Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Unnur Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum
Hliðstæð nafnaform
- Unnur Sigrún Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
19.6.1922 - 4.9.2002
Saga
Unnur Sigrún Stefánsdóttir fæddist á Smyrlabergi í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1922. Hún lést á heimili sínu, Ugluhólum 12, 4. september síðastliðinn.
Útför Unnar verður gerð frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 16. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar Unnur fluttist að heiman fór hún fyrst á Blönduós, þar sem hún stundaði m.a. nám við Húsmæðraskólann, og svo til Siglufjarðar, Keflavíkur og síðar Reykjavíkur.
Útför Unnar verður gerð frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 16. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Smyrlaberg: Höllustaðir í Blöndudal 1924: Þröm: Litlidalur 1937:
Réttindi
Kvsk á Blönduósi:
Starfssvið
Lagaheimild
"Á tveggja ára afmælisdaginn er faðir hennar dáinn. Móðurbróðir hennar hafði óskað eftir að taka hana í fóstur, sem úr verður á afmælisdaginn hennar. Hún mundi sárt þann dag þegar hún var sett upp á hest grátandi og kvaddi systkinin og móður sína. Hún fékk góða fósturforeldra, Guðmund og Róselíu Meldal, en til voru aðrir sem minntu hana á að þau væru ekki foreldrar hennar.
En lífið er hart í torfbæ uppundir heiði. Göngin í bænum verða klakabúnt á veturna og hendurnar verða frostbólgnar af kulda við að skola þvott í klakabrynjuðum lækjum. Að elta búfé upp um heiðar getur tekið sólarhringa. Stundum var litla stúlkan það þreytt að hún gat ekki borðað þegar heim kom. Hún eignaðist fóstursystur, fyrst þegar önnur stúlka kemur og svo þegar faðir hennar eignast barn utan hjónabands, sem Róselía tók af sínu stóra hjarta."
"Síðan varð breyting, flutt er niður í byggð þegar hún er 15 ára og í steinhús, með góðum gluggum, koparhöldum á dyrum og nálægt öðru ungu fólki. Hún fær að heimsækja móður sína og fara í reisu með henni til Reykjavíkur. Gista hjá elstu systur og skoða heiminn. Kynnast aftur sinni blóðmóður. Það er kreppa og peningar sjást ekki.
Svo er farið í kvennaskóla og stríðið skellur á, stelpurnar mega ekki fara út úr húsi án fylgdar enda Blönduós fullur af Bretum. Næsta vetur fer mamma til stóra bróður sem rekur hótel á Siglufirði og hans góðu konu. Hún talar mikið um ánægjuna að kynnast aftur systkinunum en líka um heppni sína í fósturforeldrum og fóstursystkinum.
Alltaf er farið heim á sumrin og hjálpað til og svo fékk hún fósturbróður. En nú er hún farin suður á vetrum, fyrst til Keflavíkur og svo til Reykjavíkur. Ævintýri líkast. Velborguð vinna og peningar eftir löng ár kreppunnar. Að geta keypt tískuföt og farið í bíó. Nú þarf ekki lengur að ganga í skóm búnum til úr bíldekkjum sem skekkja allar tær. Nú skal haldið út í heim eftir stríð. Hún kynnist föður mínum þegar hann kemur í land af sjónum, en til Kaupmannahafnar er haldið og hún fær vinnu á Hótel Palaz. En það eru ennþá of miklar róstur eftir stríðið og eftir að hafa naumlega sloppið undan kúlnahríð í hjarta bæjarins ákveður hún að fara til Stokkhólms. Eftir átta mánuði fer hún svo heim til að stofna fjölskyldu með pabba. Mömmu langaði í stóra fjölskyldu en við urðum bara þrjú. Fráfall fósturforeldra skapaði mikinn söknuð, en hún hélt áfram að lifa eins og við verðum líka að gera í dag.
Með árunum vænkaðist hagur og hægt var að fara aftur í ferðir og nú suður á bóginn í sólina og þegar vinnudegi lauk höfðu foreldrar mínir keypt hús á Spáni, þar sem þau áttu ellefu yndisleg ár. Aldrei komstu til Ástralíu eins og þig dreymdi um sem barn, en í staðinn komstu margt annað sem þú hafðir ekki látið þig dreyma um.
Fyrir mig voru það forréttindi að geta lært í sama landi, á Spáni, geta skroppið í heimsókn um helgar og deilt lífi mínu með þeim. Það eru með þremur bestu árum lífs míns, ég gat loksins farið að endurgjalda dekrið." (Matthildur)
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson, f. 20. september 1863, d. 29. apríl 1924, og Guðrún Kristmundsdóttir Meldal, f. 5. desember 1883, d. 28. desember 1947.
Systkini Unnar eru:
1) Jón Bergmann, f. 20. júlí 1908, d. 18. september 1982, Bílstjóri í Þröm, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Heimili: Smyrlaberg. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Helga Ingibjörg, f. 23. maí 1910. Starfaði á rannsóknardeild Heilsuverndarstöðvarinnar og síðar á Borgarspítalanum. Vinnukona á Óðinsgötu 8 b, Reykjavík 1930.
3) Kristmundur, f. 3. október 1911, d. 3. ágúst 1987. Nemandi á Hólum, Hólasókn, Skag. 1930. Var í Grænuhlíð, Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar í 30 ár. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi. Jónshúsi Blönduósi 1940.
4) Páll, f. 6. september 1912, d. 16. nóvember 1982. Nemandi á Hólum, Hólasókn, Skag. 1930. Bifreiðarstjóri á Blönduósi, var í Tilraun, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
5) Hjálmar, f. 20. ágúst 1913, d. 14. apríl 1989. Nemandi á Hólum, Hólasókn, Skag. 1930. Verkamaður á Flankastöðum. Vélgæslumaður við rafstöðina í Sauðanesi á Ásum, síðar á Blönduósi. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ókvæntur og barnlaus. Litla-Enni Blönduósi 1947.
6) Steinunn, f. 8. október 1914- 18. ágúst 2012, Var á Smyrlabergi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Reykjarhóli, Reykjahverfi, S-Þing, síðar bús. á Húsavík.
7) Jónína Sigurlaug, f. 25. september 1915, d. 15. desember 2000. Var á Smyrlabergi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja. Var í Reykjaskóla, Staðarhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Kópavogi.
8) Sigríður Guðrún, f. 15. ágúst 1916, d. 26. mars 1997. Húsfreyja í Glæsibæ í Sléttuhlíð, á Hofsósi og Akranesi, síðar í Þorlákshöfn. Var á Holtastöðum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Fósturfor: Jónatan J. Líndal og Guðríður S. Líndal. Síðast bús. í Ölfushreppi.
9) Gísli Þorsteinn, f. 18. febrúar 1920, d. 19. mars 1958. Var á Smirlabergi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Hótelstjóri á Siglufirði frá 1943. Fórst í húsbruna.
Við fráfall föður síns var Unnur send tveggja ára gömul í fóstur til móðurbróður síns, Guðmundar Kristmundssonar Meldal, og konu hans, Róselíu Sigurðardóttur, en þau bjuggu þá á Höllustöðum í Blöndudal.
Síðar flutti Unnur með þeim að Þröm, sem var efsti bær í Blöndudal, og 15 ára að Litla-Dal í Svínavatnshreppi.
Fóstursystkini Unnar eru
1) Ester Guðmundsdóttir,
2) Guðmunda Ágústsdóttir
3) Einar H. Pétursson.
Í Reykjavík giftist hún Jóhanni Rósinkrans Björnssyni hinn 6. mars 1948. Jóhann er fæddur á Ísafirði 20. júní 1924. Foreldrar hans voru Björn Jóhannsson og Guðbjörg Sigurðardóttir. Unnur og Jóhann eignuðust þrjú börn:
1) Rósa Guðrún, f. 23. maí 1948, áður gift Jökli Ólafssyni og eiga þau Jóhann Ólaf, f. 20. júlí 1967, en hann á tvö börn, og Guðnýju Unni, f. 13. maí 1969, en hún á tvo syni.
2) Guðmundur Ægir, f. 23. mars 1951. Af fyrra hjónabandi með Tove Beck á hann Ólaf Börk, f. 27. júní 1969, en hann á eina dóttur, og Einar Björn, f. 30. desember 1970, en hann á tvær dætur. Guðmundur er nú kvæntur Áslaugu Gísladóttur, f. 10. janúar 1956, og með henni hefur hann alið upp tvo fóstursyni, Margeir og Gísla Steinar Ingólfssyni. Margeir á einn son.
3) Matthildur, f. 9. ágúst 1960. Sambýlismaður Matthildar er Réne Schultz, f. 14. júlí 1972.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Unnur Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Unnur Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Unnur Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Unnur Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Unnur Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Unnur Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Unnur Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Unnur Stefánsdóttir (1922-2002) frá Smyrlabergi, uppfóstruð á Höllustöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 4.8.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 25.11.2022
Íslendingabók
mbl 15.9.2002. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/688004/?item_num=12&searchid=5cd66f3f6b56c25d2797887eaf7b11737a72693f
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Unnur_Stefnsdttir1922-2002fr_Smyrlabergiuppfstru____Hllust__um.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg