; Höskuldsstaðkirkja í Vindhælishrepp; Vatnsnesfjall; Tjarnarprestakall;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Vesturhópshólar eða Hólar er bújörð og kirkjustaður í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu og er nyrsti bærinn í sveitinni. Nafnið er komið af sérkennilegum hólaklasa sem liggur niður frá Vatnsnesfjalli og er sennilega skriðuframhlaup úr því. Bærinn stendur sunnan undir hólunum.

Kirkja hefur verið í Vesturhópshólum frá fornu fari en núverandi Vesturhópshólakirkja var reist árið 1879 og í henni er meðal annars predikunarstóll sem talinn er smíðaður af listamanninum Guðmundi Guðmundssyni í Bjarnastaðahlíð. Vesturhópshólar voru lengst af prestssetur en prestakallið var sameinað Tjarnarprestakalli 1854. Á meðal presta í Vesturhópshólum var Ólafur Hjaltason, fyrsti lútherski biskupinn á Hólum.

Vesturhópshólar voru taldir ein besta jörð sveitarinnar. Þekktustu búendur þar eftir að prestssetrið var lagt af voru hjónin Þorlákur Þorláksson hreppstjóri og Margrét Jónsdóttir, sem þar bjuggu á síðasta fjórðungi 19. aldar og fram á þá tuttugustu, en á meðal barna þeirra voru Jón Þorláksson forsætisráðherra og Björg Karítas Þorláksdóttir, sem var fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi.

Tengdar einingar

Tengd eining

Tjarnarkirkja á Vatnsnesi (um 1935)

Identifier of related entity

HAH00596

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björg Karitas Þorláksdóttir Blöndal (1874-1934) dr.phil (30.1.1874 - 25.2.1934)

Identifier of related entity

HAH02739

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Höskuldsstaðakirkja (1963) Vindhælishreppi (31.3.1963 -)

Identifier of related entity

HAH00326

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Súluvellir í Vesturhópi ((1930))

Identifier of related entity

HAH00490

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Benedikt Björnsson (1888-1982) Syðri-Kárastöðum (24.3.1888 - 24.4.1982)

Identifier of related entity

HAH01256

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Jóhannesson (1858-1935) (9.11.1858 - 21.4.1935)

Identifier of related entity

HAH02836

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Stefán Þorláksson (1847-1907) Prestur á Tjörn á Vatnsnesi (13.8.1847 - 7.2.1907)

Identifier of related entity

HAH05736

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Þingeyrakirkja

controls

Vesturhópshólakirkja

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hjalti Guðmundsson (1924-1992) Vesturhópshólum (24.5.1924 - 28.1.1992)

Identifier of related entity

HAH06937

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Hjalti Guðmundsson (1924-1992) Vesturhópshólum

controls

Vesturhópshólakirkja

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00585

Kennimark stofnunar

IS HAH-Kir

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 6.3.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir