Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Tannstaðabakki
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1950)
Saga
Gamalt býli, alltaf í byggð. Byggt úr landi Tannastaða, selt sem sjálfstæð jörð 1409 og aftur 1531, þá seld Ara Jónssyni lögmanni. Bærinn stendur niður við sjó, sunnan við svonefndan Bakkalæk. Landstærð 300 ha. ræktunarskilyrði góð, landið að mestu afgirt. Sama ætt hefur búið á jörðinni síðan 1831. Íbúðarhús byggt 1955, 539 m3. Fjós fyrir 14 gripi. Fjárhús yfir 318 fjár. Hlöður 1026 m3. Votheyshlöður 75 m3. Vélageymsla 90 m3. Tún 29,63 ha.
Staðir
Hrútafjörður; Tannastaðir; Bakkalækur; Djúpsker; Stórhóll; Sveðjustaðir; Djúpidalur; Reykir í Hrútafirði; Leirtjörn; Hraunásendi; Sjónarhóll; Hádegishóll; Kálfastapi; Þingeyrarklaustur; Laugarstapi; Efstahaugur;
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
<1870-1902- Einar Skúlason 21. okt. 1834 - 20. ágúst 1917. Gullsmiður. Bóndi á Tannstaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Var á sama stað 1880. Kona hans; Guðrún Jónsdóttir 7. feb. 1843 - 6. ágúst 1908. Var í Gjótu, Staðastaðarsókn, Snæf. 1845. Húsfreyja á Tannstaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Var á sama stað 1880. Húsfreyja í Tannastaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1901.
1902-1944- Jón Einarsson 15. jan. 1879 - 6. okt. 1961. Var á Tannstaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1910. Sennilega sá sem var á Tannstaðabakka, Staðarhr., V-Hún. 1957. Bóndi á Tannstaðabakka frá 1905 til æviloka. Söðlasmiður og gildur bóndi. Kona hans Jóhanna Þórdís Jónsdóttir 3. maí 1881 - 5. ágúst 1957. Húsfreyja á Tannstaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1910 og 1930.
1944-1959- Jón Jónsson 25. feb. 1920 - 13. júlí 1996. Var á Tannstaðabakka, Staðarhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Kona hans; Lára Guðlaug Pálsdóttir 31. ágúst 1933 - 31. ágúst 1993. Var að Sveðjustöðum, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.
1944- Einar Jónsson 3. apríl 1918 - 3. feb. 2002. Var á Tannstaðabakka, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Tannstaðabakka, Staðarhr., V-Hún. 1957. Búfræðingur og bóndi á Tannstaðabakka. Starfaði síðar sem safnvörður á byggðasafninu á Reykjum. Kona hans; Þóra Guðrún Jósepsdóttir 2. mars 1924 - 4. jan. 2011. Var á Tannstaðabakka, Staðarhr., V-Hún. 1957. Húsfreyja á Tannstaðabakka í Staðarhreppi, síðar bús. í Reykjavík. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Fósturbarn: Einar Gunnar Jónsson, f. 4.6.1950.
Skúli Einarsson 29. maí 1955, bóndi og söðlasmiður. Kona hans; Ólöf Ólafsdóttir 17. maí 1956, frá Selfossi.
Almennt samhengi
Landamerki un Tannstaðabakka.
Móts við Tannstaði bein sjónhending úr blindskeri eða boða, sem er fáa faðma fyrir norðan Djúpsker, um vörðu, sem gjörist á sjóabökkunum, í nybbuna (hæstu þúfuna) á Stórhól austur á hálsinum, þaðan í keldu, næstu fyrir austan, þá móts við Sveðjustaðaland, úr miðjum farveg nefndan keldu, til suðurs, bein lína í gamlan lækjarfarveg (nú þurann) syðst á Djúpadal, og enn sama lína í læk, sem þar fellur frá suðri (nú merkjakeldu millum Reykja og Sveðjustaða), ræður svo lækur sá merkjum að lítilli Leirtjörn eða polli, sem hann rennur í gegn um og sem er norðanvert við lágt og lítið nybbuholt, og svo, móts við Reykjaland úr nefndum tjarnarpolli til vesturs, um norðari Hraunásenda í vörðu á Sjónarhól, frá þeirri vörðu bein lína á stein á Hádegishól, merktan L.M., þaðan í vörðu á Kálfastapa, og þaðan á Laugarstapa, svo á Efstahaug og loks á klett við sjóinn, um flotinn um flæður, merktan L.M.
Þessum landamerkjum erum vjer undirritaðir hlutaðeigendur samþykkir:
Tannstaðabakka, 1. maí 1890.
Einar Skúlason eigandi og ábúandi.
Þorvaldur Bjarnason fyrir Sveðjustaði.
Jón Brandsson, fyrir Tannstaði
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrarkl.jarða.
Lesið upp á manntalsþingi að Þóroddsstöðum, hinn 6. júní 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 218, fol. 113b.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 16.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 218, fol. 113b.
Húnaþing II bls 577