Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Skuld Blönduósi 1916, Hafnarbraut 1-3 Blönduósi
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1917 - 1954
History
Skuld 1916. Timburhús byggt 1939, rifið 1980, gamli torfbærinn rifinn 1954.
Byggt 1916 af Jóni Helgasyni. Jón hafði búið á Svangrund árið áður. Þar voru hús hin lélegustu um þær mundir og leist Jóni ekki á að búa þar lengur. Hann fékk leyfi hjá tengdamóður sinni að byggja í landi Ennis yfir sig og sína. Björn Einarsson frá Bólu var ráðinn til að sjá um hleðslu hússins, sem var úr torfi. Á meðan hafðist Jón við í gömlu nausti norðan við lóðina og tjaldaði þar yfir.
Places
Íbúðarhús með sama nafni stendur þar enn, en þó sunnar á lóðinni. Skammt frá bílavigtina við Bryggjuveginn, Hafnarbraut 3:
Legal status
Functions, occupations and activities
Húsinu er lýst svo í fasteignamati 1918: Torfbær 2ja ára 12 x 6 álnir torfveggir og torfþak, hálfþilstafn, gólflagt, þiljað og pappalagt á 5 álnum, skarsúð á 6 álnum en fjalviðarskíð á hinu, sem er eldavélarhús og geymsla. Útihús, hesthús og fjós skipt með einu skilrúmi, torfveggir og torfþak. Þil framan undir. Rúmar 2 kýr og 10 hesta. Synir Jóns, Ari og Ragnar byggðu við húsið úr timbri 1939, 3 stofur, eldhús og forstofa. Eftir stóð af gamlabænum 4 x 4 torfhús. Voru þeir þá eigendur að Skuld. Ari átti 2/3 hluta og Ragnar 1/3.
Þegar Ari fór að búa 1943 keypti hann hlut Ragnars í húsinu. Hann reif gamla torfbæinn 1954 og byggði í staðinn úr timbri. Eftir lát Ara 1966 bjó ekkja hans í Skuld til 1970, síðan voru synir hennar, Jón, Þorleifur og Ari þar til 1977 að þeir fluttu í nýtt hús Jóns, sunnar á lóðinni. Síðust bjó Anna systir þeirra í gamla húsinu í eitt ár. Húsið var rifið 1980.
Þegar Helga Þorleifsdóttir í Enni lést, fékk Ingibjörg dóttir hennar, kona Jóns Helgasonar lóðina í móðurarf. Staðfest með gjafabréfi 4.4.1919. Lóðin þar sögð 700 ferfaðmar (2482 m2). Lóðarmörk ekki tiltekin, en voru lækir norðan og sunnan og vegurinn að austan, sjórinn að vestan.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
1916 og 1937- Jón Helgason f. 23. maí 1863 Ystagili d. 20. maí 1940, Skuld 1937, maki II. 27. febr 1896; Ragnheiður Ingibjörg Sveinsdóttir 12. nóv. 1871 d. 1. okt. 1927 Enni.
Börn þeirra;
1) Sveinbjörg Helga Jónsdóttir Blöndal 7. júlí 1896 - 4. október 1973 húsfreyja á Brúsastöðum í Vatnsdal.
2) Ólína (1899-1980). Húsfreyja og aðventisti í Fagurhlíð, Hvalsnessókn, Gull. 1930. Síðast bús. í Sandgerði. Hét áður Þuríður Nikólína Jónsdóttir.
3) Ari (1901-1966) sjá neðar,
4) Þorbjörn Kristján (1905-1976) Kornsá,
5) Þorsteinn Vilhelm (1910-1970). Var á Skuld, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bókari í Reykjavík 1945. Bókari í Reykjavík.
6) Margrét Jónsdóttir (1910-1986) Húsfreyja á Víkum á Skaga. Var á Skuld, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Skrapatunga. Var í Víkum, Skagahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Skagahreppi.
7) Ragnar Sveinn (1912-2002) sjá Héðinshöfða og neðar,
8) Dalla (Karlína) Guðrún (1914- 1988). Húsfreyja, síðast bús. á Ólafsfirði.
9) Þormóður Ottó (1917-1985). Vikadrengur á Björnólfsstöðum, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Nefndur Þormóður Októ í 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
1939 og 1957- Ari Jónsson f. 10. júní 1901 Enni, d. 6. jan. 1966, maki 14. ágúst 1938, Ingiríður Guðlaug Nikódemusardóttir f. 30. okt. 1914, Skrók. d. 12. júlí 2001, sjá Litla-Enni. Skuld 1947.
Börn hennar; sjá Litla-Enni. Börn þeirra;
1) Karl (1943),
2) Þorleifur (1945-1991) Blönduósi, sjá neðar.
3) Ingibjörg Þuríður (1946),
4) Valgerður Margrét (1948-1994). Sjúkraliði á Blönduósi.
5) Jón (1949) Blönduósi, sjá neðar
6) Sveinn (1951),
7) Haraldur Nikódemus (1953),
8) Ari (1954-2008), sjá neðar.
9) Guðrún (1956),
10) Anna Helga (1960).
1939- Ragnar Sveinn Jónsson f. 12. febr. 1912 Skrapatungu, d. 18. sept. 2002, maki; Ingibjörg Skarphéðinsdóttir f. 23. júlí 1916 d 27. ágúst 1974, sjá ofar. Héðinshöfða 1957, sjá ofar
Barn þeirra;
1) Skarphéðinn (1945). Umboðsmaður Blönduósi.
1970-1977- Þorleifur Arason, f. 9. apríl 1945, d. 11. nóv. 1991.
1970-1977- Ari Arason, f. 13. des. 1954, d. 22. des 2008. Stýrimaður og viðskiptafræðingur.
1977-1978 Anna Aradóttir síðasti íbúi gamlahússins
Nýtt hús byggt nr 3 við Hafnarbraut
Frá 1977- Jón Arason f. 20. apríl 1949. Trésmiður Blönduósi
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the owner of
Skuld Blönduósi 1916, Hafnarbraut 1-3 Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Blö
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 22.5.2019
MÞ leiðrétting 23.10.2023
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ