Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Vesturhópshólakirkja
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1879 -
History
Vesturhópshólakirkja er kirkja að Vesturhópshólum í Vesturhópi. Bærinn er ysti bær í sveitinni og dregur nafn sitt af urðartungu sem hefur hreyfst úr fjallinu fyrir ofan.
Kirkjan á Vesturhólshólum var byggð árið 1879 en hún var bændakirkja allt fram til 1959. Henni tilheyrir predikunarstóll sem talinn er vera frá 17. öld. og talinn smíðaður af Guðmundi Guðmundssyni „bíld“ frá Bjarnastaðahlíð. Altaristaflan í kirkjunni sýnir Krist á krossinum og er hún talin vera gömul. Á henni kemur fram nafnið Bertel Øland og ártalið 1761. Hvort tveggja, predikunarstóll og altaristafla, er talið vera komið úr kirkjunni á Höskuldsstöðum í Vindhælishrepp.
Vesturhópshólakirkja er timburhús, 7,69 m að lengd og 4,73 m á breidd, með klukknaport við vesturstafn, 1,40 m að lengd og 1,73 m á breidd. Þakið er krossreist og trékross upp af framstafni. Kirkjan er klædd steinajárni, þak bárujárni og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar. Í þeim er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar. Lítill póstgluggi er efst á framstafni með tveggja rúðu römmum. Á klukknaporti er krossreist bárujárnsklætt þak en efsti hluti stafns og hliða er klæddur steinajárni. Stoðir eru undir framhornum en hálfstoðir við framstafn kirkju. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar spjaldsettar vængjahurðir.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Places
Vesturhópshólar [Hólar]; Vesturhóp; Höskuldsstaðkirkja í Vindhælishrepp; Vatnsnesfjall; Tjarnarprestakall;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Vesturhópshólar eða Hólar er bújörð og kirkjustaður í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu og er nyrsti bærinn í sveitinni. Nafnið er komið af sérkennilegum hólaklasa sem liggur niður frá Vatnsnesfjalli og er sennilega skriðuframhlaup úr því. Bærinn stendur sunnan undir hólunum.
Kirkja hefur verið í Vesturhópshólum frá fornu fari en núverandi Vesturhópshólakirkja var reist árið 1879 og í henni er meðal annars predikunarstóll sem talinn er smíðaður af listamanninum Guðmundi Guðmundssyni í Bjarnastaðahlíð. Vesturhópshólar voru lengst af prestssetur en prestakallið var sameinað Tjarnarprestakalli 1854. Á meðal presta í Vesturhópshólum var Ólafur Hjaltason, fyrsti lútherski biskupinn á Hólum.
Vesturhópshólar voru taldir ein besta jörð sveitarinnar. Þekktustu búendur þar eftir að prestssetrið var lagt af voru hjónin Þorlákur Þorláksson hreppstjóri og Margrét Jónsdóttir, sem þar bjuggu á síðasta fjórðungi 19. aldar og fram á þá tuttugustu, en á meðal barna þeirra voru Jón Þorláksson forsætisráðherra og Björg Karítas Þorláksdóttir, sem var fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Kir
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 6.3.2019
Language(s)
- Icelandic