Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Þorkelshóll I og II í Víðidal
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1300)
Saga
Þorkelshóll I
Gamalt býli og bændaeign. Jörðin hefur verið ein af stærstu jörðum í Víðidal en hefur nú verið skipt í fleiri býli. Land jarðarinnar náði áður fyrr meðfram Víðidalsá frá Dalsá og meðfram Grafarlæk og frá Finnbjarnarholti og allt þar neðar niður að Víðidalsá. Á þessu landi eru nú fjögur býli og öll góðar bújarðir. Engjar átti jörðin vel grasgefnar meðfram Víðidalsá. Beitiland var mýrlent og víða blautt en allt ræktanlegt með framræslu og nútímabúskapar tækni.
Íbúðarhús byggt 1967 ein hæð 310 m³. Fjárhús fyrir 320 fjár. Hlöður 670 m³. Hesthús fyrir 10 hest, Verkfærageymsla 136 m². Tún 18 ha.
Þorkelshóll II
Suðurhlutinn af jörðinni Þorkelshóll. Jörðinni var skipt 1962 þegar fyrri ábúendur hættu búskap en við tóku börn þeirra. Auk þess sem áður er fram tekið um Þorkelshól, má geta þess að á jörðinni voru fyrr meir mörg smábýli sem vafalaust hafa ekki verið í samfelldri byggð. Jarðarbókin nefnir þessi býli; Áskot, Miðkot og Efstakor, Einnig Tóftakot á Þorkelshóls engi.
Á jörððinni var hálfkirkja að fornu.
Beitarítak átti jörðin á Melrakkadal á sumrum en Melrakkadalur engja ítak þess í stað.
Íbúðarhús byggt 1947, 270 m³. Fjós fyrir 17 kýr. Fjárhús fyrir 260 fjár. Hlöður 870 m³. Votheysgryfja 45 m³. Tún 30 ha.
Veiðiréttur í Víðidalsá fylgir báðum býlunum
Staðir
Viðidalur, Víðidalsá, Dalsá, Grafarlækur, Finnbjarnarholt, Áskot, Miðkot, Efstakot, Tóftakot, Melrakkadalur [Dalur], Nípukot
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Hjer hefur að fornu hálfkirkja verið og stendur húsið enn í dag. Enginn minnist hjer hafi tíðir veittar verið. Jarðardýrleiki lx € . Eigandinn Marchús Pálsson að Syðrivöllum við Miðfjörð
og hans kvinna Sigríður Erlendsdóttir. Jörðin er afdeild í tvö býli, annað beheldur nafni heimajarðarinnar, kallað og tíundað lv € , annað kallað Nípukot, tíundast v €.
Ábúandinn á tveim þriðjúngum heimajarðarinnar er hreppstjórinn Ari Bjarnason, en þriðjúng hennar hefur hann í umráðum og byggir út af sjer öðrum ábúanda, Ólafi Brandssyni.
Landskyld af allri ii € , gjalda ábúendur eftir proportion, voru fyrir 16 árum iii € , því lækkað að ei bygðist ella. Betalast í ullarvöru og sauðum i kauptíð, so mikið af hverju sem Ari fær við komið og stundum nokkuð í peníngum. Leigukúgildi ix, leigir Ari vi, Ólafur iii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfjenaður Ara iii kýr, i kvíga tvævetur, hefur borið tvo kálfa, i kvíga tvævetur mylk, ii kvígur veturgamlar, i kálfur, lxviii ær, xxviii sauðir tvævetrir og eldri, xxxv veturgamlir,
xxxii lömb, v hestar, ii hross, i foli veturgamall, i únghryssa, i fyl.
Hjá Ólafi ii kýr, xx ær, vii lömb, i foli þrevetur, i hross. Fóðrast kann á allri heimajörðinni vi kýr, i úngneyti, xl lömb, lxxx ær, iiii hestar. Torfrista og stúnga næg. Reiðíngsrista má heita þrotin.
Móskurður til eldiviðar hefur verið, meinast enn vera mega, en brúkast ei. Lax og silúngsveiðivon í Víðidalsá nokkur. Lambaupprekstur á Víðidalstúnguafrjett fyrir toll ut supra
Sex vikna beit í Melrakkadals landi eigna menn jörðunni, en Dal aftur engjaítak, vide Dal. Engjunum spillir Víðidalsá og fara þær til rýrðar. Landþröng er hin mesta. Ekki er kvikfje óhætt fyrir foröðum
Nijpukot.
Afbýli bygt á fornu gerði fyrir 44 árum, þar sem áður hafði í manna minni ekki bygt verið. Dýrleikinn er kallaður v € og so tíundast ut supra.
Eigandinn sami. Ábúandinn Árni Guðmundsson. Landskyld 1 álnir í næstu 3 ár, áður lx álnir; því aftur fært að ekki hygðist ella. Betalaðist til forna með fiskatali í kaupstað, en nú í landaurum, viðlíkt og segir um heimajörðina. Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar. Kvikfje ii kýr, i kvíga veturgömul, xx ær, xx lömb, ii hestar,
i únghryssa. Fóðrast kann ii kýr, xii lömb, xx ær, i hestur. Engjar má á hjáleigunni öngvar telja, nema það hent verður í mýrum og úthaga. Hagar eru óskiftir og so önnur hlunnindi og bágindi jarðarinnar. Vatnsból hjáleigunnar ilt og bregst margoft sumar og vetur til stórmeina, er þá neyðarilt og erfitt til að sækja. Sveitar fyrirsvar er hjer eftir proportion.
Áskot, fornt eyðigerði í þorkelshóls landi. Enginn veit það hafi bygð verið, og ómögulegt er hjer að hyggja, því bæði vantar vatn og slægjur.
Efstakot. Annað fornt gerði, aldrei bygt í manna minni; þar hafa þorkelshólsmenn ýmist fjárhús eður stekk liaft. Ómögulegt er aftur að hyggja fyrir landþröng og vatnsleysi.
Miðkot með sama móti afhraksgrey óbyggjandi.
Toptakot hefur í vorra feðra minni bygt verið í 2 ár í þorkelshóls engi, þar sem bæði fyrr og síðar hefur stekkur verið. Hvað landskuld var eður kúgildi veit enginn, en hvörki hefur það bygst fyrr nje síðar; má og aldrei byggjast nema til að fordjarfa jörðina.
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Þorkelshóll I og II í Víðidal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Þorkelshóll I og II í Víðidal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Þorkelshóll I og II í Víðidal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 31.5.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paull
Húnaþing II bls 394 og 395
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar. Bls 222-224
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf